„ Það gjörum við Bjarni Jónsson og Skeggi Jónsson góðum mönnum viturligt með þessu okkru bréfe að uið meðkennumst það að …“
„… skrifað í Sólheimum í Sæmundarhlíð á laugardaginn næsta eftir ascencionem domini, anno domini M° quadringentessimo secundo.“
Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 564, bl. 673. Kaupmannahöfn 1893
Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 153. Bréf nr. 122.København 1963.
Vitnisburður tveggja manna um landamerki Valadals í Skagafirði (DI III:673).
Óþekktur skrifari.
Á blaði 1v er ártalið 1402 og fangamark.
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).
Annað tveggja innsigla er varðveitt að hluta.
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað í Sólheimum í Sæmundarhlið 6. maí 1402.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.