Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 434 d 12mo

Galdrakver ; Ísland, 1600-1697

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-8v)
Galdrakver
Upphaf

Margt er ungum mönnum …

Niðurlag

… og best á réttu stendur. Endir.

Athugasemd

Leiðbeiningar til að vekja upp dauða menn, framkvæma töfrabrögð, búa til galdrastafi o.fl.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 8 + i blöð (75-81 mm x 55-57 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking í hægra horni neðri spássíu.

Kveraskipan

Tvö kver.

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-8, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 52-56 mm x 45-46 mm.
  • Línufjöldi er 6-10.

Ástand

Sum blöðin eru nokkuð dökk (1r og 8r-v) og texti eilítið máður (5v, 7v og 8r).

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Skreytingar

Skýringarmyndir og rúnir á bl. 1v-2r, 3r-4v, 7v-8r.

Band

Band frá júní 1980 (102 mm x 75 mm x 13 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Eldra skinnband fylgir. Það liggur í sérstakri öskju.

Fylgigögn

Fastur seðill fremst (brotinn sem tvinn) með upplýsingum um feril og innihald handritsins. Á seðilinn er skrifað langsum frá 2r-1v. Framan á seðilinn (1r Hefur Árni Magnússon skrifað Galdrakver.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 1600-1697, en til 17. aldar í  Katalog II , bls. 484.

Ferill

Árni Magnússon fékk kverið árið 1697 frá H.Þ.S. (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 13. október 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði samkvæmt reglum TEIP5 8. október 2009.

GI færði inn grunnupplýsingar 18. september 2002.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 29. maí 1886 (sjá Katalog II 1892:484 (nr. 2521) .

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í júní 1980.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Jón Samsonarson
Titill: Ljóðmál. Fornir þjóðlífshættir,
Umfang: 55
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Galdrakver

Lýsigögn