Blöðin hafa nýlega verið tölusett 1-4.
Frid. Jónss. Sveinsson, snarhönd.
Fyrirsögn skrautletruð með flúri og teikning af danska fánanum fyrir framan fyrsta orð sem er skrautritað.
Áritun neðst (bl. 4r) með skrautskrift og flúri.
Laufteinungar og fjaðurpenni undir nafni bréfritara.
Ýmis orð og setningar rauðritaðar með fylltum stöfum og flúri.
Smáskreytingar í stað griporða.
Bundið í hefti í júlí 1984, pappaspjöld, kjölur klæddur fínofnum líndúki. Handritið liggur í öskju með AM 960 I-XXIII 4to.
Handritið var skrifað á Íslandi í ágúst 1850.
Handritin AM 960 I-XXIII 4to komu í Árnasafn í Kaupmannahöfn frá Det kongelige nordiske Oldskriftselskab (Hinu konunglega norræna fornfræðafélagi) 1883.
Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 5. júní 1987.