Textinn er af lengri gerð; Laufás-Eddu gerð og skyldur texta AM 741 4to og AM 163 8vo. Formáli Magnúsar Ólafssonar er ekki í þessu handriti.
„Almáttugur Guð skapaði í upphafi himin og jörð …“
„… allt Saxland og um öll þessi lönd.“
Í þessum öðrum parti er sleppt nokkrum vísum og einnig eru eyður í textanum. Þá hefur og blöðunum í þessum hluta verið misraðað (sbr. Sagnanet).
„Úr handfesting Friðriks kóngs“
Á milli eru tvö auð blöð sem áður voru límd yfir þessar síður (sjá blöð 24bisr-25v) (sbr. Sagnanet). Efnisröðun er hér látin taka mið af efni.
Fimm kver.
Fyrirsagnir eru með stærra og settara letri en meginmálið (sjá t.d. á blaði 9r).
Viðbætur eftir útgáfu Resens 1665 , skrifaðar með yngri hönd í báða hluta textans (sbr. Sagnanet).
Band (210 null x 190 null x 20 null) er frá 1977.
Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum. Ný saurblöð; eitt hvoru megin. Kver eru saumuð á móttök.
Bandið liggur í öskju ásamt eldra pappabandi.
Tveir fastir seðlar eru fremst, milli fremra saurblaðs og blaðs 1r. Þeir eru ritaðir með hendi Árna Magnússonar:
Handritið er skrifað á Íslandi. Það er uppskrift eftir handriti með hendi Jóns Snorrasonar, þ.e. AM 750 4to (sbr. seðil). Það er tímasett til ca 1611-1700, en Kålund tímasetti til 17. aldar ( Katalog II 1889:176 ).
Árni Magnússon fékk handritið frá Halldóri Einarssyni árið 1706 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. október 1987.
VH skráði handritið 3. júlí 2009; lagfærði í janúar 2011. DKÞ skráði handritið 20. nóvember 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. Katalog II; , bls. 176-177 (nr. 1867).
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í desember 1977.