Taflan nær til áranna 1121-1595 og eru tuttugu ár í hverri línu.
Páskataflan er á rektó-síðu, en versó-síða hefur verið skafin upp.
Athugasemdir með hendi Árna Magnússonar.
Tvinn með hendi Árna Magnússonar sem inniheldur brotið.: „>Þennan innlagðan Talbyrðing hefi ég accuraté confererað með mínum prikstöfum, og sett til á 4 stöðum þar [sem] stafirnir voru öðruvísi. Hinu öllu ber öldungis saman, og þarf ég hann aldrei þess vegna framar að álíta. Vil honum þó að sinni eigi burt kasta. Helst vegna þess að hann byrjar öðruvísi en vera átti /: id est: Hann byrjar einni tunglöld fyrr en Cyclus magnus Paschalis /: hvað óefað gjört er af skrifaranum, alleina vegna páskakomunnar á þeim árum frá 1121 til 1139. Svo er hann og þar í anomalus, að hann er 20 ár á breiddina. Skrifarinn hefur í þessu eigi reflecterað nema upp á páskakomuna, jafnvel þótt hann hafi þar hjá annoterað initia Cyclorum lunæ með stórum stöfum og bent til hvar indictiones byrjast.“
Tímasett c1121-1139 (sjá Early Icelandic Script, bls. 13), en til 12. aldar í Katalog II , bls. 159.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1992.
Tekið eftir Katalog II , bls. 159 (nr. 1836). Kålund gekk frá handritinu til skráningar ?. Haraldur Bernharðsson skráði 23. januar 2001.
Yfirfarið í Kaupmannahöfn í nóvember 1978.