Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 717 d alfa 4to

Ólafsvísur ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Ólafsvísur
Höfundur

Gunni Hólaskáld

Titill í handriti

Olafs Kongs Vysur

Athugasemd

Efst á bl. 1r er strikað yfir 6 línur í lok annars kvæðis.

Efnisorð
2 (2r-2v)
Sankte Jóhannesvísur
Titill í handriti

Vysur, er kallast Ste Johannes Vysur

Upphaf

Nu er su hin mirka nätt i burt liden

Athugasemd

Íslensk þýðing á erlendu kvæði.

Efnisorð
3 (3r-4r)
Heimsgalli
Upphaf

Siadu mig hinn sanne Gud

Athugasemd

Skrifað í flýti eftir afgamallre kellyngu, skv. athugasemd aftan við.

Bl. 4v autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
4 blöð (211 mm x 167 mm).
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Athugasemd Árna Magnússonar um aðföng.

Band

Band frá 1977.

Fylgigögn

Eftir Jóhannesvísur stendur með hendi Árna Magnússonar: Communicavit Jón Hákonarson á Stóra-Vatnshorni í Haukadal 1723. En eftir Heimsgalla:Kom frá Jóni Hákonarsyni á Stóra-Vatnshorni 1722.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1700 í  Katalog (II) 1894:140 .

Ferill

Árni Magnússon fékk tvö síðari kvæðin (bl. 2 og 3-4) frá Jóni Hákonarsyni á Stóra-Vatnshorni árin 1723 og 1722 (sbr. aths.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. júní 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog (II) 1894:140 (nr. 1804). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið 20. október 2003.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn 1977. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, fengnar í ágúst 1980.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn