Latínukvæði. Samkvæmt handritaskrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, AM 477 fol., og efnisyfirliti hans í AM 703 VI 4to, var einnig undir númerinu 703 eftirtalið efni, sem ekki finnst nú í neinum handritanna AM 703 I-VI 4to: Sjón Sr. Jóns Eyjólfssonar 1683, Epitaphium Brynjólfs biskups yfir son sinn Halldór sem dó í Englandi 1676 (ætti að vera 1666), dómur um kaupskap útlenskra við íslenska 1615 og prentuð tilskipun um Consumpt. verket
Engir seðlar með hendi Árna Magnússonar.
Skrifað af Þóru dóttur Þorsteins Björnssonar á Útskálum höfundar kvæðisins. Handritið er sennilega skrifað á árunum 1672 til 1675 (sbr. Guðrún Ingólfsdóttir, Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar (2016), bls. 222 og 226). Tímasett til 17. aldar í Katalog II , bls. 119.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. maí 1991.
Tekið eftir Katalog II , bls. 119 (nr. 1752). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið September 26, 2003.
Athugað í Kaupmannahöfn í apríl 1991.
Athugað í Kaupmannahöfn í nóvember 1982.
Viðgert í Kaupmannahöfn í nóvember 1964. Skrá um kveraskiptingu fylgir.