Skrifari er óþekktur. Fíngerð og þétt léttiskrift (sjá blað 1r).
Nótur að tvísöngslagi á blaði 1v-2v.
Band (178 null x 125 null x 5 null).
Spjöld og kjölur eru klædd handunnum pappír. Að innanverðu er kápan klædd með blöðum úr prentaðri bók. Á fremra kápuspjald er skráð safnmark og efnislýsing.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1500 í Katalog II , bls. 102.
Sr. Greipur Þorleifsson á Stað á Snæfjallaströnd átti handritið á 16. öld, svo sem sést af athugagrein hans á blaði 1v: Þessa tvísöngsbók á ég Greipur Þorleifsson ef skal óræntur vera eftir minn föður því hann sagðist hana öngvum gefið hafa síðan eg skilda við hann á Sker(ð)ingsstöðum og ég vissa að þ(e)ir [Fúsi] bróðir minn> og Björn Jónsson höfðu þessa bók í láni. Árni Magnússon fékk handritið frá Guðrúnu Ögmundsdóttur í Flatey árið 1707 (sbr. bl. 1r).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. júlí 1991.
VH skráði handritið 5. október 2009, DKÞ skráði handritið 16. september 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 3. september 1888. Katalog II> , bls. 102 (nr. 1715).
Yfirfarið í júní 1991.
Ljósmyndað af Jóhönnu Ólafsdóttur í maí 1979.
Viðgert af Birgitte Dall í febrúar 1964.