„Söguþáttur Orms Stórólfssonar“
„Hængur hét maður son Ketils …“
„… og varð ellidauður og hélt vel trú sína.“
„Anno 1662 4 desembr.“
Og lýkur hér sögu Orms Stórólfssonar.
Á eftir fara nokkrar lausavísur.
„Söguþáttur Þorsteins uxafóts“
„Þorkell hét maður sem bjó í Krossavík …“
„… og féll á Orminum langa og Ívar ljómi faðir [h]ans.“
„Skrifað með skyndi á Þúfu í Kjós 1663.“
Hér endast sögu Þorst(eins) uxafóts.
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti 1-17.
Þrjú kver.
Óþekktur skrifari, fljótaskrift.
Pennaflúr á neðri spássíu bl. 15v.
Handritið var skrifað á Íslandi, nánar tiltekið Þúfu í Kjós, á árunum 1662-1663.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1978.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978.
Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Bandið fylgir.