„Hér kemur sagan af Sörla hinum sterka“
„Í þann tíma sem Hálfdan kóngur …“
„… auðið barna eður eigi eftir sig.“
Lýkur hér nú sögunni af Sörla hinum sterka, og hans miklu afreksverkum, með svo sögðu niðurlagi. FINIS.
Óheil.
„… Hafði sigur en þar féll Þórir hökulangur …“
„… kall afgamall á kóngsreinum …“
Óheil.
Af stóru kvæðunum þremur er aðeins fyrsta erindi Sonatorreks.
Sautján kver.
Óþekktur skrifari, kansellíbrotaskrift. Sama hönd er á AM 560 a 4to og AM 560 b-c 4to.
Pennaflúraður titill á bl. 1r.
Stór pennaflúraður upphafsstafur á bl.1r og er reyndar fyrsta línan pennaflúruð með blómaskreyti. Upphafsstafir kafla eru víða pennaflúraðir (sjá til dæmis 25r, 26v, 32v, 48r, 50r, 51r-v, 75r, 83r, 92r, 112v).
Fyrsta lína hvers kafla er víða feitletruð og pennaflúruð (sjá til dæmis bl. 20v og 21r, 70r, 97r, 108v).
Síðutitlar sums staðar pennaflúraðir, einkum í framarlega í handritinu (sjá til dæmis bl. 16v -18r, 64r, 65r, 66r).
Lauf- og blómaskreyti á neðri spássíum, sjá til dæmis bl. 15v, 19r-32r, 63r, 64r, 65r, 68r-v, 78v. Mjög víða lekur pennaflúr niður úr griporðum (sjá til dæmis 37r, 42r).
Pennateikning af fugli í blómaskreyti á bl. 16r.
Flúraður bendistafur á ytri spássíu 80r.
Bókahnútur á bl. 18r.
Spássíuleiðrétting á bl. 122v.
Band frá árunum 1772-1780 (224 mm x 170 mm x 27 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. mars 1993.
Viðgert af Birgitte Dall í október til desember 1964.
Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.