Upprunalega hefur verið hætt að skrifa söguna á bl. 39:4. Niðurlagi er síðar bætt við (í framhaldi af bl. 36v) á bl. 37 og 38, sem eru innskotsblöð. Sagan endar á bl. 38r:5.
Leifar af lituðum fyrirsögnum.
Leifar af lituðum upphafsstöfum.
Handritið er fest í kápu úr selskinni.
Handritið er skrifað 1543 (sjá spássíu 30r).
Bókin virðist hafa verið í Noregi um tíma.
Sr. Tómas hefur verið eigandi hennar. Halldór bóndi í Garpsdal einnig og tekið er fram að bókin sé norðlensk (sjá spássíugreinar bl. 38 og 39).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. nóvember 1993.