„Hér skrifast sagan af Egli Skallagrímssyni“
Líklega uppskrift eftir AM 162 a α fol. eða AM 162 a ε fol. eða hvorum tveggja (Jón Helgason 1956:111-112).
„Úlfur hét maður hersir sonur Bjálfa …“
„… og kom margt manna frá honum, og lýkur þar þessari frásögu.“
Blaðsíðumerking efst í hægra horni 1-220 (blaðsíður 53-56 vantar).
Með hendi séra Ketils Jörundssonar í Hvammi í Hvammssveit, síðléttiskrift.
Band frá árunum 1880-1920 (190 mm x 160 mm x 23 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili. Saurblöð tilheyra bandi.
Spjöld og kjölur í gömlu bandi klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti (tvídálka).
Handritið var skrifað á Íslandi. það er tímasett til ca 1620-1670, en til 17. aldar í Katalog I , bls. 650.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. mars 1995.
Viðgert í ágúst til september 1994.