Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 462 4to

Egils saga Skallagrímssonar ; Ísland, 1620-1670

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-108v)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Hér skrifast sagan af Egli Skallagrímssyni

Vensl

Líklega uppskrift eftir AM 162 a α fol. eða AM 162 a ε fol. eða hvorum tveggja (Jón Helgason 1956:111-112).

Upphaf

Úlfur hét maður hersir sonur Bjálfa …

Niðurlag

… og kom margt manna frá honum, og lýkur þar þessari frásögu.

Athugasemd

Óheil.

Höfuðlausn og Sonatorrek eru varðveitt hér. Hið fyrrnefnda á bl. 70r-v en hið síðarnefnda á bl. 95v-96v.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 108 + i blöð (188 mm x 150 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking efst í hægra horni 1-220 (blaðsíður 53-56 vantar).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 162-165 mm x 123-127 mm.
  • Línufjöldi er 19-21.
  • Griporð á innskotsblöðum.
  • Síðustu orð á síðu hanga sumstaðar undir leturfleti (sjá til dæmis bl. 18r, 20v, 34v, 39v-40r, 51r, 52v-53r, 81v-86v og víðar).

Ástand

  • Tvö blöð vantar í handritið (milli bls. 52 og 57 (blaða 25 og 26).
  • Gert hefur verið við blöðin við kjöl og á hornum.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Ketils Jörundssonar í Hvammi í Hvammssveit, síðléttiskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Blöð 1-8, 15 og 108 eru innskotsblöð með annarri hendi.
  • Áherslumerki á ytri spássíu bl. 28v, 18r34r, 49v, 58v, en auk þess eru víða dregin strik með blýanti langsum meðfram textanum.

Band

Band frá árunum 1880-1920 (190 mm x 160 mm x 23 mm). Pappaspjöld klædd pappír með dökkbláu og brúnleitu marmaramynstri. Dökkur líndúkur á kili og hornum. Blár safnmarksmiði á kili. Saurblöð tilheyra bandi.

Spjöld og kjölur í gömlu bandi klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti (tvídálka).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. það er tímasett til ca 1620-1670, en til 17. aldar í  Katalog I , bls. 650.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. mars 1995.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P5 13-14. október 2009.
  • GI færði inn grunnupplýsingar 12. desember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 25. maí 1887(sjá Katalog I 1889:650 (nr. 1234) .

Viðgerðarsaga

Viðgert í ágúst til september 1994.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í nóvember 1974.

Notaskrá

Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Litterære forudsætninger for Egils saga,
Umfang: 8
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Gripla, Um Eglutexta Möðruvallabókar í 17du aldar eftirritum
Umfang: 8
Titill: Egils saga Skallagrímssonar. Bind I. A-redaktionen,
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 19
Titill: Egils saga Skallagrímssonar, tilligemed Egils större kvad,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 17
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Björn Halldórssons supplerende oplysninger til Lexicon Islandico-Latinum,
Umfang: s. 101-160
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Athuganir um nokkur handrit Egils sögu, Nordæla
Umfang: s. 110-148
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Gripla, Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur
Umfang: 4
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Kveðskapur Egils Skallagrímssonar, Sagnalíf : sextán greinar um fornar bókmenntir,
Ritstjóri / Útgefandi: Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: 90
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Margrét Eggertsdóttir
Titill: Góssið hans Árna, Langa Edda. Goð og gyðjur í máli og myndum
Umfang: s. 113-127
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen,
Umfang: 21
Höfundur: Svanhildur Óskarsdóttir
Titill: Saga-Book, Reviews. Egils Saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen
Umfang: XXXIII
Lýsigögn
×

Lýsigögn