„Íslendinga saga. 1. kapituli.“
„Geirmundur heljarskinn var son Hjörs kóngs Hálfssonar …“
„… eða hittust þá stóðu þeir jafnan að málum hvor með öðrum svo lengi sem þeir lifðu.“
„Nokkrar ættartölur eða mannanöfn Íslendinga sem fram koma í þessari sögu og byrjast hér annar þáttur af Einari Þorgilssyni. 1. kapituli.“
„Sæmundur hinn fróði átti Guðrúnu dóttur Kolbeins …“
„… Orti Þorvaldur kvæði um bróður sinn, þóttist svo hyggja best af harmi eftir hann.“
„Þriðji þáttur Íslendinga. Fyrst um fæðing Guðmundar Arasonar er síðar varð biskup og hans uppfóstur og lærdóm. Hér er og getið Þorláks biskups er áður hefur kallaður verið hinn helgi. Sagan af Guðmundi dýra og hans gjörninga, hans mótstöðumannadeilur, manndráp, brenna og fleira sem um þann tíma hefur við borið. 1. kapituli“
„Nú tek ég þar til frásagnar er Guðmundur son Ara var fæddur …“
„… Kolbeini Tumasyni líkuðu illa þessar málalyktir en Sighvati verr.“
„Nokkrar ættartölur frá norskum og til Gissurar hvíta og frá honum hafa þeir fyrstu Skálholtsbiskupar sinn uppruna, svo og Þorvaldur Gissursson og hans synir: Gissur son hans sem síðar varð jarl, átti hann með sinni síðari konu, Þóru dóttur Guðmundar gríss og Sólveigar dóttur Jóns Loftssonar.“
„Ketilbjörn Ketilsson, maður norrænn, mjög frægur …“
„… Sigurður gaf þau Tuma Sighvatssyni og komst Sighvatur að þeim svo síðan.“
„ Af Íslendingum og er fyrst af Guðmundi biskupi, Kolbeini Tumasyni og þeirra viðskiptum. Jafnframt þessu er sagan af Þorvaldi Vatnsfirðingi og Hrafni Sveinbjarnarsyni og þeirra deilum, item hvernig þeir helstu höfðingjar settu sig móti biskupi eftir fall Kolbeins.“
„Þá er Guðmundur biskup kom út og hann tók …“
„… mælti þá Styrmir fyrir griðum og skildu við svo búið.“
„Fimmti þáttur Íslendinga- eður Sturlunga sögu. Hvernig Þorvaldssynir veittu heimsókn og rændu á Sauðafelli, drápu og særðu þar marga menn og sátt þeirra við Sturlu; af Guðmundi biskupi og hans mótgangi og ofsóknum; Sturla lætur drepa Vatnsfirðinga; hans sigling og Rómganga; afturkoma; þræta Sigurðar og Kolbeins og afturkoma; af yfirgangi Órækju og afdrifum samt öðrum þrætum og manndrápum er á þeim árum hafa til fallið.“
„Hér byrja ég sögu af sonum Þorvalds í Vatnsfirði …“
„… Á því sama ári er Þorvaldur andaðist, andaðist og Sigurður Ormsson, Flosi munkur Bjarnason og digur Helgi.“
„Sjötti þáttur Íslendinga sögu. Af Sighvati á Grund og Sturlu syni hans og þeirra yfirgangi; af bardögum Sturlu og aðtektum, item hvernig Kolbeinn ungi, Gissur Þorvaldsson og fleiri aðrir safna liði; þeir feðgar í annan stað með því fleira sem fyrr og síðan gjörðist; um fall þeirra feðga og annarra á Örlygsstöðum: Kolbeinn gjörðist einvaldsherra fyrir norðan; sigling Snorra og útkoma, hans aftekt af Órækju, drápi Klængs og fleirum tilburðum hér á landi um þann tíma.“
„Gissur Þorvaldsson bjó að Reykjum …“
„… að draga saman vináttu þeirra frænda. Var það og auðvelt.“
„Sjöundi þáttur úr Sturlunga eður Íslendinga sögu. Um útkomu Þorgils skarða Guðmundssonar, Gissurar Þorvaldssonar og annarra Íslendinga; item skikkun Hákonar kóngs um eignir Snorra Sturlusonar og annað hér á landi; Hrafn Oddsson og Sturlu(!) Þórðarson gjöra Þorgilsi heimsókn í Stafholt; Hann lofar að vera þeim meðfylgjandi í aðförum við Gissur en brá því upp; Hrafn og Sturla snúa aftur við svo búið vegna óveðráttu. Gissur gjörist höfðingi í Skagafirði. Eftir það sættast þeir þrír Gissur, Hrafn og Sturla með öðru fleira. 1. kapituli.“
„Böðvar son Þórðar Sturlusonar bjó að Stað …“
„… Hrafn var boðsmaður Gissurar.“
„Þáttur úr Sturlunga eða Íslendinga sögu. Um útkomu Þórðar Sighvatssonar kakala; utanferð Gissurar Þorvaldssonar og Órækju Snorrasonar; um liðsdrátt Þórðar Sighvatssonar og hans fylgjara; af Kolbeini unga og viðskiptum, deilum óróa og orustum þeirra Þórðar, einkum skipabardagann á Flóanum. Kolbeinn ungi andast árinu seinna; Þórður sest á Grund, nær goðorðum og eignum eftir föður sinn. Brandur Kolbeinsson gjörist höfðingi yfir Skagafirði og Fljótum. Gissur kemur út aftur en Órækja andast í Noregi. Bardagi Þórðar á Haugsnesi og fall Brands Kolbeinssonar; Þórður og Gissur leggja öll sín mál á kóngsdóm og sigla út. Kóngur skipar Þórð yfir landið; hann kemur út, er hér nokkur ár; kóngur boðar hann utan. Sagan af Ormssonum, Rómganga Gissurar og annað fleira. “
„Einum vetri eftir lát Snorra Sturlusonar hófust þeir atburðir er mörg tíðindi gjörðust af síðan …“
„… var þar nær viku og reið síðan heim norður á Flugumýri. “
„Áttundi þáttur úr Sturlunga eða Íslendinga sögu. Af Eyjólfi Þorsteinssyni og hans liðssafnaði; um brullaupið og brennuna á Flugumýri, hvaðan Gissur komst undarlega; fær sér lið, drepur brennumenn hvar hann kann ná; setur Odd Þórarinsson yfir héraðið en siglir út; Eyjólfur safnar liði í annað sinn; fer að Oddi; Oddur fellur við drengilega vörn; nokkru seinna hefnir Þorvarður Odds bróður síns með styrk Þorgils og Sturlu svo Eyjólfur fellur. Hrafn og Ásgrímur flýja; biskup bannsyngur Þorgils og Þorvarð; Þorgils verður höfðingi yfir Skagafirði móti biskups vilja; Hrafn, Sturla og Þorgils sættast, item biskup og Þorgils; biskup siglir, andast í Noregi; þá enn um óvinskap og viðskipti Hrafns og Sturlu að nýju og þeirra sætt; item um dráp Þorgils.“
„Um sumarið áður en brullaupið var á Flugumýri um haustið …“
„… stóð þetta mál þá kyrrt, dróst fundur undan og varð engi á því sumri.“
„Þáttur af Íslendingum. Gissur Þorvaldsson kemur út með jarlsnafni, kaupir Stað á Reyni[s]nesi; gjörist höfðingi norðanlands; Sturli Þórðarson giftir tvær dætur sínar; Ásgrímur og jarlinn sættast; Ásgrímur fer til Róm; kemur út með Hallvarði gullskó; Íslendingar játa hlýðni og skatti Hákoni kóngi; Gissur jarl í háska; Þórður Andrésson aftekinn; ósamþykki Hrafns og Sturlu; Sturla hlýtur að sigla; skipaður síðar til lögmanns; andast í góðri elli.“
„Nú byrja ég þar frásögu er Gissur Þorvaldsson kemur út frá Noregi með jarlsnafni …“
„… og jörðuðu það þar í kirkju Péturs postula, er hann hafði nær mesta elsku á haft af öllum helgum mönnum.“
„Þáttur af Íslendingum. Sagan af Árna biskupi og hvernig bændur urðu þrengdir frá sínum óðulum með bannfæringum og ýmislegum tilfellum, hvað um þann tíma hefur tilborið hér á landi og Noregi; Hrafn Oddsson siglir og fleiri aðrir; hann andast í Noregi.“
„Herra Árni biskup er þessi frásögn er af skrifuð var son Þorláks Guðmundssonar …“
„… þá datum 1309. Sigldi hann árið síðar eftir við til kirkjunnar og kom út á árinu næstu eftir með viðinn og margar gersemar aðrar. Hann dó anno Kristi 1320.“
80 kaflar.
Vísurnar beinast einkum gegn Árna biskupi og Runólfi ábóta og ófriði í kaþólskri tíð. Yfirskrift: Anno domini 1650 . Skrifað undir: Jón prestur Arason í Vatnsfirði.
AM 437 4to - þrjátíu og fimm kver.
AM 438 4to - þrjátíu og þrjú kver.
Kver AM 437-438 4to eru því samtals sextíu og átta.
Blöð 1-73 í AM 437 4to, ritar óþekktur skrifari með kansellískrift.
Kaflatal, tilvísanir og leiðréttingar á spássíum (sjá t.d. 137v-138v)
Band I; AM 437 4to: (213 null x 190 null x 75 null) er frá 1970.
Band II; AM 438 4to (213 null x 192 null x 68 null) er frá 1970.
Spjöld í eldra bandi klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti (tímasett til ca 1200 í Katalog I , bls. 637).
Handritið er skrifað á Íslandi , en virkt skriftartímabil skirfara var ca 1660-1695. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 637.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. apríl 1975.
VH skráði handritið 25. mars 2009; lagfærði í nóvember 2010 DKÞ skráði 15. ágúst 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 13. maí 1887 í Katalog I> , bls. 637 (nr. 1207).
Viðgert og bundið í tvö bindi (eins og áður) í mars 1970. Eldra band fylgdi ekki.