„Saga A Heilaga Jöne gmundz | Syne, Hoola Biſkupe“
„Uid skulum bader“
Vantar aftan af.
Á bl. 1 er einungis titill, bl. 2 er autt og á bl. 3r er nafn Þormóðs Torfasonar.
Vantar aftan af handriti.
Ein hönd (bl. 3v með annarri hendi).
Band frá 1700-1730. Spjöld og kjölur klædd bókfelli.
Einn seðill með hendi ritara og einn með hendi Árna Magnússonar.
Með hendi séra Jóns Pálssonar og tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 601.
Á seðli Árna Magnússonar fremst er kvittun hans fyrir handritum sem Þormóður Torfason lánaði honum 1712. Þar eru líka athugasemdir um að eitt þessara handrita, sem í voru AM 392 4to, Guðmundar saga (tvö eintök AM 395 4to og AM 398 4to) og rit Björns Jónssonar á Skarðsá um Grænland (AM 768 4to) (nú eignað Jóni Guðmundssyni lærða). Handrit þetta gaf Þormóður Árna árið 1715. Það var illa bundið, svo að Árni lét binda það að nýju í þrjú bindi. Þorlákur Skúlason biskup hafði látið skrifa þetta handrit og að auki aðra Guðmundar sögu sem áður var í handritnu en Þormóður hafði tekið úr því og gefið Árna.
Árni Magnússon fékk handritið frá Þormóði Torfasyni árið 1715, en fyrstur hafði Þorlákur Skúlason biskup átt það.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. mars 1975.
Bundið í Kaupmannahöfn á árunum 1700-1730.