Skráningarfærsla handrits

AM 297 b 4to

Hálfdanar saga Brönufóstra ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1r)
Jökuls þáttur Búasonar
Athugasemd

Brot, einungis niðurlagið. Strikað hefur verið yfir efnið.

2 (1r-7v)
Hálfdanar saga Brönufóstra
Titill í handriti

Sagann af Halfdane Brønufoſtra

3 (7v-7v)
Ála flekks saga
Titill í handriti

Sagann af Alafleck

Upphaf

Sigardur hefur kőngur heitid …

Niðurlag

Drottning skipar ij þrælum að bera út sveininn. Þeir taka barnid og bera

Athugasemd

Brot, einungis upphafið. Strikað hefur verið yfir efnið.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
7 blöð.
Umbrot

Band

Band frá því í janúar 1972.

Fylgigögn

Seðill með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog I , bls. 540. Það var áður hluti af stærri bók sem Árni Magnússon lét hluta í sundur. Um leið var strikað yfir lok Jökuls þáttar fremst í hdr., en upphaf Ála flekks sögu aftast í því. Auk 297 b 4to hafa þessi hdr. tilheyrt upprunalega hdr.: AM 163 e fol., AM 163 m fol., AM 163 n fol. og AM 181 i fol.

Ferill

Árni Magnússon fékk fólíóhandritið sem sagan er tekin úr frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni í Múlasýslu.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. maí 1988.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 540 (nr. 1031). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886 GI skráði 29. maí 2001. Már Jónsson skráði seðla Árna Magnússonar í febrúar 2000.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í janúar 1972. Eldra band fylgir í öskju.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn

Notaskrá

Höfundur: Jóhannes Bjarni Sigtryggsson
Titill: Hálfdanar saga Brönufóstra (a- og b-gerð)
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn