Detaljer om håndskriftet

AM 273 fol.

Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XII ; Ísland, 1660-1662

Indhold

1 (1r-265v)
Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XII
Rubrik

Brefabök Bisſkupſens M: Brynjolfs Sveınſſonar ſem byrjaſt efter alþing Anno 1660

Bemærkning

Fyrir árin 1660-1662.

1.1 (256r-265v)
Efnisyfirlit
2 (2r)
Qvittantia biskupsins uppá kýr þær sem Hallgrímur Halldórsson honum fékk til eignar í Skipholti í vor 1660 af Ólafi Hallgrímssyni.
Rubrik

Qvittantia biskupsins uppá kýr þær sem Hallgrímur Halldórsson honum fékk til eignar í Skipholti í vor 1660 af Ólafi Hallgrímssyni.

Bemærkning

Ólafur Hallgrímsson kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 9 ríkisdali fyrir kýr sem faðir hans, Hallgrímur Halldórsson, seldi Brynjólfi biskup vorið 1660. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1660.

Fyrsta bréfið er nr. 4. Ekkert vantar framan á bókina.

Tekstklasse
3 (2r)
Meðkenning biskupsins uppá 48 ríkisdali meðtekna af Daða Eggertssyni í biskupstíundareikning.
Rubrik

Meðkenning biskupsins uppá 48 ríkisdali meðtekna af Daða Eggertssyni í biskupstíundareikning.

Bemærkning

Brynjólfur biskup staðfestir að Daði Eggertsson hafi greitt honum 48 ríkisdali, fyrir hönd Þorleifs Magnússonar. Þessir 48 ríkisdalir voru tveggja ára biskupstíundir úr Barðastrandarsýslu sem Þorleifur tók saman fyrir biskup. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1660.

Tekstklasse
4 (2v)
Meðkenning Þorgríms Guðmundssonar.
Rubrik

Meðkenning Þorgríms Guðmundssonar.

Bemærkning

Samþykki Þorgríms Guðmundssonar, fulltrúa sýslumanns á Austfjörðum, þess efnis að Brynjólfur biskup fái afhent sex leigukúgildi með jörðunum Gröf og Skálanesi í Vopnafirði sumarið 1660. Jafnframt staðfestir hann að jarðirnar verði afhentar biskupi eða umboðsmanni hans. Sjá AM 272 fol., nr. 257-259. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1660. Afrit dags. á Þingvöllum 30. júní 1660.

Tekstklasse
5 (2v-3r)
Uppgjöf Einars Torfasonar á Skálholtsskóla Rectoratus tilkalli 1660.
Rubrik

Uppgjöf Einars Torfasonar á Skálholtsskóla Rectoratus tilkalli 1660.

Bemærkning

Sr. Einar Torfason gefur frá sér allt tilkall sem hann taldi sig hafa til stöðu rektors við Skálholtsskóla á prestastefnu á Þingvöllum sumarið 1660. Sr. Einar hafði meðmælabréf frá konungi fyrir embætti rektors en Brynjólfur biskup vildi ekki veita honum það. Í staðinn óskar sr. Einar eftir því að biskup aðstoði hann við að fá kennimannsembætti sem hæfi honum. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1660.

Tekstklasse
6 (3v)
Til minnis.
Rubrik

Til minnis.

Bemærkning

Brynjólfur biskup afhendir Hjalta Jónssyni, umboðsmanni sínum á Austfjörðum, 24 ríkisdali upp í andvirði jarðarinnar Saurstaða. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1660.

Tekstklasse
7 (4r-4v)
Biskupstíunda reikningur úr Skaftafellssýslu anno 1660, 2. júlí.
Rubrik

Biskupstíunda reikningur úr Skaftafellssýslu anno 1660, 2. júlí.

Bemærkning

Staðfesting Brynjólfs biskups þess efnis að Stefán Einarsson hafi skilað biskupstíundum úr Skaftafellssýslu sem gjaldast áttu vorið 1660. Einnig veitir biskup Stefáni Einarssyni áframhaldandi biskupstíundarumboð. Dags. í Skálholti 2. júlí 1660.

Tekstklasse
8 (4v-5v)
Gamalt kaupbréf fyrir Torfastöðum og Skálanesjunum tveimur í Vopnafirði.
Rubrik

Gamalt kaupbréf fyrir Torfastöðum og Skálanesjunum tveimur í Vopnafirði.

Bemærkning

Uppskrift af gömlu innsigluðu jarðakaupabréfi fyrir jörðunum Torfastöðum og Skálanesi í Vopnafirði. Bréfið var skrifað árið 1398 og afrit þess árið 1487. Þar kemur fram að Ólafur Jónsson hafi selt sr. Guðmundi Þorsteinssyni jörðina Bessastaði í Fljótsdal. Á móti seldi sr. Guðmundur Ólafi jörðina Torfastaði og jarðirnar tvær að Skálanesi í Vopnafirði. Í bréfinu er gerð grein fyrir landamerkjum jarðarinnar Torfastaða og Skálanessjarðanna tveggja. Dags. 1398 og 1487. Afrit dags. í Skálholti 3. júlí 1660.

9 (5v-6r)
Kaupbréf fyrir Skálanesi nyrðra í Vopnafirði.
Rubrik

Kaupbréf fyrir Skálanesi nyrðra í Vopnafirði.

Bemærkning

Jarðakaupabréf dagsett 6. ágúst 1595 á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og skrifað upp eftir frumritinu fyrir Brynjólf biskup. Í bréfinu kemur fram að Þórður Björnsson bóndi hafi selt Oddi Einarssyni Skálholtsbiskup alla jörðina Nyrðra Skálanes í Vopnafirði, átta hundruð að dýrleika. Í bréfinu er lýst landamerkjum jarðarinnar Nyrðra Skálaness. Dags. á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði 6. ágúst 1595. Afrit dags. í Skálholti 3. júlí 1660.

10 (6v-7r)
Vitnisburður um Torfastaðaland í Vopnafirði.
Rubrik

Vitnisburður um Torfastaðaland í Vopnafirði.

Bemærkning

Vitnisburður Björns Jónssonar um landamerki jarðarinnar Torfastaða í Vopnafirði. Dags. í Skálholti 3. júlí 1660.

11 (7r-8r)
Dómur um Ásbrandsstaðasand.
Rubrik

Dómur um Ásbrandsstaðasand.

Bemærkning

Afrit af bréfi þar sem sex dómkvaddir menn kváðu upp dóm um að Ásbrandsstaðasandur væri eign jarðarinnar Ásbrandsstaða í Vopnafirði. Dags. á Burstafelli fimmta í páskum 1553. Afrit dags. í Skálholti 3. júlí 1660.

Tekstklasse
12 (8r-8v)
Gömul útskrift af kaupbréfi fyrir Syðri Vík.
Rubrik

Gömul útskrift af kaupbréfi fyrir Syðri Vík.

Bemærkning

Afrit af jarðakaupabréfi frá árinu 1561 þar sem Stefán Snorrason seldi Oddi Kolbeinssyni jörðina Syðri Vík í Refsstaðakirkjusókn, 18 hundruð að dýrleika. Í bréfinu er að finna lýsingu á landamerkjum jarðarinnar Syðri Víkur. Dags. mánudaginn fyrir páska 1561. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

13 (9r)
Kaupbréf fyrir 3 hundruðum í Snotrunesi af Hjalta Jónssyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir 3 hundruðum í Snotrunesi af Hjalta Jónssyni.

Bemærkning

Jarðakaupabréf þar sem Hjalti Jónsson seldi Brynjólfi biskup 3 hundraða hlut í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Hjalta sjö og hálft hundrað í lausafé. Dags. í Skálholti 3. júlí 1660.

Tekstklasse
14 (9v-11r)
Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Hjalta Jónsson fyrir umboðs meðferð í Austfjörðum og því honum þar viðvíkur síðan 1657.
Rubrik

Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Hjalta Jónsson fyrir umboðs meðferð í Austfjörðum og því honum þar viðvíkur síðan 1657.

Bemærkning

Yfirlit yfir reikningsviðskipti Brynjólfs biskups við Hjalta Jónsson, umboðsmann jarða biskups á Austfjörðum, frá árinu 1657 til ársloka 1659. Dags. í Skálholti 3. júlí 1660.

Tekstklasse
15 (11v-12r)
Registur jarða og jarðaparta biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem hann nú á 1660, 3. júlí í Múlaþingi með þeirri landskuldar hæð og kúgildaskipun sem hæfileg sýnist og hann vill láta á verða.
Rubrik

Registur jarða og jarðaparta biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem hann nú á 1660, 3. júlí í Múlaþingi með þeirri landskuldar hæð og kúgildaskipun sem hæfileg sýnist og hann vill láta á verða.

Bemærkning

Yfirlit yfir allar jarðir og jarðahluta í eigu Brynjólfs biskups á Austfjörðum, landskuld þeirra og kúgildi, eins og eignaskráin stóð 3. júlí 1660. Dags. í Skálholti 3. júlí 1660.

Tekstklasse
16 (12v-13r)
Um Nýpa landamerki í Vopnafirði.
Rubrik

Um Nýpa landamerki í Vopnafirði.

Bemærkning

Afrit af bréfi dagsettu 6. febrúar 1646 þar sem þrír erindrekar sr. Vigfúsar Árnasonar og þrír erindrekar Brynjólfs biskups voru fengnir til að meta og rannsaka, eftir þeirra skynsemi, rétt landamerki á milli jarðanna Ytri og Syðri Nýpa í Vopnafirði. Í bréfinu er lýst réttum landamerkjum á milli jarðanna, samkvæmt þeirra niðurstöðu. Dags. 6. febrúar 1646. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

17 (13v-14r)
Kaupbréf fyrir 5 hundruðum í Búastöðum af séra Sigurði Bjarnasyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir 5 hundruðum í Búastöðum af séra Sigurði Bjarnasyni.

Bemærkning

Afrit gert eftir frumriti jarðabréfs dags. 17. júlí 1646. Í bréfinu seldi sr. Sigurður Bjarnason Brynjólfi biskup 5 hundraða hlut í jörðinni Búastöðum í Vopnafirði. Á móti lofaði biskup að selja sr. Sigurði fimm hundraða hlut í annarri jafngóðri fastaeign. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. í Hestgerði í Hornafirði 17. júlí 1646. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
18 (14r-15r)
Kaupbréf fyrir 19 hundruðum í Hofi í Fellum.
Rubrik

Kaupbréf fyrir 19 hundruðum í Hofi í Fellum.

Bemærkning

Afrit gert eftir frumriti jarðabréfs dagsettu 14. ágúst 1648. Í bréfinu seldi Ingibjörg Jónsdóttir Brynjólfi biskup hálfa jörðina Hof í Fellum, en öll jörðin reiknaðist 20 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Ingibjörgu 5 hundraða hlut í jörðinni Búastöðum í Vopnafirði og 10 hundruð í lausafé. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. á Hafrafelli í Fellum 14. ágúst 1648. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Engin bréf nr. 21-26. Engin blöð vantar í bókina.

Tekstklasse
19 (15r-15v)
Samþykki séra Rögnvalds Einarssonar uppá framanskrifaða sölu Ingibjargar Jónsdóttur á hálfu Hofi í Fellum.
Rubrik

Samþykki séra Rögnvalds Einarssonar uppá framanskrifaða sölu Ingibjargar Jónsdóttur á hálfu Hofi í Fellum.

Bemærkning

Sr. Rögnvaldur Einarsson, móðurbróðir Ingibjargar Jónsdóttur, gefur Brynjólfi biskup samþykki sitt fyrir sölu Ingibjargar á jörðinni Hofi í Fellum til biskups. Sjá bréf nr. 20. Dags. á Meðalnesi á Fljótsdalshéraði 14. mars 1651. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
20 (15v-16r)
Kaupbréf fyrir hálfu Setbergi í Fellum.
Rubrik

Kaupbréf fyrir hálfu Setbergi í Fellum.

Bemærkning

Jarðakaupabréf frá árinu 1649 afritað í Skálholti. Í bréfinu seldi Bjarni Ögmundsson Brynjólfi biskup hálfa jörðina Setberg í Fellum, 5 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Bjarna 5 hundraða hlut í annarri ónefndri jörð. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. að Meðalnesi í Fellum 5. júní 1649. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
21 (16v-17r)
Kaupbréf fyrir hálfu níunda hundraði í Geitdal í Skriðdal.
Rubrik

Kaupbréf fyrir hálfu níunda hundraði í Geitdal í Skriðdal.

Bemærkning

Jarðakaupabréf frá árinu 1649 afritað í Skálholti. Í bréfinu seldi Guðbrandur Bessason Brynjólfi biskup hálft níunda hundrað í jörðinni Geitdal í Skriðdal. Á móti seldi Brynjólfur biskup Guðbrandi jörðina Hof á Norðfirði, 6 hundruð að dýrleika. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. að Vík á Fáskrúðsfirði 14. febrúar 1649. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
22 (17v-18r)
Kaupbréf fyrir Hrafnabjörgum á Útmannasveit.
Rubrik

Kaupbréf fyrir Hrafnabjörgum á Útmannasveit.

Bemærkning

Jarðakaupabréf frá árinu 1649 afritað í Skálholti. Í bréfinu seldi Oddur Teitsson Brynjólfi biskup alla jörðina Hrafnabjörg í Útmannasveit, sex hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Oddi Teitssyni 3 hundraða hlut í jörðinni Sandvík á Norðfirði og tvö hundruð og 40 eða 50 álnir í jörðinni Fannardal í sömu sveit. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. að Meðalnesi í Fellum 23. febrúar 1649. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
23 (18r-19r)
Kaupbréf fyrir (7 hundruðum) í Bárðarstöðum í Loðmundarfirði.
Rubrik

Kaupbréf fyrir (7 hundruðum) í Bárðarstöðum í Loðmundarfirði.

Bemærkning

Jarðakaupabréf frá árinu 1651 afritað í Skálholti. Í bréfinu seldi Brynjólfur biskup sr. Rögnvaldi Einarssyni 5 hundraða hlut í jörðinni Eskjufirði í Hólmastaðarkirkjusókn. Á móti seldi sr. Rögnvaldur Brynjólfi biskup hálft sjöunda hundrað í jörðinni Bárðarstöðum í Loðmundarfirði. Það sem eftir stóð af virði jarðarinnar, hálft sjötta hundrað, færði sr. Rögnvaldur Brynjólfi biskup til eignar. Í staðinn tók Brynjólfur biskup Árna, son sr. Rögnvaldar, að sér og veitti honum skólavist í Skálholtsskóla. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. að Meðalnesi í Fellum 14. mars 1651. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
24 (19r-19v)
Húsareikningur á hálfu Hafrafelli.
Rubrik

Húsareikningur á hálfu Hafrafelli.

Bemærkning

Þrír erindrekar, Ásmundur Jónsson, Stefán Jónsson og Kolbeinn Sigurðsson, gera úttekt á húsum jarðarinnar Hafrafells að beiðni Hjalta Jónssonar, umboðsmanns jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum. Dags. að Hafrafelli 7. júní 1659. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
25 (20r)
Qvittantia Jóns á Vindfelli fyrir Fossgerðis andvirði.
Rubrik

Qvittantia Jóns á Vindfelli fyrir Fossgerðis andvirði.

Bemærkning

Jón Jónsson á Vindfelli kvittar fyrir að Hjalti Jónsson hafi greitt honum að fullu andvirði jarðarinnar Fossgerðis sem Hjalti keypti af honum, fyrir hönd Brynjólfs biskups. Dags. að Vindfelli í Vopnafirði 18. apríl 1660. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
26 (20r-20v)
Kaupbréf fyrir einu hundraði í Kjólsvík af Árna Árnasyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir einu hundraði í Kjólsvík af Árna Árnasyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Árni Árnason seldi Brynjólfi biskup eins hundraðs hlut í jörðinni Kjólsvík á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Árna hálft þriðja hundrað í lausafé. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. á Ketilstöðum í Jökulsárhlíð 14. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
27 (21r-21v)
Kaupbréf fyrir þremur hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal af Jóni Rafnssyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir þremur hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal af Jóni Rafnssyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Jón Rafnsson, með samþykki Cæcilíu Arngrímsdóttur eiginkonu sinnar, seldi Brynjólfi biskup 3 hundraða hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup þeim hjónum sjö hundruð í lausafé sem skyldu greiðast um næstu fardaga. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. á Ketilstöðum í Jökulsárhlíð 14. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
28 (21v)
Qvittantia Jóns Rafnssonar fyrir andvirði Þorvaldsstaða parts í Skriðdal.
Rubrik

Qvittantia Jóns Rafnssonar fyrir andvirði Þorvaldsstaða parts í Skriðdal.

Bemærkning

Jón Rafnsson kvittar fyrir að Hjalti Jónsson hafi greitt honum sjö hundruð sem var greiðsla fyrir 3 hundraða hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Sjá bréf nr. 35. Dags. að Meðalnesi í Fellum 3. júní 1660. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
29 (22r-22v)
Kaupbréf fyrir einu hundraði í Kjólsvík af Þórði Árnasyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir einu hundraði í Kjólsvík af Þórði Árnasyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Þórður Árnason seldi Brynjólfi biskup eins hundraðs hlut í jörðinni Kjólsvík á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Árna tvö hundruð og fimm aura í lausafé sem skyldu greiðast um næstu fardaga. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, í umboði biskups. Dags. á Desjamýrarstað 22. júní 1659. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
30 (22v-23r)
Kaupbréf fyrir hálfu þriðja hundraði í Snotrunesi af Marteini Magnússyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir hálfu þriðja hundraði í Snotrunesi af Marteini Magnússyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Marteinn Magnússon seldi Brynjólfi biskup hálft þriðja hundrað í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Marteini fimm hundruð í lausafé, sem greiðast skyldu nú þegar, og ábýli á hálfri jörðinni Brúnavík á Borgarfirði eystri svo lengi sem Marteinn kýs. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, í umboði biskups. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 15. júlí 1659.

Tekstklasse
31 (23r)
Kaup fyrir hálft þriðja hundrað í Snotrunesi af Bárði Magnússyni.
Rubrik

Kaup fyrir hálft þriðja hundrað í Snotrunesi af Bárði Magnússyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Bárður Magnússon seldi Brynjólfi biskup hálft þriðja hundrað í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Bárði ótilgreinda upphæð í lausafé. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, í umboði biskups. Gerð er nánari grein fyrir jarðakaupaskilmálum í næsta bréfi, nr. 40. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 15. júlí 1659. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
32 (23v-24r)
Kaupbréf fyrir hálfu þriðja hundraði í Snotrunesi af Bárði Magnússyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir hálfu þriðja hundraði í Snotrunesi af Bárði Magnússyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Bárður Magnússon seldi Brynjólfi biskup hálft þriðja hundrað í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Bárði fimm hundruð í lausafé, sem skyldu greiðast nú þegar, auk ábýlis á hálfri jörðinni Brúnavík á Borgarfirði eystri svo lengi sem Bárður kýs. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. í Snotrunesi á Borgarfirði eystri 15. júlí 1659. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
33 (24r-25r)
Kaupbréf fyrir þremur hundruðum í Snotrunesi af Einari Magnússyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir þremur hundruðum í Snotrunesi af Einari Magnússyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Einar Magnússon seldi Brynjólfi biskup þriggja hundraða hlut í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Einari þriggja hundraða hlut í jörð sem þeim um semur og gjaldast muni með tímanum. Á meðan þessi hlutur stendur ógreiddur mun biskup gjalda Einari fimm aura afgift árlega. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. að Hjaltastað í Útmannasveit 15. júlí 1659. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
34 (25r)
Lofun og samþykki Einars Magnússonar uppá Snotruness parta kaup.
Rubrik

Lofun og samþykki Einars Magnússonar uppá Snotruness parta kaup.

Bemærkning

Yfirlýsing Einars Magnússonar þar sem hann lofar að selja Brynjólfi biskup 3 hundraða hlut sinn í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri fyrir aðra fastaeign eða lausafé. Einnig samþykkir hann að bræður hans, Bárður og Marteinn, selji Brynjólfi biskup sína hluta í jörðinni. Dags. að Meðalnesi í Fellum 22. mars 1658.

Tekstklasse
35 (25v)
Samþykki uppá Snotruness parta kaup.
Rubrik

Samþykki uppá Snotruness parta kaup.

Bemærkning

Þórunn Björnsdóttir samþykkir sölu eiginmanns síns, Bárðar Magnússonar, á hlut þeirra í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri til Brynjólfs biskups. Einnig samþykkir Bjarni Magnússon sölu á hlut bræðra hans, Bárðar og Marteins, í Snotrunesi til biskups. Dags. að Snotrunesi 4. maí 1660. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
36 (26r)
Meðkenning Árna Ketilssonar uppá meðtekin tvö hundruð.
Rubrik

Meðkenning Árna Ketilssonar uppá meðtekin tvö hundruð.

Bemærkning

Árni Ketilsson kvittar fyrir að Hjalti Jónsson hafi afhent honum tvö hundruð, fyrir hönd Brynjólfs biskups. Dags. 28. apríl 1660. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
37 (26r)
Samþykki Bjarna Steingrímssonar uppá Snotruness parta kaup.
Rubrik

Samþykki Bjarna Steingrímssonar uppá Snotruness parta kaup.

Bemærkning

Bjarni Steingrímsson samþykkir kaup Brynjólfs biskups á jarðarhlutum bræðranna Einars, Bárðar og Marteins Magnússona í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Dags. á Hjaltastað 5. maí 1660. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
38 (26v-27v)
Kaupbréf fyrir hálfum Saurstöðum í Jökulsárhlíð.
Rubrik

Kaupbréf fyrir hálfum Saurstöðum í Jökulsárhlíð.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Hallur Björnsson seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Saurstaði á Fljótsdalshéraði, sex hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup Halli tólf hundruð í lausafé, sem skyldu vera ríkisdalir og góðir katlar. Einnig fékk Hallur til ábýlis jörðina Höfn með Rauðabjörgum og sonur hans, Tumi Hallsson, skyldi erfa ábúðina eftir sinn föður. Dags. 14. apríl 1660. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1660.

Tekstklasse
39 (27v-28r)
Qvittun Odds Eiríkssonar fyrir andvirði fimm hundraða í Sólheimum í Mýrdal.
Rubrik

Qvittun Odds Eiríkssonar fyrir andvirði fimm hundraða í Sólheimum í Mýrdal.

Bemærkning

Oddur Eiríksson staðfestir að Brynjólfur biskup sé nú eigandi að 5 hundraða hlut í jörðinni Sólheimum í Mýrdal. Oddur hafði verið við skólavist í Skálholtsskóla um níu ára skeið og þessi jarðarhlutur var greiðsla fyrir skólavistina. Dags. í Skálholti 12. júlí 1660.

Tekstklasse
40 (28r-28v)
Vitnisburður Odds Eiríkssonar.
Rubrik

Vitnisburður Odds Eiríkssonar.

Bemærkning

Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Odd Eiríksson en Oddur hafði verið við skólavist í Skálholtsskóla um níu ára skeið. Gaf biskup honum sín bestu meðmæli og óskaði honum allrar gæfu í framtíðinni. Dags. í Skálholti 12. júlí 1660.

41 (28v-29v)
Kaupbréf fyrir 3 hundruðum og þrem álnum í Hofi í Öræfum af Gísla Sigurðssyni 1660.
Rubrik

Kaupbréf fyrir 3 hundruðum og þrem álnum í Hofi í Öræfum af Gísla Sigurðssyni 1660.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Gísli Sigurðsson, í umboði föður síns sr. Sigurðar Oddssonar, seldi Brynjólfi biskup 3 hundraða og 3ja álna hlut í jörðinni Hofi í Öræfum. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Gísla 30 ríkisdali. Dags. í Skálholti 19. júlí 1660.

Tekstklasse
42 (29v-30r)
Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson fyrir hans húsastarf og smíðar á Vatnsenda grund í Skorradal síðan í haust 1659, er biskupinn gjörði síðast klárt við hann. Til þess í vor 1660 eftir Krossmessu.
Rubrik

Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson fyrir hans húsastarf og smíðar á Vatnsenda grund í Skorradal síðan í haust 1659, er biskupinn gjörði síðast klárt við hann. Til þess í vor 1660 eftir Krossmessu.

Bemærkning

Brynjólfur biskup greiðir Erlendi Þorsteinssyni smið fyrir vinnu hans á Vatnsenda í Skorradal, frá haustinu 1659 þegar Erlendur fékk síðast greitt. Síðan þá hafði hann meðal annars byggt upp stóru baðstofuna, sængurhúsið, búrið og göngin. Fékk Erlendur greidd sex hundruð og 80 álnir fyrir vinnu sína. Dags. í Skálholti 19. júlí 1660.

Tekstklasse
43 (30r-31r)
Vígslubréf Gísla Bárðarsonar til Hvols og Skúmstaðasókna.
Rubrik

Vígslubréf Gísla Bárðarsonar til Hvols og Skúmstaðasókna.

Bemærkning

Brynjólfur biskup skrifar sr. Þorleifi Jónssyni að Odda, prófasti í Rangárþingi, og sóknarmönnum Stórólfshvolskirkju og Skúmstaðakirkju. Í bréfinu tilkynnir hann þeim að hann hafi vígt sr. Gísla Bárðarson til sóknarprests í þessum tveimur kirkjusóknum. Dags. í Skálholti 28. júlí 1660.

Tekstklasse
44 (31r-32v)
Vígslubréf Ketils Halldórssonar.
Rubrik

Vígslubréf Ketils Halldórssonar.

Bemærkning

Brynjólfur biskup skrifar sr. Magnúsi Péturssyni, prófasti í Skaftafellssýslu, Hákoni Þorsteinssyni sýslumanni, Magnúsi Þorsteinssyni klausturhaldara í Þykkvabæ og sóknarmönnum klausturkirkjunnar. Í bréfinu tilkynnir biskup að hann hafi vígt sr. Ketil Halldórsson til sóknarprests í klausturkirkjunni í Þykkvabæ í stað sr. Árna Claussonar sem tekið hafði við starfi sóknarprests í Vestmannaeyjum. Dags. í Skálholti 29. júlí 1660.

Tekstklasse
45 (32v)
Restitutio biskupsins á umboðsbréfi fyrir Hafrafelli Bjarna Eiríkssyni til handa.
Rubrik

Restitutio biskupsins á umboðsbréfi fyrir Hafrafelli Bjarna Eiríkssyni til handa.

Bemærkning

Í bréfinu er lýst yfir að Brynjólfur biskup hafi skilað Bjarna Eiríkssyni, ráðsmanni Skálholtsstaðar, umboðsbréfi þar sem Bjarni hafði veitt biskupi byggingarráð og umboð yfir jörðinni Hafrafelli á Fljótsdalshéraði. Afsalaði biskup sér þar með öll umráð yfir jörðinni. Dags. í Skálholti 30. júlí 1660.

Tekstklasse
46 (33r)
Afhending biskupsins á 4 ríkisdölum Þórólfi Guðmundssyni.
Rubrik

Afhending biskupsins á 4 ríkisdölum Þórólfi Guðmundssyni.

Bemærkning

Brynjólfur biskup greiðir Þórólfi Guðmundssyni 4 ríkisdali upp í andvirði jarðarinnar Syðri Grafar í Flóa en áður hafði biskup greitt Þórólfi aðra fjóra ríkisdali. Sjá jarðabréfið í AM 272 fol., nr. 233. Dags. í Skálholti 30. júlí 1660.

Tekstklasse
47 (33r-33v)
Veitingarbréf séra Jóns Marteinssonar fyrir Skeggjastöðum á Ströndum.
Rubrik

Veitingarbréf séra Jóns Marteinssonar fyrir Skeggjastöðum á Ströndum.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir sr. Jóni Marteinssyni embætti sóknarprests í Skeggjastaðakirkju á Ströndum og ábúð á jörðinni Skeggjastöðum. Sóknarmenn kirkjunnar höfðu óskað eftir sr. Jóni í embættið þar sem faðir hans, sr. Marteinn Jónsson, var áður sóknarprestur á Skeggjastöðum en var nú látinn. Í bréfinu er einnig lýst landamerkjum jarðarinnar Skeggjastaða. Dags. að Hofi í Vopnafirði 19. ágúst 1660.

48 (33v)
Biskupstíundareikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum um næstu þrjú ár til þessa.
Rubrik

Biskupstíundareikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum um næstu þrjú ár til þessa.

Bemærkning

Ólafur Jónsson á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir meðteknar biskupstíundir á milli Smjörvatnsheiðar og Helkunduheiðar síðastliðin þrjú ár. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 22. ágúst 1660.

Tekstklasse
49 (34r-34v)
Nyrðra Skálaness í Vopnafirði merkja áreið.
Rubrik

Nyrðra Skálaness í Vopnafirði merkja áreið.

Bemærkning

Brynjólfur biskup og Bjarni Oddsson, sýslumaður á Burstafelli, riðu saman til að kanna landamerki á milli jarðanna Torfastaða og Nyrðra Skálaness í Vopnafirði en biskup hafði áður selt Bjarna jörðina Torfastaði. Fengu þeir vitnisburð fróðra manna um að greina beri Kiðuklett sem landamerki á milli þessara jarða. Nokkur ágreiningur reis á milli biskups og Péturs Bjarnasonar yngri, sonar Bjarna Oddssonar, um landamerki jarðanna en Pétur var eigandi Eystra Skálaness. Ákváðu þeir að leggja málið fyrir dómkvadda menn á næsta manntalsþingi á Ásbrandsstöðum. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 22. ágúst 1660.

50 (35r-36r)
Sami milli biskupsins og Péturs Bjarnasonar yngra um landamerki milli Skálanesja í Vopnafirði. Item milli Eystra Skálaness og Ásbrandsstaða.
Rubrik

Sami milli biskupsins og Péturs Bjarnasonar yngra um landamerki milli Skálanesja í Vopnafirði. Item milli Eystra Skálaness og Ásbrandsstaða.

Bemærkning

Samkomulag Brynjólfs biskups og Péturs Bjarnasonar yngri um rétt landamerki á milli jarðanna Nyrðra Skálaness, sem var eign biskups, og Eystra Skálaness, sem var í eigu hjónanna Péturs Bjarnasonar yngri og Elisabetar Joachimsdóttur. Í bréfinu er sér í lagi fjallað um fjörumörk á milli jarðanna. Einnig samþykktu þeir landamerki á milli jarðanna Ásbrandsstaða og Eystra Skálaness og handsöluðu að svo skyldu landamerkin standa um aldur og æfi. Dags. á Refstöðum í Vopnafirði 23. ágúst 1660. Afrit dags. á Refstöðum í Vopnafirði 23. ágúst 1660.

51 (36r-36v)
Vitnisburður Jóns Þórðarsonar, Ólafs Þórðarsonar og Jóns Rafnssonar um Kiðuklett.
Rubrik

Vitnisburður Jóns Þórðarsonar, Ólafs Þórðarsonar og Jóns Rafnssonar um Kiðuklett.

Bemærkning

Vitnisburður þriggja manna, Jóns Þórðarsonar, Ólafs Þórðarsonar og Jóns Rafnssonar, þess efnis að Kiðuklettur væri rétt landamerki á milli jarðanna Torfastaða og Nyrðra Skálaness í Vopnafirði. Einnig staðfestu þeir að umræddur Kiðuklettur væri hinn eini rétti Kiðuklettur og hvergi væri annan Kiðuklett að finna. Dags. á Syðri Vík í Vopnafirði 23. ágúst 1660.

52 (36v-37r)
Vitnisburður Rafns Jónssonar um Kiðuklett.
Rubrik

Vitnisburður Rafns Jónssonar um Kiðuklett.

Bemærkning

Vitnisburður Rafns Jónssonar, fyrrum umboðsmanns Gísla Oddssonar biskups yfir Torfastöðum og Nyrðra Skálanesi, þess efnis að Kiðuklettur sé rétt landamerki á milli jarðanna Torfastaða og Nyrðra Skálaness í Vopnafirði. Einnig staðfesti hann að umræddur Kiðuklettur væri hinn eini rétti Kiðuklettur og á jörðunum tveimur væri engan annan Kiðuklett að finna. Dags. á Ketilstöðum í Jökulsárhlíð 25. ágúst 1660.

53 (37r)
Handskrift Bjarna Oddssonar uppá 4 hundruð sem betalast eiga til Hjalta Jónssonar.
Rubrik

Handskrift Bjarna Oddssonar uppá 4 hundruð sem betalast eiga til Hjalta Jónssonar.

Ansvarlig

Brevskriver : Bjarni Oddsson

Bemærkning

Bjarni Oddsson, sýslumaður á Burstafelli, staðfestir að hann skuldi Brynjólfi biskup 4 hundruð sem hann lofar að greiða Hjalta Jónssyni, umboðsmanni jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, á næstkomandi vori. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 22. ágúst 1660.

Tekstklasse
54 (37v)
Lofun Bjarna Oddssonar uppá skuldagreiðslur til Hjalta Jónssonar vegna biskupsins 1660, 2. ágúst.
Rubrik

Lofun Bjarna Oddssonar uppá skuldagreiðslur til Hjalta Jónssonar vegna biskupsins 1660, 2. ágúst.

Ansvarlig

Brevskriver : Bjarni Oddsson

Bemærkning

Meðtekinn fiskur og innistæðukúgildi af jörðum Brynjólfs biskups á Austfjörðum sem Bjarni Oddsson hafði umboð fyrir. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 22. ágúst 1660. Afrit dags. að Kirkjubæ 27. ágúst 1660.

Tekstklasse
55 (38r)
Handskrift Péturs Bjarnasonar.
Rubrik

Handskrift Péturs Bjarnasonar.

Bemærkning

Í bréfinu lýsir Pétur Bjarnason eldri yfir við ábúendur jarðanna Hestgerðis og Uppsala í Hornafirði að þeir skuli greiða Brynjólfi biskup, eða umboðsmanni hans, landskuld af jörðunum sem greiðast áttu sumarið 1659. Landskuld af Hestgerði nam alls einu hundraði auk leigu á tveimur kúgildum og af Uppsölum var landskuldin 10 aurar auk leigu á þremur kúgildum. Dags. á Burstafelli 21. ágúst 1660.

Tekstklasse
56 (38r)
Handskrift Péturs Bjarnasonar.
Rubrik

Handskrift Péturs Bjarnasonar.

Bemærkning

Í bréfinu lýsir Pétur Bjarnason eldri yfir við ábúendur jarðarinnar Kross í Mjóafirði að þeir skuli greiða Brynjólfi biskup eða Hjalta Jónssyni, umboðsmanni hans, landskuld af jörðinni sem greiðast átti sumarið 1659. Landskuld af jörðinni Krossi nam alls einu hundraði auk leigu á einu kúgildi. Dags. á Burstafelli 21. ágúst 1660.

Tekstklasse
57 (38r-39r)
Kaupmálabréf Bjarna Steingrímssonar og Vigdísar Hávarðsdóttur. In nomine domini amen.
Rubrik

Kaupmálabréf Bjarna Steingrímssonar og Vigdísar Hávarðsdóttur. In nomine domini amen.

Bemærkning

Kaupmálabréf hjónaefnanna Bjarna Steingrímssonar og Vigdísar Hávarðsdóttur handsalaður í viðurvist Brynjólfs biskups, Hjalta Jónssonar og fimm trúlofunarvotta. Dags. á Desjamýri á Borgarfirði eystri 31. ágúst 1660.

Tekstklasse
58 (39r-40r)
Kaupbréf fyrir 5 hundruðum í Snotrunesi af Bjarna Steingrímssyni og byggingarbréf hans á hálfu Snotrunesi 1660.
Rubrik

Kaupbréf fyrir 5 hundruðum í Snotrunesi af Bjarna Steingrímssyni og byggingarbréf hans á hálfu Snotrunesi 1660.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi Bjarna Steingrímssyni hálfa jörðina Saurstaði í Jökulsárhlíð, 6 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Bjarni Steingrímsson Brynjólfi biskup 5 hundraða hlut í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Einnig samþykkti biskup að Bjarni fengi ábúð á hálfri jörðinni Snotrunesi með þeirri kvöð að hann greiddi árlega landskuld uppá eitt hundrað og annaðist jörðina eins og góðum landseta bæri. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 31. ágúst 1660.

Tekstklasse
59 (40v)
Lofun Bjarna Magnússonar biskupinum á sölu tveggja hundraða í Snotrunesi 1660.
Rubrik

Lofun Bjarna Magnússonar biskupinum á sölu tveggja hundraða í Snotrunesi 1660.

Bemærkning

Í bréfinu lofar Bjarni Magnússon að selja Brynjólfi biskup fyrstum allra hlut sinn í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri, alls 2 hundruð að dýrleika, með því skilyrði að hann fengi þennan hlut til ábýlis, sem biskup samþykkti. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 1. september 1660.

Tekstklasse
60 (40v-42v)
Vitnisburðir um Þorvaldsstaða landamerki í Skriðdal.
Rubrik

Vitnisburðir um Þorvaldsstaða landamerki í Skriðdal.

Bemærkning

Afrit af vitnisburðum sex manna, Árna Sigurðssonar, Auðuns Steingrímssonar, Jóns Jónssonar, Jóns Einarssonar, Jóns Björnssonar og Hallvarðs Einarssonar um landamerki jarðarinnar Þorvaldsstaða í Skriðdal. Frumrit bréfanna, sem skrifuð voru á kálfskinn, voru rituð á árunum 1607-1608. Vitnisburðarblöðin sex fékk Brynjólfur biskup frá Einari Magnússyni lögréttumanni í Njarðvík. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 1. september 1660.

61 (43r-43v)
Kaupbréf fyrir 1 hundraði í Snotrunesi og 1 hundraði í Kjólsvík af Kolbeini Árnasyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir 1 hundraði í Snotrunesi og 1 hundraði í Kjólsvík af Kolbeini Árnasyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Kolbeinn Árnason seldi Brynjólfi biskup eins hundraðs hlut í jörðunum Kjólsvík og Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Kaupin voru gerð með samþykki eiginkonu Kolbeins, Ragnhildar Steingrímsdóttur, en hún var eigandi þessara jarðarhluta. Fyrir þessa tvo jarðarhluta greiddi Brynjólfur biskup þeim hjónum 5 hundruð í góðum og gagnlegum peningum sem skyldu gjaldast við fyrstu hentugleika. Auk þess lofaði biskup að útvega þeim ábýli á ónafngreindri jörð á Austfjörðum. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 1. september 1660.

Tekstklasse
62 (43r-43v)
Byggingabréf Kolbeins Árnasonar fyrir Christfjár jörðunni Korekstöðum 1660.
Rubrik

Byggingabréf Kolbeins Árnasonar fyrir Christfjár jörðunni Korekstöðum 1660.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir Kolbeini Árnasyni ábýli á allri kristfjárjörðinni Kóreksstöðum á Fljótsdalshéraði frá næstkomandi fardögum. Í bréfinu er lýst skilmálum byggingarbréfs kristfjárjarðar, meðal annars bar Kolbeini að taka að sér einn ómaga, fæða hann og klæða. Sjá bréf nr. 69. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 1. september 1660.

Tekstklasse
63 (43v-44v)
Kaupbréf fyrir 2 hundruðum í Snotrunesi af Erlendi Steingrímssyni 1660.
Rubrik

Kaupbréf fyrir 2 hundruðum í Snotrunesi af Erlendi Steingrímssyni 1660.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Erlendur Steingrímsson seldi Brynjólfi biskup 2 hundraða hlut í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan hlut greiddi biskup Erlendi 6 hundruð sem voru: Þriggja skjólna ketill, voð vaðmáls, tvær kýr og átta ríkisdalir. Að auki fékk Erlendur ábýli á 8 hundraða hlut jarðarinnar Snotruness. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 1. september 1660.

Tekstklasse
64 (44v-45r)
Bygging Bjarna Ögmundssonar fyrir Hrafnabjörgum á Útmannasveit.
Rubrik

Bygging Bjarna Ögmundssonar fyrir Hrafnabjörgum á Útmannasveit.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir Bjarna Ögmundssyni ábýli á jörðinni Hrafnabjörgum á Útmannasveit en Bjarni hafði áður selt biskupi þessa jörð. Í bréfinu er einnig lýst landamerkjum jarðarinnar Hrafnabjarga. Dags. á Hjaltastöðum á Útmannasveit 2. september 1660.

65 (45v-46v)
Útskrift af kaupbréfi Eiríks Bjarnasonar fyrir Skálanesi í Seyðisfirði af Valgerði Hjörleifsdóttur móður sinni.
Rubrik

Útskrift af kaupbréfi Eiríks Bjarnasonar fyrir Skálanesi í Seyðisfirði af Valgerði Hjörleifsdóttur móður sinni.

Bemærkning

Afrit af jarðakaupabréfi frá árinu 1649. Í bréfinu seldi Valgerður Hjörleifsdóttir syni sínum, Eiríki Bjarnasyni, jörðina Skálanes á Seyðisfirði, 6 hundruð að dýrleika, fyrir 6 hundruð í lausafé. Samkvæmt bréfinu hélt Valgerður ábýli á jörðinni Skálanesi á meðan hún lifði. Dags. á Stöðvarstað á Stöðvarfirði þriðjudaginn eftir Mikaelsmessu 1649. Staðfestingarbréf Valgerðar um jarðasöluna dags. á Stöðvarstað á Stöðvarfirði 29. maí 1651. Afrit dags. í Skaftafelli í Lóni 14. september 1660.

Tekstklasse
66 (46v)
Vitnisburður um Snotruness landamerki í Borgarfirði í Austfjörðum.
Rubrik

Vitnisburður um Snotruness landamerki í Borgarfirði í Austfjörðum.

Bemærkning

Afrit af gjafabréfi þar sem Ingibjörg Sigurðardóttir gaf syni sínum, Bjarna Jónssyni, alla jörðina Snotrunes á Borgarfirði eystri, alls 20 hundruð að dýrleika. Þessi gjörningur fór fram árið 1586, níu árum áður en hann var skjalfestur. Í bréfinu lýsir Ingibjörg einnig landamerkjum jarðarinnar Snotruness. Dags. í Jórvík á Útmannasveit þriðjudaginn í fardagaviku 1595. Afrit dags. í Skálholti 11. október 1660.

67 (46v-47r)
Vitnisburður Þorgeirs prests Þorsteinssonar.
Rubrik

Vitnisburður Þorgeirs prests Þorsteinssonar.

Bemærkning

Afrit af bréfi þar sem sr. Þorgeir Þorsteinsson gefur vitnisburð um landamerki á milli jarðanna Snotruness og Njarðvíkur á Borgarfirði eystri, að beiðni Bjarna Jónssonar á Snotrunesi. Sjá bréf nr. 74. Dags. á Skriðuklaustri í Fljótsdal 22. febrúar 1610. Afrit dags. í Skálholti 11. október 1660.

68 (47r)
Vitnisburður Halldórs Símonarsonar.
Rubrik

Vitnisburður Halldórs Símonarsonar.

Bemærkning

Afrit af bréfi þar sem Halldór Símonarson gefur vitnisburð um landamerki á milli jarðanna Snotruness og Njarðvíkur á Borgarfirði eystri, að beiðni Bjarna Jónssonar á Snotrunesi. Sjá bréf nr. 74. Dags. í Brúnavík á Borgarfirði eystri 1610. Afrit dags. í Skálholti 11. október 1660.

69 (47r-47v)
Vitnisburður Þórarins Guðmundssonar og Brands Oddssonar.
Rubrik

Vitnisburður Þórarins Guðmundssonar og Brands Oddssonar.

Bemærkning

Afrit af bréfi þar sem Þórarinn Guðmundsson og Brandur Oddsson gefa vitnisburð um landamerki jarðarinnar Snotruness á Borgarfirði eystri. Báðir voru þeir vel staðkunnugir en Þórarinn hafði búið á Borgarfirði eystri í 70 ár en Brandur í 40 ár. Dags. á Stóru Breiðavík á Borgarfirði eystri 1. ágúst 1630. Afrit dags. í Skálholti 11. október 1660.

70 (47v)
Vitnisburður Hjálmars Þorgeirssonar.
Rubrik

Vitnisburður Hjálmars Þorgeirssonar.

Bemærkning

Afrit af bréfi þar sem Hjálmar Þorgeirsson gefur vitnisburð um landamerki á milli Snotruness og Geitavíkur á Borgarfirði eystri, að beiðni Hjörleifs Bjarnasonar. Dags. 23. febrúar 1632. Afrit dags. í Skálholti 11. október 1660.

71 (47v-48r)
Lögfesta Steingríms Bjarnasonar.
Rubrik

Lögfesta Steingríms Bjarnasonar.

Bemærkning

Steingrímur Bjarnason lögfestir að jörðin Snotrunes sé nú lögleg eign hans og hans bræðra eftir lát föður þeirra, Bjarna Jónssonar. Sjá bréf nr. 74. Í bréfinu er lýst landamerkjum jarðarinnar og lýst yfir að engum sé heimilt að nýta nokkurt land innan þessara marka án leyfis þeirra bræðra. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 11. október 1660.

72 (48v)
Gjörningsbréf Ásmundar Torfasonar við biskupinn Brynjólf Sveinsson um 16 hundruð í Kirkjubóli í Stöðvarfirði 1660.
Rubrik

Gjörningsbréf Ásmundar Torfasonar við biskupinn Brynjólf Sveinsson um 16 hundruð í Kirkjubóli í Stöðvarfirði 1660.

Bemærkning

Á blaði 48v er einungis þessi utanáskrift bréfs. Bréfið sjálft er ekki í bókinni og þess er ekki getið í registri bókarinnar. Um jarðakaupin, sjá bréf nr. 87.

Tekstklasse
73 (49r-57r)
Kaup og skipti sem farið hafa á millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Bjarna Oddssonar svo sem þau finnast skrifuð og handskriftuð í biskupsins bréfabókum, frá því fyrsta og svo fram eftir.
Rubrik

Kaup og skipti sem farið hafa á millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Bjarna Oddssonar svo sem þau finnast skrifuð og handskriftuð í biskupsins bréfabókum, frá því fyrsta og svo fram eftir.

Bemærkning

Yfirlit yfir öll viðskipti og gjörninga á milli Brynjólfs biskups og Bjarna Oddssonar, sýslumanns á Burstafelli í Vopnafirði, frá árinu 1643 til og með 1659. Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 21. ágúst 1660.

Tekstklasse
74 (57r)
Handskrift Bjarna Oddssonar uppá 4 hundruð sem betalast eiga til Hjalta Jónssonar.
Rubrik

Handskrift Bjarna Oddssonar uppá 4 hundruð sem betalast eiga til Hjalta Jónssonar.

Ansvarlig

Brevskriver : Bjarni Oddsson

Bemærkning

Bjarni Oddsson sýslumaður á Burstafelli í Vopnafirði lýsir yfir að hann skuldi Brynjólfi biskup 4 hundruð sem hann lofar að greiða Hjalta Jónssyni, umboðsmanni jarða biskups á Austfjörðum, næstkomandi vor. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 22. ágúst 1660.

Tekstklasse
75 (57v)
Lofun Bjarna Oddssonar uppá skuldagreiðslur til Hjalta Jónssonar vegna biskupsins anno 1660.
Rubrik

Lofun Bjarna Oddssonar uppá skuldagreiðslur til Hjalta Jónssonar vegna biskupsins anno 1660.

Ansvarlig

Brevskriver : Bjarni Oddsson

Bemærkning

Yfirlit yfir afgjöld af jörðum Brynjólfs biskups sem Bjarni Oddsson hafði umboð yfir og skyldu greiðast Hjalta Jónssyni, umboðsmanni jarða biskups á Austfjörðum, árið 1660. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 22. ágúst 1660.

Tekstklasse
76 (58r-58v)
Húsareikningur á Kvískerjum í Öræfum.
Rubrik

Húsareikningur á Kvískerjum í Öræfum.

Bemærkning

Fjórir erindrekar Brynjólfs biskups skoða og meta húsakost á jörðinni Kvískerjum í Öræfum. Niðurstaða þeirra er að umgengni ábúanda jarðarinnar sé til fyrirmyndar en hann hafði haft jörðina til ábúðar síðastliðin 17 ár. Dags. á Kvískerjum í Öræfum 24. október 1661.

Tekstklasse
77 (59r-59v)
Húsareikningur á Uppsölum og Hestgerði í Hornafirði.
Rubrik

Húsareikningur á Uppsölum og Hestgerði í Hornafirði.

Bemærkning

Sex erindrekar Brynjólfs biskups skoða og lýsa húsakosti á konungsjörðunum Uppsölum og Hestgerði í Hornafirði. Pétur Bjarnason eldri hafði haft þessar jarðir sem lén í mörg ár en sagði sig frá léninu á Alþingi sumarið 1660. Nú tók Halldór Brynjólfsson við léni þessara jarða. Í þessu bréfi er húsakosti á Uppsölum lýst. Sjá einnig næsta bréf. Dags. 23. október 1661.

Tekstklasse
78 (59v-60r)
Húsin í Hestgerði svo standi.
Rubrik

Húsin í Hestgerði svo standi.

Bemærkning

Fimm erindrekar Brynjólfs biskups skoða og lýsa húsakosti á konungsjörðinni Hestgerði í Hornafirði. Dags. í Hestgerði 23. október 1661.

Tekstklasse
79 (60v)
Vitnisburður Jóni Pálssyni í Austfjörðum útgefinn af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Skálholti anno 1661, 21. nóvembris.
Rubrik

Vitnisburður Jóni Pálssyni í Austfjörðum útgefinn af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Skálholti anno 1661, 21. nóvembris.

Bemærkning

Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Jón Pálsson að beiðni föður hans, Páls Björnssonar, en Jón hafði stundað nám við Skálholtsskóla í tvo eða þrjá vetur. Brynjólfi biskup virðist Jón hafa hegðað sér meinlauslega og lýtalaust í sinni skólavist og hann hafi ætíð komið vel fram. Biskup óskar honum allra góðra heilla. Dags. í Skálholti 21. nóvember 1661.

80 (60v-61r)
Meðkenning Ásmundar Torfasonar uppá átta ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir 16 hundruð í Kirkjubóli í Stöðvarfirði 1660.
Rubrik

Meðkenning Ásmundar Torfasonar uppá átta ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir 16 hundruð í Kirkjubóli í Stöðvarfirði 1660.

Bemærkning

Ásmundur Torfason staðfestir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 8 ríkisdali upp í andvirði jarðarinnar Kirkjubóls á Stöðvarfirði, en Ásmundur hafði selt biskupi 16 hundraða hlut í jörðinni. Lýsir hann yfir að Brynjólfur biskup sé nú fullkominn eigandi þessa jarðarhluta. Óskar hann þó eftir að fá greidd afgjöld af þessum 16 hundraða hlut þar til biskup afhendir honum aðra fastaeign. Sjá AM 272 fol., nr. 287 og 288. Dags. að Eydölum í Breiðdal 9. september 1660.

Tekstklasse
81 (61v)
Meðkenning séra Ketils Eiríkssonar uppá meðtekna Íslendingasögubók Einari Þorsteinssyni til handa að láni.
Rubrik

Meðkenning séra Ketils Eiríkssonar uppá meðtekna Íslendingasögubók Einari Þorsteinssyni til handa að láni.

Bibliografi

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 127. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Bemærkning

Sr. Ketill Eiríksson, nývígður sóknarprestur að Desjamýri (sjá bréf nr. 93A), staðfestir að Brynjólfur biskup hafi afhent sér Íslandssögubók á pappír. Þessa bók lofaði sr. Ketill að afhenda Einari Þorsteinssyni að Felli í Mýrdal en greiða verð bókarinnar ef hún skemmdist á leiðinni. Reiknaðist þeim að verð bókarinnar væri tvö hundruð og þrjár álnir, fyrir utan pappírsverðið. Samkvæmt Jóni Helgasyni er þetta handrit nú AM 115 fol. Dags. í Skálholti 25. nóvember 1661.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Tekstklasse
82 (61v)
Meðkenning séra Ketils Eiríkssonar uppá meðtekna þrjátíu ríkisdali séra Magnúsi Péturssyni til handa.
Rubrik

Meðkenning séra Ketils Eiríkssonar uppá meðtekna þrjátíu ríkisdali séra Magnúsi Péturssyni til handa.

Bemærkning

Sr. Ketill Eiríksson, nývígður sóknarprestur að Desjamýri (sjá bréf nr. 93A), kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi afhent honum 30 ríkisdali. Þessa peninga lofaði sr. Ketill að afhenda sr. Magnúsi Péturssyni, prófasti í Skaftafellssýslu, og biðja sr. Magnús að senda biskupi til baka staðfestingu á að hann hafi meðtekið þessa fjármuni. Dags. í Skálholti 25. nóvember 1661.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Tekstklasse
83 (61v-62r)
Kaupbréf fyrir hálfri Skinney í Hornafirði af Bjarna Eiríkssyni anno 1660.
Rubrik

Kaupbréf fyrir hálfri Skinney í Hornafirði af Bjarna Eiríkssyni anno 1660.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi Bjarna Eiríkssyni, ráðsmanni Skálholtsstaðar, 3 hundraða og 3ja álna hlut í jörðinni Hofi í Öræfum og 7 hundraða hlut í jörðinni Narfastöðum í Melasveit. Auk þess fékk Bjarni 5 hundruð í góðum og gagnlegum peningum. Í staðinn fékk Brynjólfur biskup af Bjarna Eiríkssyni hálfa jörðina Skinney í Hornafirði, 10 hundruð að dýrleika. Dags. í Höfðavík 31. júlí 1660.

Tekstklasse
84 (62v-63v)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Hvoli í Borgarfirði austur og Aragerði í Fáskrúðsfirði af séra Jóni Höskuldssyni anno 1660.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Hvoli í Borgarfirði austur og Aragerði í Fáskrúðsfirði af séra Jóni Höskuldssyni anno 1660.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi hjónunum sr. Jóni Höskuldssyni og Halldóru Bjarnadóttur hálfa jörðina Skinney í Hornafirði, 10 hundruð að dýrleika. Í staðinn keypti Brynjólfur biskup af þeim hjónum alla jörðina Hvol á Borgarfirði eystri, 8 hundruð að dýrleika. Einnig afhenti sr. Jón Höskuldsson Brynjólfi biskup jörðina Aragerði á Fáskrúðsfirði, 2 hundruð að dýrleika. Í staðinn lofaði biskup að taka son þeirra hjóna, Orm, til skólavistar í Skálholtsskóla um næstkomandi þrjú ár. Dags. að Hálsi við Hamarsfjörð 12. september 1660.

Tekstklasse
85 (64r-65r)
Umboðsbréf Hjalta Jónssonar 1660 í Múlasýslu.
Rubrik

Umboðsbréf Hjalta Jónssonar 1660 í Múlasýslu.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir Hjalta Jónssyni áframhaldandi umboð yfir jörðum biskups á Austfjörðum auk biskupstíundarumboðs fyrir sunnan Smjörvatnsheiði. Fyrir þetta umboðsstarf fékk Hjalti í sinn hlut þriðjung allra innheimtra afgjalda. Í bréfinu er að finna nákvæma lýsingu á skyldum Hjalta sem umboðsmanns jarða biskups. Dags. á Stóra Sandfelli í Skriðdal 5. september 1660.

Tekstklasse
85.1 (65v-66v)
Vígslu og veitingarbréf séra Ketils Eiríkssonar fyrir Desjamýrarstað og sókn og Njarðvíkursókn.
Rubrik

Vígslu og veitingarbréf séra Ketils Eiríkssonar fyrir Desjamýrarstað og sókn og Njarðvíkursókn.

Bemærkning

Brynjólfur biskup vígir sr. Ketil Eiríksson til sóknarprests í Desjamýrar og Njarðvíkursóknum á Borgarfirði eystri, en prófastur og sóknarmenn kirknanna höfðu kosið sr. Ketil í embættið eftir fráfall fyrrum sóknarprests, sr. Hávarðs Sigurðssonar. Sr. Ketill var vígður í dómkirkjunni í Skálholti 24. nóvember 1661 og í framhaldinu sendur austur til að taka að sér embættið. Dags. í Skálholti 24. nóvember 1661.

Tekstklasse
85.2 (66v)
Veð biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 6 hundruðum í Ásunarstöðum í Breiðdal af Guðmundi Jónssyni á Kallstöðum 1662, 21. janúar.
Rubrik

Veð biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 6 hundruðum í Ásunarstöðum í Breiðdal af Guðmundi Jónssyni á Kallstöðum 1662, 21. janúar.

Bemærkning

Í bréfinu lofar Guðmundur Jónsson að selja Brynjólfi biskup sex hundraða hlut sinn í jörðinni Ásunarstöðum í Breiðdal. Dags. í Eydölum 21. janúar 1662. Afrit dags. í Skálholti 13. mars 1662.

Tekstklasse
86 (67r)
Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við ærlegan mann Þórólf Guðmundsson uppá útgreiðslur fyrir Grófar andvirði.
Rubrik

Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við ærlegan mann Þórólf Guðmundsson uppá útgreiðslur fyrir Grófar andvirði.

Bemærkning

Reikningur yfir greiðslur Brynjólfs biskups til Þórólfs Guðmundssonar vegna kaupa biskups á jörðinni Syðri Gröf í Flóa. Bréfið er ódags.

Tekstklasse
87 (67v-68r)
Comendatiubréf séra Jóni Eiríkssyni útgefið og umráð yfir Búlandsnesi.
Rubrik

Comendatiubréf séra Jóni Eiríkssyni útgefið og umráð yfir Búlandsnesi.

Bemærkning

Brynjólfur biskup vígir sr. Jón Eiríksson í embætti sóknarprests í Berufjarðar og Berunesskirkjum frá næstu fardögum og veitir honum ábúð á kristfjárjörðinni Búlandi. Sr. Jón hafði áður þjónað sem aðstoðarprestur hjá bróður sínum, sr. Halldóri Eiríkssyni í Eydölum, en hafði fyrst og fremst sinnt störfum prests í Berunesskirkju á Berufjarðarströnd. Dags. í Skálholti 15. nóvember 1661.

Tekstklasse
88 (68v-69r)
Kaupmálabréf Sigurðar Guðnasonar og Kartínar Finnsdóttur.
Rubrik

Kaupmálabréf Sigurðar Guðnasonar og Kartínar Finnsdóttur.

Bemærkning

Kaupmálabréf hjónaefnanna Sigurðar Guðnasonar og Katrínar Finnsdóttur upplesið og staðfest í viðurvist Brynjólfs biskups og trúlofunarvotta. Dags. á Snjallshöfða í Landmannahreppi 5. október 1660.

Síðari hluti bréfsins er glataður.

Bréf nr. 97 er glatað. Samkvæmt registri bókarinnar var titill þess "Copia af veitingarbréfi Jóhanns Klein 1660".

Tekstklasse
89 (69v)
Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón Ásmundsson um biskupstíunda meðferð í Árnessýslu sem gjaldast áttu 1660.
Rubrik

Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón Ásmundsson um biskupstíunda meðferð í Árnessýslu sem gjaldast áttu 1660.

Bemærkning

Jón Ásmundsson skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir biskupstíundir úr Árnessýslu sem gjaldast áttu árið 1660. Dags. í Skálholti 18. október 1660.

Fyrri hluti bréfsins er glataður. Titill er skrifaður eftir registri bókarinnar.

Tekstklasse
90 (69v)
Anno 1660 19. oktobris kom biskupstíundarreikningur af Rangárvallasýslu Magnúsar Þorsteinssonar.
Rubrik

Anno 1660 19. oktobris kom biskupstíundarreikningur af Rangárvallasýslu Magnúsar Þorsteinssonar.

Bemærkning

Filipus Ormsson afhendir Brynjólfi biskup reikning yfir biskupstíundir úr Rangárvallasýslu sem Magnús Þorsteinsson hafði umboð fyrir. Bréfið er ódags.

Tekstklasse
91 (69v-70r)
Copia af gömlu bréfi um Torfastaði og Syðra Skálanes í Vopnafirði.
Rubrik

Copia af gömlu bréfi um Torfastaði og Syðra Skálanes í Vopnafirði.

Bemærkning

Afrit af jarðabréfi frá árinu 1417 í uppskrift bréfsins frá árinu 1457. Í bréfinu seldi Járngerður Ormsdóttir Gunnlaugi Guðmundssyni hálfa jörðina Torfastaði og hálfa jörðina Skálanes, báðar í Vopnafirði. Í bréfinu er lýst hlunnindum sem fylgdu jörðunum, meðal annars torfskurði, reka og veiði. Ekki kemur fram hvenær Brynjólfur biskup lét afrita bréfið í bréfabók sína. Dags. í Krossavík ytri á Vopnafirði trinitatis sunnudag 1417. Afrit dags. í Bjarnarnesi í Hornafirði föstudaginn eftir Krossmessu að vori 1457.

Tekstklasse
92 (70r-71r)
Copia af gömlu innsigluðu bréfi um Torfastaði í Vopnafirði daterað 1398.
Rubrik

Copia af gömlu innsigluðu bréfi um Torfastaði í Vopnafirði daterað 1398.

Bemærkning

Afrit af gömlu jarðabréfi frá árinu 1398 í uppskrift þess frá árinu 1487. Í bréfinu seldi Ólafur Jónsson sr. Guðmundi Þorsteinssyni jörðina Bessastaði í Fljótsdal. Á móti seldi sr. Guðmundur Ólafi Jónssyni tvær jarðir í Vopnafirði, Torfastaði og Skálanes. Í bréfinu er lýst landamerkjum á milli jarðanna Torfastaða og Ljótsstaða og á milli Skálaness eystra og Ásbrandstaða. Ekki kemur fram hvenær Brynjólfur biskup lét afrita bréfið í bréfabók sína. Dags. á Bessastöðum í Fljótsdal sunnudaginn fyrir Marteinsmessu 1398. Afrit dags. á Hallormsstað í Fljótsdal föstudaginn fyrir páska 1487.

93 (71v-72r)
Sendibréf til fóvitans Jóhanns Klein.
Rubrik

Sendibréf til fóvitans Jóhanns Klein.

Bemærkning

Brynjólfur biskup skrifar Jóhanni Klein, nýjum fógeta á Bessastöðum. Í upphafi bréfsins blessar biskup nýjan fógeta og embætti hans og óskar honum farsældar í nýju starfi. Biskup vonast eftir liðsinni fógeta varðandi málefni sóknarprests í Seltjarnarnessþingum. Hann vonar að sr. Snjólfur Einarsson samþykki færslu í starfi svo sr. Björn Stefánsson, sonur Úlfhildar í Nesi, geti tekið við starfi sóknarprests í Nesi og verið um leið móður sinni styrkur og stoð. Þessi ráðstöfun sé ekki fær nema með samþykki sr. Snjólfs og biður biskup um liðsinni fógeta við að útvega sr. Snjólfi jafngott prestakall. Dags. í Skálholti 4. nóvember 1660.

Tekstklasse
94 (72r)
Inntak úr bréfi séra Snjólfi Einarssyni um kallaskipti tilskrifuðu.
Rubrik

Inntak úr bréfi séra Snjólfi Einarssyni um kallaskipti tilskrifuðu.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups til sr. Snjólfs Einarssonar sóknarprests í Seltjarnarnessþingum. Í bréfinu segir biskup að hann hafi hlotið samþykki Jóhanns Klein fógeta við að fara þess á leit við sr. Snjólf að hann segi sig frá embætti sóknarprests í Nesi fyrir annað jafngott prestakall. Þar með geti sr. Björn Stefánsson tekið við embætti sóknarprests í Nesi. Vonar biskup að sr. Snjólfur samþykki þessa ráðstöfun í nafni kristilegs kærleika. Sjá AM 272 fol., nr. 237, 238 og 294. Dags. í Skálholti 4. nóvember 1660.

Tekstklasse
95 (72v)
Meðkenning séra Þórðar í Hítardal uppá 5 ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni á Alþingi anno 1660 sem voru afgjöld af 10 hundruðum í Kálfafelli og 10 hundruð í Skinney í Hornafirði fyrirfarandi árs 1659.
Rubrik

Meðkenning séra Þórðar í Hítardal uppá 5 ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni á Alþingi anno 1660 sem voru afgjöld af 10 hundruðum í Kálfafelli og 10 hundruð í Skinney í Hornafirði fyrirfarandi árs 1659.

Bemærkning

Sr. Þórður Jónsson í Hítardal kvittar fyrir að hafa móttekið 5 ríkisdali frá Brynjólfi biskup sem voru landskuld af jörðunum Kálfafelli og Skinney í Hornafirði fyrir árið 1659. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1660. Afrit dags. í Skálholti 13. nóvember 1660.

Tekstklasse
96 (72v-74v)
Valþjófstaðar og kirkju álit af séra Halldóri Eiríkssyni 1660.
Rubrik

Valþjófstaðar og kirkju álit af séra Halldóri Eiríkssyni 1660.

Bemærkning

Sr. Halldór Eiríksson ásamt sex erindrekum gera úttekt á Valþjófstaðarkirkju og stað að beiðni Brynjólfs biskups. Biskup hafði frétt að kirkju og bæjarhús Valþjófstaðar væru orðin mjög hrörleg og óskaði því eftir áliti þess efnis og hve miklu þyrfti að kosta til endurbóta. Álit skoðunarmanna var að kirkjan þarfnaðist skjótra endurbóta. Bæjarhúsin voru sum sterk og stæðileg en mörg hrörleg eða að niðurfalli komin. Bar þeim saman um að kostnaður við endurbætur húsanna væri umtalsverður, líklega um 10 hundruð. Dags. á Valþjófstað í Fljótsdal 27. september 1660.

Tekstklasse
97 (75r-76r)
Copia af bréfi biskupsins til Höfðabrekku kirkju sóknarmönnum og Mýrdal um þeirra sóknarkirkju 1660.
Rubrik

Copia af bréfi biskupsins til Höfðabrekku kirkju sóknarmönnum og Mýrdal um þeirra sóknarkirkju 1660.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups til sóknarmanna Höfðabrekkukirkju í Mýrdal. Daginn áður hafði biskupi borist fréttir af miklu jökulhlaupi og eldgosi í Mýrdalsjökli sem ollið hefðu miklu tjóni í sókninni. Svo sé Guði fyrir að þakka að enginn hafi hlotið skaða af eða misst líf sitt. Í jökulhlaupinu sópaðist sóknarkirkjan á Höfðabrekku burt og staðurinn gjöreyddist og var það í höndum biskups að finna lausn á svo sóknarbörn fengju Guðs orð að heyra og altaris sakramenti að meðtaka. Næsta kirkja, Reyniskirkja, var of lítil til að taka við sóknarbörnum Höfðabrekku og taldi biskup einu færu leiðina að embætta í Kerlingadal þar sem var hálfkirkja, þar til hægt yrði að byggja að nýju upp sóknarkirkju á Höfðabrekku. Dags. í Skálholti 27. nóvember 1660.

Tekstklasse
98 (76v)
Kaupbréf fyrir einu hundraði í Haugum af Jóni Halldórssyni anno 1660.
Rubrik

Kaupbréf fyrir einu hundraði í Haugum af Jóni Halldórssyni anno 1660.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Jón Halldórsson færir Brynjólfi biskup til eignar eitt hundraðs hlut í jörðinni Haugum í Stafholtstungum, en þessi hlutur var metinn á 3 hundruð. Var þessi jarðarpartur greiðsla fyrir skólavist Jóns í Skálholtsskóla. Dags. í Skálholti 3. desember 1660.

Tekstklasse
99 (77r-77v)
Kvittantia Magnúsar Þorsteinssonar á Skammbeinstaða umboðs og biskupstíunda meðferð í Rangárþingi 1660.
Rubrik

Kvittantia Magnúsar Þorsteinssonar á Skammbeinstaða umboðs og biskupstíunda meðferð í Rangárþingi 1660.

Bemærkning

Magnús Þorsteinsson skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir meðtekin afgjöld úr Skammbeinstaðaumboði fyrir árið 1660 auk biskupstíunda úr Rangárþingi sem gjaldast áttu sama ár. Dags. í Skálholti 14. desember 1660.

Tekstklasse
100 (77v)
Qvittantia útgefinn Jóni Þorvaldssyni af biskupinum um 6 ríkisdali af biskupstíunda restantze 1661.
Rubrik

Qvittantia útgefinn Jóni Þorvaldssyni af biskupinum um 6 ríkisdali af biskupstíunda restantze 1661.

Bemærkning

Jón Þorvaldsson greiðir Brynjólfi biskup 6 ríkisdali sem voru eftir ógreiddir úr biskupstíundarumboði Magnúsar Þorsteinssonar í Rangárþingi fyrir árið 1660. Sjá bréf nr. 108. Dags. í Skálholti 3. mars 1661.

Tekstklasse
101 (78r-78v)
Qvittantia Þorvarðs Magnússonar um Heyness umboðs og skipaútgerðar reikning í ár 1660.
Rubrik

Qvittantia Þorvarðs Magnússonar um Heyness umboðs og skipaútgerðar reikning í ár 1660.

Bemærkning

Þorvarður Magnússon skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir afgjöld úr Heynessumboði fyrir árið 1660. Einnig skilaði hann til biskups reikningi yfir skipaútgerðarumboð sitt á Akranesi og í Hvalfirði fyrir sama ár. Í bréfinu veitir Brynjólfur biskup Þorvarði ábúð á dómkirkjujörðinni Bæ í Borgarfirði, auk áframhaldandi umboðs fyrir Heynesi og skipaútgerðarumboð á Akranesi og í Hvalfirði. Dags. í Skálholti 16. desember 1660.

Tekstklasse
102 (79r)
Virðing á sexæring biskupsins í Skipaskaga.
Rubrik

Virðing á sexæring biskupsins í Skipaskaga.

Bemærkning

Að beiðni Þorvarðar Magnússonar umboðsmanns voru sex menn kvaddir til að meta sexæring á Skipaskaga á Akranesi sem Brynjólfur biskup átti í félagi við Þorkel Guðmundsson sýslumann. Matsmennirnir voru sammála um að skipið væri ekki meira en eins hundraðs virði. Dags. á Skipaskaga á Akranesi 11. október 1660.

Tekstklasse
103 (79v-80r)
Peninga aðsjón séra Halldórs Jónssonar á Ölvastöðum. Anno 1661.
Rubrik

Peninga aðsjón séra Halldórs Jónssonar á Ölvastöðum. Anno 1661.

Bemærkning

Hreppstjórnarmenn í Borgarhreppi voru fengnir til að skrifa upp og meta ástand og virði búfjár á bænum Ölvastöðum að beiðni sr. Halldórs Jónssonar. Dags. á Ölvastöðum í Borgarbyggð 30. október 1661. Afrit dags. í Skálholti 30. desember 1661.

Blað 80v er autt.

Blað 81r er autt.

Tekstklasse
104 (81v)
Úr bréfi Péturs Bjarnasonar honum tilskrifuðu um lénsjarðir Halldórs Brynjólfssonar.
Rubrik

Úr bréfi Péturs Bjarnasonar honum tilskrifuðu um lénsjarðir Halldórs Brynjólfssonar.

Bemærkning

Brynjólfur biskup skrifar Pétri Bjarnasyni eldri vegna jarða sem Pétur hafði að léni í Múlasýslu og Hornafirði en sagði frá sér á Alþingi sumarið 1660. Voru þetta jarðirnar Brimnes, Kross, Uppsalir og Hestgerði. Óskar biskup eftir að Pétur afhendi þessar jarðir um næstu fardaga, með kúgildum og öðru sem tilheyrir, Hjalta Jónssyni, umboðsmanni jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, og sr. Jóni Bjarnasyni. Biskup vill að afhendingu hverrar jarðar fylgi veitingarbréf og fjögur kúgildi. Óskar hann eftir skriflegu svari og samþykki frá Pétri um þetta efni. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 24. desember 1660.

Tekstklasse
105 (82r)
Inntak úr bréfi Bjarna Oddssyni tilskrifuðu um lénsjarðir Halldórs Brynjólfssonar.
Rubrik

Inntak úr bréfi Bjarna Oddssyni tilskrifuðu um lénsjarðir Halldórs Brynjólfssonar.

Ansvarlig

Modtager : Bjarni Oddsson

Bemærkning

Brot úr sendibréfi Brynjólfs biskups til Bjarna Oddssonar sýslumanns á Burstafelli. Í bréfinu segir biskup að hann hafi fengið í hendur veitingarbréf Halldórs Brynjólfssonar, frænda síns, fyrir konungsjörðunum sem áður voru lénsjarðir Péturs Bjarnasonar eldri, sonar Bjarna Oddssonar. Í veitingarbréfinu er tekið fram að hverri jörð fylgi 4 innistæðukúgildi. Biður biskup Bjarna Oddsson að sjá til þess að kúgildaleiga jarðanna verði í lagi þegar Halldór tekur við léni þeirra um næstu fardaga. Sjá bréf nr. 113. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 24. desember 1660.

Tekstklasse
106 (82v-83r)
Collationisbréf sona Rafns Jónssonar uppá christfjár jörðina Ketilstaði.
Rubrik

Collationisbréf sona Rafns Jónssonar uppá christfjár jörðina Ketilstaði.

Bemærkning

Svar Brynjólfs biskups við bréfi sem Rafn Jónsson lögréttumaður og ábúandi á kristfjárjörðinni Ketilstöðum í Jökulsárhlíð hafði skrifað honum. Í bréfi Rafns kom fram að nauðsynlegt sé að flytja bæjarhús Ketilstaða úr stað, ástæðan kemur þó ekki fram í bréfinu. Rafn vill ekki ráðast í þessar miklu framkvæmdir nema hann fái loforð biskups um að synir hans, Jón og Eiríkur, fái áframhaldandi ábúð á Ketilstöðum eftir sinn dag. Í bréfinu samþykkir biskup þessa beiðni með þeim fyrirvara að konungur hafi önnur áform. Biskup á ekki von á því enda hafi Skálholtsbiskupar haft byggingarráð yfir kristfjárjörðum konungs frá "áraldurs tíð". Dags. í Skálholti 19. desember 1660. Afrit dags. í Skálholti 24. desember 1660.

Tekstklasse
107 (83v)
Póstur úr bréfi séra Sigurðar Árnasonar um kosti á 9 hundruðum í Stóru Breiðavík.
Rubrik

Póstur úr bréfi séra Sigurðar Árnasonar um kosti á 9 hundruðum í Stóru Breiðavík.

Bemærkning

Brot úr bréfi sr. Sigurðar Árnasonar til Brynjólfs biskups. Í bréfinu tilkynnir sr. Sigurður að Steingrímur Oddsson hafi samþykkt að selja biskupi 9 hundraða hlut í jörðinni Stóru Breiðavík fyrir 9 hundraða hlut í jörðinni Stuðlum á Reyðarfirði. Dags. á Skorrastað 28. október 1660. Afrit dags. í Skálholti 24. desember 1660.

Tekstklasse
108 (84r)
Meðkenning lögmannsins Árna Oddssonar uppá meðteknar 20 vættir smjörs í umskiptum.
Rubrik

Meðkenning lögmannsins Árna Oddssonar uppá meðteknar 20 vættir smjörs í umskiptum.

Ansvarlig

Brevskriver : Árni Oddsson

Bemærkning

Árni Oddsson lögmaður staðfestir að Þorvarður Magnússon, umboðsmaður Heynessumboðs, hafi afhent honum 20 vættir smjörs. Lofar Árni að greiða Benedikt Halldórssyni, sýslumanni í Hegranesþingi, andvirði smjörsins. Dags. að Leirá 8. september 1660.

Tekstklasse
109 (84r)
Meðkenning Hjalta Jónssonar uppá meðtekin smjörgjöld Bjarna Eiríkssyni fyrir austan.
Rubrik

Meðkenning Hjalta Jónssonar uppá meðtekin smjörgjöld Bjarna Eiríkssyni fyrir austan.

Ansvarlig

Brevskriver : Hjalti Jónsson

Bemærkning

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, staðfestir að hann hafi meðtekið smjörgjöld af landsetum Bjarna Eiríkssonar á Austfjörðum, alls 8 vættir og sex fjórðunga. Dags. í Meðalnesi 3. nóvember 1660. Afrit dags. í Skálholti 24. desember 1660.

Tekstklasse
110 (84v-85r)
Copia af bréfi biskupsins tilskrifuðu ábúendum á kóngs jörðum austur á Seyðisfirði og Mjóafirði lénuðum Halldóri Brynjólfssyni 1660 af Th. Nicholai.
Rubrik

Copia af bréfi biskupsins tilskrifuðu ábúendum á kóngs jörðum austur á Seyðisfirði og Mjóafirði lénuðum Halldóri Brynjólfssyni 1660 af Th. Nicholai.

Bemærkning

Brynjólfur biskup skrifar ábúendum konungsjarðanna Brimness á Seyðisfirði og Kross í Mjóafirði. Í bréfinu tilkynnir hann þeim að Pétur Bjarnason eldri, sem hafði þessar jarðir að léni, hafi sagt umboði sínu upp á Alþingi sumarið 1660. Í staðinn hafi Tómas Nikulásson, fógeti á Bessastöðum, veitt Halldóri Brynjólfssyni umboðið frá og með næstkomandi fardögum. Dags. í Skálholti 21. desember 1660. Afrit dags. í Skálholti 24. desember 1660.

Tekstklasse
111 (85v)
Auglýsti biskupinn kosningabréf séra Árna Vigfússonar til Hólmastaðarþinga 1660.
Rubrik

Auglýsti biskupinn kosningabréf séra Árna Vigfússonar til Hólmastaðarþinga 1660.

Bemærkning

Brynjólfur biskup staðfestir köllunarbréf sr. Árna Vigfússonar til sóknarprests á Hólmastað á Reyðarfirði, en sóknarmenn höfðu kosið sr. Árna í embætti nýs sóknarprests í stað sr. Rögnvalds heitins Einarssonar. Dags. í Skálholti 23. desember 1660.

Tekstklasse
112 (86r)
Úr bréfi Guðmundar Torfasonar á Keldum um eitt hundrað í Þorleifsstöðum.
Rubrik

Úr bréfi Guðmundar Torfasonar á Keldum um eitt hundrað í Þorleifsstöðum.

Bemærkning

Brot úr bréfi Guðmundar Torfasonar til Brynjólfs biskups. Í bréfinu tilkynnir Guðmundur að hann sé ósáttur við að Daði Jónsson hafi selt Brynjólfi biskup eitt hundraðs hlut í jörðinni Þorleifsstöðum þar sem Daði hafi gefið sér loforð um að selja sér þetta jarðarhundrað. Dags. á Keldum 16. nóvember 1660. Afrit dags. í Skálholti 1660.

Tekstklasse
113 (86v)
Innsett af fiski og smjöri í biskupsins hús á Ásbrandstöðum 1660, eftir bréfi Hjalta Jónssonar dateruðu Meðalnesi 1660, 3. nóvembris.
Rubrik

Innsett af fiski og smjöri í biskupsins hús á Ásbrandstöðum 1660, eftir bréfi Hjalta Jónssonar dateruðu Meðalnesi 1660, 3. nóvembris.

Ansvarlig

Brevskriver : Hjalti Jónsson

Bemærkning

Brot úr bréfi Hjalta Jónssonar til Brynjólfs biskups þar sem hann tilkynnir að smjör og fiskur sem hann hefur meðtekið af jörðum biskups á Austfjörðum hafi verið komið í geymslu á Ásbrandstöðum í Vopnafirði. Dags. í Meðalnesi 3. nóvember 1660. Afrit dags. í Skálholti 1660.

Tekstklasse
114 (86v-87v)
Vígslubréf Ólafs Sigfússonar 1660.
Rubrik

Vígslubréf Ólafs Sigfússonar 1660.

Bemærkning

Brynjólfur biskup vígir sr. Ólaf Sigfússon til aðstoðarprests hjá sr. Eiríki Bjarnasyni sóknarpresti á Hallormsstað. Sr. Eiríkur var orðinn aldurhniginn og sjóndapur og taldi sér ekki fært að sinna embættisskyldum sínum án aðstoðar. Dags. í Skálholti 27. desember 1660.

Tekstklasse
115 (87v-89v)
Vígslubréf séra Árna Vigfússonar og veitingarbréf hans fyrir Hólmum í Reyðarfirði.
Rubrik

Vígslubréf séra Árna Vigfússonar og veitingarbréf hans fyrir Hólmum í Reyðarfirði.

Bemærkning

Brynjólfur biskup vígir sr. Árna Vigfússon til sóknarprests á Hólmastað á Reyðarfirði og veitir honum ábúð á jörðinni Hólmum á Reyðarfirði. Sr. Árni var vígður í dómkirkjunni í Skálholti 30. desember 1660 og því næst sendur austur til að taka að sér embættið. Dags. í Skálholti 2. janúar 1661.

Tekstklasse
116 (89v-90v)
Reikningur og kvittun Jóns Ásmundssonar fyrir biskupstíunda meðferð í Árnessýslu sem gjaldast áttu 1660 um vorið.
Rubrik

Reikningur og kvittun Jóns Ásmundssonar fyrir biskupstíunda meðferð í Árnessýslu sem gjaldast áttu 1660 um vorið.

Bemærkning

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hafi meðtekið biskupstíundir úr Árnessýslu frá Jóni Ásmundssyni umboðsmanni sem greiðast áttu vorið 1660. Dags. í Skálholti 29. janúar 1661.

Tekstklasse
117 (91r-93v)
Kaup og skipti biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Pál Gíslason, sem finnast skrifuð í biskupsins bréfabókum frá fyrsta og svo fram eftir til síðustu qvittantiu sem hvor gaf öðrum 1658, 28. september að Vatnsenda í Skorradal.
Rubrik

Kaup og skipti biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Pál Gíslason, sem finnast skrifuð í biskupsins bréfabókum frá fyrsta og svo fram eftir til síðustu qvittantiu sem hvor gaf öðrum 1658, 28. september að Vatnsenda í Skorradal.

Bemærkning

Yfirlit yfir öll viðskipti Brynjólfs biskups við Pál Gíslason á Hvanneyri, lögréttumann og fyrrum umboðsmann í Heynesumboði, frá árinu 1644 og til síðustu viðskipta sem fram fóru þeirra á milli árið 1658. Bréfið er ódags.

Tekstklasse
118 (94r-94v)
Útskrift af bréfi Ólafs Sigfússonar í Austfjörðum biskupinum tilskrifuðu um 8 hundruð í Vakurstöðum og Hróaldsstöðum, 6 hundruð, í Vopnafirði báðar að vilja til kaups unna fyrir Fagranes á Langanesi 12 hundruð.
Rubrik

Útskrift af bréfi Ólafs Sigfússonar í Austfjörðum biskupinum tilskrifuðu um 8 hundruð í Vakurstöðum og Hróaldsstöðum, 6 hundruð, í Vopnafirði báðar að vilja til kaups unna fyrir Fagranes á Langanesi 12 hundruð.

Bemærkning

Sendibréf Ólafs Sigfússonar til Brynjólfs biskups þar sem hann samþykkir að selja biskupi tvær jarðir í Vopnafirði, Vakurstaði, átta hundruð að dýrleika, og Hróaldsstaði, sex hundruð að dýrleika, fyrir jörðina Fagranes á Langanesi, 12 hundruð að dýrleika. Dags. í Meðalnesi föstudaginn fyrsta í vetri 1661. Afrit dags. í Skálholti 14. nóvember 1661.

Tekstklasse
118.1 (95r)
Skipstöðulán í Skipaskaga á Akranesi Oddi Eiríkssyni til handa af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
Rubrik

Skipstöðulán í Skipaskaga á Akranesi Oddi Eiríkssyni til handa af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir Oddi Eiríkssyni leyfi til skipsstöðu fyrir sexæring á Skipaskaga á Akranesi, venjuleg vergögn og búðarstöðu um óákveðinn tíma. Dags. í Skálholti 29. nóvember 1661.

Tekstklasse
118.2 (95r)
Meðkenning Péturs Þórðarsonar uppá meðtekna tíu ríkisdali af biskupsins hálfu 1662.
Rubrik

Meðkenning Péturs Þórðarsonar uppá meðtekna tíu ríkisdali af biskupsins hálfu 1662.

Bemærkning

Pétur Þórðarson á Innra Hólmi á Akranesi kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi lánað sér 10 ríkisdali. Dags. á Innra Hólmi á Akranesi 5. janúar 1662. Afrit dags. í Skálholti 2. apríl 1662.

Blað 95v er autt.

Tekstklasse
119 (96r-98v)
Útgjalds og umskiptareikningur biskupsins við ráðsmanninn Bjarna Eiríksson frá 1660 til 1661.
Rubrik

Útgjalds og umskiptareikningur biskupsins við ráðsmanninn Bjarna Eiríksson frá 1660 til 1661.

Bemærkning

Yfirlit yfir skuldaskil á milli Brynjólfs biskups og Bjarna Eiríkssonar árin 1660-1661, vegna afgjalda af jörðum biskups sem Bjarni hafði umboð fyrir. Dags. í Skálholti 4. febrúar 1661.

Tekstklasse
120 (97v-98v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 7 hundruðum í jörðinni Narfastöðum í Melasveit af Bjarna Eiríkssyni fyrir 84 ríkisdali.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 7 hundruðum í jörðinni Narfastöðum í Melasveit af Bjarna Eiríkssyni fyrir 84 ríkisdali.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Bjarni Eiríksson seldi Brynjólfi biskup sjö hundraða hlut í jörðinni Narfastöðum í Melasveit. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup Bjarna 84 ríkisdali. Dags. í Skálholti 4. febrúar 1661.

Tekstklasse
121 (98v)
Meðkenning Bjarna Eiríkssonar uppá áttatíu og fjóra ríkisdali fyrir Narfastaði.
Rubrik

Meðkenning Bjarna Eiríkssonar uppá áttatíu og fjóra ríkisdali fyrir Narfastaði.

Ansvarlig

Brevskriver : Bjarni Eiríksson

Bemærkning

Bjarni Eiríksson staðfestir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 84 ríkisdali sem voru andvirði sjö hundraða hlutar í jörðinni Narfastöðum í Melasveit. Dags. í Skálholti 5. febrúar 1661.

Tekstklasse
122 (99r)
Reikningur biskupsins við Bjarna Eiríksson ráðsmann.
Rubrik

Reikningur biskupsins við Bjarna Eiríksson ráðsmann.

Bemærkning

Bjarni Eiríkson ráðsmaður Skálholtsstaðar gerir upp skuld sína við Brynjólf biskup. Dags. í Skálholti 5. febrúar 1661.

Tekstklasse
123 (99r-99v)
Kvittantia biskupsins Bjarna Eiríkssyni útgefinn uppá ráðsmanns umdæmi.
Rubrik

Kvittantia biskupsins Bjarna Eiríkssyni útgefinn uppá ráðsmanns umdæmi.

Bemærkning

Brynjólfur biskup staðfestir að Bjarni Eiríksson hafi staðið skil á afgjöldum og inntektum Skálholtsstaðar í ráðsmannsumboði sínu milli Þjórsár og Hvítár fyrir síðastliðin tvö ár, 1659 og 1660. Einnig veitir hann Bjarna áframhaldandi ráðsmannsumboð. Dags. í Skálholti 5. febrúar 1661.

Tekstklasse
124 (100r)
Afhending biskupsins á restantzi í Tungnaumboði Halldóri Einarssyni.
Rubrik

Afhending biskupsins á restantzi í Tungnaumboði Halldóri Einarssyni.

Bemærkning

Brynjólfur biskup afhendir Halldóri Einarssyni yfirbryta í Skálholti til eignar eftirstöðvar úr Tungnaumboði, eins og þær stóðu nú og fram til næstu fardaga. Dags. í Skálholti 5. febrúar 1660.

Fyrir neðan bréfið er yfirstrikaður minnispunktur Brynjólfs biskups þess efnis að hann hafi lánað Jóni Magnússyni á Vatnsenda 4 ríkisdali sem Jón lofar að endurgreiða um næstu Jónsmessu. Dags. 15. febrúar 1661.

Tekstklasse
125 (100v-101r)
Inntak úr bréfi til séra Þorláks Bjarnasonar um Helgafells ráðstöfun 1661, 25. mars.
Rubrik

Inntak úr bréfi til séra Þorláks Bjarnasonar um Helgafells ráðstöfun 1661, 25. mars.

Ansvarlig
Bemærkning

Brot úr bréfi Brynjólfs biskups til sr. Þorláks Bjarnasonar, prófasts og sóknarprests á Helgafelli. Sr. Þorlákur hafði afráðið að láta af embættinu um næstu fardaga og Brynjólfur biskup lofar að láta þá kennimenn sem honum eru nálægir vita af þessum ásetningi sr. Þorláks. Nefnir biskup í bréfinu þrjá presta sem hann telur að sýna muni áhuga á embættinu, bræðurna Teit og Einar Torfasyni og Illuga Vigfússon. Dags. 25. mars 1661.

Tekstklasse
126 (101v)
Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá meðteknar tveggja kúgilda leigur með Narfastöðum af hálfu Bjarna Eiríkssonar.
Rubrik

Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá meðteknar tveggja kúgilda leigur með Narfastöðum af hálfu Bjarna Eiríkssonar.

Bemærkning

Gísli Sigurðsson kvittar fyrir að Bjarni Eiríksson hafi greitt honum leigugjald fyrir tvö kúgildi með Narfastöðum sem greiðast áttu árið 1660. Dags. í Skálholti 29. mars 1661.

Tekstklasse
127 (101v-102r)
Byggingarbréf Snorra Jónssonar fyrir Hólum í Flóa.
Rubrik

Byggingarbréf Snorra Jónssonar fyrir Hólum í Flóa.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir Snorra Jónssyni dómkirkjujörðina Hóla í Flóa til ábýlis, svo lengi sem biskup hefur umráð yfir jörðinni og svo lengi sem Snorri leggur rækt við jörð og hús, greiðir landskuld og heldur við jörðina fjórum kúgildum. Dags. í Skálholti 1. apríl 1661.

Tekstklasse
128 (102v-103r)
Kaupbréf fyrir hálfum Skáldabúðum 5 hundruð af séra Gísla Þóroddssyni.
Rubrik

Kaupbréf fyrir hálfum Skáldabúðum 5 hundruð af séra Gísla Þóroddssyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem sr. Gísli Þóroddsson prestur á Klausturhólum seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Skáldabúðir í Eystrihrepp, 5 hundruð að dýrleika, en þessi jörð var móðurarfur sr. Gísla og bróður hans, Vilhjálms. Fyrir þennan 5 hundraða jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup sr. Gísla 15 hundruð auk ábýlis á ótilgreindri jörð ef hann skyldi hverfa frá Klausturhólum. Dags. í Skálholti 1. apríl 1661.

Á eftir jarðabréfinu fylgir samkomulag þeirra Brynjólfs biskups og sr. Gísla Þóroddssonar um leigu á fimm kúgildum sem biskup skyldi greiða sr. Gísla yfir fimm ára tímabil, frá 1661-1665. Dags. í Skálholti 20. janúar 1664.

Tekstklasse
129 (103v)
Inntak úr bréfi Árna lögmanns um arf eftir Jóhönnu.
Rubrik

Inntak úr bréfi Árna lögmanns um arf eftir Jóhönnu.

Ansvarlig

Brevskriver : Árni Oddsson

Modtager : Gísli Þóroddsson

Bemærkning

Brot úr bréfi Árna Oddssonar lögmanns til sr. Gísla Þóroddssonar á Klausturhólum. Í bréfinu lýsir Árni yfir að sr. Gísla sé heimilt að selja Brynjólfi biskup helmingshlut í jörðinni Skáldabúðum, þó Árni telji sig eiga nokkuð tilkall til erfða í jörðinni eftir föður sinn. Dags. 17. september 1660.

Tekstklasse
130 (104r-105v)
Afhending Klausturhóla af Finni Jónssyni séra Gísla Þóroddssyni til handa.
Rubrik

Afhending Klausturhóla af Finni Jónssyni séra Gísla Þóroddssyni til handa.

Bemærkning

Finnur Jónsson, forstöðumaður spítalans á Klausturhólum, afhendir sr. Gísla Þóroddssyni Klausturhólakirkju og stað en sr. Gísli hafði verið vígður í embætti sóknarprests á Klausturhólum. Í bréfinu er lýsing á kirkjunni, innviðum hennar og eignum, einnig lýsing á bæjarhúsum Klausturhóla. Dags. á Klausturhólum í Grímsnesi 22. maí 1660.

Tekstklasse
131 (106r)
Auglýsti biskupinn attestatis í Skálholti áform séra Þorláks að víkja frá Helgafelli.
Rubrik

Auglýsti biskupinn attestatis í Skálholti áform séra Þorláks að víkja frá Helgafelli.

Bemærkning

Brynjólfur biskup auglýsir fyrir nokkrum prestum að embætti sóknarprests á Helgafelli sé laust til umsóknar. Þetta voru þeir sr. Sigurður Torfason, sr. Árni Halldórsson, Ólafur Jónsson og Oddur Eyjólfsson. Þar með gaf biskup þessum prestum möguleika á að sækjast eftir þessari stöðu. Sr. Árni, Ólafur og Oddur lýstu strax yfir að þeir myndu ekki sækjast eftir embættinu en sr. Sigurður Torfason var ekki tilbúinn að gefa það frá sér að svo stöddu. Sjá bréf nr. 135. Dags. í Skálholti 11. apríl 1661.

Tekstklasse
132 (106r)
Lofun séra Sigurðar Torfasonar um uppgjöf á Helgafelli.
Rubrik

Lofun séra Sigurðar Torfasonar um uppgjöf á Helgafelli.

Ansvarlig

Brevskriver : Sigurður Torfason

Bemærkning

Í bréfinu lofar sr. Sigurður Torfason, dómkirkjuprestur í Skálholti, að sækjast ekki eftir stöðu sóknarprests á Helgafelli til að standa ekki í vegi fyrir Gísla Einarssyni, skólameistara í Skálholtsskóla, sem sóttist eftir embættinu. Þessu lofaði sr. Sigurður svo framarlega sem sr. Gísli verði löglega kosinn í embættið. Dags. í Skálholti 18. apríl 1661.

Tekstklasse
133 (106v)
Meðkenning Ólafs Jónssonar locatz uppá 12 ríkisdali og seðil uppá 8 ríkisdali í sitt kaup 1661.
Rubrik

Meðkenning Ólafs Jónssonar locatz uppá 12 ríkisdali og seðil uppá 8 ríkisdali í sitt kaup 1661.

Bemærkning

Ólafur Jónsson kvittar fyrir að honum hafi verið greidd árslaun fyrir starf sitt sem heyrari í Skálholtsskóla, alls 12 ríkisdali, auk 8 ríkisdala sem voru eftir ógreiddir. Dags. í Skálholti 11. apríl 1661.

Tekstklasse
134 (106v)
Uppgjöf Einars Torfasonar á Helgafells tilkalli við séra Gísla Einarsson.
Rubrik

Uppgjöf Einars Torfasonar á Helgafells tilkalli við séra Gísla Einarsson.

Ansvarlig

Brevskriver : Einar Torfason

Bemærkning

Einar Torfason lýsir yfir að hann sækist ekki eftir embætti sóknarprests á Helgafelli. Þessi yfirlýsing var gerð að beiðni Gísla Einarssonar, skólameistara í Skálholtsskóla, en hann sóttist eftir embættinu. Dags. í Skálholti 3. júní 1661.

Tekstklasse
135 (107r-107v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 1 hundraði og 80 álnum í Gröf í Grímsnesi af Narfa Einarssyni fyrir 5 hundruð í lausafé. 1661.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 1 hundraði og 80 álnum í Gröf í Grímsnesi af Narfa Einarssyni fyrir 5 hundruð í lausafé. 1661.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Narfi Einarsson seldi Brynjólfi biskup eitt hundrað og 80 álna hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup Narfa 5 hundruð í ríkisdölum, kötlum og geldum nautum. Fékk Narfi strax greidda 10 ríkisdali, nautin skyldu greiðast í fardögum og katlarnir í sumar í kauptíð. Að auki fékk Narfi ábýli á ónefndri jörð í Grímsnesi. Í lok bréfsins er kvittun fyrir greiðslu á nautum og kötlum til Narfa Einarssonar. Dags. í Skálholti 16. apríl 1661.

Tekstklasse
136 (107v-108v)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Sama bréf og bréfið á undan, nr. 145.

Tekstklasse
137 (108v-109r)
Tilsögn biskupsins á 1 hundraði í Haugum í Stafholtstungum fyrir 10 ríkisdali séra Sigurði Torfasyni.
Rubrik

Tilsögn biskupsins á 1 hundraði í Haugum í Stafholtstungum fyrir 10 ríkisdali séra Sigurði Torfasyni.

Bemærkning

Í bréfinu lýsir Brynjólfur biskup yfir að hann hafi selt sr. Sigurði Torfasyni eitt hundraðs hlut í jörðinni Haugum í Stafholtstungum. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi sr. Sigurður 10 ríkisdali. Dags. í Skálholti 23. apríl 1661.

Tekstklasse
138 (109r-109v)
Bygging á Kotferju í Flóa Bjarna Eiríkssyni útgefið.
Rubrik

Bygging á Kotferju í Flóa Bjarna Eiríkssyni útgefið.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir Bjarna Eiríkssyni ráðsmanni Skálholtsstaðar heimild til búsetu á dómkirkjujörðinni Kotferju í Flóa, hvort sem Bjarni kýs að búa sjálfur á jörðinni eða leiguselja hana öðrum til ábýlis. Dags. í Skálholti 23. apríl 1661.

Tekstklasse
139 (109v-110v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum í Hofskirkjusókn af Halldóri Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé 1661.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum í Hofskirkjusókn af Halldóri Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé 1661.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Halldór Einarsson, yfirbryti í Skálholti, seldi Brynjólfi biskup þriðjungshlut í jörðinni Kvískerjum í Öræfum, tvö hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Halldóri sex hundruð, sem skyldu vera fjögur málnytukúgildi, nýr mælisketill auk fjögurra ríkisdala sem skyldu greiðast nú þegar. Auk þess fékk Halldór ónefnda dómkirkjujörð til ábýlis. Dags. í Skálholti 3. maí 1661.

Tekstklasse
140 (111r)
Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum af Sigurði Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé 1661.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum af Sigurði Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé 1661.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Sigurður Einarsson seldi Brynjólfi biskup þriðjungshlut í jörðinni Kvískerjum í Öræfum, tvö hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Sigurði sex hundruð, sem skyldu vera 12 ríkisdalir og þrjú málnytukúgildi. Einnig fékk Sigurður loforð biskups um ábýli á jörð Skálholtsdómkirkju, ef hann með þyrfti. Dags. í Skálholti 7. maí 1661.

Tekstklasse
141 (111v-112r)
Eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.
Rubrik

Eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.

Bibliografi

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 123. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Bemærkning

Eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur þar sem hún sver að hún sé enn óspillt mey og hafi aldrei átt í holdlegu sambandi við karlmann. Eiður Ragnheiðar fór fram í dómkirkjunni í Skálholti í viðurvist héraðsprófastsins, sr. Torfa Jónssonar, sem var kvaddur til að beiðni Brynjólfs biskups. Vottar að þessum eiði voru sr. Sigurður Torfason, dómkirkjuprestur og sálusorgari Ragnheiðar, og sjö aðrir prestvígðir menn. Lýstu þeir allir yfir að þeir hefðu "góða samvisku með Ragnheiði um hennar sakleysi og sannleika þessa eiðs". Dags. í Skálholti 16. apríl 1661. Afrit dags. í Skálholti 15. maí 1661.

Tekstklasse
142 (112v-113r)
Reikningur biskupsins við séra Þorleif Clausson á Útskálum 1661, 17. maí.
Rubrik

Reikningur biskupsins við séra Þorleif Clausson á Útskálum 1661, 17. maí.

Bemærkning

Sr. Þorleifur Clausson prestur á Útskálum skilar Brynjólfi biskup reikningi, meðal annars vegna skipaútgerðar á Útskálum. Dags. á Útskálum 17. maí 1661.

Tekstklasse
143 (113r-113v)
Kauplýsing biskupsins á kaupi sínu á 5 hundruðum í Skáldabúðum af séra Gísla Þóroddssyni.
Rubrik

Kauplýsing biskupsins á kaupi sínu á 5 hundruðum í Skáldabúðum af séra Gísla Þóroddssyni.

Bemærkning

Brynjólfur biskup lýsir yfir að þann 1. apríl 1661 hafi hann keypt helmingshlut í jörðinni Skáldabúðum í Eystrihrepp, 5 hundruð að dýrleika, af sr. Gísla Þóroddssyni. Þessu kaupi var lýst fyrir Gottskálk Oddssyni og í framhaldinu gert samkomulag við hann um sættargreiðslu, en Gottskálk hafði erft 3 hundraða hlut í jörðinni eftir eiginkonu sína, Jóhönnu Einarsdóttur. Dags. í Skálholti 20. maí 1661.

Tekstklasse
144 (113v)
Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna af biskupinum í sitt kaup, 1661.
Rubrik

Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna af biskupinum í sitt kaup, 1661.

Bemærkning

Sr. Sigurður Torfason dómkirkjuprestur í Skálholti staðfestir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér árslaun fyrir síðasta ár, alls 20 ríkisdali, frá fardögum 1660 til fardaga 1661. Dags. í Skálholti 23. maí 1661.

Tekstklasse
145 (114r-114v)
Eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.
Rubrik

Eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.

Bibliografi

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 123. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Bemærkning

Eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur þar sem hún sver að hún sé enn óspillt mey og hafi aldrei átt í holdlegu sambandi við karlmann. Eiður Ragnheiðar fór fram í dómkirkjunni í Skálholti í viðurvist héraðsprófastsins, sr. Torfa Jónssonar, sem var kvaddur til að beiðni Brynjólfs biskups. Vottar að þessum eiði voru sr. Sigurður Torfason, dómkirkjuprestur og sálusorgari Ragnheiðar, og sjö aðrir prestvígðir menn. Lýstu þeir allir yfir að þeir hefðu "góða samvisku með Ragnheiði um hennar sakleysi og sannleika þessa eiðs". Þetta bréf er eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í frumriti með undirskrift eiðsvottanna. Afrit eiðsins er í bréfi nr. 151. Dags. í Skálholti 11. maí 1661.

Tekstklasse
146 (114v-116r)
Reikningur biskupsins við Sigmund Jónsson í Herdísarvík frá fardögum 1660 sem finnst í næst fyrirfarandi ársbók og til þessara fardaga 1661, 26. maí.
Rubrik

Reikningur biskupsins við Sigmund Jónsson í Herdísarvík frá fardögum 1660 sem finnst í næst fyrirfarandi ársbók og til þessara fardaga 1661, 26. maí.

Bemærkning

Reikningur Sigmundar Jónssonar, umboðsmanns yfir Herdísarvíkurbúi, sendur Brynjólfi biskup. Reikningurinn nær yfir síðastliðið ár, frá fardögum 1660 til fardaga 1661. Dags. 26. maí 1661.

Tekstklasse
147 (116v-117r)
Kaupgjalds reikningur skólameistarans Gísla Einarssonar anno 1661.
Rubrik

Kaupgjalds reikningur skólameistarans Gísla Einarssonar anno 1661.

Bemærkning

Gísli Einarsson skólameistari í Skálholtsskóla sendir Brynjólfi biskup reikning vegna kaupgjalds síns fyrir síðastliðið ár, alls var kaup Gísla 15 hundruð og 5 álnir. Dags. í Skálholti 28. maí 1661.

Tekstklasse
148 (117r-118v)
Drumboddstaða afhending.
Rubrik

Drumboddstaða afhending.

Bemærkning

Afhending á jörðinni Drumboddstöðum til Brynjólfs biskups. Í bréfinu er húsakosti jarðarinnar lýst og kúgildaeign. Dags. á Drumboddstöðum 23. maí 1661. Afrit dags. í Skálholti 29. maí 1661.

Tekstklasse
149 (119r)
Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson fyrir húsasmíði á Vatnsenda Grund í Skorradal síðan í fyrravor 1660 eftir krossmessu.
Rubrik

Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson fyrir húsasmíði á Vatnsenda Grund í Skorradal síðan í fyrravor 1660 eftir krossmessu.

Bemærkning

Brynjólfur biskup greiðir Erlendi Þorsteinssyni smið laun fyrir vinnu sína á Vatnsendagrund í Skorradal, frá 1. júlí 1660, þegar Erlendur fékk síðast greidd laun, og til næsta sunnudags fyrir jólaföstu, eða alls 26 vikur. Fékk Erlendur meðal annars greidda 40 ríkisdali, 9 fjórðunga smjörs og einn fjórðung járns. Sjá bréf nr. 50. Dags. í Skálholti 28. maí 1661.

Tekstklasse
150 (119v-120r)
Kaupbréf biskupsins fyrir 11 aurum og tveimur hlutum einnar álnar í jörðinni Gröf í Grímsnesi af Guðmundi Jónssyni fyrir 2 hundruð og 20 álnir.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 11 aurum og tveimur hlutum einnar álnar í jörðinni Gröf í Grímsnesi af Guðmundi Jónssyni fyrir 2 hundruð og 20 álnir.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem hjónin Guðmundur Jónsson og Guðrún Einarsdóttir seldu Brynjólfi biskup tveggja hundraða og 20 álna hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi, en Guðrún hafði erft þennan jarðarhlut eftir foreldra sína. Fyrir þennan hlut greiddi Brynjólfur biskup þeim hjónum 2 hundruð og 20 álnir sem voru: Mælisketill, tveir ríkisdalir og 20 álnir í kúgildum sem skyldu greiðast í sumar. Auk þess fengu þau til ábýlis hálfa dómkirkjujörðina Útey. Dags. í Skálholti 3. júní 1661.

Tekstklasse
151 (120v-121v)
Vígslubréf Jóns Torfasonar til Staðar í Súgandafirði.
Rubrik

Vígslubréf Jóns Torfasonar til Staðar í Súgandafirði.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups til sóknarmanna Staðarkirkju við Súgandafjörð. Í bréfinu auglýsir biskup fyrir sóknarmönnum kirkjunnar að hann hafi vígt sr. Jón Torfason til sóknarprests í Staðarkirkju auk þess sem hann veitti honum ábýli á jörðinni Stað. Einnig bar sr. Jóni að þjóna í Hólskirkjusókn í Bolungarvík. Var sr. Jón prestvígður í dómkirkjunni í Skálholti þriðja dag Hvítasunnu 1661. Dags. í Skálholti 4. júní 1661.

Tekstklasse
152 (121v-122v)
Vígslubréf séra Gísla Einarssonar til Helgafellsstaðar.
Rubrik

Vígslubréf séra Gísla Einarssonar til Helgafellsstaðar.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups til sóknarmanna Helgafellskirkju á Snæfellsnesi. Í bréfinu auglýsir biskup fyrir sóknarmönnum kirkjunnar að hann hafi vígt sr. Gísla Einarsson, skólameistara í Skálholtsskóla, í embætti sóknarprests á Helgafelli. Var sr. Gísli vígður til Helgafellssóknar í dómkirkjunni í Skálholti þriðja dag Hvítasunnu 1661. Sjá bréf nr. 135, 141-2 og 144. Dags. í Skálholti 5. júní 1661.

Tekstklasse
153 (122v-123v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum af Þormóði Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum af Þormóði Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Þormóður Einarsson seldi Brynjólfi biskup þriðjungshlut í jörðinni Kvískerjum í Öræfum, 2 hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Þormóði fimm málnytukúgildi og fjóra ríkisdali. Auk þess fékk Þormóður dómkirkjujörð í Árnessýslu til ábúðar. Dags. í Skálholti 6. júní 1661.

Tekstklasse
154 (124r)
Inntak úr bréfi séra Þórðar Jónssonar biskupinum tilskrifuðu 1660.
Rubrik

Inntak úr bréfi séra Þórðar Jónssonar biskupinum tilskrifuðu 1660.

Ansvarlig

Brevskriver : Þórður Jónsson

Bemærkning

Í bréfinu biður sr. Þórður Brynjólf biskup um að lána sér 41 alin vaðmáls til að afhenda Thomasi Jobsyni, þar sem erfitt var að útvega vaðmál fyrir vestan. Lofar sr. Þórður að greiða lánið til baka í vaðmáli eða hverju öðru sem biskup kýs.

Fyrir neðan bréfið kvittar Thomas Jobson fyrir að Margrét Halldórsdóttir hafi afhent sér 41 alin vaðmáls vegna sr. Þórðar Jónssonar árið 1660. Bréf Þórðar er dags. í Hítardal 28. júlí 1660. Kvittun Thomasar er ódags. Afrit dags. á Vatnsendagrund í Skorradal 9. júní 1661.

Tekstklasse
155 (124r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Brynjólfur biskup afhendir Bjarna Hallgrímssyni, vegna Margrétar Halldórsdóttur, til eignar skuldaviðurkenningu sr. Þórðar í Hítardal vegna láns á 41 alin vaðmáls. Biður biskup sr. Þórð um að greiða Bjarna þetta vaðmál. Sjá bréf nr. 164. Dags. á Vatnsendagrund í Skorradal 9. júní 1661.

Tekstklasse
156 (124v-125r)
Anno 1660 5. septembris. Smjör meðtekið úr Heyness umboði af Páli Teitssyni til Vatnsenda Grundar.
Rubrik

Anno 1660 5. septembris. Smjör meðtekið úr Heyness umboði af Páli Teitssyni til Vatnsenda Grundar.

Bemærkning

Páll Teitsson, umboðsmaður yfir Heynesumboði, afhendir smjör úr Heynesumboði til Vatnsendagrundar í Skorradal. Bréfið er ódags.

Tekstklasse
157 (125r-126r)
Í vor reikningur af biskupsins jörðum í Borgarfirði anno 1661 í fardögum landskuldargjöld sem Páll Teitsson hefur meðtekið.
Rubrik

Í vor reikningur af biskupsins jörðum í Borgarfirði anno 1661 í fardögum landskuldargjöld sem Páll Teitsson hefur meðtekið.

Bemærkning

Páll Teitsson umboðsmaður yfir Heynesumboði skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir meðtekna landskuld af jörðum biskupsins í Borgarfirði um fardaga 1661. Bréfið er ódags.

Tekstklasse
158 (126v-127r)
Anno 1661, 25. maí.
Rubrik

Anno 1661, 25. maí.

Bemærkning

6 menn voru tilkallaðir af Páli Teitssyni, umboðsmanni yfir Heynesumboði, til að meta búfé sem Teitur Helgason gaf Brynjólfi biskup í próventugjöf með jörðinni Höfn í Melasveit. Dags. að Höfn í Melasveit 25. maí 1661.

Tekstklasse
159 (127v)
Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá 4 ríkisdali af hendi biskupsins.
Rubrik

Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá 4 ríkisdali af hendi biskupsins.

Bemærkning

Gísli Sigurðsson kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi afhent sér 4 ríkisdali sem var greiðsla fyrir leigukúgildi sem fylgja átti með jörðinni Höfn í Melasveit. Dags. á Vatnsendagrund í Skorradal 9. júní 1661.

Tekstklasse
160 (127v)
Meðkenning Jóns Jónssonar á Krossi uppá 20 ríkisdali meðtekna til láns af biskupinum 1661.
Rubrik

Meðkenning Jóns Jónssonar á Krossi uppá 20 ríkisdali meðtekna til láns af biskupinum 1661.

Bemærkning

Skuldaviðurkenning þar sem Jón Jónsson á Krossi staðfestir að Brynjólfur biskup hafi lánað sér 20 ríkisdali. Lofar Jón að endurgreiða féð í síðasta lagi um næstu fardaga, 1662. Bréfið er ódags.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Tekstklasse
161 (127v)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Brynjólfur biskup kvittar fyrir að hann hafi greitt Jóni Jónssyni landskuld af jörðinni Grafarkoti sem Jón átti inni hjá biskupi. Dags. á Vatnsendagrund í Skorradal 9. júní 1661.

Blaði 128r-129v er bréf nr. 172 í frumriti. Blöðin eru í brotinu 4to og eru bundin inn í bókina.

Blað 129r er autt.

Blað 129v er aðeins titill bréfsins: Kaupbréf fyrir hálfum Hvammi í Skorradal með hálfu Hvammsengi á Andakýl af Gísla Sigurðssyni við Guðmund Einarsson í Straumfirði. Anno 1661, 16. apríl.

Tekstklasse
162 (130r-130v)
Kaupbréf fyrir hálfum Hvammi í Skorradal með hálfu Hvammsengi á Andakýl 10 hundruð af Guðmundi Einarssyni í Straumfirði. Transskrifað.
Rubrik

Kaupbréf fyrir hálfum Hvammi í Skorradal með hálfu Hvammsengi á Andakýl 10 hundruð af Guðmundi Einarssyni í Straumfirði. Transskrifað.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Guðmundur Einarsson seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Hvamm í Skorradal, átta hundruð að dýrleika, og 2 hundraða hlut í jörðinni Hvammsengi í Andakýl. Fyrir þessa tvo jarðarhluta greiddi Brynjólfur biskup Guðmundi 70 ríkisdali. Gísli Sigurðsson gerði samninginn í umboði Brynjólfs biskups. Dags. að Álftanesi við Borgarfjörð 16. apríl 1661. Afrit dags. að Vatnsendagrund í Skorradal 10. júní 1661.

Tekstklasse
163 (131r-131v)
Kostir sem Páll Gíslason setur uppá Hvanneyri með Hamrakoti, vegna sín, sinnar kvinnu og Sigurðar Pálssonar.
Rubrik

Kostir sem Páll Gíslason setur uppá Hvanneyri með Hamrakoti, vegna sín, sinnar kvinnu og Sigurðar Pálssonar.

Bemærkning

Brynjólfur biskup falaðist eftir að kaupa jörðina Hvanneyri með Hamrakoti af Páli Gíslasyni og í bréfinu er að finna skilyrði Páls fyrir jarðasölunni. Biskup þakkar Páli fyrir að gefa sér tíma til að skoða þessi mál en telur að hann og hans erfingjar verði í engu betur staddir með þessum viðskiptum. Hann hafnar því skilyrðum Páls og ekkert varð úr jarðakaupunum. Dags. að Vatnsendagrund í Skorradal 11. júní 1661.

Tekstklasse
164 (132r-132v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 8 hundruðum í Brúsholti í Flókadal af Páli Gíslasyni fyrir 24 hundruð í lausafé 1661.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 8 hundruðum í Brúsholti í Flókadal af Páli Gíslasyni fyrir 24 hundruð í lausafé 1661.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Páll Gíslason seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Brúsholt í Flókadal, 8 hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Páli 24 hundruð í þeim peningum sem þeim um semdist. Dags. að Vatnsendagrund í Skorradal 10. júní 1661.

Tekstklasse
165 (132v-133r)
Kaupbréf biskupsins fyrir hálfri Breið í Skaga, 5 hundruð, af Pétri Þórðarsyni fyrir 15 hundruð í lausafé 1661.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir hálfri Breið í Skaga, 5 hundruð, af Pétri Þórðarsyni fyrir 15 hundruð í lausafé 1661.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Pétur Þórðarson seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Breið í Skaga á Akranesi, 5 hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup Pétri 15 hundruð sem skyldu vera í "ríkisdölum, kaupstaðagjaldi og öðrum gagnlegum aurum". Dags. að Gröf í Skilmannahreppi 13. júní 1661.

Tekstklasse
166 (133r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Brynjólfur biskup afhenti Daða Jónssyni frá Melum 40 ríkisdali sem hann átti að færa Pétri Þórðarsyni upp í andvirði jarðarinnar Breið í Skaga. Einnig greiddi biskup reikning Péturs Þórðarsonar við Lauritz Thiloffson kaupmann á Hvalfjarðareyri uppá 15 vætta gildi. Sjá bréf nr. 175. Dags. á Þingvöllum 1661.

Tekstklasse
167 (133r)
NB. Vide infra doc. 227.
Rubrik

NB. Vide infra doc. 227.

Bemærkning

Brynjólfur biskup greiðir Páli Gíslasyni upp í andvirði jarðarinnar Brúsholts í Flókadal. Sjá bréf nr. 174. Í titli bréfsins er vísað í bréf nr. 227 þar sem biskup gerir að fullu upp skuld sína við Pál. Bréfið er ódags.

Tekstklasse
168 (133v-134r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 5 hundruðum í Þingnesi í Bæjarsveit af Nikulási Illugasyni fyrir 10 hundruð í lausafé.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 5 hundruðum í Þingnesi í Bæjarsveit af Nikulási Illugasyni fyrir 10 hundruð í lausafé.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Nikulás Illugason, með samþykki eiginkonu sinnar Guðrúnar Nikulásdóttur, seldi Brynjólfi biskup 5 hundraða hlut í jörðinni Þingnesi í Borgarfirði fyrir 10 hundruð í lausafé. Dags. á Austara Miðfelli á Hvalfjarðarströnd 14. júní 1661.

Tekstklasse
169 (134v-135r)
Kaupbréf biskupsins fyrir Lambhúsum í Skaga, 5 hundruð, af Nikulási Einarssyni fyrir Beitistaði í Leirársveit 12 hundruð.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir Lambhúsum í Skaga, 5 hundruð, af Nikulási Einarssyni fyrir Beitistaði í Leirársveit 12 hundruð.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi hjónunum Nikulási Einarssyni og Kristínu Magnúsdóttur alla jörðina Beitistaði í Leirársveit, 12 hundruð að dýrleika. Á móti seldu þau hjón Brynjólfi biskup 5 hundraða hlut í jörðinni Skipaskaga á Akranesi en þessi partur jarðarinnar kallaðist Lambhúsapartur. Með kaupunum fylgdi að Nikulás skyldi hafa byggingarráð á þessum jarðarhlut, hann myndi eignast helmingaskip við biskupinn og annast skipshluta biskupsins. Dags. á Vatnsendagrund í Skorradal 16. júní 1661.

Tekstklasse
170 (135v-136r)
Kaupbréf biskupsins fyrir 9 hundruðum í Ytra Súlunesi í Melasveit og 6 hundruð í Gullberastöðum af Finni Jónssyni fyrir 15 hundruð í Austara Miðfelli í Strandarhrepp.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 9 hundruðum í Ytra Súlunesi í Melasveit og 6 hundruð í Gullberastöðum af Finni Jónssyni fyrir 15 hundruð í Austara Miðfelli í Strandarhrepp.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi Finni Jónssyni 15 hundraða hlut í jörðinni Austara Miðfelli á Hvalfjarðarströnd. Í staðinn seldi Finnur Brynjólfi biskup 9 hundraða hlut í jörðinni Ytra Súlunesi í Melasveit og 6 hundruð í jörðinni Gullberastöðum í Lundarreykjadal. Dags. á Vatnsendagrund í Skorradal 6. júní 1661.

Tekstklasse
171 (136r)
Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá 5 ríkisdali af Salomoni í Hestgerði.
Rubrik

Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá 5 ríkisdali af Salomoni í Hestgerði.

Bemærkning

Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Salomon Jónsson hafi greitt afgjöld af jörðinni Hestgerði fyrir árið 1660, alls 5 ríkisdali. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1661.

Tekstklasse
172 (136r)
Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá meðtekna 5 ríkisdali af hendi biskupsins vegna séra Þórðar í Hítardal 1661.
Rubrik

Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá meðtekna 5 ríkisdali af hendi biskupsins vegna séra Þórðar í Hítardal 1661.

Bemærkning

Gísli Sigurðsson kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 5 ríkisdali sem voru landskuld af 5 hundruðum í Skinney og 10 hundruðum í Kálfafelli í Hornafirði sem sr. Þórður Jónsson í Hítardal átti. Lofaði Gísli að afhenda sr. Þórði greiðsluna og senda Brynjólfi biskup til baka kvittun sr. Þórðar fyrir móttöku fjárins. Brynjólfur biskup fékk staðfestingu sr. Þórðar í hendur 13. júlí 1661. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1661.

Tekstklasse
173 (136v)
Meðkenning Daða Jónssonar uppá 40 ríkisdali meðtekna af biskupinum vegna Péturs Þórðarsonar. Vide 176.
Rubrik

Meðkenning Daða Jónssonar uppá 40 ríkisdali meðtekna af biskupinum vegna Péturs Þórðarsonar. Vide 176.

Bemærkning

Daði Jónsson staðfestir að hann hafi móttekið 40 ríkisdali frá Brynjólfi biskup til að færa Pétri Þórðarsyni á Innra Hólmi á Akranesi, vegna kaupa biskups á hálfri jörðinni Breið á Skaga. Í bréfinu er einnig kvittun Pétur Þórðarson fyrir móttöku þessara ríkisdala. Sjá bréf nr. 175 og 176. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1661. Staðfesting Péturs er dags. við Katanes 17. ágúst 1661.

Tekstklasse
174 (136v)
Handskrift Bjarna Eiríkssonar uppá 15 ríkisdali.
Rubrik

Handskrift Bjarna Eiríkssonar uppá 15 ríkisdali.

Ansvarlig

Brevskriver : Bjarni Eiríksson

Bemærkning

Bjarni Eiríksson kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi lánað sér 15 ríkisdali sem hann lofar að endurgreiða fyrir sumarlok. Fyrir neðan kvittun Bjarna er staðfesting Brynjólfs biskup þess efnis að Bjarni hafi endurgreitt féð 7. október 1661. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1661 og í Skálholti 7. október 1661.

Tekstklasse
175 (137r-138r)
Reikningur Stephans Einarssonar við biskupinn.
Rubrik

Reikningur Stephans Einarssonar við biskupinn.

Bemærkning

Stefán Einarsson lögréttumaður skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir meðteknar biskupstíundir í Skaftafellssýslu, sem gjaldast áttu vorið 1661. Dags. í Skálholti 6. júlí 1661.

Tekstklasse
176 (138v-139v)
Copia af bréfi séra Magnúsar Péturssonar biskupinum tilskrifuðu. Salutem et officia.
Rubrik

Copia af bréfi séra Magnúsar Péturssonar biskupinum tilskrifuðu. Salutem et officia.

Ansvarlig

Brevskriver : Magnús Pétursson

Bemærkning

Bréf sem sr. Magnús Pétursson, prófastur í Skaftafellssýslu og sóknarprestur í Kirkjubæjarkirkju á Síðu, skrifaði Brynjólfi biskup. Í bréfinu samþykkir sr. Magnús að selja Brynjólfi biskup 30 hundruð í jörð sem biskup hafði áður falast eftir. Ekki kemur fram í bréfinu um hvaða jörð er að ræða. Einnig biður sr. Magnús Brynjólf biskup "að losa höfuð [sitt] úr helju" og afhenda Katrínu Erlendsdóttur 30 ríkisdali sem hann skuldaði henni. Einnig óskar hann eftir að biskup afhendi Birni Nikulássyni 12 ríkisdali, ef hann þeirra óskar "áður en hann siglir". Bað sr. Magnús að "þetta bærist ekki neitt út að svo komnu til alþýðunnar" og lofaði að greiða þessa fjármuni til baka. Jón Vigfússon á Stórólfshvoli á Rangárvöllum, sonur Katrínar Erlendsdóttur, færði biskupi bréfið frá sr. Magnúsi. Dags. 10. júní 1661. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1661.

Ekkert bréf nr. 187.

Tekstklasse
177 (139v-140r)
Meðkenning Jóns Vigfússonar á Hvoli uppá 30 ríkisdali meðtekna af biskupinum vegna séra Magnúsar Péturssonar.
Rubrik

Meðkenning Jóns Vigfússonar á Hvoli uppá 30 ríkisdali meðtekna af biskupinum vegna séra Magnúsar Péturssonar.

Ansvarlig

Brevskriver : Jón Vigfússon

Bemærkning

Jón Vigfússon yngri frá Stórólfshvoli á Rangárvöllum kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi afhent sér 30 ríkisdali. Þessa ríkisdali átti Jón að færa móður sinni, Katrínu Erlendsdóttur, að beiðni sr. Magnúsar Péturssonar sem hafði beðið Brynjólf biskup að greiða skuld sína við Katrínu. Sjá bréf nr. 186. Dags. í Skálholti 8. júlí 1661.

Tekstklasse
178 (140r-141r)
Einar Jónsson á Núpsstað tjáir biskupinum sína nauðsyn um Núpsstaðar álögur.
Rubrik

Einar Jónsson á Núpsstað tjáir biskupinum sína nauðsyn um Núpsstaðar álögur.

Bemærkning

Einar Jónsson bóndi á Núpsstað kom til Skálholts og tjáði biskup að hann ætti erfitt með að standa undir kúgildaeign jarðarinnar vegna áralangs heyleysis, uppblásturs og grjótfalls. Nú voru á Núpsstað ellefu kúgildi sem hann taldi jörðina ekki bera. Gaf biskup Einari kost á að losa jörðina við fimm málnytukúgildi af þeim ellefu sem þar voru, en leyfisbréf konungs kvað á um að leyfilegt væri að leysa burt kúgildi við sérstakar aðstæður. Varð Einar þó að greiða lausnargjald fyrir þessi fimm kúgildi, eða eitt hundrað, sem hann samþykkti. Dags. í Skálholti 8. júlí 1661.

Tekstklasse
179 (141r)
Meðkenning Einars Jónssonar uppá 1 hundrað sem hann sé biskupinum um skyldugur.
Rubrik

Meðkenning Einars Jónssonar uppá 1 hundrað sem hann sé biskupinum um skyldugur.

Bemærkning

Einar Jónsson staðfestir að hann skuldi Brynjólfi biskup eitt hundrað, vegna 5 kúgilda fækkunar á jörðinni Núpsstað. Sjá bréf nr. 189. Fyrir neðan staðfestingu Einars kvittar Brynjólfur biskup fyrir að skuldin sé að fullu greidd 20. janúar 1664. Dags. í Skálholti 8. júlí 1661 og 20. janúar 1664.

Tekstklasse
180 (141v)
Ólafi Skæringssyni lánaður ríkisdalur af biskupinum.
Rubrik

Ólafi Skæringssyni lánaður ríkisdalur af biskupinum.

Bemærkning

Brynjólfur biskup lánar Ólafi Skæringssyni einn ríkisdal sem Ólafur lofar að endurgreiða næsta haust. Dags. í Skálholti 14. júlí 1661.

Tekstklasse
181 (142r-142v)
Vitnisburður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur henni útgefinn af Marteini Rögnvaldssyni.
Rubrik

Vitnisburður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur henni útgefinn af Marteini Rögnvaldssyni.

Bibliografi

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 124. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Ansvarlig

Brevskriver : Marteinn Rögnvaldsson

Bemærkning

Marteinn Rögnvaldsson skrifar vitnisburð um Ragnheiði Brynjólfsdóttur á Alþingi, að beiðni Brynjólfs biskups föður hennar, um dagfar hennar, hegðun og breytni. Svo virðist sem Marteinn hafi orðið uppvís að vafasömu umtali um Ragnheiði og var honum gert að lýsa yfir að á þeim tíma sem hann hafi þekkt Ragnheiði hafi hegðun hennar verið "sem dygðum prýddri, guðhræddri og ærugöfugri jómfrú" sæmir. Vottar Marteinn að hann hafi aldrei öðruvísi um hana talað "utanlands né innan, drukkinn né ódrukkinn ... svo framt sem minn heiður og æra skulu ósneidd vera". Vottar að vitnisburðinum staðfestu að Marteinn hafi gefið hann ótilneyddur og af fúsum vilja. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1661. Afrit dags. á Þingvöllum 30. júní 1661.

182 (143r-144r)
Vitnisburður biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar honum útgefinn af séra Sigurði Torfasyni 1661.
Rubrik

Vitnisburður biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar honum útgefinn af séra Sigurði Torfasyni 1661.

Ansvarlig

Brevskriver : Sigurður Torfason

Bemærkning

Sr. Sigurður Torfason dómkirkjuprestur skrifar meðmælabréf um Brynjólf Sveinsson biskup, að hans ósk, til að heyra sannleikann um sína hegðun og framkomu við meiri menn og minni. Í bréfinu er aðeins að finna lof sr. Sigurðar um mannkosti og gæsku Brynjólfs biskups, eiginkonu hans og barna þeirra, Ragnheiðar og Halldórs. Dags. í Skálholti 23. júní 1661.

183 (144v)
Meðkenning Odds Eyjólfssonar uppá meðtekinn kaleik með patínu af hálfu biskupsins Úlfhildi Jónsdóttur til láns.
Rubrik

Meðkenning Odds Eyjólfssonar uppá meðtekinn kaleik með patínu af hálfu biskupsins Úlfhildi Jónsdóttur til láns.

Bemærkning

Oddur Eyjólfsson staðfestir að Brynjólfur biskup hafi afhent sér silfurkaleik, forgylltan með hvítri silfurpatínu, innan í kaleikshúsi úr rauðum pappír. Úlfhildur Jónsdóttir, prestekkja í Nesi á Seltjarnarnesi, hafði beðið Brynjólf biskup um að lána sér þennan kaleik og lofaði Oddur að afhenda hann óspjallaðan. Að öðrum kosti bar honum að greiða verð hans, sem var 30 ríkisdalir. Dags. í Skálholti 25. júlí 1661.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Tekstklasse
184 (145r-145v)
Vígslubréf séra Daða Halldórssonar.
Rubrik

Vígslubréf séra Daða Halldórssonar.

Bibliografi

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 124-125. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups til Halldórs Daðasonar, sóknarprests í Hruna, og sóknarmanna Hruna, Reykjadals og Tungufellskirkna. Í bréfinu tilkynnir biskup að Daði Halldórsson hafi verið vígður til aðstoðarprests hjá föður sínum, Halldóri Daðasyni í Hruna, að beiðni hans og sóknarmanna. Var Daði prestvígður í dómkirkjunni í Skálholti 28. júlí 1661. Dags. í Skálholti 28. júlí 1661.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Tekstklasse
185 (146r-146v)
Grein úr sendibréfi séra Árna Halldórssyni tilskrifuðu frá Setbergi, anno 1661 þann 11. júlí, með undirskrifuðu nafni séra Þorsteins Björnssonar.
Rubrik

Grein úr sendibréfi séra Árna Halldórssyni tilskrifuðu frá Setbergi, anno 1661 þann 11. júlí, með undirskrifuðu nafni séra Þorsteins Björnssonar.

Ansvarlig

Brevskriver : Þorsteinn Björnsson

Modtager : Árni Halldórsson

Bemærkning

Bréf sr. Þorsteins Björnssonar fyrrverandi sóknarprests á Útskálum til sr. Árna Halldórssonar. Í bréfinu vænir sr. Þorsteinn eftirmann sinn á Útskálum, sr. Þorleif Clausson, um þjófnað og undirferli. Sjá bréf nr. 197. Dags. að Setbergi 11. júlí 1661. Afrit dags. í Skálholti 31. júlí 1661.

Tekstklasse
186 (146v-147r)
Forsvar séra Þorleifs uppá þetta bréf.
Rubrik

Forsvar séra Þorleifs uppá þetta bréf.

Bemærkning

Sr. Þorleifur Clausson kemur til Skálholts og svarar fyrir þær ásakanir sem sr. Þorsteinn Björnsson hafði í frammi gegn honum. Sjá bréf nr. 196. Brynjólfur biskup taldi þó að bréf sr. Þorsteins hefði ekkert lagalegt gildi vegna óskýrrar og oft ólæsilegrar skriftar bréfsins, illa fram settra sakargifta, auk þess sem hluta af undirskrift sr. Þorsteins vantaði í bréfið. Sýndist biskupi að til að hreinsa sína æru og heiður væri hentugast að sr. Þorleifur myndi sverja þess eið að hann væri ekki sekur um þau brot sem sr. Þorsteinn bar á hann og sór hann eiðinn samstundis fyrir biskupi og eiðsvottum. Á eftir fylgir eiður sr. Þorleifs og eiður þriggja eiðsvotta. Sjá bréf nr. 198 og 199. Dags. í Skálholti 31. júlí 1661.

Tekstklasse
187 (147r-147v)
Eiður séra Þorleifs Claussonar.
Rubrik

Eiður séra Þorleifs Claussonar.

Ansvarlig

Brevskriver : Þorleifur Klausson

Bemærkning

Eiður sr. Þorleifs Claussonar. Sjá bréf nr. 196 og 197. Dags. í Skálholti 31. júlí 1661.

Tekstklasse
188 (147v-148r)
Eiðvættanna eiður.
Rubrik

Eiðvættanna eiður.

Bemærkning

Eiður þriggja eiðsvotta sr. Þorleifs Claussonar. Sjá bréf nr. 196-198. Dags. í Skálholti 31. júlí 1661.

Tekstklasse
189 (148v)
Grein úr bréfi Ólafs á Ásbrandsstöðum um fisk og smjör, saman sett í hús biskupsins á Ásbrandsstöðum.
Rubrik

Grein úr bréfi Ólafs á Ásbrandsstöðum um fisk og smjör, saman sett í hús biskupsins á Ásbrandsstöðum.

Bemærkning

Ólafur Jónsson á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði sendir Brynjólfi biskup greinargerð um hve mikið af meðteknu smjöri og fiski sé komið í hús biskupsins á Ásbrandsstöðum. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði sunnudaginn fyrir uppstigningardag 1661. Afrit dags. í Skálholti 3. ágúst 1661.

Tekstklasse
190 (149r-150v)
Kaupmálabréf séra Þorleifs Claussonar og Sigríðar Halldórsdóttur. Í nafni heilagrar þrenningar.
Rubrik

Kaupmálabréf séra Þorleifs Claussonar og Sigríðar Halldórsdóttur. Í nafni heilagrar þrenningar.

Bemærkning

Kaupmálabréf hjónaefnanna sr. Þorleifs Claussonar, prests á Útskálum, og Sigríðar Halldórsdóttur, dóttur sr. Halldórs Daðasonar prests í Hruna, upplesið og staðfest í viðurvist foreldra þeirra beggja, Brynjólfs biskups og fimm trúlofunarvotta. Dags. að Hruna í Ytri Hrepp 5. ágúst 1661.

Ekkert bréf nr. 202.

Tekstklasse
191 (151r-151v)
Umskipti biskupsins við Helga Ss. á Brú á hans smjöri syðra og öðrum gagnlegum peningum hér.
Rubrik

Umskipti biskupsins við Helga Ss. á Brú á hans smjöri syðra og öðrum gagnlegum peningum hér.

Bemærkning

Brynjólfur biskup kaupir ellefu vættir smjörs af Helga Sveinssyni á Brú, en þetta smjör eignaðist Helgi í sakeyri hjá Torfa Erlendssyni sýslumanni í Árnesþingi. Dags. í Skálholti 11. ágúst 1661 og 25. maí 1662.

Tekstklasse
192 (152r)
Reikningur biskupsins við Pétur Þórðarson og qvittun Péturs um andvirði hálfs Breiðarparts.
Rubrik

Reikningur biskupsins við Pétur Þórðarson og qvittun Péturs um andvirði hálfs Breiðarparts.

Bemærkning

Reikningsuppgjör Brynjólfs biskups við Pétur Þórðarson vegna kaupa biskups á 5 hundraða hlut í jörðinni Breið í Skaga á Akranesi. Sjá bréf nr. 175 og 176. Nú afhenti biskup Pétri sjö ríkisdali sem voru eftir ógreiddir af kaupverði jarðarinnar. Dags. við Katanes á Hvalfjarðarströnd 17. ágúst 1661.

Tekstklasse
193 (152v-153r)
Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í Kalastöðum af Þórarni Illugasyni fyrir Innsta Vog á Akranesi 24 hundruð.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í Kalastöðum af Þórarni Illugasyni fyrir Innsta Vog á Akranesi 24 hundruð.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Þórarinn Illugason, með samþykki Þorbjargar Gísladóttur konu sinnar, seldi Brynjólfi biskup þriðjungshlut í jörðinni Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd, 20 hundruð að dýrleika. Auk þess fékk biskup til umráða þriðjung úr því landi sem kirkjan á Kalastöðum átti í Svínadal. Á móti seldi Brynjólfur biskup þeim hjónum alla jörðina Innsta Vog á Akranesi, 24 hundruð að dýrleika. Dags. á Hvítárvöllum í Andakýl 19. ágúst 1661.

Tekstklasse
194 (153v-154r)
Staðfesting biskupsins Þórarni Illugasyni útgefin uppá Hvítárvelli.
Rubrik

Staðfesting biskupsins Þórarni Illugasyni útgefin uppá Hvítárvelli.

Bemærkning

Í bréfinu veitir Brynjólfur biskup Þórarni Illugasyni byggingarumráð á dómkirkjujörðinni Hvítárvöllum í Andakýl, með öllum þeim réttindum og skyldum sem leiguliði hefur á jörðum dómkirkjunnar í Skálholti. Dags. á Hvítárvöllum í Andakýl 19. ágúst 1661.

Tekstklasse
195 (154r)
Commandatia Gísla Sigurðssonar til Kaup Acad.
Rubrik

Commandatia Gísla Sigurðssonar til Kaup Acad.

Bemærkning

Meðmælabréf Brynjólfs biskups til Kaupmannahafnarháskóla fyrir Gísla Sigurðsson ráðsmann í Skálholti. Bréfið er á latínu. Dags. 20. ágúst 1661.

196 (154v-155v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 5 hundruðum í Skinney í Hornafirði af séra Þórði Jónssyni fyrir 6 hundruð í Gullberastöðum eða 6 hundruð í Kyrnastöðum fyrir norðan.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 5 hundruðum í Skinney í Hornafirði af séra Þórði Jónssyni fyrir 6 hundruð í Gullberastöðum eða 6 hundruð í Kyrnastöðum fyrir norðan.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem sr. Þórður Jónsson seldi Brynjólfi biskup fjórðungshlut í jörðinni Skinney í Hornafirði, 5 hundruð að dýrleika. Í staðinn lofaði Brynjólfur biskup sr. Þórði 6 hundraða hlut í jörðinni Kýrunnarstöðum (Kyrnastöðum), ef biskup yrði eigandi þess jarðarhlutar, sem hann vonaðist eftir. Ef það skyldi bregðast þá myndi sr. Þórður eignast 6 hundraða hlut í jörðinni Gullberastöðum í Lundarreykjadal. Dags. í Hítardal 28. ágúst 1661.

Tekstklasse
197 (156r-156v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 15 hundruðum í Þingnesi og hálfum Stálpastöðum 4 hundruð í Skorradal af séra Sigurði Oddssyni fyrir hálfa Höfn 20 hundruð í Melasveit.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 15 hundruðum í Þingnesi og hálfum Stálpastöðum 4 hundruð í Skorradal af séra Sigurði Oddssyni fyrir hálfa Höfn 20 hundruð í Melasveit.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi sr. Sigurði Oddssyni hálfa jörðina Höfn í Melasveit, 20 hundruð að dýrleika. Á móti seldi sr. Sigurður Brynjólfi biskup fjórðungshlut í jörðinni Þingnesi í Bæjarsveit, 15 hundruð að dýrleika, og hálfa jörðina Stálpastaði í Skorradal, 4 hundruð að dýrleika. Dags. að Stafholti 2. september 1661.

Tekstklasse
198 (157r)
Samþykki Kristínar Magnúsdóttur í Bæ uppá kaup biskupsins fyrir 5 hundruð í Lambhúsum í Skaga af Nikulási Einarssyni hennar ektamann fyrir Beitistaði 12 hundruð.
Rubrik

Samþykki Kristínar Magnúsdóttur í Bæ uppá kaup biskupsins fyrir 5 hundruð í Lambhúsum í Skaga af Nikulási Einarssyni hennar ektamann fyrir Beitistaði 12 hundruð.

Bemærkning

Í bréfinu óskar Brynjólfur biskup eftir samþykki Kristínar Magnúsdóttur vegna kaupa biskups á hlut hennar í jörðinni Lambhúsum í Skaga á Akranesi fyrir jörðina Beitistaði í Leirársveit. Jarðabréf vegna kaupanna var gert 16. júní 1661 á milli Brynjólfs biskups og eiginmanns Kristínar, Nikulásar Einarssonar. Sjá bréf nr. 179. Dags. að Bæ í Borgarfirði 3. september 1661.

Tekstklasse
199 (157v-158r)
Veðlýsing á hálfum Stálpastöðum í Skorradal og samþykki Jóns Ásbjarnarsonar þar uppá.
Rubrik

Veðlýsing á hálfum Stálpastöðum í Skorradal og samþykki Jóns Ásbjarnarsonar þar uppá.

Bemærkning

Brynjólfur biskup tilkynnir Jóni Ásbjarnarsyni að hann sé nú orðinn eigandi helmingshlutar í jörðinni Stálpastöðum í Skorradal. Jón hafði áður veitt sr. Sigurði Oddssyni forkaupsrétt á sínum helmingshlut í jörðinni og nú óskaði biskup eftir vilyrði hans um að selja sér fyrstum manna þennan jarðarhlut, ef hann yrði falur. Þetta samþykktu bæði Jón og eiginkona hans, Ragnhildur Hróbjartsdóttir, en hún var eigandi þessa helmingshlutar í Stálpastöðum. Sjá bréf nr. 209. Dags. á Vatnsendagrund í Skorradal 4. september 1661.

Tekstklasse
200 (158v-159v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í Kalastöðum af séra Einari Illugasyni fyrir 20 hundruð í Þingnesi í Bæjarsveit og óánefndum 10 hundraða part. Item samþykki hans kvinnu þar uppá.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í Kalastöðum af séra Einari Illugasyni fyrir 20 hundruð í Þingnesi í Bæjarsveit og óánefndum 10 hundraða part. Item samþykki hans kvinnu þar uppá.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi sr. Einari Illugasyni, prófasti í Kjalarnesþingi, þriðjungshlut í jörðinni Þingnesi í Borgarfirði, 20 hundruð að dýrleika. Að auki ónefndan 10 hundraða jarðarpart í Kjós eða Þverárþingi. Á móti seldi sr. Einar Brynjólfi biskup þriðjungshlut í jörðinni Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd, 20 hundruð að dýrleika, með samþykki konu sinnar, Guðríðar Einarsdóttur. Dags. að Vindási í Kjós 11. september 1661.

Tekstklasse
201 (159v-160r)
Samþykki Guðrúnar Einarsdóttur uppá kaup biskupsins á 11 aurum og tveim hlutum álnar í Gröf í Grímsnesi.
Rubrik

Samþykki Guðrúnar Einarsdóttur uppá kaup biskupsins á 11 aurum og tveim hlutum álnar í Gröf í Grímsnesi.

Bemærkning

Í bréfinu samþykkir Guðrún Einarsdóttir sölu á hlut sínum í jörðinni Gröf í Grímsnesi til Brynjólfs biskups en jarðabréf þess efnis var dagsett 3. júní 1661. Sjá bréf nr. 160. Dags. í Miðdal í Laugardal 15. september 1661. Afrit dags. í Skálholti 25. september 1661.

Tekstklasse
202 (160v-161r)
Anno 1661, 1. oktobris. Reikningur Jóns Vilhjálmssonar í Fjalli.
Rubrik

Anno 1661, 1. oktobris. Reikningur Jóns Vilhjálmssonar í Fjalli.

Bemærkning

Jón Vilhjálmsson skilar Brynjólfi biskup reikningi af Fjallsbúi. Dags. í Skálholti 1. október 1661.

Tekstklasse
203 (161v-162v)
Vitnisburður um Syðri Víkur landamerki í Vopnafirði.
Rubrik

Vitnisburður um Syðri Víkur landamerki í Vopnafirði.

Bemærkning

Vitnisburðir þriggja manna, Eiríks Kolbeinssonar, Þorljóts Stullasonar og Magna Gíslasonar um landamerki jarðarinnar Syðri Víkur í Vopnafirði. Allir voru þeir búsettir í Vopnafirði til fjölda ára og voru vel staðkunnugir. Vitnisburðir Eiríks og Magna voru dags. á Refstað í Vopnafirði miðvikudaginn fyrir Þorláksmessu 1643. Vitnisburður Þorljóts dags. á Eyvindarstöðum í Vopnafirði 1643. Afrit dags. í Skálholti 1661.

204 (163r)
Vitnisburður um Ytra Nýps land.
Rubrik

Vitnisburður um Ytra Nýps land.

Bemærkning

Vitnisburður Jóns Rögnvaldssonar um landamerki jarðarinnar Ytri Nýps í Vopnafirði. Dags. á Ytra Nýpi 6. maí 1637. Afrit dags. í Skálholti 1661.

205 (163v-166v)
Skikkun erfingja sálugu Halldóru Jónsdóttur eldri eftir hana framfarna 1661.
Rubrik

Skikkun erfingja sálugu Halldóru Jónsdóttur eldri eftir hana framfarna 1661.

Bemærkning

Skipting á eftirlátnum eigum Halldóru Jónsdóttur, tengdamóður Brynjólfs biskups, gerð í Skálholti í viðurvist erfingja hennar, Brynjólfs biskups, sr. Torfa Jónssonar og Guðmundar Torfasonar. Aðrir erfingjar hennar, sem ekki voru viðstaddir, voru þeir Benedikt Halldórsson, Hallgrímur Halldórsson, sr. Páll Björnsson vegna Helgu og Vigfús Jónsson vegna Guðrúnar Halldórsdóttur. Í bréfinu er að finna nákvæma lýsingu á munum úr dánarbúi Halldóru, meðal annars fatnað hennar, skart og skrautmuni. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, dótturdóttir Halldóru, fékk í sinn hlut "sex pör fornar víravirkis spennur sem átt hafði Guðrún heitin Árnadóttir, móðir sálugu Halldóru" en Ragnheiður hélt um hönd Halldóru í andlátinu og bjó um lík hennar. Dags. í Skálholti 6. október 1661.

Tekstklasse
206 (167r)
Aðskiljanlegir gjörningar um arfaskipti Jóns Narfasonar hlýðandi uppá Gröf í Grímsnesi í Mosfellskirkjusókn.
Rubrik

Aðskiljanlegir gjörningar um arfaskipti Jóns Narfasonar hlýðandi uppá Gröf í Grímsnesi í Mosfellskirkjusókn.

Bemærkning

Í þessu bréfi og næstu sjö bréfum, nr. 218-225, er fjallað um erfðamál vegna jarðarinnar Grafar í Grímsnesi. Í þessu bréfi kemur fram að Jón Narfason erfði jörðina Gröf eftir föður sinn, Narfa Ormsson. Dags. í Vík á Seltjarnarnesi 5. febrúar 1614. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
207 (167r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Í bréfinu tilkynnir Jón Narfason að hann gefi syni sínum, Einari Jónssyni, jörðina Gröf í Grímsnesi í próventugjöf. Gjöfinni fylgdi það skilyrði að Jón og kona hans hefðu búsetu þar á meðan þau lifðu. Dags. að Borg í Grímsnesi 6. júní 1629. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
208 (167v)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Einar Jónsson biður föður sinn, Jón Narfason, að gera grein fyrir hvernig hann hefur skipt fjármunum sínum á milli barna sinna og í bréfinu er að finna skýrslu Jóns um öll þessi skipti. Bréfið er skrifað árið 1629. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
209 (167v)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Jón Narfason samþykkir að sonur hans, Einar Jónsson, fái 2 hundruð í arf eftir ömmu sína, móður Jóns. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
210 (167v-168r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Í bréfinu lýsir Jón Narfason yfir að hann eigi enga peninga, hvorki kvika né dauða, og ekki heldur kona hans, Guðrún Oddleifsdóttir. Hann hafi einn hest til umráða en sá hestur sé eign sonar hans, Einars. Sama gildi um jörðina Gröf, hún sé eign Einars og hans erfingja. Svo virðist sem tengdasynir Jóns hafi reynt að komast yfir frekari fjármuni frá honum og Einari syni hans, en Jón lýsti yfir að dætur hans hafi þegar fengið greitt það sem þeim bar og ekki þýði að reyna að sækja frekari fjármuni til sín eða konu sinnar. Dags. 6. ágúst 1635. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
211 (168r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Yfirlýsing Jóns Ormssonar um að hann hafi verið viðstaddur þann 6. ágúst 1635 þegar Jón Narfason gaf syni sínum, Einari Jónssyni, jörðina Gröf í Grímsnesi. Jón hafði áður gefið syni sínum jörðina í próventugjöf, sjá bréf nr. 219. Dags. að Gröf í Grímsnesi 6. ágúst 1635. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
212 (168v-169r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Jón Narfason gerir grein fyrir hvernig heimanfylgju konu sinnar, sem nú var látin, var skipt á milli barna þeirra. Dætur þeirra, Guðrún og Ingibjörg, fengu hvor í sinn hlut 3 hundruð og 15 aura en sonur þeirra, Einar, fékk í sinn hlut 8 hundruð. Þessi yfirlýsing Jóns var lesin upp á Mosfelli 25. desember 1636 að viðstöddum vottum sem skrifuðu undir bréfið. Dags. 28. nóvember 1636. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
213 (169r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Yfirlýsing hjónanna Einars Jónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur um að þau hefðu helmingaskipti á öllu fengnu og ófengnu fé, föstu og lausu og engu undanteknu. Þessi gjörningur fór fram á Stóra Mosfelli í Grímsnesi 1636. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
213.1 (169v)
Meðkenning séra Þorkels Arngrímssonar uppá tíu ríkisdali meðtekna af biskupinum til geymslu vegna Péturs Þórðarsonar á Hólmi.
Rubrik

Meðkenning séra Þorkels Arngrímssonar uppá tíu ríkisdali meðtekna af biskupinum til geymslu vegna Péturs Þórðarsonar á Hólmi.

Bemærkning

Í bréfinu tilkynnir sr. Þorkell Arngrímsson að hann hafi tekið við 10 ríkisdölum frá Illuga Árnasyni. Þessa ríkisdali hafði Brynjólfur biskup beðið Illuga að færa Pétri Þórðarsyni á Innra Hólmi á Akranesi, en þar sem Pétur var ekki heima við þá tók sr. Þorkell við peningunum til geymslu. Dags. að Görðum á Akranesi 10. október 1661. Afrit dags. í Skálholti 30. október 1661.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Tekstklasse
213.2 (170r)
Meester Brynolfer Bishop a Schaulholdt.
Rubrik

Meester Brynolfer Bishop a Schaulholdt.

Bemærkning

Reikningur Lauritz Thiloffssonar kaupmanns í Hvalfirði sendur Brynjólfi biskup. Reikningurinn er í frumriti. Bréfið er ódags.

Blað 170v er autt.

Tekstklasse
214 (171r-171v)
Þetta eftirskrifað hefur Páll Gíslason meðtekið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni uppí þau 24 hundruð sem biskupinn honum lofaði uppí andvirði hálfs Brúsholts eftir eigin meðkenningu Páls Gíslasonar. Vide supra doc. 177.
Rubrik

Þetta eftirskrifað hefur Páll Gíslason meðtekið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni uppí þau 24 hundruð sem biskupinn honum lofaði uppí andvirði hálfs Brúsholts eftir eigin meðkenningu Páls Gíslasonar. Vide supra doc. 177.

Bemærkning

Yfirlit yfir greiðslur Brynjólfs biskups til Páls Gíslasonar vegna kaupa biskups á helmingshlut í jörðinni Brúsholti í Flókadal. Sjá bréf nr. 174 og 177. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Tekstklasse
215 (171v-173r)
Kaupbréf biskupsins fyrir 6 hundruðum í Þorláksstöðum í Kjós af Oddi Eyjólfssyni fyrir sig og sína bræður Jón yngra og Odd Eyjólfssyni fyrir lausafé 3 hundruð fyrir hvort jarðar hundrað.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 6 hundruðum í Þorláksstöðum í Kjós af Oddi Eyjólfssyni fyrir sig og sína bræður Jón yngra og Odd Eyjólfssyni fyrir lausafé 3 hundruð fyrir hvort jarðar hundrað.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Oddur Eyjólfsson eldri, í umboði bróður síns Jóns Eyjólfssonar yngri, seldi Brynjólfi biskup 2 hundraða hlut í jörðinni Þorláksstöðum í Kjós. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup sex hundruð í þeim aurum sem þeim um semdist og væru Jóni hentugastir til uppihalds á meðan hann væri utanlands. Í bréfinu keypti Brynjólfur biskup einnig 4 hundraða hlut í sömu jörð, en þennan hlut áttu bræðurnir Oddur Eyjólfsson eldri og Oddur Eyjólfsson yngri. Fyrir þennan hlut greiddi biskup þeim bræðrum alls 12 hundruð í góðum og gagnlegum aurum, helmingur þess yrði Oddi yngra til uppihalds í fjögurra ára skólavist við Skálholtsskóla. Jarðasölunni fylgdi það skilyrði að móðir þeirra bræðra hefði áfram ábýli á jörðinni Þorláksstöðum. Dags. í Skálholti 10. október 1661.

Tekstklasse
216 (173r)
Umboðsgjöf Jóns yngra Eyjólfssonar síns bróður Oddi Eyjólfssyni eldra til að selja biskupinum sinn hluta í Þorláksstöðum í Kjós 2 hundruð fyrir lausafé.
Rubrik

Umboðsgjöf Jóns yngra Eyjólfssonar síns bróður Oddi Eyjólfssyni eldra til að selja biskupinum sinn hluta í Þorláksstöðum í Kjós 2 hundruð fyrir lausafé.

Bemærkning

Jón Eyjólfsson yngri veitir bróður sínum, Oddi Eyjólfssyni eldri, umboð til að selja Brynjólfi biskup 2 hundraða hlut sinn í jörðinni Þorláksstöðum í Kjós. Dags. á Hvalfjarðareyri 16. ágúst 1661.

Tekstklasse
217 (173v-174r)
Inntak úr sendibréfi Sigurðar Jónssonar á Egilstöðum í austfjörðum um Jökulsá og Aragerði.
Rubrik

Inntak úr sendibréfi Sigurðar Jónssonar á Egilstöðum í austfjörðum um Jökulsá og Aragerði.

Bemærkning

Bréf Sigurðar Jónssonar á Egilsstöðum til Brynjólfs biskups. Í bréfinu samþykkir hann bón biskups um að skipta á jörðunum Jökulsá á Borgarfirði eystri, 6 hundruð að dýrleika, og Aragerði á Fáskrúðsfirði, 2 hundruð að dýrleika, en Sigurður var eigandi jarðarinnar Jökulsár. Setti hann það skilyrði að þeir skiptu á 2 hundruðum í Jökulsá fyrir 2 hundruð í Aragerði. Þau fjögur hundruð sem eftir stóðu í Jökulsá fengi Brynjólfur biskup til eignar ef hann tæki Gísla, son Sigurðar, til skólavistar í Skálholtsskóla um óákveðinn tíma, eða þar til hann hefði lært til prests. Sendi Sigurður strax son sinn til Skálholts í þeirri von að biskup samþykkti þessi skilyrði, sem hann gerði, og afhenti Gísli þetta bréf föður síns þar. Dags. á Egilsstöðum 16. september 1661. Afrit dags. í Skálholti 12. október 1661.

Tekstklasse
218 (174v)
Meðkenning biskupsins uppá 8 ríkisdali meðtekna af Eigli Guðmundssyni vegna séra Jóns í Bjarnanesi 1661.
Rubrik

Meðkenning biskupsins uppá 8 ríkisdali meðtekna af Eigli Guðmundssyni vegna séra Jóns í Bjarnanesi 1661.

Bemærkning

Brynjólfur biskup kvittar fyrir að hann hafi meðtekið sjö og hálfan ríkisdal í afgjöld af jörðinni Uppsölum í Hornafirði frá sr. Jóni Bjarnasyni fyrir árin 1659-1661. Dags. í Skálholti 13. október 1661.

Tekstklasse
219 (174v)
Meðkenning biskupsins uppá 5 ríkisdali meðtekna af Ólafi í Vík í Mýrdal vegna Salamons í Hestgerði 1661.
Rubrik

Meðkenning biskupsins uppá 5 ríkisdali meðtekna af Ólafi í Vík í Mýrdal vegna Salamons í Hestgerði 1661.

Bemærkning

Brynjólfur biskup kvittar fyrir að hann hafi meðtekið afgjöld fyrir árin 1659 til 1661 frá Salamoni í Hestgerði. Alls greiddi Salamon 11 ríkisdali í afgjöld af jörðinni. Dags. í Skálholti 13. október 1661.

Tekstklasse
220 (175r)
Kaup biskupsins á hálfum teinæring af Árna Pálssyni fyrir 8 ríkisdali.
Rubrik

Kaup biskupsins á hálfum teinæring af Árna Pálssyni fyrir 8 ríkisdali.

Bemærkning

Árni Pálsson lögréttumaður í Þorlákshöfn seldi Brynjólfi biskup ársgamlan hálfan teinæring sem metinn var á 4 hundruð. Greiddi biskup Árna 8 ríkisdali, 12 fjórðunga smjörs og eitt hundrað í búfé sem skyldi afhendast um næstu fardaga. Dags. í Skálholti 14. október 1661.

Tekstklasse
221 (175r)
Afhending biskupsins á byggingarráðum yfir Gröf í Grímsnesi A Þ aftur.
Rubrik

Afhending biskupsins á byggingarráðum yfir Gröf í Grímsnesi A Þ aftur.

Bemærkning

Reikningur Brynjólfs biskups við Árna Pálsson lögréttumann í Þorlákshöfn vegna byggingarumráða á jörðunum Gröf í Grímsnesi og Hvammi í Skorradal, landskuld af þessum jörðum og kúgildaleigur. Bréfið er ódags.

Blað 175v er autt.

Tekstklasse
222 (176r-179v)
Meining Vigfúsa Gíslasonar um sjálfræðis hjónabönd.
Rubrik

Meining Vigfúsa Gíslasonar um sjálfræðis hjónabönd.

Ansvarlig

Brevskriver : Vigfús Gíslason

Bemærkning

Bréf Vigfúsar Gíslasonar sýslumanns á Stórólfshvoli til sr. Jóns Jónssonar. Þar er að finna ritgerð Vigfúsar um hjónabönd. Ritgerðin er að mestu leyti skrifuð á latínu. Bréfið er ódags.

Tekstklasse
223 (180r-180v)
Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson 1661. Vide supra fol. 159.
Rubrik

Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson 1661. Vide supra fol. 159.

Bemærkning

Reikningur Brynjólfs biskups við Erlend Þorsteinsson smið vegna vinnu hans á Vatnsendagrund frá 28. maí 1661. Fékk Erlendur nú greidd 6 hundruð og 35 álnir sem voru afhent í smjöri, járni, ærgildum og katli. Einnig greiddi Brynjólfur biskup reikning Erlendar við Lauritz Thiloffsson kaupmann í Hvalfirði. Sjá bréf nr. 159. Dags. í Skálholti 17. október 1661.

Tekstklasse
224 (181r-181v)
Tilsögn biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á Norðurfirði í Trékyllisvík sex hundruðum Þorvarði Magnússyni til eignar Ormi Vigfússyni uppí 11 hundruð í Stóra Steinsvaði í austfjörðum.
Rubrik

Tilsögn biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á Norðurfirði í Trékyllisvík sex hundruðum Þorvarði Magnússyni til eignar Ormi Vigfússyni uppí 11 hundruð í Stóra Steinsvaði í austfjörðum.

Bemærkning

Brynjólfur biskup afsalar sér 5 hundraða hlut í jörðinni Norðurfirði í Trékyllisvík til Orms Vigfússonar. Dags. í Skálholti 18. október 1661.

Tekstklasse
225 (181v-182r)
Copium af bréfi biskupsins Þorvarði Magnússyni tilskrifuðu um sömu afsölun Norðurfjarðar í Trékyllisvík.
Rubrik

Copium af bréfi biskupsins Þorvarði Magnússyni tilskrifuðu um sömu afsölun Norðurfjarðar í Trékyllisvík.

Bemærkning

Brynjólfur biskup sendir Þorvarði Magnússyni bréflega afsölun sína á jörðinni Norðurfirði í Trékyllisvík Ormi Vigfússyni og hans erfingjum til eignar. Bréfið er ódags.

Tekstklasse
226 (182v-183r)
Útskrift af byggingarbréfi Guðmundar Gíslasonar fyrir jörðinni Hof í Holtamannahrepp, útgefið af Magnúsi Þorsteinssyni.
Rubrik

Útskrift af byggingarbréfi Guðmundar Gíslasonar fyrir jörðinni Hof í Holtamannahrepp, útgefið af Magnúsi Þorsteinssyni.

Bemærkning

Magnús Þorsteinsson, umboðsmaður Brynjólfs biskups í Rangárvallasýslu, veitir Guðmundi Gíslasyni dómkirkjujörðina Hof í Holtamannahreppi til ábýlis. Í bréfinu er gerð grein fyrir öllum skilmálum byggingarbréfsins. Dags. að Ossabæ í Eystri Landeyjum 30. janúar 1661. Afrit dags. í Skálholti 24. október 1661.

Tekstklasse
227 (183v)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Guðmundur Gíslason, sem tekinn var við ábýli á dómkirkjujörðinni Hofi í Holtamannahreppi, lýsir yfir að hann segi upp leigusamningi sínum á jörðinni Ossabæ í Eystri Landeyjum frá og með næstu fardögum. Dags. að Ossabæ í Eystri Landeyjum 30. janúar 1661. Afrit dags. í Skálholti 24. október 1661.

Tekstklasse
228 (183v-184v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í jörðinni Auðólfstöðum norður í Langadal og Holtastaða kirkjusókn fyrir lausafé 1661.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í jörðinni Auðólfstöðum norður í Langadal og Holtastaða kirkjusókn fyrir lausafé 1661.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Magnús Þorsteinsson seldi Brynjólfi biskup 20 hundraða hlut í jörðinni Auðólfsstöðum í Langadal. Fyrir þennan jarðarhlut fékk Magnús til eignar ónefndan 10 hundraða jarðarhlut. Hin 10 hundruðin sem eftir stóðu fékk Magnús biskupinum til eignar með því skilyrði að hann taki syni sína tvo, Jón og Einar, til skólavistar í Skálholtsskóla. Skyldu þessi 10 hundruð vera þeim til framfæris og uppihalds meðan á skólavist stæði en þeir hófu báðir nám við skólann haustið 1660. Dags. í Skálholti 25. október 1661.

Tekstklasse
229 (185r)
Tíundir í Rangárvallasýslu 1661.
Rubrik

Tíundir í Rangárvallasýslu 1661.

Bemærkning

Magnús Þorsteinsson umboðsmaður biskups gerir skil á biskupstíundum úr Rangárvallasýslu fyrir árið 1661. Dags. í Skálholti 25. október 1661.

Tekstklasse
230 (185r)
Kaup biskupsins á 5 innistæðukúgildum með Auðólfstöðum af Magnúsi Þorsteinssyni fyrir 20 ríkisdali.
Rubrik

Kaup biskupsins á 5 innistæðukúgildum með Auðólfstöðum af Magnúsi Þorsteinssyni fyrir 20 ríkisdali.

Bemærkning

Brynjólfur biskup kaupir 5 innistæðukúgildi af Magnúsi Þorsteinssyni fyrir 20 ríkisdali en þessi kúgildi fylgdu með jörðinni Auðólfsstöðum í Langadal. Sjá bréf nr. 241. Dags. í Skálholti 28. október 1661.

Tekstklasse
231 (185v)
Afsölun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 6 hundruðum í Gullberastöðum fyrir 5 hundruð í Skinney í Hornafirði séra Þórði Jónssyni í Hítardal til handa.
Rubrik

Afsölun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 6 hundruðum í Gullberastöðum fyrir 5 hundruð í Skinney í Hornafirði séra Þórði Jónssyni í Hítardal til handa.

Bemærkning

Brynjólfur biskup afhendir sr. Þórði Jónssyni til eignar 6 hundraða hlut í jörðinni Gullberastöðum í Lundarreykjadal fyrir 5 hundraða hlut í jörðinni Skinney í Hornafirði, samkvæmt kaupbréfi þeirra á milli sem gert var þann 28. ágúst 1661. Sjá bréf nr. 208. Dags. í Skálholti 26. október 1661.

Á blaði 186r-187r er bréf nr. 245, en þar er að auki að finna yfirlýsingu Magnúsar Kortssonar frá 12. maí 1662, sem er ekki að finna í bréfi nr. 245 hér á eftir. Bréfið er í brotinu 4to. og er bundið inn í bókina.

Blað 187v er autt.

Tekstklasse
232 (188r)
Heimildar handsölunar gjörningur Magnúsar Þorsteinssonar á Öðulstaða 10 hundraða andvirði í fastaeign biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til handa.
Rubrik

Heimildar handsölunar gjörningur Magnúsar Þorsteinssonar á Öðulstaða 10 hundraða andvirði í fastaeign biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til handa.

Ansvarlig

Brevskriver : Magnús Kortsson

Bemærkning

Yfirlýsing Magnúsar Þorsteinssonar, sýslumanns og umboðsmanns Brynjólfs biskups í Rangárvallasýslu, þess efnis að hann hafi gert full skil á biskupstíundum úr Rangárvallasýslu. Einnig selur hann Brynjólfi biskup 10 hundraða hlut í jörðinni Öðulstöðum fyrir annan 10 hundraða jarðarpart. Dags. í Skálholti 26. október 1661. Afrit dags. í Skálholti 30. október 1661.

Bréfinu fylgir yfirlýsing frá Magnúsi Kortssyni lögréttumanni sem skrifuð var 12. maí 1662. Magnús Þorsteinsson var nú látinn og Magnús Kortsson, sem var tengdasonur hans, lýsir yfir að hann samþykki sölu á jörðinni Öðulstöðum til Brynjólfs biskups, fyrir hönd konu sinnar Þuríðar Magnúsdóttur og þeirra erfingja. Dags. í Skálholti 12. maí 1662.

Tekstklasse
233 (188v)
Kvittun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Magnúsar Þorsteinssonar um Skammbeinstaða og tíundarumboð í Rangárþingi anno 1661, 28. oktobris.
Rubrik

Kvittun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Magnúsar Þorsteinssonar um Skammbeinstaða og tíundarumboð í Rangárþingi anno 1661, 28. oktobris.

Bemærkning

Brynjólfur biskup lýsir yfir að Magnús Þorsteinsson hafi gert full reikningsskil af Skammbeinstaðaumboði fyrir síðastliðið ár og biskupstíundum sem gjaldast áttu vorið 1661. Veitir biskup Magnúsi áframhaldandi umboð sitt yfir Skammbeinstaðaumboði og biskupstíundaumboði í Rangárvallasýslu. Dags. í Skálholti 28. október 1661.

Tekstklasse
234 (189r)
1622. Vitnisburður um Skálaness landamerki í Vopnafirði, Þórðar Jónssonar.
Rubrik

1622. Vitnisburður um Skálaness landamerki í Vopnafirði, Þórðar Jónssonar.

Bemærkning

Þórður Jónsson gefur vitnisburð um landamerki jarðarinnar Skálaness í Vopnafirði, að beiðni Odds Einarssonar biskups í Skálholti. Dags. í Krossavík í Vopnafirði 1. ágúst 1622. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

235 (189v-190r)
Vitnisburður um landamerki Torfastaða í Vopnafirði.
Rubrik

Vitnisburður um landamerki Torfastaða í Vopnafirði.

Bemærkning

Björn Jónsson gefur vitnisburð um landamerki jarðarinnar Torfastaða í Vopnafirði. Dags. í Skálholti 27. júní 1623. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1661.

Á eftir kemur ónúmerað bréf, skrifað inn í eyðu í bókinni. Titill bréfsins er: Meðkenning séra Magnúsar Péturssonar uppá tvö ásauðarkúgildi í Skaftártungu tilsögð af Bjarna Eiríkssyni biskupsins vegna. Dags. að Kirkjubæ á síðu 27. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 7. maí 1662.

236 (190v-191v)
Eignarskiptabréf á 20 hundruðum í Auðólfstöðum í Langadal norður milli Teits Björnssonar og Jóns Einarssonar, eftir höfuðbréfinu innsigluðu hér inn rétt útskrifað.
Rubrik

Eignarskiptabréf á 20 hundruðum í Auðólfstöðum í Langadal norður milli Teits Björnssonar og Jóns Einarssonar, eftir höfuðbréfinu innsigluðu hér inn rétt útskrifað.

Bemærkning

Afrit gert eftir frumriti eignaskiptabréfs með fjórum hangandi innsiglum. Í bréfinu er eignaskiptasamningur á milli Teits Björnssonar og Jóns Einarssonar þar sem þeir skipta jörðinni Auðólfsstöðum í Langadal sín á milli, en þeir áttu báðir sinn hvorn 20 hundraða hlutinn í jörðinni. Dags. á Auðólfsstöðum 8. maí 1605. Afrit dags. í Skálholti 30. október 1661.

Tekstklasse
237 (192r)
Meðkenning Hjalta Jónssonar í austfjörðum uppá afgjöld meðtekin af jörðum Bjarna Eiríkssonar fyrir austan, til umskipta millum biskupsins og hans anno 1661, 14. oktobris.
Rubrik

Meðkenning Hjalta Jónssonar í austfjörðum uppá afgjöld meðtekin af jörðum Bjarna Eiríkssonar fyrir austan, til umskipta millum biskupsins og hans anno 1661, 14. oktobris.

Ansvarlig

Brevskriver : Hjalti Jónsson

Bemærkning

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, kvittar fyrir að hann hafi meðtekið afgjöld af landsetum Bjarna Eiríkssonar á Austfjörðum. Dags. að Meðalnesi 14. október 1661. Afrit dags. í Skálholti 22. nóvember 1661.

Tekstklasse
238 (192v)
Útskrift af bréfi Halldórs Brynjólfssonar Pétri Bjarnasyni tilskrifuðu.
Rubrik

Útskrift af bréfi Halldórs Brynjólfssonar Pétri Bjarnasyni tilskrifuðu.

Ansvarlig

Brevskriver : Halldór Brynjólfsson

Bemærkning

Halldór Brynjólfsson tilkynnir Pétri Bjarnasyni eldri að hann hafi tekið við léni fjögurra konungsjarða sem voru áður lénsjarðir Péturs. Þetta voru jarðirnar Hestgerði, Uppsalir, Kross og Brimnes. Í bréfinu segir Halldór að kúgildi á jörðunum séu færri en veitingarbréf hans segi til um og biður hann Pétur "vinsamlega og alvarlega" að sjá til þess að kúgildaeign jarðanna verði í samræmi við veitingarbréfið ekki síðar en um næstu fardaga. Halldór skrifaði einnig Hjalta Jónssyni, umboðsmanni Brynjólfs biskups á Austfjörðum, þar sem hann krafðist þess að Pétur kæmi kúgildaeign jarðanna í samt lag. Sjá bréf nr. 113-114, 119 og 252. Dags. í Skálholti 16. nóvember 1661. Afrit dags. í Skálholti 16. nóvember 1661.

Tekstklasse
239 (192v-193r)
Útskrift af kröfu Halldórs Brynjólfssonar við Pétur Bjarnason sendri Hjalta Jónssyni.
Rubrik

Útskrift af kröfu Halldórs Brynjólfssonar við Pétur Bjarnason sendri Hjalta Jónssyni.

Ansvarlig

Brevskriver : Halldór Brynjólfsson

Modtager : Hjalti Jónsson

Bemærkning

Bréf Halldórs Brynjólfssonar sent Hjalta Jónssyni, umboðsmanni jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum. Í bréfinu krafðist Halldór þess að Pétur Bjarnason eldri afhenti öll þau kúgildi sem fylgja áttu konungsjörðunum Hestgerði og Uppsölum í Hornafirði, Krossi í Mjóafirði og Brimnesi á Seyðisfirði. Gaf hann Pétri frest til næstkomandi fardaga til að koma kúgildaeign jarðanna í samt lag, að öðrum kosti yrði Halldór að beita hann sektargreiðslum. Sjá bréf nr. 251. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 16. nóvember 1661.

Tekstklasse
240 (193r-194r)
Útskrift af umboðsbréfi Halldórs Brynjólfssonar gefnu Hjalta Jónssyni.
Rubrik

Útskrift af umboðsbréfi Halldórs Brynjólfssonar gefnu Hjalta Jónssyni.

Ansvarlig

Brevskriver : Halldór Brynjólfsson

Modtager : Hjalti Jónsson

Bemærkning

Í bréfinu veitir Halldór Brynjólfsson Hjalta Jónssyni umboð sitt til að sækja, krefja, heimta og meðtaka þau kúgildi sem fylgja áttu lénsjörðum hans sem Pétur Bjarnason eldri hafði áður sem lén. Þetta voru konungsjarðirnar Hestgerði og Uppsalir í Hornafirði, Kross í Mjóafirði og Brimnes á Seyðisfirði. Pétur hefði átt að afhenda Halldóri jarðirnar með fullri kúgildaeign um síðustu fardaga, sumarið 1661. Halldór veitti Hjalta einnig umboð sitt til að sækja Pétur til laga og beita hann sektargreiðslum ef þörf krefði. Skyldi Hjalti nú, í votta viðurvist, lesa eða láta lesa kröfubréf Halldórs yfir Pétri þrisvar sinnum og senda Halldóri staðfestingu í hvert sinn. Sjá bréf nr. 113-114, 119 og 251-252. Dags. í Skálholti 16. nóvember 1661. Afrit dags. í Skálholti 16. nóvember 1661.

Tekstklasse
241 (194r-195r)
Sendibréf Sölva Gunnlaugssonar biskupinum tilskrifuðu með Katli Eiríkssyni anno 1661, 15. novembris um Þorvaldsstaði á Ströndum austur.
Rubrik

Sendibréf Sölva Gunnlaugssonar biskupinum tilskrifuðu með Katli Eiríkssyni anno 1661, 15. novembris um Þorvaldsstaði á Ströndum austur.

Bemærkning

Sendibréf Sölva Gunnlaugssonar til Brynjólfs biskups. Hjalti Jónsson hafði, fyrir hönd biskups, falast eftir kaupum á jörð Sölva, Þorvaldsstöðum, en Sölvi hafði erft jörðina eftir föður sinn vorið 1661. Í staðinn bauð biskup Sölva hluta af jörðinni Skjöldólfsstöðum og hálfa jörðina Hjarðarhaga. Sölvi segir í bréfinu að hann geti ekki gengið að þessum jarðaskiptum þar sem þessir tveir jarðarhlutar séu mun verri kostur en Þorvaldsstaðir. Sölvi segist tilbúinn að selja biskupi Þorvaldsstaði fyrir allan Hjarðarhaga, sem var 9 hundruð að dýrleika, auk Skjöldólfsstaðapartsins, sem reiknaðist 5 hundruð að dýrleika. Sölvi segist þó ógjarnan vilja selja jörð sína og verði hún engum öðrum föl nema Brynjólfi biskup. Dags. 16. september 1661. Afrit dags. í Skálholti 17. nóvember 1661.

Tekstklasse
242 (195v-196v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 5 hundruðum í Írafelli í Kjós fyrir 5 hundruð og 5 aura í Efstabæ í Skorradal af Oddi Eiríkssyni.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins fyrir 5 hundruðum í Írafelli í Kjós fyrir 5 hundruð og 5 aura í Efstabæ í Skorradal af Oddi Eiríkssyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi Oddi Eiríkssyni tæpan þriðjungshlut í jörðinni Efstabæ í Skorradal, 5 hundruð og fimm aura að dýrleika. Á móti seldi Oddur Brynjólfi biskup fjórðungshlut í jörðinni Írafelli í Kjós, 5 hundruð að dýrleika. Dags. í Skálholti 26. nóvember 1661.

Tekstklasse
243 (197r)
Tíundareikningur Jóns Ásmundssonar af Árnessýslu biskupstíundum sem gjörðust 1660 um haustið en greiðast áttu 1661 um vorið.
Rubrik

Tíundareikningur Jóns Ásmundssonar af Árnessýslu biskupstíundum sem gjörðust 1660 um haustið en greiðast áttu 1661 um vorið.

Bemærkning

Jón Ásmundsson á Hömrum gerir skil á biskupstíundum úr Árnessýslu sem gjaldast áttu vorið 1661. Dags. í Skálholti 16. desember 1661.

Tekstklasse
244 (197v)
Kvittantia Jóns Ásmundssonar um Hamra, sjávar og biskupstíunda umboð í Árnessýslu. Anno 1661, 18. desembris.
Rubrik

Kvittantia Jóns Ásmundssonar um Hamra, sjávar og biskupstíunda umboð í Árnessýslu. Anno 1661, 18. desembris.

Bemærkning

Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Jón Ásmundsson hafi staðið skil á afgjöldum og inntektum í Hamraumboði Skálholtsstaðar auk biskupstíundaumboðs í Árnessýslu. Dags. í Skálholti 18. desember 1661.

Tekstklasse
245 (198r-201v)
Umboðsbréf Jóns Ásmundssonar yfir Grímsnesumboði og út með sjó. Item biskupstíunda í Árnessýslu.
Rubrik

Umboðsbréf Jóns Ásmundssonar yfir Grímsnesumboði og út með sjó. Item biskupstíunda í Árnessýslu.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir Jóni Ásmundssyni áframhaldandi ráðsmannsumboð yfir jörðum Skálholtsstaðar í Grímsnesi og Ölfusi og sjávarútvegsumboð í Þorlákshöfn, Selvogi, Herdísarvík og Grindavík. Einnig veitir hann Jóni áframhaldandi biskupstíundaumboð í Árnessýslu. Í bréfinu er gerð ítarleg grein fyrir öllum skyldum umboðsmanns. Dags. í Skálholti 18. maí 1660. Afrit dags. í Skálholti 30. desember 1661.

Tekstklasse
246 (202r-202v)
Um veikindi og meinsemd á fæti Jóns Gissurssonar skólapilts.
Rubrik

Um veikindi og meinsemd á fæti Jóns Gissurssonar skólapilts.

Bibliografi

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 125-126. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Bemærkning

Í bréfinu er lýst meinsemd á fæti Jóns Gissurssonar skólapilts í Skálholti, en hann hlaut slæman áverka eftir að hestur sló hann um haustið, á meðan hann var enn heima við á Austfjörðum. Þegar hann snéri aftur í Skálholtsskóla var fóturinn nær gróinn en nú var hann orðinn stokkbólginn upp undir kálfa og ástandið orðið svo alvarlegt að ekki var lengur óhætt að láta við svo búið standa. Var afráðið að koma piltinum strax undir læknishendur til Jóns Sigurðssonar í Káranesi. Á eftir bréfinu er yfirlýsing Jóns Gissurssonar þar sem hann biður Brynjólf biskup um aðstoð við að komast undir læknishendur. Á Alþingi sumarið 1662 greiddi Brynjólfur biskup Jóni Sigurðssyni 10 ríkisdali fyrir að græða sár Jóns Gissurssonar. Sjá AM 274 fol., nr. 62. Dags. í Skálholti 5. nóvember 1661.

Tekstklasse
247 (203r-203v)
Dómur um Ólaf Pálsson.
Rubrik

Dómur um Ólaf Pálsson.

Bemærkning

Afrit af bréfi sem skrifað var að Saurbæ árið 1643. Á hreppsstjórnarþingi að Saurbæ kváðu sex dómkvaddir menn upp úrskurð sinn um Ólaf Pálsson ómaga, en Teiti Helgasyni hafði verið gert að veita honum framfærslu. Var Teiti stefnt til þingsins að Saurbæ og virtist dómsmönnum að hann hafi ekki gert fulla grein fyrir sínum peningum í aðsjónarbréfi sem hann lagði fyrir þingið. Í bréfinu voru ekki taldar til jarðir og aðrar eignir sem Teitur var augljós eigandi að. Virtist dómkvöddum mönnum ljóst að Teitur hefði tök á að veita þessum ómaga framfærslu, nema Teitur gæti lagt fram sannanir sem sýndu fram á annað. Dómurinn var staðfestur af Þórði Henrikssyni sýslumanni. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. að Saurbæ 3. október 1643. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Tekstklasse
248 (203v-204v)
Aðsjón á peningum Teits.
Rubrik

Aðsjón á peningum Teits.

Bemærkning

Í bréfinu vottuðu hjónin Teitur Helgason og Arnfríður Rafnsdóttir að fyrir nokkrum árum hafi þau gefið Árna Oddssyni lögmanni í próventugjöf alla sína peninga, fasta og lausa, kvika og dauða, þeim til framfæris meðan þau lifðu. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. að Höfn í Melasveit 18. september 1646. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Tekstklasse
249 (204v-207r)
Copium af bréfi Nikulásar.
Rubrik

Copium af bréfi Nikulásar.

Bemærkning

Bréf Nikulásar Magnússonar til hreppsstjóra og ábúenda í Strandarhrepp þar sem hann tilkynnir að þó Teiti Helgasyni beri samkvæmt lögum að annast framfærslu Ólafs Pálssonar ómaga þá hafi hann um síðastliðin þrjú ár haft þurfandi systur sína, Valgerði, til framfæris. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. 8. september 1646. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Á eftir bréfinu er útskrift af dómi gerðum á héraðsþingi að Leirá þar sem Teitur Helgason bar fram lögvarnir um að sér bæri ekki að annast framfærslu Ólafs Pálssonar ómaga. Sér í lagi þar sem þau hjón hefðu gefið Árna Oddssyni lögmanni í próventugjöf allar sínar eignir, þar á meðal hálfa jörðina Höfn í Melasveit, 20 hundruð að dýrleika, og hálfa jörðina Reyki í Lundarreykjadal, 8 hundruð að dýrleika. Var próventugjörningurinn gerður 21. janúar 1642. Dómkvaddir menn dæmdu Teiti í vil að honum bæri ekki að framfæra Ólaf Pálsson. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. að Leirá 17. október 1646. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Ekkert bréf nr. 263.

Tekstklasse
250 (207r-207v)
Lögfesta Þórðar Henrikssonar.
Rubrik

Lögfesta Þórðar Henrikssonar.

Bemærkning

Þórður Henriksson tilkynnir opinberlega að hann sé eigandi jarðarinnar Óss, 12 hundruð að dýrleika, með öllum ökrum og engjum, skógum, vötnum og veiðistöðum, reka og landsnytjum, innan þeirra landamerkja sem skilgreind voru í lögfestunni. Engum sé heimilt að nýta land innan þessara landamerkja án heimildar Þórðar. Lögfestan var lesin upp á Heynessþingi 20. október 1646. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. í Heynesi 20. október 1646. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

251 (207v-208r)
Lögfesta Þórðar Henrikssonar fyrir Innra Hólmi.
Rubrik

Lögfesta Þórðar Henrikssonar fyrir Innra Hólmi.

Bemærkning

Þórður Henriksson tilkynnir opinberlega að hann sé eigandi jarðarinnar Innra Hólma á Akranesi, með öllum ökrum og engjum, skógum, vötnum og veiðistöðum, kirkjueign, reka og landsnytjum, innan þeirra landamerkja sem skilgreind voru í lögfestunni. Engum sé heimilt að nýta land innan þessara landamerkja án heimildar Þórðar. Lögfestan var lesin upp á Heynessþingi 20. október 1646. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. í Heynesi 20. október 1646. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Ekkert bréf nr. 266.

252 (208r-208v)
Kaupbréf fyrir 12 hundruðum í Ósi.
Rubrik

Kaupbréf fyrir 12 hundruðum í Ósi.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Þórður Henriksson seldi Guðrúnu Ólafsdóttur 12 hundraða hlut í jörðinni Ósi á Akranesi. Á móti seldi Guðrún Þórði 12 hundraða hlut í jörðinni Neslöndum við Mývatn. Þórður fékk áfram heimild til vetrarbeitar í landi Óss fyrir hundrað sauði með hússtöðu og garði fyrir hey. Einnig samþykkti Guðrún að Þórður hefði árlega heyslátt fyrir 40 hesta og greiddi fyrir 20 álnir. Lofaði Guðrún að útvega samþykki eiginmanns síns, Hermanns Pálssonar, fyrir jarðaskiptunum og senda það Þórði. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. á Þingvöllum 29. júlí 1647. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Tekstklasse
253 (209r-210v)
Dómur um Seljadalsland milli Einars Illugasonar og Sigurðar Guðmundssonar 1649.
Rubrik

Dómur um Seljadalsland milli Einars Illugasonar og Sigurðar Guðmundssonar 1649.

Bemærkning

Dómur kveðinn upp á héraðsþingi á Reynivöllum í Kjós að beiðni Þórðar Henrikssonar sýslumanns. Málið snérist um deilur á milli Sigurðar Guðmundssonar og sr. Einars Illugasonar um eignarhald Reynivallakirkju á Seljadalslandi. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. á Reynivöllum í Kjós 7. maí 1649. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Tekstklasse
254 (210v-211r)
Dómur um framfæri barna Ara heitins Ólafssonar útnefndur af Þórði Henrikssyni.
Rubrik

Dómur um framfæri barna Ara heitins Ólafssonar útnefndur af Þórði Henrikssyni.

Bemærkning

Dómur kveðinn upp á héraðsþingi í Skorradal um börn Ara heitins Ólafssonar og hverjum bæri skylda til að annast framfærslu þeirra. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. 12. maí 1649. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Tekstklasse
255 (211r-212r)
Copium af kaupbréfi fyrir Svarfhóli.
Rubrik

Copium af kaupbréfi fyrir Svarfhóli.

Bemærkning

Afrit af jarðabréfi þar sem Vilhjálmur Oddsson seldi Vigfúsi Jónssyni 5 hundraða hlut í jörðinni Svarfhóli í Svínadal fyrir 3 kýr, 3 ásauðar kúgildi og 6 fjórðunga smjörs. Í bréfinu er að finna lýsingu á landamerkjum jarðarinnar Svarfhóls. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 7. dag jóla 1575. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

256 (212r-212v)
Landamerkjabréf fyrir Beitistöðum.
Rubrik

Landamerkjabréf fyrir Beitistöðum.

Bemærkning

Í bréfinu seldi Sigurður Jónsson Henrik Gíslasyni alla jörðina Beitistaði í Leirársveit, 12 hundruð að dýrleika. Einnig er í bréfinu lýst landamerkjum jarðarinnar Beitistaða. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. að Leirá 15. september 1623. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

257 (212v-213r)
Dómur um próventugjöf Páls Teitssonar biskupinum.
Rubrik

Dómur um próventugjöf Páls Teitssonar biskupinum.

Bemærkning

Afrit af dómi sem kveðinn var upp á leiðarþingi að Leiðmóti við Laxá 28. júlí 1651. Sex dómkvaddir menn voru fengnir til að meta hvort próventugjöf Páls Teitssonar og systkina hans til Brynjólfs biskups stæðist lög. Voru þeir sammála um að próventugjörningurinn væri löglegur svo framarlega sem ómaga sem Páll hafði til framfæris, Snjólaugu, væri tryggð áframhaldandi framfærsla. Bréfið er afskrift úr þingbók Þórðar Henrikssonar sýslumanns í Borgarfirði. Dags. að Leiðmóti við Laxá 28. júlí 1651. Afrit dags. í Skálholti 8. október 1661.

Tekstklasse
258 (213v-214v)
Kaupbréf Vigfúsa Jónssonar fyrir Kalastöðum af bróður sínum Ásmundi Jónssyni. Item uppgjöf séra Böðvars Eyjólfssonar og Páls sonar hans á Kalastaða kaupi gjört 1567.
Rubrik

Kaupbréf Vigfúsa Jónssonar fyrir Kalastöðum af bróður sínum Ásmundi Jónssyni. Item uppgjöf séra Böðvars Eyjólfssonar og Páls sonar hans á Kalastaða kaupi gjört 1567.

Bemærkning

Afrit af tveimur jarðagjörningsbréfum frá árinu 1567 og 1568. Í fyrra bréfinu lýsti Ásmundur Jónsson yfir að hann hefði slitið jarðagjörningi þar sem hann lofaði að selja sr. Böðvari Eyjólfssyni jörðina Kalastaði. Í staðinn seldi hann bróður sínum, Vigfúsi Jónssyni, alla jörðina Kalastaði. Á móti seldi Vigfús Jónsson bróður sínum, Ásmundi Jónssyni, alla jörðina Mosstaði í Skorradal, 30 hundruð að dýrleika, og Snældubeinsstaði í Nyrðri Reykjadal, 30 hundruð að dýrleika. Dags. á Indriðastöðum í Skorradal á Mikaelsmessu um haustið 1567. Afrit dags. í Skálholti 1662.

Í seinna bréfinu lýsa feðgarnir sr. Böðvar Eyjólfsson og Páll Böðvarsson yfir að þeir gefi frá sér allt tilkall til jarðarinnar Kalastaða. Dags. að Hvammi í Kjós Sankti Andreas apostoli dag 1568. Afrit dags. í Skálholti 1662.

Tekstklasse
259 (215v-215r)
Dómur um Kalastaða bréf.
Rubrik

Dómur um Kalastaða bréf.

Bemærkning

Dómkvaddir menn rannsökuðu og dæmdu mál þar sem Vigfús Jónsson kærði Pál Böðvarsson fyrir að afhenda sér ekki þau gjörningsbréf er vörðuðu afsal á tilkalli feðganna sr. Böðvars Eyjólfssonar og Páls Böðvarssonar til jarðarinnar Kalastaða. Bræðurnir Vigfús og Ásmundur Jónssynir höfðu áður greitt þeim feðgum 3 hundruð fyrir að afhenda þessi bréf. Voru feðgarnir sr. Böðvar og Páll dæmdir skyldugir til að afhenda Vigfúsi og Ásmundi gjörningsbréfin innan hálfs mánaðar. Sjá bréf nr. 273. Dags. að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd næsta dag eftir Maríumessu fyrri 1570. Afrit dags. í Skálholti 1662.

Tekstklasse
260 (215v-216v)
Kaupbréf Orms Vigfússonar fyrir 30 hundruðum í Kalastöðum af móður sinni Ragnhildi Þórðardóttur. Item kaupbréf Illuga Vigfússonar fyrir hálfum Kalastöðum af Ormi Vigfússyni 1602.
Rubrik

Kaupbréf Orms Vigfússonar fyrir 30 hundruðum í Kalastöðum af móður sinni Ragnhildi Þórðardóttur. Item kaupbréf Illuga Vigfússonar fyrir hálfum Kalastöðum af Ormi Vigfússyni 1602.

Bemærkning

Afrit af tveimur jarðabréfum frá árinu 1602. Í fyrra bréfinu seldi Ormur Vigfússon móður sinni, Ragnhildi Þórðardóttur, alla jörðina Syðri Fossa í Andakýl, 15 hundruð að dýrleika, og 5 hundraða hlut í jörðinni Flekkudal í Kjós. Á móti seldi Ragnhildur syni sínum 20 hundraða hlut í jörðinni Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd og afhenti honum 10 hundraða hlut í sömu jörð í arf. Þessi 30 hundraða hlutur var samtals helmingshlutur í jörðinni. Dags. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 3. desember 1602. Afrit dags. í Skálholti í janúar 1662.

Í síðara bréfinu seldi Illugi Vigfússon bróður sínum Ormi Vigfússyni, með samþykki konu sinnar Cæcilíu Arngrímsdóttur, hálfa jörðina Svefneyjar á Breiðafirði, 20 hundruð að dýrleika, og jörðina Höllustaði í Króksfirði, 12 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Ormur Illuga hálfa jörðina Kalastaði á Hvalfjarðarströnd, 30 hundruð að dýrleika. Dags. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 3. desember 1602. Afrit dags. í Skálholti í janúar 1662.

Tekstklasse
261 (216v-217r)
Dómur um Kalastaða skipti.
Rubrik

Dómur um Kalastaða skipti.

Bemærkning

Afrit af dómi þar sem sex dómkvaddir menn voru fengnir til að meta hvort Ragnhildur Þórðardóttir væri löglegur eigandi jarðarinnar Kalastaða eftir andlát eiginmanns hennar, Vigfúsar Jónssonar, og hvort henni væri heimilt að ráðstafa jörðinni að vild. Úrskurðaði dómurinn að hún væri löglegur eigandi jarðarinnar samkvæmt kaupmálabréfi hennar og Vigfúsar. Dags. að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 2. október 1595. Afrit dags. í Skálholti í janúar 1662.

Tekstklasse
262 (217v-218r)
Vitnisburðir um Kalastaða landamerki útgefnir anno 1596 og 1653.
Rubrik

Vitnisburðir um Kalastaða landamerki útgefnir anno 1596 og 1653.

Bemærkning

Afrit af þremur vitnisburðarbréfum um landamerki jarðarinnar Kalastaða á Hvalfjarðarströnd. Þetta voru vitnisburðir Þórðar Guðmundssonar lögmanns, Árna Gíslasonar lögréttumanns á Ytra Hólmi og Böðvars Þorvarðssonar. Vitnisburður Þórðar var dags. á Hvítárvöllum 1. mars 1596. Vitnisburður Árna var dags. á Ytra Hólmi á Akranesi 13. desember 1653. Vitnisburður Böðvars var dags. á Innra Hólmi á Akranesi 13. desember 1653. Afrit dags. í Skálholti 1662.

263 (218v-219r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 11 hundruðum í Stóra Steinsvaði í Austfjörðum á Útmannasveit af Þorvarði Magnússyni vegna Orms Vigfússonar 1661.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 11 hundruðum í Stóra Steinsvaði í Austfjörðum á Útmannasveit af Þorvarði Magnússyni vegna Orms Vigfússonar 1661.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Ormur Vigfússon seldi Brynjólfi biskup 11 hundraða hlut í jörðinni Stóra Steinsvaði á Útmannasveit. Í staðinn seldi Brynjólfur biskup Ormi alla jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík, sex hundruð að dýrleika, eða sex hundraða hlut í jörðinni Gullberastöðum í Lundarreykjadal. Þar að auki fékk Ormur til eignar 5 hundraða hlut í jörðinni Eystra Miðfelli í Strandarhrepp. Þorvarður Magnússon gerði jarðasamninginn við Brynjólf biskup í skriflegu umboði Orms Vigfússonar. Sjá bréf nr. 279. Dags. að Hvalfjarðareyri 16. ágúst 1661.

Tekstklasse
264 (219r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Ormur Vigfússon gefur Þorvarði Magnússyni skriflegt umboð sitt til að semja um sölu á jörðinni Stóra Steinsvaði við Brynjólf biskup. Sjá bréf nr. 278. Dags. í Vestmannaeyjum 9. júní 1661. Afrit dags. að Hvalfjarðareyri 16. ágúst 1661.

Tekstklasse
265 (219v)
Seðill frá Skálholti um barnsfaðerni Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sendur til Hruna með séra Þórði Þorleifssyni og séra Árna Halldórssyni anno 1662, þann 15. febrúar.
Rubrik

Seðill frá Skálholti um barnsfaðerni Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sendur til Hruna með séra Þórði Þorleifssyni og séra Árna Halldórssyni anno 1662, þann 15. febrúar.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups sent til Hruna með sr. Þórði Þorleifssyni og sr. Árna Halldórssyni. Hann færir þær fréttir til Hruna að Ragnheiður Brynjólfsdóttir hafi alið barn í Bræðratungu þann 15. febrúar og lýst yfir að Daði Halldórsson sé faðir barnsins. Óskar biskup eftir svari frá Daða um hvort hann gangist við barnsfaðerninu eður ei og sendi strax svar til baka með þeim sr. Þórði og sr. Árna. Ef hann gangist við faðerninu þá skuli hann láta sækja barnið til Bræðratungu sem allra fyrst og koma því í uppfóstur. Dags. í Skálholti 19. febrúar 1662.

266 (219v-220r)
Svar Daða Halldórssonar uppá þennan seðil frá Hruna skrifað og handskriftað með hans eigin hendi.
Rubrik

Svar Daða Halldórssonar uppá þennan seðil frá Hruna skrifað og handskriftað með hans eigin hendi.

Bemærkning

Í bréfinu játar Daði Halldórsson að hann sé faðir barnsins sem Ragnheiður Brynjólfsdóttir ól í Bræðratungu 15. febrúar 1662. Segir Daði að foreldrar hans hafi lofað að láta sækja barnið til Bræðratungu og uppfóstra það vel og ærlega. Dags. í Hruna 19. febrúar 1662. Afrit dags. í Skálholti 20. febrúar 1662.

Á blaði 220v er byrjunin á bréfi nr. 282 yfirstrikað. Bréf nr. 282 er nokkuð breytt.

267 (221r-225v)
Anno 1662 þann 25. febrúar gjörði ærlegur mann Bjarni Eiríksson svofelldan reikning af ráðsmannsumboði fyrir afgjöld sem til féllu 1661 í fardögum.
Rubrik

Anno 1662 þann 25. febrúar gjörði ærlegur mann Bjarni Eiríksson svofelldan reikning af ráðsmannsumboði fyrir afgjöld sem til féllu 1661 í fardögum.

Bemærkning

Bjarni Eiríksson ráðsmaður Skálholtsstaðar skilar til Brynjólfs biskups reikningi yfir meðtekin afgjöld í ráðsmannsumboði sínu sem gjaldast áttu í fardögum 1661. Dags. 25. febrúar 1662. Afrit dags. í Skálholti 27. febrúar 1662.

Tekstklasse
268 (225v-226v)
Smjöraskiptareikningur millum biskupsins og ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar 1661.
Rubrik

Smjöraskiptareikningur millum biskupsins og ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar 1661.

Bemærkning

Bjarni Eiríksson ráðsmaður Skálholtsstaðar skilar til Brynjólfs biskups reikningi yfir meðtekin smjörgjöld í ráðsmannsumboði hans sem gjaldast áttu árið 1661. Dags. í Skálholti 28. febrúar 1662.

Tekstklasse
269 (226v-227r)
Qvittantia Bjarna Eiríkssonar fyrir ráðsmanns umdæmi 1661.
Rubrik

Qvittantia Bjarna Eiríkssonar fyrir ráðsmanns umdæmi 1661.

Bemærkning

Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Bjarni Eiríksson hafi staðið skil á afgjöldum í ráðsmannsumboði Skálholtsstaðar frá fardögum 1661. Dags. í Skálholti 28. febrúar 1662.

Tekstklasse
270 (227r-227v)
Áminning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem lesast á yfir séra Þórði Sveinssyni, send prof. séra Jóni Arasyni.
Rubrik

Áminning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem lesast á yfir séra Þórði Sveinssyni, send prof. séra Jóni Arasyni.

Bemærkning

Áminningarbréf Brynjólfs biskups sent sr. Jóni Arasyni prófasti í Ísafjarðarsýslu en sr. Jóni bar að lesa bréfið yfir sr. Þórði Sveinssyni. Sr. Þórður hafði gerst sekur um að predika í sóknum sr. Sigurðar Jónssonar án hans leyfis eða samþykkis. Áminnir biskup sr. Þórð fyrir þetta embættisbrot og ef hann láti ekki af þessari hegðun þá muni prófastur kalla hann fyrir dóm á næstu prestastefnu þar sem hann eigi yfir höfði sér embættismissi. Einnig áminnir biskup sóknarmenn í Ögurs og Eyrarþingum að þiggja enga þjónustugjörð frá sr. Þórði án samþykkis sr. Sigurðar Jónssonar sóknarprests. Dags. í Skálholti 22. mars 1662.

Tekstklasse
271 (227v-228v)
Vígslubréf séra Þorsteins Gunnlaugssonar capelláns til Eydalasókna 1662.
Rubrik

Vígslubréf séra Þorsteins Gunnlaugssonar capelláns til Eydalasókna 1662.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups til sr. Halldórs Eiríkssonar sóknarprests í Eydölum og sóknarmanna Eydalakirkjusóknar. Í bréfinu tilkynnir biskup að samkvæmt bón sr. Halldórs hafi hann vígt Þorstein Gunnlaugsson sem aðstoðarprest í Eydalakirkjusókn. Var Þorsteinn prestvígður í dómkirkjunni í Skálholti 23. mars 1662. Dags. í Skálholti 23. mars 1662.

Tekstklasse
272 (228v-229v)
Bréf biskupsins til prestanna fyrir vestan um tillag séra Halldórs Jónssonar á Ölvastöðum.
Rubrik

Bréf biskupsins til prestanna fyrir vestan um tillag séra Halldórs Jónssonar á Ölvastöðum.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups til sr. Sigurðar Oddssonar prófasts í Borgarfirði, sr. Þórðar Jónssonar í Hítardal, sr. Björns Snæbjörnssonar að Staðarstað, Sr. Halldórs Jónssonar í Reykholti og sr. Vigfúsar Illugasonar að Setbergi. Í bréfinu tilkynnti biskup þeim um aðstæður sr. Halldórs Jónssonar sem vegna aldurs og veikinda neyddist til að láta af embætti sóknarprests í Borgar og Álftaneskirkjum á Mýrum. Óskaði biskup eftir aðstoð prestanna fyrir vestan við uppihald þessa fátæka og aldraða prests. Lagði biskup til að framlag kirknanna á Vesturlandi yrði samanlagt 5 hundruð. Dags. í Skálholti 23. mars 1662.

Tekstklasse
273 (230r-230v)
Umboðsbréf Þorvarði Magnússyni útgefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til að vera fyrir skiptum á Kalastöðum. Item til að afhenda Innsta Vog Þórarni Illugasyni - 1662.
Rubrik

Umboðsbréf Þorvarði Magnússyni útgefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til að vera fyrir skiptum á Kalastöðum. Item til að afhenda Innsta Vog Þórarni Illugasyni - 1662.

Bemærkning

Brynjólfur biskup veitir Þorvarði Magnússyni skriflegt umboð sitt til að móttaka tvo hluti í jörðinni Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd af bræðrunum sr. Einari og Þórarni Illugasonum, en afhending þessara jarðarhluta skyldi fara fram vorið 1662. Einnig veitti biskup Þorvarði umboð til að afhenda Þórarni Illugasyni jörðina Innsta Vog á Akranesi. Dags. í Skálholti 25. mars 1662.

Tekstklasse
274 (231r-231v)
Kvittantia Þorvarðs Magnússonar uppá Heyness umboðs meðferð 1662.
Rubrik

Kvittantia Þorvarðs Magnússonar uppá Heyness umboðs meðferð 1662.

Bemærkning

Brynjólfur biskup lýsir yfir að Þorvarður Magnússon hafi staðið skil á öllum afgjöldum og landskuld dómkirkjujarðanna í Heynessumboði, auk fullra reikningsskila á skipaútgerðarumboði Skálholtsstaðar á Akranesi og í Hvalfirði. Dags. í Skálholti 25. mars 1662.

Tekstklasse
275 (231v-232v)
Bréf biskupsins til prestanna í Snæfellssýslu um prófasts útvalning 1662.
Rubrik

Bréf biskupsins til prestanna í Snæfellssýslu um prófasts útvalning 1662.

Bemærkning

Bréf Brynjólfs biskups til prestanna í Snæfellssýslu þar sem hann tilsegir þeim að halda prestastefnu til að velja nýjan prófast í sýsluna. Ef þeir geti ekki komið sér saman um tíma og stað fyrir prestastefnuna þá muni sr. Björn Snæbjörnsson á Staðarstað taka þessa ákvörðun í umboði biskups. Vill biskup að útvalning nýs prófasts liggi fyrir í síðasta lagi um næstu fardaga. Dags. í Skálholti 26. mars 1662.

Tekstklasse
276 (232v-233r)
Vitnisburður um landamerki á millum Launasholts og Keraugastaða á Landi.
Rubrik

Vitnisburður um landamerki á millum Launasholts og Keraugastaða á Landi.

Bemærkning

Vitnisburður Beinteins Ólafssonar um landamerki á milli jarðanna Launasholts (Lunansholts)og Keraugastaða í Rangárþingi. Dags. á Hjallanesi á Landi 10. október 1661. Afrit dags. í Skálholti 31. mars 1662.

277 (233v-235v)
Vitnisburðir uppá gjöf og vilja Halldóru sálugu Jónsdóttur sem hún gefið og tilætlað hafði sínum sonarsyni Árna Jónssyni.
Rubrik

Vitnisburðir uppá gjöf og vilja Halldóru sálugu Jónsdóttur sem hún gefið og tilætlað hafði sínum sonarsyni Árna Jónssyni.

Bemærkning

Fjögur vitnisburðarbréf um gjöf Halldóru heitinnar Jónsdóttur, tengdamóður Brynjólfs biskups, til sonarsonar hennar Árna Jónssonar. Katrín Melchiorsdóttir, þjónustustúlka Halldóru, gaf vitnisburð í Skálholti um að Halldóra hefði óskað eftir að sonarsonur hennar, Árni Jónsson, erfði þá ríkisdali sem hún lét eftir sig auk 10 hundraða jarðarparts. Sama vitnisburð gáfu þau Sólveig, Þorsteinn og Jón sem höfðu þjónað Halldóru til fjölda ára, Gísli Jónsson og Guðmundur Gíslason sem og sr. Árni Halldórsson sem gaf sinn vitnisburð í Skálholti 4. apríl 1662. Dags. í Skálholti 27. mars 1662, að Kotlaugum í Hrunamannahrepp 1. apríl 1662, að Skriðufelli í Eystra Hrepp 2. apríl 1662 og í Skálholti 4. apríl 1662. Afrit af fyrstu þremur vitnisburðarbréfunum dags. í Skálholti 3. apríl 1662.

Tekstklasse
278 (235v-236v)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 30 hundruðum í jörðinni Holti í Svarfaðardal af séra Magnúsi Péturssyni fyrir lausafé 1662.
Rubrik

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 30 hundruðum í jörðinni Holti í Svarfaðardal af séra Magnúsi Péturssyni fyrir lausafé 1662.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem sr. Magnús Pétursson, prófastur í Skaftafellssýslu, seldi Brynjólfi biskup 30 hundraða hlut í jörðinni Holti í Svarfaðardal, sem voru þrír fjórðungshlutar jarðarinnar. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup sr. Magnúsi og Sigríði Sigurðardóttur, konu hans, 60 hundruð í lausafé. Dags. í Skálholti 6. apríl 1662.

Tekstklasse
279 (236v-237v)
Veitingabréf séra Magnúsar Péturssonar fyrir Hörgslandi og Keldunúpi.
Rubrik

Veitingabréf séra Magnúsar Péturssonar fyrir Hörgslandi og Keldunúpi.

Bemærkning

Í bréfinu veitti Brynjólfur biskup sr. Magnúsi Péturssyni, prófasti í Skaftafellssýslu, ábýli á kristfjárjörðinni Keldunúpi auk umboðs og umráða á hospítalsjörðinni Hörgslandi á Síðu. Einnig veitti Brynjólfur biskup sr. Magnúsi biskupstíundarumboð í Mýrdal, á milli Jökulsár á Sólheimasandi og Múlakvíslar. Dags. í Skálholti 7. apríl 1662.

Tekstklasse
280 (237v)
Handskrift Ólafs Jónssonar locats uppá meðtekna 20 ríkisdali í sitt kaup.
Rubrik

Handskrift Ólafs Jónssonar locats uppá meðtekna 20 ríkisdali í sitt kaup.

Bemærkning

Ólafur Jónsson kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt honum 20 ríkisdali í þessa árs kaup, en Ólafur starfaði sem heyrari við Skálholtsskóla. Dags. í Skálholti 9. apríl 1662.

Tekstklasse
281 (237v-241v)
Sáttmálabréf millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Halldórs Daðasonar, vegna Daða Halldórssonar uppá hans misferli. 1662.
Rubrik

Sáttmálabréf millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Halldórs Daðasonar, vegna Daða Halldórssonar uppá hans misferli. 1662.

Bemærkning

Í bréfinu er að finna sættargjörð á milli Brynjólfs biskups og bræðranna sr. Hallórs og sr. Jóns Daðasona um greiðslu miskabóta vegna legorðsmáls Daða Halldórssonar við Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Sættust þeir á að miskabæturnar skyldu vera hundrað hundruð, greidd í jarðarmagni og lausafé. Lýsti sr. Halldór yfir að Daði Halldórsson ætti í arf eftir sig og móður sína áttatíu hundruð, þar af helming jarðarinnar Hörgsholts í Hrunamannahrepp, 15 hundruð að dýrleika, og 65 hundruð í lausafé. Greiddi nú sr. Halldór biskupi þennan helmingshlut jarðarinnar Hörgsholts og seldi biskupi önnur 15 hundruð í jörðinni fyrir 30 hundruð í lausafé sem gekk upp í skuldina. Þar með eignaðist biskup alla jörðina. Einnig fékk biskup til eignar frá sr. Halldóri hálfa jörðina Geldingaholt í Eystri Hrepp, 10 hundruð að dýrleika. Frá Jóni Daðasyni, föðurbróður Daða, fékk biskup til eignar hálfa jörðina Skáldabúðir í Eystri Hrepp, 5 hundruð að dýrleika. Eftir stóð af skuldinni lausafé sem Daði Halldórsson skyldi greiða eftir samkomulagi og efnum Daða. Í samkomulaginu fólst einnig að Daði skyldi halda sig fjarri Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Brynjólfi biskup og hann skyldi ætíð sýna biskupi trúnað, hlýðni og hollustu innanlands sem utan. Dags. í Skálholti 11. apríl 1662.

282 (241v-242r)
Kvittantia Halldórs Einarssonar yfirbrita.
Rubrik

Kvittantia Halldórs Einarssonar yfirbrita.

Bemærkning

Halldór Einarsson yfirbryti í Skálholti skilar Brynjólfi biskup tveggja ára yfirbrytareikningi frá fardögum 1660 til apríl 1662. Dags. í Skálholti 14. apríl 1662.

Tekstklasse
283 (242v-243v)
Kaupbréf Helgu Magnúsdóttur fyrir 30 hundruðum í Holti í Svarfárdal af biskupinum M. Brynjólfi biskup fyrir 2 hundruð ríkisdali tólfrætt 1662.
Rubrik

Kaupbréf Helgu Magnúsdóttur fyrir 30 hundruðum í Holti í Svarfárdal af biskupinum M. Brynjólfi biskup fyrir 2 hundruð ríkisdali tólfrætt 1662.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi Helgu Magnúsdóttur í Bræðratungu 30 hundraða hlut í jörðinni Holti í Svarfaðardal “vegna þeirrar æru og staðfastrar dyggðar sem biskupinn og hans höfðu af henni þegið”. Setti Brynjólfur biskup það skilyrði að jörðin félli til eignar þremur dætrum Helgu. Með jörðinni fylgdu tvö innistæðukúgildi. Fyrir jörðina greiddi Helga tvö hundruð ríkisdali, tólfrætt, auk átta ríkisdala fyrir kúgildin. Dags. í Skálholti 20. apríl 1662.

Tekstklasse
284 (243v-245v)
Arftaka og skilmáli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Ragnheiði Brynjólfsdóttur. 1662.
Rubrik

Arftaka og skilmáli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Ragnheiði Brynjólfsdóttur. 1662.

Bemærkning

Sáttmáli Ragnheiðar Brynjólfsdóttur við foreldra sína, Brynjólf biskup og Margréti Halldórsdóttur, og bróður, Halldór Brynjólfsson, vegna legorðsmáls hennar við Daða Halldórsson. Vegna þess máls hafði Ragnheiður fyrirgert rétti sínum til arfs eftir foreldra sína samkvæmt lögum, nema til kæmi miskunn föður eða bróður. Ragnheiður tók opinbera aflausn í Skálholtsdómkirkju 20. apríl 1662 og tóku foreldrar hennar og bróðir þá ákvörðun að ef Ragnheiður gengi að skilmálum þeirra þá myndi hún endurheimta rétt sinn til arftöku. Í skilmálunum fólst meðal annars að Ragnheiður skyldi óttast Guð og elska og iðka hans heilaga orð í öllum sínum athöfnum og lifnaði, að hún hlýddi hollum ráðum og brjóti vilja sinn undir kristilega hlýðni við sína yfirboðara og að hún ástundi kristilega iðju og venji sig við kvenmannsdyggðir. Ef hún yrði uppvís að sambærilegri hegðun aftur þá hefði hún fyrirgert öllum rétti sínum og ætti sér ekki viðreisnar von. Þessu lofaði Ragnheiður í votta viðurvist með handsölum við foreldra sína. Dags. í Skálholti 20. apríl 1662.

Tekstklasse
385 (245v)
Meðkenning Odds Eyjólfssonar uppá meðtekið sitt skólameistarakaup. 1662.
Rubrik

Meðkenning Odds Eyjólfssonar uppá meðtekið sitt skólameistarakaup. 1662.

Bemærkning

Oddur Eyjólfsson kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt honum 60 ríkisdali í árslaun fyrir starf sitt sem skólameistari við Skálholtsskóla. Dags í Skálholti 22. apríl 1662.

Tekstklasse
386 (245v-246v)
Samþykki Daða Halldórssonar uppá sáttmálagjörning sem fram fór í Skálholti 1662, 11. apríl millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Halldórs og séra Jóns Daðasona hans vegna 1662.
Rubrik

Samþykki Daða Halldórssonar uppá sáttmálagjörning sem fram fór í Skálholti 1662, 11. apríl millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Halldórs og séra Jóns Daðasona hans vegna 1662.

Bemærkning

Daði Halldórsson samþykkir sáttmálagjörning sem gerður var 11. apríl 1662 á milli Brynjólfs biskups og bræðranna sr. Halldórs og sr. Jóns Daðasona um greiðslu miskabóta vegna legorðsmáls Daða við Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Sjá bréf nr. 296. Dags. að Miðfelli 23. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 28. apríl 1662.

Tekstklasse
387 (246v-248r)
Hrunakirkju máldagi úr handskriftaðri Vilkins máldagabók Skálholtskirkju anno 1397.
Rubrik

Hrunakirkju máldagi úr handskriftaðri Vilkins máldagabók Skálholtskirkju anno 1397.

Bemærkning

Máldagi Hrunakirkju skrifaður upp eftir máldagabók Vilkins Skálholtsbiskups. Máldaginn var skrifaður árið 1397. Dags. í Skálholti 4. maí 1662.

388 (248r-248v)
Hrunakirkju máldagi úr Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar 1575.
Rubrik

Hrunakirkju máldagi úr Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar 1575.

Bemærkning

Máldagi Hrunakirkju skrifaður upp eftir Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar biskups í Skálholti. Máldaginn var skrifaður árið 1575. Dags. í Skálholti 4. maí 1662.

389 (249r)
Klausturhóla hospitals reikningur hvorn séra Gísli Þóroddsson stóð biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni anno 1661, 1. aprilis að Skálholti.
Rubrik

Klausturhóla hospitals reikningur hvorn séra Gísli Þóroddsson stóð biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni anno 1661, 1. aprilis að Skálholti.

Bemærkning

Sr. Gísli Þóroddsson skilar Brynjólfi biskup reikningi vegna spítalans á Klausturhólum í Grímsnesi en sr. Gísli tók við rekstri spítalans um fardaga 1660 af Finni Jónssyni. Dags. í Skálholti 1. apríl 1661.

Tekstklasse
390 (249r-249v)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Sr. Gísli Þóroddsson forstöðumaður spítalans á Klausturhólum í Grímsnesi gerir grein fyrir hvernig fjármunum spítalans hefur verið varið síðastliðið ár, frá vorinu 1661. Dags. í Skálholti 30. apríl 1662.

Niðurlag bréfsins er á blaði 251v.

Blað 250r er framhald af bréfinu á blaði 255v.

Blað 250v er autt.

Tekstklasse
391 (251v-252v)
Borgunargjörningur séra Halldórs Daðasonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson, vegna Daða Halldórssonar uppá sjötíu og fimm hundraða skuld, hans vegna að betala.
Rubrik

Borgunargjörningur séra Halldórs Daðasonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson, vegna Daða Halldórssonar uppá sjötíu og fimm hundraða skuld, hans vegna að betala.

Bemærkning

Í bréfinu lofar sr. Halldór Daðason að taka á sig og greiða alla skuld Daða Halldórssonar við Brynjólf biskup vegna legorðsmáls Daða við Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Eftir stóðu 75 hundruð af skuldinni ógreidd sem sr. Halldór lofaði að greiða Brynjólfi biskup á næstu fimm árum. Þar með var Daði Halldórsson nú orðinn skuldlaus við biskup. Sjá bréf nr. 296. Dags. í Skálholti 6. maí 1662.

Tekstklasse
392 (252v-253r)
Reikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir biskupstíunda meðferð, millum Smjörvatnsheiðar og Helkunduheiðar, þær sem guldust 1661 um vorið, frá 1660 og þangað til um það eina ár.
Rubrik

Reikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir biskupstíunda meðferð, millum Smjörvatnsheiðar og Helkunduheiðar, þær sem guldust 1661 um vorið, frá 1660 og þangað til um það eina ár.

Bemærkning

Ólafur Jónsson á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir biskupstíundir á milli Smjörvatnsheiðar og Helkunduheiðar, frá fardögum 1660 til fardaga 1661. Dags. í Skálholti 7. maí 1662.

Tekstklasse
393 (253r-253v)
Reikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir afgjöld hans af Ásbrandsstöðum um næstu fjögur umliðin ár fyrir utan þetta nærverandi.
Rubrik

Reikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir afgjöld hans af Ásbrandsstöðum um næstu fjögur umliðin ár fyrir utan þetta nærverandi.

Bemærkning

Ólafur Jónsson á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir landskuld og önnur afgjöld af jörðinni Ásbrandsstöðum fyrir síðastliðin fjögur ár. Eins árs landskuld var látin niður falla vegna húsabóta Ólafs á Ásbrandsstöðum, meðal annars smíði skála og stofu. Dags. í Skálholti 7. maí 1662.

Tekstklasse
394 (253v-254r)
Án titils.
Rubrik

Án titils.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Ólafur Jónsson á Ásbrandsstöðum seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Sunnudal í Vopnafirði, 8 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Ólafi 6 hundraða hlut í jörðinni Stóra Steinsvaði á Útmannasveit og greiddi Ólafi að auki 72 ríkisdali. Einnig lofaði Ólafur að reyna að útvega biskupi til kaups hinn helming jarðarinnar Sunnudals. Dags. í Skálholti 8. maí 1662.

Tekstklasse
395 (254v)
Kaupbréf Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir hálfum Sunnudal 8 hundruð af Jóni Ólafssyni.
Rubrik

Kaupbréf Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir hálfum Sunnudal 8 hundruð af Jóni Ólafssyni.

Bemærkning

Jarðabréf þar sem Jón Ólafsson seldi Ólafi Jónssyni hálfa jörðina Sunnudal í Vopnafirði, 8 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Ólafur Jóni Ólafssyni hálfa jörðina Vestraland í Öxarfirði, 8 hundruð að dýrleika. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 18. mars 1662. Afrit dags. í Skálholti 8. maí 1662.

Tekstklasse
396 (255r)
Loforð Magnúsar Ólafssonar Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum til handa uppá sölu hálfs Sunnudals Ólafi fyrstum manna að selja.
Rubrik

Loforð Magnúsar Ólafssonar Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum til handa uppá sölu hálfs Sunnudals Ólafi fyrstum manna að selja.

Bemærkning

Magnús Ólafsson lýsir yfir að hann hafi lofað að selja Ólafi Jónssyni helmingshlut sinn í jörðinni Sunnudal í Vopnafirði, 8 hundruð að dýrleika, fyrir það verð sem þeim um semst. Dags. á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 27. mars 1662. Afrit dags. í Skálholti 8. maí 1662.

Á eftir bréfinu kemur minnispunktur Brynjólfs biskups um að hann hafi gefið sr. Þorvaldi Jónssyni byggingarumboð á jörðinni Grímsstöðum á Fjalli og afhent Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum bréf þess efnis. Dags. í Skálholti 8. maí 1662.

Tekstklasse
397 (255r)
Rekareikningur Ólafs á Ásbrandsstöðum 1661.
Rubrik

Rekareikningur Ólafs á Ásbrandsstöðum 1661.

Bemærkning

Ólafur Jónsson á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir reka á jörðinni Ásbrandsstöðum fyrir árið 1661. Bréfið er ódags.

398 (255v)
Grein úr sendibréfi Guðrúnar Árnadóttur tilskrifuðu biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni frá Stóra Sandfelli í Skriðdal dateruðu 1662, 28. janúar.
Rubrik

Grein úr sendibréfi Guðrúnar Árnadóttur tilskrifuðu biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni frá Stóra Sandfelli í Skriðdal dateruðu 1662, 28. janúar.

Bemærkning

Í bréfinu lýsir Guðrún Árnadóttir yfir að Brynjólfur biskup hafi mátt selja Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum 11 hundraða hlut í jörðinni Stóra Steinsvaði. Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austurlandi, hafði áður lofað Guðrúnu þessum jarðarhluta í skiptum fyrir jörðina Snjóholt sem biskup keypti af Guðrúnu. Segist hún treysta því að Brynjólfur biskup útvegi henni annan jafngóðan jarðarhlut í staðinn. Sjá bréf nr. 309. Dags. að Stóra Sandfelli í Skriðdal 28. janúar 1662. Afrit dags. í Skálholti 9. júlí 1662.

Síðari hluti bréfsins er á blaði 250r.

Tekstklasse
399 (256r-265v)
Registur uppá bréf og gjörninga sem þessi bók hefur að halda circa annos 1660, 1661, 1662, promiscue.
Rubrik

Registur uppá bréf og gjörninga sem þessi bók hefur að halda circa annos 1660, 1661, 1662, promiscue.

Bemærkning

Atriðisorðaskrá bókarinnar.

Fysisk Beskrivelse / Kodikologi

Materiale

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki ( 1 , 3-4 , 6? , 17 , 22 , 24 , 26-28 , 34-35 , 37-38 , 44 , 45-48 , 68 , 70-71 , 74 , 80-84 , 86 , 88 , 90 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki með sverðlilju ( 10-11 , 13 , 16 , 62 , 64 ) // Mótmerki: Stórt fangamark PH ( 9 , 12 , 14-15 , 61 , 65 , 128/129 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 49-51 , 55-57 , 93-95 ) // Mótmerki: Fangamark PI? Ps? ( 52-54 , 58-60 , 91-92 , 93bis ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 4 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 66 ) // Mótmerki: Flagg ICO ( 63 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Dárahöfuð 3, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 97-100 , 105-109 , 115-118 , 120 , 125-127 , 131 , 133 , 136-137 , 142-143 , 147-149 , 151 , 153 , 155 , 157 , 161 , 164 , 166? , 167 , 169 , 174-175 , 178-181 , 183 , 185 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Dárahöfuð 4, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og fangamark PD // Ekkert mótmerki ( 150 ).

Vatnsmerki 7. Aðalmerki: Fangamark CC // Ekkert mótmerki ( 170 ).

Vatnsmerki 8. Aðalmerki: Skjaldarmerki með ljóni í tvöföldum ramma ásamt fangamarki IC // Ekkert mótmerki ( 186/187 , 203 , 205 , 207 , 211 , 213-214 , 249 , 251 , 255 ).

Vatnsmerki 9. Aðalmerki: Tvö ljón með hjartarhornum? // Ekkert mótmerki ( 189 , 191-195 ).

Vatnsmerki 10. Aðalmerki: Dárahöfuð 5, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 202 ).

Vatnsmerki 11. Aðalmerki: Dárahöfuð 6, með 4 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 215 , 217-218 ) // Mótmerki: Bókstafir BD ( 216 , 219-220 ).

Vatnsmerki 12. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki (jurtir? plöntur?) // Ekkert mótmerki ( 224-227 , 229 , 231 , 233 , 236-237 , 240-242 , 245-246 , 256-258 , 260 ).

Antal blade
265 blöð (330 mm x 210 mm).
Foliering

Efnisnúmerun, byrjar með nr. 4.

Layout

Tilføjelser

Fangamark eiganda á bl. 1 (titilblaði).

Indbinding

Historie og herkomst

Herkomst

Þetta bindi er skrifað á árunum 1660-1662.

Proveniens

Á titilblaði eru upphafsstafirnir HT:, en það mun vera fangamark Halldórs sonar sr. Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ, sem var aðalerfingi Brynjólfs biskups (sbr. Jón Helgason, Úr bréfabókum Bryjólfs biskups Sveinssonar , bls. VII).

Erhvervelse

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. september 1974.

Yderligere information

Katalogisering og registrering

Tekið eftir Katalog I , bls. 243 (nr. 428). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í januar 1886. DKÞ skráði 4. juli 2002. ÞÓS skráði 6. juli 2020.

Bevaringshistorie

Lagfært af Birgitte Dall í júní 1974.

Billeder

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Bibliografi

Forfatter: Frederiksen, Britta Olrik
Titel: , Til engleafsnittet i Gregors 34. evangeliehomilie i norrøn oversættelse
Omfang: s. 62-93
Forfatter: Haraldur Bernharðsson
Titel: Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð, Gripla
Omfang: 15
Titel: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Redaktør: Kålund, Kristian
Indhold
×
  1. Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XII
    1. Efnisyfirlit
  2. Qvittantia biskupsins uppá kýr þær sem Hallgrímur Halldórsson honum fékk til eignar í Skipholti í vor 1660 af Ólafi Hallgrímssyni.
  3. Meðkenning biskupsins uppá 48 ríkisdali meðtekna af Daða Eggertssyni í biskupstíundareikning.
  4. Meðkenning Þorgríms Guðmundssonar.
  5. Uppgjöf Einars Torfasonar á Skálholtsskóla Rectoratus tilkalli 1660.
  6. Til minnis.
  7. Biskupstíunda reikningur úr Skaftafellssýslu anno 1660, 2. júlí.
  8. Gamalt kaupbréf fyrir Torfastöðum og Skálanesjunum tveimur í Vopnafirði.
  9. Kaupbréf fyrir Skálanesi nyrðra í Vopnafirði.
  10. Vitnisburður um Torfastaðaland í Vopnafirði.
  11. Dómur um Ásbrandsstaðasand.
  12. Gömul útskrift af kaupbréfi fyrir Syðri Vík.
  13. Kaupbréf fyrir 3 hundruðum í Snotrunesi af Hjalta Jónssyni.
  14. Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Hjalta Jónsson fyrir umboðs meðferð í Austfjörðum og því honum þar viðvíkur síðan 1657.
  15. Registur jarða og jarðaparta biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem hann nú á 1660, 3. júlí í Múlaþingi með þeirri landskuldar hæð og kúgildaskipun sem hæfileg sýnist og hann vill láta á verða.
  16. Um Nýpa landamerki í Vopnafirði.
  17. Kaupbréf fyrir 5 hundruðum í Búastöðum af séra Sigurði Bjarnasyni.
  18. Kaupbréf fyrir 19 hundruðum í Hofi í Fellum.
  19. Samþykki séra Rögnvalds Einarssonar uppá framanskrifaða sölu Ingibjargar Jónsdóttur á hálfu Hofi í Fellum.
  20. Kaupbréf fyrir hálfu Setbergi í Fellum.
  21. Kaupbréf fyrir hálfu níunda hundraði í Geitdal í Skriðdal.
  22. Kaupbréf fyrir Hrafnabjörgum á Útmannasveit.
  23. Kaupbréf fyrir (7 hundruðum) í Bárðarstöðum í Loðmundarfirði.
  24. Húsareikningur á hálfu Hafrafelli.
  25. Qvittantia Jóns á Vindfelli fyrir Fossgerðis andvirði.
  26. Kaupbréf fyrir einu hundraði í Kjólsvík af Árna Árnasyni.
  27. Kaupbréf fyrir þremur hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal af Jóni Rafnssyni.
  28. Qvittantia Jóns Rafnssonar fyrir andvirði Þorvaldsstaða parts í Skriðdal.
  29. Kaupbréf fyrir einu hundraði í Kjólsvík af Þórði Árnasyni.
  30. Kaupbréf fyrir hálfu þriðja hundraði í Snotrunesi af Marteini Magnússyni.
  31. Kaup fyrir hálft þriðja hundrað í Snotrunesi af Bárði Magnússyni.
  32. Kaupbréf fyrir hálfu þriðja hundraði í Snotrunesi af Bárði Magnússyni.
  33. Kaupbréf fyrir þremur hundruðum í Snotrunesi af Einari Magnússyni.
  34. Lofun og samþykki Einars Magnússonar uppá Snotruness parta kaup.
  35. Samþykki uppá Snotruness parta kaup.
  36. Meðkenning Árna Ketilssonar uppá meðtekin tvö hundruð.
  37. Samþykki Bjarna Steingrímssonar uppá Snotruness parta kaup.
  38. Kaupbréf fyrir hálfum Saurstöðum í Jökulsárhlíð.
  39. Qvittun Odds Eiríkssonar fyrir andvirði fimm hundraða í Sólheimum í Mýrdal.
  40. Vitnisburður Odds Eiríkssonar.
  41. Kaupbréf fyrir 3 hundruðum og þrem álnum í Hofi í Öræfum af Gísla Sigurðssyni 1660.
  42. Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson fyrir hans húsastarf og smíðar á Vatnsenda grund í Skorradal síðan í haust 1659, er biskupinn gjörði síðast klárt við hann. Til þess í vor 1660 eftir Krossmessu.
  43. Vígslubréf Gísla Bárðarsonar til Hvols og Skúmstaðasókna.
  44. Vígslubréf Ketils Halldórssonar.
  45. Restitutio biskupsins á umboðsbréfi fyrir Hafrafelli Bjarna Eiríkssyni til handa.
  46. Afhending biskupsins á 4 ríkisdölum Þórólfi Guðmundssyni.
  47. Veitingarbréf séra Jóns Marteinssonar fyrir Skeggjastöðum á Ströndum.
  48. Biskupstíundareikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum um næstu þrjú ár til þessa.
  49. Nyrðra Skálaness í Vopnafirði merkja áreið.
  50. Sami milli biskupsins og Péturs Bjarnasonar yngra um landamerki milli Skálanesja í Vopnafirði. Item milli Eystra Skálaness og Ásbrandsstaða.
  51. Vitnisburður Jóns Þórðarsonar, Ólafs Þórðarsonar og Jóns Rafnssonar um Kiðuklett.
  52. Vitnisburður Rafns Jónssonar um Kiðuklett.
  53. Handskrift Bjarna Oddssonar uppá 4 hundruð sem betalast eiga til Hjalta Jónssonar.
  54. Lofun Bjarna Oddssonar uppá skuldagreiðslur til Hjalta Jónssonar vegna biskupsins 1660, 2. ágúst.
  55. Handskrift Péturs Bjarnasonar.
  56. Handskrift Péturs Bjarnasonar.
  57. Kaupmálabréf Bjarna Steingrímssonar og Vigdísar Hávarðsdóttur. In nomine domini amen.
  58. Kaupbréf fyrir 5 hundruðum í Snotrunesi af Bjarna Steingrímssyni og byggingarbréf hans á hálfu Snotrunesi 1660.
  59. Lofun Bjarna Magnússonar biskupinum á sölu tveggja hundraða í Snotrunesi 1660.
  60. Vitnisburðir um Þorvaldsstaða landamerki í Skriðdal.
  61. Kaupbréf fyrir 1 hundraði í Snotrunesi og 1 hundraði í Kjólsvík af Kolbeini Árnasyni.
  62. Byggingabréf Kolbeins Árnasonar fyrir Christfjár jörðunni Korekstöðum 1660.
  63. Kaupbréf fyrir 2 hundruðum í Snotrunesi af Erlendi Steingrímssyni 1660.
  64. Bygging Bjarna Ögmundssonar fyrir Hrafnabjörgum á Útmannasveit.
  65. Útskrift af kaupbréfi Eiríks Bjarnasonar fyrir Skálanesi í Seyðisfirði af Valgerði Hjörleifsdóttur móður sinni.
  66. Vitnisburður um Snotruness landamerki í Borgarfirði í Austfjörðum.
  67. Vitnisburður Þorgeirs prests Þorsteinssonar.
  68. Vitnisburður Halldórs Símonarsonar.
  69. Vitnisburður Þórarins Guðmundssonar og Brands Oddssonar.
  70. Vitnisburður Hjálmars Þorgeirssonar.
  71. Lögfesta Steingríms Bjarnasonar.
  72. Gjörningsbréf Ásmundar Torfasonar við biskupinn Brynjólf Sveinsson um 16 hundruð í Kirkjubóli í Stöðvarfirði 1660.
  73. Kaup og skipti sem farið hafa á millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Bjarna Oddssonar svo sem þau finnast skrifuð og handskriftuð í biskupsins bréfabókum, frá því fyrsta og svo fram eftir.
  74. Handskrift Bjarna Oddssonar uppá 4 hundruð sem betalast eiga til Hjalta Jónssonar.
  75. Lofun Bjarna Oddssonar uppá skuldagreiðslur til Hjalta Jónssonar vegna biskupsins anno 1660.
  76. Húsareikningur á Kvískerjum í Öræfum.
  77. Húsareikningur á Uppsölum og Hestgerði í Hornafirði.
  78. Húsin í Hestgerði svo standi.
  79. Vitnisburður Jóni Pálssyni í Austfjörðum útgefinn af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Skálholti anno 1661, 21. nóvembris.
  80. Meðkenning Ásmundar Torfasonar uppá átta ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir 16 hundruð í Kirkjubóli í Stöðvarfirði 1660.
  81. Meðkenning séra Ketils Eiríkssonar uppá meðtekna Íslendingasögubók Einari Þorsteinssyni til handa að láni.
  82. Meðkenning séra Ketils Eiríkssonar uppá meðtekna þrjátíu ríkisdali séra Magnúsi Péturssyni til handa.
  83. Kaupbréf fyrir hálfri Skinney í Hornafirði af Bjarna Eiríkssyni anno 1660.
  84. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Hvoli í Borgarfirði austur og Aragerði í Fáskrúðsfirði af séra Jóni Höskuldssyni anno 1660.
  85. Umboðsbréf Hjalta Jónssonar 1660 í Múlasýslu.
    1. Vígslu og veitingarbréf séra Ketils Eiríkssonar fyrir Desjamýrarstað og sókn og Njarðvíkursókn.
    2. Veð biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 6 hundruðum í Ásunarstöðum í Breiðdal af Guðmundi Jónssyni á Kallstöðum 1662, 21. janúar.
  86. Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við ærlegan mann Þórólf Guðmundsson uppá útgreiðslur fyrir Grófar andvirði.
  87. Comendatiubréf séra Jóni Eiríkssyni útgefið og umráð yfir Búlandsnesi.
  88. Kaupmálabréf Sigurðar Guðnasonar og Kartínar Finnsdóttur.
  89. Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón Ásmundsson um biskupstíunda meðferð í Árnessýslu sem gjaldast áttu 1660.
  90. Anno 1660 19. oktobris kom biskupstíundarreikningur af Rangárvallasýslu Magnúsar Þorsteinssonar.
  91. Copia af gömlu bréfi um Torfastaði og Syðra Skálanes í Vopnafirði.
  92. Copia af gömlu innsigluðu bréfi um Torfastaði í Vopnafirði daterað 1398.
  93. Sendibréf til fóvitans Jóhanns Klein.
  94. Inntak úr bréfi séra Snjólfi Einarssyni um kallaskipti tilskrifuðu.
  95. Meðkenning séra Þórðar í Hítardal uppá 5 ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni á Alþingi anno 1660 sem voru afgjöld af 10 hundruðum í Kálfafelli og 10 hundruð í Skinney í Hornafirði fyrirfarandi árs 1659.
  96. Valþjófstaðar og kirkju álit af séra Halldóri Eiríkssyni 1660.
  97. Copia af bréfi biskupsins til Höfðabrekku kirkju sóknarmönnum og Mýrdal um þeirra sóknarkirkju 1660.
  98. Kaupbréf fyrir einu hundraði í Haugum af Jóni Halldórssyni anno 1660.
  99. Kvittantia Magnúsar Þorsteinssonar á Skammbeinstaða umboðs og biskupstíunda meðferð í Rangárþingi 1660.
  100. Qvittantia útgefinn Jóni Þorvaldssyni af biskupinum um 6 ríkisdali af biskupstíunda restantze 1661.
  101. Qvittantia Þorvarðs Magnússonar um Heyness umboðs og skipaútgerðar reikning í ár 1660.
  102. Virðing á sexæring biskupsins í Skipaskaga.
  103. Peninga aðsjón séra Halldórs Jónssonar á Ölvastöðum. Anno 1661.
  104. Úr bréfi Péturs Bjarnasonar honum tilskrifuðu um lénsjarðir Halldórs Brynjólfssonar.
  105. Inntak úr bréfi Bjarna Oddssyni tilskrifuðu um lénsjarðir Halldórs Brynjólfssonar.
  106. Collationisbréf sona Rafns Jónssonar uppá christfjár jörðina Ketilstaði.
  107. Póstur úr bréfi séra Sigurðar Árnasonar um kosti á 9 hundruðum í Stóru Breiðavík.
  108. Meðkenning lögmannsins Árna Oddssonar uppá meðteknar 20 vættir smjörs í umskiptum.
  109. Meðkenning Hjalta Jónssonar uppá meðtekin smjörgjöld Bjarna Eiríkssyni fyrir austan.
  110. Copia af bréfi biskupsins tilskrifuðu ábúendum á kóngs jörðum austur á Seyðisfirði og Mjóafirði lénuðum Halldóri Brynjólfssyni 1660 af Th. Nicholai.
  111. Auglýsti biskupinn kosningabréf séra Árna Vigfússonar til Hólmastaðarþinga 1660.
  112. Úr bréfi Guðmundar Torfasonar á Keldum um eitt hundrað í Þorleifsstöðum.
  113. Innsett af fiski og smjöri í biskupsins hús á Ásbrandstöðum 1660, eftir bréfi Hjalta Jónssonar dateruðu Meðalnesi 1660, 3. nóvembris.
  114. Vígslubréf Ólafs Sigfússonar 1660.
  115. Vígslubréf séra Árna Vigfússonar og veitingarbréf hans fyrir Hólmum í Reyðarfirði.
  116. Reikningur og kvittun Jóns Ásmundssonar fyrir biskupstíunda meðferð í Árnessýslu sem gjaldast áttu 1660 um vorið.
  117. Kaup og skipti biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Pál Gíslason, sem finnast skrifuð í biskupsins bréfabókum frá fyrsta og svo fram eftir til síðustu qvittantiu sem hvor gaf öðrum 1658, 28. september að Vatnsenda í Skorradal.
  118. Útskrift af bréfi Ólafs Sigfússonar í Austfjörðum biskupinum tilskrifuðu um 8 hundruð í Vakurstöðum og Hróaldsstöðum, 6 hundruð, í Vopnafirði báðar að vilja til kaups unna fyrir Fagranes á Langanesi 12 hundruð.
    1. Skipstöðulán í Skipaskaga á Akranesi Oddi Eiríkssyni til handa af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
    2. Meðkenning Péturs Þórðarsonar uppá meðtekna tíu ríkisdali af biskupsins hálfu 1662.
  119. Útgjalds og umskiptareikningur biskupsins við ráðsmanninn Bjarna Eiríksson frá 1660 til 1661.
  120. Kaupbréf biskupsins fyrir 7 hundruðum í jörðinni Narfastöðum í Melasveit af Bjarna Eiríkssyni fyrir 84 ríkisdali.
  121. Meðkenning Bjarna Eiríkssonar uppá áttatíu og fjóra ríkisdali fyrir Narfastaði.
  122. Reikningur biskupsins við Bjarna Eiríksson ráðsmann.
  123. Kvittantia biskupsins Bjarna Eiríkssyni útgefinn uppá ráðsmanns umdæmi.
  124. Afhending biskupsins á restantzi í Tungnaumboði Halldóri Einarssyni.
  125. Inntak úr bréfi til séra Þorláks Bjarnasonar um Helgafells ráðstöfun 1661, 25. mars.
  126. Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá meðteknar tveggja kúgilda leigur með Narfastöðum af hálfu Bjarna Eiríkssonar.
  127. Byggingarbréf Snorra Jónssonar fyrir Hólum í Flóa.
  128. Kaupbréf fyrir hálfum Skáldabúðum 5 hundruð af séra Gísla Þóroddssyni.
  129. Inntak úr bréfi Árna lögmanns um arf eftir Jóhönnu.
  130. Afhending Klausturhóla af Finni Jónssyni séra Gísla Þóroddssyni til handa.
  131. Auglýsti biskupinn attestatis í Skálholti áform séra Þorláks að víkja frá Helgafelli.
  132. Lofun séra Sigurðar Torfasonar um uppgjöf á Helgafelli.
  133. Meðkenning Ólafs Jónssonar locatz uppá 12 ríkisdali og seðil uppá 8 ríkisdali í sitt kaup 1661.
  134. Uppgjöf Einars Torfasonar á Helgafells tilkalli við séra Gísla Einarsson.
  135. Kaupbréf biskupsins fyrir 1 hundraði og 80 álnum í Gröf í Grímsnesi af Narfa Einarssyni fyrir 5 hundruð í lausafé. 1661.
  136. Án titils.
  137. Tilsögn biskupsins á 1 hundraði í Haugum í Stafholtstungum fyrir 10 ríkisdali séra Sigurði Torfasyni.
  138. Bygging á Kotferju í Flóa Bjarna Eiríkssyni útgefið.
  139. Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum í Hofskirkjusókn af Halldóri Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé 1661.
  140. Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum af Sigurði Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé 1661.
  141. Eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.
  142. Reikningur biskupsins við séra Þorleif Clausson á Útskálum 1661, 17. maí.
  143. Kauplýsing biskupsins á kaupi sínu á 5 hundruðum í Skáldabúðum af séra Gísla Þóroddssyni.
  144. Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna af biskupinum í sitt kaup, 1661.
  145. Eiður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur.
  146. Reikningur biskupsins við Sigmund Jónsson í Herdísarvík frá fardögum 1660 sem finnst í næst fyrirfarandi ársbók og til þessara fardaga 1661, 26. maí.
  147. Kaupgjalds reikningur skólameistarans Gísla Einarssonar anno 1661.
  148. Drumboddstaða afhending.
  149. Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson fyrir húsasmíði á Vatnsenda Grund í Skorradal síðan í fyrravor 1660 eftir krossmessu.
  150. Kaupbréf biskupsins fyrir 11 aurum og tveimur hlutum einnar álnar í jörðinni Gröf í Grímsnesi af Guðmundi Jónssyni fyrir 2 hundruð og 20 álnir.
  151. Vígslubréf Jóns Torfasonar til Staðar í Súgandafirði.
  152. Vígslubréf séra Gísla Einarssonar til Helgafellsstaðar.
  153. Kaupbréf biskupsins fyrir 2 hundruðum í Kvískerjum af Þormóði Einarssyni fyrir 6 hundruð í lausafé.
  154. Inntak úr bréfi séra Þórðar Jónssonar biskupinum tilskrifuðu 1660.
  155. Án titils.
  156. Anno 1660 5. septembris. Smjör meðtekið úr Heyness umboði af Páli Teitssyni til Vatnsenda Grundar.
  157. Í vor reikningur af biskupsins jörðum í Borgarfirði anno 1661 í fardögum landskuldargjöld sem Páll Teitsson hefur meðtekið.
  158. Anno 1661, 25. maí.
  159. Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá 4 ríkisdali af hendi biskupsins.
  160. Meðkenning Jóns Jónssonar á Krossi uppá 20 ríkisdali meðtekna til láns af biskupinum 1661.
  161. Án titils.
  162. Kaupbréf fyrir hálfum Hvammi í Skorradal með hálfu Hvammsengi á Andakýl 10 hundruð af Guðmundi Einarssyni í Straumfirði. Transskrifað.
  163. Kostir sem Páll Gíslason setur uppá Hvanneyri með Hamrakoti, vegna sín, sinnar kvinnu og Sigurðar Pálssonar.
  164. Kaupbréf biskupsins fyrir 8 hundruðum í Brúsholti í Flókadal af Páli Gíslasyni fyrir 24 hundruð í lausafé 1661.
  165. Kaupbréf biskupsins fyrir hálfri Breið í Skaga, 5 hundruð, af Pétri Þórðarsyni fyrir 15 hundruð í lausafé 1661.
  166. Án titils.
  167. NB. Vide infra doc. 227.
  168. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 5 hundruðum í Þingnesi í Bæjarsveit af Nikulási Illugasyni fyrir 10 hundruð í lausafé.
  169. Kaupbréf biskupsins fyrir Lambhúsum í Skaga, 5 hundruð, af Nikulási Einarssyni fyrir Beitistaði í Leirársveit 12 hundruð.
  170. Kaupbréf biskupsins fyrir 9 hundruðum í Ytra Súlunesi í Melasveit og 6 hundruð í Gullberastöðum af Finni Jónssyni fyrir 15 hundruð í Austara Miðfelli í Strandarhrepp.
  171. Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá 5 ríkisdali af Salomoni í Hestgerði.
  172. Meðkenning Gísla Sigurðssonar uppá meðtekna 5 ríkisdali af hendi biskupsins vegna séra Þórðar í Hítardal 1661.
  173. Meðkenning Daða Jónssonar uppá 40 ríkisdali meðtekna af biskupinum vegna Péturs Þórðarsonar. Vide 176.
  174. Handskrift Bjarna Eiríkssonar uppá 15 ríkisdali.
  175. Reikningur Stephans Einarssonar við biskupinn.
  176. Copia af bréfi séra Magnúsar Péturssonar biskupinum tilskrifuðu. Salutem et officia.
  177. Meðkenning Jóns Vigfússonar á Hvoli uppá 30 ríkisdali meðtekna af biskupinum vegna séra Magnúsar Péturssonar.
  178. Einar Jónsson á Núpsstað tjáir biskupinum sína nauðsyn um Núpsstaðar álögur.
  179. Meðkenning Einars Jónssonar uppá 1 hundrað sem hann sé biskupinum um skyldugur.
  180. Ólafi Skæringssyni lánaður ríkisdalur af biskupinum.
  181. Vitnisburður Ragnheiðar Brynjólfsdóttur henni útgefinn af Marteini Rögnvaldssyni.
  182. Vitnisburður biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar honum útgefinn af séra Sigurði Torfasyni 1661.
  183. Meðkenning Odds Eyjólfssonar uppá meðtekinn kaleik með patínu af hálfu biskupsins Úlfhildi Jónsdóttur til láns.
  184. Vígslubréf séra Daða Halldórssonar.
  185. Grein úr sendibréfi séra Árna Halldórssyni tilskrifuðu frá Setbergi, anno 1661 þann 11. júlí, með undirskrifuðu nafni séra Þorsteins Björnssonar.
  186. Forsvar séra Þorleifs uppá þetta bréf.
  187. Eiður séra Þorleifs Claussonar.
  188. Eiðvættanna eiður.
  189. Grein úr bréfi Ólafs á Ásbrandsstöðum um fisk og smjör, saman sett í hús biskupsins á Ásbrandsstöðum.
  190. Kaupmálabréf séra Þorleifs Claussonar og Sigríðar Halldórsdóttur. Í nafni heilagrar þrenningar.
  191. Umskipti biskupsins við Helga Ss. á Brú á hans smjöri syðra og öðrum gagnlegum peningum hér.
  192. Reikningur biskupsins við Pétur Þórðarson og qvittun Péturs um andvirði hálfs Breiðarparts.
  193. Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í Kalastöðum af Þórarni Illugasyni fyrir Innsta Vog á Akranesi 24 hundruð.
  194. Staðfesting biskupsins Þórarni Illugasyni útgefin uppá Hvítárvelli.
  195. Commandatia Gísla Sigurðssonar til Kaup Acad.
  196. Kaupbréf biskupsins fyrir 5 hundruðum í Skinney í Hornafirði af séra Þórði Jónssyni fyrir 6 hundruð í Gullberastöðum eða 6 hundruð í Kyrnastöðum fyrir norðan.
  197. Kaupbréf biskupsins fyrir 15 hundruðum í Þingnesi og hálfum Stálpastöðum 4 hundruð í Skorradal af séra Sigurði Oddssyni fyrir hálfa Höfn 20 hundruð í Melasveit.
  198. Samþykki Kristínar Magnúsdóttur í Bæ uppá kaup biskupsins fyrir 5 hundruð í Lambhúsum í Skaga af Nikulási Einarssyni hennar ektamann fyrir Beitistaði 12 hundruð.
  199. Veðlýsing á hálfum Stálpastöðum í Skorradal og samþykki Jóns Ásbjarnarsonar þar uppá.
  200. Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í Kalastöðum af séra Einari Illugasyni fyrir 20 hundruð í Þingnesi í Bæjarsveit og óánefndum 10 hundraða part. Item samþykki hans kvinnu þar uppá.
  201. Samþykki Guðrúnar Einarsdóttur uppá kaup biskupsins á 11 aurum og tveim hlutum álnar í Gröf í Grímsnesi.
  202. Anno 1661, 1. oktobris. Reikningur Jóns Vilhjálmssonar í Fjalli.
  203. Vitnisburður um Syðri Víkur landamerki í Vopnafirði.
  204. Vitnisburður um Ytra Nýps land.
  205. Skikkun erfingja sálugu Halldóru Jónsdóttur eldri eftir hana framfarna 1661.
  206. Aðskiljanlegir gjörningar um arfaskipti Jóns Narfasonar hlýðandi uppá Gröf í Grímsnesi í Mosfellskirkjusókn.
  207. Án titils.
  208. Án titils.
  209. Án titils.
  210. Án titils.
  211. Án titils.
  212. Án titils.
  213. Án titils.
    1. Meðkenning séra Þorkels Arngrímssonar uppá tíu ríkisdali meðtekna af biskupinum til geymslu vegna Péturs Þórðarsonar á Hólmi.
    2. Meester Brynolfer Bishop a Schaulholdt.
  214. Þetta eftirskrifað hefur Páll Gíslason meðtekið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni uppí þau 24 hundruð sem biskupinn honum lofaði uppí andvirði hálfs Brúsholts eftir eigin meðkenningu Páls Gíslasonar. Vide supra doc. 177.
  215. Kaupbréf biskupsins fyrir 6 hundruðum í Þorláksstöðum í Kjós af Oddi Eyjólfssyni fyrir sig og sína bræður Jón yngra og Odd Eyjólfssyni fyrir lausafé 3 hundruð fyrir hvort jarðar hundrað.
  216. Umboðsgjöf Jóns yngra Eyjólfssonar síns bróður Oddi Eyjólfssyni eldra til að selja biskupinum sinn hluta í Þorláksstöðum í Kjós 2 hundruð fyrir lausafé.
  217. Inntak úr sendibréfi Sigurðar Jónssonar á Egilstöðum í austfjörðum um Jökulsá og Aragerði.
  218. Meðkenning biskupsins uppá 8 ríkisdali meðtekna af Eigli Guðmundssyni vegna séra Jóns í Bjarnanesi 1661.
  219. Meðkenning biskupsins uppá 5 ríkisdali meðtekna af Ólafi í Vík í Mýrdal vegna Salamons í Hestgerði 1661.
  220. Kaup biskupsins á hálfum teinæring af Árna Pálssyni fyrir 8 ríkisdali.
  221. Afhending biskupsins á byggingarráðum yfir Gröf í Grímsnesi A Þ aftur.
  222. Meining Vigfúsa Gíslasonar um sjálfræðis hjónabönd.
  223. Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson 1661. Vide supra fol. 159.
  224. Tilsögn biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á Norðurfirði í Trékyllisvík sex hundruðum Þorvarði Magnússyni til eignar Ormi Vigfússyni uppí 11 hundruð í Stóra Steinsvaði í austfjörðum.
  225. Copium af bréfi biskupsins Þorvarði Magnússyni tilskrifuðu um sömu afsölun Norðurfjarðar í Trékyllisvík.
  226. Útskrift af byggingarbréfi Guðmundar Gíslasonar fyrir jörðinni Hof í Holtamannahrepp, útgefið af Magnúsi Þorsteinssyni.
  227. Án titils.
  228. Kaupbréf biskupsins fyrir 20 hundruðum í jörðinni Auðólfstöðum norður í Langadal og Holtastaða kirkjusókn fyrir lausafé 1661.
  229. Tíundir í Rangárvallasýslu 1661.
  230. Kaup biskupsins á 5 innistæðukúgildum með Auðólfstöðum af Magnúsi Þorsteinssyni fyrir 20 ríkisdali.
  231. Afsölun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 6 hundruðum í Gullberastöðum fyrir 5 hundruð í Skinney í Hornafirði séra Þórði Jónssyni í Hítardal til handa.
  232. Heimildar handsölunar gjörningur Magnúsar Þorsteinssonar á Öðulstaða 10 hundraða andvirði í fastaeign biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til handa.
  233. Kvittun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Magnúsar Þorsteinssonar um Skammbeinstaða og tíundarumboð í Rangárþingi anno 1661, 28. oktobris.
  234. 1622. Vitnisburður um Skálaness landamerki í Vopnafirði, Þórðar Jónssonar.
  235. Vitnisburður um landamerki Torfastaða í Vopnafirði.
  236. Eignarskiptabréf á 20 hundruðum í Auðólfstöðum í Langadal norður milli Teits Björnssonar og Jóns Einarssonar, eftir höfuðbréfinu innsigluðu hér inn rétt útskrifað.
  237. Meðkenning Hjalta Jónssonar í austfjörðum uppá afgjöld meðtekin af jörðum Bjarna Eiríkssonar fyrir austan, til umskipta millum biskupsins og hans anno 1661, 14. oktobris.
  238. Útskrift af bréfi Halldórs Brynjólfssonar Pétri Bjarnasyni tilskrifuðu.
  239. Útskrift af kröfu Halldórs Brynjólfssonar við Pétur Bjarnason sendri Hjalta Jónssyni.
  240. Útskrift af umboðsbréfi Halldórs Brynjólfssonar gefnu Hjalta Jónssyni.
  241. Sendibréf Sölva Gunnlaugssonar biskupinum tilskrifuðu með Katli Eiríkssyni anno 1661, 15. novembris um Þorvaldsstaði á Ströndum austur.
  242. Kaupbréf biskupsins fyrir 5 hundruðum í Írafelli í Kjós fyrir 5 hundruð og 5 aura í Efstabæ í Skorradal af Oddi Eiríkssyni.
  243. Tíundareikningur Jóns Ásmundssonar af Árnessýslu biskupstíundum sem gjörðust 1660 um haustið en greiðast áttu 1661 um vorið.
  244. Kvittantia Jóns Ásmundssonar um Hamra, sjávar og biskupstíunda umboð í Árnessýslu. Anno 1661, 18. desembris.
  245. Umboðsbréf Jóns Ásmundssonar yfir Grímsnesumboði og út með sjó. Item biskupstíunda í Árnessýslu.
  246. Um veikindi og meinsemd á fæti Jóns Gissurssonar skólapilts.
  247. Dómur um Ólaf Pálsson.
  248. Aðsjón á peningum Teits.
  249. Copium af bréfi Nikulásar.
  250. Lögfesta Þórðar Henrikssonar.
  251. Lögfesta Þórðar Henrikssonar fyrir Innra Hólmi.
  252. Kaupbréf fyrir 12 hundruðum í Ósi.
  253. Dómur um Seljadalsland milli Einars Illugasonar og Sigurðar Guðmundssonar 1649.
  254. Dómur um framfæri barna Ara heitins Ólafssonar útnefndur af Þórði Henrikssyni.
  255. Copium af kaupbréfi fyrir Svarfhóli.
  256. Landamerkjabréf fyrir Beitistöðum.
  257. Dómur um próventugjöf Páls Teitssonar biskupinum.
  258. Kaupbréf Vigfúsa Jónssonar fyrir Kalastöðum af bróður sínum Ásmundi Jónssyni. Item uppgjöf séra Böðvars Eyjólfssonar og Páls sonar hans á Kalastaða kaupi gjört 1567.
  259. Dómur um Kalastaða bréf.
  260. Kaupbréf Orms Vigfússonar fyrir 30 hundruðum í Kalastöðum af móður sinni Ragnhildi Þórðardóttur. Item kaupbréf Illuga Vigfússonar fyrir hálfum Kalastöðum af Ormi Vigfússyni 1602.
  261. Dómur um Kalastaða skipti.
  262. Vitnisburðir um Kalastaða landamerki útgefnir anno 1596 og 1653.
  263. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 11 hundruðum í Stóra Steinsvaði í Austfjörðum á Útmannasveit af Þorvarði Magnússyni vegna Orms Vigfússonar 1661.
  264. Án titils.
  265. Seðill frá Skálholti um barnsfaðerni Ragnheiðar Brynjólfsdóttur sendur til Hruna með séra Þórði Þorleifssyni og séra Árna Halldórssyni anno 1662, þann 15. febrúar.
  266. Svar Daða Halldórssonar uppá þennan seðil frá Hruna skrifað og handskriftað með hans eigin hendi.
  267. Anno 1662 þann 25. febrúar gjörði ærlegur mann Bjarni Eiríksson svofelldan reikning af ráðsmannsumboði fyrir afgjöld sem til féllu 1661 í fardögum.
  268. Smjöraskiptareikningur millum biskupsins og ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar 1661.
  269. Qvittantia Bjarna Eiríkssonar fyrir ráðsmanns umdæmi 1661.
  270. Áminning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem lesast á yfir séra Þórði Sveinssyni, send prof. séra Jóni Arasyni.
  271. Vígslubréf séra Þorsteins Gunnlaugssonar capelláns til Eydalasókna 1662.
  272. Bréf biskupsins til prestanna fyrir vestan um tillag séra Halldórs Jónssonar á Ölvastöðum.
  273. Umboðsbréf Þorvarði Magnússyni útgefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til að vera fyrir skiptum á Kalastöðum. Item til að afhenda Innsta Vog Þórarni Illugasyni - 1662.
  274. Kvittantia Þorvarðs Magnússonar uppá Heyness umboðs meðferð 1662.
  275. Bréf biskupsins til prestanna í Snæfellssýslu um prófasts útvalning 1662.
  276. Vitnisburður um landamerki á millum Launasholts og Keraugastaða á Landi.
  277. Vitnisburðir uppá gjöf og vilja Halldóru sálugu Jónsdóttur sem hún gefið og tilætlað hafði sínum sonarsyni Árna Jónssyni.
  278. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 30 hundruðum í jörðinni Holti í Svarfaðardal af séra Magnúsi Péturssyni fyrir lausafé 1662.
  279. Veitingabréf séra Magnúsar Péturssonar fyrir Hörgslandi og Keldunúpi.
  280. Handskrift Ólafs Jónssonar locats uppá meðtekna 20 ríkisdali í sitt kaup.
  281. Sáttmálabréf millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Halldórs Daðasonar, vegna Daða Halldórssonar uppá hans misferli. 1662.
  282. Kvittantia Halldórs Einarssonar yfirbrita.
  283. Kaupbréf Helgu Magnúsdóttur fyrir 30 hundruðum í Holti í Svarfárdal af biskupinum M. Brynjólfi biskup fyrir 2 hundruð ríkisdali tólfrætt 1662.
  284. Arftaka og skilmáli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Ragnheiði Brynjólfsdóttur. 1662.
  285. Meðkenning Odds Eyjólfssonar uppá meðtekið sitt skólameistarakaup. 1662.
  286. Samþykki Daða Halldórssonar uppá sáttmálagjörning sem fram fór í Skálholti 1662, 11. apríl millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Halldórs og séra Jóns Daðasona hans vegna 1662.
  287. Hrunakirkju máldagi úr handskriftaðri Vilkins máldagabók Skálholtskirkju anno 1397.
  288. Hrunakirkju máldagi úr Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar 1575.
  289. Klausturhóla hospitals reikningur hvorn séra Gísli Þóroddsson stóð biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni anno 1661, 1. aprilis að Skálholti.
  290. Án titils.
  291. Borgunargjörningur séra Halldórs Daðasonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson, vegna Daða Halldórssonar uppá sjötíu og fimm hundraða skuld, hans vegna að betala.
  292. Reikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir biskupstíunda meðferð, millum Smjörvatnsheiðar og Helkunduheiðar, þær sem guldust 1661 um vorið, frá 1660 og þangað til um það eina ár.
  293. Reikningur Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir afgjöld hans af Ásbrandsstöðum um næstu fjögur umliðin ár fyrir utan þetta nærverandi.
  294. Án titils.
  295. Kaupbréf Ólafs Jónssonar á Ásbrandsstöðum fyrir hálfum Sunnudal 8 hundruð af Jóni Ólafssyni.
  296. Loforð Magnúsar Ólafssonar Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum til handa uppá sölu hálfs Sunnudals Ólafi fyrstum manna að selja.
  297. Rekareikningur Ólafs á Ásbrandsstöðum 1661.
  298. Grein úr sendibréfi Guðrúnar Árnadóttur tilskrifuðu biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni frá Stóra Sandfelli í Skriðdal dateruðu 1662, 28. janúar.
  299. Registur uppá bréf og gjörninga sem þessi bók hefur að halda circa annos 1660, 1661, 1662, promiscue.

[Metadata]