Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 270 fol.

Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar IX ; Ísland, 1656

Innihald

1 (1r-158r)
Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar IX
Athugasemd

Fyrir árið 1656.

Óheil. Nokkur bréfanna sem vantar eru í NKS 1392 fol.

1.1 (153r-158r)
Efnisyfirlit
2 (2r-3r)
Islands Compagnies reikningsskapur upp á dómkirkjunnar í Skálholti og nokkra undirliggjandi kirkna peninga summu.
Titill í handriti

Islands Compagnies reikningsskapur upp á dómkirkjunnar í Skálholti og nokkra undirliggjandi kirkna peninga summu.

Athugasemd

Samantekt yfir innlegg Skálholtsdómkirkju, og nokkurra annarra kirkna sem undir hana eru settar, til Íslenska verslunarfélagsins á árunum 1652-1656. Renta biskupsstólsins á tímabilinu er 348 ríkisdalir, 2 merkur og 8 skildingar. Michel Nanssen undirritar reikninginn fyrir hönd félagsins en Eiríkur Munk, kaupmaður á Eyrarbakka, skilar honum til Brynjólfs biskups. Dags. í Kaupmannahöfn 17. maí 1656; afrit gert í Skálholti 23. júní s.á.

Efnisorð
3 (3v-4r)
Testimonium Gísla Þorlákssonar.
Titill í handriti

Testimonium Gísla Þorlákssonar.

Athugasemd

Meðmælabréf um Gísla Þorláksson sem kosinn hefur verið í embætti Hólabiskups á prestastefnu. Gísli leggur af stað til Danmerkur til að taka vígslu þetta sumar og er bréfið að líkindum sett saman af því tilefni. Bréfið er ritað á latínu og undirritað “T.R.D. studiosissimus.” Dags. í Skálholti 23. júní 1656.

Efnisorð
4 (4v-5r)
Sendibréf Bjarna Eiríkssonar um Eyrarteig 1656 24. júní meðtekið.
Titill í handriti

Sendibréf Bjarna Eiríkssonar um Eyrarteig 1656 24. júní meðtekið.

Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Eiríksson

Athugasemd

Bjarni Eiríksson skrifar Brynjólfi biskup um jörðina Eyrarteig sem Brynjólfur eignaðist að fullu árið 1652 (sbr. 32. bréf í AM 268 fol.) en úthlutaði síðan til Hjalta Jónssonar (sbr. 33. bréf í AM 269 fol.). Hjalti seldi Brynjólfi fimm hundruð í jörðinni aftur (sbr. 63. bréf í AM 269 fol.) en Bjarni Eiríksson á þann hluta jarðarinnar sem eftir stendur og kveðst hann nú vilja gefa biskupi jarðarpartinn svo hann megi eignast alla jörðina. Á móti vill Bjarni að biskup gefi eftir eignarhald sitt á hálfri jörðinni Hafrafelli, en biskup keypti þann hlut í ágúst 1654 og hefur Bjarni krafist þess að kaupin verði gerð ógild (sbr. 241. bréf í AM 269 fol.). Dags. við Þjórsá 19. júní 1656; afrit gert í Skálholti 25. júní s.á.

Efnisorð
5 (5r-6r)
Afhending 25 hundraða í Skálpastöðum og 10 kúgilda þar anno 1656 30. maí.
Titill í handriti

Afhending 25 hundraða í Skálpastöðum og 10 kúgilda þar anno 1656 30. maí.

Athugasemd

Henrik Erlendsson afhendir 25 hundruð í jörðinni Skálpastöðum í Lundarreykjadal fyrir hönd bróður síns, Torfa Erlendssonar, en Brynjólfur biskup er nýr eigandi jarðarinnar (sbr. 317. bréf í AM 269 fol.). Páll Teitsson er umboðsmaður biskups í málinu. Í bréfinu er að finna ítarlega úttekt á húsakosti á Skálpastöðum þegar jörðin er afhent. Dags. á Skálpastöðum 30. maí 1656.

Efnisorð
6 (6r-6v)
Afhending hálfs Reynis á Akranesi og tveggja kúgilda þar.
Titill í handriti

Afhending hálfs Reynis á Akranesi og tveggja kúgilda þar.

Athugasemd

Henrik Erlendsson afhendir hálfa jörðina Reyni á Akranesi fyrir hönd bróður síns, Torfa Erlendssonar, en Brynjólfur biskup er nýr eigandi jarðarinnar (sbr. 317. bréf í AM 269 fol.). Páll Teitsson er umboðsmaður biskups í málinu. Í bréfinu er að finna ítarlega úttekt á húsakosti á Reyni þegar jörðin er afhent. Dags. á Reyni 31. maí 1656.

Efnisorð
7 (6v-7r)
Meðkenning biskupsins M Brynjólfs SS.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins M Brynjólfs SS.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir móttöku biskupstíunda úr Barðastrandarsýslu sem safnast hafa vorið 1656. Guðmundur Jónsson í Hvammi hefur safnað tíundunum en Þorleifur Jónsson skilar þeim til biskups. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1656.

Efnisorð
8 (7r)
Meðkenning biskupsins upp á fimmtíu og þrjá og hálfan ríkisdal fyrir 20 vættir smjörs úr Heyness umboði í umskiptum.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins upp á fimmtíu og þrjá og hálfan ríkisdal fyrir 20 vættir smjörs úr Heyness umboði í umskiptum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur móttekið 53 og hálfan ríkisdal frá Árna Oddssyni lögmanni sem greiðslu fyrir tuttugu vættir smjörs. Árni meðtók smjörið haustið 1655 frá Páli Gíslasyni, umboðsmanni biskups, í leignagjald af Heynessumboði. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1656.

Efnisorð
9 (7r-7v)
Meðkenning biskupsins upp á sex dali meðtekna í landskuld af Bæ í Borgarfirði.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins upp á sex dali meðtekna í landskuld af Bæ í Borgarfirði.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur móttekið sex ríkisdali frá Árna Jónssyni, en um er að ræða landskuld af Bæ í Borgarfirði sem Björn Gíslason greiðir biskupi. Biskup sendir Árna aftur með féð til Björns og biður um að Björn afhendi það Helga Jónssyni á Mófellsstöðum sem hefur beðið um lán. Björn er með þessu skuldlaus að fullu við biskup. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1656.

Efnisorð
10 (7v-8r)
Kaupbréf um Belgsholt, fremra Botn og Fiskilæk.
Titill í handriti

Kaupbréf um Belgsholt, fremra Botn og Fiskilæk.

Athugasemd

Þrír menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Ögmundur Hallsson seldi Þórði Guðmundssyni alla jörðina Belgsholt í Melasveit, en jörðin er 40 hundruð að dýrleika. Í staðinn fær Ögmundur jarðirnar Fremra-Botn á Hvalfjarðarströnd og Fiskilæk, sem hvor um sig eru 20 hundruð að dýrleika. Dags. að Melum í Melasveit 7. júlí 1574; afrit gert á Þingvöllum 1. júlí 1656.

Efnisorð
11 (8v)
Umboðsgjöf Stefáns Einarssonar upp á biskupsins tíundir í Skaftafellssýslu.
Titill í handriti

Umboðsgjöf Stefáns Einarssonar upp á biskupsins tíundir í Skaftafellssýslu.

Athugasemd

Brynjólfur biskup gefur Stefán Einarssyni í Ytri-Ásum umboð til þess að innheimta biskupstíundir í Skaftafellssýslu, og skal Stefán fá þriðjung þess fjár sem hann innheimtir í umboðslaun. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1656.

12 (9r)
(enginn titill)
Titill í handriti

(enginn titill)

Ábyrgð

??Resp.Key.sll_is?? : Bjarni Eiríksson

Athugasemd

Bjarni Eiríksson selur Brynjólfi biskup fjögur hundruð í jörðinni Eyrarteigi í Skriðdal (sbr. 3. bréf) fyrir tíu hundruð í lausafé. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1656.

Efnisorð
13 (9v)
Meðkenning biskupsins upp á 20 ríkisdali sem Gottskálk Oddsson honum lánaði 1656 6. júlí.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins upp á 20 ríkisdali sem Gottskálk Oddsson honum lánaði 1656 6. júlí.

Ábyrgð

??Resp.Key.len_is?? : Gottskálk Oddsson

Athugasemd

Brynjólfur biskup vottar að hann hefur fengið lánaða 20 ríkisdali hjá Gottskálk Oddssyni og heitir því að greiða féð aftur fyrir 1. janúar 1656. Dags. í Skálholti 6. júlí 1656. Bréfið er yfirstrikað í handriti og utanmáls er bætt þeirri athugasemd Benedikts Þorleifssonar að féð hafi verið endurgreitt 31. desember 1656.

Efnisorð
14 (9v-10r)
Vígslubréf séra Jóns Guðmundssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Jóns Guðmundssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur vígt Jón Guðmundsson til prests og mun hann hefja störf sem aðstoðarprestur föður síns, sr. Guðmundar Erlendssonar að Felli. Sr. Hallgrímur Jónsson, prófastur í Skagafjarðarsýslu og officialis í Hóladómkirkju, veitir samþykki sitt fyrir skipuninni, því enn er biskupslaust á Hólum. Dags. í Skálholti 6. júlí 1656.

Efnisorð
15 (10r-11r)
Sendibréf tilskrifað séra Guðmundi Erlendssyni með séra Jóni.
Titill í handriti

Sendibréf tilskrifað séra Guðmundi Erlendssyni með séra Jóni.

Ábyrgð

Viðtakandi : Guðmundur Erlendsson

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Guðmundi Erlendssyni á Felli í tilefni þess að hann hefur vígt Jón, son Guðmundar, honum til aðstoðarprests (sbr. 13. bréf). Sr. Guðmundur hefur óskað eftir aðstoðarpresti því hann á erfitt með að ferðast um umdæmi sitt, einkum að vetrarlagi. Dags. í Skálholti 6. júlí 1656.

Efnisorð
16 (11r-12r)
Sendibréf til séra Hallgríms Jónssonar officialis með séra Jóni Guðmundssyni.
Titill í handriti

Sendibréf til séra Hallgríms Jónssonar officialis með séra Jóni Guðmundssyni.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Hallgrími Jónssyni, officialis á Hólum, vegna vígslu Jóns Guðmundssonar í embætti aðstoðarprests á Felli. Hann biður Hallgrím að skrifa meðmælabréf með sr. Jóni þegar hann hefur störf í umdæmi sínu og gefa það út til sóknarmanna. Dags. í Skálholti 6. júlí 1656.

Efnisorð
17 (12r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Þorbjörn Marteinsson staðfestir að hann hefur móttekið fjóra dali í landskuld af jörðinni Bárðarstöðum í Loðmundarfirði frá Brynjólfi biskup. Dags. við Öxará 2. júlí 1656; afrit gert í Skálholti 6. júlí 1656.

Efnisorð
18 (12r)
Meðkenning Tómas Nikulássonar upp á meðtekið afgjald af lénsjörðum Péturs Bjarnasonar 1656.
Titill í handriti

Meðkenning Tómas Nikulássonar upp á meðtekið afgjald af lénsjörðum Péturs Bjarnasonar 1656.

Ábyrgð

Bréfritari : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Tómas Nikulásson, fógeti á Bessastöðum, staðfestir að hann hefur móttekið 13 ríkisdali í afgjald af þeim jörðum sem Pétur Bjarnason hefur að léni í Múlasýslu og Hornafirði. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1656; afrit gert í Skálholti 11. júlí 1656.

Efnisorð
19 (12v)
Quittantia séra Jóns Torfasonar biskupinum útgefin upp á andvirði fyrir þrjú hundruð í Súlunesi í Melasveit.
Titill í handriti

Quittantia séra Jóns Torfasonar biskupinum útgefin upp á andvirði fyrir þrjú hundruð í Súlunesi í Melasveit.

Athugasemd

Jón Torfason, prestur á Torfastöðum, staðfestir að hann hefur móttekið sex hundruð frá Brynjólfi biskup, en um er að ræða greiðslu fyrir þrjú hundruð í jörðinni Ytra-Súlunesi í Melasveit (sbr. 73. bréf í AM 269 fol.). Dags. í Skálholti 12. júlí 1656.

Efnisorð
20 (12v-13v)
Vígslubréf séra Guðbrands Jónssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Guðbrands Jónssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur vígt Guðbrand Jónsson til aðstoðarprests hjá föður sínum, sr. Jóni Bersasyni að Sauðanesi. Sr. Jón er orðinn aldurhniginn og á erfitt með að ferðast um sóknina að vetrarlagi. Vígslan er gerð að ósk sr. Jóns, en auk þess hefur sr. Jón Gissurarson, prófastur í Múla, sent biskupi skrifleg meðmæli með Guðbrandi í starfið. Brynjólfur tekur vígsluna að sér vegna þess að enn er biskupslaust á Hólum. Dags. í Skálholti 13. júlí 1656.

Efnisorð
21 (13v-14r)
Sendibréf Péturs Þórðarsonar anno 1656, 14. júlí meðtekið.
Titill í handriti

Sendibréf Péturs Þórðarsonar anno 1656, 14. júlí meðtekið.

Athugasemd

Pétur Þórðarson, bóndi á Innra-Hólmi, biður Brynjólf biskup að lána sér fimmtíu ríkisdali. Peningana ætlar hann að nota “í gamlar, bansettar skuldir dönskum að útvega.” Bréfinu fylgir skuldaviðurkenning þar sem Pétur segist skulda biskupi umbeðna upphæð, að því gefnu að Einari Guttormssyni takist að skila fénu til sín frá biskupi. Dags. 9. júlí 1656.

Efnisorð
22 (14r)
Meðkenning Einars Guttormssonar upp á meðtekna 50 ríkisdali af biskupinum vegna Péturs Þórðarsonar.
Titill í handriti

Meðkenning Einars Guttormssonar upp á meðtekna 50 ríkisdali af biskupinum vegna Péturs Þórðarsonar.

Athugasemd

Einar Guttormsson staðfestir móttöku 50 ríkisdala úr hendi biskups (sbr. 20. bréf). Dags. í Skálholti 15. júlí 1656.

Efnisorð
23 (14v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Notaskrá

Tvö bréf og brot úr því þriðja af þeim bréfum sem áður voru á þessum stað í handritinu eru prentuð eftir NKS 1392 fol. í Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 77-80. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Sex menn, þ. á m. dómkirkjupresturinn Halldór Jónsson, eru tilkallaðir af biskupi til að meta nokkrar skápfjalir í eigu dómkirkjunnar í Skálholti. Fjalirnar eru illa farnar og því aðeins metnar á 20 álnir. Dags. í Skálholti 28. júlí 1656.

Á milli s. 14v og 15r vantar 22 blöð sem hafa verið merkt sem s. 27-71 með eldra blaðsíðutali.

Efnisorð
24 (15r)
Fullmakt séra Halldórs Eiríkssonar gjörninga að gjöra biskups vegna.
Titill í handriti

Fullmakt séra Halldórs Eiríkssonar gjörninga að gjöra biskups vegna.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir sr. Halldóri Eiríkssyni, presti í Eydalasókn, heimild til að fremja lagagjörninga. Dags. í Skálholti 28. júní 1656.

Efnisorð
25 (15r-15v)
Inntak úr sendibréfi séra Henriks Jónssonar um samþykki hans upp á kaup biskupsins við Björn Sæbjörnsson, daterað 1656 16. júní, meðtekið af séra Halldóri Eiríkssyni 28. júní.
Titill í handriti

Inntak úr sendibréfi séra Henriks Jónssonar um samþykki hans upp á kaup biskupsins við Björn Sæbjörnsson, daterað 1656 16. júní, meðtekið af séra Halldóri Eiríkssyni 28. júní.

Athugasemd

Sr. Henrik Jónsson, prestur á Stöð, skrifar Brynjólfi biskup eftir að hafa tekið við orðsendingu frá honum úr hendi Halldórs Eiríkssonar. Biskup hefur óskað eftir samþykki sr. Henriks fyrir kaupum sem Hjalti Jónsson hefur gert í hans umboði við Björn Sæbjörnsson, föður sr. Henriks. Biskup hefur keypt jarðarpart af Birni og samþykkir sr. Henrik kaupin, en ekki er tekið fram hvaða jörð er um að ræða. Dags. á Stöðvarstað 16. júní 1656; afrit gert í Skálholti 28. júní s.á.

Efnisorð
26 (15v-16r)
Meðkenning biskupsins upp á meðtekna rentu af kirkna gjaldi, því sem sett hefur verið inn í kompaníið í Kaupmannahöfn.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins upp á meðtekna rentu af kirkna gjaldi, því sem sett hefur verið inn í kompaníið í Kaupmannahöfn.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur móttekið rentu af því fé sem Skálholtskirkja hefur lagt til Íslenska verslunarfélagsins á fjögurra ára tímabili (sbr. 1. bréf). Dags. á Eyrarbakka 16. júlí 1656.

Efnisorð
27 (16r-16v)
Meðkenning kaupmannsins Erik Muncks upp á meðtekna kirknadali - 631 og 3 mark dansch.
Titill í handriti

Meðkenning kaupmannsins Erik Muncks upp á meðtekna kirknadali - 631 og 3 mark dansch.

Athugasemd

Eiríkur Munk, kaupmaður á Eyrarbakka, staðfestir að hann hefur móttekið 631 ríkisdal og þrjár merkur úr hendi Brynjólfs biskups. Um er að ræða gjöld frá Skálholtskirkju og nokkrum kirkjum sem undir hana eru settar. Dags. á Eyrarbakka 15. júlí 1656; afrit gert í Skálholti 18. júlí s.á.

Efnisorð
28 (17r)
Til minnis.
Titill í handriti

Til minnis.

Athugasemd

Yfirlit yfir innlegg nokkurra kirkna í Skálholtsstifti til Íslenska verslunarfélagsins. Heildarupphæðin er 282 ríkisdalir, tvö mörk og átta skildingar, og skiptist þannig: 40 ríkisdalir frá Helgafellskirkju, 36 ríkisdalir frá Stafafellskirkju í Lóni, 24 ríkisdalir frá Kolfreyjustaðarkirkju, 24 ríkisdalir frá Skorrastaðakirkju, 16 ríkisdalir frá Selárdalskirkju og 22 ríkisdalir frá Hólmakirkju í Reyðarfirði; afgangurinn er frá dómkirkjunni í Skálholti. Dags. á Eyrarbakka 16. júlí 1656. Aftan við bréfið er bætt athugasemd biskups um framlag dómkirkjunnar, dags. í Skálholti 13. október s.á.

S. 17v er auð.

Efnisorð
29 (18r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Yfirlit um viðskipti Jóns Vilhjálmssonar, bónda á Drumboddsstöðum, við Brynjólf biskup. Jón leggur einn bleikálóttan hest til Skálholts og fær í staðinn fimm kálfa og mjöltunnu. Dags. í Skálholti 21. júlí 1656.

S. 18v er auð.

Efnisorð
30 (19r-20r)
Kaupbréf biskupsins M Brynjólfs Sveinssonar við Jón Árnason á hálfum Reyni á Akranesi og fimm hundruðum í Merkigili í Eyjafirði fyrir 25 hundruð í Skálpastöðum í Lundarreykjadal.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M Brynjólfs Sveinssonar við Jón Árnason á hálfum Reyni á Akranesi og fimm hundruðum í Merkigili í Eyjafirði fyrir 25 hundruð í Skálpastöðum í Lundarreykjadal.

Athugasemd

Fimm menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup gerði jarðakaup við Jón Árnason, en Jón starfaði í umboði föður síns, Árna Oddssonar lögmanns, og bróður hans, Eiríks Odssonar bónda á Fitjum. Biskup seldi Árna fimm hundruð í jörðinni Skálpastöðum í Lundarreykjadal og Eiríki tuttugu hundruð í sömu jörð. Á móti greiðir Jón biskupi fimm hundruð í jörðinni Merkigili í Eyjafirði fyrir hönd Árna, en hálfa jörðina Reyni á Akranesi, tuttugu hundruð að dýrleika, fyrir hönd Eiríks. Dags. í Skálholti 25. júlí 1656.

Efnisorð
31 (20r-20v)
Umboðsbréf Jóns Árnasonar.
Titill í handriti

Umboðsbréf Jóns Árnasonar.

Athugasemd

Bræðurnir Árni Odsson lögmaður og Eiríkur Oddsson veita Jóni, syni Árna, umboð sitt til að annast jarðakaup við Brynjólf biskup fyrir sína hönd (sbr. 29. bréf). Dags. á Leirá 21. júlí 1656.

32 (20v-21r)
Quittantia millum biskupsins M Brynjólfs SS og séra Jóns Ólafssonar á Reka með ferð um þriggja ára tíma.
Titill í handriti

Quittantia millum biskupsins M Brynjólfs SS og séra Jóns Ólafssonar á Reka með ferð um þriggja ára tíma.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir sr. Jóni Ólafssyni kaup fyrir vinnu sína undanfarin þrjú ár við að safna reka af dómkirkjujörðunum Ytri-Vík í Hrútafirði og Þambárvöllum í Bitrufirði (sbr. 157. bréf í AM 268 fol.). Sr. Jón hefur jafnframt séð um að flytja rekann suður að Hvítá í Borgarfirði, en ekki kemur fram í bréfinu hversu mikið hann fær greitt fyrir vinnu sína. Dags. 4. ágúst 1656 að Hvammi í Norðurárdal.

Efnisorð
33 (21r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur meðtekið sáttagreiðslu frá sr. Ásgeiri Einarssyni vegna annars prests, sr. Þorvarðar Magnússonar í Árnesi. Þorvarður hefur setið á dómkirkjujörðinni Ávík í Trékyllisvík og greiðir hann tvö hundruð í afgjöld af jörðinni. Dags. að Tungu í Steingrímsfirði 10. ágúst 1656.

Efnisorð
34 (21r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir móttöku 15 aura frá sr. Ásgeiri Einarssyni vegna jarðakaupa sem fóru fram þeirra á milli árið 1653 (sbr. 76. bréf í AM 268 fol.). Dags. að Tungu í Steingrímsfirði 10. ágúst 1656.

Efnisorð
35 (21v)
Kvittun séra Einars Sigurðssonar um skyldur af Grímsey.
Titill í handriti

Kvittun séra Einars Sigurðssonar um skyldur af Grímsey.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur móttekið átta ríkisdali frá sr. Einari Sigurssyni, prófasti í Strandasýslu, en um er að ræða afgjöld af Grímsey fyrir undanfarin þrjú ár. Biskup endurnýjar umboð sr. Einars fyrir eynni. Dags. á Stað í Steingrímsfirði 11. ágúst 1656.

36 (21v-22r)
Umboðsbréf séra Ásgeirs Einarssonar.
Titill í handriti

Umboðsbréf séra Ásgeirs Einarssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir sr. Ásgeiri Einarssyni umboð yfir jörðinni Ávík í Trékyllisvík. Ásgeir mun taka við umboðinu af sr. Þorvarði Magnússyni sem hefur óskað eftir aflausn. Ásgeir mun safna reka á jörðinni og skila honum til dómkirkjunnar, og fær hann þriðjung ágóðans í sinn hlut. Dags. á Stað í Steingrímsfirði 11. ágúst 1656.

37 (22r-22v)
Sendibréf til séra Þorvarðs Magnússonar úr vísitatíu 1656 11 augusti.
Titill í handriti

Sendibréf til séra Þorvarðs Magnússonar úr vísitatíu 1656 11 augusti.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 81. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Þorvarði Magnússyni í Ávík og bregst við bréfi frá honum. Sr. Þorvarður hefur greint biskupi frá því sem í bréfinu er kallað “sárgrætilegt háttalag yðar sókna.” Biskup segir að það hafi verið ætlun sín að heimsækja sóknina á yfirstandandi vísitasíu sinni um Vestfirði, en hann afréð loks að láta það ógert og senda bréfið í staðinn. Ástæðuna segir hann vera dræma aðsókn sóknarmanna við biskupsheimsóknir. Biskup óskar sr. Þorvarði og sóknarmönnum hans verndar gegn ásókn óhreinna anda, en margir höfðu þóst verða fyrir galdraásóknum í Trékyllisvík frá því árið 1652. Loks nefnir biskup að hann hefur móttekið afgjöld af Ávík frá sr. Ásgeiri Einarssyni (sbr. 32. bréf), en Ásgeir mun brátt taka við staðnum af sr. Þorvarði. Dags. á Stað í Steingrímsfirði 11. ágúst 1652.

Efnisorð
38 (23r-24r)
Aðalvíkurmanna leyfisbréf upp á burtför séra Árna Loftssonar.
Titill í handriti

Aðalvíkurmanna leyfisbréf upp á burtför séra Árna Loftssonar.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 81-83. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Þrettán menn, sem allir eru sóknarmenn Aðalvíkurkirkju, skrifa Brynjólfi biskup og beiðast lausnar fyrir hönd prestsins í Aðalvík, sr. Árna Loftssonar, og segja þeir að hann treysti sér ekki til að þjóna staðnum lengur. Þrjár ástæðar eru gefnar fyrir þessari ákvörðun sr. Árna: Í fyrsta lagi vill hann ekki búa lengur ógiftur á staðnum, og ekki er vitað um neina konu í sveitinni sem geti hugsað sér að giftast honum. Í öðru lagi hefur sr. Árni enga vinnumenn á bæ sínum og getur ekki ferðast um sóknina til að fræða sóknarbörn sín, því hann er svo bundinn af búverkum. Í þriðja lagi er sr. Árni þjakaður af þunglyndi og andlegum krankleika, einkum í skammdeginu. Þess er óskað að biskup sendi nýjan prest til staðarins. Dags. á Stað í Aðalvík 1656.

Efnisorð
39 (24r)
Andsvar biskupsins hér upp á.
Titill í handriti

Andsvar biskupsins hér upp á.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 83-84. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Brynjólfur biskup bregst við bréfi frá sóknarmönnum Aðalvíkurkirkju (37. bréf). Hann segir að betur þurfi að gera grein fyrir ástæðum sr. Árna fyrir brotthvarfinu en fellst þó á tillöguna. Biskup leggur til að sr. Árni muni sjálfur, ásamt sóknarmönnum sínum, útvega nýjan prest til Aðalvíkur. Dags. á Stað í Grunnavík 16. ágúst 1656.

Efnisorð
40 (24v-25v)
Kosning Sigurðar Jónssonar til Bolungavíkurþinga.
Titill í handriti

Kosning Sigurðar Jónssonar til Bolungavíkurþinga.

Athugasemd

Sjö sóknarmenn Bolungarvíkurkirkjusóknar tilkynna að þeir hafa kosið sr. Sigurð Jónsson til sóknarprests að Hóli í Bolungarvík og óska eftir samþykki biskups fyrir kosningunni. Dags. í Bolungarvík 13. júlí 1656. Aftan við bréfið er bætt vitnisburði þriggja sóknarmanna sem gera grein fyrir stuðningi sínum við Sigurð.

Efnisorð
41 (25v)
Svar biskupsins hér upp á.
Titill í handriti

Svar biskupsins hér upp á.

Athugasemd

Brynjólfur biskup kveðst hafa lesið kosningarbréf sr. Sigurðar Jónssonar, en efast um lögmæti þess þar sem samþykki prófasts liggur ekki fyrir. Hann telur því að kosningin verði ekki staðfest fyrr en “tillagið er komið úr voninni í raunina.” Dags. á Snæfjöllum 18. ágúst 1656.

Í bréfinu víkur Brynjólfur biskup að veikindum sr. Jóns Magnússonar, prests á Eyri í Skutulsfirði: “… ef Guð gæfi sr. Jóni Magnússyni sína burði og heilsu aftur.”

Efnisorð
42 (26r)
Quittantia útgefin séra Jóni Jónssyni fyrir biskupstíunda meðferð.
Titill í handriti

Quittantia útgefin séra Jóni Jónssyni fyrir biskupstíunda meðferð.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hefur meðtekið 24 ríkisdali frá sr. Jóni Jónssyni í Holti í Önundarfirði, en um er að ræða biskupstíundir sem Jón hefur innheimt. Dags. að Holti í Önundarfirði 21. ágúst 1656.

Efnisorð
43 (26r-26v)
Quittantia biskupsins um Holtskirkju í Önundarfirði Inventarium, útgefin af séra Jóni í Holti.
Titill í handriti

Quittantia biskupsins um Holtskirkju í Önundarfirði Inventarium, útgefin af séra Jóni í Holti.

Athugasemd

Sr. Jón Jónsson, prestur í Holti í Önundarfirði og bróðursonur Brynjólfs biskups, staðfestir að hann hefur meðtekið skuldagreiðslu til kirkjunnar, eitt hundrað í gildu fé og átta álnir, úr hendi biskups. Sjálfur greiðir sr. Jón jafnháa upphæð til kirkjunnar fyrir hönd föður síns, Jóns Sveinssonar, en um er að ræða föðurarf þeirra bræðra. Dags. að Holti í Önundarfirði 21. ágúst 1656; afrit gert að Mýrum í Dýrafirði degi síðar.

Efnisorð
44 (26v)
Lofun séra Þórðar Sveinssonar, Aðalvíkurstað og sókn að átakast.
Titill í handriti

Lofun séra Þórðar Sveinssonar, Aðalvíkurstað og sókn að átakast.

Athugasemd

Sr. Þórður Sveinsson hefur fengið tilboð frá sr. Árna Loftssyni, fráfarandi presti í Aðalvík, um að taka við sókninni, með leyfi biskups (sbr. 38. bréf). Þórður samþykkir boðið og lýsir sig reiðubúinn að taka við staðnum. Dags. á Melgraseyri 19. ágúst 1656.

Efnisorð
45 (27r)
Samþykki prófastsins séra Jóns Arasonar upp á burtför séra Árna frá Aðalvík.
Titill í handriti

Samþykki prófastsins séra Jóns Arasonar upp á burtför séra Árna frá Aðalvík.

Athugasemd

Jón Arason, prófastur í Ísafjarðarsýslu, veitir samþykki sitt fyrir afsögn sr. Árna Loftssonar, sóknarprests í Aðalvík (sbr. 37. bréf), að því gefni að biskup veiti leyfi fyrir henni. Dags. í Vatnsfirði 19. ágúst 1656; afrit gert, með viðbættu samþykki Brynjólfs biskups, á Söndum í Dýrafirði 23. ágúst 1656.

Efnisorð
46 (27v-28r)
Umskipti á Nauteyri á Langadalsströnd fyrir 10 hundruð í Arnarnúpi í Dýrafirði og sex hundraða part við séra Gissur Sveinsson.
Titill í handriti

Umskipti á Nauteyri á Langadalsströnd fyrir 10 hundruð í Arnarnúpi í Dýrafirði og sex hundraða part við séra Gissur Sveinsson.

Athugasemd

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Margrét Jónsdóttir gaf eiginmanni sínum, sr. Gissuri Sveinssyni, sex hundraða jarðarpart sem hún átti í heimanfylgju sína hjá Magnúsi Jónssyni, sýslumanni í Miðhlíð (sbr. 101. bréf í AM 268 fol.) og tíu hundraða jarðarpart í Arnarnúpi í Dýrafirði. Á móti ánafnar Gissur konu sinni sextán hundruð í jörðinni Nauteyri á Langadalsströnd. Dags. á Álftamýri í Arnarfirði 25. ágúst 1656.

Efnisorð
47 (28v)
Samþykki Eggerts Björnssonar upp á kaup biskupsins sex hundruð í Gullberastöðum.
Titill í handriti

Samþykki Eggerts Björnssonar upp á kaup biskupsins sex hundruð í Gullberastöðum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup kaupir sex hundruð í Gullberastöðum í Lundarreykjadal af Eggert Björnssyni, en Magnús Jónsson annast kaupin fyrir hönd Eggerts. Í staðinn lætur biskup sex hundruð í Bakka í Arnarfirði. Dags. 6. september á Skarði á Skarðsströnd.

Efnisorð
48 (29r)
Schedil Jóns meinsæramanns fyrir vestan.
Titill í handriti

Schedil Jóns meinsæramanns fyrir vestan.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar orðsendingu um Jón Jónsson, sem fundinn hefur verið sekur um meinsæri og tvö frillulífisbrot, en orðsendingin er ætluð sóknarpresti Jóns. Biskup segir þar að brot Jóns séu “kvitt bæði við kirkju og kóng,” og biður prest að veita Jóni aflausn ef hann sýnir fram á að hann vilji bæta ráð sitt. Dags. að Staðarhóli 9. september 1656.

S. 29v er auð. Á milli s. 29v og 30r vantar fjögur blöð sem hafa verið merkt sem s. 106-109 með eldra blaðsíðutali.

49 (30r-31r)
Schedill Guðmundi Ólafssyni útgefinn af biskupinum um kristileg fríheit hans.
Titill í handriti

Schedill Guðmundi Ólafssyni útgefinn af biskupinum um kristileg fríheit hans.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar um málefni Guðmundar Ólafssonar, sem titlaður er “byssuskytta að Vestmannaeyjum.” Guðmundur hefur leitað til biskups vegna þess að prestar í Vestmannaeyjum hafa útilokað hann frá allri kirkjulegri þjónustu. Upphaf málsins eru átök sem komu upp milli Guðmundar og Eiríks Einarssonar, en Guðmundur segir að sér hafi blöskrað svo orðbragð Eiríks að hann hafi ráðist á hann og skorið í nef hans með hnífi í bræðiskasti. Guðmundur sættist í kjölfarið við Eirík og greiddi honum bætur. Skömmu síðar veiktist Guðmundur og fékk aflausn hjá presti á sóttarsæng, en eftir að hann reis upp aftur hefur hann enga prestlega þjónustu fengið þótt hann hafi leitað eftir henni. Niðurstaða biskups er sú að þar sem Guðmundur hafi þegar tekið opinbera aflausn eigi hann með réttu að njóta kirkjulegra sakramenta. Biður hann þá er málið varðar að taka tillit til þessa. Dags. í Skálholti 1. október 1656.

Í bréfinu er vitnað til ákvæðis í Kirkjuordinansíu Kristjáns III um vitjanir sjúkra og fátækra; sjá Íslenzkt fornbréfasafn X, 149-151. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1911-1921.

S. 31v er auð. Á milli s. 31v og 32r vantar fimm blöð sem hafa verið merkt sem s. 114-123 með eldra blaðsíðutali.

Efnisorð
50 (32r-32v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Oddur Þorleifsson fær Brynjólfi biskup alla jörðina Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi til fullrar eignar, en jörðin er átta hundruð að dýrleika og fylgja henni fjögur innstæðukúgildi. Um er að ræða greiðslu fyrir þá 80 ríkisdali sem biskup fékk Sæmundi, syni Odds, þegar hann sigldi út til náms ári áður (sbr. 183. bréf í AM 269 fol.) Dags. að Vatnsenda í Skorradal 17. september 1656.

Efnisorð
51 (32v-33r)
Kaupbréf Odds Þorleifssonar á Litlu-Þúfu í Miklholtshrepp.
Titill í handriti

Kaupbréf Odds Þorleifssonar á Litlu-Þúfu í Miklholtshrepp.

Athugasemd

Samningur um jarðaskipti milli bræðranna Odds og Guðmundar Þorleifssona. Guðmundur fær Oddi jörðina Litlu-Þúfu í Miklholtshreppi til fullrar eignar og veitir Þorgerður Ólafsdóttir, eiginkona Guðmundar, samþykki sitt fyrir því. Á móti mun Oddur fá bróður sínum aðra jörð eða jarðarpart jafndýran. Dags. 23. júlí 1656 í Hnífsdal við Skutulsfjörð; afrit gert að Vatnsenda í Skorradal 18. september 1656.

Efnisorð
52 (33r-33v)
Reikningur millum biskupsins og Helga um húsabót á Mófellsstöðum anno 1656.
Titill í handriti

Reikningur millum biskupsins og Helga um húsabót á Mófellsstöðum anno 1656.

Athugasemd

Yfirlit yfir þær endurbætur sem Helgi Jónsson, leiguliði Brynjólfs biskups, hefur gert á húsum á Mófellsstöðum frá því í september 1655 (sbr. 224. bréf í AM 269 fol.). Gerð er grein fyrir útlögðum kostnaði og endurgreiðslum til Helga vegna verka hans. Dags. á Mófellsstöðum í Skorradal 18. september 1656.

Efnisorð
53 (34r)
Reikningur á húsabót milli biskupsins og Ólafs á Réttabakka 1656 18. septembris.
Titill í handriti

Reikningur á húsabót milli biskupsins og Ólafs á Réttabakka 1656 18. septembris.

Athugasemd

Ólafur á Réttabakka hefur hlaðið heygarð á bænum að nýju. Brynjólfur biskup endurgreiðir honum útlagðan kostnað og vinnu. Dags. að Efra-Hrepp í Skorradal 19. september 1656.

Efnisorð
54 (34v)
Reikningur millum biskupsins og Þorvarðs Kolbeinssonar um húsabót á hjáleigunni fyrir ofan Mófellsstaði.
Titill í handriti

Reikningur millum biskupsins og Þorvarðs Kolbeinssonar um húsabót á hjáleigunni fyrir ofan Mófellsstaði.

Athugasemd

Yfirlit yfir þær endurbætur sem Þorvarður Kolbeinsson hefur gert á húsum í hjáleigunni fyrir ofan Mófellsstaði. Dags. á Mófellsstöðum í Skorradal 18. september 1656.

Efnisorð
55 (35r-35v)
Kaupskaparbréf biskupsins við Þorbjörn Marteinsson á Litlu-Þúfu í Miklholtshrepp fyrir Barðarstaði í Loðmundarfirði.
Titill í handriti

Kaupskaparbréf biskupsins við Þorbjörn Marteinsson á Litlu-Þúfu í Miklholtshrepp fyrir Barðarstaði í Loðmundarfirði.

Athugasemd

Brynjólfur biskup selur Þorbirni Marteinssyni alla jörðina Litlu-Þúfu í Miklholtshreppi sem er átta hundruð að dýrleika. Á móti lætur Þorbjörn alla jörðina Bárðarstaði í Loðmundarfirði, tólf hundruð að dýrleika. Dags. að Efra-Hrepp í Skorradal 19. september 1656.

Efnisorð
56 (35v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Ábyrgð

Bréfritari : Páll Gíslason

Athugasemd

Páll Gíslason viðurkennir að hann hefur fengið tuttugu ríkisdali að láni hjá Brynjólfi biskup. Hann lofar að endurgreiða féð um leið og hann hefur tök á. Dags. 19. september 1656. Aftan við bréfið er bætt athugasemd með hendi biskups: “Þessu gjaldi hefur Páll Gíslason svarað til Vatnsenda í varðveislu Páls Teitssonar.”

Efnisorð
57 (35v-36r)
Tilsögn Bjarna Vermundssonar um landamerki Reynis á Akranesi.
Titill í handriti

Tilsögn Bjarna Vermundssonar um landamerki Reynis á Akranesi.

Athugasemd

Bjarni Vermundsson gefur vitnisburð um landamerki jarðarinnar Reynis á Akranesi eftir sinni bestu vitneskju. Dags. að Reyni 20. september 1656.

58 (36r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Bjarni Halldórsson, bóndi á Görðum á Akranesi, hefur hlýtt á upplesinn vitnisburð Bjarna Vermundssonar (57. bréf) og staðfestir það sem þar kemur fram. Bjarni Halldórsson bjó á Reyni í ellefu ár og er því vel kunnugur staðháttum þar. Dags. að Görðum á Akranesi 21. september 1656.

Efnisorð
59 (36r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Ívar Magnússon, bóndi á Narfastöðum, tekur saman yfirlit um þann við sem Brynjólfur biskup hefur lagt til Narfastaða. Dags. á Skipaskaga 21. september 1656.

Efnisorð
60 (36v)
Meðkenning Þórarins Illugasonar og Sigurðar Jónssonar upp á tvær Innstavogs lögfestur út skrifaðar af þingbókinni.
Titill í handriti

Meðkenning Þórarins Illugasonar og Sigurðar Jónssonar upp á tvær Innstavogs lögfestur út skrifaðar af þingbókinni.

Athugasemd

Staðfesting þess að tveir umboðsmenn biskups, Páll Teitsson og Jón Vigfússon, hafa lögfest biskupsjörðina Innstavog á manntalsþingi. Dags. á Heynesi 16. og 18. júní 1654; afrit gert á Skipaskaga á Akranesi 22. september s.á.

Efnisorð
61 (36v-39v)
Reikningur Páls Kristjánssonar í Hólmi.
Titill í handriti

Reikningur Páls Kristjánssonar í Hólmi.

Athugasemd

Yfirlit yfir vörur sem Páll Kristjánsson, kaupmaður í Hólmi, hefur fengið Brynjólfi biskup, ásamt yfirliti yfir kostnað. Dags. í Hólmi 7. júlí 1656; afrit gert á Skaga 22. september s.á.

S. 37r og 38v eru auðar.

Efnisorð
62 (40r-40v)
Andsvar upp á bréf séra Sigurðar Torfasonar um Bessastaðamál milli hans og Tómasar Nikulássonar.
Titill í handriti

Andsvar upp á bréf séra Sigurðar Torfasonar um Bessastaðamál milli hans og Tómasar Nikulássonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Sigurði Torfasyni, aðstoðarpresti á Görðum á Álftanesi, vegna deilu hans við Tómas Nikulásson, fógeta á Bessastöðum. Brynjólfur hefur fengið bréf frá Sigurði um misklíðina og játar að hann hefur ekki haft tóm til að lesa það almennilega, en ljóst er að málið varðar aflausn Tómasar fyrir “helgibrot.” Biskup telur að sr. Sigurður hafi ekki gert neitt ámælisvert, auk þess sem honum hefur engin formleg ákæra borist frá fógetanum, og því leggur hann til að Sigurður starfi áfram á Görðum. Dags. í Skálholti 28. september 1656.

Efnisorð
63 (40v-43v)
Sendibréf séra Magnúsi Péturssyni tilskrifað með Gísla Finnbogasyni.
Titill í handriti

Sendibréf séra Magnúsi Péturssyni tilskrifað með Gísla Finnbogasyni.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 85-88. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Magnúsi Péturssyni, prófasti í Skaftafellsþingi, um mál sr. Þorleifs Magnússonar á Sandfelli. Þorleifur hefur orðið uppvís að ofbeldisbroti (sbr. 242. og 243. bréf í AM 269 fol.) og mál hans var tekið fyrir á alþingisprestastefnu þar sem úrskurðað var að honum skyldi vikið úr embætti ef tveir menn fengjust til að votta um brot hans með eiði við prófastinn. Magnús hefur nú tekið eiðana tvo og lagt það til við biskup að sr. Þorleifur fái að sitja á Sandfelli til næsta vors, enda sé eiginkona hans veik. Brynjólfur biskup vill hins vegar taka hart á broti Þorleifs og víkja honum frá staðnum samstundis, enda sé mál hans fordæmisgefandi fyrir önnur sambærileg brotamál. Magnús hefur stungið upp á Gísla Finnbogasyni sem eftirmanni Þorleifs á Sandfelli, en biskup svarar því til í bréfinu að sér þyki Snjólfur Einarsson engu minna hæfur til starfans en Gísli (sbr. 77. bréf). Í lok bréfsins víkur biskup að spítalanum á Hörgslandi, en hann hefur skipað sr. Magnús forstöðumann spítalans ásamt sr. Þórði Guðmundssyni á Kálfafelli. Dags. í Skálholti 1. október 1656.

Á milli s. 43v og 44r vantar sautján blöð sem hafa verið merkt sem s. 144-177 með eldra blaðsíðutali.

Efnisorð
64 (44r)
Anno 1699 21. júlí að Hraungerði framfór svofelldur löggjafar gjörningur í votta viðurvist sem eftir fylgir.
Titill í handriti

Anno 1699 21. júlí að Hraungerði framfór svofelldur löggjafar gjörningur í votta viðurvist sem eftir fylgir.

Athugasemd

Þóra Torfadóttir, ekkja sr. Einars Einarssonar prests í Görðum á Álftanesi, arfleiðir dóttur sína, Halldóru Einarsdóttur, að tíu hundruðum í lausafé og ýmsum gripum. Dags. að Hraungerði í Flóa 21. júlí 1699.

Skjalið er ritað á örk sem er greinilega síðari tíma innskot í handritið, enda án upphaflega blaðsíðutalsins og dagsett tæpum 43 árum síðar en næsta bréf á undan. Undirskriftina vantar og næstu þrjár síður af örkinni (44v-45v) eru auðar að mestu, að undanskildum sex línum á forngrísku sem ritaðar eru neðst á s. 45v. Um er að ræða skilgreininguna á trú sem var sett fram á kirkjuþinginu í Kalkedon árið 451. Merkingin er nokkurn veginn: “Rétt eins og spámennirnir kenndu oss frá öndverðu um hann, og eins og Jesús Kristur sjálfur kenndi oss, og eins og kenning feðranna færði oss.” Sjá Jaroslav Pelikan og Valerie Hotchkiss (útg.). Creeds and Confessions of Faith in the Christian Tradition 1, 181. New Haven: Yale University Press, 2003.

65 (46r)
Meðkenning Finns Jónssonar í Klausturhólum upp á meðtekna landskuld af hálfu Súlunesi og leigur eftir tvö kúgildi anno 1656.
Titill í handriti

Meðkenning Finns Jónssonar í Klausturhólum upp á meðtekna landskuld af hálfu Súlunesi og leigur eftir tvö kúgildi anno 1656.

Athugasemd

Finnur Jónsson, forstöðumaður spítalans á Klausturhólum, staðfestir að hann hefur meðtekið hálfan annan ríkisdal í landskuld af hálfri jörðinni Súlunesi í Melasveit úr hendi Brynjólfs biskups. Auk þess hefur biskup fengið honum fimm merkur smjörs sem eru eftirstöðvar af leigugjaldi ársins á undan. Dags. í Skálholti 16. október 1656.

Efnisorð
66 (46r-46v)
Sendibréf Ólafs á Ásbrandsstöðum um reikning við Björn Sæbjörnsson um Fremri-Hlíð.
Titill í handriti

Sendibréf Ólafs á Ásbrandsstöðum um reikning við Björn Sæbjörnsson um Fremri-Hlíð.

Athugasemd

Ólafur Jónsson, leiguliði á dómkirkjujörðinni Ásbrandsstöðum, skrifar Brynjólfi biskup og sendir honum kvittun um greiðslur til Björns Sæbjörnssonar vegna jarðarinnar Fremri-Hlíðar sem hann seldi biskupi í upphafi árs 1654 (sbr. 195. bréf í AM 268 fol.). Björn hefur fengið greidda 20 ríkisdali ásamt ýmsum búfénaði og vöru. Dags. á Hofi í Vopnafirði 7. september 1656.

Efnisorð
67 (46v-47r)
Quittantia útgefin biskupinum af Birni Snæbjörnssyni og send innan í þessu fyrir ofan skrifuðu bréfi Ólafs Jónssonar.
Titill í handriti

Quittantia útgefin biskupinum af Birni Snæbjörnssyni og send innan í þessu fyrir ofan skrifuðu bréfi Ólafs Jónssonar.

Athugasemd

Björn Sæbjörnsson kvittar að hann hefur móttekið greiðslur frá Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum vegna Fremri-Hlíðar. Þetta er kvittunin sem getið er um í 66. bréfi. Dags. í Leiðarhöfn í Vopnafirði 6. september 1656; afrit gert í Skálholti 15. október s.á.

Efnisorð
68 (47r-47v)
Sendibréf til kennimanna í Dalasýslu um prófastskjör.
Titill í handriti

Sendibréf til kennimanna í Dalasýslu um prófastskjör.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar prestum í Dalasýslu. Tilefnið er fráfall Brynjólfs Bjarnasonar, prests í Hjarðarholti og prófasts í Dalasýslu, en framundan er kjör á nýjum prófasti úr hópi héraðspresta. Nýr prófastur þarf að taka til starfa sem fyrst því hans bíður að rannsaka máls Jóns Auðunarsonar. Biskup hefur sent sr. Jóni Ormssyni bréf um það mál, en málsatvik eru ekki útskýrð í þessu bréfi. Dags. í Skálholti 16. október 1656.

S. 48r er auð.

Efnisorð
69 (48v)
Vitnisburður yfirsetukvenna upp á lýsing Þuríðar Guðmundar dóttur um síns barnsfaðerni séra Jóni Jónssyni á hendur.
Titill í handriti

Vitnisburður yfirsetukvenna upp á lýsing Þuríðar Guðmundar dóttur um síns barnsfaðerni séra Jóni Jónssyni á hendur.

Athugasemd

Vitnisburður sem sr. Halldór Daðason, prófastur í Árnesprófastsdæmi, hefur látið skrásetja í heyranda hljóði í Hrunakirkju eftir þremur konum: Þuríði Guðmundsdóttur, Hallberu Jónsdóttur og Vilborgu Guðmundardóttur. Hallbera og Vilborg voru yfirsetukonur hjá Þuríði þegar hún fæddi barn í Reykjadal. Þær fullyrða báðar að Þuríður hafi lýst sr. Jón Jónsson, prest í Reykjadal, föður barnsins og aldrei orðið tvísaga í framburði sínum. Sr. Halldór lýsti eftir vitnum í kirkjunni sem gætu borið að Þuríður hafi nokkru sinni orðið tvísaga um faðernið en enginn gaf sig fram. Dags. í Hruna 12. október 1656; afrit gert í Skálholti 19. október s.á.

Efnisorð
70 (49r-50r)
Hafrafellsmál sem það til gekk á Alþingi. Anno 1656 þann 30. júní.
Titill í handriti

Hafrafellsmál sem það til gekk á Alþingi. Anno 1656 þann 30. júní.

Athugasemd

Fjögur samantekin skjöl er varða Hafrafellsmál og deilu Brynjólfs biskups við Bjarna Eiríksson (sbr. 241. bréf í AM 269 fol.). Fyrsta skjalið er almenn greinargerð um málið sem var rekið fyrir Lögréttu þann 30. júní 1656. Annað skjalið er samantekt um þau skjöl er Bjarni las upp fyrir Lögréttu og lúta þau öll að því að kirkjan í Ási sé lögmætur eigandi Hafrafells. Biskup óskaði álits Lögréttumanna að lestrinum loknum og virtist þeim að kaup biskups hafi ekki verið réttmæt. Þriðja skjalið er vitnisburður Hjalta Jónssonar, umboðsmanns biskups, sem meðtók landskuld af hálfu Hafrafelli haustið 1654 af Stefáni Jónssyni er þar bjó. Síðan þá hefur Stefán goldið Bjarna landskuld af jörðinni. Fjórða bréfið er ræða Brynjólfs biskups fyrir Lögréttu, þar sem hann kveðst ekki mundu hafa tilleiðst að eignast jarðarpartinn ef hann hefði vitað að kirkjan í Ási ætti tilkall til hennar. Biskup óskar eftir áliti Lögréttu á kaupunum og kveðst munu krefjast lagariftingar á kaupum sínum við Bjarna Oddsson (sbr. 29. bréf í AM 269 fol.) ef niðurstaðan verður sú að kaupin hafi verið ólögmæt. Afrit bréfanna gert í Skálholti 21. október og 8. nóvember 1656.

Á meðal þeirra skjala sem Brynjólfur biskup lætur lesa upp fyrir Lögréttu er kaupmáli Magnúsar Árnasonar og Jörundar Vigfússonar um hálft Hafrafell frá 1485, prentaður í Íslenzku fornbréfasafni VI, 539-540. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1900-1904.

Efnisorð
71 (50v-51r)
Kaupmálabréf Þorsteins Eyvindssonar og Sigríðar Þorvaldsdóttur.
Titill í handriti

Kaupmálabréf Þorsteins Eyvindssonar og Sigríðar Þorvaldsdóttur.

Ábyrgð

??Resp.Key.ctr_is?? : Þorsteinn Eyvindsson

??Resp.Key.ctr_is?? : Sigríður Þorvaldsdóttir

Athugasemd

Kaupmáli hjónanna Þorsteins Eyvindssonar, bónda á Bekansstöðum, og Sigríðar Þorvaldsdóttur, gerður af þeim sr. Halldóri Jónssyni, kirkjupresti í Skálholti (fyrir hönd Þorsteins) og Brynjólfs biskups (fyrir hönd Halldórs Ásmundssonar, sem er föðurbróðir og giftingarmaður Sigríðar). Þorsteinn leggur tvö hundruð í jörðum og fimm hundruð í peningum til hjónabandsins. Heimanfylgja Sigríðar reiknast átta hundruð, þar af eitt hundrað vegna tveggja barna sem þau Þorsteinn og Sigríður hafa eignast saman fyrir hjónaband (sbr. 61. bréf í AM 268 fol.). Dags. í Skálholti 26. október 1656. Aftan við kaupmálann er bætt þeirri athugasemd að þau Þorsteinn og Sigríður hafi verið gefin saman í Skálholtsdómkirkju 23. nóvember s.á.

72 (51v-52r)
Vígslubréf séra Rafns Ólafssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Rafns Ólafssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur vígt Rafn Ólafsson sem sóknarprest í Grindavík. Rafn tekur við embættinu af sr. Gísla Bjarnasyni sem lést í ágúst, en hann var einnig prófastur í Kjalarnesþingi. Dags. í Skálholti 26. október 1656.

Efnisorð
73 (52v-54r)
Veitingarbréf séra Rafns Ólafssonar fyrir Stað í Grindavík.
Titill í handriti

Veitingarbréf séra Rafns Ólafssonar fyrir Stað í Grindavík.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur veitt sr. Rafni Ólafssyni prestsembætti á Stað í Grindavík. Rafn skal halda staðinn og greiða þrjú hundruð fiska árlega í landskuld til dómkirkjunnar í Skálholti, auk þess sem hann skal halda við húsum, görðum, hleðslum og túnum. Dags. í Skálholti 27. október 1656.

Efnisorð
74 (54v-55r)
Bréf til presta í Gullbringusýslu um prófasts útvalning.
Titill í handriti

Bréf til presta í Gullbringusýslu um prófasts útvalning.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar prestum í Kjalarnesþingi og tilkynnir þeim að nú liggi fyrir að kjósa nýjan prófast í stað sr. Gísla Bjarnasonar. Hann boðar til prestastefnu að Kálfatjörn þann 13. nóvember nk. Fram kemur að biskup skrifar tvö eintak af bréfinu; annað á að sendast að Reynivöllum og berast síðan suður eftir en hitt bréfið á að fara í Grindavík, Hafnir, Miðnes og Garð. Dags. í Skálholti 27. október 1656.

Efnisorð
75 (55r-55v)
Sala á fimm hundruðum í Merkigili í Eyjafirði.
Titill í handriti

Sala á fimm hundruðum í Merkigili í Eyjafirði.

Athugasemd

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Brynjólfur biskup seldi Halldóru Jónsdóttur fimm hundruð í jörðinni Merkigili í Eyjafirði. Halldóra greiðir sextíu ríkisdali fyrir jarðarpartinn. Dags. í Skipholti í Hrunamannahreppi 1. nóvember 1656.

S. 56r er auð. Á milli s. 55v og 56r vantar 2 blöð sem hafa verið merkt sem s. 197-200 með eldra blaðsíðutali.

Efnisorð
76 (56v)
Útskrift af handskrift Markúsar Snæbjörnssonar.
Titill í handriti

Útskrift af handskrift Markúsar Snæbjörnssonar.

Athugasemd

Markús Snæbjörnsson staðfestir að hann hefur móttekið sjötíu ríkisdali úr hendi Margrétar Halldórsdóttur, eiginkonu Brynjólfs biskups. Um er að ræða eftirstöðvar greiðslu fyrir hálfa jörðina Dísarstaði í Breiðdal (sbr. 76. bréf) og hefur Markús beðið biskup að geyma féð fyrir sig. Dags. í Skálholti 28. apríl 1657. Aftan við bréfið er bætt við staðfestingu Halldórs Jónssonar, umboðsmanns biskups, á gjörningnum, dags. í Skálholti 16. maí s.á; afrit gert í Skálholti 23. maí s.á.

Efnisorð
77 (57r-57v)
Gjörningsbréf Markúsar Snæbjörnssonar við Odd Eyjólfsson vegna biskupsins M Brynjólfs SSonar á hálfum Dísastöðum í Breiðdal.
Titill í handriti

Gjörningsbréf Markúsar Snæbjörnssonar við Odd Eyjólfsson vegna biskupsins M Brynjólfs SSonar á hálfum Dísastöðum í Breiðdal.

Athugasemd

Markús Snæbjörnsson selur Brynjólfi biskup hálfa jörðina Dísarstaði í Breiðdal, alls tíu hundruð að dýrleika. Oddur Eyjólfsson sér um kaupin fyrir hönd biskups og er kaupverðið 120 ríkisdalir. Dags. að Stóra-Dal við Eyjafjöll 21. október 1656.

Efnisorð
78 (58r-60v)
Undirrétting á köllunarmáli prests í Öræfum.
Titill í handriti

Undirrétting á köllunarmáli prests í Öræfum.

Athugasemd

Magnús Pétursson, prófastur í Skaftafellsþingi, hefur sent Gísla Finnbogason á fund Brynjólfs biskups og biður um að Gísli verði vígður til prests að Hofi í Öræfum þótt engin bréfleg útvalning annarra presta í sýslunni liggi fyrir. Að sögn Magnúsar hefur nokkur fjöldi sóknarmanna lýst yfir stuðningi við Gísla í áheyrn sýslumanns. Í bréfinu er gerð grein fyrir eignarhaldi á jörðinni Hofi, og kemur þar fram að fjórðungur tilheyri konungi eftir að Ásgrímur Sigurðsson féll frá nýlega, fjórðungur tilheyrir Einari Þorsteinssyni, sýslumanni í Skaftafellsþingi, en helmingur er eign Jóns á Oddgeirshólum. Með bréfi Magnúsar fylgir orðsending frá Einari sýslumanni sem lýsir yfir stuðningi við Gísla í embættið. Aftur á móti hefur nokkur fjöldi sóknarmanna úr Sandfellskirkjusókn og Hofskirkjusókn kallað eftir því að Snjólfur Einarsson fái embættið. Á meðal stuðningsmanna Snjólfs er Einar Jónsson í Skaftafelli. Brynjólfur biskup vill fá þá báða, Gísla og Snjólf, á sinn fund í Skálholti þar sem þeir verða yfirheyrðir og metnir af málsmetandi mönnum. Dags. í Skálholti 6. nóvember 1656.

Í bréfinu er vitnað til “útvalningarreglunnar” í Kirkjuordinansíu Kristjáns III, þ.e. þess ákvæðis að prestar í hverju héraði skuli koma að því að velja nýjan prest; sjá Íslenzkt fornbréfasafn X, 199-200. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1911-1921.

Efnisorð
79 (60v-62r)
Citatia til prestastefnu á Ólafsvöllum upp á hórdómsmál Jóns Jónssonar í Reykjadal.
Titill í handriti

Citatia til prestastefnu á Ólafsvöllum upp á hórdómsmál Jóns Jónssonar í Reykjadal.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar prestum í Árnessýslu í tilefni af legorðsmáli sr. Jóns Jónssonar, prests í Reykjadal, en Þuríður Guðmundsdóttir hefur kennt honum barn sem hún fæddi síðastliðið haust (sbr. 68. bréf). Biskup boðar til prestastefnu á Ólafsvöllum á Skeiðum þann 26. nóvember næstkomandi þar sem málið verður tekið fyrir. Dags. í Skálholti 6. nóvember 1656.

Dómur prestastefnunnar á Ólafsvöllum 26. september 1656 er prentaður í bókinni Guðs dýrð og sálnanna velferð. Sjá Már Jónsson (útg.). Guðs dýrð og sálnanna velferð: Prestastefnudómar Brynjólfs biskups Sveinssonar 1639-1674. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 10, 202-205. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005.

80 (62v-63r)
Loforð Gísla skólameistara á Schedli Péturs Rafnssonar.
Titill í handriti

Loforð Gísla skólameistara á Schedli Péturs Rafnssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup hefur óskað eftir því við Gísla Einarsson, skólameistara í Skálholti, að fá afhent bréf sem Pétur Rafnsson afhenti Gísla áður en hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla árið 1654. Bréfið er talið hafa að geyma meiðandi ummæli Gísla um Solveigu Ísleifsdóttur, prestfrú í Holti undir Eyjafjöllum. Gísli þykist ekki finna bréfið en lofar að hann muni afhenda biskupi það þegar það kemur í leitirnar og mælir jafnframt svo um að ummælin í bréfinu skuli dæmast dauð og ómerk. Dags. í Skálholti 8. nóvember 1656.

Bréfið frá Pétri Rafnssyni sem hér um ræðir er varðveitt aftar í handritinu (82. bréf).

Efnisorð
81 (63r-64v)
Sendibréf séra Stefáni tilskrifað um þrætulönd kirkna móti bændum og forsvar þeirra. Anno 1656. 10. novembris.
Titill í handriti

Sendibréf séra Stefáni tilskrifað um þrætulönd kirkna móti bændum og forsvar þeirra. Anno 1656. 10. novembris.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Stefáni Ólafssyni, presti í Vallanesi, og bregst við bréfi þar sem Stefán hefur spurt um málefni bænda sem reyna að sölsa undir sig kirkjujarðir með vafasömum aðferðum. Brynjólfur fjallar almennt um efnið í bréfinu og tekur engin raunveruleg dæmi en vitnar í tvö konungsbréf þar sem fjallað er um kirknaeignir, annað frá Kristjáni III. og hitt frá Friðrik II. Biskup neitar því ekki að til séu bændur sem hafi beitt offorsi gegn prestum í deilum um landeignir kirkna, en bendir á að einnig séu dæmi um hið gagnstæða; það skipti einfaldlega máli hvor aðilinn sé valdameiri í slíkum deilum. Dags. í Skálholti 10. nóvember 1656.

Efnisorð
82 (64v-65r)
Vitnisburðarbréf Pétri Rafnssyni útgefið af biskupinum.
Titill í handriti

Vitnisburðarbréf Pétri Rafnssyni útgefið af biskupinum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar meðmæli um Pétur Rafnsson og segist ekki vita annað en að hegðun hans hafi verið til fyrirmyndar allan þann tíma er hann nam við Skálholtsskóla. Dags. í Skálholti 10. nóvember [1656].

83 (65r-65v)
Meðkenningar Schedill Péturs Rafnssonar sem hann lét eftir að Holti undir Eyjafjöllum í næst fyrirfarandi Austfjarðareið úr skólanum, hljóðandi upp á orðbragð þangað í garð.
Titill í handriti

Meðkenningar Schedill Péturs Rafnssonar sem hann lét eftir að Holti undir Eyjafjöllum í næst fyrirfarandi Austfjarðareið úr skólanum, hljóðandi upp á orðbragð þangað í garð.

Ábyrgð

??Resp.Key.lel_is?? : Sólveig Ísleifsdóttir

Athugasemd

Pétur Rafnsson, nemandi í Skálholtsskóla, heldur til haga ummælum sem Gísli Einarsson skólameistari hefur látið falla um Solveigu Ísleifsdóttur í Holti (sbr. 79. bréf). Einar Torfason, samnemandi Péturs, mun hafa spurt Gísla “hvort hann mætti ekki Þórði Þorsteinssyni til drekka, og láta hann njóta kellingarinnar gömlu,” en Þórður Þorsteinsson er sonur Solveigar. Gísli svaraði þá: “Ég hefi haft hana eins og hempu mína.” Það var Þorsteinn Jónsson, prestur í Holti og eiginmaður Solveigar, sem krafðist þess að Pétur skjalfesti ummælin og ætlaðist til þess að þau yrðu send Brynjólfi biskup. Dags. að Holti undir Eyjafjöllum 12. apríl 1654; afrit gert í Skálholti 10. nóvember 1656.

Efnisorð
84 (65v-66v)
Sendibréf Eiríki Sigvaldasyni tilskrifað um Hörgslands hospítals efni kostnað.
Titill í handriti

Sendibréf Eiríki Sigvaldasyni tilskrifað um Hörgslands hospítals efni kostnað.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar Eiríki Sigvaldasyni, lögréttumanni á Búlandi. Eiríkur hefur skrifað biskupi og greint honum frá uppbyggingarstarfi við spítalann á Klausturhólum. Þar hefur nú verið reist hús fyrir þrjá sjúklinga, hlaðið fjós og heygarður, auk þess sem þjónustufólk og búpeningur hafa verið fengin til staðarins. Eiríkur hefur beðið biskup um að fá endurgreiddan þann kostnað sem hann hefur lagt út til staðarins en Brynjólfur segir að sig skorti nákvæmar upplýsingar um það hver kostnaðurinn sé. Biskup vísar á sr. Magnús Pétursson, prófast í Skaftafellsþingi, og sr. Þórð Guðmundsson, prest á Kálfafelli, sem eru forstöðumenn spítalans, en tekur engu að síður fram að þeir Magnús og Þórður hafi fengið ávítur í Þingvallakirkju fyrir að eyða um efni fram. Hafa þeir skuldbundið sig til þess að eyða ekki meiru í framkvæmdir á Hörgslandi en sem nemur afgjaldi jarðarinnar. Þetta bréf er allt í háðskum stíl og ljóst er að Brynjólfur er ekki sáttur við framkvæmdir Eiríks við spítalann. Dags. í Skálholti 10. nóvember 1656.

Efnisorð
85 (67r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Finni Jónssyni endurnýjað umboð í embætti forstöðumanns spítalans á Klausturhólum, frá fardögum 1657 til fardaga 1658. Finnur fær fimm hundruð í árslaun og Guðríður Torfadóttir, eiginkona hans, fær tvö hundruð. Jafnframt er Snorri Símonarson ráðinn sem sérstakur erindreki til að sinna málefnum spítalans og fær hann þrjú hundruð í árslaun. Dags. í Skálholti 11. nóvember 1656.

Efnisorð
86 (67v-68r)
Meðkenning biskupsins um ráðstöfun hospítals jarðarinnar Hörgslands við séra Magnús Pétursson og séra Þórð Guðmundsson 1656.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins um ráðstöfun hospítals jarðarinnar Hörgslands við séra Magnús Pétursson og séra Þórð Guðmundsson 1656.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir þeim sr. Magnúsi Péturssyni, prófasti í Skaftafellsþingi, og sr. Þórði Guðmundssyni, presti á Kálfafelli, endurnýjað umboð til forstöðu spítalans á Hörgslandi, frá fardögum 1657 til fardaga 1658. Eiríkur Sigvaldason á að afhenda þeim Magnúsi og Þórði jörðina og við það tilefni á að gera skriflega lýsingu á öllum húsum á jörðinni í votta viðurvist. Kveðið er á um að þeir Magnús og Þórður skuli taka þrjá ómaga inn á spítalann um næstkomandi fardaga. Dags. í Skálholti 13. nóvember 1656.

Efnisorð
87 (68r-69v)
Inntak úr bréfi tilskrifuðu séra Magnúsi Péturssyni um ordineran Gísla Finnbogasonar og Hörgslands hospítals jarðar forsjón eftirkomandi ár 1657.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi tilskrifuðu séra Magnúsi Péturssyni um ordineran Gísla Finnbogasonar og Hörgslands hospítals jarðar forsjón eftirkomandi ár 1657.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Magnúsi Péturssyni, prófasti í Skaftafellsþingi um mál Gísla Finnbogasonar sem Magnús hefur mælt með í embætti sóknarprests á Hofi í Öræfum (sbr. 77. bréf). Brynjólfur hefur nú látið kalla þá Gísla Finnbogason og Snjólf Einarsson í Skálholt, en báðir koma þeir til greina í prestsembættið á Hofi. Biskup lét þá báða prédika í dómkirkjunni, sinn hvorn daginn, og var það mál viðstaddra að Snjólfur hefði haft yfirburði. Næst voru umsækjendurnir prófaðir í guðfræðilegum lærdómi og kom þá Gísli betur út. Haldin er atkvæðagreiðsla um málið og er niðurstaðan sú að Gísli hlýtur brauðið. Biskup biður því Magnús að setja Gísla inn í embættið þegar hann kemur aftur austur, ekki síðar en að næstu fardögum. Loks víkur biskup máli sínu að málefnum spítalans í Hörgslandi og greinir Magnúsi frá deilu sinni við Eirík Sigvaldason (sbr. 83. bréf). Brynjólfur leggur til að spítalahúsin sem Eiríkur hefur látið gera á Hörgslandi verði ekki látin fylgja jörðinni, enda hafi Eiríkur ekki haft heimild til að byggja þau. Í staðinn sé skynsamlegast að bókfæra útgjöldin við húsbyggingarnar sem fjárframlag úr Múlasýslu. Dags. í Skálholti 13. nóvember 1656.

Efnisorð
88 (69v-70v)
Vígslu og veitingarbréf Gísla Finnbogasonar til Sandfells í Öræfum.
Titill í handriti

Vígslu og veitingarbréf Gísla Finnbogasonar til Sandfells í Öræfum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur vígt sr. Gísla Finnbogason til sóknarprests í Sandfells- og Hofkirknasóknum. Greint er frá þeirri óeiningu sem ríkt hafi um útvalninguna, en nú hafi Gísli sýnt fram á að hann sé hæfur í starfið og auk þess megi það ekki dragast lengur að skipa prest í sóknirnar. Þorleifur Magnússon mun hverfa frá staðnum en fær að búa þar fram til næstu fardaga fyrir bænastað Magnúsar prófasts. Dags. í Skálholti 16. nóvember 1656.

Efnisorð
89 (70v-71r)
Inntak úr bréfi til séra Jóns í Bjarnanesi.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi til séra Jóns í Bjarnanesi.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Bjarnasyni, presti í Bjarnarnesi, og greinir honum frá því að Magnús Pétursson og Þórður Guðmundsson muni senn taka við staðarforráðum á Hörgslandi á Síðu. Biskup biður Jón að innheimta alla aukahluti til spítalans úr Austur-Skaftafellssýslu. Sjálfur mun Brynjólfur síðan vísitera Bjarnarnes í sumar og taka við aukahlutunum. Ódags.

Efnisorð
90 (71v)
Reikningur á hospítalsfiski undan Eyjafjöllum við Magnús Þorsteinsson Anno 1656. 21. novembris.
Titill í handriti

Reikningur á hospítalsfiski undan Eyjafjöllum við Magnús Þorsteinsson Anno 1656. 21. novembris.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að Magnús Þorsteinsson, sýslumaður í Rangárþingi, hefur staðið skil á þeim framlögum til spítalans á Klausturhólum sem hann hefur safnað á bæjum undir Eyjafjöllum. Alls eru þetta fjórtán vættir fiska, þrír fjórðungar og tvær merkur, auk þess sem hann leggur fram hálfan sjötta ríkisdal í reiðufé fyrir átta vættir fiska og tvo fjórðunga. Dags. í Skálholti 21. nóvember 1656.

Efnisorð
91 (72r-72v)
Umboðsbréf Magnúsar Þorsteinssonar á biskupstíunda meðtöku í Rangárvallasýslu sem gjaldast eiga 1657 etc.
Titill í handriti

Umboðsbréf Magnúsar Þorsteinssonar á biskupstíunda meðtöku í Rangárvallasýslu sem gjaldast eiga 1657 etc.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Magnúsi Þorsteinssyni, sýslumanni í Rangárþingi, umboð til þess að innheimta biskupstíundir í umdæmi sínu, og skal hann hafa þriðjung tíundanna í laun. Magnús fær auk þess heimild til þess að sekta þá sem ekki greiða tíundina. Umboðið skal standa svo lengi sem báðir eru ásáttir, og er uppsegjanlegt af beggja hálfu. Dags. í Skálholti 22. nóvember 1656.

92 (73r-73v)
Reikningur á hospítalsfiski undan Eyjafjöllum fornum og nýjum.
Titill í handriti

Reikningur á hospítalsfiski undan Eyjafjöllum fornum og nýjum.

Athugasemd

Nánari útlistun á fjárframlögum undan Eyjafjöllum til spítalans á Klausturhólum (sbr. 89. bréf). Ódags. Aftan við bréfið er bætt samantekt um greiðslur til Finns Jónssonar spítalaráðsmanns; dags. í Skálholti 31. maí 1657.

S. 73r hefst á byrjun 93. bréfs sem síðan er yfirstrikað, alls sex línur.

Efnisorð
93 (74r-76v)
Umboðsbréf Magnúsar Þorsteinssonar fyrir Skammbeinsstaða umboði 1656.
Titill í handriti

Umboðsbréf Magnúsar Þorsteinssonar fyrir Skammbeinsstaða umboði 1656.

Athugasemd

Brynjólfur biskup fær Magnúsi Þorsteinssyni, sýslumanni í Rangárþingi, umboð þeirra jarða sem heyra undir Skammbeinsstaði. Magnús mun sjá um að innheimta landskuldir af leiguliðum og skila til Skálholts, halda við húsum, görðum og túnum, safna og varðveita reka. Dags. í Skálholti 22. nóvember 1656.

94 (76v-76bisv)
Vígslubréf séra Þórðar Þorleifssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Þórðar Þorleifssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sóknarmönnum í Bræðratungu-, Torfastaða- og Haukadalskirkjusóknum og tilkynnir að hann hefur vígt þeim Þórð Þorleifsson sem nýjan sóknarprest. Jón Torfason, prestur á Torfastöðum, lést fyrr á árinu og tekur Þórður við embætti hans. Dags. 6. desember 1656.

Efnisorð
95 (77r-77v)
Biskupstíundareikningur af Árnessýslu sem gjaldast áttu Anno 1656.
Titill í handriti

Biskupstíundareikningur af Árnessýslu sem gjaldast áttu Anno 1656.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Jónsson á Hömrum hefur staðið skil á þeim biskupstíundum sem safnast hafa í Árnessýslu árið 1656. Dags. í Skálholti 8. desember 1656.

Efnisorð
96 (77v-78r)
Kvittan Jóns Jónssonar á Hömrum í Grímsness umboðs útgjöldum frá Anno 1650 til 1656 (inclusive).
Titill í handriti

Kvittan Jóns Jónssonar á Hömrum í Grímsness umboðs útgjöldum frá Anno 1650 til 1656 (inclusive).

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Jónsson á Hömrum hefur staðið reikningsskap á öllum peningi Skálholtsdómkirkjunnar í Hamraumboði, þ.e. Grímsnesi, Grafningi og Ölvesi, fyrir árin 1650-1656. Dags. í Skálholti 10. desember 1656.

Efnisorð
97 (78v-79r)
Quittun sem Jón Jónsson á Hömrum útgaf biskupinum M Brynjólfi SSyni.
Titill í handriti

Quittun sem Jón Jónsson á Hömrum útgaf biskupinum M Brynjólfi SSyni.

Athugasemd

Jón Jónsson á Hömrum vottar að hann hefur átt í góðu samstarfi við Brynjólf biskup um átján ára skeið og ávallt fengið greidd laun fyrir vinnu sína, fyrst sem yfirbryti í sex ár og síðan erindreki biskups í ýmsum málum. Auk þess hefur Jón fengið greidda landskuld af tíu hundraða jarðarparti sem hann á inni hjá biskupi. Dags. í Skálholti 10. desember 1656.

Efnisorð
98 (79r-80r)
Lausn í tíu hundruðum í Fjalli í Ölvesi af Jóni Jónssyni á Hömrum meðfylgjandi skilmálar.
Titill í handriti

Lausn í tíu hundruðum í Fjalli í Ölvesi af Jóni Jónssyni á Hömrum meðfylgjandi skilmálar.

Athugasemd

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Jón Jónsson á Hömrum seldi Brynjólfi biskup tíu hundruð í jörðinni Fjalli í Ölvesi, auk óákveðins jarðarparts að verðmæti tíu hundraða sem Jón á inni hjá biskupi. Kaupverðið er 80 ríkisdalir fyrir þessi 20 hundruð, auk þess sem biskup skuldbindur sig til að kosta einn af sonum Jóns til náms við Skálholtsskóla. Dags. í Skálholti 11. desember 1656.

Efnisorð
99 (80r-82r)
Um landamerki á millum Haga og Kvíarholts.
Titill í handriti

Um landamerki á millum Haga og Kvíarholts.

Athugasemd

Finnur Guðmundsson, bóndi á Skammbeinsstöðum, ritar vitnisburð um landamerkin á milli jarðanna Haga og Kvíarholts í Holtahreppi. Tilefnið er deila tveggja bænda, Jóns Hróbjartssonar í Kvíarholti og Helga Bjarnasonar á Ketilsstöðum, en Jón hefur klagað Helga fyrir að slá hey á túni sem hann telur að tilheyri Kvíarholti. Finnur beinir orðum sínum til sr. Hannesar Tómassonar, prests í Holtaþingum, og biður hann að láta elstu menn sem búa nálægt jörðunum votta um landamerkin. Dags. að Marteinstungu 20. ágúst 1654. Aftan við skjalið er skeytt vitnisburðum þriggja manna sem allir staðfesta landamerkin eins og Finnur hefur lýst þeim. Mennirnir þrír eru Jón Eyjólfsson í Holtum (dags. á Skammbeinsstöðum í Holtum 19. febrúar 1655), Jón Þorvarðsson í Hreiðri í Holtum (dags. á Skammbeinsstöðum 11. september 1654) og Hannes Bjarnason á Stóruvöllum á Landi (dags. á Stóruvöllum 26. febrúar 1655).

100 (82r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Finnur Guðmundsson, bóndi á Skammbeinsstöðum, lögfestir jörðina Kvíarholt sem eign Skálholtsdómkirkju. Dags. í Þjóðólfshaga 14. maí 1655.

Efnisorð
101 (82v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Finnur Guðmundsson, bóndi á Skammbeinsstöðum, lögfestir jörðina Kvíarholt sem eign Skálholtsdómkirkju. Dags. í Marteinstungu 20. ágúst 1654.

98.-100. bréf eru afrituð í Skálholti 28. desember 1656.

Efnisorð
102 (82v-83r)
Vitnisburður Finns Guðmundssonar biskupinum útgefinn 1656.
Titill í handriti

Vitnisburður Finns Guðmundssonar biskupinum útgefinn 1656.

Athugasemd

Finnur Guðmundsson vottar að hann hefur átt í góðum samskiptum við Brynjólf biskup allan þann tíma sem þeir hafa starfað saman, sem er frá því að Brynjólfur hóf störf sem biskup. Dags. í Skálholti 28. desember 1656.

103 (83r-83v)
Quittantia útgefin Finni Guðmundssyni Anno 1656 28 Des.
Titill í handriti

Quittantia útgefin Finni Guðmundssyni Anno 1656 28 Des.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Finnur Guðmundsson hefur staðið skil á þeim landskuldum sem hann hefur innheimt af leiguliðum á jörðum er heyra undir Skammbeinsstaði. Dags. í Skálholti 28. desember 1656.

Efnisorð
104 (83v-84r)
Inntak úr sendibréfi til séra Sigurðar Torfasonar Anno 1656.
Titill í handriti

Inntak úr sendibréfi til séra Sigurðar Torfasonar Anno 1656.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Sigurði Torfasyni, aðstoðarpresti á Görðum á Álftanesi, vegna deilu hans við Tómas Nikulásson, fógeta á Bessastöðum (sbr. 61. bréf). Sigurður hefur skrifað biskupi og óskað eftir upplýsingum um það hvaða sakir Tómas hefur borið á hann. Biskup vitnar í skýrslu Hákonar Ormssonar, sem nýlega er látinn, þar sem fram kemur að sr. Sigurður hafi viljað halda fógetanum til opinberrar aflausnar. Ekki er þó ljóst af bréfinu hvert tilefnið hefur verið. Dags. í Skálholti 28. desember 1656.

Efnisorð
105 (84r-87r)
Bréf Páli Gíslasyni tilskrifað um Heyness umboðs tveggja ára reikning 1655 og 1656.
Titill í handriti

Bréf Páli Gíslasyni tilskrifað um Heyness umboðs tveggja ára reikning 1655 og 1656.

Ábyrgð

Viðtakandi : Páll Gíslason

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar Páli Gíslasyni landsþingisskrifara og bregst við tveimur bréfum sem Páll hefur sent honum.

Efnisorð
106 (87r-87v)
Schedill útgefinn Gottskálk Oddssyni upp á 10 ríkisdali af séra Halldóri Eiríkssyni Anno 1654.
Titill í handriti

Schedill útgefinn Gottskálk Oddssyni upp á 10 ríkisdali af séra Halldóri Eiríkssyni Anno 1654.

Ábyrgð

??Resp.Key.len_is?? : Gottskálk Oddsson

Athugasemd

Skuldaviðurkenning þar sem Halldór Eiríksson, prestur í Eydölum, vottar að hann skuldar Gottskálk Oddssyni, presti í Miðdal, tíu ríkisdali. Dags. í Skálholti 29. október 1654. Aftan við seðilinn er bætt athugasemd frá Benedikt Þorleifssyni sem hefur yfirtekið skuldina frá Gottskálk og kemur henni áfram til Brynjólfs biskups (sbr. 12. bréf)); dags. í Skálholti 31. desember 1656.

Efnisorð
107 (87v)
Meðkenning séra Jóns Daðasonar upp á meðtekna landskuld af pörtum Ragnhildar Daðadóttur í Borgarfirði 1656.
Titill í handriti

Meðkenning séra Jóns Daðasonar upp á meðtekna landskuld af pörtum Ragnhildar Daðadóttur í Borgarfirði 1656.

Ábyrgð

Bréfritari : Jón Daðason

Athugasemd

Sr. Jón Daðason vottar að hann hefur meðtekið tólf aura landskuld úr hendi Brynjólfs biskups fyrir hönd Ragnhildar systur sinnar (sbr. 305. bréf í AM 269 fol.). Dags. á Reykjum í Ölvesi 24. ágúst 1656; afrit gert í Skálholti 31. desember s.á.

Efnisorð
108 (87v-88r)
Undirbryta reikningur í Skálholti.
Titill í handriti

Undirbryta reikningur í Skálholti.

Athugasemd

Úttekt á vistum í Skálholtsskóla, þ.e. smjöri og fiski, gerð þegar Þorsteinn Eyvindsson tók við embætti undirbryta af Gissuri Bjarnasyni. Dags. í Skálholti 3. janúar 1657.

Efnisorð
109 (88v-89r)
Kaupbréf fyrir Tannastaða andvirði af Árna Pálssyni Anno 1657 6 Januarii.
Titill í handriti

Kaupbréf fyrir Tannastaða andvirði af Árna Pálssyni Anno 1657 6 Januarii.

Ábyrgð

??Resp.Key.sll_is?? : Árni Pálsson

Athugasemd

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Árni Pálsson seldi Brynjólfi biskup þá tíu hundraða jörð sem Árni hafði átt inni hjá biskupi frá því hann seldi honum jörðina Tannastaði í Ölvesi (sbr. 194. bréf í AM 268 fol.). Biskup greiðir Árna tuttugu ríkisdali og heitir því jafnframt að veita Oddi, syni Árna, skólavist og uppihald í Skálholtsskóla í þrjú ár. Dags. í Skálholti 6. janúar 1657.

Efnisorð
110 (89v)
Meðkenning Árna Pálssonar upp á skuldaskipti til hans við biskupinn hingað til dags.
Titill í handriti

Meðkenning Árna Pálssonar upp á skuldaskipti til hans við biskupinn hingað til dags.

Ábyrgð

Bréfritari : Árni Pálsson

Athugasemd

Árni Pálsson vottar að hann hefur meðtekið eitt hundrað úr hendi Brynjólfs biskups í landskuld fyrir jörðina Gautastaði í Fljótum. Auk þess hefur biskup greitt honum tíu aura í landskuld fyrir það tíu hundraða jarðarígildi sem Árni hefur átt inni hjá honum undanfarin þrjú ár. Dags. í Skálholti 7. janúar 1657.

Efnisorð
111 (89v-90r)
Sendibréf Teits Helgasonar upp á arfsal hans og próventugjöf til biskupsins.
Titill í handriti

Sendibréf Teits Helgasonar upp á arfsal hans og próventugjöf til biskupsins.

Athugasemd

Teitur Helgason skrifar Brynjólfi biskup og arfleiðir hann að öllum sínum eigum, að undanskildum fimm hundruðum sem Teitur hyggst ráðstafa öðruvísi. Dags. í Höfn 12. janúar 1657.

112 (90r-90v)
Samþykki Torfa Helgasonar upp á arfsal og próventugjöf Teits Helgasonar.
Titill í handriti

Samþykki Torfa Helgasonar upp á arfsal og próventugjöf Teits Helgasonar.

Athugasemd

Torfi Helgason veitir samþykki fyrir arfsali Teits bróður síns til Brynjólfs biskups (sbr. 110. bréf). Fram kemur að gjöfin hafi fyrst borist í tal haustið 1655. Dags. á Súlunesi í Melasveit 12. janúar 1657; afrit gert í Skálholti 17. janúar s.á.

113 (90v)
Kvittantia ráðsmannsins Benedikts Þorleifssonar Anno 1657 27 Januarii útgefinn.
Titill í handriti

Kvittantia ráðsmannsins Benedikts Þorleifssonar Anno 1657 27 Januarii útgefinn.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Benedikt Þorleifsson, ráðsmaður í Skálholti, hefur staðið skil á öllum inntektum staðarins frá fardögum 1655 til fardaga 1656. Dags. í Skálholti 27. janúar 1657.

Efnisorð
114 (91r-91v)
Kvittantia biskupinum útgefin af ráðsmanninum Benedikt Þorleifssyni.
Titill í handriti

Kvittantia biskupinum útgefin af ráðsmanninum Benedikt Þorleifssyni.

Athugasemd

Benedikt Þorleifsson, ráðsmaður í Skálholti, staðfestir að Brynjólfur biskup hefur greitt honum kaupgjald vegna innheimtu afgifta og útgjalda af jörðum Skálholtsstaðar. Dags. í Skálholti 28. janúar 1657.

Efnisorð
115 (91v-92v)
Kaupbréf fyrir Mýrartungu í Króksfirði fyrir Bæ í Kjós, Anno 1657.
Titill í handriti

Kaupbréf fyrir Mýrartungu í Króksfirði fyrir Bæ í Kjós, Anno 1657.

Athugasemd

Brynjólfur biskup selur Hákoni Bjarnasyni alla jörðina Bæ í Kjós sem er 16 hundruð að dýrleika, auk fimm hundraða í jörðinni Ytri Sólheimum í Mýrdal. Á móti lætur Hákon alla jörðina Mýrartungu í Króksfirði sem er 16 hundruð að dýrleika. Dags. í Skálholti 27. febrúar 1657.

Efnisorð
116 (92v-93r)
Samþykki Jóns Daðasonar upp á fimmtán hundruð í Fíflholti í Landeyjum.
Titill í handriti

Samþykki Jóns Daðasonar upp á fimmtán hundruð í Fíflholti í Landeyjum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup lýsir því yfir að hann hefur keypt fimmtán hundruð í jörðinni Fíflholti í Landeyjum af sr. Halldóri Daðasyni. Biskup óskar eftir samþykki Jóns Daðasonar, bróður sr. Halldórs, fyrir kaupunum. Jón veitir samþykki sitt fúslega. Dags. í Skálholti 28. febrúar 1656.

Efnisorð
117 (93r-95r)
Inntak úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Guðmundi Hákonarsyni tilskrifuðu.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Guðmundi Hákonarsyni tilskrifuðu.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 89-92. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar Guðmundi Hákonarsyni, en Guðmundur hefur óskað eftir upplýsingum frá biskupi varðandi fjórðu erfð og tilvik þar sem bróðursonur erfir föðursystkini. Það er skilningur biskups að erfingjum eftir fjórðu erfð skuli hlotnast arfur eftir ættkvíslum fremur en að allir erfi jafnt, og vitnar hann til Jónsbókar máli sínu til stuðnings. Þetta er einfaldasti skilningurinn á ákvæði Jónsbókar um fjórðu erfð, að mati biskups, og í bréfinu fylgir alllangur pistill um að einfaldleiki sé betri en flækjur og málalengingar, hvort sem um er að ræða lögin eða trúna. Dags. 4. mars 1657.

Lagagreinin sem Brynjólfur vitnar til í bréfinu er prentuð hjá Má Jónssyni (útg.). Jónsbók. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 8, 129. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004.

Efnisorð
118 (95v-96r)
Vígslubréf séra Þorláks Halldórssonar til Auðkúlu og Svínavatnskirkna fyrir norðan land.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Þorláks Halldórssonar til Auðkúlu og Svínavatnskirkna fyrir norðan land.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur vígt Þorlák Halldórsson til prests í Auðkúlu- og Svínavatnskirkjum, en sr. Hallgrímur Jónsson prófastur í Glaumbæ hafði áður sent Þorlák til biskups. Þorlákur tekur við embættinu af sr. Sigurði Magnússyni sem lést í janúar. Dags. í Skálholti 16. mars 1657.

Efnisorð
119 (96v)
Inntak úr bréfi tilskrifuðu Ormi á Skúmsstöðum.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi tilskrifuðu Ormi á Skúmsstöðum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar Ormi Jónssyni, lögréttumanni á Skúmsstöðum, um legorðsmál sr. Jóns Jónssonar, prests í Reykjadal (sbr. 78. bréf). Biskup segir það hafa komið til tals að sr. Jón láti af embætti prests í Reykjadal. Dags. í Skálholti 29. mars 1657.

Efnisorð
120 (96v-98r)
Bréf tilskrifað Margréti Kláusdóttur.
Titill í handriti

Bréf tilskrifað Margréti Kláusdóttur.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar Margréti Kláusdóttur, eiginkonu fógetans Tómasar Nikulássonar, um deilu Tómasar við sr. Sigurð Torfason (sbr. 61. og 103. bréf). Biskup vitnar til skýrslu Hákonar Ormssonar en tekur fram að Hákon hafi ekki getað veitt sér fullnægjandi upplýsingar um málavöxtu áður en hann lést. Hann biður Margréti að greina sér frá öllu því sem hún kunni að vita um deiluna. Dags. í Skálholti 1. apríl 1657.

Bréfið er á dönsku.

Efnisorð
121 (98r-100v)
Sendibréf til Tómasar Nikulássonar fyrirfram Anno 1657.
Titill í handriti

Sendibréf til Tómasar Nikulássonar fyrirfram Anno 1657.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar Tómasi Nikulássyni, fógeta á Bessastöðum og bregst við tveimur bréfum sem hann hefur fengið frá honum. Biskup ræðir um deilu Tómasar við sr. Sigurð Torfason í Görðum og fram kemur að Sigurður hefur kennt Tómasi um “erfiði á sunnudegi” og “helgibrot.” Biskup hefur ekkert viljað aðhafast vegna málsins þar sem Tómas hafi verið erlendis að undanförnu, en hann kveðst nú vilja koma á sáttum milli deiluaðila. Að auki ræðir biskup um lát Hákonar Ormssonar og yfirvofandi skipan eftirmanns hans í embætti sýslumanns í Rangárþingi. Fógeti mun skipa sýslumann og segist biskup vona að í embættið verði valinn “spakur maður og friðsamur, réttsýnn og guðhræddur.” Hann mælir með Markúsi Snæbjörnssyni í starfið. Dags. í Skálholti 30. mars 1657.

Efnisorð
122 (100v-101r)
Sendibréf til þess fóvita eður forstandara sem á þessu ári má sendur eða settur verða til Bersastaða á þessu ári 1657, tillögur með Markúsi Snæbjörnssyni um Rangárvallasýslu.
Titill í handriti

Sendibréf til þess fóvita eður forstandara sem á þessu ári má sendur eða settur verða til Bersastaða á þessu ári 1657, tillögur með Markúsi Snæbjörnssyni um Rangárvallasýslu.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar þeim er muni taka við embætti fógeta árið 1657, en hann virðist ganga út frá því að Tómas Nikulásson láti þá af embættinu. Bréfið er efnislega samhljóða bréfinu sem hann ritar til Tómasar þann 30. mars s.á (120. bréf) og hefur að geyma meðmæli hans með Markúsi Snæbjörnssyni í embætti sýslumanns í Rangárþingi. Dags. í Skálholti 1. apríl 1657.

Efnisorð
123 (101v-102r)
Prófastskosning fjögra presta í Gullbringusýslu.
Titill í handriti

Prófastskosning fjögra presta í Gullbringusýslu.

Athugasemd

Fjórir prestar í Kjalarnesþingi tilefna kandídata í embætti prófasts í héraðinu, en Gísli Bjarnason, sem áður gegndi embættinu, er nýlega látinn. Prestarnir fjórir eru Ámundi Ormsson, Einar Ólafsson, Rafn Ólafsson og Jón Oddsson. Þeir tilnefna tvo menn: sr. Einar Illugason og sr. Stefán Hallkelsson. Dags. að Kálfatjörn 28. janúar 1657.

Efnisorð
124 (102r-102v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar prestum í Kjalarnesþingi og bregst við þeim tilnefningum sem honum hafa borist í embætti prófasts (122. bréf). Biskup tilkynnir að hann hefur valið sr. Einar Illugason til prófasts. Dags. í Skálholti 2. apríl 1657.

Efnisorð
125 (102v-104v)
Samtal Jóns Jónssonar í Reykjadal við sína kvinnu Solvöru Guðnadóttur.
Titill í handriti

Samtal Jóns Jónssonar í Reykjadal við sína kvinnu Solvöru Guðnadóttur.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 93-95. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Átta menn skjalfesta og votta orðaskipti sem fóru á milli hjónanna sr. Jóns Jónssonar í Reykjadal og Sólvarar Guðnadóttur í kirkjunni í Skálholti þann 3. apríl 1657. Sr. Jón hafði beðið konu sína fyrirgefningar á hórdómsbroti sínu (sbr. 78. bréf) og lofað að bæta sig ef hún vildi taka við honum aftur, og hafði hann lesið upp bréf þessa efnis í heyranda hljóði í Reykjadalskirkju þann 1. apríl. Sólvör hafði þá svarað manni sínum bréflega og sagðist myndu sættast við mann sinn, þótt sér væri það þvert um geð, ef bræður hennar, móðir og biskupinn réðu henni að gera það. Í Skálholtskirkju er Sólvör spurð hvort hún hafi ákveðið sig um framhaldið og spyr hún þá Jón hvort hann telji sig geta framfleytt fjölskyldunni framvegis. Þegar Jón segist ekki geta tryggt henni áhyggjulausa framtíð kveðst Sólvör ekki treysta sér til að halda sambúðinni áfram. Biskup býður hjónunum jörðina Efrasel til ábýlis í eitt ár en Sólvör segir að henni sé enginn slægur í þeirri jörð og afþakkar. Fundinum lýkur með því að Sólvör útilokar frekari sambúð með Jóni og ákveðið er að gengið verði frá skilnaði þeirra á prestastefnu á næstkomandi alþingi. Dags. í Skálholti 3. apríl 1657.

126 (104v-105r)
Prófastskosning prestanna í Dalasýslu.
Titill í handriti

Prófastskosning prestanna í Dalasýslu.

Athugasemd

Fjórir prestar í Dalasýslu tilefna kandídata í embætti prófasts í héraðinu, en Brynjólfur Bjarnason, sem áður gegndi embættinu, er nýlega látinn. Prestarnir fjórir eru Jón Ormsson í Miðdalsþingum, Jón Ormsson á Kvennabrekku, Guðmundur P. Einarsson og Erlendur P. Einarsson. Þeir tilnefna sr. Ketil Jörundsson sem prófast. Dags. í Hvammi í Hvammssveit 29. nóvember 1656.

Efnisorð
127 (105r)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar prestum í Dalasýslu og bregst við þeim tilnefningum sem honum hafa borist í embætti prófasts (125. bréf). Biskup samþykkir tillögu prestanna um að skipa Ketil Jörundsson sem prófast, þótt sr. Ketill “þar freklega undan skorist.” Dags. í Skálholti 6. apríl 1657.

Efnisorð
128 (105v)
Vitnisburður Rögnvalds Sigmundssonar.
Titill í handriti

Vitnisburður Rögnvalds Sigmundssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar meðmæli um Rögnvald Sigmundsson sem verið hefur nemandi í Skálholtsskóla undanfarna þrjá vetur. Biskup veit ekki til annars en að Rögnvaldur hafi hegðað sér á allan máta frómlega og heiðarlega þann tíma sem hann hefur dvalið í skólanum. Hann nefnir jafnframt að Rögnvaldur víki nú snögglega úr skólanum og að það sé gegn sínum vilja. Dags. í Skálholti 6. apríl 1657.

129 (105v-106v)
Vígslubréf séra Jóns Loftssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Jóns Loftssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur vígt Jón Loftsson til sóknarprests í Staðarhóls- og Hvolskirkjusókn. Jón mun taka við embættinu af sr. Gunnlaugi Bjarnasyni sem er látinn. Biskup biður Ketil Jörundsson, prófast í Dalasýslu, að setja Jón inn í embættið. Dags. í Skálholti 6. apríl 1657.

Efnisorð
130 (106v)
Meðkenningarschedill Páls Gíslasonar.
Titill í handriti

Meðkenningarschedill Páls Gíslasonar.

Ábyrgð

Bréfritari : Páll Gíslason

Athugasemd

Páll Gíslason staðfestir að hann hefur fengið tvo hálfa dali í skrifaralaun. Dags. á Hvanneyri 20. mars 1657; afrit gert í Skálholti 6. apríl s.á.

Efnisorð
131 (107r-107v)
Vitnisburður Guðmundar Bjarnasonar um selstöðulán í Mýrartungulandi til Kambs.
Titill í handriti

Vitnisburður Guðmundar Bjarnasonar um selstöðulán í Mýrartungulandi til Kambs.

Athugasemd

Guðmundur Bjarnason, bóndi í Miðhúsum á Reykjanesi, vottar að hann hefur heimilað Ara Magnússyni selstöðubeit og eldiviðartak í landi Mýrartungu. Dags. 11. nóvember 1606. Undirskriftum er bætt við bréfið á Oddgeirshólum 21. febrúar 1658.

Efnisorð
132 (107v-108v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Sr. Guðmundur Jónsson, prestur á Stað á Reykjanesi, og Halldóra Guðmundsdóttir, kona hans, gera kaupmála við Ara Magnússon vegna Guðmundar Bjarnasonar. Fyrir höndum er brúðkaup Svanborgar, dóttur sr. Guðmundar og Halldóru, og Bjarna, sonar Guðmundar. Ari leggur Bjarna til jarðirnar Bæ og Tungu með öllum málnytukúgildum og þarflegum peningi, alls að verðmæti 80 hundruð. Á móti leggur sr. Guðmundur dóttur sinni jörðina Gróunes með sex kúgildum ásamt tólf hundruðum í lausafé. Dags. á Stað á Reykjanesi 21. ágúst 1608. Undirskriftum er bætt við bréfið á Oddgeirshólum 21. febrúar 1658.

133 (109r)
Quittun Jóns Jónssonar á Skáney og Guðrúnar Henriksdóttur við Klausturhóla hospítal fyrir þrímenningsleyfi.
Titill í handriti

Quittun Jóns Jónssonar á Skáney og Guðrúnar Henriksdóttur við Klausturhóla hospítal fyrir þrímenningsleyfi.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vottar að Jón Jónsson, bóndi á Skáney, hefur greitt tíu hundruð í þrímenningsleyfi til að fá að kvænast Guðrúnu Henriksdóttur. Féð rennur til spítalans á Klausturhólum. Dags. í Skálholti 9. apríl 1657.

Efnisorð
134 (109v)
Svar biskupsins séra Narfa Guðmundssyni gefið upp á viðleitni hans á skilnaði við Berufjarðarþing.
Titill í handriti

Svar biskupsins séra Narfa Guðmundssyni gefið upp á viðleitni hans á skilnaði við Berufjarðarþing.

Athugasemd

Brynjólfur biskup bregst við erindi sr. Narfa Guðmundssonar, prests í Berufirði, sem hefur óskað eftir því að láta af embætti sökum veikinda. Biskup hvetur Narfa til að þjóna áfram í embættinu, en samþykkir þó afsögn hans ef hann treystir sér ekki til áframhaldandi starfa. Dags. í Skálholti 10. apríl 1657.

Efnisorð
135 (110r-111r)
Vegabréf Jóns Jónssonar í Reykjadal.
Titill í handriti

Vegabréf Jóns Jónssonar í Reykjadal.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 95-97. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar meðmæli um sr. Jón Jónsson í Reykjadal sem hyggst freista gæfunnar á nýjum slóðum eftir skilnaðinn við eiginkonu sína (sbr. 124. bréf). Í bréfinu er rakin ævisaga sr. Jóns í meginatriðum, allt fram til þess er “kvensnift nokkur, Þuríður Guðmundsdóttir, lýsti hann föður að barni því er hún fæddi í Reykjadalshjáleigu” (sbr. 68. bréf). Dags. í Skálholti 13. apríl 1657.

Efnisorð
136 (111r-112v)
Commendatiubréf séra Einars Illugasonar til presta í Kjalarnessþingi 1657.
Titill í handriti

Commendatiubréf séra Einars Illugasonar til presta í Kjalarnessþingi 1657.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar prestum í Kjalarnesþingi í tilefni þess að hann hefur nýlega skipað sr. Einar Illugason sem prófast (sbr. 123. bréf). Ekki eru allir sáttir við útnefninguna og nokkrir prestar hafa lýst yfir stuðningi við Stefán Hallkelsson. Mótmælin hafa lagst svo þungt á sr. Einar að hann reið til Skálholts til þess að biðjast undan embættinu. Biskup vill þó ekki draga í land með útnefninguna og hvetur alla presta í héraðinu til að fylkja sér að baki sr. Einari prófasti. Dags. í Skálholti 18. apríl 1657.

Efnisorð
137 (112v-113r)
Samþykki Markúsar Snæbjarnarsonar upp á sölu á Tannastöðum í Ölvesi.
Titill í handriti

Samþykki Markúsar Snæbjarnarsonar upp á sölu á Tannastöðum í Ölvesi.

Athugasemd

Markús Snæbjörnsson vottar að hann hefur meðtekið fé úr hendi Árna Pálssonar. Um er að ræða andvirði jarðarinnar Tannastaða (sbr. 108. bréf) og Markús nefnir að Árni hafi heitið sér peningunum með skjali undirrituðu að Stóradal 9. nóvember 1651. Dags. að Stóradal við Eyjafjöll 12. apríl 1657; afrit gert í Skálholti 18. apríl s.á.

Efnisorð
138 (113r-113v)
Samþykki séra Þorsteins Jónssonar í Holti upp á próventugjöf Teits Helgasonar í Höfn.
Titill í handriti

Samþykki séra Þorsteins Jónssonar í Holti upp á próventugjöf Teits Helgasonar í Höfn.

Athugasemd

Sr. Þorsteinn Jónsson, prestur í Holti, skrifar Brynjólfi biskup og bregst við bréfi frá honum. Tilefni bréfaskrifanna er próventugjöf Teits Helgasonar sem hefur arfleitt biskupinn að öllum eigum sínum (sbr. 110. bréf) og hefur Brynjólfur óskað eftir samþykki sr. Þorsteins fyrir ráðstöfuninni. Þorsteinn samþykkir tilhögunina með þeim fyrirvara að Teitur endurgreiði fé sem hann skuldi sér. Dags. í Holti 13. apríl 1657; afrit gert í Skálholti 18. apríl s.á.

Efnisorð
139 (113v-114r)
Grein úr sendibréfi séra Jóns á Melum upp á próventugjöf Teits í Höfn.
Titill í handriti

Grein úr sendibréfi séra Jóns á Melum upp á próventugjöf Teits í Höfn.

Athugasemd

Sr. Jón Jónsson, prestur á Melum, skrifar Brynjólfi biskup vegna próventugjafar Teits Helgasonar sem hefur arfleitt biskupinn að öllum eigum sínum (sbr. 110. bréf). Sr. Jón hvetur biskup til að bíða með gjörninginn þangað til séð útséð verður um að ekki kom fram mál er verði honum til hindrunar. Hann segist vita til þess að Teitur eigi skilgetna systur sem nú sé örvasa og munaðarlaus og telur líklegt að hún teljist lögerfingi. Dags. 22. apríl 1657; afrit gert í Skálholti 24. apríl s.á.

Efnisorð
140 (114v-115r)
Bygging á Ölmóðsey Anno 1657 Gísla Bjarnasyni til handa.
Titill í handriti

Bygging á Ölmóðsey Anno 1657 Gísla Bjarnasyni til handa.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Gísla Bjarnasyni leyfi til að nytja Ölmóðsey í Þjórsá næstu tólf mánuði, þ.e. fram til 15. apríl 1658. Það er Gísli Einarsson, skólameistari í Skálholti, sem hefur milligöngu um málið við biskup fyrir hönd nafna síns. Dags. í Skálholti 27. apríl 1657; afrit gert 13. maí s.á.

Efnisorð
141 (115r-115v)
Grein úr sendibréfi Gísla Einarssonar sem hér að hnígur, datum Þrándarholti 1675 13 Maii.
Titill í handriti

Grein úr sendibréfi Gísla Einarssonar sem hér að hnígur, datum Þrándarholti 1675 13 Maii.

Athugasemd

Orðsending frá Gísla Einarssyni skólameistara til Brynjólfs biskups um málaleitan Gísla Bjarnasonar varðandi Ölmóðsey (sbr. 139. bréf). Bréfið hefur fylgt bréfi Gísla Einarssonar, en síðarnefnda bréfið er ekki í bókinni. Dags. í Þrándarholti 13. maí 1657; afrit gert í Skálholti sama dag.

Efnisorð
142 (115v)
Samþykki Hákonar Þorsteinssonar upp á hálfa Saurstaði í Jökulsárhlíð - 6 hundruð.
Titill í handriti

Samþykki Hákonar Þorsteinssonar upp á hálfa Saurstaði í Jökulsárhlíð - 6 hundruð.

Athugasemd

Hákon Þorsteinsson, sýslumaður í Skaftafellsþingi, skrifar Brynjólfi biskup um sex hundraða jarðarpart í Saurstöðum í Jökulsárhlíð. Sr. Jón Daðason hefur ánafnað biskupi jarðarpartinn og biskup hefur óskað eftir samþykki Hákonar fyrir þeim gjörningi. Hákon veitir samþykki sitt. Dags. í Þykkvabæjarklaustri 25. apríl 1657; afrit gert í Skálholti 14. maí s.á.

Efnisorð
143 (116r)
Vitnisburður Hannesar Björnssonar og Odds Eyjólfssonar um lýsing biskupsins á próventugjöf Teits í Höfn fyrir Finni Jónssyni.
Titill í handriti

Vitnisburður Hannesar Björnssonar og Odds Eyjólfssonar um lýsing biskupsins á próventugjöf Teits í Höfn fyrir Finni Jónssyni.

Athugasemd

Hannes Björnsson og Oddur Eyjólfsson votta að þeir voru viðstaddir í Skálholti þann 15. maí 1657 þar sem Brynjólfur biskup lýsti próventugjörningi og gjöf Teits Helgasonar við sig (sbr. 110. bréf). Finnur Helgason, bróðir Teits, var viðstaddur og gerði engar athugasemdir. Dags. að Reynivöllum í Kjós 17. maí 1657.

S. 116v er auð.

Efnisorð
144 (117r)
Handskrift Péturs Þórðarsonar.
Titill í handriti

Handskrift Péturs Þórðarsonar.

Athugasemd

Pétur Þórðarson í Innra-Hólmi staðfestir að hann skuldar Brynjólfi biskup 50 ríkisdali. Skuldin mun dragast af kaupverði jarðarinnar Innra-Hólms þegar Pétur mun selja biskupi hana í nálægri framtíð. Dags. að Innra-Hólmi á Akranesi 5. maí 1657. Aftan við bréfið eru viðbætur þar sem fram kemur að skuldin hafi gengið upp í jarðarkaupin, dags. í Skálholti 13. maí 1658.

S. 117v er auð.

Efnisorð
145 (118r-119v)
Próventugjörningur Teits Helgasonar í Höfn.
Titill í handriti

Próventugjörningur Teits Helgasonar í Höfn.

Athugasemd

Fjórir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Teitur Helgason arfleiddi Brynjólf biskup að öllum sínum eigum. Af eignum Teits er sérstaklega tilgreind hálf jörðin Höfn í Melasveit þar sem Teitur mun áfram búa. Kveðið er á um að biskup skuli tryggja Valgerði Helgadóttur, systur Teits, framfærslu, og tryggja syni sr. Jóns Jónssonar á Melum skólavist og uppihald. Dags. 2. maí 1657 í Höfn í Melasveit.

Efnisorð
146 (120r)
Stefna séra Árna Loftssonar séra Þórði Sveinssyni stefnd til Melgrasseyrar.
Titill í handriti

Stefna séra Árna Loftssonar séra Þórði Sveinssyni stefnd til Melgrasseyrar.

Athugasemd

Sr. Árni Loftsson, prestur á Stað í Aðalvík, stefnir sr. Þórði Sveinssyni, presti í Ögurþingum, til dóms á Melgraseyri þann 25. apríl 1657 þar sem Jón Arason, prófastur í Vatnsfirði, mun dæma í deilu þeirra. Þórður hafði áður gefið skriflegt loforð um að hafa skipti á prestaköllum við Árna en hætti síðan við, og nú vill Árni krefjast þess að Þórður standi við skriflega samninga og taki að sér Stað í Aðalvík um næstu fardaga. Stefnan er lesin upp fyrir kirkjudyrum í Ögri, dags. 11. apríl 1657.

Efnisorð
147 (120r-124v)
Á Melgraseyri samanskrifað.
Titill í handriti

Á Melgraseyri samanskrifað.

Athugasemd

Greinargerð dómþings á Melgraseyri þann 25. apríl 1657 þar sem deila sr. Árna Loftssonar og sr. Þórðar Sveinssonar er tekin til umfjöllunar. Þrír prestar, tilnefndir af sr. Jóni Arasyni, prófasti í Vatnsfirði, veita álit um kæru sr. Árna (sbr. 145. bréf). Þetta eru sr. Torfi Snæbjörnsson, sr. Tómas Þórðarson og sr. Sigurður Gíslason. Sr. Þórður Sveinsson hafði verið boðaður til stefnunnar en boðar forföll með bréfi. Í bréfi sr. Þórðar eru jafnframt gerðar athugasemdir við málatilbúnaðinn, m.a. það að Bjarni Bjarnason, annar tveggja stefnuvotta sem undirrita stefnuna (145. bréf) er fjórmenningur við sr. Árna. Fyrir dómþingið er lögð skrifleg krafa frá sr. Árna sem vill að dómur sex presta úrskurði um það hvort sr. Þórði sé heimilt að gera loforð sitt um að taka við Stað í Aðalvík að engu. Jón prófastur telur þá kröfu óraunhæfa, enda sé engin hefð fyrir því að láta sex presta dóm dæma í málum sem þessum og auk þess finnist ekki nægilega margir prestar í prófastsdæminu. Prófastur bannar sr. Árna að víkja frá brauði sínu fyrr en samþykki biskups liggi fyrir. Sr. Árni vill ekki samþykkja þetta og kveðst laus frá staðnum frá og með næstu fardögum. Aftan við fundargerð dómþingsins er bætt athugasemdum frá sr. Árna sem segist hafa reynt að semja við sr. Þórð um málið en Þórður hafi brugðist fálega við öllum slíkum tilraunum. Árni telur að Þórður hafi hætt við að koma til Aðalvíkur löngu áður en hann sagði Árna frá ákvörðun sinni. Þórður skákar í því skjólinu að ekkert biskupsleyfi liggi fyrir um flutningana og því megi hann ekki yfirgefa prestakall sitt í Ögurþingum. Dags. 3. maí 1657.

Efnisorð
148 (124v-125r)
Citatia séra Árna Loftssonar og séra Þórðar Sveinssonar til Þingvalla prestastefnu. Anno 1657.
Titill í handriti

Citatia séra Árna Loftssonar og séra Þórðar Sveinssonar til Þingvalla prestastefnu. Anno 1657.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Árna Loftssyni á Stað í Aðalvík og sr. Þórði Sveinssyni í Ögurþingum og boðar þá til prestastefnu á næstkomandi alþingi. Biskup beinir þeim tilmælum til sr. Árna að hann skuli lesa bréfið fyrir sr. Þórði í votta viðurvist, og senda sér síðan staðfestingu þess efnis að báðir hafi fengið vitneskju um prestastefnuna. Dags. í Skálholti 18. maí 1657.

Efnisorð
149 (125v-126v)
Sendibréf séra Árna Loftssyni tilskrifað 1657. 18. Maii.
Titill í handriti

Sendibréf séra Árna Loftssyni tilskrifað 1657. 18. Maii.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 98-100. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Árna Loftssyni á Stað í Aðalvík. Bréfið fylgir fundarboðinu þar sem Árni og Þórður Sveinsson eru boðaðir til prestastefnu (147. bréf) en hér ræðir biskup við Árna á mun einlægari og persónulegri nótum um syndina, hjálpræði Guðs og fleiri guðfræðileg málefni. Biskup bregst við bréfi frá Árna sem hann segir að hafi einkennst af stórlæti og óþolinmæði. Meðal þeirra heimilda sem vitnað er til eru 6. kafli Efesusbréfsins (um “skjöld trúarinnar”), ónefnd hómilía eftir Basil frá Caesareu (um menn sem færa sig af stórskipi á róðrarskútu), 10. kafli Jóhannesarguðspjalls (“hann flýr og yfirgefur sauðina þegar hann sér úlfinn koma”) og ritið De fuga in persecutione eftir Tertúllíanus. Dags. í Skálholti 18. maí 1657.

Efnisorð
150 (126v)
Meðkenning biskupsins M Brynjólfs Sveinssonar upp á tillag Torfa Helgasonar.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins M Brynjólfs Sveinssonar upp á tillag Torfa Helgasonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup gerir kunnugt að Torfi Helgason muni fá tvö hundruð frá sér árlega á meðan báðir lifa. Gjörningurinn er gerður vegna þess að Torfi hefur veitt samþykki fyrir því að Teitur, bróðir hans, arfleiði biskup að öllum eigum sínum (sbr. 110. bréf). Dags. í Skálholti 20. maí 1657.

Efnisorð
151 (127r-127v)
Kaup fyrir þrem hundruðum í Króki í Holtum.
Titill í handriti

Kaup fyrir þrem hundruðum í Króki í Holtum.

Athugasemd

Tveir menn votta að þeir voru viðstaddir handsöl þar sem Bjarni Eiríksson seldi Brynjólfi biskup þrjú hundruð í jörðinni Króki í Holtamannahrepp. Biskup greiðir sex hundruð í reiðufé fyrir jörðina. Dags. í Skálholti 20. maí 1657; afrit gert í Skálholti 3. júlí s.á.

Efnisorð
152 (127v-128r)
Heimildarráð Bjarna Eiríkssonar af Bjarna Högnasyni að fá í burt þrjú hundruð í Króki.
Titill í handriti

Heimildarráð Bjarna Eiríkssonar af Bjarna Högnasyni að fá í burt þrjú hundruð í Króki.

Athugasemd

Bjarni Högnason, bóndi á Bæ í Lóni, veitir samþykki sitt fyrir því að Bjarni Eiríksson selji Brynjólfi biskup þrjú hundruð í jörðinni Króki í Holtamannahreppi (sbr. 150. bréf). Dags. að Búlandi 12. júlí 1656; afrit gert í Skálholti 20. maí 1657.

Efnisorð
153 (128r)
Handskrift Sigurðar Jónssonar sýslumanns í Mýrasýslu um Beigalda Gísla.
Titill í handriti

Handskrift Sigurðar Jónssonar sýslumanns í Mýrasýslu um Beigalda Gísla.

Athugasemd

Sigurður Jónsson, sýslumaður í Mýrasýslu, skrifar Sigurði Oddssyni, prófasti í Þverárþingi, um málefni Gísla Sigurðssonar sem býr á jörðinni Beigalda í Borgarfirði. Halldór Jónsson, prestur á Ferjubakka, hefur borið galdur á Gísla og látið húðstrýkja hann. Gísli hefur nú sagst vilja fá aflausn fyrir brot sín og hefur honum verið tjáð að Sigurður prófastur geti aðstoðað hann. Dags. 11. desember 1656; afrit gert í Skálholti 23. maí 1657.

Efnisorð
154 (128v)
Kaupgjald séra Halldórs Jónssonar 1657.
Titill í handriti

Kaupgjald séra Halldórs Jónssonar 1657.

Athugasemd

Sr. Halldór Jónsson, fráfarandi kirkjuprestur í Skálholti, staðfestir að hann hefur fengið greidd árslaun fyrir síðastliðið ár, alls fimm hundruð. Dags. í Skálholti 23. maí 1657.

Efnisorð
155 (128v)
Kaupgjald Páls Árnasonar 1657.
Titill í handriti

Kaupgjald Páls Árnasonar 1657.

Athugasemd

Páll Árnason, heyrari í Skálholti, staðfestir að hann hefur fengið greidd árslaun fyrir síðastliðið ár, alls fimm hundruð. Dags. í Skálholti 23. maí 1657.

Efnisorð
156 (128v-129r)
Bygging á Gerði á Akranesi.
Titill í handriti

Bygging á Gerði á Akranesi.

Athugasemd

Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hefur veitt Þórlaugu Einarsdóttur jörðina Gerði á Akranesi til ábúnaðar. Ekki er getið um það hvert afgjaldið af jörðinni skuli vera en biskup felur Páli Gíslasyni landþingisskrifara að hafa umsjón með því. Þórlaugu ber að heimila ábúendum Másstaða eldiviðiartak og skipalendingu á jörðinni. Dags. að Innra-Hólmi 5. maí 1657.

Efnisorð
157 (129r-129v)
Hús skoðuð að Miðsandi á Hvalfjarðarströnd.
Titill í handriti

Hús skoðuð að Miðsandi á Hvalfjarðarströnd.

Athugasemd

Þrír erindrekar biskups, Þorleifur Árnason, Oddur Eyjólfsson og Narfi Ólafsson, skoða ábúð á jörðinni Miðsandi á Hvalfjarðarströnd. Dags. á Miðsandi 7. maí 1657; afrit gert í Skálholti 24. maí s.á.

Efnisorð
158 (129v-130r)
Hús á Litla-Sandi skoðuð, á Hvalfjarðarströnd.
Titill í handriti

Hús á Litla-Sandi skoðuð, á Hvalfjarðarströnd.

Athugasemd

Tveir erindrekar biskups, Þorleifur Árnason og Oddur Eyjólfsson, skoða ábúð á jörðinni Litla Sandi á Hvalfjarðarströnd. Dags. á Miðsandi 7. maí 1657; afrit gert í Skálholti 24. maí s.á.

Efnisorð
159 (130v)
Kaupgjaldsreikningur skólameistarans Gísla Einarssonar.
Titill í handriti

Kaupgjaldsreikningur skólameistarans Gísla Einarssonar.

Athugasemd

Yfirlit yfir þær greiðslur sem Gísli Einarsson, skólameistari í Skálholti, hefur þegið fyrir störf sín á síðastliðnu ári, þ.e. frá fardögum 1656 til fardaga 1657. Ódags.

Efnisorð
160 (131r)
Þetta eftirskrifað hefur ráðsmaðurinn Benedikt Þorleifsson í sitt kaup uppborið, Anno 1657.
Titill í handriti

Þetta eftirskrifað hefur ráðsmaðurinn Benedikt Þorleifsson í sitt kaup uppborið, Anno 1657.

Athugasemd

Yfirlit yfir þær greiðslur sem Benedikt Þorleifsson, ráðsmaður í Skálholti, hefur þegið fyrir störf sín á síðstliðnu ári, þ.e. frá fardögum 1656 til fardaga 1657. Ódags.

Efnisorð
161 (131v)
Reikningur staðarins við ráðsmanninn.
Titill í handriti

Reikningur staðarins við ráðsmanninn.

Athugasemd

Yfirlit yfir greiðslur til Benedikts Þorleifssonar, ráðsmanns í Skálholti (framhald 160. bréfs). Dags. í Skálholti 27. maí 1657.

Efnisorð
162 (131v-132v)
Copium af kröfubréfi séra Jóns Magnússonar.
Titill í handriti

Copium af kröfubréfi séra Jóns Magnússonar.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 101-102. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Jón Magnússon, prestur á Eyri í Skutulsfirði, skrifar sr. Jóni Jónssyni, prófasti í Holti í Önundarfirði, vegna galdraofsókna sem hann kveðst hafa orðið fyrir. Jón hefur kvartað um ofsóknirnar til tveggja sýslumanna, Þorleifs Kortssonar og Magnúss Magnússonar, en hvorugur þeirra hefur aðhafst nokkuð vegna málsins. Nú biðlar Jón til Jóns prófasts að rannsaka ofsóknirnar og refsa fyrir þær, enda fari galdrarnir vaxandi og heilsa sín sé orðin mjög takmörkuð vegna þeirra. Dags. á Eyri við Skutulsfjörð 9. janúar 1657.

Efnisorð
163 (132v-133r)
Svar upp á þetta.
Titill í handriti

Svar upp á þetta.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 102-103. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942. Jón Magnússon á Eyri ræðir um bréfaskipti sín og Jóns prófasts í Píslarsögu sinni. Þar kemur fram að bréf prófastsins hafi knúið þá Magnús og Gísla til athafna. Þeir skrifuðu síðan bréf til Jóns prests sem hann birtir í heild í Píslarsögunni. Sjá Matthías Viðar Sæmundsson (útg.). Píslarsaga Jóns Magnússonar, 138-139. Reykjavík: Mál og menning, 2001.

Athugasemd

Jón Jónsson, prófastur í Holti í Önundarfirði, skrifar veraldlegum valdsmönnum í Vestur-Ísafjarðarsýslu, einkum Magnúsi Magnússyni sýslumanni og Gísla Jónssyni, umboðsmanni Þorleifs Kortssonar sýslumanns, og greinir þeim frá skrifum Jóns Magnússonar á Eyri (sbr. 161. bréf). Jón prófastur beiðist þess að sýslumennirnir taki galdramálið til rannsóknar. Dags. að Holti í Önundarfirði 19. janúar 1657; afrit gert í Skálholti 31. maí s.á.

Efnisorð
164 (133r-133v)
Útskrift af handskrift séra Þórðar Sveinssonar.
Titill í handriti

Útskrift af handskrift séra Þórðar Sveinssonar.

Athugasemd

Sr. Þórður Sveinsson, prestur í Ögurþingum, kveðst fús til þess að skipta á kirkjusóknum við sr. Árna Loftsson á Stað í Aðalvík. Jón Arason, prófastur í Vatnsfirði, hefur gefið skriflegt leyfi fyrir skiptunum. Dags. 22. ágúst 1656. Aftan við bréfið er bætt athugasemd frá Jóni Arasyni prófasti sem áframsendir bréfið til Brynjólfs biskups í Skálholti, dags. 18. maí 1657; afrit gert í Skálholti 31. maí s.á.

Efnisorð
165 (134r)
Lýsingarschedill Margrétar Gísladóttur upp á séra Þórð Sveinsson um eigin orð.
Titill í handriti

Lýsingarschedill Margrétar Gísladóttur upp á séra Þórð Sveinsson um eigin orð.

Athugasemd

Margrét Gísladóttir lætur skjalfesta orð sem sr. Þórður Sveinsson, prestur í Ögurþingum, mælti við hana. Þórður mun hafa tjáð Margréti að “hann skyldi öngva kvenpersónu eiga, ef hann ætti hana ekki.” Ódags., aðeins kemur fram að ummælin hafi verið látin falla á árinu 1656. Afrit gert í Skálholti 31. maí 1657.

Efnisorð
166 (134r-134v)
Afhending biskupsins á ii dal Finni Jónssyni til handa.
Titill í handriti

Afhending biskupsins á ii dal Finni Jónssyni til handa.

Athugasemd

Finnur Jónsson, forstöðumaður spítalans á Klausturhólum, vottar að Brynjólfur biskup hefur greitt honum tvo ríkisdali í landskuld af hálfri jörðinni Súlunesi. Dags. í Skálholti 1. júní 1657.

Efnisorð
167 (134v-136r)
Sendibréf til Þorkels Guðmundssonar um Höfn og Innstavog.
Titill í handriti

Sendibréf til Þorkels Guðmundssonar um Höfn og Innstavog.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar Þorkeli Guðmundssyni, sýslumanni í Borgarfjarðarsýslu og bregst við skrifum Þorkels um jarðirnar Höfn og Innstavog. Þorkell hefur bent biskupi á að sér þyki afgjaldið af Innstavogi of hátt en biskup bendir á að gott útræði sé frá jörðinni. Biskup ræðir jafnframt um kúgildi þau er fylgja jörðunum tveimur. Teitur Helgason býr enn á Höfn (sbr. 144. bréf) og hefur hann sett það skilyrði að jarðirnar tvær skuli hafa einn eiganda, því þær styðji hvor aðra. Þorkell virðist hafa rætt við biskup um hugsanleg jarðaskipti, þar sem Þorkell seldi biskupi jörðina Holtastaði og fengi aðra jörð í staðinn, og ræðir biskup um það hvaða jörð kæmi til greina í slíkum skiptum. Ódags.

Efnisorð
168 (136v)
Vitnisburður Péturs Ámundasonar útgefinn af skólameistaranum Gísla Einarssyni.
Titill í handriti

Vitnisburður Péturs Ámundasonar útgefinn af skólameistaranum Gísla Einarssyni.

Athugasemd

Gísli Einarsson skólameistari skrifar meðmælabréf um Pétur Ámundason sem lýkur námi við Skálholtsskóla. Meðmælin eru hófleg, Gísli segir að Pétur hafi verið “ekki ókostgæfinn” í námi og tekur fram að ávirðingar hans úr skólavistinni séu afmáðar. Dags. í Þrándarholti 6. júní 1657.

Efnisorð
169 (136v-137r)
Inntak úr sendibréfi skólameistarans Gísla Einarssonar um vitnisburð Péturs Ámundasonar til biskupsins.
Titill í handriti

Inntak úr sendibréfi skólameistarans Gísla Einarssonar um vitnisburð Péturs Ámundasonar til biskupsins.

Athugasemd

Gísli Einarsson skólameistari skrifar Brynjólfi biskup og bregst við skrifum frá honum. Brynjólfur hefur sent Gísla erindi vegna meðmælabréfs hins síðarnefnda um Pétur Ámundason og biður hann að útskýra nánar “skuggayrði” sem þar stendur. Ekki kemur fram hvert orðið sé en Gísli segist hafa sett það inn til viðvörunar, “því mér þykir máske hann ekki öldungis við mig breytt hafa sem bæri við sinn yfirboðara.” Þetta bréf er ritað sama dag og annað meðmælabréf Gísla um Pétur (167. bréf) sem virðist ritað í stað hins gamla. Dags. í Þrándarholti 6. júní 1657.

Efnisorð
170 (137r-137v)
Vitnisburður Otta Ottasonar.
Titill í handriti

Vitnisburður Otta Ottasonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar meðmæli um Otta Ottason. Biskup segist hafa þekkt Otta í átján ár og að hann hafi alist upp í Skálholti að nokkru leyti. Hann segir að Otti hafi ávallt sýnt sér “góðlyndi, hlýðni og auðsveipni.” Dags. í Skálholti 1. júní 1657.

Efnisorð
171 (137v-138v)
Sendibréf til skólameistarans Gísla Einarssonar um vitnisburð Péturs Ámundasonar.
Titill í handriti

Sendibréf til skólameistarans Gísla Einarssonar um vitnisburð Péturs Ámundasonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar Gísla Einarssyni skólameistara og bregst við skrifum hans varðandi meðmælabréf um Pétur Ámundason (168. bréf). Biskup hefur spurt Gísla um það hver ávirðing Péturs, sem Gísli nefndi í meðmælabréfi sínu, hefði verið. Nú hefur hann fengið svarbréf frá Gísla en er þó enn engu nær. Hann skrifar því aftur til Gísla, ítrekar erindi sitt og biður hann að útskýra fyrir sér hvað hafi farið á milli hans og Péturs. Biskup hyggst vígja Pétur til prests en treystir sér ekki til þess fyrr en hann fær skilmerkilegar upplýsingar um þetta meinta brot hans. Hann spyr Gísla hvort hann eigi við það þegar Pétur bar vitnisburð um áflog Gísla við Guðmund Guðmundsson fjórum árum fyrr (sbr. 164. bréf í AM 268 fol.). Dags. í Skálholti 8. júní 1657.

Efnisorð
172 (138v-141r)
Reikningur Jóns Vilhjálmssonar af búinu á Drumboddsstöðum frá fardögum 1656 til fardaga 1657.
Titill í handriti

Reikningur Jóns Vilhjálmssonar af búinu á Drumboddsstöðum frá fardögum 1656 til fardaga 1657.

Athugasemd

Yfirlit yfir þær landskuldir sem Jón Vilhjálmsson skuldar biskupi af jörðinni Drumboddsstöðum. Dags. í Skálholti 8. júní 1657.

Efnisorð
173 (141r-143r)
Gjörningur millum skólameistarans Gísla Einarssonar og Péturs Ámundasonar um vitnisburðar meðferð.
Titill í handriti

Gjörningur millum skólameistarans Gísla Einarssonar og Péturs Ámundasonar um vitnisburðar meðferð.

Athugasemd

Fundargerð skýrslutöku sem haldin var í Skálholti í því skyni að yfirheyra Gísla Einarsson skólameistara um meint brot Péturs Ámundasonar (sbr. 170. bréf). Gísli er spurður út í eftirfarandi ummæli sín í meðmælabréfi um Pétur (167. bréf): “En okkar á millum mun herrann sjálfur hlut í eiga.” Vakin er athygli á því að engan megi vígja til prestsembættis nema hann hafi gott orðspor, og er vitnað til þriggja heimilda í því sambandi: Þriðja kafla Fyrra Tímóteusarbréfs, fyrsta kafla Títusarbréfsins og kirkjuordinansíu Kristjáns III. Gísli svarar því til að Pétur hafi ekki aðeins ritað vitnisburð um samskipti Gísla við Guðmund Guðmundsson heldur einnig stolið vitnisburðarskjalinu úr fórum Gísla. Pétur sjálfur segist ekki hafa getað staðið við vitnisburð sinn og því hafi hann viljað láta skjalið hverfa. Það er samdóma álit fundarins að brot Péturs teljist smávægilegt og því beri að veita honum full meðmæli. Dags. í Skálholti 10. júní 1657.

Efnisorð
174 (143v)
Meðkenning Hákonar Bjarnasonar úr hans sendibréfi.
Titill í handriti

Meðkenning Hákonar Bjarnasonar úr hans sendibréfi.

Athugasemd

Hákon Bjarnason, bóndi á Keldum, skrifar Brynjólfi biskup og þakkar honum fjögur kúgildi sem hann hefur veitt viðtöku. Dags. 30. maí 1657; afrit gert í Skálholti 15. júní s.á.

Efnisorð
175 (143v-144r)
Meðkenning Þorsteins Árnasonar um skil þau sem hann gjörir á ásauðarkúgildi.
Titill í handriti

Meðkenning Þorsteins Árnasonar um skil þau sem hann gjörir á ásauðarkúgildi.

Athugasemd

Þorsteinn Árnason tekur saman upplýsingar um öll þau gjöld sem hann hefur greitt í leigu til umboðsmanna biskups af kúgildum undanfarin þrjú ár. Dags. í Skálholti 17. júní 1657.

Efnisorð
176 (144v-145r)
Vitnisburður Torfa Erlendssonar.
Titill í handriti

Vitnisburður Torfa Erlendssonar.

Athugasemd

Meðmælabréf um Torfa Erlendsson, sýslumann í Árnessýslu. Ætla má að Brynjólfur biskup sé höfundur bréfsins, en undirskriftina vantar. Torfi fær bestu meðmæli og fullyrt er að hegðun hans frá því hann tók við Árnessýslu hafi verið til fyrirmyndar í hvívetna. Dags. í Skálholti 1657.

Efnisorð
177 (145v-146v)
Kóngsbréf um bænadagahald.
Titill í handriti

Kóngsbréf um bænadagahald.

Athugasemd

Friðrik III. Danakonungur skrifar Brynjólfi biskup og tilkynnir að almennilegir bænadagar skuli haldast á Íslandi dagana 26., 27. og 28. ágúst. Biskupi er fengið það hlutverk að upplýsa presta og prófasta um bænadagana og tryggja að þeir framkvæmi þá með fullnægjandi hætti. Dags. í Kaupmannahöfn 12. febrúar 1657.

Efnisorð
178 (147r)
Þessir menn hafa leyst aukakúgildi af Skálholts dómkirkjujörðum.
Titill í handriti

Þessir menn hafa leyst aukakúgildi af Skálholts dómkirkjujörðum.

Athugasemd

Yfirlit yfir aukakúgildi af jörðum dómkirkjunnar í Skálholti fyrir árin 1656 og 1657. Skjalið er ódagsett og líklega ófullgert.

S. 147v er auð.

Efnisorð
179 (148r)
Samþykki Arnleifar Björnsdóttur upp á sölu Fjalls andvirðis.
Titill í handriti

Samþykki Arnleifar Björnsdóttur upp á sölu Fjalls andvirðis.

Athugasemd

Hjónin Jón Jónsson og Arnleif Björnsdóttir selja Brynjólfi biskup jörðina Fjall í Ölvesi. Jörðin er seld fyrir “fulla aura,” en kaupverðið er ekki tilgreint. Dags. að Hömrum í Grímsnesi 14. júní 1657.

S. 148v er auð.

Efnisorð
180 (149r-149v)
Kóngs majestatis bréf um bænadagahald.
Titill í handriti

Kóngs majestatis bréf um bænadagahald.

Athugasemd

Bréf Friðriks III. Danakonungs um bænadaga (176. bréf) í íslenskri þýðingu.

Efnisorð
181 (149v-150v)
Áminningarbréf biskupsins próföstum og prestum Skálholtsstiftis sent.
Titill í handriti

Áminningarbréf biskupsins próföstum og prestum Skálholtsstiftis sent.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 103-105. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942. Jón Halldórsson fjallar um bréfið í biskupasögum sínum, sjá Biskupasögur Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal I, 290-291. Reykjavík: Sögufélag, 1903-1910.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar opið bréf til presta í Skálholtsstifti og lætur það fylgja bréfi Friðriks konungs (179. bréfi). Biskup brýnir fyrir prestum að fylgja fyrirmælunum úr konungsbréfinu. Bréfið er skrifað í hástemmdum stíl og vitnað til Jesajabókar, Sálmanna og Daníelsbókar. Í lok bréfsins er vísa á íslensku sem er líklega eftir biskup sjálfan. Dags. í Skálholti 23. júní 1657.

Efnisorð
182 (151r-151v)
(engin fyrirsögn)
Titill í handriti

(engin fyrirsögn)

Athugasemd

Yfirlit yfir biskupstíundir úr Skaftafellssýslu sem Stefán Einarsson, bóndi í Ytri-Ásum, hefur innheimt og komið til biskups. Dags. í Skálholti 27. júní 1657.

Efnisorð
183 (151v-152r)
Kvittun Stefáns Einarssonar.
Titill í handriti

Kvittun Stefáns Einarssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vottar að Stefán Einarsson hefur staðið skil á biskupstíundum úr Skaftafellssýslu fyrir árið 1657 (sbr. 181. bréf). Dags. í Skálholti 27. júní 1657.

S. 152v er auð.

184 (153r-158r)
Registur sérhverra bréfa og gjörninga sem í þessari bók finnast skrifaðir frá alþingi anno 1656 til alþingis anno 1657.
Titill í handriti

Registur sérhverra bréfa og gjörninga sem í þessari bók finnast skrifaðir frá alþingi anno 1656 til alþingis anno 1657.

Athugasemd

Atriðisorðaskrá bókarinnar.

S. 158v er auð.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 1-3 , 5 , 9-11 , 13-16 , 21-22 , 24 , 27-28 , 33-36 , 43 , 46-47 , 49 , 51 , 53 , 55 , 58 , 61-62 , 65-66 , 69 , 71-72 , 75 , 77-78 , 81-82 , 84 , 86-87 , 89 , 92 , 95-96 , 99-100 , 103 , 105-105-106 , 109-110 , 115 , 119 , 121 , 123-124 , 127-128 , 131 , 133 , 136 , 138 , 143-144 , 146 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 3, með 7 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 148 , 150 , 152 ) // Mótmerki: Fangamark GM ( 18 , 147 , 149 , 151 , 153 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Fangamark PD // Ekkert mótmerki ( 29 , 57 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Fangamark Pb // Ekkert mótmerki ( 30-31 , 117 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki ( 37 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Hús með krossi og snáki // Ekkert mótmerki ( 44 ).

Vatnsmerki 7. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 64 ).

Vatnsmerki 8. Aðalmerki: Skjaldarmerki með sverðlilju ( 107 , 120 ) // Mótmerki: Fangamark PP? ( 108 ).

Vatnsmerki 9. Aðalmerki: Dárahöfuð 4, með 5 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 154 , 157-158 ).

Blaðfjöldi
158 blöð (330 mm x 216 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-394 (með stórum gloppum vegna þess sem vantar).

Kveraskipan

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-14, 3 tvinn.
 • Kver III: blöð 15-20, 3 tvinn.
 • Kver IV: blöð 21-26, 3 tvinn.
 • Kver V: blöð 27-32, 2 tvinn og 1 tvinn stakt (blöð 30-31).
 • Kver VI: blöð 33-42, 5 tvinn.
 • Kver VII: blöð 43-48, 2 tvinn og 1 tvinn stakt (blöð 44-45).
 • Kver VIII: blöð 49-54, 3 tvinn.
 • Kver IX: blöð 55-65, 1 stakt blað (55) og 5 tvinn.
 • Kver X: blöð 66-73, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 74-84, 6 tvinn.
 • Kver XII: blöð 85-92, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 93-104, 6 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 105-114, 4 tvinn 1 tvinn stakt (blöð 107-108).
 • Kver XV: blöð 115-123, 3 tvinn, 1 stakt blað (116) og 1 tvinn stakt (blöð 121-122).
 • Kver XVI: blöð 124-129, 3 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 130-143, 7 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 144-154, 1 stakt blað (144) 5 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 155-158, 2 tvinn.

Umbrot

Ástand

Vantar í bókina.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fangamark eiganda á bl. 1 (titilblaði).

Band

Band frá 1980.

Uppruni og ferill

Uppruni

Þetta bindi er skrifað 1656-1657.

Ferill

Á titilblaði eru upphafsstafirnir KT:D:, en það mun vera fangamark Katrínar dóttur sr. Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ, sem var aðalerfingi Brynjólfs biskups (sbr. Jón Helgason, Úr bréfabókum Bryjólfs biskups Sveinssonar , bls. VII).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 242 (nr. 425). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ færði inn grunnupplýsingar 2. júlí 2002. HSÆ skráði í júní 2020. ÞÓS skráði vatnsmerki6. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í mars 1980. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð, Gripla
Umfang: 15
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Bókasafn Brynjólfs biskups, Árbók 1946 (Landsbókasafn Íslands)
Umfang: 3-4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Þórður Ingi Guðjónsson
Titill: Píslarsaga séra Jóns Magnússonar, Um varðveislu og útgáfu frumheimilda
Umfang: s. 423-432
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
 1. Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar IX
  1. Efnisyfirlit
 2. Islands Compagnies reikningsskapur upp á dómkirkjunnar í Skálholti og nokkra undirliggjandi kirkna peninga summu.
 3. Testimonium Gísla Þorlákssonar.
 4. Sendibréf Bjarna Eiríkssonar um Eyrarteig 1656 24. júní meðtekið.
 5. Afhending 25 hundraða í Skálpastöðum og 10 kúgilda þar anno 1656 30. maí.
 6. Afhending hálfs Reynis á Akranesi og tveggja kúgilda þar.
 7. Meðkenning biskupsins M Brynjólfs SS.
 8. Meðkenning biskupsins upp á fimmtíu og þrjá og hálfan ríkisdal fyrir 20 vættir smjörs úr Heyness umboði í umskiptum.
 9. Meðkenning biskupsins upp á sex dali meðtekna í landskuld af Bæ í Borgarfirði.
 10. Kaupbréf um Belgsholt, fremra Botn og Fiskilæk.
 11. Umboðsgjöf Stefáns Einarssonar upp á biskupsins tíundir í Skaftafellssýslu.
 12. (enginn titill)
 13. Meðkenning biskupsins upp á 20 ríkisdali sem Gottskálk Oddsson honum lánaði 1656 6. júlí.
 14. Vígslubréf séra Jóns Guðmundssonar.
 15. Sendibréf tilskrifað séra Guðmundi Erlendssyni með séra Jóni.
 16. Sendibréf til séra Hallgríms Jónssonar officialis með séra Jóni Guðmundssyni.
 17. (engin fyrirsögn)
 18. Meðkenning Tómas Nikulássonar upp á meðtekið afgjald af lénsjörðum Péturs Bjarnasonar 1656.
 19. Quittantia séra Jóns Torfasonar biskupinum útgefin upp á andvirði fyrir þrjú hundruð í Súlunesi í Melasveit.
 20. Vígslubréf séra Guðbrands Jónssonar.
 21. Sendibréf Péturs Þórðarsonar anno 1656, 14. júlí meðtekið.
 22. Meðkenning Einars Guttormssonar upp á meðtekna 50 ríkisdali af biskupinum vegna Péturs Þórðarsonar.
 23. (engin fyrirsögn)
 24. Fullmakt séra Halldórs Eiríkssonar gjörninga að gjöra biskups vegna.
 25. Inntak úr sendibréfi séra Henriks Jónssonar um samþykki hans upp á kaup biskupsins við Björn Sæbjörnsson, daterað 1656 16. júní, meðtekið af séra Halldóri Eiríkssyni 28. júní.
 26. Meðkenning biskupsins upp á meðtekna rentu af kirkna gjaldi, því sem sett hefur verið inn í kompaníið í Kaupmannahöfn.
 27. Meðkenning kaupmannsins Erik Muncks upp á meðtekna kirknadali - 631 og 3 mark dansch.
 28. Til minnis.
 29. (engin fyrirsögn)
 30. Kaupbréf biskupsins M Brynjólfs Sveinssonar við Jón Árnason á hálfum Reyni á Akranesi og fimm hundruðum í Merkigili í Eyjafirði fyrir 25 hundruð í Skálpastöðum í Lundarreykjadal.
 31. Umboðsbréf Jóns Árnasonar.
 32. Quittantia millum biskupsins M Brynjólfs SS og séra Jóns Ólafssonar á Reka með ferð um þriggja ára tíma.
 33. (engin fyrirsögn)
 34. (engin fyrirsögn)
 35. Kvittun séra Einars Sigurðssonar um skyldur af Grímsey.
 36. Umboðsbréf séra Ásgeirs Einarssonar.
 37. Sendibréf til séra Þorvarðs Magnússonar úr vísitatíu 1656 11 augusti.
 38. Aðalvíkurmanna leyfisbréf upp á burtför séra Árna Loftssonar.
 39. Andsvar biskupsins hér upp á.
 40. Kosning Sigurðar Jónssonar til Bolungavíkurþinga.
 41. Svar biskupsins hér upp á.
 42. Quittantia útgefin séra Jóni Jónssyni fyrir biskupstíunda meðferð.
 43. Quittantia biskupsins um Holtskirkju í Önundarfirði Inventarium, útgefin af séra Jóni í Holti.
 44. Lofun séra Þórðar Sveinssonar, Aðalvíkurstað og sókn að átakast.
 45. Samþykki prófastsins séra Jóns Arasonar upp á burtför séra Árna frá Aðalvík.
 46. Umskipti á Nauteyri á Langadalsströnd fyrir 10 hundruð í Arnarnúpi í Dýrafirði og sex hundraða part við séra Gissur Sveinsson.
 47. Samþykki Eggerts Björnssonar upp á kaup biskupsins sex hundruð í Gullberastöðum.
 48. Schedil Jóns meinsæramanns fyrir vestan.
 49. Schedill Guðmundi Ólafssyni útgefinn af biskupinum um kristileg fríheit hans.
 50. (engin fyrirsögn)
 51. Kaupbréf Odds Þorleifssonar á Litlu-Þúfu í Miklholtshrepp.
 52. Reikningur millum biskupsins og Helga um húsabót á Mófellsstöðum anno 1656.
 53. Reikningur á húsabót milli biskupsins og Ólafs á Réttabakka 1656 18. septembris.
 54. Reikningur millum biskupsins og Þorvarðs Kolbeinssonar um húsabót á hjáleigunni fyrir ofan Mófellsstaði.
 55. Kaupskaparbréf biskupsins við Þorbjörn Marteinsson á Litlu-Þúfu í Miklholtshrepp fyrir Barðarstaði í Loðmundarfirði.
 56. (engin fyrirsögn)
 57. Tilsögn Bjarna Vermundssonar um landamerki Reynis á Akranesi.
 58. (engin fyrirsögn)
 59. (engin fyrirsögn)
 60. Meðkenning Þórarins Illugasonar og Sigurðar Jónssonar upp á tvær Innstavogs lögfestur út skrifaðar af þingbókinni.
 61. Reikningur Páls Kristjánssonar í Hólmi.
 62. Andsvar upp á bréf séra Sigurðar Torfasonar um Bessastaðamál milli hans og Tómasar Nikulássonar.
 63. Sendibréf séra Magnúsi Péturssyni tilskrifað með Gísla Finnbogasyni.
 64. Anno 1699 21. júlí að Hraungerði framfór svofelldur löggjafar gjörningur í votta viðurvist sem eftir fylgir.
 65. Meðkenning Finns Jónssonar í Klausturhólum upp á meðtekna landskuld af hálfu Súlunesi og leigur eftir tvö kúgildi anno 1656.
 66. Sendibréf Ólafs á Ásbrandsstöðum um reikning við Björn Sæbjörnsson um Fremri-Hlíð.
 67. Quittantia útgefin biskupinum af Birni Snæbjörnssyni og send innan í þessu fyrir ofan skrifuðu bréfi Ólafs Jónssonar.
 68. Sendibréf til kennimanna í Dalasýslu um prófastskjör.
 69. Vitnisburður yfirsetukvenna upp á lýsing Þuríðar Guðmundar dóttur um síns barnsfaðerni séra Jóni Jónssyni á hendur.
 70. Hafrafellsmál sem það til gekk á Alþingi. Anno 1656 þann 30. júní.
 71. Kaupmálabréf Þorsteins Eyvindssonar og Sigríðar Þorvaldsdóttur.
 72. Vígslubréf séra Rafns Ólafssonar.
 73. Veitingarbréf séra Rafns Ólafssonar fyrir Stað í Grindavík.
 74. Bréf til presta í Gullbringusýslu um prófasts útvalning.
 75. Sala á fimm hundruðum í Merkigili í Eyjafirði.
 76. Útskrift af handskrift Markúsar Snæbjörnssonar.
 77. Gjörningsbréf Markúsar Snæbjörnssonar við Odd Eyjólfsson vegna biskupsins M Brynjólfs SSonar á hálfum Dísastöðum í Breiðdal.
 78. Undirrétting á köllunarmáli prests í Öræfum.
 79. Citatia til prestastefnu á Ólafsvöllum upp á hórdómsmál Jóns Jónssonar í Reykjadal.
 80. Loforð Gísla skólameistara á Schedli Péturs Rafnssonar.
 81. Sendibréf séra Stefáni tilskrifað um þrætulönd kirkna móti bændum og forsvar þeirra. Anno 1656. 10. novembris.
 82. Vitnisburðarbréf Pétri Rafnssyni útgefið af biskupinum.
 83. Meðkenningar Schedill Péturs Rafnssonar sem hann lét eftir að Holti undir Eyjafjöllum í næst fyrirfarandi Austfjarðareið úr skólanum, hljóðandi upp á orðbragð þangað í garð.
 84. Sendibréf Eiríki Sigvaldasyni tilskrifað um Hörgslands hospítals efni kostnað.
 85. (engin fyrirsögn)
 86. Meðkenning biskupsins um ráðstöfun hospítals jarðarinnar Hörgslands við séra Magnús Pétursson og séra Þórð Guðmundsson 1656.
 87. Inntak úr bréfi tilskrifuðu séra Magnúsi Péturssyni um ordineran Gísla Finnbogasonar og Hörgslands hospítals jarðar forsjón eftirkomandi ár 1657.
 88. Vígslu og veitingarbréf Gísla Finnbogasonar til Sandfells í Öræfum.
 89. Inntak úr bréfi til séra Jóns í Bjarnanesi.
 90. Reikningur á hospítalsfiski undan Eyjafjöllum við Magnús Þorsteinsson Anno 1656. 21. novembris.
 91. Umboðsbréf Magnúsar Þorsteinssonar á biskupstíunda meðtöku í Rangárvallasýslu sem gjaldast eiga 1657 etc.
 92. Reikningur á hospítalsfiski undan Eyjafjöllum fornum og nýjum.
 93. Umboðsbréf Magnúsar Þorsteinssonar fyrir Skammbeinsstaða umboði 1656.
 94. Vígslubréf séra Þórðar Þorleifssonar.
 95. Biskupstíundareikningur af Árnessýslu sem gjaldast áttu Anno 1656.
 96. Kvittan Jóns Jónssonar á Hömrum í Grímsness umboðs útgjöldum frá Anno 1650 til 1656 (inclusive).
 97. Quittun sem Jón Jónsson á Hömrum útgaf biskupinum M Brynjólfi SSyni.
 98. Lausn í tíu hundruðum í Fjalli í Ölvesi af Jóni Jónssyni á Hömrum meðfylgjandi skilmálar.
 99. Um landamerki á millum Haga og Kvíarholts.
 100. (engin fyrirsögn)
 101. (engin fyrirsögn)
 102. Vitnisburður Finns Guðmundssonar biskupinum útgefinn 1656.
 103. Quittantia útgefin Finni Guðmundssyni Anno 1656 28 Des.
 104. Inntak úr sendibréfi til séra Sigurðar Torfasonar Anno 1656.
 105. Bréf Páli Gíslasyni tilskrifað um Heyness umboðs tveggja ára reikning 1655 og 1656.
 106. Schedill útgefinn Gottskálk Oddssyni upp á 10 ríkisdali af séra Halldóri Eiríkssyni Anno 1654.
 107. Meðkenning séra Jóns Daðasonar upp á meðtekna landskuld af pörtum Ragnhildar Daðadóttur í Borgarfirði 1656.
 108. Undirbryta reikningur í Skálholti.
 109. Kaupbréf fyrir Tannastaða andvirði af Árna Pálssyni Anno 1657 6 Januarii.
 110. Meðkenning Árna Pálssonar upp á skuldaskipti til hans við biskupinn hingað til dags.
 111. Sendibréf Teits Helgasonar upp á arfsal hans og próventugjöf til biskupsins.
 112. Samþykki Torfa Helgasonar upp á arfsal og próventugjöf Teits Helgasonar.
 113. Kvittantia ráðsmannsins Benedikts Þorleifssonar Anno 1657 27 Januarii útgefinn.
 114. Kvittantia biskupinum útgefin af ráðsmanninum Benedikt Þorleifssyni.
 115. Kaupbréf fyrir Mýrartungu í Króksfirði fyrir Bæ í Kjós, Anno 1657.
 116. Samþykki Jóns Daðasonar upp á fimmtán hundruð í Fíflholti í Landeyjum.
 117. Inntak úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Guðmundi Hákonarsyni tilskrifuðu.
 118. Vígslubréf séra Þorláks Halldórssonar til Auðkúlu og Svínavatnskirkna fyrir norðan land.
 119. Inntak úr bréfi tilskrifuðu Ormi á Skúmsstöðum.
 120. Bréf tilskrifað Margréti Kláusdóttur.
 121. Sendibréf til Tómasar Nikulássonar fyrirfram Anno 1657.
 122. Sendibréf til þess fóvita eður forstandara sem á þessu ári má sendur eða settur verða til Bersastaða á þessu ári 1657, tillögur með Markúsi Snæbjörnssyni um Rangárvallasýslu.
 123. Prófastskosning fjögra presta í Gullbringusýslu.
 124. (engin fyrirsögn)
 125. Samtal Jóns Jónssonar í Reykjadal við sína kvinnu Solvöru Guðnadóttur.
 126. Prófastskosning prestanna í Dalasýslu.
 127. (engin fyrirsögn)
 128. Vitnisburður Rögnvalds Sigmundssonar.
 129. Vígslubréf séra Jóns Loftssonar.
 130. Meðkenningarschedill Páls Gíslasonar.
 131. Vitnisburður Guðmundar Bjarnasonar um selstöðulán í Mýrartungulandi til Kambs.
 132. (engin fyrirsögn)
 133. Quittun Jóns Jónssonar á Skáney og Guðrúnar Henriksdóttur við Klausturhóla hospítal fyrir þrímenningsleyfi.
 134. Svar biskupsins séra Narfa Guðmundssyni gefið upp á viðleitni hans á skilnaði við Berufjarðarþing.
 135. Vegabréf Jóns Jónssonar í Reykjadal.
 136. Commendatiubréf séra Einars Illugasonar til presta í Kjalarnessþingi 1657.
 137. Samþykki Markúsar Snæbjarnarsonar upp á sölu á Tannastöðum í Ölvesi.
 138. Samþykki séra Þorsteins Jónssonar í Holti upp á próventugjöf Teits Helgasonar í Höfn.
 139. Grein úr sendibréfi séra Jóns á Melum upp á próventugjöf Teits í Höfn.
 140. Bygging á Ölmóðsey Anno 1657 Gísla Bjarnasyni til handa.
 141. Grein úr sendibréfi Gísla Einarssonar sem hér að hnígur, datum Þrándarholti 1675 13 Maii.
 142. Samþykki Hákonar Þorsteinssonar upp á hálfa Saurstaði í Jökulsárhlíð - 6 hundruð.
 143. Vitnisburður Hannesar Björnssonar og Odds Eyjólfssonar um lýsing biskupsins á próventugjöf Teits í Höfn fyrir Finni Jónssyni.
 144. Handskrift Péturs Þórðarsonar.
 145. Próventugjörningur Teits Helgasonar í Höfn.
 146. Stefna séra Árna Loftssonar séra Þórði Sveinssyni stefnd til Melgrasseyrar.
 147. Á Melgraseyri samanskrifað.
 148. Citatia séra Árna Loftssonar og séra Þórðar Sveinssonar til Þingvalla prestastefnu. Anno 1657.
 149. Sendibréf séra Árna Loftssyni tilskrifað 1657. 18. Maii.
 150. Meðkenning biskupsins M Brynjólfs Sveinssonar upp á tillag Torfa Helgasonar.
 151. Kaup fyrir þrem hundruðum í Króki í Holtum.
 152. Heimildarráð Bjarna Eiríkssonar af Bjarna Högnasyni að fá í burt þrjú hundruð í Króki.
 153. Handskrift Sigurðar Jónssonar sýslumanns í Mýrasýslu um Beigalda Gísla.
 154. Kaupgjald séra Halldórs Jónssonar 1657.
 155. Kaupgjald Páls Árnasonar 1657.
 156. Bygging á Gerði á Akranesi.
 157. Hús skoðuð að Miðsandi á Hvalfjarðarströnd.
 158. Hús á Litla-Sandi skoðuð, á Hvalfjarðarströnd.
 159. Kaupgjaldsreikningur skólameistarans Gísla Einarssonar.
 160. Þetta eftirskrifað hefur ráðsmaðurinn Benedikt Þorleifsson í sitt kaup uppborið, Anno 1657.
 161. Reikningur staðarins við ráðsmanninn.
 162. Copium af kröfubréfi séra Jóns Magnússonar.
 163. Svar upp á þetta.
 164. Útskrift af handskrift séra Þórðar Sveinssonar.
 165. Lýsingarschedill Margrétar Gísladóttur upp á séra Þórð Sveinsson um eigin orð.
 166. Afhending biskupsins á ii dal Finni Jónssyni til handa.
 167. Sendibréf til Þorkels Guðmundssonar um Höfn og Innstavog.
 168. Vitnisburður Péturs Ámundasonar útgefinn af skólameistaranum Gísla Einarssyni.
 169. Inntak úr sendibréfi skólameistarans Gísla Einarssonar um vitnisburð Péturs Ámundasonar til biskupsins.
 170. Vitnisburður Otta Ottasonar.
 171. Sendibréf til skólameistarans Gísla Einarssonar um vitnisburð Péturs Ámundasonar.
 172. Reikningur Jóns Vilhjálmssonar af búinu á Drumboddsstöðum frá fardögum 1656 til fardaga 1657.
 173. Gjörningur millum skólameistarans Gísla Einarssonar og Péturs Ámundasonar um vitnisburðar meðferð.
 174. Meðkenning Hákonar Bjarnasonar úr hans sendibréfi.
 175. Meðkenning Þorsteins Árnasonar um skil þau sem hann gjörir á ásauðarkúgildi.
 176. Vitnisburður Torfa Erlendssonar.
 177. Kóngsbréf um bænadagahald.
 178. Þessir menn hafa leyst aukakúgildi af Skálholts dómkirkjujörðum.
 179. Samþykki Arnleifar Björnsdóttur upp á sölu Fjalls andvirðis.
 180. Kóngs majestatis bréf um bænadagahald.
 181. Áminningarbréf biskupsins próföstum og prestum Skálholtsstiftis sent.
 182. (engin fyrirsögn)
 183. Kvittun Stefáns Einarssonar.
 184. Registur sérhverra bréfa og gjörninga sem í þessari bók finnast skrifaðir frá alþingi anno 1656 til alþingis anno 1657.

Lýsigögn