„Hér byrjast Saga Af Dínusi drambláta“
Afritað í AM 184 fol.
„Geymi vor Guð allra Amen.“
... Og lýkur svo sögu Dýnus hins drambláta sonar Tholemei konungs, og hinnar fögru Philotemie.
Óheil.
Bl. 5-6 auð, skotið inn síðar til að gefa til kynna stóra eyðu í textanum. Kålund ályktar út frá AM 184 fol., sem hann telur skrifað eftir þessu, að eyðan hafi ekki verið í handritinu upprunalega (Katalog I, bls. 155).
Pappír með vatnsmerkjum.
Aðalmerki 1: Tveir turnar með fjórum egglaga gluggum ásamt lindifuru (IS5000-02-0185_8r), bl. 8-12. Stærð: 94 x 59 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 50 mm.
Notað frá 1625 til 1672.Ekkert mótmerki.
Notað frá 1625 til 1672.Blaðmerking með svörtu bleki 1-30, síðari tíma viðbót.
5 kver:
Ein hönd, Jón Erlendsson, kansellíbrotaskrift.
Fyrirsagnir og fyrsta lína texta skrifað í stærra letri.
Leifar af rauðum lit á blaðbrúnum, sem smitast á spássíur.
Band frá 1982. Spjöld eru klædd fínofnum striga.
Eldra band fylgir. Pappaband frá ca 1772-1780. Titill og safnmark eru skrifuð á bókarkápu, tveir límmiðar á kili.
Fastur seðill (159 mm x 105 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Úr bók Þorbjargar Vigfúsdóttur, er kom til mín frá séra Þórði Jónssyni.“ Á versósíðu: „Gundlingiana“ skrifað með annarri hönd en krassað yfir.
Skrifað á Íslandi sennilega í Villingaholti, af Jóni Erlendssyni og tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 155, en virkt skriftartímabil Jóns var ca 1625-1672.
Handritið var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig blöð sem nú eru í AM 13 fol., AM 34 II fol., AM 49 fol., AM 148 fol., AM 155 fol. og AM 113 b fol. (Agnete Loth 1960, Editiones AM A5, lxii og Jón Helgason 1970, Opuscula IV, 354-355). AM 113 c fol. var sett í bókina í stað b (sbr. seðil í AM 113 c fol. og Jón Jóhannesson 1956, xvii).
Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Þorbjargar Vigfúsdóttur en Árni Magnússon fékk hana frá sr. Þórði Jónssyni, frænda hennar, (sbr. seðil).
Loth 1960, Editiones AM A5, lxii-lxiii Jón Helgason 1970, Opuscula IV, 354-355.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. október 1982.
Myndað 1982.
Lagfært og bundið 1982.
Eldra band af Matthiasi Larsen Bloch, ca 1772-1780.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.