Hver saga um sig er blaðsíðumerkt.
Band frá mars 1982 (380 mm x 220 mm x 30 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Spjöld og kjölur í eldra bandi klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.
Handritin tvö sem þessir hlutar tilheyrðu fékk Árni Magnússon frá ekkju Þormóðs Torfasonar árið 1720 og tók í sundur (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 4v-6v).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. október 1987.
Viðgert og bundið í mars 1982. Eldra band fylgir ekki.
„Hér byrjar þátt Ketils hængs“
„Hallbjörn hét maður …“
„… hans son var Örvar-Oddur“
og lýkur hér þessari sögu frá Katli hæng og Grími loðinkinnu
„Hér hefur sögu Örvar-Odds hins víðförla“
„Maður hét Grímur loðinkinna …“
„… og er þar mikil ætt frá komin.“
Hér endar sögu Örvar-Odds.
„Sagan af Án er kominn var frá Katli hæng“
„Í þann tíma fylkiskóngar réðu fyrir Noregi …“
„… faðir Sigurðar bjóðaskalla, ágæts manns í Noregi. Endir“
„Sagan af Friðþjófi hinum frækna“
„Svo byrjar þessa sögu að Beli kóngur …“
„… urðu þeir miklir menn fyrir sér“
Og endar hér nú sögu frá Friðþjófi hinum frækna
Hver saga um sig er blaðsíðumerkt af skrifara en Kålund hefur síðar blaðmerkt með rauðu bleki 1-95.
Tólf kver.
Lítil blekklessa á bl. 20v-21r.
Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellíbrotaskrift.
„Sagan af Sturlaugi starfsama Ingólfssyni“
„Allir menn þeir sem sannfróðir eru …“
„… Sturlaugur varð ellidauður eftir Friðfróða konung“
endar hér með sagan.
Handritið er blaðsíðumerkt af skrifara 1-36. Síðar hefur Kålund blaðmerkt með rauðu bleki 96-113.
Tvö kver.
Blek hefur smitast í gegn á bl. 113v.
Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellíbrotaskrift.
Leiðréttingar skrifara á stöku stað.