Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 141 fol.

Fóstbræðra saga ; Noregur, 1690-1697

Innihald

(1r-57v (s. 1-114))
Fóstbræðra saga
Titill í handriti

Upphaf Fóstbræðra sögu

Vensl

Að hluta til uppskrift eftir Flateyjarbók, GKS 1005 fol.

Upphaf

Guð drottinn Jesús Kristus sá til þess þörf vor allra Norðmanna …

Niðurlag

… svo mundi skáldið vilja kveðið hafa.

Baktitill

Nú lýkur hér æfi Þormóðs með þessum atburðum, sem nú voru sagðir.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iv + 57 + iv blöð (312 mm x 200 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðsíðumerkt síðar með rauðu bleki 1-114. Enn fremur blaðmerkt með rauðu bleki á neðri spássíu 1-57.

Kveraskipan

Sjö kver.

 • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: bl. 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: bl. 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: bl. 49-57, stakt blað, 3 tvinn, 2 stök blöð.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 230-245 mm x 140-145 mm.
 • Línufjöldi er ca 30.
 • Kaflafyrirsagnir á spássíum.
 • Hver ljóðlína vísna er sér um línu.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Athugasemdir og lesbrigði á spássíum.

Band

Band frá 1772-1780 (320 mm x 201 mm x 18 mm). Pappaspjöld klædd bókfelli sem fengið er úr gömlu bréfi og mótar fyrir skriftinni á innra byrði þess. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Seðill á fremra spjaldi (151 mm x 93 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þessi Fóstbræðra saga er tekin úr volumine no. 9 þeirra bóka er ég keypti eftir etatsráð Mejer dauðann. Descriptionem huius Exemplaris vide in Consignatione illorum librorum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 101, en virkt skriftartímabil Ásgeirs Jónssonar var ca 1686-1707. Handritið var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 67 b fol., AM 172 a fol. og AM 172 b fol. (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 163r-164v).

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon úr búi etatráðs Mejers og tók í sundur 1721. Þormóður Torfason hafði gefið Mejer þá bók 1698 eða 1699 (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 164v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH lagfærði í nóvember 2010.ÞS skráði 28. janúar - 22. maí 2009. DKÞ færði inn grunnupplýsingar 17. september 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1886(sjá Katalog I 1889:101 (nr. 170) .

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: , Þormóðr Kolbrúnarskáld
Umfang: VII
Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: V
Titill: Grönlands historiske Mindesmærker
Ritstjóri / Útgefandi: Det kongelige nordiske Oldskrift-Selskab
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal, Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: , Um Fóstbræðrasögu
Umfang: I
Titill: STUAGNL, Íslendinga sögur, Fóstbræðra saga
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson
Umfang: XXVI
Lýsigögn
×

Lýsigögn