„Upphaf Fóstbræðra sögu“
Að hluta til uppskrift eftir Flateyjarbók, GKS 1005 fol.
„Guð drottinn Jesús Kristus sá til þess þörf vor allra Norðmanna …“
„… svo mundi skáldið vilja kveðið hafa.“
Nú lýkur hér æfi Þormóðs með þessum atburðum, sem nú voru sagðir.
Handritið hefur verið blaðsíðumerkt síðar með rauðu bleki 1-114. Enn fremur blaðmerkt með rauðu bleki á neðri spássíu 1-57.
Sjö kver.
Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift.
Athugasemdir og lesbrigði á spássíum.
Band frá 1772-1780 (320 mm x 201 mm x 18 mm). Pappaspjöld klædd bókfelli sem fengið er úr gömlu bréfi og mótar fyrir skriftinni á innra byrði þess. Blár safnmarksmiði á kili.
Seðill á fremra spjaldi (151 mm x 93 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Þessi Fóstbræðra saga er tekin úr volumine no. 9 þeirra bóka er ég keypti eftir etatsráð Mejer dauðann. Descriptionem huius Exemplaris vide in Consignatione illorum librorum.“
Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ). Það er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 101, en virkt skriftartímabil Ásgeirs Jónssonar var ca 1686-1707. Handritið var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 67 b fol., AM 172 a fol. og AM 172 b fol. (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 163r-164v).
Bókina sem handritið tilheyrði keypti Árni Magnússon úr búi etatráðs Mejers og tók í sundur 1721. Þormóður Torfason hafði gefið Mejer þá bók 1698 eða 1699 (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 164v).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.
VH lagfærði í nóvember 2010.ÞS skráði 28. janúar - 22. maí 2009. DKÞ færði inn grunnupplýsingar 17. september 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1886(sjá Katalog I 1889:101 (nr. 170) .