„Hér hefir Landnámabók“
„Á þeim tíma er Ísland fannst …“
„… En landið var alheiðið nær hundraði vetra.“
„Hér hefur Kristni sögu“
„Nú hefur það hversu kristni …“
„… En Ólafur konungur Tryggvason barðist á Orminum langa næsta dag eftir Maríumessu síðari.“
Án viðaukans í AM 104 fol., um útlenda biskupa á Íslandi.
Pappír með vatnsmerkjum.
Aðalmerki 1 (par) (IS5000-02-0105_10, sjá líka IS5000-02-0105_12 og IS5000-02-0105_72), bl. 8, 10, 12-13, 20, 63-64, 72-74, 83-84, 89, 95, 97, 98-99. Stærð: 56-59 x 46-48 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnmerkisins: 54-57 mm.
Mótmerki 1: fangamark PH (IS5000-02-0105_88), bl. 1, 3, 6, 7, 9, 11, 18, 19, 65, 67, 68, 71, 76-79, 81, 82, 86, 87, 88, 91, 92, 93, 94, 96. Stærð: 17 x 12 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnmerkisins: 30 mm.
Notað frá 1650 til 1660.
Aðalmerki 2 (afbrigði) (IS5000-02-0105_61), bl. 61. Stærð: 126 x 72 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnmerkisins: 77 mm.
Ekkert mótmerki.
Notað frá 1650 til 1660.
14 kver:
Með hendi Jóns Erlendssonar, blendingsskrift.
Skinnband frá 1992 (317 mm x 208 mm x 33 mm). Fimm saurblöð hvoru megin eru úr þessu bandi. Ræmur úr eldri saurblöðum eru á milli tveggja fremstu saurblaðanna.
Eldra bókfellsband frá 1700-1730 fylgir. Spjöld og kjölur klædd bókfelli. Átta saurblöð fremst og sjö aftast eru úr þessu bandi.
Þrír seðlar með hendi Árna Magnússonar:
Handritið var skrifað á Íslandi ca 1650-1660, en tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 70.
Skrifað eftir Hauksbók meðan hún var heil en leifar úr henni af frumriti Landnámabókar eru í AM 371 4to. Aðrir hlutar Hauksbókar eru í AM 544 4to og AM 675 4to.
Fyrsta kver þessa handrits (bl. 1-10) var um tíma í AM 107 fol. og fyrsta kver þess handrits var hér, en þeim var víxlað þegar rannsókn í tengslum við útgáfu Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab árið 1843 leiddi í ljós að handritin höfðu blandast (sbr. Íslendinga sögur I , Kaupmannahöfn 1843, bls. XV-XXII og Katalog I , bls. 70.
Árni Magnússon fékk handritið að láni hjá Halldóri Torfasyni í Bæ í Flóa árið 1704. Halldór fékk það eftir föður sinn Torfa Jónsson í Gaulverjabæ, sem hefur erft það eftir Brynjólf Sveinsson biskup. Árið 1706 keypti Árni það af Þuríði Sæmundsdóttur (sbr. seðil 3).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1973.
Viðgert og bundið í The Cambridge Colleges Library Conservation Consortium 1992.
Ragnar Einarsson bókbindari vann við handritið árið 1989.
Leyst úr eldra bandi árið 1973. Efni úr því bandi fylgir.
Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730.