Skráningarfærsla handrits

AM 585 c 4to

Sögubók ; Ísland, 1691

Athugasemd

Gibbons saga, Nikulás saga leikara

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-19r)
Gibbons saga
Titill í handriti

Sagann af Gibbeon

Skrifaraklausa

Anno 1691. (Bl. 19r).

Efnisorð
2 (19v-29v)
Nikulás saga leikara
Titill í handriti

Sagann af Niculaſe Leykara

Skrifaraklausa

Aftast er dagsetning Anno 1691 og nafn skrifara, Jon Thordarſson | m.e.h. (Bl. 29v).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki 1. Aðalmerki : Lilja (bl. 3, 6).
  • Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam (t.d. bl. 7, 8, bl. 13, 14, 15, 17, 25, 29)

    Mótmerki: Fangamark DI (bl. 9, 10, 11, 12, 23).

Vatnsmerki á innskotsblaði 1 er annað skjaldarmerki Amsterdam.
Blaðfjöldi
i + 29 + i blað (200 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking með blýanti 1-29, síðari tíma viðbót.

Eldri blaðsíðumerking 89-144 (bl. 2-29). Innskotsblaðið 1 er merkt 87-88.

Blaðsíðumerkingin er áframhaldandi frá AM 585 b 4to og heldur áfram í AM 585 d 4to.
Kveraskipan

Fjögur kver:

  • Kver I: bl. 1-6 (1, 2, 3+6, 4+5), 2 stök blöð, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-14 (7+14, 8+13, 9+12, 10+11), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 15-23 (15+22, 16+21, 17+20, 18+19, 23), 4 tvinn og 1 stakt blað.
  • Kver IV: bl. 24-29 (24+29, 25+28, 26+27), 3 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 175 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi er 32-34.
  • Sagan endar í totu.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blöð eru dökk og blettótt.
  • Jaðar er dökkur og óhreinn.
  • Vegna afskurðar hefur verið skorið ofan af háleggjum stafa.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Þórðarsonar, fljótaskrift (sbr. Stegmann 2018, bls. 170; sjá einnig Agnete Loth 1978, bls. 40).

Skreytingar

Blekdregnir upphafsstafir, 1-2 línur.

Fyrirsagnir og fyrsta lína meira skreytt (bl. 19v-29v).

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
Band

Band frá 1983. Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk.

Eldra band (1772-1789) fylgir, pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu, leifar af límmiða á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og af Jóni Þórðarsyni árið 1691.

Það var áður hluti af stærri bók (sbr. t.d. AM 585 a 4to). Í þeirri bók voru einnig blöð sem nú eru í AM 536 4to, AM 345 4to, AM 585 a 4to, AM 585 b 4to, AM 585 d 4to og AM 585 e 4to (sjá Stegmann 2018, bls. 165-171).

Ferill

Jón Jónsson erfði stóra handritið, sem blöðin tilheyrðu, eftir föður sinn og skrifara Jón Þórðarson.

Árið 1710, gaf Markús Bergsson Árna Magnússyni stóra handritið, sem síðan endurraðaði því (Stegmann 2018, bls. 171-178). Það er ekki vitað hvernig handritið kom til Markúsar, en í athugasemdum sínum, nefnir ÁrniSigmundur Sæmundsson er sagður hafa verið fyrri eigandi. (Sjá AM 435 a 4to, bl. 82r).

Árið 1730 voru blöðin hluti af No 585 in 4to (sbr. AM 456 fol., bl. 23v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. nóvember 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 26. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 5. nóvember 2001.
  • Tekið eftir Katalog I, bls. 746 (nr. 1457). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1983. Eldra band fylgir.

Matthías Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi frá því í (ágúst 1980).

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn