Pappír með vatnsmerkjum.
Band frá 1976 (305 mm x 225 mm x 25 mm). Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.
Handritið liggur með eldra bandi í blárri öskju.
Eldra band frá 1700-1730 (300 mm x 200 mm x 30 mm). Spjöld og kjölur klædd bókfelli.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 16. mars 1977.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júní 1976. Eldra band fylgir ásamt strimlum sem hafa verið losaðir af spássíum nokkurra blaða.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn (AM 161 fol.).
„Svarfdæla saga“
Jónas Kristjánsson telur að öll pappírshandrit Svarfdæla sögu eru frá þessu handriti AM 161 fol. (Jónas Kristjánsson, Íslenzk fornrit IX, s. xcii).
„[Þ]að er upphaf að þessari sögu …“
„… Margar eru sögur af Valla-Ljóti og var hann hinn mesti höfðingi. Ljótur lét drepa Eyglu-Halla bróður Karls unga.“
Nú lýkur hér Svarfdæla sögu með þvílíku efni.
„Saga af viðskiptum þeirra Svarfdæla og Guðmundar hins ríka. 1. kapituli.“
„Sigmundur hét maður. Hann var son Ketils hins rauða …“
„… Og lýkur þar viðskiptum þeirra Guðmundar hins ríka, en Guðmundur hélt virðingu sinni allt til dauðadags. Og lýkur þar þessari sögu.“
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Akkeri // Ekkert mótmerki (1-3, 4, 10, 16-17, 19, 22-23, 27-29, 31, 33-34, 37).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki 1, klofinn skjöldur, tvö sverð í kross, bjálkar og krans, kóróna efst // Ekkert mótmerki (12).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Bær með þremur turnum og fangamarki HB // Ekkert mótmerki (39-40, 47).
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Kanna // Ekkert mótmerki (42, 44, 48).
Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Skjaldarmerki 2, klofinn skjöldur með bjálkum og trjám, Hermes kross og fangamark HS. // Ekkert mótmerki (á saurblaði aftast í handriti).
8 kver:
Ígildi lítilla bókahnúta víða.
Þessi hluti handritsins var skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 114, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1625-1672.
Jónas Kristjánsson telur öll önnur pappírshandrit Svarfdælu eiga rætur að rekja til þessa (sbr. Íslenzk fornrit IX, bls. xcii).
Blöðin voru áður hluti af stærri bókum.
Stóru bókina sem blöðin tilheyrði þegar Árni Magnússon fékk það kom til hans frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni Múlasýslu (sbr. seðil).
Minni bókin sem blöðin voru fyrst í hefur verið í eign Brynjólfs Sveinssonar. Það er ekki vitað hvernig það kom í hendur Jóni Þorlákssyni. (Valla-Ljót saga (STUAGNL 63), bls. viii-ix).
Árið 1730 voru blöðin hluti af No. 161 in fol. (AM 456 fol., 4v).
„Saga af Vermundi og Víga-Skúta.“
„Þorsteinn höfði hét maður. Hann bjó á Hörðalandi …“
„… Illuga og Birni að fara til Ölvis hins …“
Vantar aftan af sögunni.
6 kver:
Ígildi lítilla bókahnúta víða.
Spássíugreinar og leiðréttingar hér og þar, að hluta til með yngri hendi (t.d. bl. 66r).
Þessi hluti handritsins var skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 114, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1625-1672.
Blöðin voru áður hluti af stærri bókum.
Stóru bókina sem blöðin tilheyrði þegar Árni Magnússon fékk það kom til hans frá Jóni Þorlákssyni sýslumanni Múlasýslu (sbr. seðil).
Minni bókin sem blöðin voru fyrst í hefur verið í eign Brynjólfs Sveinssonar. Það er ekki vitað hvernig það kom í hendur Jóni Þorlákssyni. (Valla-Ljót saga (STUAGNL 63), bls. viii-ix).
Árið 1730 voru blöðin hluti af No. 161 in fol. (AM 456 fol., 4v).