11 kver:
Óvíst um uppruna bandsins (226 mm x 162 mm x 25 mm). Fest inn í kápu úr selskinni. Blöðin saumuð á þrjá þvengi.
Handritið er í öskju.
GKS 1812 4to var meðal þeirra handrita er Brynjólfur Sveinsson biskup sendi Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn árið 1662. Áður tilheyrði það Hákoni Ormssyni sýslumanni (sbr. fremra kápuspjald).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. desember 1984.
Frá 11. febrúar til 11. maí 2025 er handritið á sýningunni Heimur í orðum í Eddu, Arngrímsgötu 5.
KÓÓ yfirfór og bætti við 5. febrúar 2025.
Haraldur Bernharðsson skráði 23. mars 2001 eftir Katalog KB, bls. 38-41 (nr. 55).
„Cisio ianus ...“
Neðri helmingur hægri dálks á 1v upphaflega auður en fylltur með annarri hendi. Spássíugreinar á íslensku og latínu.
„Stjörnu-Oddi taldi svo að ...“
„Cancer habet stellas ...“
Pennateikningar í hringlaga umgjörð af níu af táknum dýrahringsins. Hverri mynd fylgir lýsing á stjörnumerkinu á latínu.
„Svo segir Macrobius að plánetur ...“
Teiknaður hringur með skýringum á íslensku.
Pennateikningar af stjörnumerkjunum Kentár (Centaur), Veiðimanninum (Orion), Hundastjörnunni (Sirius) og Hvalnum (Cetus), með latneskum texta.
„Tres sunt dies“
„Cursus maris“
„Embolismus“
„Tveir eru hvirflar ...“
Lýsing á stjörnuhimninum, stjörnumörk og fleira. Á eftir kemur Devnx-Caleas, þ.e. undirgreinar latnesku einingarinnar as með tilheyrandi táknum (4 línur).
„Sjö eru kölluð loft í bókum ...“
Til skýringar eru dregnir fjórir hnettir og er hinn þriðji þeirra jarðarkringlan (sjá bl. 2v þar sem upphaf þessarar lýsingar er einnig að finna). Vitnað er í „Compotus meistaranna Johannis í París af Sacrobosko er lfði á öndverðum dögum Magnúss konungs Hákonarsonar“.
„Algorismus“
Vísað til uppdráttar af cubus perfectus sem ekki er lengur að finna í handritinu.
„As er eníngh“
Vísað í fıgurur sem virðast vera tákn þau er fram koma í 8. efnisþætti fyrsta hluta handritsins.
„Svo segja fornir grískir spekingar ...“
Ásamt tilheyrandi töflu. Skrifaraklausa á bl. 21v.
Með íslenskum skýringum.
„Þá er Adam var skapaður ...“
„[S]ol og tungl er þau finnast ...“
Niður í „Athomor“.
Eindálka.
Tafla á bl. 21v.
Leturflötur er 161-191 mm x 103-130 mm.
Breidd dálka er ca 50-70 mm.
Hugsanlega ætlaður í veðurfræðilegu skyni. Í sammiðja hringum eru nöfn þriggja heimshluta ásamt lýsingu á eiginleikum hvers þeirra; ennfremur árstíðirnar, mánuðirnir, stjörnumerkin, vindarnir og höfuðáttirnar.
„... þá skal aukast xii.“
Athugagreinar á íslensku með stökum latneskum setningum. Að hluta til sami texti og á bl. 23r-v í 6. efnisþætti í öðrum hluta handritsins. Síðutitill á bl. 36v: Bókarbót.
Bl. 5ra1-5rb6, 5v-6v: Óþekktur skrifari, frumgotnesk skrift.
Bl. 5rb7-15: Óþekktur skrifari, síðléttiskrift.
Orðalisti á latínu með íslenskri þýðingu við hvert orð. Sex dálkar.
„Guð bauð Móse vin sínum ...“
„Hinir spökustu menn á Íslandi hugðu ...“
Þessi texti er notaður til að fylla hægri dálk bl. 25v.
Einn skrifari, frumgotnesk skrift.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1192 (sjá ONPRegistre, bls. 471), en til um 1200 í Katalog over de oldnorsk-islandske Håndskrifter, bls. 40.