„Hér byrjast saga af Króka-Ref“
„Á dögum Hákonar kóngs Aðalsteinsfóstra bjó út á Íslandi í Breiðafirði …“
„… og er margt göfugra manna frá honum komið.“
Lúkum vær þar Króka-Refs sögu.
„Refur Þorbjörn digran drap …“
„Sagan af Þórði hreðu“
„Maður hét Þórður, hann var son Ketils …“
„… höfum vér ekki fleira heyrt sagt með sannleik af honum og lýkur nú hér hans sögu.“
„Saga af Ormi Stórólfssyni“
„Ketill hængur er maður nefndur …“
„… og varð sóttdauður í elli sinni, og hélt vel trú sína.“
Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki 1-67.
Ellefu kver.
Með hendi Ketils Jörundssonar, síðléttiskrift.
Upphafstafir eru dregnir ögn hærri en texti meginmáls.
Stafir fyrirsagna eru dregnir hærri en texti meginmáls.
Skreyting við eða umhverfis orðs í stöðu griporðs.
Pappaband (220 mm x 172 mm x 18 mm). Spjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Saumað með hamptaumum.
Fastur seðill (160 mm x 98 mm) með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um uppruna handritsins: „Á bók Guðmundar Þorleifssonar í 4to, með hendi síra Ketils Jörundssonar 1703 hjá mér. Króka-Refs saga. Þórðar hreðu saga. Saga af Ormi Stórólfssyni. Saga Gunnars Keldugnúpsfífls. Persíus rímur Guðmundar Andréssonar 6. Bellerofontis rímur 5 (vantar eina). Áns rímur Sigurðar blinda.“
Fastur seðill með hendi Árna Magnússonar með yfirstrikuðum titlum: „Arons saga Hjörleifssonar. Hænsna-Þóris saga. Finnboga ramma saga. Bandamanna saga 2 exempl. Ölkofra saga 2 exempl.“
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog I, bls. 702, en virkt skriftartímabil Ketils var ca 1620-1670.
Tilheyrði áður sama handriti og AM 554 i 4to.
Seinna urðu þau hluti af stærri bók sem einnig innihélt blöð sem nú eru í AM 113 i fol., AM 611 e 4to og AM 613 c 4to (sbr. seðil.
Árni Magnússon fékk stóru bókina í 4to frá Guðmundi Þorleifssyni í Brokey. Guðmundur hafði fengið hana frá Páli Jónssyni á Skarði (sbr. seðil og seðil í AM 113 i fol.).
Árið 1730 voru blöðin hluti af No 554 in 4to (sbr. AM 456 fol., bl. 21v; AM 477 fol., bl. 37r).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 25. júlí 1975.
GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.