Skráningarfærsla handrits

AM 611 e 4to

Grímals rímur ; Ísland, 1649-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-3v)
Grímals rímur
Titill í handriti

GRymallz Rymur orttar aff sira Jone | Araſsyne. Anno 1649.

Upphaf

hier skal lytinn hefia brag ...

Niðurlag

... i liöda smid inn so ad styma

Efnisorð
2 (3v-4r)
Kvæði
Titill í handriti

Nockrar vyſur síra Jöns Araſsonar. Anno 1650.

Upphaf

Halfft seitianda hundrad Aar, hefst lidid fra tyma ...

Niðurlag

... oss þad fyrir Jesum christ.

Skrifaraklausa

Amen Sira Jön Ara Son

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Stórt dárahöfuð með fimm bjöllum á kraga og keðju.
Blaðfjöldi
4 blöð (208 mm x 164 mm). Blað 4v er autt.
Tölusetning blaða

Versósíður blaðmerktar með blýanti 1-7, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: bl. 1-4 (1+4, 2+3), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 195 mm x 145 mm.
  • Línufjöldi er 34-37.
  • Griporð, á flestum blöðum.

Ástand

Blöðin hafa verið brotin tvisvar sinnum saman eftir að skrifað hefur verið á þau.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafstafir eru dregnir með svörtu bleki, 3-7 línur og skreyttir með blómamynstri.

Fyrirsagnir eru dregnar hærri og eru stundum í kansellískrift. Sama stíl má finna í AM 613 c 4to.

Á bl. 3v, er lárétt lína sem aðskilur tvo helminga.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Pennaprúfur á 4v.

Band

Band frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír, prentað mál á spjaldblöðum (blaðsíðutöl 252 og 263 sjáanleg). Titill Grimallds Rímur Nockrar vísur Síra Jons Arasonar og safnmark No 611 skrifað framan á kápu með tveimur mismunandi höndum. Leifar af tveimur límmiðum á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 17, en kvæðin voru ort 1649 og 1650 og er tímasetning því seinni hluti 17. aldar (fyrirsagnir gefa einnig til kynna að það er ekki skrifað fyrir 1650).

Það var áður hluti af stærri bók sem innihélt einnig blöð sem nú eru í AM 554 h beta 4to, AM 554 i 4to, AM 113 i fol. og AM 613 c 4to (sbr. seðil í AM 113 fol. og seðil í AM 613 c 4to).

Ferill

Árni Magnússon fékk bókina sem handritið tilheyrði frá Guðmundi Þorleifssyni í Brokey. Guðmundur hafði fengið hana frá Páli Jónssyni á Skarði (sbr. seðil).

Árið 1730 var það hluti af No. 611 in 4to (sbr. AM 456 fol., 24v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. mars 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 28. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 3. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 17 (nr. 1560). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.

Jens Jacob Webber batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Titill: Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn