„Þessa bók lét snara Hákon kóngur hinn kórónaði úr latínu er heitir heilagra manna blómstur. Prologus.“
„Sá er háttur og vani keisaralegs valds …“
„… og þú reifst klæði þín með sorg …“
Ljósprentað í Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi XX (1956).
Handritið er óheilt.
19 kver (sjá um glötuð blöð úr kverum í ástandslýsingu).
Vantar mjög víða heil blöð eða hluta af blöðum:
Hönd A: blöð 1-59rb og 90rb-129 (utan nokkurra stuttra pósta). Óþekktur skrifari, árléttiskrift undir nokkrum áhrifum frá textaskrift.
Hönd B: blöð 59va-90ra og stutta pósta á bl. 14va 14-25, 32rb 25-28 og 126vb 31-37. Óþekktur skrifari, árléttiskrift undir nokkrum áhrifum frá textaskrift.
Litaðir upphafsstafir, myndskreyttir á bl. 1v, 14v, 23v, 33v, 38r, 46r, 71v, 83v, 96r (yngri) og 115r; þar af allmargir sögustafir með myndum sem tengjast textanum, sumar myndirnar þekja alla ytri spássíu og stundum efri og neðri spássíu að auki.
Litaðir stórir upphafsstafir allvíða.
Teikning á bl. 1r, undir ytri dálki sem hefur upprunalega verið auður.
Rauðritaðar fyrirsagnir.
Sjá nánar um skreytingar í handritinu: Selma Jónsdóttir, Lýsingar í Stjórnarhandriti, 1971.
Band frá biskupstíð Þórðar Þorlákssonar 1674-97 (sjá Jón Helgason Handritaspjall s. 77 ). (375 mm x 278 mm x 63 mm) Pappaspjöld klædd skinni með meitlaðri skreytingu á kápu og kili, tvær spennslur. Blár safnmarksmiði á kili. Saurblöð úr bandi. Handritið liggur í öskju.
Samskonar band eru á AM 81 a fol., AM 351 fol. (Skálholtsbók eldri) AM 354 fol. (Skálholtsbók yngri) og Stock. Papp. 4to nr 9 (sjá Didrik Arup Seip Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi XX (1956) s. 9 ).
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til c1350 (sjá ONPRegistre , bls. 435), en til 14. aldar í Katalog I , bls. 183.
Var meðal handrita sem Árna Magnússyni bárust frá Íslandi árið 1699 (sbr. AM 435 a 4to, bl. 186r). Var fyrrum í eigu Skálholtskirkju (sbr. AM 435 a 4to, bl. 6v). Bl. 129 var áður utan um Bárðar sögu Snæfellsáss sem sr. Torfi Jónsson í Bæ skrifaði 1644 og var í eigu Ole Worm, en Árni fékk (ásamt með blaðinu) frá Christen Worm árið 1706 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. júní 1997.