Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 227 fol.

Stjórn ; Ísland, 1340-1360

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-128v)
Stjórn
Titill í handriti

Þessa bók lét snara Hákon kóngur hinn kórónaði úr latínu er heitir heilagra manna blómstur. Prologus.

Upphaf

Sá er háttur og vani keisaralegs valds …

Niðurlag

… og þú reifst klæði þín með sorg …

Notaskrá

Ljósprentað í Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi XX (1956).

Athugasemd

Handritið er óheilt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 128 + i blöð (355 mm x 275 mm). Blað 71r er autt og bl. 1r og 70v auð að hluta (hálfur dálkur). Hálfur neðri ytri dálkur blaðs 1r hefur upprunalega verið auður.
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt síðar af Kålund með rauðu bleki, 1-129 (brot af bl. 81 fyrir mistök merkt með tölunni 82).
  • Dálkar hafa verið tölusettir síðar 1-582.

Kveraskipan

19 kver (sjá um glötuð blöð úr kverum í ástandslýsingu).

  • Kver I: bl. 1–7, 3 tvinn og stakt blað. Staka blaðið (bl. 7) hefur áður verið hluti af tvinni en fremra blaðið líklega verið autt saurblað fremst (mjó ræma af því er sýnileg við kjöl).
  • Kver II: bl. 8-11, 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 12-19, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 20-27, 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 28-35, 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 36-43, 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 44-51, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 52-59, 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 60-65, 3 tvinn.
  • Kver X: bl. 66-70, 2 tvinn og stakt blað.
  • Kver XI: bl. 71-78, 4 tvinn.
  • Kver XII: bl. 79-84, 1 tvinn og 3 stök blöð.
  • Kver XIII: bl. 85-92, 4 tvinn.
  • Kver XIV: bl. 93-100, 4 tvinn.
  • Kver XV: bl. 101-106, 3 tvinn.
  • Kver XVI: bl. 107-114, 4 tvinn.
  • Kver XVII: bl. 115-122, 4 tvinn.
  • Kver XVIII: bl. 123-128, 3 tvinn.
  • Kver XIX: bl. 129, stakt blað.

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Leturflötur er ca 273-275 mm x 195 mm (ytri dálkur: 273-275 mm x 87-90 mm; innri dálkur: 273-275 mm x 87-90 mm).
  • Línufjöldi er 44.
  • Strikað fyrir dálkum víða og einnig línum sums staðar.
  • Stórir skreyttir og litaðir stafir víða dregnir út úr leturfleti.
  • Síðutitlar, einkum í síðari hluta handritsins: Genesis á bl. 27v-28r, 30v-31r, 32v-33r, 40v-41r, 27v-28r, 52v-53r; Exodus á bl. 64v-65r, 69v-70r; Liber Josua á bl. 72v-77r; Liber Juditum á bl. 77v-86r; Liber Ruth á bl. 86v-88r; Regum á bl. 88v-129v.
  • Kaflafyrirsagnir með rómverskum tölum á spássíum.
  • Bendill á bl. 89v.

Ástand

Vantar mjög víða heil blöð eða hluta af blöðum:

  • tvö á eftir bl. 8
  • tvö á eftir bl. 10
  • eitt á eftir bl. 59
  • tvö á eftir bl. 62
  • eitt á eftir bl. 67
  • ofan af bl. 80 og tvö blöð þar á eftir
  • mestan hluta af bl. 81 (aðeins varðveitt tvö brot af neðra helmingi)
  • eitt á milli bl. 81 og 83
  • ofan af og af ytra dálki bl. 83
  • tvö blöð á eftir bl. 103
  • eitt á eftir bl. 123
  • þrjú á eftir bl. 128
  • tvö aftan af handritinu á eftir bl. 129.
Bl. 68, 80-83 (í brotum) og 129 vantaði áður, en þau voru endurheimt frá ýmsum aðilum af Árna Magnússyni og sett aftur í handritið.

Skrifarar og skrift

Hönd A: blöð 1-59rb og 90rb-129 (utan nokkurra stuttra pósta). Óþekktur skrifari, árléttiskrift undir nokkrum áhrifum frá textaskrift.

Hönd B: blöð 59va-90ra og stutta pósta á bl. 14va 14-25, 32rb 25-28 og 126vb 31-37. Óþekktur skrifari, árléttiskrift undir nokkrum áhrifum frá textaskrift.

Skreytingar

Litaðir upphafsstafir, myndskreyttir á bl. 1v, 14v, 23v, 33v, 38r, 46r, 71v, 83v, 96r (yngri) og 115r; þar af allmargir sögustafir með myndum sem tengjast textanum, sumar myndirnar þekja alla ytri spássíu og stundum efri og neðri spássíu að auki.

Litaðir stórir upphafsstafir allvíða.

Teikning á bl. 1r, undir ytri dálki sem hefur upprunalega verið auður.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Sjá nánar um skreytingar í handritinu: Selma Jónsdóttir, Lýsingar í Stjórnarhandriti, 1971.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Víða eru tilvísanir og þess háttar á spássíum, að hluta til á latínu: 5v, 6r, 13v, 31v, 36r, 38v, 61v, 66r-v, 88v.

Band

Band frá biskupstíð Þórðar Þorlákssonar 1674-97 (sjá Jón Helgason Handritaspjall s. 77 ). (375 mm x 278 mm x 63 mm) Pappaspjöld klædd skinni með meitlaðri skreytingu á kápu og kili, tvær spennslur. Blár safnmarksmiði á kili. Saurblöð úr bandi. Handritið liggur í öskju.

Samskonar band eru á AM 81 a fol., AM 351 fol. (Skálholtsbók eldri) AM 354 fol. (Skálholtsbók yngri) og Stock. Papp. 4to nr 9 (sjá Didrik Arup Seip Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi XX (1956) s. 9 ).

Fylgigögn

Seðill (við bl. 129 (158 mm x 97 mm): Þetta [með yngri hendi yfir línu: hreina] blað úr Stjórn var utan um Bárðar sögu Snæfellsáss með hendi séra Torfa í Bæ skrifaða 1644 hverja Bárðar sögu átt hafði doctor Olaus Worm. Og fékk ég bæði það og Bárðar sögu af Chr. Worm 1706.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til c1350 (sjá ONPRegistre , bls. 435), en til 14. aldar í Katalog I , bls. 183.

Ferill

Var meðal handrita sem Árna Magnússyni bárust frá Íslandi árið 1699 (sbr. AM 435 a 4to, bl. 186r). Var fyrrum í eigu Skálholtskirkju (sbr. AM 435 a 4to, bl. 6v). Bl. 129 var áður utan um Bárðar sögu Snæfellsáss sem sr. Torfi Jónsson í skrifaði 1644 og var í eigu Ole Worm, en Árni fékk (ásamt með blaðinu) frá Christen Worm árið 1706 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. júní 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði 21. janúar 2009 og síðar og bætti við skráningu 19. júní 2020.
  • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 7. febrúar 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar líklega árið 1885 (sjá Katalog I 1889:183-184 (nr. 347) .

Myndir af handritinu

Notaskrá

Höfundur: Magerøy, Ellen Marie
Titill: Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra før "brennevinstiden",
Umfang: Supplementum 7
Höfundur: Kjeldsen, Alex Speed
Titill: , Filologiske studier i kongesagahåndskriftet Morkinskinna
Umfang: Supplementum 8
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Palæografi. B. Norge og Island, Nordisk kultur
Umfang: 28:B
Höfundur: Einar G. Pétursson
Titill: , Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans, Hulin pláss : ritgerðasafn
Umfang: 79
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Heimildir í handritum um klaustrin í Skaftafellsþingi, Dynskógar
Umfang: 7
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Sýnisbók íslenskrar skriftar
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Skírnir, Íslenskt saltarablað í Svíþjóð
Umfang: 157
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Kirkja og kirkjuskrúð, Lýsingar í íslenskum handritum
Umfang: s. 93-98
Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: , Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages
Umfang: 7
Höfundur: Fett, Harry
Titill: Bergens Museums Aarbog, Miniatyrer fra islandske haandskrifter
Umfang: 7
Höfundur: Fett, Harry
Titill: Miniatures from Icelandic manuscripts, Saga book
Umfang: 7
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: Stjórn og Nikulás saga, Gripla
Umfang: 6
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: Some observations on Stjórn and the manuscript AM 227 fol, Gripla
Umfang: 15
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Handritaspjall
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Bókfell og bókmenntir,
Umfang: I
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Wolf, Kirsten
Titill: A comment on the dating of AM 226 fol. (Samtíningur), Gripla
Umfang: 8
Titill: , Hákonar saga Hárekssonar
Ritstjóri / Útgefandi: Overgaard, Mariane
Umfang: 32
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: Colligere fragmenta, ne pereant,
Umfang: s. 1-35
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Astås, Reidar
Titill: Et oversett Stjórn-avsnitt,
Umfang: s. 123-125
Höfundur: Astås, Reidar
Titill: Ordtak i Stjórn I,
Umfang: s. 126-133
Titill: Noen bemerkninger om norrøne bibelfragmenter, Arkiv för nordisk Filologi
Ritstjóri / Útgefandi: Astås, Reidar
Umfang: s. 125-137
Titill: Stjórn: tekst etter håndskriftene
Ritstjóri / Útgefandi: Astås, Reidar
Höfundur: Selma Jónsdóttir
Titill: , Lýsingar Helgastaðabókar
Umfang: II
Höfundur: Drechsler, Stefan
Titill: Opuscula XIV, Ikonographie und Text-Bild-Beziehungen der GKS 1005 fol Flateyjarbók
Umfang: s. 215-300
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Saltarabrot í Svíþjóð með Stjórnarhendi (Samtíningur), Gripla
Umfang: 5
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Hvenær var Tristrams sögu snúið?, Gripla
Umfang: II
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Codex Wormianus. Karl G. Johanssons doktordisputas 17.5. 1997, Gripla
Umfang: 11
Höfundur: Vilborg Auður Ísleifsdóttir
Titill: Íslensk klausturmenning á miðöldum [ritdómur], Saga
Umfang: 56:2
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: , Ólafs saga Tryggvasonar en mesta
Umfang: 1
Titill: Rómverja saga
Ritstjóri / Útgefandi: Þorbjörg Helgadóttir
Höfundur: Þórhallur Þorgilsson
Titill: Þýðingar úr ítölskum miðaldaritum, Árbók 1946 (Landsbókasafn Íslands)
Umfang: 3-4
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Stjórn

Lýsigögn