„Saga af Hörð og hans fylgjörum þeim Hólmverjum.“
„Á dögum Haralds ens hárfagra byggðist mest Ísland …“
„… segja menn eftir engan mann sekan hafi jafnmargir í hefnd verið drepnir sem Hörð.“
Lúkum vér svo sögu Hólmverja.
„Hér byrjar Glúms sögu“
„Helgi hét maður og var kallaður Helgi enn magri …“
„… allra vígra manna hér á landi.“
Og lýkur þar sögu Glúms Eyjólfssonar.
„Glúmur tamur vopnum var …“
„Sagan af Hávarði enum halta Ísfirðingi og syni hans Ólafi Bjarnil.“
„Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …“
„… og færir bústað sinn upp í þennan Þórhallsdal.“
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam ( 1 , 3 , 5 , 7 , 10 , 13-14 , 17-18 ) // Mótmerki: Fangamark IB ( 2 , 4 , 6 , 8-9 , 11-12 , 15-16 , 19 ).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Hjartarhöfuð í tvöföldum kringlóttum ramma // Ekkert mótmerki ( 21-22 , 24 , 27 , 29 , 31 , 33 , 35 , 37 , 41-42 ).
Handritið er blaðmerkt 1-42.
Líklega með hendi Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.
Band frá því um 1970 (339 mm x 235 mm x 17 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi. Handritið liggur í öskju ásamt eldra bandi.
Gamalt pappaband frá 1772-1780 fylgir. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.
Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.
Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Sigurðar Jónssonar lögmanns (sbr. bl. 1a í AM 217 a fol.).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. apríl 1974.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1970 (eða fyrr).
Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir í öskju með handritinu.