Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 217 c fol.

Sögubók ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-2v)
Auðunar þáttur vestfirska
Titill í handriti

Þáttur af Auðuni Íslending. Úr sögu Haralds Sigurðarsonar harðráða

Upphaf

Maður hét Auðun, íslenskur að ætt …

Niðurlag

… Frá þessum Auðuni er kominn Þorsteinn Gyðuson.

Baktitill

Endir þáttar Auðunar.

2 (2v-3v)
Þorvarðar þáttur krákunefs
Titill í handriti

Þáttur Þorvarðs krákunefs Íslendings.

Upphaf

Þorvarður hét maður, vestfirskur að kyni …

Niðurlag

… kappsiglingar skyldi þreyta.

3 (3v)
Haralds saga harðráða
Vensl

Úr Flateyjarbók, næst á undan Stúfs þætti.

Upphaf

Svo bar til einn tíma að Haraldur konungur kom þar sem þeir höfðu barist Tryggvi son Ólafs konungs …

Niðurlag

… það mun hann hljóta og þykja mesti ágætismaður.

Efnisorð
4 (3v-4r)
Stúfs þáttur
Titill í handriti

Þáttur Stúfs Kattarsonar Íslendings

Upphaf

Stúfur hét maður …

Niðurlag

… er kölluð er Stúfsdrápa eður Stúfa.

5 (4r-8v)
Haralds saga harðráða
Vensl

Úr Heimskringlu. Hefst í 75. kafla miðað við útgáfu Hins íslenzka fornritafélags og endar í 98. kafla.

Upphaf

Játvarður Aðalráðsson var kóngur í Englandi …

Niðurlag

… föður Inga konungs og Skúla hertoga.

Baktitill

Endir Haralds sögu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Bókstafur A í tvöföldum hring // Ekkert mótmerki ( 1 , 2-4 ).

Blaðfjöldi
i + 8 + i blöð (323 mm x 203 mm).
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar, 1-8.

Kveraskipan

Eitt kver: 8 blöð, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 295-300 mm x 175-180 mm.
  • Línufjöldi er 42-43.
  • Griporð.

Ástand

Gert hefur verið við handritið við kjöl og texti skerst örlítið af þeim sökum, einkum á bl. 1r og 8v.

Skrifarar og skrift

Líklega með hendi Ólafs Gíslasonar á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugrein með hendi skrifara á bl. 6r og önnur e.t.v. með annarri hendi á bl. 8v.

Band

Band frá ágúst 1974 (333 mm x 228 mm x 10 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi. Handritið liggur í öskju með gömlu bandi.

Gamalt pappaband klætt handgerðum pappír frá 1772-1780 fylgir. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um band og forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu Sigurðar Jónssonar lögmanns (sbr. bl. 1r í AM 217 a fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1974.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780. Það band fylgir í öskju með handritinu.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Jón Helgason
Titill: , Fra Langebeks auktionskatalog
Umfang: s. 181-215
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Jorgensen, Peter A.
Titill: Þjóstólfs saga hamramma. The case for forgery, Gripla
Umfang: 3
Lýsigögn
×

Lýsigögn