„Bréf Magnús konungs. Hér segir bálka skipan“
„Magnús með Guðs miskunn Noregs konungur ...“
„... hans nafn sé blassað utan enda. Amen“
Án kafla 3-11, um konungserfðir, í Kristindómsbálki.
„Hér hefur þingfararbálk og segir um nefndar sið“
„Friður og blessan vors herra Jesú Kristí ...“
„... og svo þótt heima sé til lögmanns stefnt.“
„Hér segir um helgitrú og um kóngsþegnskyldu hversu fara skuli“
„Það er upphaf laga vorra Íslendinga ...“
„... sem hann setti viðlögu á einhvern.“
„Hér hefur mannhelgi vora og um frið“
„Það er fyrst í mannhelgi vorri að vor ...“
„... en engu á hann svara þar sem hann erfði ekki.“
„Hér hefur kvennagiftingar með almennulegum erfðum“
„Faðir og móðir skulu ráða giftingum dætra sinna ...“
„... því að engi skal sér konu kaupa með annars fé.“
„Hér hefur almennilegt erfða tal“
„Sú er erfð hin fyrsta er börn skilgetin ...“
„... fyrir sál sinni hverjum manni sem hann gefur löggjöf sína.“
„Hér hefur framfærslubálk og segir hversu fram skuli færa ómaga og aðra um þá er framfærslu þurfa“
„Hver maður á fram að færa föður sinn og móður ...“
„... utan honum sé gefin.“
„Hér hefur upp landsbrigðabálk“
„Hvar sem ungum manni tæmist land í erfð ...“
„... En sá er sekur sex aurum við konung er ómagann skyldi hafa fram fært.“
„Hér hefur upp landsleigubálk og segir hversu mönnum hæfir með lögum sínar jarðir að byggja og svo hversu þar eigu með áburð að fara er leigu verða þurfa“
„Ef maður vill annars jörð leiga ...“
„... og rétt sem eftir lagadómi.“
„Hér hefur rekabálk er greinir um allan reka“
„Hver maður á reka allan fyrir sínu landi ...“
„... þá er hann þjófur ef svo mikið er að þjófsök nemur.“
„Hér hefur kaupabálk og segir í honum um fjárlag allt hversu þar er lagt dýrt að vor og um fjársóknir og skuldalyktingar“
„Það er nú því næst að vor skal engi fyrir öðrum taka ...“
„... og svo þótt heima sé til lögmanns stefnt.“
„Hér hefur þjófabálk greinir í honum hversu með lögum á fyrir þjófum að sjá“
„Það er nú því næst að engi skal annan stela ...“
„... við konung.“
„Hér hefur farmannalög og greinir hversu þeir skulu með því fara“
„Sú er lögleg fartekja en engi önnur ...“
„... láti Guð oss heila skiljast og svo finnast.“
Frá árunum 1294-1314.
„Hér hefur konunga réttarbætur og er fyrst Eiríks konungs“
„Eiríkur með Guðs miskunn Noregs konungur ...“
„... Var þetta bréf gert á XV. ári ríkis Eiríks konungs hins krúnaða.“
„Réttarbætur Hákonar konungs“
„Hákon með Guðs miskunn Noregs konungur ...“
„... en Bárður Pétursson ritaði.“
„Hér hefur kristindómsbálkur með konunga erfðatali. Segir hér hver að réttu á að vera konungur fyrir Noregi og um konungs eið“
„Það er upphaf laga vorra Íslendinga sem upphaf ...“
„... sem hans eiða vilja móta.“
Hluti af ritinu, Kristindómsbálkur, kaflar 3-11.
„Hér segir um barnaskírn rétta“
„Ala skal barn hvert er borið verður og mannshöfuð er á ...“
„... þá hefur hann týnt klerklegri von.“
„Skipan Eilífs erkibiskups“
„Þessar skipanir hefur gert virðulegi herra Eilífur erkibiskup ...“
„... Engi á sá að vera hafðir fyrir leystan er sá leysir er ekki vald hafði til.“
„Hér hefur hinn forna kristina laga rétt og er fjölmælt“
„Það er upphaf laga vorra að allir menn skulu vera kristnir ...“
„... Voðaverk varðar ekki ef bætt er innan fjórtán nátta sem búar virða.“
Hluti af ritinu, Kristinna laga þáttur með eftirfylgjandi tíundarlögum.
Erkibiskupa- og biskupastatútur, sú yngsta frá 1359.
„Hér hefur statútanir biskupa og þeirra skipanir“
„Páll með Guðs þolinmæði erkibiskup í Niðarósi ...“
M.a. um Staðamál.
Um staðamál í Englandi og Noregi
Sú yngsta frá 1353.
17 kver:
Óþekktur skrifari, textaskrift.
Sögustafur á bl. 2r.
Pennaflúraðir stórir upphafsstafir, rauðir, grænir, bláir og stundum gulir: bl. 1r, 5r, 5v, 6v, 22v, 26r, 29r. 44r, 48r, 53v, 58r, 64v, 66r, 72v, 74r, 96v, 110v, 116v og 130r.
Pennaflúraðir minni upphafsstafir, rauðir, grænir og gulir við upphaf hvers kafla.
Upphafstafir þar sem andlit er teiknað inn í belg stafsins, bl. 10v, 11v, 46r, 59r.
Rauðritaðar fyrirsagnir.
Strikað í stafi með rauðum lit.
Ýmsar viðbætur á spássíum, t.d. málsgreinar úr réttarbótum með gamalli hendi á fremstu blöðunum, sjá t.d. 5r.
Band (294 mm x 200 mm x 60 mm): Tréspjöld klædd skinni, blindþrykktu, með tveimur spennum. Kjölur og jaðrar klæddir skinni, kjölur upphleyptur og með blindþrykktum blómum.
Safnmarksmiði á kili og innan á fremra spjaldi. Þar stendur jafnframt: „133 bl. (+2 AMske sedler) 8/5 86“.
Handritið liggur í bláleitri öskju (315 mm x 225 mm x 75 mm), gyllt safnmark á kili.
Með í öskju eru skinnræmur (25-31 mm x 140-142 mm) sem teknar voru úr bandinu vegna ljósprentunar, sjá nánar hjá Stefáni Karlssyni 1979, Skinnræmur úr Skálholtsbók (AM 351 fol), bls. 124-127.
Tímasett til c1360-1400 (sbr. ONPRegistre, bls. 442). Tímasetning í Katalog I, bls. 285, er síðari hluti 14. aldar.
Í handritaskrá Árna Magnússonar er bókin talin upp meðal annarra í afhendingu Skálholtsstaðar til Þórðar Þorlákssonar biskups árið 1674 (sbr. AM 435 a 4to, bl. 153r (útg. bls. 48)) og einnig meðal handrita sem Jón Vídalín biskup sendi Árna árið 1699 (sbr. AM 435 a 4to, bls. 186v (útg. bls. 61)). Ormur Daðason sendi Árna bókina aftur frá Íslandi árið 1721 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. nóvember 1975.
Frá 11. febrúar til 11. maí 2025 er handritið á sýningunni Heimur í orðum í Eddu, Arngrímsgötu 5.
Viðgert í apríl 1970. Sex skinnræmur og tvær pappírsræmur skrifaðar, teknar úr bandi og settar í plastumslög sem fylgja í öskju með handritinu.