Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 673 a III 4to

Teiknibókin ; Ísland, 1450-1475

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-21v)
Teiknibókin
Athugasemd

Teiknibók með fáeinum útskýringum á íslensku, ásamt nokkrum yngri viðbótum af óskyldu efni. Myndirnar eru pennateikningar er sýna atburði úr Biblíunni, af lífi helgra manna og þ.u.l.; ennfremur eru þar nokkrar ævintýramyndir, skreytivafningar og fleira.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
21 blað (170-180 mm x 127-135 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er með rauðum lit.

Umbrot

  • Myndflötur er nokkuð afmarkaður við innri, ytri og efri spássíur.

Ástand

  • Skinnið er mjög illa farið af fúa og skaddað á ýmsa aðra lund.
  • Neðri helmingur blaða 4 og 19 hefur verið skorinn burt.

Skreytingar

  • Pennateikningar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Eftirfarandi viðbætur eru í handritinu:

  • blað 1r:
    • (i) stefnuformáli (íslenskur),
    • (ii) latneskar orðskýringar,
    • (iii) reikningsgjörð (íslensk).
  • blað 18r: Kristsbæn (íslensk).
  • blað 20v: fjórar Kristsbænir (íslenskar).

Band

Fylgigögn

  • Seðlar með upplýsingum um aðföng og feril eru merktir a-l; tveir seðlar eru ómerktir, annar er auður milli seðla c og d og hinn er aftast og á honum upplýsingar um rétt blaðtal fyrir blöð handritsins.
  • Seðill 1 (merktur a, 166 mm x 109 mm) Það gamla fragment af þeirri postillu á pergamenti við Þingvallakirkju. Sagði sr. Árni Þorvaldsson mér 1685. Sig léð hafa Lauritz Gottrup og eftir fengið. Síðan vildi hann (þá af Amtmanni Müller þar um spurður var aftur obersecreterer Mothis ordre) ekkert af þessu fragmenti vita og lést það aldrei haft hafa. Gottrup í líka máta segist 1698 það aldrei haft hafa og ekkert þar til vita. α Annars hefi biskupinn, mag[ister] Jón Þorkelsson, í sínu ungdæmi þetta fragment sjálfur hjá Árna séð og hefur mér fyrir nokkrum árum tilskrifað að það ei væri kirkjunnar eign heldur sr. Árna og ætlar það Lucidarium vera. Lofar og víðara þar eftir að spyrja. α] Og það þykir mér líklegt. Þorlákur Þórðarson skrifaði mér fyrir nokkrum árum sér sagt vera, að þetta fragment flækjast myndi í bland bóka sr. Ólafs sáluga Jónssonar í Hítardal, en sannindi þar á vilji hann ei, sr. Árni, ekkert hér til að segja. Ekki get ég neins staðar Lucidarium upp spurt og ei er hann í Hítardal. Sr. Árni segir amtmaður hafi aldrei hér um við sig talað. Nú stendur við það að Lauritz af sér fengið hafi. Mag[ister] Jón 1699.
  • Seðill 2 (merktur b, 164 mm x 102 mm) Lucidario /: er mag[ister] Jón sá á Þingvöllum /: sagði sr. Ólafur Jónsson skólameistari að Kolbeinn koparsmiður hafði frá sér st[olið] úr Reykholti. Mag[ister] Jón hefi séð þennan er ég fengið hefi frá Skálholtsfólki, og segir hann það ei [yfirstrikað: hafa] vera þennan er hann á Þingvöllum sá, því sá sami hafi verið með megri [fíngerðari] og smærri skrift (svo vítt hann til minnnist; eins og á þeim 4 Ólafs sögu blöðum er Hálfdan á Reykjum sendi mér eða og þeir ámóta við). Item hafi þar göt verið, og eitt dýr afrissað þar einhvers staðar. Hafi annars verið í 8vo eins og hin frá Skálholtsfólki.
  • Seðill 3 (merktur c, z166 null x 102 null)

    ur lucidario sem snemma scipit. svo scropar drofoll sig viþ þa menn sem lifa at munoþom sinum. oc dregr þa i diup meþ ser. þetta er bokin Elucidarius.

    Stóð einhvers staðar [það stendur á margine míns Lucidarii] dýr eitt eða fleiri voru í bókinni afrissuð. Ex relatione mag[ister] Jóns Þorkelssonar.
  • Seðill 4 (ómerktur, 166 mm x 104 mm) auður
  • Seðill 5 (merktur d, 165 mm x 104 mm, er fyrsta blað tvinns, sem aftara blaðið er seðill merktur e) Skriftarlagið á því sem stendur aftan við billede bók (er ég fékk af sr. Þórði Oddssyni) þykir magister Jóni Þorkelssyni (svo vítt hann til man) lík þeirri er var á Lucidario á Þingvöllum, nema ef hún hafi verið nokkru smærri 1703. Inni í stendur og sú phrasis að snemma skipit. Kannski (α) þetta sé sama bókin og (sin?) síðan hún á Þingvöllum var og rifið aftan af henni, það þar inni hefur þá frekara verið, en nú er. ϯ Kann það verið hafa Lucidarius ϯ (β) Ŧ Kynni og létt Ŧ (γ) vera, að sr. Árna hefði misminnt, hver bókina að fornu fengið hefði. Kynni Illugi Jónsson frá Urðum, hana frá honum fengið hafa. Nú síðan hefi ég grandvarlega í gegnum skoðað þessa billede bók og vantar í hana framan við [heldur áfram á d seðlinum].
  • Seðill 6 (merktur e, 165 mm x 104 mm, er aftara blað tvinns, sem fyrsta blaðið er seðill merktur d) Þau moralia, sem þar inni eru, hjá sérhverri dýrsmynd. Boðar það sig svo, að sú sententia: svo scropar diofull etc. hafi þar inni staðið og efast ég nú varla (α) um að öll [sin ein b-en?], og hin sama, sú er var á Þingvöllum, og hefur hún, þá óskertari verið en nú er hún. [β] Hvert Lucidarius hafi nokkurn tíma í þessu volumine verið, þykir mér nú óvíst. Kunni það vera misminni, að sr. Ólafur þessa bók þekkt hefði og Lucidarium kallað, þætti mér líklega að í það sama sinn sé með þessa bók var á Þingvöllum farið. Minni sr. Ólafur svo séu á propos hafa minnst á þann frá sér stolna Lucidarium enn hinir sem tilheyrðu mistekið eptir, eður og síðan, af misminni confererað þetta tvennt. Kynni Lucidarius sá, er sr. Ólafur áminntist að vera sá sami sem ég nú hefi in octavo fenginn af Skálholt (magisters Þórðar) fólki. (et id nunc certo credo] γ] Hann mun að vísu misminnt hafa nema Lauritz lögmaður hafi ekkert upp á bókina reflecterað og svo strax kastað henni burt og hún svo síðan komist í Erlends hendur.
  • Seðill 7 (merktur f, 156 mm x 102 mm) Þennan Lucidarium hefi ég fengið frá Skálholtsfólki og hafði hann (ef mig rétt minnir) verið eign Gísla Magnússonar. Það er ei sá er mag[ister] Jón sá til forna á Þingvöllum hverjum sr. Ólafur Jónsson (skólam[...]) sagði Kolbein koparsmið frá sér st[olið] hafa úr Reykholti. Því sá sami (á Þingvöllum) var með megri [fíngerðari] og smærri skrift (svo vítt biskupinn til minnist). Item [einnig] voru þar göt á og rétt dýr frárissað einhvers staðar á. Annars var hann í 8vo, eins sem þessi.
  • Seðill 8 (merktur g, 165 mm x 94 mm) Inter Anshelmi opera impressa est Elucidarium, sive Dialogus Theologicus: qvi tamen pertinere putator ad Honorium Augostodunensem.
  • Seðill 9 (merktur h, 158 mm x 93 mm) Billede bókina á pergamenti fékk sr. Þórður Oddsson hjá sr. Þórarni í Stærra-Árskógi, en hann frá Illuga Jónssyni α í Nesi í Laufáskirkjusókn. Sr. Þórður meinar Lauritz lögmann hana aldrei átt hafa. α] (Illugasonar) frá Urðum sem dó 1703.
  • Seðill 10 (merktur g, 163 mm x 103 mm) Sr. Þórði Oddssyni skrifað í maí 1704. Að inqvirera svo nákvæmlega sem ske hann, hvar Illugi Jonsson feingið muni hafa Billede bókina, og hvort ekki muni uppspyrjast kunna, það sem í hana vantar framan við þar dýramyndir sem moralizationenn hjá stendur. Respondit ille in Junio 1704. Bréf yðar af Sat: [laugardegi] 8. maí þessa árs meðtók ég 25. júní, hverju / því undur / ei svo fullnægt get sem vildi, því ei kom ég uppspyrja þau blöð sem vanta fyrir framan þá pergaments druslu sem umtalað. Nær ég heim kom í fyrra sumar skrifaði ég til Illuga sálugs Jónssonar og bað hann láta mig vita hvar fengið hefði greint kver. En hann gjörði mér boð að af Vestfjörðum til sín borist hefði og hið sama segir mér sr. Þórarinn, að sér sagt hafi, en ei hvernig eður úr hvers eigum, að ekkert svoddan kunni að finnast á árum Illuga eftir hann dauðann. Og ei hafi ég annað af þessu uppspyrja kunnað nú innlagt blað. Id consumxi cum reliqvo libro.
  • Seðill 11 (mertkur k, 161 mm x 101 mm) Sr. Þórður Oddsson dó síðan 1704. mense Novembri.
  • Seðill 12 (merktur l, 164 mm x 107 mm) Billede bókina á pergamenti fékk sr. Þórður Oddsson hjá sr. Þórarni í Stærra-Árskógi, en hann frá Illuga Jónssyni α í Nesi í Laufáskirkjusókn. Sr. Þórður meinar Lauritz lögmann hana aldrei átt hafa. α] (Illuga sonar) frá Urðum, Illugi dö 1703.
  • Seðill 13 (ómerktur, 188 mm x 144 mm) á honum er rétt blaðtala með unglegri hendi

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett ca 1450-1475 í  ONPRegistre , bls. 461, en til 15. aldar í  Katalog II , bls. 91, og nokkur blöð til 16. aldar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. júní 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 17. ágúst 2009,

Haraldur Bernharðsson skráði í febrúar 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar17. ágúst 1888 (sjá Katalog II> , bls. 90-92 (nr. 1682).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Litið eftir í júní 1984.

Gert við og lagt í sýrufría plastvasa og búið um í öskju í nóvember 1967.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem Jóhanna Ólafsdóttir gerði eftir filmum sem teknar voru sumarið 1994.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Småstykker 11-12
Umfang: s. 361-363
Höfundur: Magerøy, Ellen Marie
Titill: , Islandsk hornskurd. Drikkehorn fra før "brennevinstiden"
Umfang: Supplementum 7
Höfundur: Björn Th. Björnsson
Titill: Meistarinn drátthagi í Árnasafni, Skírnir
Umfang: 124
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: Messudagar kvendýrlinga, Kona kemur við sögu
Umfang: s. 23-31
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Íslenskt saltarablað í Svíþjóð, Skírnir
Umfang: 157
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir, Páll Skúlason
Titill: Skjöldur, Um Íslensku teiknibókina. Rætt við Guðbjörgu Kristjánsdóttur
Umfang: 15
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Íslenska teiknibókin
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Lýsingar í íslenskum handritum á 15. öld, Gripla
Umfang: 27
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Þrjár krýndar konur, Kona kemur við sögu
Umfang: s. 117
Höfundur: Hjalti Hugason
Titill: Saga, Frumkvöðull siðbótar á Norðurlandi?
Umfang: 53:1
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: , Bókfell og bókmenntir
Umfang: I
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Titill: , Færeyinga saga
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: 30
Höfundur: Selma Jónsdóttir
Titill: , Lýsingar Helgastaðabókar
Umfang: II
Höfundur: Sigurgeir Steingrímsson
Titill: Stefán Karlsson dr. phil h.c. 2.12.1928-2.5.2006, Gripla
Umfang: 17
Höfundur: Drechsler, Stefan
Titill: Ikonographie und Text-Bild-Beziehungen der GKS 1005 fol Flateyjarbók, Opuscula XIV
Umfang: s. 215-300
Höfundur: Svavar Sigmundsson
Titill: Handritið Uppsala R:719,
Umfang: s. 207-220
Titill: Íslenskar bænir fram um 1600,
Ritstjóri / Útgefandi: Svavar Sigmundsson
Umfang: 96
Höfundur: Vilborg Auður Ísleifsdóttir
Titill: Saga, Íslensk klausturmenning á miðöldum [ritdómur]
Umfang: 56:2
Titill: , Plácidus saga
Umfang: 31
Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Safn Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM 673 a III 4to
  • Efnisorð
  • Guðfræði
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Teiknibókin

Lýsigögn