„Hér byrjast saga af Eigli Skallagrímssyni. 1. kap.“
„Úlfur hét maður kynstór, sonur Bjálfa …“
„… og kom margt manna frá honum. Og lýkur þar þessari frásögu.“
Inniheldur Höfuðlausn og Sonatorrek. 65 kaflar.
„Hér byrjast saga af Króka-Ref.“
„Á dögum Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra … “
„… og er margt göfugra manna af honum komið. “
Og lúkum vér hér sögu Króka-Refs.
„Varða gims sem gjörði …“
„… raftar) varð að kasta.“
Ein vísa úr kvæðinu.
„Refhvörf Snorra Sturlusonar“
„Sigs glóðar ver sækir …“
„… reiður, glaður, frómum meiðum.“
Vísa 17.
Upprunaleg blaðsíðumerking 1-199.
Þrettán kver.
Nótur á bókfelli í eldra bandi.
Band (200 null x 160 null x 25 null) er frá 1911-1913. Spjöld eru klædd pappír, bókfell er á kili, með leifum úr eldra bandi.
Spjöld og kjölur í eldra bandi klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1700 í Katalog I; bls. 647.
Þórður Magnússon fékk bókina í Hvammi í Hvammssveit árið 1720 (sbr. aftara saurblað). Árni Magnússon segir hana hafa fundist eftir lát hans (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. september 1990.
Athugað í september 1991.
Bundið af Otto Ehlert á árunum 1911-1913.