Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 456 4to

Sögur og kvæði ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-82r)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Eigli Skallagrímssyni. 1. kap.

Upphaf

Úlfur hét maður kynstór, sonur Bjálfa …

Niðurlag

… og kom margt manna frá honum. Og lýkur þar þessari frásögu.

Athugasemd

Inniheldur Höfuðlausn og Sonatorrek.

65 kaflar.

2 (82v-98v)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Króka-Ref.

Upphaf

Á dögum Hákonar konungs Aðalsteinsfóstra …

Niðurlag

… og er margt göfugra manna af honum komið.

Baktitill

Og lúkum vér hér sögu Króka-Refs.

3 (98v-99r)
Dróttkvæði
Efnisorð
3.1
Hákonardrápa
Höfundur

Tindur Hallkelsson

Upphaf

Varða gims sem gjörði …

Niðurlag

… raftar) varð að kasta.

Athugasemd

Ein vísa úr kvæðinu.

Efnisorð
3.2
Háttatal
Titill í handriti

Refhvörf Snorra Sturlusonar

Upphaf

Sigs glóðar ver sækir …

Niðurlag

… reiður, glaður, frómum meiðum.

Athugasemd

Vísa 17.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 103 + i blöð (193 mm x 158 mm), þar með talin 5bis, 22bis og 71bis. Blað 99r er autt að hálfu; blað 99v er autt. Blöð 5bisv, 22bisv og 71bisv eru auð.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking 1-199.

Kveraskipan

Þrettán kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn + 1 bis-blað.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn + 1 bis-blað.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn + 1 bis-blað.
  • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81-84, 2 tvinn.
  • Kver XII: blöð 85-92, 4 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 93-99, aftara saurblað, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 160-167 mm x 130-135 mm.
  • Línufjöldi er ca 22-26.
  • Merki um vísur í textanum eru sýnd á spássíu. Þar stendur þá annaðhvort vísa (sbr. blað 30r) eða v (sbr. blað 86v).

Ástand

  • Blettir eru víða á blöðum (sjá t.d. blöð 1r og 61v).
  • Krotað hefur verið með blýanti á blað 82r.

Skrifarar og skrift

  • Vísurnar á blöðum 98v-99r eru skrifaðar af óþekktum skrifara, kansellískrift.

Skreytingar

  • Fyrsta lína kafla og fyrirsagnir eru með stærra og settara letri en meginmálið (sjá t.d. blöð 1r-2r).

Nótur

Nótur á bókfelli í eldra bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Athugagrein eiganda er neðst á aftara saurblaði (sjá um feril).

Band

Band (200 null x 160 null x 25 null) er frá 1911-1913. Spjöld eru klædd pappír, bókfell er á kili, með leifum úr eldra bandi.

Spjöld og kjölur í eldra bandi klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.

Fylgigögn

  • Einn fastur seðill (182 mm x 99 mm) með hendi Árna Magnússonar er fremst. Á honum eru upplýsingar um eiganda: fannst epter sal. Þord Magnusson.
  • Tveir lausir miðar með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1700 í  Katalog I; bls. 647.

Ferill

Þórður Magnússon fékk bókina í Hvammi í Hvammssveit árið 1720 (sbr. aftara saurblað). Árni Magnússon segir hana hafa fundist eftir lát hans (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. september 1990.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 1. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, DKÞ skráði 19. ágúst 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. maí 1886 Katalog I , bls. 647 (nr. 1228).

Viðgerðarsaga

Athugað í september 1991.

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1911-1913.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: , Egils saga Skallagrímssonar, tilligemed Egils större kvad
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 17
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen
Umfang: 21
Lýsigögn
×

Lýsigögn