Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 455 4to

Sögubók ; Ísland, 1660

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-34v)
Egils saga Skallagrímssonar
Titill í handriti

Egils saga Skallagrímssonar

Upphaf

Úlfur hét maður son Bjálfa og Hallberu …

Niðurlag

… átti í víking sjö orustur.

Baktitill

Og endast hér Egils saga Skallagrímssonar.

Athugasemd

Löngu kvæðin þrjú vantar fyrir utan fyrstu vísu Sonatorreks.

Skrifari sýnir eyðu í forriti sínu með því að hafa blað 7v að mestu autt.

2 (35r-40r)
Kjalnesinga saga
Titill í handriti

Sagan frá Búa Andríðarsyni og Kjalnesingum

Upphaf

Helgi Bjóla son Ketils flatnefs …

Niðurlag

… og er mikil ætt frá honum komin.

Baktitill

Og endar þar með Kjalnesinga sögu.

3 (40v-42r)
Jökuls þáttur Búasonar
Titill í handriti

Sagan af Jökli syni Búa Andríðarsonar

Upphaf

Jökli þótti nú svo illt verk sitt …

Niðurlag

… frá Jökli Búasyni og endar hér Jökuls sögu.

Athugasemd

Blað 42v er autt.

4 (43r-50v)
Víga-Glúms saga
Titill í handriti

Glúms saga; er nefndur er Víga-Glúmur

Upphaf

Helgi hét maður og var kallaður Helgi hinn magri …

Niðurlag

… og lýkur þar sögu Glúms Eyjólfssonar.

5 (51r-61v)
Finnboga saga ramma
Titill í handriti

Sagan frá Finnboga hinum ramma.

Upphaf

Ásbjörn hét maður og var kallaður dettiás …

Niðurlag

… og þóttu allir mikilhæfir menn hvar sem þeir komu.

Baktitill

Og endast hér nú sagan frá Finnboga hinum ramma.

6 (61v-66v)
Hallfreðar saga vandræðaskálds
Titill í handriti

Hallfreðar saga vandræðaskálds

Upphaf

Þorvaldur hét maður og var kallaður skiljandi …

Niðurlag

… og er margt manna frá honum komið.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Hallfreðar vandræðaskálds.

7 (66v-70v)
Bandamanna saga
Titill í handriti

Bandamanna saga og frá Oddi Ófeigssyni

Upphaf

Ófeigur hét maður er bjó vestur í Miðfirði …

Niðurlag

… og lýkur svo sögu þessi.

8 (70v-72r)
Ölkofra þáttur
Titill í handriti

Ölkofra þáttur

Upphaf

Þórhallur hét maður. Hann bjó í Bláskógum …

Niðurlag

… Og lýkur þar sögu Ölkofra.

Skrifaraklausa

3. apríl 1660.

Athugasemd

Blöð 72v og 73v eru auð að mestu; blað 73r er autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 73 + i blöð (186 mm x 152 mm) .Blað 7v er autt að mestu sem tákn um eyðu í texta; blöð 42v og 73r eru auð; blöð 72v og 73v eru auð að mestu.
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt er með penna 1-73.

Kveraskipan

Tíu kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-42, 1 tvinn.
 • Kver VII: blöð 43-50, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 51-58, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 59-66, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 67-73, 3 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 150-160 mm x 110 mm.
 • Línufjöldi er ca á bilinu 43-51.
 • Griporð eru á stöku stað (sjá t.d. griporð á blöðum 47r og 51r).
 • Kaflanúmer eru á spássíum (sjá t.d. blöð 35v-36r).

Skrifarar og skrift

Með hendi Helga Grímssonar á Húsafelli (sbr. blað 72r og saurblað), blendingsskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Efnisyfirlit og upplýsingar um skrifara með hendi Árna Magnússonar á saurblaði fremst.
 • Athugasemdir á spássíum á einstaka stöðum (sjá t.d. á blöðum 7r, 9r, 10v og víðar).

Band

Band (192 null x 175 null x 20 null) frá 1975. Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Fylgigögn

 • Einn fastur seðill (166 mm x 113 mm) er fremst í handriti ritaður með hendi Árna Magnússonar. Á honum eru upplýsingar um eigendur og feril: Þessa bók hefir fyrrum átt Guðríður Stefánsdóttir á Snjáfuglstöðum. Ég fékk hana þaðan til eignar.
 • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi árið 1660 (sbr. blað 72r og saurblað).

Ferill

Guðríður Stefánsdóttur á Snjáfuglsstöðum, ekkja Helga Grímssonar, átti handritið og þaðan fékk Árni Magnússon það til eignar (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 1. apríl 2009; lagfærði í desember 2010, DKÞ skráði 19. ágúst 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar nóvember 1886 Katalog I; bls. 646-647 (nr. 1227).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1975. Eldra band fylgdi.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter
Umfang: s. 113-142
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Hallfreðar saga,
Umfang: 15
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Gripla, Um Eglutexta Möðruvallabókar í 17du aldar eftirritum
Umfang: 8
Titill: Egils saga Skallagrímssonar. Bind I. A-redaktionen,
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 19
Titill: Egils saga Skallagrímssonar, tilligemed Egils större kvad,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 17
Titill: Bandamannasaga med Oddsþáttr. Ölkofra þáttr,
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 57
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Athuganir um nokkur handrit Egils sögu, Nordæla
Umfang: s. 110-148
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: On the structure, format, and preservation of Möðruvallabók, Gripla
Umfang: 21
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson, Haukur Þorgeirsson, Þorgeir Sigurðsson
Titill: Ofan í sortann : Egils saga í Möðruvallabók, Gripla
Umfang: 24
Lýsigögn
×

Lýsigögn