„Saga af Helga og Grími Droplaugarsonum“
„Ketill hét maður er kallaður var þrymur …“
„… Þangbrandur prestur kom til Íslands féll Helgi Droplaugarson“
Blöð 37bisv-37quaterv eru auð.
Tvenns konar blaðmerking.
Fimm kver.
Með einni hendi, óþekktur skrifari. Fljótaskrift.
Band (172 mm x 120 mm x 10 mm) er frá 1965-1968.
Kver eru saumuð á móttök; utan um kverin er kápa úr sýrufríum pappa. Á fremri kápu stendur: „AM 116, 8vo, I“ skrifað með dökku bleki.
Handritið er í brúnni öskju ásamt AM 116 II 8vo, AM 116 III 8vo, AM 116 IV 8vo og AM 116 V 8vo.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog II, bls. 400.
Árni Magnússon fékk söguna árið 1708 frá Jóni Þorlákssyni sem kallaði hana Fljótsdælu (sjá seðil). Jón Þorláksson hafði nýlega fengið söguna úr Vopnafirði (sjá einnig í Katalog II, bls. 400).
Í 1730 voru blöðin hluti af No. 116 in 8vo (sbr. AM 456 fol., 37v).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. maí 1975.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1965-1968.