Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 152 1-2 fol.

Sögubók ; Ísland

Athugasemd

Aftast í handritinu (blað 202r) er hómilíubrot á latínu frá um 1300 eða fyrr, sem ekki hefur tilheyrt handritinu upprunalega.

AM 338 4to og AM 341 a 4to eru skrifuð eftir AM 152 1 fol.

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 201 + i blöð.
Band

Bundið í tréspjöld (331 mm x 248 mm x 105 mm).

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið er skrifað á Íslandi ca 1300-1525.
Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 4. desember 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I, bls. 105-106 (nr. 181). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1885. DKÞ skráði 4. júlí 2003 VH jók við og lagfærði skráningu skv. reglum TEI P-5, 6. júlí 2011ÞEJ lagfærði skráningu í nóvember 2021

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 152 1 fol.

1 (1r-49v)
Grettis saga
Upphaf

Önundur hét maður …

Niðurlag

… Og ljúkum vér svo sögu Grettis Ásmundarsonar fulltakins karls.

2 (49v-54v)
Hálfdanar saga Brönufóstra
Titill í handriti

Hér byrjar sögu Hálfdanar Brönufóstra

Upphaf

Hringur er kóngur nefndur …

Niðurlag

… Það segja sumir menn, að sá Ríkarður væri faðir Álaflekks.

Baktitill

Og lýkst hér nú saga Hálfdanar Brönufóstra.

3 (54v-69r)
Flóvents saga
Upphaf

Saga þessi er eigi af lokleysu …

Niðurlag

… er lifir og ríkir um allar aldir veralda. Amen.

Athugasemd

Á nokkrum stöðum á efri spássíu er nefnd Flores saga Frakkakonungs.

Efnisorð
4 (69r-88v)
Sigurðar saga þögla
Upphaf

Margir fyrri menn hafa saman sett til skemmtanar mönnum …

Niðurlag

… er þessi saga komin á enda.

Efnisorð
5 (88v-98r)
Þórðar saga hreðu
Upphaf

Þórður hét maður son Hörða-Kára, mikill að virðingu …

Niðurlag

… Þórður hreða varð sóttdauður. Höfum vér ekki fleira heyrt með sannleik af honum sagt.

Baktitill

Og lýkur hér með sögu Þórðar hreðu.

6 (98r-115r (98r–116r))
Göngu-Hrólfs saga
Upphaf

Svo byrjar þessa frásögu, að Hreggviður er konungur nefndur …

Niðurlag

… er angrast við og ekki verður að gamni. Amen.

7 (115r-124v (116r–125v))
Þorsteins saga Víkingssonar
Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu, at Logi hefir konungur heitið …

Niðurlag

… af þeim mönnum, sem honum voru samtíðis.

Baktitill

Ljúkum vér hér nú sögu Þorsteins Víkingssonar með þessu efni, og er hin gamansamligasta.

8 (124v-138v (125v-139v))
Ectors saga
Upphaf

Eftir niðurbrot Trojuborgar …

Niðurlag

… niður falla þá atburði. Hefur sá skömm fyrir er skrifaði.

Athugasemd

Aftan við hefur hálfur dálkur verið skilinn eftir auður en seinna fylltur með nöfnum persóna ofl. (sjá: Spássíugreinar og aðrar viðbætur).

Efnisorð
9 (139r-158r (140r–159r))
Hrólfs saga Gautrekssonar
Upphaf

Þar hefjum vér þessa sögu, er Gautrekur hefir konungur heitið …

Niðurlag

… Lýkur hér nú frásögu Gautrekssonar.

10 (158v-195r (159v–196r))
Mágus saga
Upphaf

Svo hefur byrjast eitt ævintýr …

Niðurlag

… lýkur hér nú Mágus sögu

Efnisorð
11 (195v-200v (196v-201v))
Gautreks saga
Upphaf

Þar hefjum vér eina [kátliga] frásögn af einum konungi …

Niðurlag

… [stórgjöf]ull og hinn hæverskligasti að sjá.

Baktitill

Og lýkur hér Gjafa-Refs sögu

Athugasemd

Sagan er nefnd Gjafarefs saga við sögulok, en á spássíu bl. 195v (196v) er (með 17. aldar hendi) titillinn: Frá Gauta kóngi hinum milda skrifaður.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
200 blöð (295-305 mm x 235-245 mm).
Tölusetning blaða

Í blaðmerkingu Jóns Sigurðssonar (með bleki í hægra horni) er blað 111 merkt 111-112. Blaðmerking er því eftirfarandi: 1-111-112, 113-201; í tölusetningu blaða er blöðum handritsins fylgt og blaðmerking Jóns gefin í sviga fyrir aftan.

Kveraskipan

Samtals 25 kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 97-104, 4 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 105-113, 4 tvinn (blað 111 er merkt sem 111-112 (sjá nánar: Blaðfjöldi).
  • Kver XV: blöð 114-120, 4 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 121-128, 4 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 129-136, 4 tvinn.
  • Kver XVIII: blöð 137-144, 4 tvinn.
  • Kver XIX: blöð 145-152, 4 tvinn.
  • Kver XX: blöð 153-160, 4 tvinn.
  • Kver XXI: blöð 161-168, 4 tvinn.
  • Kver XXII: blöð 169-176, 4 tvinn.
  • Kver XXIII: blöð 177-184, 4 tvinn.
  • Kver XXIV: blöð 185-192, 4 tvinn.
  • Kver XXV: blöð 193-200, 4 tvinn.

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Eyður fyrir kaflafyrirsagnir eru aftan við blað 52.
  • Eyður fyrir upphafsstafi eru aftan við blað 52.

Ástand

Vel varðveitt handrit, blað 1r er þó slitið og göt og rifur á einstaka blöðum (sbr. blöð 1, 84, 91, 110 og 149 (150)).

Skrifarar og skrift

I. Blöð 1r-51v eru skrifuð af Þorsteini Þorleifssyni sbr. blað 46v (sjá nánar: Uppruni og ferill). Árléttiskrift.

II. Blöð 52r-200v eru eignuð Jóni Þorgilssyni ráðsmanni á Hólum og presti á Melstað (sjá: Uppruni og ferill).

Skreytingar

Rauðritaðar kaflafyrirsagnir hafa verið á fyrstu blöðunum (blöðum 1-52) en þær eru víða orðnar máðar. Sem dæmi má t.d. nefna blöð 4v og 22v.

Upphafsstafir í ýmsum litum eru á blöðum 1-52 sjá t.d. blöð 3v, 41v, 49v.

Teiknuð mannvera er á blaði 47r, en þar er gefinn til kynna Spesar þáttur með sömu hendi og spássíugrein á blaði 46v (sjá: Uppruni og ferill), ef til vill hendi skrifarans sjálfs.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Spássíugreinar skrifara eru á bl. 96v-97r, 138v, 64v og 72v (athugasemdir um skrift o.fl.).
  • Þjóðvísa frá um 1500 á neðri spássíu blaðs 57v með hendi skrifara.
  • Spássíugreinar lesenda um Grettis sögu á blöðum 2r, 3r, 39r, 40r, 41v, flestar með gamalli hendi.
  • Víða eru titlar á efri spássíu með 17. aldar hendi (sjá t.d. blöð 74v-75r Saga af Sigurði þögla).
  • Ýmis nöfn eru á spássíum, sbr. upplýsingar um skrifarann og eigenda/-ur handritsins (sjá: Uppruni og ferill).

    Fleiri nöfn má finna á spássíum handritsins. Á blaði 138v (139v) kemur fyrir nafnið: Tómas prestur Jónsson . Og á blöðum 40v, 51r, 65v, 89v, 104r, 138v (139v), 185v, 188r og 196v (197v) er fleiri nöfn að finna.

    .

Fylgigögn

Engir seðlar með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið er skrifað á Íslandi og á blaði 46v eru upplýsingar um skrifarann skrifaðar með samtímahendi: Þessa sögu hefur skrifað bróðir Bjarnar Þorleifssonar. Björn þessi bjó á Reykhólum en Þorsteinn var óskilgetinn hálfbróðir hans.

Handritið er tímasett til ca 1500-1525 (sbr. ONPRegistre, bls. 433), en til 15. aldar í  Katalog I, bls. 105.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Vigfúsi Guðbrandssyni en áður áttu það Elín Hákonardóttir í Vatnsfirði og Helga Magnúsdóttir Björnssonar lögmanns, en Árni telur Helgu hafa fengið handritið frá föður sínum (sbr. AM 435 a 4to, blað 64v). Nafn Magnúsar Björnssonar kemur fyrir á blaði 57r (með eigin hendi) og 138v (139v) (í vísu). Aftast í handritinu er skrá yfir ætlaða sauðaþjófa í Eyjafirði frá 1545 (sbr. Íslenskt fornbréfasafn XI, nr. 350). Jón Helgason taldi líklegt að Ari Jónsson lögmaður hefði átt handritið og látið skrifa sauðaþjófatalið í auðan dálk. Handritið hefur því verið í eigu sömu ættar mjög lengi en Vigfús var sjötti maður frá Ara. Mjög fátítt er að hægt sé að rekja eigendasögu miðaldahandrits eins langt aftur og hér hefur verið gert en Ari, fyrsti maðurinn sem með nokkurri vissu er hægt að eigna handritið, hefur fæðst um svipað leyti og handritið var skrifað eða um 1510. Árni hefur fengið bókina í síðasta lagi á árinu 1704 (Guðvarður Már Gunnlaugsson; www.arnastofnun.is).

AM 338 4to og AM 341 a 4to eru skrifuð eftir AM 152 1 fol.

Hluti II ~ AM 152 2 fol.

1 (202r-202v)
Hómilía
Athugasemd

Brot af latneskri hómilíu, sem ekki hefur tilheyrt handritinu upprunalega en verið notuð í band.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
1 blað (265-290 mm x 242-245 mm).
Kveraskipan

Eitt blað.

Umbrot

  • Tvídálka.
  • Leturflötur er ca 220-225 mm x 210-215 mm.
  • Línufjöldi er ca 31-33.

Ástand

  • Blaðið er í raun tvö blöð sem saumuð hafa verið saman. Annað blaðið er skorið að ofan og að utanverðu. Hitt blaðið er aðeins ræma á hvolfi sem er saumuð neðan á hitt; á henni eru nótur. Blöðin eru bæði úr tvídálka handritum en það er ekki sama hönd á þeim. (Guðvarður Már Gunnlaugsson; www.arnastofnun.is)
Versósíða er mjög dökk og ber merki um að blaðið hefur verið notað í band.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur. Textaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Blaðræma með nótum er saumuð neðan á blaðið.

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið er skrifað á Íslandi.

Það er tímasett til ca 1300 eða fyrr í  Katalog I , bls. 105.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Småstykker 11-12,
Umfang: s. 361-363
Höfundur: Loth, Agnete
Titill: Småstykker 6-8,
Umfang: s. 363-366
Titill: Late Medieval Icelandic romances II: Saulus saga ok Nikanors. Sigurðar saga Þogla,
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 21
Titill: Úlfhams saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Umfang: 53
Höfundur: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Titill: Stóð og stjörnur, Hallamál : rétt Haraldi Bernharðssyni fimmtugum 12. apríl 2018
Umfang: s. 7-10
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Íslenzk rit síðari alda, Munnmælasögur 17. aldar
Umfang: 6
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda II.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Rowe, Elizabeth Ashman
Titill: Folktale and parable. The unity of Gautreks saga, Gripla
Umfang: 10
Höfundur: Elín Bára Magnúsdóttir
Titill: Scripta Islandica, Forfatterintrusjon i Grettissaga og paralleller i Sturlas verker
Umfang: 68
Höfundur: Hansen, Finn
Titill: Forstærkende led i norrønt sprog, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 98
Titill: , Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttur Ófeigssonar
Ritstjóri / Útgefandi: Guðni Jónsson
Umfang: 7
Höfundur: Guðrún Þórhallsdóttir
Titill: Tvíræða orðasambandið að ósekju, Orð og tunga
Umfang: 18
Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð, Gripla
Umfang: 15
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
Titill: Ideology and identity in late medieval northwest Iceland, Gripla
Umfang: 25
Höfundur: Jóhanna Katrín Friðriksdóttir
Titill: Góssið hans Árna, Síðasta glæsta sagnahandritið
Umfang: s. 171-183
Höfundur: Jóhannes Bjarni Sigtryggsson
Titill: Hálfdanar saga Brönufóstra (a- og b-gerð)
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur, Gripla
Umfang: 4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Driscoll, Matthew James
Titill: Hvað binst við nafn?, Véfréttir sagðar Vésteini Ólasyni fimmtugum
Umfang: s. 67-69
Titill: Sigurðar saga þögla. The shorter redaction
Ritstjóri / Útgefandi: Driscoll, Matthew James
Umfang: s. clxvi, 67 p.
Höfundur: Driscoll, Matthew James
Titill: Variants, Postcards from the edge: an overview of marginalia in Icelandic manuscripts
Umfang: s. 21-36
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Widding, Ole
Titill: En forbindelse imellem Sverris saga (AM 81a, fol.) og Hectors saga,
Umfang: s. 94-96
Höfundur: Boulhosa, Patricia Pires
Titill: Scribal practices and three lines in Völuspá in Codex Regius, Gripla
Umfang: 26
Titill: Jóns saga Hólabyskups ens helga,
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Titill: Laurentius saga biskups, Rit Handritastofnunar Íslands
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Björnsson
Umfang: III
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Ritun Reykjafjarðarbókar. Excursus, bókagerð bænda,
Umfang: s. 120-140
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: The localisation and dating of medieval Icelandic manuscripts, Saga book
Umfang: 25
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Bókagerð Ara lögmanns Jónssonar, Gripla
Umfang: 19
Titill: Biskupa sögur
Umfang: I-II
Höfundur: Árni Heimir Ingólfsson
Titill: Kvæða og tvísöngsbók frá Vestfjörðum, Góssið hans Árna
Umfang: s. 37-49
Lýsigögn
×

Lýsigögn