Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 151 fol.

Grettis saga ; Ísland, 1635-1645

Innihald

1 (1r-60v)
Grettis saga
Titill í handriti

Sagan af Gretti Ásmundarsyni.

Tungumál textans
íslenska
1.4 (60r-60v)
Yfirlit: Ævi og aldur Grettis hins sterka
Titill í handriti

Hér daterast ævi og aldur Grettis hins sterka.

Upphaf

Anno 987 var fæddur Grettir hinn strerki á Bjargi í Miðfirði

Niðurlag

Aldur Þorsteins þá 67 vetur.

Athugasemd

Yfirlit í tímaröð yfir ævi Grettis er á blaði 60r (Anno 987-1023) með hönd meginhandar; áframhaldið (Anno 1024-1047) á blaði 60v, er með annarri hendi.

1.3 (60r)
Til lesarans
Titill í handriti

Til Lesarans.

Upphaf

Þessi fyrrskrifuð Grettis saga er skrifuð eftir þeirri sögu vér höldum herra Sturla Þórðarson samsett hafa …

Niðurlag

… og er slíkt um þær allar gömlu bækur að segja.

Athugasemd

Eftirmáli um skáldskap Sturlu Þórðarsonar og tímatal sögunnar.

1.2 (1r-59v)
Grettis saga
Upphaf

[Ö]nundur hét maður, son Ófeigs bullufóts …

Niðurlag

… þó að sagan sé ófróðlega saman sett en þeir þættir ei ritaðir svo sem merkilegir þykja, en það sem ei er ritað mega þeir saman setja sem kunna, en skrá þetta oft í burt og ljúkum vér svo sögu Grettis Ásmundssonar.

1.1 (1r-1r)
Vísa um Gretti Ásmundarson
Upphaf

Þrótt og þrek bar Grettir, þrátt hann ófrið átti …

Niðurlag

… breyttra vísna neytti.

Athugasemd

Saga Grettis hefst hér á vísu. Í AM 163 b fol. er vísa með samskonar upphafi viðbót við niðurlag sögunnar þar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

 • Aðalmerki 1: Skjaldarmerki skipt niður í 5 hluta með ýmsum dýramyndum. Miðjuhluti þess skiptist í 2 hluta (IS5000-02-0151_59v), bl. 15-710-12162022-2629-3037-414446-4749-515357-60. Stærð: 113 x 91 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 90 mm.

  Ekkert mótmerki.

  Notað frá 1626 til 1646.

Blaðfjöldi
i + 60 + i blöð (281 mm x 189 mm).
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking; fyrst með bleki og þá merkt blað: 11, 5, 10 o.s.frv. og síðar hvert blað með blýanti.

Kveraskipan

10 kver:

 • I: spjaldblað - bl. 1bis (1 tvinn + eitt blað)
 • II: bl. 1-8 (4 tvinn: 1+8, 2+7, 3+6, 4+5)
 • III: bl. 9-16 (4 tvinn: 9+16, 10+15, 11+14, 12+13)
 • IV: bl. 17-24 (4 tvinn: 17+24, 18+23, 19+22, 20+21)
 • V: bl. 25-32 (4 tvinn: 25+32, 26+31, 27+30, 28+29)
 • VI: bl. 33-40 (4 tvinn: 33+40, 34+49, 35+38, 36+37)
 • VII: bl. 41-48 (4 tvinn: 41+48, 42+47, 43+46, 44+45)
 • VIII: bl. 49-56 (4 tvinn: 49+56, 50+55, 51+54, 52+53)
 • IX: bl. 57-60 (2 tvinn: 57+60, 58+59)
 • X: aftara saurblað - spjaldblað (1 tvinn)

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 250 mm x 147 mm.
 • Línufjöldi er ca 46-47.
 • Eyða er fyrir fyrsta upphafsstaf á blaði 1r.
 • Kaflanúmer eru á spássíum blaða 1r-60r og bendistafur v. auðkennir vísur.

Ástand

 • Sumstaðar eru blettir á blöðum (sjá t.d. blöð 16r og 24r).

Skrifarar og skrift

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Athugasemdir um tímatal o.fl. á spássíum.

Band

Band (288 null x 210 null x 20 null) er frá 1975.

Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum.

Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Saumað á móttök.

Band frá 1700-1730. Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti.

 • Bókfellið er með lýsingum.

Fylgigögn

 • Seðill (114 mm x 146 mm) milli saurblaðs og blaðs 1 með hendi Árna Magnússonar: Grettis saga með hendi Jóns Gissurssonar. Úr bók (eldri en 1646) er ég fékk af séra Högna Ámundasyni.
 • Laus miði með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi. Jón Gissurarson er talinn hafa skrifað það fyrir 1646 (sbr. seðil). Það er tímasett til fyrri hluta 17. aldar í Katalog I , bls. 104. Þessi uppskrift er talin runnin frá AM 152 fol. ( Katalog I , bls. 105).

Handritið var upprunalega hluti af stærri bók sem innihélt einnig AM 11 fol., AM 164 a fol., AM 165 a fol., AM 165 b fol., AM 165 c fol., AM 165 d fol., AM 165 e fol., AM 165 g fol., AM 165 h fol., AM 165 i fol., AM 165 k fol., AM 165 l fol., AM 165 m fol., AM 202 a fol., AM 202 g fol. og AM 202 i fol.

Ferill

Bókina sem handritið tilheyrði fékk Árni Magnússon frá sr. Högna Ámundasyni (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í desember 1885 Katalog I; bls. 104-105 (nr. 180), DKÞ skráði 28. september 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 26. nóvember 2008, yfirfór handritið í september 2009; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS 19. júní 2020. EM uppfærði vatnsmerkin 29. maí 2023 og kveraskipan 5. júní 2023.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í febrúar 1975. Eldra band fylgir.

Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn