Skráningarfærsla handrits

Lbs 2502 8vo

Samtíningur ; Ísland, 1891-1910

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Bókmenntasaga Íslands
Titill í handriti

Bókmennta-saga Íslands eftir skólastjóra Jón A. Hjaltalín. Skrifuð veturinn 1891 af Sigfúsi Sigfússyni

Athugasemd

Líklega skólabók frá veru Sigfúsar í Möðruvallaskóla, en hann varð gagnfræðingur þaðan sama ár.

2
Þjóðsagnir og sagnatíningur
Athugasemd

Á blöðum og seðlum liggja hér með þjóðsagnir, sagnatíningur og annað líkt efni með sömu hendi. Líklega skrifað á svipuðum tíma og bókmenntasagan og e.t.v. sumt eitthvað síðar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
ij + 97 blaðsíður + fjöldi blaða og snepla, margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ein hönd; skrifari:

Sigfús Sigfússon

Band

Innbundið + fjöldi blaða og snepla sem liggja utan við.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, að mestu skráð um 1891.
Aðföng

Lbs 2489-2508 8vo, keypt í desember 1936 úr dánarbúi Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 77.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 10. maí 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn