Skráningarfærsla handrits

Lbs 2503 8vo

Kvæðatíningur ; Ísland, 1800-1935

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1
Kvæðatíningur
Athugasemd

Lbs 2503 er að mestu leyti sundurlaus kvæðatíningur á lausablöðum úr ýmsum áttum og eru ofangreindir höfundar nafngreindir í handriti. Ýmsar hendur eru hér, en einungis tvær eru þekktar. Nokkuð er með hendi Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara og sömuleiðis eitthvað af kvæðum eftir hann. Þá eru nokkur kvæði með hendi Vigfúsar Sigurðssonar á Egilsstöðum, en hann skrifaði þau upp eftir ömmu sinni Mekkín Ólafsdóttur. Lítið ljóðasafn er hér eftir Björn Einarsson (skáld á Austfjörðum), þar á meðal Pétursríma. Af einstökum kvæðum eru meðal annars hér Þornaldarþula, kvæði af Alexander blinda, Hlýrahljómur, Margrétarkvæði og Fóstbræðrakvæði.

2
Ríma af Andrési
Athugasemd

Saman liggja tvær uppskriftir af Andrésarrímu eftir Björn Ólafsson á Hrollaugsstöðum. A.m.k. önnur er með hendi Sigfúsar Sigfússonar. Aftast skrifar Sigfús að hann hafi skrifað handritið upp eftir öðru eldra handriti sem Þóranna Jónsdóttir átti, en það hafði hún sjálf skrifað upp eftir minni. Mögulega gæti því síðari uppskriftin verið með hendi Þórönnu, en það er óvíst. Uppskriftirnar eru þó ekki alveg eins og á köflum nokkuð ólíkar. Finnur Sigmundsson segir í Rímnatali I, bls. 33-34 að alls séu erindin 156 að tölu, en í uppskriftunum hér eru þau færri (125 og 75) og virðist því í báðum tilfellum vanta aftan við.

Efnisorð
3
Samtíningur
Athugasemd

Eitt og annað er í handriti sem ekki er kveðskapur. Má þá helst nefna Skraparotspredikun, skrá yfir ýmsar tegundir fugla, kaupgjald frá 1892 og skáldatal frá 15. og fram á 19. öld.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír.

Blaðfjöldi
Margvíslegt brot.
Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur; þekktir skrifarar:

Sigfús Sigfússon

Vigfús Sigurðsson

Band

Óinnbundið en skinnband með þrykktu mynstri fylgir. Innan í bandi eru prentaðar myndir af fuglum.

Uppruni og ferill

Uppruni
Ísland, skráð á 19. og 20. öld.
Aðföng

Lbs 2489-2508 8vo, keypt í desember 1936 úr dánarbúi Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Skráning Páls Eggerts Ólasonar á handritinu er aðgengileg í ritinu Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins , 1. aukabindi, bls. 77-78.

Kjartan Atli Ísleifsson frumskráði 13. maí 2024.

Notaskrá

Titill: Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins
Ritstjóri / Útgefandi: Páll Eggert Ólason
Umfang: I-III
Lýsigögn
×

Lýsigögn