Fyrir árin 1662-1663. Óheil. Nokkur bréfanna sem vantar eru í NKS 1392 fol.
„Áreiðar og landamerkjabréf milli Kallbaks og Hörgsholts. Item milli Hruna og Hörgsholts séra Björns Ólafssonar.“
Afrit af landamerkjabréfi frá árinu 1557. Í bréfinu er að finna vitnisburð 11 manna sem fengnir voru til að ákveða rétt landamerki á milli jarðanna Kaldbaks og Hörgsholts og á milli Hruna og Hörgsholts í Hrunamannahreppi. Áður voru ekki til skriflegar heimildir um landamerki á milli þessara jarða, einungis munnlegar frásagnir. Dags. í Hruna í Hrunamannahreppi mánudaginn eftir Krossmessu að vori 1557. Afrit dags. í Skálholti 11. maí 1662.
„Kaupbréf Bjarna Sigurðssonar fyrir Hörgsholti af séra Guðmundi Gíslasyni.“
Afrit af jarða og landamerkjabréfi frá árinu 1605 þar sem Bjarni Sigurðsson seldi sr. Guðmundi Gíslasyni jörðina Moldartungu í Holtamannahreppi, 30 hundruð að dýrleika. Í staðinn fékk Bjarni frá sr. Guðmundi alla jörðina Hörgsholt í Hrunamannahreppi, 30 hundruð að dýrleika. Í bréfinu er lýst landamerkjum á milli jarðanna Kaldbaks og Hörgsholts og á milli Hruna og Hörgsholts. Dags. í Gaulverjabæ í Flóa 10. apríl 1605. Afrit dags. í Skálholti 11. maí 1662.
„Kaupbréf séra Halldórs Daðasonar fyrir Hörgsholti af Bjarna Sigurðssyni.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1625 þar sem sr. Halldór Daðason seldi Bjarna Sigurðssyni jörðina Hólmlátur á Skógaströnd, 40 hundruð að dýrleika. Í staðinn fékk sr. Halldór frá Bjarna alla jörðina Hörgsholt í Hrunamannahreppi, 30 hundruð að dýrleika. Í bréfinu er lýst landamerkjum á milli jarðanna Kaldbaks og Hörgsholts og á milli Hruna og Hörgsholts. Dags. í Hruna í Hrunamannahreppi 14. desember 1625. Afrit dags. í Skálholti 12. maí 1662.
„Kaupbréf séra Halldórs Daðasonar fyrir 5 hundruðum í Geldingaholti í Hreppum af Gísla Jónssyni fyrir 5 hundruð í Efstabæ í Skorradal anno 1640.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1640 þar sem Gísli Jónsson seldi sr. Halldóri Daðasyni 5 hundraða hlut í jörðinni Geldingaholti í Eystri hreppi. Á móti seldi sr. Halldór Gísla 5 hundraða hlut í jörðinni Efstabæ í Skorradal. Dags. í Hruna í Hrunamannahreppi 13. janúar 1640. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
„Kaupbréf séra Halldórs Daðasonar fyrir 5 hundruðum í Geldingaholti í Hreppum af Bjarna Jónssyni fyrir 10 hundruð í lausafé. Item kvittun Gísla Jónssonar uppá 5 hundraða í Efstabæ andvirði 1643.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1643 þar sem Bjarni Jónsson, með samþykki bróður síns Gísla Jónssonar, seldi sr. Halldóri Daðasyni 5 hundraða hlut í jörðinni Geldingaholti í Eystri hrepp. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi sr. Halldór Bjarna 10 hundruð í lausafé sem skyldi greiðast um næstu fardaga. Dags. í Hruna í Hrunamannahreppi 16. janúar 1643.
Á eftir bréfinu er staðfesting votta þess efnis að Bjarni Jónsson hafi meðtekið 10 hundruð frá sr. Halldóri í greiðslu fyrir 5 hundraða hlut í jörðinni Geldingaholti. Dags. í Hruna í Hrunamannahreppi 20. janúar 1645. Afrit beggja bréfanna dags. í Skálholti 21. október 1662.
„Meðkenning Margrétar Stephansdóttur uppá 5 hundruð í Geldingaholti Gísla Jónssyni til handa 1640.“
Afrit af bréfi frá árinu 1640 þess efnis að Margrét Stefánsdóttir hafi gefið sonum sínum, Gísla og Bjarna Jónssonum, 5 hundruð hvorum í jörðinni Geldingaholti í Eystri hrepp og þeim sé heimilt að ráðstafa þessum jarðarhlutum eins og þeim sýnist. Dags. í Geldingaholti í Eystri hrepp 2. mars 1640. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
Bréfið er nr. 6A í handritinu.
„Meðkenning Gísla Jónssonar að 10 hundruð í Geldingaholti hafi ei neinum veðuð verið. 1644.“
Gísli Jónsson lýsir yfir að hann viti ekki til þess að nokkrum manni, lífs eða liðnum, hafi verið lofaður sá 10 hundraða hlutur í jörðinni Geldingaholti, sem móðir hans átti, en var nú eign hans og Bjarna bróður hans. Dags. að Berghyl 26. júní 1644. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
Bréfið er nr. 6B í handritinu.
„Samþykki séra Jóns Jónssonar uppá sölu Gísla Jónssonar á 5 hundruðum í Geldingaholti séra Halldóri Daðasyni. Item uppá 5 hundraða parts sölu Bjarna Jónssonar úr sömu jörðu.“
Afrit af bréfi frá árinu 1641 þar sem sr. Jón Jónsson samþykkir sölu frænda sinna, Gísla og Bjarna Jónssona, á 10 hundraða hlut í jörðinni Geldingaholti í Eystri hrepp til sr. Halldórs Daðasonar. Dags. í Hruna í Hrunamannahreppi 8. desember 1641. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
„Kaupbréf séra Halldórs Daðasonar fyrir 5 hundruðum í Efstabæ af Gísla Jónssyni.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1640 þar sem Gísli Jónsson seldi sr. Halldóri Daðasyni 5 hundraða hlut í jörðinni Efstabæ í Skorradal. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi sr. Halldór Gísla 10 hundruð í lausafé sem skyldu greiðast um næstu fardaga auk ábýlis á jörðinni Berghyl í Hrunamannahreppi. Dags. í Geldingaholti í Eystri hrepp 2. mars 1640. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
„Kaupbréf Stephans Gunnarssonar fyrir hálfu Geldingaholti af Þorsteini Hallvarðssyni fyrir 20 hundruð í lausafé.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1589 þar sem Þorsteinn Hallvarðsson seldi Stefáni Gunnarssyni hálfa jörðina Geldingaholt í Eystri hrepp, 10 hundruð að dýrleika. Fyrir þennan hlut greiddi Stefán Þorsteini meðal annars 10 málnytu kúgildi, sex hundruð í geldum peningum og tvö hundruð í dauðum peningum. Dags. að Einarshöfn á Eyrarbakka 12. febrúar 1589. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
„Gjafabréf Margrétar Stephansdóttur fyrir Björk í Flóa og hálfu Geldingaholti í Eystrahrepp, af föður hennar, Stephani Gunnarssyni.“
Afrit af bréfi frá árinu 1607 þar sem Stefán Gunnarsson gefur dóttur sinni, Margréti Stefánsdóttur, jörðina Björk í Sandvíkurhreppi, 10 hundruð að dýrleika, 10 hundraða hlut í jörðinni Geldingaholti í Eystri hrepp auk 8 hundraða í fríðum og ófríðum peningum. Dags. að Oddgeirshólum 4. júlí 1607. Afrit dags. í Skálholti 22. október 1662.
„Dómur um Geldingaholt.“
Afrit af dómsbréfi frá árinu 1583. Bréfið er dómur kveðinn upp á þingi að Gröf í Hrunamannahreppi, að beiðni Stefáns Gunnarssonar, um gjöf Guðrúnar Gísladóttur til sonar síns, Gísla Stefánssonar. Guðrún gaf honum 10 hundraða hlut í jörðinni Oddgeirshólum fyrir hálfa jörðina Geldingaholt og kom dómsmönnum saman um að þessi gjöf væri lögmæt og Gísli Stefánsson væri réttur eigandi 10 hundraða hlutar í jörðinni Oddgeirshólum. Dags. í Skálholti 18. júní 1583. Afrit dags. í Skálholti 22. október 1662.
„Vitnisburðir uppá gjöf Guðrúnar heitinnar Gísladóttur á 10 hundruðum í Oddgeirshólum sem komið hefðu fyrir hálft Geldingaholt Gísla Stephanssyni.“
Afrit af bréfi frá árinu 1592. Bréfið er vitnisburðarbréf þar sem sr. Jón Egilsson og Ástríður Vermundsdóttir staðfesta að þau hafi verið viðstödd og heyrt Guðrúnu Gísladóttur gefa syni sínum, Gísla Stefánssyni, 10 hundraða hlut í jörðinni Oddgeirshólum fyrir hálfa jörðina Geldingaholt. Dags. að Hólum í Hrunamannahreppi 17. maí 1592. Afrit dags. í Skálholti 20. október 1662.
„40 hundruð í Kalastöðum um afhending til ummerkja 1662.“
Í bréfinu gefur Brynjólfur biskup Þorvarði Magnússyni umboð til að taka á móti tveimur þriðju hlutum í jörðinni Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd af bræðrunum sr. Einari og Þórarni Illugasonum. Í bréfinu lýsti sr. Einar einnig landamerkjum á milli jarðanna Kalastaða, Saurbæjar og Innrahólms í votta viðurvist. Sjá AM 273 fol., nr. 205 og 212. Dags. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 9. apríl 1662.
Bréfið er í brotinu 4to.
Blað 12v er autt.
„Kalastaðaskipti 1662.“
Í bréfinu er jörðinni Kalastöðum skipt á milli eigenda sinna en Brynjólfur biskup hafði keypt tvo þriðju hluta jarðarinnar af bræðrunum sr. Einari og Þórarni Illugasonum. Fóru skiptin fram 8. og 9. apríl 1662 á milli Þorvarðar Magnússonar, í umboði biskups, og Þórðar Illugasonar sem átti nú þriðjungshlut í jörðinni á móti biskupi. Kölluðu hvor um sig til þrjá fulltrúa til að annast skipti á húsum, túnum, engjum og hagalandi. Sjá bréf nr. 13. Dags. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 10. apríl 1662.
„Húsin á Kalastaðakoti skoðuð sem eftirfylgir.“
Húsin á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd skoðuð og ástand þeirra metið. Dags. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd 9. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 27. maí 1662.
Bréfið er nr. 15A í handritinu.
„Kaupbréf herra Odds Einarssonar fyrir Jökulsá í Borgarfirði austur af séra Rögnvaldi Einarssyni fyrir andvirði 7 hundraða í Nautabúi í Skagafirði 1626, 8. febrúar.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1626 þar sem herra Oddur Einarsson Skálholtsbiskup keypti alla jörðina Jökulsá á Borgarfirði eystri, 6 hundruð að dýrleika, af sr. Rögnvaldi Einarssyni og samerfingjum hans. Um leið var gerð upp skuld sr. Rögnvalds við biskup vegna 7 hundraða hlutar í jörðinni Nautabúi í Skagafirði. Dags. í Skálholti 8. febrúar 1626. Afrit dags. í Skálholti 20. mars 1664.
Bréfið er nr. 15B í handritinu.
„Umboðsbréf Magnúsar Kortssonar yfir Skammbeinsstaðaumboði og biskupstíundum í Rangárvallasýslu. Anno 1662.“
Brynjólfur biskup veitir Magnúsi Kortssyni umboð yfir jörðum Skálholtsdómkirkju í Skammbeinsstaðaumboði auk biskupstíundarumboðs í Rangárvallasýslu, á milli Þjórsár og Jökulsár. Í bréfinu er gerð grein fyrir skyldum Magnúsar sem umboðsmanns biskups og skyldum leiguliða Skálholtsjarða gagnvart umboðsmanninum. Dags. í Skálholti 12. maí 1662.
„Gjörningur og skilmáli millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Jóns Ólafssonar í Hraungerði, um jörðina Hraungerði og hennar kúgildi.“
Brynjólfur biskup veitir Jóni Ólafssyni ábýli á jörðinni Hraungerði. Dags. í Skálholti 13. maí 1662.
„Til minnis.“
Í bréfinu seldi Brynjólfur biskup Jóni Ólafssyni sex leigukúgildi með jörðinni Hraungerði fyrir 20 ríkisdali. Auk þess seldi biskup honum þrjú kúgildi til viðbótar fyrir þrjá unga hesta. Dags. í Skálholti 13. maí 1662.
„Staðfesting Jóns Ásmundssonar uppá sitt umboð yfir Skálholtsjörðum í Grímsnessumboði 1662.“
Brynjólfur biskup veitir Jóni Ásmundssyni áframhaldandi ráðsmannsumboð yfir jörðum Skálholtsstaðar í Hamraumboði og út með sjó. Dags. í Skálholti 14. maí 1662.
„Citatia prófastsins í Kjalarnessþingi og hans presta til Þingvalla synodi 1662.“
Í bréfinu boðar Brynjólfur biskup sr. Einar Illugason prófast í Kjalarnessþingi og presta í hans umdæmi til prestastefnu á Þingvöllum sumarið 1662. Ástæða boðunarinnar var að heyra málflutning sr. Þorsteins Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Útskálum, varðandi Útskáladóm þar sem sr. Þorsteinn var dæmdur fyrir hórdómsbrot og missti prestembætti sitt í kjölfarið. Bað biskup prófastinn og prestana að hlusta á málflutning sr. Þorsteins og bera fram andmæli. Var prestastefnudagurinn 1. júlí 1662 frátekinn vegna þessa máls og vonaði biskup að þar með væri því lokið. Dags. í Skálholti 15. maí 1662.
„Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá meðtekna fjóra seðla af Guðmundi Jónssyni 1662.“
Fjórir menn kvörtuðu til Guðmundar Jónssonar sýslumanns í Árnessýslu og töldu að Jón Ásmundsson umboðsmaður Hamraumboðs hafi tekið af þeim of marga fiska í vertíðarlok. Bað Guðmundur Jónsson biskup að koma á sáttum milli Jóns Ásmundssonar og mannanna fjögurra. Dags. í Skálholti 18. maí 1662.
„Ábúðarálit á hálfri Vatnsleysu Eiríks heitins Þorsteinssonar er þar bjó.“
Fimm erindrekar Brynjólfs biskups skoða og meta ástand bæjarhúsanna á jörðinni Vatnsleysu, en Eiríkur Þorsteinsson ábúandi á helmingi jarðarinnar var nú látinn. Dags. á Vatnsleysu 17. maí 1662. Afrit dags. í Skálholti 18. maí 1662.
„Dómsálit um ábúð Eiríks heitins Þorsteinssonar á hálfri Vatnsleysu.“
Sex dómkvaddir menn voru fengnir til að meta, að beiðni Guðmundar Jónssonar sýslumanns í Árnessýslu, hvort Eiríkur heitinn Þorsteinsson hafi byggt hálfa jörðina Vatnsleysu eins og lög og konungsbréf sögðu til um. Þar sem jörðin og bæjarhúsin voru í mikilli niðurníðslu þá dæmdu þeir að Eiríkur heitinn hafi ekki annast jörðina eins og leiguliða bar og því brotið lög og kong majestets bréf. Dags. 17. maí 1662. Afrit dags. í Skálholti 18. maí 1662.
„Bakkarholtsdómur um Bakkarholt 1662.“
Á manntalsþingi að Bakkárholti í Ölfusi kváðu sex dómkvaddir menn upp dóm um afhendingu Torfa Hákonarsonar á jörðinni Bakkárholti til sr. Jóns Daðasonar. Í bréfinu er að finna lýsingu á landamerkjum jarðarinnar Bakkárholts. Bréfið er skrifað upp eftir þingbók Guðmundar Jónssonar sýslumanns í Árnessýslu. Dags. að Bakkárholti í Ölfusi 3. maí 1662. Afrit dags. í Skálholti 18. maí 1662.
„Húsaskoðun í Efstadal þá Jón Skýðason við skildi og uppgaf fyrir ellisakir, hafði hann ábúið 25 ár.“
Að beiðni Guðmundar Jónssonar sýslumanns voru sex erindrekar fengnir til að skoða dómkirkjujörðina Efstadal í Grímsnesi. Jón Skýðason sem verið hafði leiguliði á jörðinni í 25 ár var nú hættur búskap vegna aldurs. Dags. í Efstadal í Grímsnesi 19. maí 1662. Afrit er ódags.
„Framburður Þorsteins Þorsteinssonar í Krýsuvík um trjátöku Jóns Ásmundssonar 1662.“
Þorsteinn Þorsteinsson gefur vitnisburð um að Jón Ásmundsson vinnumaður, sem var með öðrum vinnumönnum Skálholtsstaðar við útróðra í Krýsuvík, hafi með leynd tekið og flutt burt þrjár álnir af viðartrjám sem Skálholtsstaður átti í Krýsuvík. Dags. í Skálholti 22. og 23. maí 1662.
Bréfið er nr. 26A í handritinu.
Næsta bréf hefur númerið 27B, í stað 26B.
„Meðkenning séra Árna Halldórssonar uppá sín kirkjuprests laun.“
Sr. Árni Halldórsson kirkjuprestur í Skálholti kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt honum 20 ríkisdali í kaup fyrir síðastliðið ár. Dags. í Skálholti 23. maí 1662.
Bréfið er nr. 27B í handritinu.
„Borgun Jóns Ólafssonar í Hraungerði á kúgildum Helgu Jónsdóttur með Hraungerði 1662.“
Jón Ólafsson í Hraungerði afhendir í Hamarsrétt 14 kúgildi sem fylgt höfðu með Hraungerðishjáleigum en voru nú “ráðstafalaus hjá öreigum”. Brynjólfur biskup vildi heldur selja þessi kúgildi en “eiga hjá öreigum í von og háska”. Var búféð selt í Hamarsrétt og var virði þessara 14 kúgilda alls 26 ríkisdalir. Dags. í Skálholti 26. maí 1662. Afrit dags. í Skálholti 5. júní 1662.
Bréfið er nr. 27 í handritinu.
„Hörgsholts afhending og samþykki Halldóru Einarsdóttur uppá gjörning milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Halldórs Daðasonar 1662, 11. aprilis í Skálholti framfarinn. Item afhending 15 hundraða í fríðum peningum uppá sama gjörning.“
Sr. Halldór Daðason afhendir Brynjólfi biskup jörðina Hörgsholt eins og samkomulag þeirra vegna legorðsmáls Daða Halldórssonar við Ragnheiði Brynjólfsdóttur gerði ráð fyrir. Auk þess veitti sr. Halldór syni sínum, sr. Árna Halldórssyni, umboð til að afhenda Brynjólfi biskup hálfa jörðina Geldingaholt í Eystri hrepp. Í bréfinu samþykkir Halldóra Einarsdóttir, eiginkona sr. Halldórs, formlega borgunarsamkomulagið við Brynjólf biskup. Einnig greiddi sr. Halldór biskupi nú 75 hundraða skuld vegna Daða Halldórssonar. Sjá AM 273 fol., nr. 296 og 306. Dags. að Hruna í Ytri hrepp 29. maí 1662.
Ekkert bréf nr. 29.
„Prófastsbréf séra Björns Snæbjörnssonar í Snæfellssýslu.“
Brynjólfur biskup samþykkir og staðfestir val sóknarpresta í Snæfellssýslu þar sem þeir völdu sr. Björn Snæbjörnsson, sóknarprest á Staðarstað, í embætti héraðsprófasts í Snæfellssýslu. Dags. í Skálholti 2. júní 1662.
„Húsaskoðun á Geldingaholti, á parti biskupsins.“
Sex erindrekar Brynjólfs biskups skoða og lýsa húsakosti á jörðinni Geldingaholti. Einnig afhendir sr. Árni Halldórsson Brynjólfi biskup hálfa jörðina Geldingaholt, í umboði föður síns sr. Halldórs Daðasonar. Í bréfinu er landamerkjum jarðarinnar lýst. Sjá bréf nr. 28. Dags. að Háholti í Geldingaholtslandi og Skáldabúðum 4. júní 1662. Afrit dags. í Skálholti 5. júní 1662.
„Skáldabúðaskoðun.“
Jón Jónsson ábúandi á jörðinni Skáldabúðum, lýsir fyrir Brynjólfi biskup landamerkjum jarðarinnar Skáldabúða. Dags. að Skáldabúðum í Eystri hrepp 4. júní 1662.
„Húsin á Skáldabúðum sem eftirfylgir.“
Í bréfinu er lýst húsakosti á jörðinni Skáldabúðum. Dags. að Skáldabúðum í Eystri hrepp 4. júní 1662. Afrit dags. í Skálholti 5. júní 1662.
„Vitnisburður Steinunnar Finnsdóttur.“
Brynjólfur biskup ritar meðmælabréf fyrir Steinunni Finnsdóttur sem dvalið hafði í Skálholti um fimm ára skeið. Dags. í Skálholti 10. júní 1662.
„Reikningur séra Jóns Bjarnasonar í Bjarnanesi fyrir Bjarnanessumboðs meðferð og það annað sem hann hefur biskupsins vegna umboð yfir, anno 1661.“
Sr. Jón Bjarnason skilar til Brynjólfs biskups reikningi yfir afgjöld, landskuld og leigur í Bjarnanessumboði fyrir árið 1661. Bréfið er ódags.
„Qvittantia séra Jóns Bjarnasonar uppá þennan reikning.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að sr. Jón Bjarnason umboðsmaður Bjarnanessumboðs hafi staðið skil á afgjöldum, landskuld og leigum í Bjarnanessumboði Skálholtsstaðar fyrir árið 1661 og til fardaga 1662. Dags. í Skálholti 19. júní 1662.
„Vorgjaldareikningur af jörðum biskupsins í Borgarfirði sendur af Páli Teitssyni frá Vatnsendagrund anno 1662, 20. júní með Illuga Árnasyni.“
Páll Teitsson á Vatnsendagrund skilar til Brynjólfs biskups reikningi yfir vorgjöld af jörðum biskupsins í Borgarfirði. Dags. á Vatnsendagrund í Skorradal 20. júní 1662.
„Meðkenning Odds Eyjólfssonar uppá meðtekna 8 ríkisdali og 12 fjórðunga smjörs vegna Jóns yngra Eyjólfssonar 1662.“
Brynjólfur biskup afhendir Oddi Eyjólfssyni, vegna Jóns Eyjólfssonar yngri, átta ríkisdali og tólf fjórðunga smjörs fyrir andvirði 2 hundraða hlutar í jörðinni Þorláksstöðum sem biskup keypti af Jóni yngri í október 1661. Eftir stóðu 3 hundruð ógreidd af kaupverðinu. Sjá AM 273 fol., nr. 228 og 229. Dags. í Skálholti 21. júní 1662.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Haga 12 hundruð af Guðbjörgu Árnadóttur fyrir hálfa Hjartastaði 10 hundruð og 3 hundruð í lausafé gjört af Hjalta Jónssyni.“
Jarðabréf þar sem Guðbjörg Árnadóttir seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Haga á Vopnafirði, 12 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Guðbjörgu hálfa jörðina Hjartastaði, 10 hundruð að dýrleika, 1 hundraðs kú, 12 ær með lömbum og tveggja skjólna ketil um kauptíð. Auk þess fékk Guðbjörg ábúð á konungsjörðinni Brimnesi á Seyðisfirði fyrir lífstíð. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. að Brimnesi á Seyðisfirði 28. apríl 1661. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 8 hundruðum í Vakursstöðum og Hróaldsstöðum 6 hundruð, af Ólafi Sigfússyni fyrir Fagranes 12 hundruð og 6 hundruð í lausafé, gjört af Hjalta Jónssyni.“
Jarðabréf þar sem Ólafur Sigfússon seldi Brynjólfi biskup tvo þriðju hluta jarðarinnar Vakursstaða, 8 hundruð að dýrleika, og alla jörðina Hróaldsstaði, 6 hundruð að dýrleika, báðar jarðirnar á Vopnafirði. Á móti seldi Brynjólfur biskup Ólafi alla jörðina Fagranes á Langanesi, 12 hundruð að dýrleika, auk 6 hundraða í lausafé. Samningnum fylgdi það skilyrði að föðursystir Ólafs, Sólrún Sigurðardóttir, fengi að búa á Hróaldsstöðum svo lengi sem hún vildi. Einnig fékk Ólafur ábýli á ónefndri jörð með þeim skilmála að hann hjálpaði Brynjólfi biskup að eignast alla jörðina Vakursstaði, en þriðjungur hennar var í eigu systur Ólafs, Þórunnar Sigfúsdóttur. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Sjá AM 273 fol., nr. 127. Dags. að Meðalnesi í Fellum 28. janúar 1662. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Þorvaldsstöðum 8 hundruð af Sölva Gunnlaugssyni fyrir 5 hundruð í Skjöldólfsstöðum og 10 hundraða part, gjört af Hjalta Jónssyni.“
Jarðabréf þar sem Sölvi Gunnlaugsson seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Þorvaldsstaði á Langanesi, 8 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Sölva fjórðungshlut í jörðinni Skjöldólfsstöðum í Jökulsárdal, 5 hundruð að dýrleika. Þar að auki lofaði biskup að útvega Sölva annað hvort 8 hundraða hlut til viðbótar í Skjöldólfsstöðum eða alla jörðina Hjarðarhaga í Jökulsárdal, 10 hundruð að dýrleika. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Sjá AM 273 fol., nr. 254. Dags. að Hofteigi í Jökulsárdal 28. mars 1662. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Jökulsá 6 hundruð af Sigurði Jónssyni fyrir 2 hundruð í Aragerði gjört af Hjalta Jónssyni.“
Jarðabréf þar sem Sigurður Jónsson seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Jökulsá á Borgarfirði eystri, 6 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Sigurði 2 hundraða hlut í jörðinni Aragerði á Fáskrúðsfirði. Einnig lofaði biskup að taka son Sigurðar, Gísla Sigurðsson, til skólavistar í Skálholtsskóla um óákveðinn tíma eða þar til pilturinn gæti hlotið prestvígslu. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. að Meðalnesi 2. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Snjóholti 6 hundruð af Guðrúnu Árnadóttur fyrir 11 hundruð í Stóra Steinsvaði gjört af Hjalta Jónssyni.“
Jarðabréf þar sem Guðrún Árnadóttir seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Snjóholt, 6 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Guðrúnu 11 hundraða hlut í jörðinni Stóra Steinsvaði á Útmannasveit eða hlut í annarri jörð ef Guðrún kysi heldur. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. að Stóra Sandfelli í Skriðdal 21. janúar 1662. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Húsaskoðun á Þorvaldsstöðum á Ströndum.“
Erindrekar Brynjólfs biskups skoða og lýsa húsakosti á jörðinni Þorvaldsstöðum á Langanesi sem Sölvi Gunnlaugsson hafði nýlega selt biskupi. Sjá bréf nr. 41. Dags. að Þorvaldsstöðum á Langanesi 19. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Rekatrjáreikningur Hjalta Jónssonar af Bakka og Höfn á Ströndum.“
Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, sendir biskupi yfirlit yfir trjá og hvalreka á jörðunum Bakka og Höfn á Langanesi. Dags. 26. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Samþykki Tuma Hallssonar uppá það kaup er hans faðir Hallur Björnsson gjörði á hálfum Saurstöðum við Hjalta Jónsson.“
Í bréfinu samþykkir Tumi Hallsson sölu föður síns, Halls Björnssonar, á helmingi jarðarinnar Saurstaða í Jökulsárhlíð til Brynjólfs biskups. Sjá AM 273 fol., nr. 46. Dags. á Bakka á Langanesi 26. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Vitnisburðir uppá afgreitt hálfra Saurstaða andvirði Tuma Hallssyni.“
Hjalti Jónsson, í umboði Brynjólfs biskups, afhenti Tuma Hallssyni 24 ríkisdali og sex nýja katla sem var greiðsla fyrir hálfa jörðina Saurstaði sem Brynjólfur biskup keypti af föður Tuma, Halli Björnssyni. Sjá AM 273 fol., nr. 46. Dags. að Syðri Vík 29. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1662.
„Arfaskiptabréf millum barna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar gjört anno 1662.“
Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 138-141. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.
Erfðaskrá þar sem Brynjólfur biskup skiptir eignum sínum á milli barna sinna, Ragnheiðar og Halldórs, með samþykki eiginkonu sinnar, Margrétar Halldórsdóttur, sem lagði einnig sína fjármuni til skiptanna. Hér er að finna nákvæmt yfirlit yfir eignir biskupshjónanna í Skálholti árið 1662, bæði jarðeignir og lausafé. Dags. í Skálholti 1662.
„Kóngsbréf um kirkna inventarium 1650. Frederich den tredje medt Guds naade Danmarchis, Norgis, Wendis och Gottis koning.“
Henrik Bjelke lénsherra skrifaði bréfið upp eftir konungsbréfinu og sendi það til Brynjólfs biskups. Bréfið er á dönsku. Dags. í Kaupmannahöfn 3. maí 1650. Afrit dags. í Skálholti 25. júní 1662.
„Meðkenning Eirich Muncks uppá 1892 ríkisdali Skálholtsdómkirkju og annarra undirliggjandi kirkna á rentu hjá Islands Companiet í Kaupenhavn.“
Erick Munck kaupmaður á Eyrarbakka staðfestir að hann hafi móttekið rentu Skálholtsstaðar og kirkna Skálholtsumdæmis til Íslenska verslunarfélagsins í Kaupmannahöfn, alls 1892 ríkisdali. Dags. á Eyrarbakka 15. júní 1662. Afrit dags. í Skálholti 27. júní 1662.
„Gjafabréf til fátækra ekkna á jörðinni Reinir á Akranesi með 6 innistæðu kúgildum.“
Í bréfinu lýsir Brynjólfur biskup yfir að til að minna á “þakklæti við almáttugan Guð fyrir sína náð og þolinmæði og þakklæti” hafi hann ákveðið að gefa alla jörðina Reyni á Akranesi til fátækra ekkna. Afgjalda og aftekta af jörðinni muni njóta “ærleg og guðhrædd, sorgbitin ekkja sem á þrjú skilgetin börn eða þaðan af fleiri”. Veitti biskup sr. Jóni Jónssyni prófasti í Borgarfirði umboð yfir jörðinni og treysti honum til að finna jörðinni góðan ábúanda. Dags. í Skálholti 26. júní 1662.
„Meðkenning Bjarna Hallgrímssonar og Halldórs Brynjólfssonar uppá meðtekna eitt tólfrætt hundrað og tuttugu ríkisdali af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, fengna Bjarna Hallgrímssyni til meðferðar og nauðsynlegrar útdeilingar, en Halldóri Brynjólfssyni til nauðsynlegs uppheldis og tæringar.“
Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 141-142. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.
Brynjólfur biskup afhendir syni sínum, Halldóri Brynjólfssyni, og Bjarna Hallgrímssyni eitt tólfrætt hundrað og 20 ríkisdali. Halldór var á leið til Englands í nám og bað biskup Bjarna Hallgrímsson, sem búsettur var í Yarmouth á Englandi, að vera honum innan handar. Átti Bjarni að annast þessa fjármuni og útdeila þeim til Halldórs “til þarflegra nauðsynja, kosts og klæða og annars nauðsynlegs uppheldis, svo að hann sé vel og ærlega afhaldinn, en þó til einskis óhófs eða þarfleysu”. Lofaði Halldór föður sínum að varast allt óhóf og ofneyslu, drykkjuskap eða skuldasöfnun. Dags. í Skálholti 27. júní 1662.
„Borgun biskupsins á tini sem Bjarni Hallgrímsson flutti honum út. 12 ríkisdalir 1662.“
Brynjólfur biskup greiðir Bjarna Hallgrímssyni 12 ríkisdali fyrir tin sem Bjarni flutti hingað til lands frá Englandi að beiðni biskups. Dags. í Skálholti 27. júní 1662.
„Samþykki Sigríðar Sigurðardóttur ektakvinnu séra Magnúsar Péturssonar uppá sölu hans á 30 hundruðum í Holti í Svarfaðardal norður biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til handa fyrir 60 hundruð í lausafé.“
Í bréfinu samþykkir Sigríður Sigurðardóttir, eiginkona sr. Magnúsar Péturssonar prófasts í Skaftafellssýslu, sölu á 30 hundraða hlut í jörðinni Holti í Svarfaðardal til Brynjólfs biskups. Sjá AM 273 fol., nr. 293. Dags. 21. júní 1662.
„Reikningur Stephans Einarssonar á biskupstíundum í Skaftafellssýslu sem gjaldast áttu í vor 1662 hvorn hann stóð 28. júní hér í Skálholti.“
Stefán Einarsson skilar til Brynjólfs biskups reikningi yfir biskupstíundir í Skaftafellssýslu að Múlakvísl sem gjaldast áttu vorið 1662. Dags. í Skálholti 28. júní 1662.
„Kvittantia Stephans Einarssonar um meðferð á biskupstíundum í Skaftafellsþingi til þessa vors 1662.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Stefán Einarsson hafi staðið skil á biskupstíundum í Skaftafellssýslu sem gjaldast áttu vorið 1662.
„Handskrift biskupsins uppá meðtekna 4 ríkisdali af Einari á Núpsstað. 1662.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Hermann á Iðu hafi afhent honum 2 ríkisdali frá Einari Jónssyni á Núpsstað. Sjá AM 273 fol., nr. 189. Dags. í Skálholti 28. júní 1662.
„Meðkenning biskupsins uppá meðtekna 24 ríkisdali fyrir biskupstíundir af Barðastrandarsýslu af Þorleifi Magnússyni.“
Í bréfinu staðfestir Brynjólfur biskup að hann hafi meðtekið 24 ríkisdali frá Þorleifi Magnússyni vegna biskupstíunda úr Barðastrandarsýslu. Sama bréf og næsta bréf, nr. 59, en án undirskriftar. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1662.
Bréfið er ónúmerað í handritinu.
Bréfið er yfirstrikað í handritinu.
„Kvittantia biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Þorleifi Magnússyni útgefin uppá biskupstíundaumboð í Barðastrandarsýslu meðteknir 24 ríkisdalir.“
Í bréfinu staðfestir Brynjólfur biskup að hann hafi meðtekið 24 ríkisdali frá Þorleifi Magnússyni vegna biskupstíunda úr Barðastrandarsýslu. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1662.
„Til minnis.“
Í bréfinu eru fjórar kvittanir Brynjólfs biskups, gerðar á Þingvöllum. Ísleifur Magnússon afhenti 14 ríkisdali sem skyldu vera syni hans til uppihalds í Skálholtsskóla. Eilífur Sveinsson í Galmanstungu afhenti 6 ríkisdali. Sr. Jón Ólafsson afhenti biskupi 10 ríkisdali og 72 álnir vaðmáls í afgjöld af Skálholtsvík og Ámundi Þormóðsson afhenti 22 ríkisdali tveimur sonum sínum til uppihalds í Skálholtsskóla. Dags. á Þingvöllum 30. júní og 1. júlí 1662.
„Borgun biskupsins á kúgildum Helgu Jónsdóttur séra Sigurði Oddssyni 60 ríkisdalir 1662.“
Brynjólfur biskup greiðir sr. Sigurði Oddssyni 60 ríkisdali fyrir kúgildi sem Helga Jónsdóttir átti með jörðinni Hraungerði. Sjá bréf nr. 17, 18 og 27. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1662.
„Meðkenning Jóns Sigurðssonar uppá 16 ríkisdali 1662. Græðslukaup Jóns Gissurssonar og Jóns Eiríkssonar.“
Jón Sigurðsson staðfestir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 16 ríkisdali í lækningarlaun fyrir að græða Jón Gissursson skólapilt í Skálholti og Jón Eiríksson. Einnig lofaði biskup honum tólf fjórðungum smjörs og 6 vættum fiska í viðbótargreiðslu. Sjá AM 273 fol., nr. 259. Dags. í Skálholti 1. júlí 1662.
Á eftir bréfinu er yfirstrikuð staðfesting biskups þess efnis að hann hafi á Þingvöllum greitt Þórði Jónssyni í Hítardal 4 og hálfan ríkisdal í afgjöld af hálfu Kálfafelli í Hornafirði. Ódags.
„Virðing á þeim katli sem Gvöndur Torfason fékk eftir Halldóru sálugu Jónsdóttur 1662.“
Verðmat á katli sem Guðmundur Torfason erfði eftir Halldóru Jónsdóttur, tengdamóður Brynjólfs biskups. Var ketillinn metinn á fjögur ærgildi. Dags. í Skálholti 6. júlí 1662.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Efra Lækjardal 16 hundruð af Magnúsi Kortssyni fyrir gjald 1662.“
Jarðabréf þar sem Magnús Kortsson, fyrir hönd erfingja Magnúsar Þorsteinssonar, seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Efra Lækjardal, 16 hundruð að dýrleika. Fyrir jörðina greiddi biskup Magnúsi eitt tólfrætt hundrað ríkisdali. Jörðin var seld til skuldalausnar Magnúsar Þorsteinssonar eftir dómi sem dæmdur var á Þjóðólfshaga 1662. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1662.
„Án titils.“
Sr. Grímur Bergsveinsson staðfestir að Brynjólfur biskup hafi afhent sér 33 ríkisdali en þessa peninga átti sr. Grímur að færa Pétri Þórðarsyni á Innra Hólmi á Akranesi. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1662.
„Handskrift séra Þórðar Jónssonar í Hítardal uppá meðtekna landskuld 1662 af Kálfafellsparti 10 hundruð 4 ríkisdalir. Item landskuld af Gullberastaðaparti 1 ríkisdalur.“
Bréfritari : Þórður Jónsson
Sr. Þórður Jónsson í Hítardal staðfestir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér landskuld af 10 hundraða hlut í jörðinni Kálfafelli, alls 3 og hálfan ríkisdal. Einnig greiddi biskup honum einn ríkisdal í landskuld af 6 hundraða hlut í jörðinni Gullberastöðum. Dags. á Þingvöllum 3. júlí 1662.
„Meðkenning séra Árna Halldórssonar uppá silfurkaleik vegna séra Þorleifs Claussonar 1662.“
Sr. Árni Halldórsson kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi afhent sér gylltan silfurkaleik með ógylltri patínu sem sr. Árni átti að færa sr. Þorleifi Claussyni, presti á Útskálum. Brynjólfur biskup fékk þennan kaleik frá sr. Þorsteini Björnssyni fyrir að taka son hans, Jón Þorsteinsson, til skólavistar í Skálholtsskóla. Kaleikinn keypti svo sr. Þorleifur af biskupi fyrir 30 ríkisdali. Dags. í Skálholti 6. júlí 1662.
„Afhending séra Árna Halldórssonar á 20 ríkisdölum biskupinum vegna séra Þorleifs Claussonar fyrir biskupsins fisk í Garði suður 1662.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að sr. Þorleifur Clausson hafi greitt sér 18 ríkisdali, einn krossdal og einn sléttan dal vegna fisks sem aflaðist við útróðra frá Garði veturinn áður. Dags. í Skálholti 6. júlí 1662.
„Meðkenning Þorvarðs Magnússonar uppá það hann hefur meðtekið af Ásgeiri Arnoddarsyni og skútunni tilheyrði.“
Þorvarður Magnússon sendir Brynjólfi biskup yfirlit yfir hluti sem hann fékk afhenta í vertíðarlok frá Ásgeiri Arnoddarsyni og tilheyrðu skipi biskups á Skaga, meðal annars árar, reipi, segl, austurtrog og fleira. Dags. á Skipaskaga 25. júní 1662. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1662.
„Veð biskupsins fyrir Skálanesi í Seyðisfirði af Brandi Árnasyni 1662.“
Í bréfinu lofar Brandur Árnason að selja Brynjólfi biskup jörðina Skálanes á Seyðisfirði fyrir það verð sem þeir yrðu ásáttir um. Dags. að Meðalnesi 3. maí 1662.
Bréfið er nr. 70A í handritinu.
Bréfið er frumbréf í brotinu 4to.
Blað 63v er autt.
„Veðlýsing biskupsins fyrir nokkrum jarðarpörtum.“
Bjarni Eiríksson ráðsmaður Skálholtsstaðar lýsir yfir í Lögréttu á Þingvöllum að Brynjólfur biskup hafi forkaupsrétt á nokkrum jarðarhlutum á Austfjörðum, þegar þeir yrðu falir til kaups. Þetta voru hlutar í jörðunum Ljósalandi og Felli á Vopnafirði, Skálanesi á Seyðisfirði, Finnsstöðum á Útmannasveit, Snotrunesi á Borgarfirði eystri og Ásunarstöðum í Breiðdal. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1662.
Bréfið er frumbréf með eiginhandar undirskriftum, skrifað á samanlagt folio blað.
„Handskrift Hjalta Jónssonar uppá afgreidda peninga Sigurði Björnssyni í pant fyrir Hjarðarhagaparts andvirði 1663.“
Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, greiðir Sigurði Björnssyni fyrir andvirði jarðarinnar Hjarðarhaga sem Brynjólfur biskup keypti af honum. Dags. að Meðalnesi 21. júní 1663.
Bréfið er nr. 71A í handritinu.
Bréfið er frumbréf með eiginhandar undirskriftum í brotinu 4to., samfast við bréf nr. 70A.
Á blaði 64v er aðeins utanáskrift bréfs nr. 70A: Lögveð biskupsins í Skálanesi í Seyðarfirði af Brandi Árnasyni. Anno 1663.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 2 hundruðum í Snotrunesi af Bjarna Steingrímssyni fyrir 4 hundruð í lausafé gjört af Hjalta Jónssyni.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1651 þar sem Hjalti Jónsson, í umboði Brynjólfs biskups, kaupir 2 hundraða hlut í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri af Bjarna Steingrímssyni fyrir 4 hundruð í lausafé. Dags. 27. nóvember 1651. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1662.
Bréfið er nr. 70B í handritinu.
„Samþykki séra Þorleifs Claussonar uppá þann gjörning sem fram fór í Skálholti millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Halldórs og séra Jóns Daðasonar, vegna Daða Halldórssonar.“
Í bréfinu samþykkir sr. Þorleifur Clausson sættargjörðina sem fram fór á milli Brynjólfs biskups og sr. Halldórs og sr. Jóns Daðasona vegna legorðsmáls Daða Halldórssonar við Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Þorleifur var giftur Sigríði, dóttur sr. Halldórs Daðasonar. Sjá AM 273 fol., nr. 296. Dags. í Skálholti 3. júlí 1662. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1662.
„Reikningur séra Þorleifs Claussonar á biskupsins fiski og smjöri suður í Garði og öðru sem þeim viðvíkur. 1661 og 1662.“
Sr. Þorleifur Clausson afhendir Brynjólfi biskup reikning yfir smjör og fisk Skálholtsstaðar í Garði fyrir árin 1661 og 1662. Dags. 4. júlí 1662. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1662.
„Meðkenning Sigurðar Björnssonar uppá meðtekið andvirði hálfs Hjarðarhaga.“
Sigurður Björnsson kvittar fyrir að Hjalti Jónsson, fyrir hönd Brynjólfs biskups, hafi greitt sér í lausafé andvirði hálfrar jarðarinnar Hjarðarhaga. Dags. að Meðalnesi 23. júní 1661. Afrit dags. í Skálholti 7. júní 1662.
„Húsaskoðun á Brúnavík í Austfjörðum 1662.“
Tveir erindrekar Brynjólfs biskups skoða ástand bæjarhúsanna á jörðinni Brúnavík á Borgarfirði eystri. Dags. í Brúnavík 20. apríl 1662. Afrit dags. í Skálholti 7. júní 1662.
„Húsaskoðun á Snotrunesi í Borgarfirði í Austfjörðum.“
Fimm erindrekar Brynjólfs biskups skoða ástand bæjarhúsanna á jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Dags. á Snotrunesi 28. maí 1662. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1662.
„Húsaskoðun á biskupsins jörðu Hvoli í Austfjörðum.“
Sjö erindrekar Brynjólfs biskups skoða ástand bæjarhúsanna á jörðinni Hvoli á Austfjörðum. Dags. á Hvoli 25. maí 1662. Afrit dags. í Skálholti 7. júlí 1662.
„Útskrift af qvittantiu Hjalta Jónssonar fyrir afgjald af hans lénsjörðum.“
Jóhann Klein umboðsmaður á Bessastöðum kvittar fyrir að Hjalti Jónsson hafi greitt afgjöld af lénsjörðum sínum á Austfjörðum, frá fardögum 1661 til fardaga 1662, alls 8 ríkisdali. Bréfið er á dönsku. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1662. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1662.
„Útskrift af qvittantiu Halldórs Brynjólfssonar fyrir hans lénsjarða afgift.“
Jóhann Klein umboðsmaður á Bessastöðum kvittar fyrir að Halldór Brynjólfsson hafi greitt afgjöld af lénsjörðum sem hann hafði umboð yfir á Austfjörðum, frá fardögum 1661 til fardaga 1662, alls 13 ríkisdali. Bréfið er á dönsku. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1662. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1662.
„Án titils.“
Brynjólfur biskup afhenti Jóni Einarssyni 6 ríkisdali og bað hann að koma þeim til Péturs Þórðarsonar á Innra Hólmi á Akranesi. Dags. í Skálholti 14. júlí 1662.
„Meðkenning Jóns Eiríkssonar uppá 1 hundraðs skuld við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson sem biskupinn hans vegna greiddi Jóni Sigurðssyni í Káranesi í græðslukaup. Anno 1662.“
Jón Eiríksson meðkennir að hann skuldi Brynjólfi biskup eitt hundrað. Skuldin var þannig tilkomin að Brynjólfur biskup hafði greitt Jóni Sigurðssyni að Káranesi í Kjós lækniskostnað Jóns Eiríkssonar. Lofaði Jón að greiða biskupi eitt hundrað fyrir sumarlok, í góðum og gildum landaurum. Sjá bréf nr. 62. Dags. í Skálholti 10. júlí 1662.
„Reikningur Sigmundar Jónssonar í Herdísarvík á smjöri Helga Sveinssonar sem hann meðtók af Ásbirni Jörundssyni 23. oktobris anno 1661 með handskriftum Ásbjarnar Jörundssonar og Jóns Indriðasonar.“
Sigmundur Jónsson sendir Brynjólfi biskup reikning yfir meðtekin smjörgjöld af Herdísarvíkurbúi. Dags. í Skálholti 10. júlí 1662.
Bréfið er óheilt. Neðri hluti blaðsins er rifinn.
Bréf nr. 84 vantar. Það er ekki nefnt í registri bókarinnar.
Bréf nr. 85 vantar. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Reikningur Árna Pálssonar á Staðarfiski fluttum á Eyrarbakka og innsettum í Staðarhúsið.
„Commendatia Guðbrands Jónssonar til Kaupenhafnar.“
Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf til Kaupmannahafnarháskóla fyrir Guðbrand Jónsson stúdent úr Skálholtsskóla. Bréfið er á latínu. Dags. á Þingvöllum 3. júlí 1662.
Fyrri hluta bréfsins vantar. Titill er skrifaður eftir registri bókarinnar.
Blað 74r er óheilt, innri jaðar blaðsins er rifinn en hefur verið viðgerður með óskrifuðu blaði.
„Efra Lækjardals norður í Húnavatnsþingi andvirðis afgreiðsla og fjögurra meðfylgjandi innistæðukúgilda.“
Í bréfinu greiðir Brynjólfur biskup Magnúsi Kortssyni eitt tólfrætt hundrað ríkisdali (120 ríkisdali) sem var andvirði jarðarinnar Efra Lækjardals. Magnús Kortsson seldi biskupi jörðina á Þingvöllum sumarið 1662 til skuldalausnar barna Magnúsar heitins Þorsteinssonar, sýslumanns og umboðsmanns Skammbeinsstaðaumboðs, en Magnús Kortsson var tengdasonur Magnúsar Þorsteinssonar. Sjá bréf nr. 64. Bréfið er ódags.
Síðari hluta bréfsins vantar.
Bréf nr. 88 vantar. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Ingibjargar Jónsdóttur uppgjöf á 5 hundruðum í Vatnsenda í Ólafsfirði Árna Jónssyni til handa.
Bréf nr. 89 vantar. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Commendatia Árna Jónssonar til Kaupenhafnar.
Bréf nr. 90 vantar. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Sendibréf biskupinum tilskrifað af herra Henrik Bielke um kóngs erindi.
Bréf nr. 91 vantar. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til prófasta og presta um fríheit Jóns Þórarinssonar.
Bréf nr. 92 vantar. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Staðarlandseta í Flóa um leignaskilun á Eyrarbakka.
„Próventusamningur Guðrúnar Gísladóttur 5. apríl 1579.“
Afrit af gjafabréfi sem gert var að Miðfelli í Hrunamannahreppi föstudaginn eftir uppstigningardag árið 1577. Bréfið er próventugjörningur þar sem Guðrún Jónsdóttir gaf Guðrúnu Gísladóttur 10 hundraða hlut í jörðinni Geldingaholti og 6 málnytukúgildi sér til framfæris. Bréfið er skrifað í Skálholti tveimur árum síðar en þá var Guðrún Jónsdóttir látin. Sjá bréf nr. 101 og 102. Dags. í Skálholti 5. apríl 1579. Afrit dags. í Skálholti 1662.
Fyrri hluta bréfsins vantar. Titill bréfsins er skrifaður eftir registri bókarinnar.
„Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til prestanna í Borgarfirði og Snæfellssýslu um tillag séra Halldórs á Ölvastöðum.“
Sendibréf Brynjólfs biskups til sr. Sigurðar Oddssonar að Stafholti, prófasts í Borgarfirði og annarra sóknarpresta í Borgarfirði og Snæfellssýslu. Á Alþingi sumarið 1662 meðtók Brynjólfur biskup bréf frá sr. Halldóri Jónssyni á Ölvastöðum þar sem hann segist engin viðbrögð hafa fengið frá prestunum í Borgarfirði og Snæfellssýslu við ósk sinni um fjárhagsaðstoð. Biskup er undrandi á að prestarnir tregist við að veita "þetta lögboðið ölmusuverk" og ítrekar skyldu prestanna til að aðstoða sr. Halldór. Sjá AM 273 fol., nr. 287. Dags. í Skálholti 20. júlí 1662.
„Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Halldórs Daðasonar í Hruna með séra Árna Halldórssyni.“
Sendibréf Brynjólfs biskups til sr. Halldórs Daðasonar í Hruna. Þar tjáir biskup sr. Halldóri að hann hafi sent sr. Árna Halldórsson, prest í Skálholti og son sr. Halldórs, til Hruna til að vera föður sínum til aðstoðar í hans "aldurdómi og veikleika". Daði Halldórsson hafði verið vígður aðstoðarprestur hjá föður sínum í Hruna en missti embættið er upp komst um samband hans við Ragnheiði Brynjólfsdóttur. Segir biskup að sr. Árni hverfi frá Skálholti með sínum vilja og þeirra beggja samþykki. Dags. í Skálholti 21. júlí 1662.
Bréf nr. 96 vantar. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Arfahyllingareiður Íslands.
Bréf nr. 97 vantar. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Islands obligatia og supplicatia.
„Islands obligatia og supplicatia.“
Bænaskrá presta til konungs skrifuð fyrir Kópavogsfundinn árið 1662 í tilefni af einveldisskuldbindingu Íslands. Í bókinni er einungis niðurlag bréfsins þar sem segir að afrit bænaskrárinnar sé rétt uppskrifað eftir frumbréfinu. Dags. í Skálholti 3. ágúst 1662.
Fyrri hluta bréfsins vantar. Titill bréfsins er skrifaður eftir registri bókarinnar.
Blað 77v er autt.
„Meðkenning og afturkall séra Þórðar Sveinssonar á orðum eður skrifi sem eftir honum kynni að finnast uppá biskupinn M. Brynjólf Sveinsson.“
Í bréfinu afturkallar sr. Þórður Sveinsson opinberlega öll ummæli sem hann hefur uppi haft um Brynjólf biskup, í ræðu, bréfum eða öðru skrifi og biður biskup að fyrirgefa sér og styrkja til betri hegðunar. Dags. í Kópavogi 30. júlí 1662. Afrit dags. í Skálholti 3. ágúst 1662.
„Kaupbréf Gísla Sveinssonar fyrir hálfu Geldingaholti 10 hundruð af Magnúsi Jónssyni fyrir 12 hundruð í lausafé.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1563 þar sem hjónin Magnús Jónsson og Guðrún Jónsdóttir seldu Gísla Sveinssyni hálfa jörðina Geldingaholt í Eystri hrepp fyrir 12 hundruð í lausafé. Dags. á jólaföstu 1563. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
„Vitnisburðir um hálft Geldingaholt í Eystri hreppum.“
Afrit af vitnisburði sem gerður var á Miðfelli 4. dag páska 1577. Í bréfinu lýsti Gísli Sveinsson yfir að Guðrún Jónsdóttir skyldi hafa 10 hundraða hlut úr jörðinni Geldingaholti til framfæris eftir sinn dag, auk 6 kúgilda. Skyldi Guðrún ákveða hvort hún vildi búa hjá einhverju barna sinna eða hjá Guðrúnu Gísladóttur sem var eiginkona Gísla Sveinssonar. Bréfið var skrifað í Skálholti tveimur árum síðar en þá var Gísli látinn. Sjá bréf nr. 93. Dags. í Skálholti 7. mars 1579. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
„Dómur um hálft Geldingaholt 1583.“
Afrit af dómi frá árinu 1583 sem kveðinn var upp á þingi að Gröf í Hrunamannahreppi. Dómurinn kveður upp úr um ágreining á milli sr. Guðmundar Gíslasonar og Stefáns Gunnarssonar um réttmætan eiganda hálfrar jarðarinnar Geldingaholts. Samkvæmt dóminum taldist jörðin réttmæt eign erfingja Guðrúnar heitinnar Gísladóttur því Guðrún Jónsdóttir kaus sér búsetu hjá henni. Sjá bréf nr. 93 og 101. Dags. í Skálholti 7. júní 1583. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1662.
Blað 81r er autt.
„Kaupmálabréf Halldórs Einarssonar og Hallberu Magnúsdóttur.“
Kaupmálabréf hjónaefnanna Halldórs Einarssonar, yfirbryta í Skálholti, og Hallberu Magnúsdóttur samþykkt í Skálholti af Brynjólfi biskup og foreldrum verðandi brúðhjóna í viðurvist fimm trúlofunarvotta. Voru þau síðan gefin saman í hjónaband 29. september 1662. Dags. í Skálholti 24. ágúst 1662 og 29. september 1662.
„Byggingarráðabréf Björns Þorvaldssonar yfir Vindási á Landi.“
Brynjólfur biskup veitir Birni Þorvaldssyni ábýli og öll byggingarráð á dómkirkjujörðinni Vindási á Landi. Dags. í Skálholti 23. september 1662.
„Meðkenning Péturs Þórðarsonar uppá meðtekna sex ríkisdali af hálfu biskupsins vegna bróður síns Henriks Þórðarsonar 1662.“
Pétur Þórðarson staðfestir að hann hafi móttekið 6 ríkisdali frá Brynjólfi biskup. Sjá bréf nr. 81. Dags. á Innra Hólmi á Akranesi 24. september 1662. Afrit dags. í Skálholti 14. október 1662.
„Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson á húsasmíði á Vatnsendagrund síðan í fyrrahaust 1661 til þessa 1662, 24 septembris.“
Brynjólfur biskup greiðir Erlendi Þorsteinssyni smið kaup fyrir smíðavinnu sína á Vatnsendagrund frá haustinu 1661 til 24. október 1662. Á þeim tíma smíðaði Erlendur meðal annars predikunarstól, altari, krosshús og skemmu og annaðist viðarflutninga frá Hvalfirði til Vatnsendagrundar. Dags. í Skálholti 24. og 25. september 1662.
Bréfið er nr. 106A í handritinu.
„Reikningur biskupsins við Erlend Þorsteinsson um hans smíðakaup 1663.“
Brynjólfur biskup greiðir Erlendi Þorsteinssyni laun fyrir smíðavinnu sína á Vatnsendagrund frá október 1662 til 15. júní 1663. Á þeim tíma smíðaði Erlendur meðal annars glugga í kirkjuhúsið, þiljaði kirkjuhúsið, kór og kirkju og lagði stéttir á milli húsa. Dags. á Vatnsendagrund 15. júní 1663 og í Skálholti 3. júlí 1663.
Bréfið er nr. 106B í handritinu.
Rifið er neðan af blaðinu. Ein undirskriftin er rifin af.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 5 hundruðum í Skipaskaga á Akranesi af Pétri Þórðarsyni fyrir lausafé 1662.“
Jarðabréf þar sem Pétur Þórðarson seldi Brynjólfi biskup 5 hundraða hlut í jörðinni Skipaskaga á Akranesi. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup Pétri 36 ríkisdali og 16 vættir fiska. Samninginn gerði Oddur Eyjólfsson, skólameistari í Skálholti, í umboði Brynjólfs biskups. Dags. að Innra Hólmi á Akranesi 24. september 1662.
Undir fyrirsögn bréfs nr. 107 heldur bréf nr. 106B áfram. Bréf nr. 107 hefst á blaði 85r.
„Continuatio reikningsskapar við Þórólf Guðmundsson uppá greiðslur við hann fyrir Syðri Grófarparts andvirði sem vera átti 27 hundruð, priora hujus generis qvære supra tomis aliqvot præcedentibus.“
Reikningur yfir greiðslur Brynjólfs biskups til Þórólfs Guðmundssonar vegna kaupa biskups á jörðinni Syðri Gröf í Flóa árið 1659. Jarðabréfið er í AM 272 fol., nr. 233. Sjá einnig AM 273 fol., nr. 54 og 94. Bréfið er ódags.
Blað 86v er autt.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Ási í Fellum fyrir Hörgsholt, Skáldabúðir, hálfs Geldingaholt og Kvísker af Bjarna Eiríkssyni.“
Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi Bjarna Eiríkssyni, ráðsmanni Skálholtsstaðar, fjórar jarðir eða jarðarhluta. Þetta voru öll jörðin Hörgsholt í Hrunamannahrepp, 30 hundruð að dýrleika, hálf jörðin Geldingaholt í Eystri hrepp, 10 hundruð að dýrleika og öll jörðin Kvísker í Öræfum, 6 hundruð að dýrleika. Í skiptum fyrir þessar fjórar jarðir seldi Bjarni Eiríksson Brynjólfi biskup alla jörðina Ás í Fellum á Fljótsdalshéraði, 30 hundruð að dýrleika. Kaupunum fylgdu einnig jarðir Áskirkju sem voru Fjallsel, 6 hundruð að dýrleika, Kross, 6 hundruð að dýrleika og Hafrafell, 18 hundruð að dýrleika. Dags. í Skálholti 7. október 1662.
„Kúgilda umskipti biskupsins og Bjarna Eiríkssonar.“
Í bréfinu selur Brynjólfur biskup Bjarna Eiríkssyni innistæðukúgildi með jörðunum Hörgsholti, Skáldabúðum, Kvískerjum og Geldingaholti í skiptum fyrir kúgildi jarðarinnar Áss í Fellum. Dags. í Skálholti 7. október 1662.
„Vígslubréf Benedikts Péturssonar.“
Brynjólfur biskup vígir Benedikt Pétursson til aðstoðarprests hjá sr. Auðunni Jónssyni, sóknarpresti að Hesti í Borgarfirði. Sr. Auðunn óskaði eftir aðstoðarpresti "sökum elli sinnar, veikrar sjónar, líkamsþunga og veikleika torfæruvega milli kirknanna og í sóknirnar, mannfjölda og annars þess háttar". Var Benedikt prestvígður í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 12. október 1662. Dags. í Skálholti 13. október 1662.
„Löglagning Árna Pálssonar til Öxarárþings 1663 um Bakkarholt 1662.“
Brynjólfur biskup birtir og auglýsir fyrir Árna Pálssyni lögréttumanni dóm sem gengið hafði á manntalsþingi að Bakkárholti 3. maí 1662 um lögmæti sölu Árna Pálssonar á jörðinni Bakkárholti til Hákonar Bjarnasonar og sr. Jóns Daðasonar. Aðkoma biskupsins að þessu máli varðaði engisítak dómkirkjujarðarinnar Gljúfurs í Ölfusi í landi Bakkárholts. Samkvæmt jarðabréfinu myndi Skálholtsdómkirkja missa þetta ítak. Afráðið var að útkljá málið á næsta Öxarárþingi, sumarið 1663. Dags. í Skálholti 13. október 1662.
„Reikningur milli biskupsins og Árna Pálssonar í Þorlákshöfn.“
Reikningur Árna Pálssonar lögréttumanns í Þorlákshöfn sendur Brynjólfi biskup. Dags. í Skálholti 13. október 1662.
„Seðill séra Magnúsar Péturssonar uppá sex ríkisdali Guðnýju Pálsdóttur útgefinn hjá biskupinum að meðtaka hvorn Guðný fékk biskupinum til eignar með sínu bréfi sendu með syni hennar.“
Bréfritari : Magnús Pétursson
Í bréfinu segir sr. Magnús Pétursson, prófastur í Skaftafellssýslu, að Guðný Pálsdóttir hafi afhent sér bækur að andvirði 6 ríkisdala. Biður sr. Magnús Brynjólf biskup að greiða Guðnýju verð bókanna, fyrir sína hönd. Dags. 18. september 1662. Afrit dags. í Skálholti 14. október 1662.
„Kaupbréf séra Bjarna Ormssonar fyrir jörðinni Jökulsá í Borgarfirði austur 6 hundruð af herra Oddi Einarssyni fyrir 5 hundruð í Möðruvöllum í Kjós.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1626 þar sem herra Oddur Einarsson Skálholtsbiskup seldi sr. Bjarna Ormssyni jörðina Jökulsá á Borgarfirði eystri, 6 hundruð að dýrleika. Á móti seldi sr. Bjarni herra Oddi 5 hundraða hlut í jörðinni Möðruvöllum í Kjós auk 8 ríkisdala í lausafé. Í bréfinu er lýsing á jörðinni Jökulsá og lengd Jökulsársands. Sigurður Jónsson á Egilsstöðum sendi Brynjólfi biskup jarðabréfið, ásamt sendibréfi. Sjá bréf nr. 116. Dags. í Skálholti 2. júlí 1626. Afrit dags. í Skálholti 14. október 1662.
„Inntak úr bréfi Sigurðar Jónssonar á Egilsstöðum austur biskupinum tilskrifuðu 1662.“
Sendibréf Sigurðar Jónssonar á Egilsstöðum til Brynjólfs biskups. Þar segir Sigurður að hann hafi aldrei fengið í hendur bréflega lýsingu á landamerkjum jarðarinnar Jökulsár á Borgarfirði eystri og ekki sé víst hvort Jökulsársandur tilheyri jörðinni Jökulsá eða jörðinni Bakka. Í bréfinu lýsir Sigurður landamerkjum jarðarinnar eins og hann telur þau rétt vera. Dags. á Egilsstöðum 15. september 1662. Afrit dags. í Skálholti 15. október 1662.
„Inntak af sendibréfi Einars Magnússonar í Njarðvík austur lögréttumanns biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni tilskrifuðu með skólapiltum 1662 meðteknu 14. oktobris hljóðandi um landamerki biskupsins jarða Hvols og Jökulsár í Borgarfirði austur, sem átti í umliggjandi jörðum Gilsárvelli og Bakka.“
Brot úr sendibréfi Einars Magnússonar lögréttumanns í Njarðvík á Borgarfirði eystri til Brynjólfs biskups þar sem hann lýsir staðháttum og næstu jörðum við Jökulsá á Borgarfirði eystri. Með bréfinu fylgdi lýsing Einars á landamerkjum jarðanna Jökulsár og Hvols. Sjá bréf nr. 118 og 119. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 7. september 1662. Afrit dags. í Skálholti 15. október 1662.
„Vitnisburður og meðkenning Einars Magnússonar í Njarðvík austur lögréttumanns uppá landamerki jarðarinnar Jökulsár í Borgarfirði austur í Desjamýrar kirkjusókn útgefin 1662.“
Í bréfinu lýsir Einar Magnússon lögréttumaður í Njarðvík á Borgarfirði eystri landamerkjum jarðarinnar Jökulsár á Borgarfirði eystri. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 6. september 1662. Afrit dags. í Skálholti 15. október 1662.
„Vitnisburður og meðkenning Einars Magnússonar í Njarðvík austur lögréttumanns uppá landamerki jarðarinnar Hvols í Borgarfirði austur 1662.“
Í bréfinu lýsir Einar Magnússon lögréttumaður í Njarðvík á Borgarfirði eystri landamerkjum jarðarinnar Hvols á Borgarfirði eystri. Dags. í Njarðvík á Borgarfirði eystri 6. september 1662. Afrit dags. í Skálholti 16. október 1662.
„Gjörningur milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Gissurar Pálssonar um 10 hundruð í Berufirði.“
Þann 15. ágúst 1662 seldi Gissur Pálsson Brynjólfi biskup þriðjungshlut í jörðinni Berufirði fyrir aðra ónefnda fastaeign. Nú var Gissur kominn til Skálholts og óskaði eftir að fá til eignar jarðarhlut á Austfjörðum en ekki annars staðar á landinu. Biskup gat ekki svarað þessari beiðni Gissurar að svo stöddu en á meðan ekki finndist jarðarhlutur við hæfi þá skyldi Gissur njóta allra afgjalda af jörðinni Berufirði. Dags. í Skálholti 17. október 1662.
„Vígslubréf séra Illuga Vigfússonar til capellans sínum föður séra Vigfúsi Illugasyni á Setbergi í Eyrarsveit.“
Brynjólfur biskup vígir Illuga Vigfússon til aðstoðarprests hjá föður sínum, sr. Vigfúsi Illugasyni sóknarpresti á Setbergi í Eyrarsveit. Var Illugi prestvígður í dómkirkjunni í Skálholti 19. október 1662 sem var 21. sunnudagur eftir trinitatis. Dags. í Skálholti 19. október 1662.
„Upplag Gissurar Pálssonar á sölu systra sinna Guðrúna tveggja Pálsdætra á 9 hundruðum í Berufirði.“
Í bréfinu lofar Gissur Pálsson, fyrir hönd systra sinna Guðrúnar og Guðrúnar Pálsdætra, að selja Brynjólfi biskup 9 hundraða hlut í jörðinni Berufirði, en systurnar voru eigendur þessa jarðarhluta. Dags. í Skálholti 20. október 1662. Afrit dags. í Skálholti 20. október 1662.
„Útskrift af sendibréfi Bjarna Eiríkssonar frá Oddgeirshólum biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni tilskrifuðu anno 1662, 22. oktobris þar inni hann greinir skjöl þau er hann biskupinum sendir hljóðandi uppá Ás austur og Hafrafell í Fellum í Fljótsdalshéraði sem og Torfuland 2 hundruð Ásskirkjueign.“
Bréfritari : Bjarni Eiríksson
Sendibréf Bjarna Eiríkssonar til Brynjólfs biskups en meðfylgjandi bréfinu voru gjörningsbréf varðandi jörðina Ás í Fellum, Hafrafell í Fellum og Torfuland sem var eign Áskirkju. Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup keypti af Bjarna Eiríkssyni jörðina Ás í Fellum með Hafrafelli og Torfulandi, sjá bréf nr. 109. Gjörningsbréfin sem fylgdu sendibréfinu, sjá bréf nr. 124-126. Dags. að Oddgeirshólum 22. október 1662. Afrit dags. í Skálholti 26. október 1662.
„Útskrift af gjörningsbréfi Eiríks Snjólfssonar við ektakvinnu sína Þuríði Þorleifsdóttur þar inni hann selur henni Ás í Fellum með Áseignum tilgreindu Hafrafelli og Torfulandi, fyrir 36 hundruð fyrir norðan.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1566 þar sem Eiríkur Snjólfsson seldi eiginkonu sinni, Þuríði Þorleifsdóttur, jörðina Ás í Fellum. Með Ási fylgdu jarðirnar Hafrafell, Kross og Fjallsel en þær voru eign kirkjunnar að Ási. Dags. föstudaginn fyrir Pálsmessu um veturinn 1566. Afrit dags. í Skálholti 27. október 1662.
„Vitnisburðir fjögurra manna að Bjarni Oddsson hafi haldið öllu Hafrafelli undir kirkjuna í Ási austur í Fljótsdalshéraði.“
Vitnisburðarbréf þar sem Bjarni Snjólfsson, Hjalti Jónsson, Stefán Jónsson og Grímur Jónsson lýsa yfir að jörðin Hafrafell sé eign kirkjunnar að Ási. Staðfestu þeir að dómur hafi gengið um réttmæti jarðabréfs Eiríks Snjólfssonar og Þuríðar Þorleifsdóttur og þar hafi eignarhald Áskirkju á jörðunum Hafrafelli, Krossi og Fjallseli verið staðfest. Dags. að Ási í Fellum 17. september 1654. Afrit dags. í Skálholti 27. október 1662.
„Meðkenning Einars Magnússonar um Egilsstaðadóm genginn af honum um Hafrafell og Torfuland.“
Einar Magnússon, lögréttumaður í Njarðvík á Borgarfirði eystri, staðfestir að dómur hafi gengið á þriggja hreppa þingi að Egilsstöðum um réttmæti jarðabréfs þar sem Eiríkur Snjólfsson seldi eiginkonu sinni, Þuríði Þorleifsdóttur, jörðina Ás í Fellum. Niðurstaða dómsins var sú að jarðirnar Torfuland, Hafrafell, Kross og Fjallsel væru eign Áskirkju í Fellum. Dags. að Ási í Fellum 16. september 1654. Afrit dags. í Skálholti 27. október 1662.
„Máldagi kirkjunnar undir Ási í Fljótsdalshéraði eftir biskups Wilchins Vísitasíubók er liggur í Skálholti handskriftuð af herra Oddi Einarssyni og herra Gísla Oddssyni og M. Brynjólfi Sveinssyni.“
Máldagi kirkjunnar að Ási í Fellum á Fljótsdalshéraði skrifaður upp eftir Vísitasíubók Vilkins biskups, en bókin var geymd í Skálholti. Dags. í Skálholti 27. október 1662.
„Útskrift af Áskirkju máldaga í Fellum eftir Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar anno 1576.“
Máldagi kirkjunnar að Ási í Fellum á Fljótsdalshéraði frá árinu 1576, skrifaður upp eftir Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups. Dags. í Skálholti 27. október 1662.
„Byggingarbréf Björns Halldórssonar á Auðsholti í Ölfusi.“
Brynjólfur biskup veitir Birni Halldórssyni ábýli á dómkirkjujörðinni Auðsholti í Ölfusi, frá næstu fardögum og til frambúðar "á meðan hann heldur og uppfyllir kong majestatis bréf, recess og önnur mandata sem út eru gefin um jarðanna ábúð". Í bréfinu er nákvæm útlistun á skyldum landseta á jörðum dómkirkjunnar í Skálholti. Dags. í Skálholti 8. nóvember 1662.
„Útskrift af kaupbréfi Hákonar Bjarnasonar fyrir jörðinni Bakkarholti í Ölfusi 23 hundruð fyrir 38 hundruð í fastaeign af Árna Pálssyni.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1654 þar sem Árni Pálsson, lögréttumaður í Þorlákshöfn, seldi Hákoni Bjarnasyni jörðina Bakkárholt í Ölfusi, 23 hundruð að dýrleika. Í staðinn fékk Árni þrjá jarðarhluta frá Hákoni: 10 hundraða hlut í Hömrum í Holtum, hálfan Útskálahamar í Kjós, 8 hundruð að dýrleika og Gautastaði í Fljótum, 20 hundruð að dýrleika. Jörðina Bakkárholt seldi Hákon Bjarnason síðan strax til sr. Jóns Daðasonar. Dags. að Bakkárholti í Ölfusi 11. maí 1654. Afrit dags. í Skálholti 8. nóvember 1662.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 1 hundraði og 80 álnum í Gröf í Grímsnesi af Narfa Einarssyni.“
Jarðabréf þar sem Narfi Einarsson seldi Brynjólfi biskup eitt hundrað og 80 álna hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi, en Narfi hafði áður selt biskupi jafnstóran hlut í jörðinni. Fyrir þennan jarðarpart greiddi biskup Narfa 3 hundruð og 100 álnir í lausafé. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1662.
„Byggingarbréf Narfa Einarssonar fyrir Efstadal.“
Brynjólfur biskup veitir Narfa Einarssyni ábýli á dómkirkjujörðinni Efstadal í Grímsnesi svo lengi sem þeim báðum um semst. Í bréfinu er lýst skyldum Narfa sem landseta á jörð Skálholtsdómkirkju. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1662.
„Gamalt kaupbréf fyrir Ási í Fellum austur, útskrifað af gamalli máldagabók Skálholtskirkju.“
Afrit af gömlu jarðakaupabréfi frá árinu 1463, skrifað upp eftir máldagabók Skálholtskirkju. Þar seldi Magnús Árnason Þorgils Finnbogasyni jörðina Ás í Fellum á Fljótsdalshéraði í skiptum fyrir alla jörðina Ljótsstaði á Vopnafirði og hálfa jörðina Breiðumýri í Þistilfirði. Í bréfinu er lýsing á landamerkjum jarðarinnar Áss auk útlistunar á hlunnindum hennar. Dags. að Ási í Fellum þriðja dag hinn næsta fyrir Festum Mathei apostoli et Evangelistæ 1463. Afrit dags. í Skálholti 11. nóvember 1662.
„Lýsing Þuríðar Þorleifsdóttur um Áskirkju eignir út af máldagabók Skálholtskirkju sem herra Oddur hefur látið skrifa.“
Afrit af bréfi frá árinu 1592 úr máldagabók Skálholtskirkju. Í bréfinu er yfirlýsing Þuríðar Þorleifsdóttur þess efnis að kirkjan að Ási í Fellum eigi jarðirnar Hafrafell, 9 hundruð að dýrleika, Kross, 6 hundruð að dýrleika, Fjallsel auk 12 hundraða í fríðum og ófríðum peningum. Sjá bréf nr. 124. Dags. á Skeggjastöðum 14. júní 1592. Afrit dags. í Skálholti 13. nóvember 1662.
„Reikningur Magnúsar Kortssonar á biskupstíundum í Rangárvallasýslu sem lúkast áttu um vorið 1662.“
Magnús Kortsson skilar til Brynjólfs biskups reikningi yfir meðteknar biskupstíundir úr Rangárvallasýslu sem gjaldast áttu vorið 1662. Dags. í Skálholti 13. nóvember 1662.
„Kvittun Magnúsar Kortssonar fyrir umboðsmeðferð hans á Skálholtsstaðar vorgjöldum í Skammbeinsstaðaumboði og biskupstíundameðferð í Rangárvallasýslu sem áféllu í vor 1662.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Magnús Kortsson hafi skilað reikningi yfir meðteknar biskupstíundir úr Rangárvallasýslu auk reiknings yfir vorgjöld af jörðum dómkirkjunnar í Skammbeinsstaðaumboði frá fardögum 1661 til fardaga 1662. Dags. í Skálholti 13. nóvember 1662.
„Samþykki Magnúsar Einarssonar í Gröf í Grímsnesi uppá sölu systkina sinna biskupinum til eignar á þeim pörtum sem hann hefur hingað til af þeim keypt í Gröf í Grímsnesi. Sem og lofun Magnúsar biskupinum fyrstum manna að selja þann part sem hann ætti eða eigandi yrði í þessari Gröf, með fullnaðar handsölum þegar hann vildi eða þyrfti selja.“
Magnús Einarsson að Gröf í Grímsnesi samþykkir sölu systkina sinna, Narfa og Guðrúnar, á þeirra hlutum í jörðinni Gröf til Brynjólfs biskups. Einnig lofaði Magnús að selja Brynjólfi biskup fyrstum manna sinn hlut í jörðinni, ef til þess kæmi að hann vildi eða þyrfti að selja. Sjá AM 273 fol., nr. 160 og 213 og AM 274 fol., nr. 131. Dags. í Skálholti 17. nóvember 1662.
„Kvittun útgefin af séra Árna Halldórssyni uppá sín prestþjónustu laun 1662.“
Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 153. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.
Sr. Árni Halldórsson kvittar fyrir að hafa móttekið full laun fyrir starf sitt sem kirkjuprestur í Skálholti. Sr. Árni hvarf nú frá Skálholti til að gerast aðstoðarprestur föður síns í Hruna, sr. Halldórs Daðasonar. Sjá bréf nr. 95. Dags. í Skálholti 26. nóvember 1662.
„Kvittun og meðkenning Páls Gíslasonar uppá meðtekið andvirði hálfs Brúsholts í Borgarfirði 8 hundruð 1662.“
Páll Gíslason lögréttumaður á Hvanneyri kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi að fullu greitt sér andvirði hálfrar jarðarinnar Brúsholts í Borgarfirði. Sjá jarðabréfið í AM 273 fol., nr. 174. Dags. á Hvanneyri í Borgarfirði 9. nóvember 1662. Afrit dags. í Skálholti 4. desember 1662.
„Kvittun Þorvarðs Magnússonar fyrir Heynessumboðs og Skipaskagaumboðs meðferð til þessa.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Þorvarður Magnússon hafi staðið full skil á afgjöldum í Heynessumboði auk inntekta og úttekta í sjávarútvegsumboðinu í Hvalfirði og á Akranesi. Dags. í Skálholti 5. desember 1662.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 4 hundruðum í jörðinni Hólum í Hvammssveit vestur og Sælingsdals kirkjusókn af Sigurði Jónssyni fyrir óánefndan 4 hundraða part jarðar hér fyrir sunnan, og ábýlisjörð eftirkomandi.“
Jarðabréf þar sem Sigurður Jónsson seldi Brynjólfi biskup fjórðungshlut í jörðinni Hólum í Hvammssveit, 4 hundruð að dýrleika. Samningurinn var gerður með samþykki eiginkonu Sigurðar, Guðnýjar Þórðardóttur, en hún var eigandi þessa jarðarhluta. Í staðinn fengu þau hjónin óákveðinn 4 hundraða jarðarhlut á Suðurlandi. Einnig lofaði biskup þeim góðri jörð til ábýlis. Samninginn gerði Þorvarður Magnússon í umboði biskups. Dags. á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd 29. nóvember 1662. Afrit dags. í Skálholti 7. desember 1662.
Ekkert blað nr. 112.
„Útskrift af grein úr sendibréfum Bjarna Oddssonar Bjarna Eiríkssyni tilskrifuðum hljóðandi um hálft Hafrafell í Fellum austur að Bjarna Eiríkssyni vilji til kaups þess unna, datum bréfsins anno 1659 annan dag páska.“
Bréfritari : Bjarni Oddsson
Viðtakandi : Bjarni Eiríksson
Brot úr sendibréfi sem Bjarni Oddsson skrifaði Bjarna Eiríkssyni árið 1659 þar sem hann samþykkir að selja honum hálfa jörðina Hafrafell í Fellum. Dags. 2. dag páska 1659. Afrit dags. í Skálholti 16. desember 1662.
„Útskrift af grein úr öðru sendibréfi Bjarna Oddssonar með hans eigin hendi skrifuðu og handskriftuðu þar inni hann gefur Bjarna Eiríkssyni kost á kaupi á hálfu Hafrafelli í Fellum, er það svo látandi.“
Bréfritari : Bjarni Oddsson
Viðtakandi : Bjarni Eiríksson
Brot úr sendibréfi sem Bjarni Oddsson skrifaði Bjarna Eiríkssyni árið 1659 þar sem hann samþykkir að selja honum hálfa jörðina Hafrafell í Fellum. Dags. sunnudaginn fyrsta í vetri 1659. Afrit dags. í Skálholti 16. desember 1662.
„Meðkenning Þórðar Jónssonar sendimanns Páls Gíslasonar uppá meðtekna 10 ríkisdali.“
Brynjólfur biskup afhendir Þórði Jónssyni 10 ríkisdali en þá átti hann að færa Páli Gíslasyni lögréttumanni á Hvanneyri til láns frá biskupi. Dags. í Skálholti 14. desember 1662.
„Bygging á Ási austur og hans eignum eftir underretning Bjarna Eiríkssonar sem hann hefur byggt.“
Reikningur yfir landskuld og leigur jarðarinnar Áss í Fellum og af jörðum Áskirkju, gerður af Bjarna Eiríkssyni. Bréfið er ódags.
„Kvittantia Jóns Ásmundssonar fyrir Hamraumboðs og biskupstíunda meðferð í Árnessýslu anno 1662.“
Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Ásmundsson hafi staðið skil á afgjöldum í Hamraumboði og biskupstíundaumboði í Árnessýslu. Dags. í Skálholti 19. janúar 1663.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 11 aurum og tveimur hlutum álnar í Gröf í Grímsnesi fyrir 2 hundruð 19 álnir af Guðmundi Jónssyni.“
Jarðabréf þar sem Guðmundur Jónsson seldi Brynjólfi biskup 11 aura og tveggja álna hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi. Salan var gerð með samþykki eiginkonu Guðmundar, Guðrúnar Einarsdóttur, en hún var eigandi þessa jarðarhluta. Greiddi biskup þeim hjónum fyrir 2 hundruð og 19 álnir í lausafé. Dags. í Skálholti 29. janúar 1663.
„Vitnisburður Guðmundar Herjólfssonar útgefinn anno 1663.“
Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Guðmund Herjólfsson. Bréfið er á latínu. Dags. í Skálholti 9. febrúar 1663.
„Bréf Magnúsar Árnasonar fyrir Ferju í Flóa til ábýlis, hverja hann girntist en lagði aftur byggingarbréf sem hann hafði fyrir Sólheimum í Ytra hrepp.“
Brynjólfur biskup veitir Magnúsi Árnasyni ábýli á dómkirkjujörðinni Ferju í Flóa. Magnús hafði verið ábúandi á dómkirkjujörðinni Sólheimum í Ytra hrepp frá árinu 1655 en kaus nú, að eigin ósk, ábýli á jörðinni Ferju í staðinn. Í bréfinu er að finna skilmála ábúðar hans á jörðinni. Þar á meðal það skilyrði að hann haldi við tollferjunni yfir Ölfusá "svo hún jafnan sé til reiðu ferðug og gagnleg öllum flytjandi og ferjandi mönnum eftir máldaga þeim sem þar um er gjörður að fornu og nefndur er máldagi að Á í Vilkins máldaga". Dags. í Skálholti 9. mars 1663.
„Áskirkjumáldagi í Fellum austur í Héraði samanskrifaður eftir fyrirsögn biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar eftir máldagabókum og registrum Skálholtskirkju bréfabókum biskupanna og eignarbréfum jarðarinnar.“
Máldagi Áskirkju í Fellum á Fljótsdalshéraði tekinn saman eftir hinum ýmsu heimildum sem finna mátti í Skálholti, máldagabókum, registrum Skálholtskirkju frá fyrri biskupum, bréfabókum Skálholtsbiskupa frá fyrri tíð og jarðabréfum frá mismunandi tímum. Dags. í Skálholti 19. febrúar 1663.
Bréfið er yfirstrikað í handritinu.
„Byggingarbréf Þormóðar Einarssonar fyrir Súluholti í Flóa. Anno 1663.“
Brynjólfur biskup veitir Þormóði Einarssyni ábýli á dómkirkjujörðinni Súluholti í Flóa, svo lengi sem hann kýs og ekkja hans eftir hans dag. Í bréfinu er útlistun á skyldum Þormóðs sem leiguliða á jörð Skálholtsdómkirkju. Dags. í Skálholti 18. febrúar 1663.
„Egilsstaðadómur austur í Héraði genginn um Torfuland dæmt undir Áskirkju í Fellum austur eftir gjörningsbréfi og lýsing Eiríks Snjólfssonar hvar inni það bréf er dæmt nýtt og myndugt máldagaskjal kirkjunnar að Ási, anno 1641 14. oktobris.“
Afrit af dómi sem kveðinn var upp á þriggja hreppa þingi á Egilsstöðum á Héraði árið 1641 þess efnis að Torfuland sé eign Áskirkju í Fellum á Fljótsdalshéraði. Dags. á Egilsstöðum á Héraði 14. október 1641. Afrit dags. í Kirkjubæ á Síðu 17. febrúar 1651 og í Skálholti 15. febrúar 1663.
„Sama bréf gjört á milli Bjarna Eiríkssonar vegna Ásskirkju jarðar Fjallsels í Fellum austur og Bjarna Snjólfssonar, vegna jarðar hans og hans barna Staffells, uppá sambeit þessara jarða í milli. Item lögfesta Bjarna Snjólfssonar á Staffelli.“
Afrit af tveimur gjörningsbréfum sem vörðuðu jörðina Ás í Fellum á Fljótsdalshéraði. Fyrra bréfið er samningur sem gerður var árið 1654 á milli Bjarna Eiríkssonar og Bjarna Snjólfssonar til að leysa ágreining um eignarlönd jarðanna Fjallsels, sem var eign Áskirkju í Fellum, og Staffells. Hluti jarðarinnar Fjallsels var innan landamerkja jarðarinnar Staffells og virtist þeim skýringin vera sú að í upphafi hafi einn eigandi verið að báðum jörðunum. Fólst í samkomulaginu að öll lönd jarðanna tveggja, "fyrir utan vanalegar töður og engjar", yrðu sameiginleg eign Fjallsels og Staffells. Dags. að Ási í Fellum 19. september 1654. Seinna bréfið er lögfesta Bjarna Snjólfssonar þar sem hann lýsti opinberlega yfir að jörðin Staffell í Fellum sé eign sín og sinna erfingja, innan þeirra landamerkja sem lýst er í bréfinu. Í lögfestunni var tekið fram að hluti jarðarmagnsins sé sameign Staffells og Fjallsels. Dags. að Ási í Fellum 4. maí 1656. Afrit beggja bréfanna dags. í Skálholti 15. febrúar 1663.
„Samþykki Sigríðar Bjarnadóttur uppá þann gjörning og kaup sem í Skálholti fram fór 1662, 7. oktobris milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Bjarna Eiríkssonar hennar ektamanns á jörðinni Ási í Fellum austur í Fljótsdalshéraði, hennar eignarjörðu.“
Í bréfinu samþykkir Sigríður Bjarnadóttir sölu eiginmanns síns, Bjarna Eiríkssonar, á jörðinni Ási í Fellum til Brynjólfs biskups en jörðin var eign Sigríðar. Sölunni fylgdi það skilyrði að þau hjónin fengju öll byggingarumráð á dómkirkjujörðinni Þorlákshöfn, hvort sem þau kysu að búa þar sjálf eða leigja hana öðrum. Sjá jarðabréfið, bréf nr. 109. Dags. að Oddgeirshólum í Flóa 5. desember 1662. Afrit dags. í Skálholti 15. febrúar 1663.
„Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Matthíasar Guðmundssonar uppá aflausn og fríheit Jóns Þórarinssonar. 1663.“
Brynjólfur biskup svarar sendibréfi sem Matthías Guðmundsson sýslumaður í Snæfellssýslu sendi honum, en Jón Þórarinsson afhenti bréfið í Skálholti. Í bréfinu biðlaði Matthías til biskups að veita Jóni Þórarinssyni aflausn kristilegrar kirkju. Biskup sendi Jón til baka með bréf til presta Snæfellssýslu. Sjá bréf nr. 158. Dags. í Skálholti 15. febrúar 1663.
„Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til prófastsins í Snæfellssýslu sem og sóknarprestsins að Ingjaldshóli og þeirrar kirkju sóknarmanna um aflausn Jóns Þórarinssonar.“
Brynjólfur biskup skrifar bréf til prófastsins í Snæfellssýslu, sóknarprestsins að Ingjaldshóli og sóknarmönnum kirkjunnar þar sem hann tilkynnir þeim að hann hafi veitt Jóni Þórarinssyni opinbera aflausn í dómkirkjunni í Skálholti. Biskup telji sér skylt að taka á þeim málum sem sóknarprestar treysti sér ekki til að leysa úr. Biður hann þess að "söfnuðurinn láti sér og kristilega fara við [Jón], í öllum greinum, svo vér séum allir sem fyrst vinir og vel sáttir, nær kallið kemur". Dags. í Skálholti 15. febrúar 1663.
„Reikningur biskupsins við Bjarna Eiríksson um þeirra skuldaskipti 1663.“
Reikningsuppgjör Brynjólfs biskups við Bjarna Eiríksson vegna starfa hans sem ráðsmaður Skálholtsstaðar. Reikningurinn náði yfir síðustu tvö ár, frá 28. febrúar 1661. Dags. í Skálholti 18. febrúar 1663.
„Kvittantia ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar uppá þann reikning er hann nú stóð í Skálholti fyrir fyrirfarandi ár 1662, fram um Hamarsrétt að reikna.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Bjarni Eiríksson hafi gert honum reikningsskil vegna ráðsmannsembættis Bjarna við Skálholtsstað, frá afstaðinni Hamarsrétt 1661 til afstaðinnar Hamarsréttar 1662. Dags. í Skálholti 18. febrúar 1663.
„Fullmagt Ásmundar Jónssonar á Ormastöðum til að afhenda Áss jörð kirkju og þeirra eignir Hjalta Jónssyni biskupsins vegna, útgefinn af Bjarna Eiríkssyni.“
Í bréfinu veitir Bjarni Eiríksson Ásmundi Jónssyni umboð til að afhenda Hjalta Jónssyni, umboðsmanni Brynjólfs biskups á Austfjörðum, jörðina Ás í Fellum um næstu fardaga ásamt öllum hennar eignum, þar með talið eignum Áskirkju. Ef Ásmundur skyldi forfallast þá biður Bjarni Grím undir Ási að afhenda jörðina í sínu nafni. Dags. í Skálholti 18. febrúar 1663.
„Löglagning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við ráðsmanninn Bjarna Eiríksson til næstkomandi manntalsþings á Hraungerði um Ásskirkju austur í Fellum úr fallið inventarium.“
Brynjólfur biskup og Bjarni Eiríksson lýsa sameiginlega yfir að á næsta manntalsþingi að Hraungerði í Flóa verði tekið til dóms mál varðandi þær eignir sem fallið hafi úr eignaskrá (inventarium) kirkjunnar að Ási í Fellum, en áttu að fylgja kirkjunni samkvæmt Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups frá árinu 1576. Bjarni Eiríksson sagði að þessar eignir hafi ekki fylgt kirkjunni þegar hann varð eigandi jarðarinnar Áss en biskup taldi á hinn bóginn að Bjarna bæri að greiða fyrir þær eignir sem horfið hefðu úr inventarium kirkjunnar. Dags. í Skálholti 18. febrúar 1663.
„Sáttmáli millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar um skipti þeirra á landskuldum þeim er falla til nú í vor 1663 frá 1662 fardaga í milli af Ási og Áss eignum fyrir austan, en Hörgsholti, hálfu Geldingaholti, Skáldabúðum og Kvískerjum hér syðra.“
Brynjólfur biskup og Bjarni Eiríksson gera sín á milli samkomulag um skiptingu landskuldar á jörðunum Ási í Fellum annars vegar og hins vegar á jörðunum Hörgsholti, hálfu Geldingaholti, Skáldabúðum og Kvískerjum. Ákváðu þeir að frá því jarðakaupin voru gerð, þann 7. október 1662, og fram til næstu fardaga þá skyldu landskuld, biskupstíundir og ljóstollar allra jarðanna skiptast jafnt þeirra á milli. Sjá jarðabréfið, bréf nr. 109. Dags. í Skálholti 18. febrúar 1663.
„Byggingar og heimildabréf séra Álfs Jónssonar fyrir Skálholtsdómkirkjujörðu Kaldaðarnesi í Flóa, útgefið anno 1663.“
Brynjólfur biskup veitir sr. Álfi Jónssyni ábýli á dómkirkjujörðinni Kaldaðarnesi í Flóa ásamt meðfylgjandi jörðum og býlum. Í bréfinu er útlistun á skyldum og kvöðum ábúanda á dómkirkjujörð, þar á meðal mannslán í Grindavík árlega, 10 álna hestlán og 5 álna dagsláttur. Að ósk biskups er sr. Álfur undanþeginn þessum kvöðum "vegna annarar góðvildar hans og okkar langvarandi málbragðskynningar". Dags. í Skálholti 19. febrúar 1663.
„Vitnisburður Odds Péturssonar. Item Rafns Jónssonar lögréttumanns, Þorsteins Jónssonar og Jóns Sighvatssonar um landamerki milli Ásbrandsstaða og Eystra Skálaness austur útgefin 1658.“
Í bréfinu gefa fimm menn vitnisburð um landamerki á milli jarðanna Ásbrandsstaða og Eystra Skálaness á Vopnafirði. Dags. að Hrafnsstöðum á Vopnafirði 27. apríl 1658. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Vitnisburður Þorsteins Kolbeinssonar um Ásbrandsstaða landamerki í Vopnafirði, milli þeirra og Skálaness eystra, útgefin anno 1658, 25. maí.“
Í bréfinu er að finna vitnisburð Þorsteins Kolbeinssonar um landamerki á milli jarðanna Ásbrandsstaða og Eystra Skálaness á Vopnafirði. Dags. á ytri hjáleigu frá Krossavík 25. maí 1658. Afrit dags. í Skálholti 3. mars 1663.
„Tilboð Hjalta Jónssonar á Staffellsparti í Fellum austur Þórunnar Bjarnadóttur til kaups föður hennar Bjarna Snjólfssyni og bróður Þorsteini Bjarnasyni. Anno 1662 24. septembris við Brú í Jökuldalshlíð.“
Hjalti Jónsson býður feðgunum Bjarna Snjólfssyni og Þorsteini Bjarnasyni til kaups jarðarpart þann sem Þórunn Bjarnadóttir átti í jörðinni Staffelli. Þórunn vildi selja þeim sinn jarðarhluta ef þeir feðgar útveguðu henni Jón Sigurðsson bartskera í Káranesi "til að græða hennar meinsemd, sem hún væri af þvinguð, því hún treysti honum framar öðrum þar til vegna reyndrar framkvæmdar í soddan tilfellum". Dags. að Brú í Jökuldalshlíð 24. september 1662.
„Sáttmálagjörningur Hjalta Jónssonar við Bjarna Ögmundsson á Hrafnabjörgum austur í Héraði og þeirra andvirði, fram farinn 1662 28. novembris.“
Hjalti Jónsson, í umboði Brynjólfs biskups, greiðir Bjarna Ögmundssyni andvirði jarðarinnar Hrafnabjarga á Útmannasveit, alls 12 hundruð í lausafé. Einnig samdist þeim um að Bjarni og kona hans, Guðrún Þorkelsdóttir, skyldu njóta frís ábýlis á jörðinni um sína ævidaga eða svo lengi sem þau gætu búskap haldið. Dags. að Hrafnabjörgum á Útmannasveit 28. nóvember 1662. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Kvittantia og meðkenning Bárðar Magnússonar uppá meðtekið andvirði þess parts í Snotrunesi sem hann biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni selt hafði.“
Bárður Magnússon staðfestir að Hjalti Jónsson, fyrir hönd Brynjólfs biskups, hafi greitt sér að fullu fyrir þann hlut sem biskup keypti af honum í jörðinni Snotrunesi. Sjá AM 273 fol., nr. 39 og 40. Dags. að Brúnavík á Borgarfirði eystri 14. nóvember 1662. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Kvittantia og meðkenning Marteins Magnússonar, Árna Árnasonar og Þórðar Árnasonar uppá meðtekið andvirði Kjólsvíkur og Snotruness parta.“
Marteinn Magnússon, Árni Árnason og Þórður Árnason staðfesta að Hjalti Jónsson, fyrir hönd Brynjólfs biskups, hafi greitt þeim að fullu andvirði þeirra jarðarhluta sem biskup keypti af þeim. Hjalti greiddi þeim Árna og Þórði fyrir jörðina Kjólsvík og Marteini fyrir jörðina Snotrunes. Sjá AM 273 fol., nr. 34, 37 og 38. Dags. að Snotrunesi á Borgarfirði eystri 15. nóvember 1662. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Kvittantia og meðkenning Erlends Steingrímssonar uppá meðtekið andvirði Snotruness parts í Borgarfirði, af Hjalta Jónssyni biskupsins vegna.“
Erlendur Steingrímsson staðfestir að Hjalti Jónsson, fyrir hönd Brynjólfs biskups, hafi greitt sér að fullu fyrir jarðarpart þann í Snotrunesi sem biskup keypti af honum. Sjá AM 273 fol., nr. 71. Dags. að Njarðvík á Borgarfirði eystri 16. nóvember 1662. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Kvittantia og meðkenning Kolbeins Árnasonar uppá meðtekið andvirði 1 hundraðs í Snotrunesi sem hann biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni seldi.“
Kolbeinn Árnason staðfestir að Hjalti Jónsson, fyrir hönd Brynjólfs biskups, hafi greitt sér að fullu fyrir eins hundraðs hlut í jörðunum Snortunesi og Kjólsvík sem biskup keypti af honum. Sjá AM 273 fol., nr. 69. Dags. að Kóreksstöðum á Héraði 28. nóvember 1662. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Kaupbréf Hjalta Jónssonar vegna Halldórs Brynjólfssonar fyrir 5 hundruðum í Bót í Héraði fyrir óánefndan jarðarpart.“
Jarðabréf þar sem Einar Böðvarsson og stjúpbörn hans seldu Halldóri Brynjólfssyni, syni Brynjólfs biskups, 5 hundraða hlut í jörðinni Bót á Fljótsdalshéraði í skiptum fyrir jafnstóran hlut í annarri jörð á Héraði, sem enn var óákveðið hver yrði, eða lausafé. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd Halldórs Brynjólfssonar. Dags. að Gagnstöð á Fljótsdalshéraði 16. nóvember 1662. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Upplagsbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 10 hundruðum undir kirkjuna að Ási í Fellum austur með sínu fororði. Anno 1663.“
Brynjólfur biskup lýsir yfir að hann hafi lagt aftur undir Áskirkju í Fellum 10 hundruð í heimalandi sem samþykkt var af herra Gissuri Einarssyni Skálholtsbiskup árið 1541. Þessi 10 hundruð hafði Snjólfur Rafnsson, fyrrum eigandi jarðarinnar Áss, leyst til sín þegar hann eignaðist jörðina. Biskup setur þann fyrirvara að hann eða hans erfingjar geti síðar leyst aftur til sín þennan 10 hundraða jarðarhlut. Dags. í Skálholti 1. mars 1663.
Bréfið er yfirstrikað í handritinu.
„Ásstaðar húsaskoðun og hans tveggja hjáleigna. Item landsskuldarhæð sérhvors og leigukúgilda meðsetning sem Bjarni Eiríksson hefur haft. Anno 1662.“
Erindrekar Brynjólfs biskups skoða húsakost á jörðinni Ási í Fellum og tveimur hjáleigum hennar, Sigurðargerði og Ássgerði. Auk þess gefa ábúendur jarðanna upplýsingar um árlega landskuld og kúgildaleigu. Dags. að Ási og Sigurðargerði 28. desember 1662 og Ássgerði 29. desember 1662. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Húsaskoðun á Ásskirkjujörðu Krossi.“
Erindrekar Brynjólfs biskups skoða húsakost á jörðum Áskirkju í Fellum en það voru jarðirnar Kross, Fjallsel, Hafrafell og Torfa. Auk þess gefa ábúendur jarðanna upplýsingar um árlega landskuld og kúgildaleigu. Dags. að Torfu 15. desember 1662, Krossi 3. janúar 1663 og Fjallseli og Hafrafelli 8. janúar 1663. Afrit dags. í Skálholti 1. mars 1663.
„Samþykki Sigurðar Einarssonar frá Felli í Biskupstungum uppá kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á Bergsholti í Staðarsveit 16 hundruð fyrir jafngilda fastaeign ónefnda. Og lofun Sigurðar biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni hálft þetta andvirði fyrstum að selja.“
Í bréfinu samþykkir Sigurður Einarsson kaup Brynjólfs biskups á jörðinni Bergsholti í Staðarsveit, 16 hundruð að dýrleika, en jörðina átti faðir Sigurðar, Einar Torfason. Jarðakaupin fóru fram tíu árum áður eða 20. mars 1653. Dags. í Skálholti 3. mars 1663.
„Vitnisburður og lýsing nokkurra skólapersóna sem nálægir voru þegar Bjarni Björnsson skólapiltur andaðist í Skálholti.“
15 skólapiltar við Skálholtsskóla báru vitni vegna andláts Bjarna Björnssonar samnemanda þeirra við skólann. Viku fyrir jól tók Bjarni þá sótt "sem hér hefur á þessum stað á yfirstandandi vetri á mörgu fólki þungt legið", en hann lést tveimur dögum fyrir jól og var jarðsettur í Skálholti á aðfangadag. Lýstu skólapiltarnir yfir að hvorki áður en hann tók sóttina, né á meðan henni stóð, hafi Bjarna skort mat, hjúkrun eða aðra umönnun. Eftir andlátið var hann, samkvæmt vitnisburði skólapiltanna, vel búinn líkklæðum og lagður í vandaða kistu. Dags. í Skálholti 8. mars 1663.
„Þetta til minnis uppteiknað eftir fráfall Bjarna sáluga Björnsson, svo mikið sem menn gátu uppspurt af hans legunautum.“
Skrá yfir persónulegar eigur sem Bjarni Björnsson skólapiltur lét eftir sig í Skálholti þegar hann lést. Dags. í Skálholti 8. mars 1663.
„Sáttmálagjörningur milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar vegna Skálholtsstaðar landseta á Hvalfjarðarströnd, Brekku, Miðsandi og Litlasandi á Hvalfjarðarströnd á eina síðu, en Saurbæjarstaðar jarðar Höfða á Akranesi á aðra.“
Samkomulag sem Brynjólfur biskup og sr. Hallgrímur Pétursson prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd gerðu sín á milli. Í því fólst að landsetar Skálholtsdómkirkjujarðanna Brekku, Miðsands og Litla Sands á Hvalfjarðarströnd skyldu hafa heimild til eldiviðartöku í Saurbæjarstaðarskógi. Á móti skyldu landsetar jarðarinnar Höfða á Akranesi, sem var eign Saurbæjarkirkju, hafa heimild til torfskurðar í landi dómkirkjujarðarinnar Heyness á Akranesi. Dags. í Skálholti 11. mars 1663.
„Kalastaða hálfkirkju á Hvalfjarðarströnd kirkjukúgilda greiðsla til sóknarkirkjunnar fyrir tvo hluti sem biskupinn á með, séra Hallgrími Péturssyni til handa eftir Bessastaðasamþykkt.“
Brynjólfur biskup greiðir sr. Hallgrími Péturssyni, presti á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, 11 ríkisdali sem var verð tveggja kirkjukúgilda af fjórum sem fylgdu hálfkirkjunni að Kalastöðum, en Brynjólfur biskup átti helmingshlut jarðarinnar Kalastaða. Hálfkirkjan að Kalastöðum var nú færð undir Saurbæjarkirkju samkvæmt Bessastaðasamþykkt, þannig að kúgildi Kalastaðahálfkirkju voru afskrifuð úr eignaskrá kirkjunnar og færð inn í máldaga Saurbæjarkirkju. Dags. í Skálholti 11. mars 1663.
„Gjöf Margrétar Halldórsdóttur, sem biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson henni nú gefur úr sínu fé sem hann nú á ógefið.“
Brynjólfur biskup arfleiðir konu sína, Margréti Halldórsdóttur, að þeim jörðum í Borgarfirði og á Vesturlandi sem hann hafði áður ætlað dóttur þeirra, Ragnheiði, sem nú var látin. Sjá arfaskiptabréf milli barna biskupsins, bréf nr. 49. Dags. í Skálholti 26. mars 1663.
„Gjörningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um Lambhús í Skaga 5 hundruð.“
Í bréfinu selur Brynjólfur biskup eiginkonu sinni, Margréti Halldórsdóttur, 5 hundraða hlut í jörðinni Skipaskaga á Akranesi sem kallaðist Lambhúsapartur fyrir 10 hundruð í "góðum og gildum Rosen nobelum". Dags. í Skálholti 26. mars 1663.
„Grein úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Jóns Arasonar í Vatnsfirði um leyfisgjald sonar hans Magnúsar til hospitalsins á Eyri í Eyrarsveit.“
Brot úr sendibréfi Brynjólfs biskups til sr. Jóns Arasonar í Vatnsfirði. Til stóð að sonur sr. Jóns, Magnús Jónsson, giftist frænku Brynjólfs biskups, Ástríði Jónsdóttur, sem biskup telur að verða muni til lukku og blessunar. Málið vandaðist þar sem Magnús og Ástríður voru þremenningar og því varð Jóhann Klein umboðsmaður á Bessastöðum að gefa út svokallað þremenningsleyfisbréf. Til að leyfisbréfið fengist útgefið urðu fjölskyldur verðandi brúðhjóna að reiða af hendi 50 ríkisdali til fjórðungsspítalans að Eyri í Eyrarsveit. Í bréfinu spyr Brynjólfur biskup sr. Jón hvort greiðslan hafi verið innt af hendi. Hvatti biskup sr. Jón til að ganga frá greiðslunni sem fyrst svo ekki sköpuðust vandræði af. Sendi Brynjólfur biskup föður Ástríðar samhljóðandi bréf, sjá bréf nr. 193. Dags. í Skálholti 4. apríl 1663.
Bréf nr. 186-192A vantar í handritið. Samkvæmt registri bókarinnar voru þau eftirfarandi:
Bréf nr. 186: "Epistola Episcopi latina ad Frid. III. Regen Daniæ."
Bréf nr. 187 er ekki nefnt í registri bókarinnar.
Bréf nr. 188: "Supplicatia biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar í dönsku."
Bréf nr. 189: "Epistola Episcopi latina ad Absalonem Beyerum."
Bréf nr. 190: "Epistola Episcopi latina ad Marcum Meibonium." Bréfið er í GKS 1392 fol.
Ónúmerað bréf: "Meðkenning sr. Sigurðar Oddssonar." Bréfið er í GKS 1392 fol.
Bréf nr. 191: "Epistola Episcopi latina ad Christianum Ostenfeldium."
Bréf nr. 192A: "Meðkenning Stígs Jónssonar og Auðunar Brandssonar um brot á skútu biskupsins."
„Vígslubréf séra Guðmundar Halldórssonar til Garpdals vestur.“
Brynjólfur biskup vígir Guðmund Halldórsson til sóknarprests í Garpdalskirkju við Gilsfjörð í stað sr. Þórðar Jónssonar sóknarprests sem var nýlátinn. Dags. í Skálholti 6. apríl 1663.
Bréfið er nr. 192B í handritinu.
„Grein úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Jóns Jónssonar í Holti vestur um leyfisgjald Magnúsar Jónssonar.“
Brot úr sendibréfi Brynjólfs biskups til sr. Jóns Jónssonar í Holti, en hann var faðir Ástríðar Jónsdóttur sem til stóð að gengi í hjónaband með Magnúsi Jónssyni. Efni bréfsins er hið sama og bréfs nr. 185. Dags. í Skálholti 10. apríl 1663.
„Bréf biskupsins um Ingjaldshólskirkju portiu reikning. 1663.“
Brynjólfur biskup lýsir yfir að Matthías Guðmundsson sýslumaður í Snæfellssýslu og umboðsmaður Stapaumboðs hafi fjárforræði og forstöðu yfir kirkjunni að Ingjaldshóli. Ingjaldshóll var konungsjörð og komið hafði upp óvissa um hver hefði með höndum fjárforræði kirkjunnar. Dags. í Skálholti 8. apríl 1663.
„Handskrift Ólafs Jónssonar uppá sitt locats kaup 1663.“
Ólafur Jónsson heyrari við Skálholtsskóla kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt honum 20 ríkisdali í árslaun. Dags. í Skálholti 10. apríl 1663.
„Kaupbréf Einars Torfasonar fyrir Bergsholti í Staðarsveit 16 hundruð og fyrir 6 hundruð í Gullberastöðum í Lundarreykjadal, fyrir 16 hundruð í Tannanesi í Önundarfirði og 5 hundruð og 26 álnir í Sveinseyri í Dýrafirði.“
Afrit af jarðabréfi frá árinu 1647 þar sem Eggert Björnsson seldi Einari Torfasyni alla jörðina Bergsholt í Staðarsveit, 24 hundruð að dýrleika, auk 6 hundraða hlutar í jörðinni Gullberastöðum í Lundarreykjadal. Á móti seldi Einar Torfason Eggerti Björnssyni 16 hundraða hlut í jörðinni Tannanesi í Önundarfirði, 6 hundruð í jörðinni Tungu í Önundarfirði og 5 hundruð og 26 álna hlut í jörðinni Sveinseyri í Dýrafirði. Lofaði Einar að afla samþykkis sona sinna fyrir þessum jarðaskiptum en þessar jarðir voru erfðagóss þeirra. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1647. Afrit dags. í Skálholti 13. apríl 1663.
„Citatia prestanna í Árnessþingi til Væligerðis 1663 um Egilsstaðamál.“
Brynjólfur biskup boðar presta í Árnesþingi til manntalsþings að Væligerði vorið 1663. Til stóð að sr. Torfi Jónsson prófastur í Árnesþingi yrði þar til að úrskurða um mál Ólafs Jónssonar en sr. Torfi var veikur og komst ekki á þingið. Voru því sóknarprestar Árnessþings boðaðir til Væligerðis í hans stað. Dags. í Skálholti 29. apríl 1663.
„Vitnisburður Guðrúnar Jónsdóttur.“
Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Guðrúnu Jónsdóttur sem dvalist hafði í Skálholti um tveggja ára skeið. Gefur biskup henni góðan vitnisburð fyrir utan það að hún gerðist sek um frillulífisbrot með Jóni Ásmundssyni, en nú sé það af Guði og mönnum fyrirgefið. Óskar biskup henni alls velfarnaðar í framtíðinni. Dags. í Skálholti 5. maí 1663.
„Reikningur séra Gísla Þóroddssonar í Klausturhólum uppá hospitalsins þar inntekt og kostnað frá því í fyrra er hann síðast stóð reikning þar af Skálholti 1662 30. apríl til þessa.“
Sr. Gísli Þóroddsson staðarhaldari á Klausturhólum í Grímsnesi sendir Brynjólfi biskup reikning yfir afgjöld af spítalanum á Klausturhólum fyrir síðasta ár. Dags. í Skálholti 7. maí 1663.
„Svar biskupsins uppá bréf sóknarmanna á Álftanesi og Hraunum um óeining millum sóknarprestsins og þeirra.“
Brynjólfur biskup svarar bréfi sem sóknarmenn kirknanna á Álftanesi og Hraunum sendu honum en í bréfinu lýstu þeir ósætti sem komið var upp á milli þeirra og sóknarprests þeirra. Sóknarpresturinn hafði áminnt þá opinberlega í söfnuðinum fyrir að brjóta heilagan hvíldardag, sem þeir töldu ómaklegt. Óskuðu sóknarmennirnir eftir nærveru Brynjólfs biskups til að koma á sáttum, sem hann sagðist myndi verða við. Dags. í Skálholti 10. maí 1663.
„Anno 1663, 12. maí afhenti Halldór Einarsson yfirbriti í Skálholti britaskemmuna með sínu og staðarins inventario, amboðum og dauðum búshlutum, en Vigfús Magnússon meðtók sem eftir fylgir.“
Halldór Einarsson yfirbryti í Skálholti gerir skrá yfir vörubirgðir í brytaskemmu Skálholtsstaðar. Halldór var að láta af störfum sem yfirbryti í Skálholti og Vigfús Magnússon tók við starfinu. Dags. í Skálholti 12. maí 1663.
Blað 163v er autt.
Blað 164r er autt.
„Fullmagtarbréf séra Páls Björnssonar að Selárdal í Arnarfirði, honum af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni og séra Torfa Jónssyni, til að afgreiða allar vitaskuldir íslenskra manna eftir Magnús sáluga Gissursson þeirra vegna, bæði málakonu og skuldir annarra manna nú í vor í fardögum eða sem fyrst þar eftir.“
Bréf Brynjólfs biskups og sr. Torfa Jónssonar til sr. Páls Björnssonar í Selárdal, prófasts í Barðastrandarsýslu. Efni þess var að Þórkatla Snæbjarnardóttir, ekkja Magnúsar Gissurssonar að Lokinhömrum, bað Brynjólf biskup um að ganga frá dánarbúi Magnúsar en biskup og sr. Torfi Jónsson voru næstu erfingjar hans ásamt Gissuri Sveinssyni, bróður biskups. Hvorki Brynjólfur biskup né sr. Torfi sáu sér fært að ferðast vestur til Lokinhamra svo þeir gáfu sr. Páli Björnssyni umboð til að ganga frá og greiða reikninga Magnúsar og annast skipti á dánarbúinu eftir þeirra tilsögn. Dags. í Skálholti 13. maí 1663.
„Lofun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar að unna Gísla Álfssyni Skálholtsjarðar Reykja í Ölfusi til byggingar.“
Brynjólfur biskup gefur Gísla Álfssyni loforð um að hann fái til ábýlis dómkirkjujörðina Reyki í Ölfusi eftir föður sinn, Álf Gíslason, sem nú var ábúandi jarðarinnar. Í bréfinu kemur fram að biskup veiti þetta loforð vegna góðrar vináttu sinnar við Álf, föður Gísla. Dags. í Skálholti 13. maí 1663.
Á eftir bréfinu eru fimm minnismiðar Brynjólfs biskups:
1. Biskup fékk Þorkeli Oddssyni grárauðan hest. Dags. 18. maí 1663.
2. Biskup seldi blesóttan hest fyrir 10 aura. Dags. 19. maí 1663.
3. Biskup lánaði Vigfúsi Magnússyni bryta 2 ríkisdali sem Vigfús greiddi til baka 8. júní 1663. Dags. 21. maí 1663.
4. Biskup lánaði Einari Jónssyni 1 ríkisdal. Bréfið er ódags.
5. Biskup lánaði Guðrúnu Þorbjarnardóttur 1 ríkisdal. Dags. 24. maí 1663. Síðasti minnismiðinn er yfirstrikaður í handritinu.
„Handskrift séra Torfa Jónssonar uppá meðtekið sitt kirkjuprestskaup 1663.“
Sr. Torfi Jónsson dómkirkjuprestur kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 17 ríkisdali í árslaun. Dags. í Skálholti 23. maí 1663.
„Meðkenning Odds Eyjólfssonar uppá meðtekið sitt skólameistarakaup 1663.“
Oddur Eyjólfsson skólameistari við Skálholtsskóla kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 60 ríkisdali í árslaun. Dags. í Skálholti 23. maí 1663.
„Kaupskapur biskupsins við Helga Sveinsson á Brú þar Helgi biskupinum seldi 11 vættir smjörs í Selvogi, í varðveislu Ásbjarnar Jónssonar á Bjarnarstöðum fyrir landaura, að réttu verði eftir þar um gjörðu bréfi þeirra á milli, vide tomum præcedentem D: 203.“
Reikningur yfir viðskipti með smjör á milli Brynjólfs biskups og Helga Sveinssonar á Brú. Dags. í Skálholti 25. maí 1663.
„Meðkenning Halldórs Einarssonar bryta uppá 4 ásauðar kúgildi meðtekin.“
Halldór Einarsson yfirbryti í Skálholti kvittar fyrir að hafa móttekið frá Brynjólfi biskup 4 ásauðar kúgildi. Þessi kúgildi voru eftirstöðvar af kaupverði 2 hundraða hlutar í jörðinni Kvískerjum í Öræfum sem biskup keypti af Halldóri. Dags. í Skálholti 25. maí 1663.
„Meðkenning Þormóðar Einarssonar uppá 2 kúgildi meðtekin.“
Þormóður Einarsson kvittar fyrir að hafa móttekið frá Bjarna Eiríkssyni ráðsmanni Skálholtsstaðar tvö málnytu kúgildi. Þessi kúgildi voru eftirstöðvar af kaupverði 2 hundraða hlutar í jörðinni Kvískerjum í Öræfum sem Brynjólfur biskup keypti af Þormóði. Dags. í Skálholti 25. maí 1663.
„Vitnisburður og kvittun Halldórs Einarssonar.“
Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Halldór Einarsson sem lét nú af störfum sem yfirbryti í Skálholti eftir þriggja ára starf. Gefur biskup honum bestu meðmæli og óskar honum lukku og blessunar. Dags. í Skálholti 26. maí 1663.
„Vitnisburður biskupsins útgefinn af Halldóri Einarssyni 1663.“
Halldór Einarsson skrifar meðmælabréf fyrir Brynjólf biskup og Margréti Halldórsdóttur biskupsfrú en Halldór lét nú af störfum sem yfirbryti í Skálholti eftir þriggja ára starf. Í bréfinu óskar Halldór þeim "af hug og hjarta alls konar blessunar Guðs náðar og fararheilla í Jesú nafni fyrir allar og sérhverjar dyggðir og velgjörðir mér auðsýndar". Dags. í Skálholti 26. maí 1663.
„Löglagning biskupsins og Bjarna Eiríkssonar til næsta Öxarárþings um Áskirkju inventarium í Héraði austur, sem nú vantar á Visitasiubók herra Gísla Jónssonar og lýsing Eiríks Snjólfssonar.“
Brynjólfur biskup og Bjarni Eiríksson ráðsmaður Skálholtsstaðar sammæltust um að bera undir dómsatkvæði lögmanna og lögréttu á næsta Öxarárþingi ágreining þeirra varðandi Áskirkju í Fellum. Vildu þeir fá úrskurð um hvort Bjarna bæri að bæta fyrir það sem horfið hafði úr eignaskrá (inventarium) kirkjunnar að Ási eins og henni var lýst í Visitasíubók herra Gísla Jónssonar Skálholtsbiskups frá árinu 1576. Sjá einnig bréf nr. 162. Dags. í Skálholti 26. maí 1663.
„Reikningur biskupsins við ráðsmanninn Bjarna Eiríksson um þeirra kúgildaskipti anno 1663 í fardögum.“
Reikningur yfir kúgildaskipti Brynjólfs biskups við Bjarna Eiríksson ráðsmann Skálholtsstaðar en kúgildaskiptin voru gerð í fardögum 1663. Meðal annars afhenti Brynjólfur biskup Bjarna kúgildi sem fylgja áttu jörðunum Skáldabúðum í Eystri hrepp og Kvískerjum í Öræfum og Bjarni afhenti á móti kúgildin sem fylgja áttu jörðinni Ási í Fellum á Fljótsdalshéraði. Sjá bréf nr. 109 og 110. Dags. í Skálholti 26. maí 1663.
„Til minnis.“
Reikningur yfir viðskipti Brynjólfs biskups við Finn Jónsson staðarhaldara á Klausturhólum í Grímsnesi. Reikningurinn var fyrst dagsettur 25. maí 1663 og viðskiptin gerð upp í fardögum 1664. Dags. í Skálholti 9. júní 1664.
„Meðkenning Ögmundar Jónssonar í Ólafsvík vestur hljóðandi um það hórdómsmál sem hann hefur borinn verið fyrir hartnær fjórum árum á Borg í Borgarfirði af Guðlaugu Pálsdóttur.“
Ögmundur Jónsson leitar ásjár Brynjólfs biskups og óskar kristilegra fríheita og aflausnar. Fjórum árum áður, þegar Ögmundur bjó á Borg á Mýrum, kenndi Guðlaug Pálsdóttir honum barn sitt. Ögmundur neitaði verknaðinum alla tíð en var þrátt fyrir staðfasta neitun dæmdur sekur um hórdómsbrot á Öskholtsþingi 1659, þar sem hann féll á sjöttareiði, og í Lögréttu á Alþingi sama ár. Á leiðarþingi við Hestaþingseyrar voru Ögmundur og Jón Ólafsson, sem Guðlaug lýsti einnig föður að sama barni, dæmdir til að veita því uppeldi fram að sjö ára aldri. Var talið líklegra að Ögmundur væri faðir barnsins vegna lengdar meðgöngutíma. Í framhaldinu flúði Ögmundur til Ólafsvíkur þar sem hann hafði nú dvalið í þrjú ár en kona hans varð eftir í Borgarfirði. Óskaði Ögmundur nú eftir að meðtaka frá biskupi aflausn og heilagt sakramenti þar sem samviska hans væri hrein. Samþykkti biskup að veita honum opinbera aflausn en áminnti hann um að enginn skyldi meðtaka heilagt sakramenti og aflausn af léttúð þar sem Guð þekkti sannleika hvers máls. Lofaði Ögmundur að biðja Guð fyrirgefningar á öllum misgjörðum sínum í þessu máli. Skyldi opinber aflausn fara fram í Skálholtsdómkirkju en einnig vera lesin upp í kirkjunni að Borg á Mýrum. Dags. í Skálholti 4. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 4. júní 1663.
Blað 178r er autt.
„Meðkenning Teits Péturssonar uppá 7 hundruð sem var hans umboð er hjá Páli Teitssyni á Vatnsendagrund innistóð.“
Teitur Pétursson kvittar fyrir að hafa meðtekið inneign föður síns heitins, Péturs Teitssonar, í umboði Páls Teitssonar, föðurbróður Teits, á Vatnsendagrund. Inneignin nam alls 7 hundruðum, mest í kúgildaeign. Dags. í Skálholti 7. júní 1663.
„Reikningur Páls Teitssonar á Vatnsendagrund af biskupsins jörðum í Borgarfirði, þeirra afgjöldum 1663 í fardögum, sendur með Teiti Péturssyni til Skálholts.“
Páll Teitsson, umboðsmaður á Vatnsendagrund, sendir Brynjólfi biskup reikning yfir meðtekin afgjöld af jörðum biskups í Borgarfirði í fardögum 1663. Bréfið er ódags.
„Seðill útgefinn Ögmundi Jónssyni af biskupinum uppá sín fríheit.“
Brynjólfur biskup tilkynnir að hann hafi veitt Ögmundi Jónssyni opinbera aflausn í dómkirkjunni í Skálholti. Sjá bréf nr. 214. Dags. í Skálholti 8. júní 1663.
„Framburður Vigfúsa Ormssonar móti séra Einari Illugasyni um aflausn Magnúsar Jónssonar.“
Vigfús Ormsson mótmælir að sr. Einar Illugason, prófastur á Reynivöllum, hafi veitt Magnúsi Jónssyni opinbera aflausn án þess að Magnús hafi áður leitað fyrirgefningar Vigfúsar. Óskar Vigfús eftir úrskurði Brynjólfs biskups um hvort aflausnin hafi verið ótímabær. Dags. í Skálholti 9. júní 1663.
„Andsvar biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá þetta erindi og framburð Vigfúsar Ormssonar er nú þetta.“
Brynjólfur biskup lýsir yfir að þar sem sr. Einar Illugason sé ekki í Skálholti til andsvara þá muni hann biðja sr. Einar að svara Vigfúsi Ormssyni á næstu prestastefnu á Þingvöllum. Óskar biskup eftir að þeir verði þar báðir viðstaddir. Sjá bréf nr. 218. Dags. í Skálholti 9. júní 1663.
„Handskrift Bjarna Hallgrímssonar uppá 20 ríkisdali fyrir tin og vegna Halldórs Brynjólfssonar 1663.“
Brynjólfur biskup greiðir Bjarna Hallgrímssyni 10 ríkisdali fyrir tin sem hann flutti hingað til lands frá Englandi. Einnig greiddi biskup honum 10 ríkisdali fyrir aðstoð sína og velvild við Halldór Brynjólfsson. Dags. í Skálholti 19. júní 1663.
„Meðkenning Bjarna Hallgrímssonar Englandsfara uppá meðtekna eitt tólfrætt hundrað og fjörutíu ríkisdali fram með sér að færa til Englands Halldóri Brynjólfssyni til tæringar næst eftirkomandi ár.“
Bjarni Halldórsson kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi afhent sér 160 ríkisdali. Þessir fjármunir skyldu vera Halldóri Brynjólfssyni til uppihalds á Englandi næsta árið. Bjarni átti að afhenda Halldóri helming fjársins strax, eða 80 ríkisdali, og áminna hann um að gæta sparsemi. 80 ríkisdali skyldi Bjarni varðveita og aðeins afhenda Halldóri í neyð, enda taldi biskup að 80 ríkisdalir nægðu honum til uppihalds næsta árið. Dags. í Skálholti 21. júní 1663.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á hálfu Brúsholti í Flókadal í Borgarfirði vestur 8 hundruð af Erlendi Guðmundssyni [Magnússyni yfirstrikað] fyrir aðra fastaeign hér fyrir sunnan með jafnri landskuld.“
Jarðabréf þar sem Erlendur Guðmundsson seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Brúsholt í Flókadal, 8 hundruð að dýrleika, fyrir aðra jafnverðmæta fastaeign í Sunnlendingafjórðungi sem þeim um semdist síðar. Jarðakaupin voru gerð með samþykki bróður og erfingja Erlendar, Ívars Guðmundssonar lögréttumanns. Dags. í Skálholti 24. júní 1663.
„Lofun Erlends Guðmundssonar [Magnússonar yfirstrikað] á Brúnastöðum biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrstum allra manna að selja fastaeignar andvirði fyrir hálft Brúsholt, sem hann átti inni hjá biskupinum fyrir dauða aura 2 hundruð fyrir hvort jarðarhundrað.“
Í bréfinu lofar Erlendur Guðmundsson að selja Brynjólfi biskup fyrstum manna þá fastaeign sem hann átti að fá hjá biskupi í skiptum fyrir hálfa jörðina Brúsholt í Flókadal. Sjá bréf nr. 222. Dags. í Skálholti 24. júní 1663.
„Kvittun og meðkenning séra Jóns Höskuldssonar undir Hálsi í Austfjörðum uppá andvirði Aragerðis í Fáskrúðsfirði 2 hundruð, sem var meðgjöf með syni hans Ormi í þrjú ár í skóla.“
Í bréfinu lýsir sr. Jón Höskuldsson yfir að hann hafi fært Brynjólfi biskup til eignar 2 hundraða hlut í jörðinni Aragerði á Fáskrúðsfirði fyrir að taka son sinn, Orm Jónsson, til skólavistar í Skálholtsskóla í þrjá vetur. Nú sé skólagöngu Orms lokið og biskup hafi þar með efnt sinn hluta samkomulagsins. Nú sé þessi 2 hundraða hlutur Aragerðis fullkomin eign Brynjólfs biskups. Sjá AM 273 fol., nr. 91. Dags. að Hálsi við Hamarsfjörð 3. maí 1663. Afrit dags. í Skálholti 25. júní 1663.
„Svar séra Jóns Arasonar í Vatnsfirði uppá sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til hans um leyfisgjald Magnúsar Jónssonar sonar hans sem í hopitalið átti að leggjast.“
Svarbréf sr. Jóns Arasonar í Vatnsfirði til Brynjólfs biskups. Þar segist hann muni gera eins og fyrir hann sé lagt af konungi og biskupi en þó finnist honum 50 ríkisdala leyfisgjald vera heldur hátt. Vonar hann að biskup geti komið því til leiðar að gjaldið verði lækkað. Sjá bréf nr. 185. Dags. í Vatnsfirði 21. apríl 1663. Afrit dags. í Skálholti 25. júní 1663.
„Biskupstíundareikningur Stephans Einarssonar af Skaftafellssýslu.“
Stefán Einarsson lögréttumaður sendir Brynjólfi biskup reikning yfir meðteknar biskupstíundir úr Skaftafellssýslu milli Lónsheiðar og Múlakvíslar vorið 1663. Dags. í Skálholti 25. júní 1663.
„Kvittantia Stephans Einarssonar uppá biskupstíunda umboðsmeðferð og útgreiðslu þeirra sem greiðast áttu í vor 1663 í Skaftafellssýslu millum Lónsheiðar og Múlakvíslar.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Stefán Einarsson lögréttumaður hafi staðið full skil á biskupstíundum úr Skaftafellssýslu, milli Lónsheiðar og Múlakvíslar, sem gjaldast áttu vorið 1663. Dags. í Skálholti 25. júní 1663.
Á eftir bréfinu er minnismiði biskups þess efnis að Eilífur Sveinsson í Kalmanstungu hafi á Þingvöllum greitt landskuld af Kalmanstungu. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1663.
„Handskrift biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá 53 og 1/2 ríkisdali af Jóni Árnasyni vegna herra Árna Oddssonar.“
Brynjólfur biskup kvittar fyrir að Jón Árnason hafi afhent sér 53 og 1/2 ríkisdal fyrir smjör sem faðir hans, Árni Oddsson lögmaður, innheimti í Heynessumboði Skálholtsstaðar. Dags. á Þingvöllum 29. júní 1663.
Bréfið er númer 228A í handritinu.
„Inntak úr sendibréfi Péturs Bjarnasonar eldra biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni tilskrifuðu með Tómasi Finnssyni, uppá kúgildabrest með kóngsjörðum í Austfjörðum, sem eru lénsjarðir Halldórs Brynjólfssonar.“
Sendibréf Péturs Bjarnasonar eldri til Brynjólfs biskups þar sem hann þvertekur fyrir að kúgildi vanti með þeim konungsjörðum sem áður voru lénsjarðir hans en voru nú lén Halldórs Brynjólfssonar, sonar biskups. Telur Pétur ómaklega að sér vegið þegar Halldór sakar hann um kúgildamisbrest, enda hafi hann engin kúgildi fjarlægt af þessum jörðum, einungis viðhaldið þeim sem voru fyrir eða aukið við. Býður Pétur Halldóri að þeir leggi málið fyrir dóm á lögvarnarþingi Péturs. Sjá AM 273 fol., nr. 253. Dags. á Torfastöðum á Vopnafirði 18. maí 1663. Afrit dags. á Þingvöllum 29. júní 1663.
Bréfið er númer 228B í handritinu.
„Kaupbréf fyrir 6 hundruðum í Hafrafelli í Hvítársíðu af Guðmundi Einarssyni.“
Jarðabréf þar sem Guðmundur Árnason og Guðmundur Einarsson, stjúpsonur hans, seldu Brynjólfi biskup fjórðungshlut í jörðinni Hafrafelli í Hvítársíðu, 6 hundruð að dýrleika. Tvö hundruð af þessum sex hundruðum skyldu vera meðgjöf með syni Guðmundar Einarssonar, Einari Guðmundssyni, til skólavistar í Skálholtsskóla. Fyrir 4 hundraða hlut jarðarinnar skyldi biskup greiða þeim feðgum í lausafé, meðal annars bát á Akranesi, vaðmál og fleira. Guðmundur Árnason skyldi áfram njóta ábýlis á Hafrafelli og greiða árlega leigu. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1663.
„Reikningur séra Ásgeirs Einarssonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson.“
Sr. Ásgeir Einarsson afhenti Brynjólfi biskup á Þingvöllum sáaviði, gjarðir og fleira og fékk greitt með 3 kúgildum og fjögurra ára landskuld af dómkirkjujörðinni Ávík í Trékyllisvík. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1663.
„Handskrift biskupsins uppá 28 ríkisdali meðtekna af Daða Eggertssyni vegna Þorleifs Magnússonar 1663.“
Daði Eggertsson afhenti Brynjólfi biskup 28 ríkisdali frá Þorleifi Magnússyni. Þessir ríkisdalir voru biskupstíundir sem Þorleifur hafði meðtekið í Barðastrandarsýslu og gjaldast áttu vorið 1663. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1663.
„Afgreitt Hafrafells andvirði í Hvítársíðu.“
Brynjólfur biskup greiðir feðgunum Guðmundi Árnasyni og Guðmundi Einarssyni andvirði jarðarinnar Hafrafells í Hvítársíðu en biskup keypti af þeim fjórðungshlut jarðarinnar. Sjá bréf nr. 229. Dags. á Þingvöllum 1. júlí og í Skálholti 5. júlí og 5. október 1663.
„Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Hvítanesi vestur 24 hundruð af Benedikt Halldórssyni.“
Jarðabréf þar sem Benedikt Halldórsson sýslumaður seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Hvítanes í Skötufirði við Ísafjarðardjúp, 24 hundruð að dýrleika. Fyrir jörðina greiddi biskup honum tvö hundruð tólfræð fjörutíu og átta ríkisdali eða 288 ríkisdali. Helminginn greiddi biskup strax en hinn helmingurinn skyldi greiðast á næsta Alþingi, árið 1664. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1663.
Bréfið er yfirstrikað í handritinu.
„Afhending biskupsins á 10 ríkisdölum Jóni Jónssyni á Sauðafelli 1663.“
Brynjólfur biskup borgar skuld sína við Jón Jónsson á Sauðafelli, alls 10 ríkisdali. Dags. á Þingvöllum 1663. Afrit dags. í Skálholti 12. júlí 1663.
„Reikningur Sigurðar Björnssonar á þeim ríkisdölum sem heiman að uppá Alþing voru látnir og þar guldust og hvað af þeim hefur verið í burt fengið 1663.“
Yfirlit yfir útgreidda og meðtekna ríkisdali Skálholtsstaðar á Alþingi sumarið 1663. Bréfið er ódags.
„Summa og registur þeirra dala er nokkrir prestar og prófastar í Skálholtsstigti hafa lagt í commun til honorarium lénsherrans anno 1663.“
Yfirlit yfir fjármuni sem 17 prestar og prófastar í Skálholtsstifti lögðu í sjóð til lénsherrans, alls voru þetta 24 ríkisdalir. Bréfið er ódags.
„Reikningur biskupsins við séra Þorleif Clausson frá anno 1661 til þess í fyrra sumar 1662 svo mikið sem viðvíkur hans ráðstöfun í Garði biskupsins vegna. Vide hoc tomo supra.“
Yfirlit yfir reikningsviðskipti Brynjólfs biskups við sr. Þorleif Clausson sóknarprest á Útskálum frá árinu 1661 til 1662, sér í lagi vegna útgerðar Skálholtsstaðar í Garði. Dags. í Skálholti 4. júlí 1663.
„Summa og registur þeirra dala er nokkrir prestar og prófastar í Skálholtsstifti hafa lagt í commun til honorarium lénsherrans og verið hafa í geymslu Teits Péturssonar 1663 og 1664.“
Yfirlit yfir fjármuni sem 14 prestar og prófastar í Skálholtsstifti lögðu í sjóð til lénsherrans og voru í vörslu Teits Péturssonar árin 1663 og 1664. Bréfið er ódags.
Bréfið er án númers í handritinu.
„Registur aðskiljanlegra bréfa og gjörninga sem í þessari bréfabók finnast um annos 1662 og 1663.“
Atriðisorðaskrá bókarinnar.
Bréfið er án númers í handritinu.
Blað 204v er autt
„Þetta eftirskrifað hefur Ásgeir Arnoddarson mér afhent það sem skipinu tilheyrði og ég hafði honum áður afhent.“
Minnismiði yfir skipshluti sem Ásgeir Arnoddarson afhenti Þorvarði Magnússyni umboðsmanni skipaútgerðar Skálholtsstaðar á Akranesi. Þetta voru meðal annars árar, mastur, segl, kaðlar og fleira. Dags. á Skipaskaga á Akranesi 25. júní 1662.
Bréfið er án númers í handritinu.
Blað nr. 205 hefur verið skorið í tvennt eftir endilöngu. Við ytri jaðar hafa verið límdir tveir minnismiðar sem er bréf nr. 240.
„Capellans köllun séra Magnúsar Péturssonar þar inni hann kallar Bjarna Hallason sér til capellans og aðstoðar í sínu embætti.“
Sr. Magnús Pétursson sóknarprestur í Kirkjubæ á Síðu og prófastur í Skaftafellssýslu óskar eftir að fá Bjarna Hallason sem aðstoðarprest. Biður hann Brynjólf biskup um að samþykkja capellánsköllun sína og vígja Bjarna til embættis aðstoðarprests. Dags. í Skálholti 28. júní 1667.
Bréfið er án númers í handritinu.
Blað 206v er autt.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki með ljóni í tvöföldum ramma ásamt fangamarki IC // Ekkert mótmerki ( 2-3 , 6-7 , 10? , 19 , 21 , 23 , 25-26 , 30-31 , 33 , 35-37 , 39-40 , 43-44 , 47 , 49-51 , 57 , 62 , 68-71 , 73 , 76 , 78-79 , 82 , 84 , 88-89 , 92-94 , 99-102 , 106 , 108 , 110 , 113-117 , 120-121 , 125 , 128-129 , 132-133 , 136-137 , 139-141 , 144 , 146 , 148 , 150 , 152 ).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki með sverðlilju // Ekkert mótmerki ( 11/12 ).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Kanna með einu handfangi // Ekkert mótmerki ( 14 , 16 ).
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 5 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir ( 154-155 , 158? , 159 , 164-165 , 167 , 169-170 , 172 , 174-175 , 177 , 179 , 182 ) // Mótmerki: Fangamark BD ( 156-157? , 160 , 161? , 163 , 165-166? , 168 , 171? , 173 , 176 , 178 , 180-181 ).
Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 5 litlum bjöllum á kraga og 3 meðalstórir hringir, enginn Hermes kross // Ekkert mótmerki ( 162 ).
Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki, skipt niður í 4 hluta, fjaðraskúfur fyrir ofan // Ekkert mótmerki ( 183 , 187 , 189-191 , 194 , 197-198 , 200-201 , 204-205 ).
Efnisnúmerun (gloppótt vegna þess sem vantar).
Vantar í bókina.
mm x mm x mm
Þetta bindi er skrifað á árunum 1662-1663.
Engar upplýsingar eru um hvaðan Árni Magnússon hefur fengið bókina.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1975.
Lagfært af Birgitte Dall í apríl 1975.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.