Skráningarfærsla handrits

AM 275 fol.

Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XIV ; Ísland, 1663

Innihald

0 (1r-231v)
Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XIV
Athugasemd

Bl. 40 autt.

Bréfin í handritinu eru án númers.

0.1 (222r-231v)
Efnisyfirlit
1 (2r-2v)
Kaupbréf Hjalta Jónssonar vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir hálfum Sunnudal í Vopnafirði 8 hundruð af Magnúsi Ólafssyni fyrir Jökulsá í Borgarfirði austur og 5 hundruð í lausafé á milli. Kaupbréf fyrir hálfum Sunnudal þar á móti af Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum Vide Tomo XII. Doc. 309.
Titill í handriti

Kaupbréf Hjalta Jónssonar vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir hálfum Sunnudal í Vopnafirði 8 hundruð af Magnúsi Ólafssyni fyrir Jökulsá í Borgarfirði austur og 5 hundruð í lausafé á milli. Kaupbréf fyrir hálfum Sunnudal þar á móti af Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum Vide Tomo XII. Doc. 309.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Magnús Ólafsson seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Sunnudal í Vopnafirði, 8 hundruð að dýrleika. Í skiptum fékk Magnús alla jörðina Jökulsá á Borgarfirði eystri, 6 hundruð að dýrleika, auk 5 hundraða í lausafé. Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, gerði samninginn í umboði biskups. Dags. að Krossi við Mjóafjörð 1. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

2 (3r)
Kvittun og meðkenning Jóns Jónssonar á Krossi í Mjóafirði austur uppá meðtekið allt andvirði Eyrarteigs, útgefinn anno 1663.
Titill í handriti

Kvittun og meðkenning Jóns Jónssonar á Krossi í Mjóafirði austur uppá meðtekið allt andvirði Eyrarteigs, útgefinn anno 1663.

Athugasemd

Jón Jónsson kvittar fyrir að Hjalti Jónsson, í umboði Brynjólfs biskups, hafi greitt sér að fullu andvirði jarðarinnar Eyrarteigs í Skriðdal. Dags. að Krossi við Mjóafjörð 3. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

3 (3v-4v)
Ásskirkju og staðarafhending í Fellum í Austfjörðum, meðfylgjandi jörðum, inventario kirkjunnar og kúgildum. Item kúgilda umfram sex kirkjunnar kúgildi og öðru því sem Ásmundur Jónsson hefur þar með afhent vegna Bjarna Eiríkssonar Hjalta Jónssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar honum til fjárhalds og eignar, með skoðun kirkjunnar undir Ási. Item landamerkjabréf Ásstaðar og Hafrafells etc.
Titill í handriti

Ásskirkju og staðarafhending í Fellum í Austfjörðum, meðfylgjandi jörðum, inventario kirkjunnar og kúgildum. Item kúgilda umfram sex kirkjunnar kúgildi og öðru því sem Ásmundur Jónsson hefur þar með afhent vegna Bjarna Eiríkssonar Hjalta Jónssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar honum til fjárhalds og eignar, með skoðun kirkjunnar undir Ási. Item landamerkjabréf Ásstaðar og Hafrafells etc.

Athugasemd

Sex erindrekar Bjarna Eiríkssonar og Brynjólfs biskups voru tilkallaðir til að skoða og meta ástand kirkjunnar að Ási í Fellum. Einnig var gerð úttekt á munum og eignum kirkjunnar að Ási (ornamentum og inventarium). Í framhaldinu var Hjalta Jónssyni, fyrir hönd Brynjólfs biskups, formlega afhent yfirráð yfir kirkjunni úr höndum Ásmundar Jónssonar, sem var umboðsmaður Bjarna Eiríkssonar á staðnum. Sjá jarðabréfið: AM 274 fol., nr. 109. Dags. að Ási í Fellum 20. maí 1663. Afrit dags. á Ormastöðum í Fellum 10. júní 1663 og í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
4 (4v-5v)
Ásstaðar og kirkjujarða húsa afhending og kúgilda.
Titill í handriti

Ásstaðar og kirkjujarða húsa afhending og kúgilda.

Athugasemd

Ásmundur Jónsson, fyrir hönd Bjarna Eiríkssonar, afhendir Hjalta Jónssyni, umboðsmanni Brynjólfs biskups, hús kirkjujarðarinnar Áss í Fellum og jarða hennar, auk kúgilda. Dags. að Ási í Fellum 21. maí 1663. Afrit dags. á Ormastöðum í Fellum 10. júní 1663 og í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
5 (5v-6r)
Vitnisburðir um Áss staðar landamerki.
Titill í handriti

Vitnisburðir um Áss staðar landamerki.

Athugasemd

Tómas Finnsson lýsir landamerkjum á milli jarðanna Áss og Hofs í Fellum á Fljótsdalshéraði. Dags. að Ási í Fellum 7. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

6 (6r)
Annar vitnisburður um Áss landamerki.
Titill í handriti

Annar vitnisburður um Áss landamerki.

Athugasemd

Grímur Jónsson lýsir landamerkjum á milli jarðanna Áss og Hofs í Fellum á Fljótsdalshéraði. Dags. að Ási í Fellum 7. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

7 (6v)
Vitnisburður um Hafrafells landamerki.
Titill í handriti

Vitnisburður um Hafrafells landamerki.

Athugasemd

Stefán Jónsson lýsir landamerkjum jarðarinnar Hafrafells í Fellum eins og hann telur þau rétt vera, en hann hafði verið ábúandi á Hafrafelli í 27 ár. Dags. að Meðalnesi 7. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

8 (6v)
Annar vitnisburður um Hafrafells landamerki.
Titill í handriti

Annar vitnisburður um Hafrafells landamerki.

Athugasemd

Gísli Finnsson lýsir landamerkjum jarðarinnar Hafrafells í Fellum á Fljótsdalshéraði. Dags. að Krossi í Fellum 8. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

9 (6v-7r)
Vitnisburður Hjalta Jónssonar um Áss staðar landamerki.
Titill í handriti

Vitnisburður Hjalta Jónssonar um Áss staðar landamerki.

Athugasemd

Hjalti Jónsson gefur vitnisburð um landamerki á milli jarðanna Áss og Hofs í Fellum á Fljótsdalshéraði. Dags. að Meðalnesi 11. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

10 (7r)
Contract og gjörningur milli séra Einars Jónssonar og Hjalta Jónssonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um árlegar prestskyldur séra Einars af Ásskirkju.
Titill í handriti

Contract og gjörningur milli séra Einars Jónssonar og Hjalta Jónssonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um árlegar prestskyldur séra Einars af Ásskirkju.

Athugasemd

Hjalti Jónsson, fyrir hönd Brynjólfs biskups, og sr. Einar Jónsson prestur á Skriðuklaustri semja um hve mikið sr. Einar skuli fá greitt árlega fyrir prestþjónustu við kirkjuna að Ási í Fellum. Dags. á Arnheiðarstöðum í Fljótsdal 11. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
11 (7r-7v)
Smjörareikningur Hjalta Jónssonar af Ásgjöldum þeirra sem í haust 1662 gjaldast áttu.
Titill í handriti

Smjörareikningur Hjalta Jónssonar af Ásgjöldum þeirra sem í haust 1662 gjaldast áttu.

Athugasemd

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, kvittar fyrir að hafa móttekið smjörgjöld af jörðinni Ási í Fellum, Ásseli og Fjallseli sem gjaldast áttu haustið 1662. Dags. að Meðalnesi 11. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

12 (7v-8v)
Kirkjutíunda og ljóstollareikningur Gríms Jónssonar undir Ási.
Titill í handriti

Kirkjutíunda og ljóstollareikningur Gríms Jónssonar undir Ási.

Athugasemd

Grímur Jónsson skilar til Brynjólfs biskups reikningi yfir kirkjutíundir og ljóstolla kirkjunnar að Ási í Fellum á Fljótsdalshéraði fyrir árið 1663. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
13 (9r)
Ásbrandsstaða landamerki í Vopnafirði Ólafs Jónssonar. Vitnisburður.
Titill í handriti

Ásbrandsstaða landamerki í Vopnafirði Ólafs Jónssonar. Vitnisburður.

Athugasemd

Ólafur Jónsson gefur vitnisburð um landamerki jarðarinnar Ásbrandsstaða í Vopnafirði en Ólafur hafði búið á Ásbrandsstöðum í sextán ár. Dags. á Hofi í Vopnafirði 20. maí 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

14 (9r-9v)
Vitnisburður Eiríks Kolbeinssonar um Ásbrandsstaða landamerki í Vopnafirði.
Titill í handriti

Vitnisburður Eiríks Kolbeinssonar um Ásbrandsstaða landamerki í Vopnafirði.

Athugasemd

Eiríkur Kolbeinsson gefur vitnisburð um landamerki jarðarinnar Ásbrandsstaða í Vopnafirði. Dags. á Hofi í Vopnafirði 15. maí 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

15 (9v-10r)
Vitnisburður Högna Péturssonar um landamerki Ásbrandsstaða í Vopnafirði.
Titill í handriti

Vitnisburður Högna Péturssonar um landamerki Ásbrandsstaða í Vopnafirði.

Athugasemd

Högni Pétursson gefur vitnisburð um landamerki jarðarinnar Ásbrandsstaða í Vopnafirði. Dags. á Hofi í Vopnafirði 20. maí 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

16 (10r-10v)
Lögveð biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar í jörðinni Skálanesi í Seyðisfirði af Brandi Árnasyni.
Titill í handriti

Lögveð biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar í jörðinni Skálanesi í Seyðisfirði af Brandi Árnasyni.

Athugasemd

Brandur Árnason lýsir yfir, í votta viðurvist, að hann gefi Brynjólfi biskup forkaupsrétt á jörðu sinni, Skálanesi á Seyðisfirði. Sjá AM 274 fol., nr. 70, 70.1 og 71. Dags. í Meðalnesi 3. maí 1662. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
17 (11r-11v)
Meðkenning Hjalta Jónssonar.
Titill í handriti

Meðkenning Hjalta Jónssonar.

Athugasemd

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, kvittar fyrir að hafa greitt Sigurði Björnssyni andvirði þess 5 hundraða hlutar í jörðinni Hjarðarhaga á Jökuldal sem biskup keypti af honum. Fékk Sigurður í sinn hlut 2 kýr, tíu ær með lömbum, þriggja vetra naut, klæði, smjör, mjöltunnu og fleira. Sjá AM 274 fol., nr. 71 og 74. Dags. í Meðalnesi 11. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

18 (11v)
Útskrift af kvittantiu Halldórs Brynjólfssonar fyrir afgjald af hans fjórum lénsjörðum fyrir austan 1663.
Titill í handriti

Útskrift af kvittantiu Halldórs Brynjólfssonar fyrir afgjald af hans fjórum lénsjörðum fyrir austan 1663.

Athugasemd

Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum kvittar fyrir að hafa meðtekið 13 ríkisdali í afgjöld af konungsjörðum þeim á Austfjörðum sem Halldór Brynjólfsson hafði að léni. Bréfið er á dönsku. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

19 (12r)
Útskrift af kvittun Hjalta Jónssonar fyrir afgjald af hans lénsjörðum 1663.
Titill í handriti

Útskrift af kvittun Hjalta Jónssonar fyrir afgjald af hans lénsjörðum 1663.

Athugasemd

Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum kvittar fyrir að hafa meðtekið átta ríkisdali í afgjöld af konungsjörðum þeim á Austfjörðum sem Hjalti Jónsson hafði að léni. Bréfið er á dönsku. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

20 (12r)
Útskrift af kvittun Péturs Bjarnasonar fyrir afgjald af hans fjórum lénsjörðum fyrir austan fyrir það ár frá 1659 og til 1660.
Titill í handriti

Útskrift af kvittun Péturs Bjarnasonar fyrir afgjald af hans fjórum lénsjörðum fyrir austan fyrir það ár frá 1659 og til 1660.

Athugasemd

Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum kvittar fyrir að hafa meðtekið þrettán ríkisdali í afgjöld fyrir árið 1659-1660 af þeim fjórum konungsjörðum á Austfjörðum sem Pétur Bjarnason eldri hafði að léni. Bréfið er á dönsku. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

21 (12v-13r)
Bréf og framburður biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til fógetans, Thomas Nicolai um þau kúgildi sem úrfallin eru með þeim fjórum kóngsjörðum í Austfjörðum sem Halldór Brynjólfsson nú í forlening hefur en Pétur Bjarnason eldri næst fyrir Halldór hafði.
Titill í handriti

Bréf og framburður biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til fógetans, Thomas Nicolai um þau kúgildi sem úrfallin eru með þeim fjórum kóngsjörðum í Austfjörðum sem Halldór Brynjólfsson nú í forlening hefur en Pétur Bjarnason eldri næst fyrir Halldór hafði.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Brynjólfur biskup gefur Tómasi Nikulássyni fógeta á Bessastöðum skýrslu um að innistæðukúgildi vanti á þeim konungsjörðum á Austfjörðum sem Halldór Brynjólfsson hafði að léni, en fylgja áttu jörðunum samkvæmt jarðabókinni. Brynjólfur biskup hafði nú þegar beðið umboðsmann sinn á Austfjörðum að krefja forvera Halldórs, Pétur Bjarnason eldri, um úrbætur en Pétur neiti að hafa fjarlægt nokkur kúgildi af jörðunum þau ár sem hann hafði þær að léni. Pétur hafði í bréfi boðið Halldóri að útkljá málið á dómþingi á Austfjörðum en biskup telur að dómur þar myndi ekki falla Halldóri í vil vegna tengsla við Pétur Bjarnason. Telur biskup jafnvel æskilegra að hann sjálfur greiði verð þessara töpuðu kúgilda þó það sé ekki góður kostur. Óskar biskup þess að Tómas Nikulásson, í krafti embættis síns, krefji Pétur Bjarnason um greiðslu fyrir þessi töpuðu kúgildi "svo engin krókalög né undansláttur gjöri þar neina hindrun". Sjá bréf Péturs Bjarnasonar til Halldórs Brynjólfssonar: AM 274 fol., nr. 228.1. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
22 (13r-13v)
Her paa resolveris.
Titill í handriti

Her paa resolveris.

Ábyrgð

Bréfritari : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Svar Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum við bréfi Brynjólfs biskups. Vísaði hann málinu til Þorsteins Þorleifssonar sýslumanns í Múlasýslu. Bréfið er á dönsku. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

Á eftir bréfinu er staðfesting Páls Gíslasonar alþingisskrifara þess efnis að svar Tómasar Nikulássonar hafi verið fært inn í alþingisbókina. Dags. á Þingvöllum 2. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

23 (14r)
Meðkenning Einars Þorsteinssonar uppá meðtekinn hálfan fjórða ríkisdal vegna séra Þórðar í Hítardal sem er landskuld fyrirfarandi árs 1662 af Kálfafellsparti séra Þórðar.
Titill í handriti

Meðkenning Einars Þorsteinssonar uppá meðtekinn hálfan fjórða ríkisdal vegna séra Þórðar í Hítardal sem er landskuld fyrirfarandi árs 1662 af Kálfafellsparti séra Þórðar.

Athugasemd

Einar Þorsteinsson sýslumaður í Skaftafellssýslu kvittar fyrir að Sigurður Björnsson, fyrir hönd Brynjólfs biskups, hafi greitt landskuld af 10 hundraða hlut í jörðinni Kálfafelli í Hornafirði, alls þrjá og hálfan ríkisdal. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

24 (14r)
Seðill Guðmundar Árnasonar í Straumfirði til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar hvar inni hann biður biskupinn að greiða sinna vegna Þorbirni Þórðarsyni í Auðsholti sex ríkisdali.
Titill í handriti

Seðill Guðmundar Árnasonar í Straumfirði til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar hvar inni hann biður biskupinn að greiða sinna vegna Þorbirni Þórðarsyni í Auðsholti sex ríkisdali.

Athugasemd

Guðmundur Árnason biður Brynjólf biskup að afhenda Þorbirni Þórðarsyni sex ríkisdali. Dags. við Öxará 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
25 (14v)
Handskrift Guðmundar Einarssonar í Straumfirði uppá 7 ríkisdali sem hann sé Gísla Sigurðssyni umskylldugur, hverja hann biður biskupinn sinna vegna Gísla að betala.
Titill í handriti

Handskrift Guðmundar Einarssonar í Straumfirði uppá 7 ríkisdali sem hann sé Gísla Sigurðssyni umskylldugur, hverja hann biður biskupinn sinna vegna Gísla að betala.

Athugasemd

Guðmundur Einarsson biður Brynjólf biskup að greiða skuld sína við Gísla Sigurðsson, alls sjö ríkisdali. Dags. við Öxará 1. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
26 (14v-15r)
Samþykki Hannesar Guðmundssonar uppá hálfs Brúsholts sölu í Borgarfirði og þess andvirðis af Erlendi Guðmundssyni bróður sínum, biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til handa.
Titill í handriti

Samþykki Hannesar Guðmundssonar uppá hálfs Brúsholts sölu í Borgarfirði og þess andvirðis af Erlendi Guðmundssyni bróður sínum, biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til handa.

Athugasemd

Erlendur Guðmundsson seldi Brynjólfi biskup 8 hundraða hlut í jörðinni Brúsholti í Flókadal fyrir aðra jafnverðmæta fastaeign (sjá næsta bréf). Í bréfinu samþykkir bróðir Erlendar, Hannes Guðmundsson, söluna. Hann samþykkir einnig að Brynjólfur biskup kaupi þá fastaeign af Erlendi fyrir lausafé. Dags. að Holti við Eyjafjöll 4. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1663.

Efnisorð
27 (15v-16r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á hálfu Brúsholti í Flókadal í Borgarfirði vestur 8 hundruð af Erlendi Guðmundssyni fyrir aðra fastaeign hér fyrir sunnan með jafnri landskuld. Etc.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á hálfu Brúsholti í Flókadal í Borgarfirði vestur 8 hundruð af Erlendi Guðmundssyni fyrir aðra fastaeign hér fyrir sunnan með jafnri landskuld. Etc.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Erlendur Guðmundsson, með samþykki bróður síns Ívars Guðmundssonar, seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Brúsholt í Flókadal, 8 hundruð að dýrleika. Í staðinn skyldi Erlendur fá til eignar jafnverðmæta fastaeign í Sunnlendingafjórðungi. Dags. að Brúnastöðum í Flóa 23. júní 1663 og í Skálholti 24. júní 1663.

28 (16v-17r)
Lofun Erlends Guðmundssonar á Brúnastöðum, biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrstum allra manna að selja fastaeignar andvirði fyrir hálft Brúsholt sem hann átti inni hjá biskupinum, fyrir dauða aura, 2 hundruð fyrir hvort jarðar hundrað.
Titill í handriti

Lofun Erlends Guðmundssonar á Brúnastöðum, biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrstum allra manna að selja fastaeignar andvirði fyrir hálft Brúsholt sem hann átti inni hjá biskupinum, fyrir dauða aura, 2 hundruð fyrir hvort jarðar hundrað.

Athugasemd

Í bréfinu lofar Erlendur Guðmundsson að selja Brynjólfi biskup fyrstum manna þá fastaeign sem hann átti að fá í skiptum fyrir hálft Brúsholt í Flókadal. Skyldi biskup greiða Erlendi tvö hundruð fyrir hvert jarðarhundrað, í reiðigjaldi og ríkisdölum. Var þessi samningur gerður með samþykki bróður og erfingja Erlendar, Ívars Guðmundssonar lögréttumanns. Dags. að Brúnastöðum í Flóa 23. júní 1663 og í Skálholti 24. júní 1663.

Á eftir bréfinu er að finna samþykki bróðursonar Erlendar, Sigurðar Magnússonar, fyrir sölunni. Dags. í Skálholti 8. október 1663.

Efnisorð
29 (17v)
Lýsing Bjarna Eiríkssonar á bygging hans á Ási austur í Fellum, meðfylgjandi Áss jörðum.
Titill í handriti

Lýsing Bjarna Eiríkssonar á bygging hans á Ási austur í Fellum, meðfylgjandi Áss jörðum.

Athugasemd

Bjarni Eiríksson tók saman eftir minni yfirlit yfir landskuld og leigukúgildi jarðarinnar Áss í Fellum og jarða hennar sem voru Ássgerði, Sigurðargerði, Kross, Fjallsel, Hafrafell og Torfa. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 27. júlí 1663.

Efnisorð
30 (18r-19r)
Uppgjöf séra Halldórs Daðasonar á Runastað séra Árna Halldórssyni til handa með eftirfylgjandi conditionibus.
Titill í handriti

Uppgjöf séra Halldórs Daðasonar á Runastað séra Árna Halldórssyni til handa með eftirfylgjandi conditionibus.

Athugasemd

Sr. Halldór Daðason tilkynnir að hann láti af starfi sóknarprests í Hruna og afhendi syni sínum, sr. Árna Halldórssyni, Hrunastað. Í bréfinu er að finna þær skyldur sem hvíla munu á sr. Árna sem sóknarpresti í Hruna, bæði embættisskyldur og persónulegar skyldur við foreldra og systkin. Dags. í Hruna 8. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 9. júlí 1663.

Efnisorð
31 (19r-19v)
Byggingarbréf Halldórs Einarssonar fyrir Þrándarholti í Eystri hrepp.
Titill í handriti

Byggingarbréf Halldórs Einarssonar fyrir Þrándarholti í Eystri hrepp.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Halldóri Einarssyni ábýli á dómkirkjujörðinni Þrándarholti í Eystri hrepp. Í bréfinu er að finna allar þær skyldur sem hvíla munu á Halldóri sem leiguliða á jörð Skálholtsdómkirkju. Dags. í Skálholti 16. janúar 1664.

32 (20r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Sigurði Einarssyni í Helludal andvirði hálfrar jarðarinnar Bergsholts í Staðarsveit, 16 hundruð að dýrleika, en jörðina átti faðir Sigurðar, Einar Torfason. Greiddi biskup 3 hundruð í lausafé fyrir hvert jarðarhundrað. Í bréfinu kemur fram að greiðslur voru inntar af hendi 5. mars 1663, 25. og 26. nóvember 1663 og 28. janúar 1664. Þann dag hafði biskup greitt Sigurði alls 5 hundruð í lausafé. Sjá AM 274 fol., nr. 177. Bréfið er ódags.

Blað 20v er autt.

33 (21r-21v)
Byggingarbréf Sigurðar Einarssonar fyrir dómkirkjunnar jörðu Vatnsleysu í Ytri Tungu.
Titill í handriti

Byggingarbréf Sigurðar Einarssonar fyrir dómkirkjunnar jörðu Vatnsleysu í Ytri Tungu.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Sigurði Einarssyni ábýli á dómkirkjujörðinni Vatnsleysu í Ytri Tungu. Í bréfinu er að finna þær skyldur og kvaðir sem fylgdu ábúð leiguliða á jörð Skálholtsdómkirkju, meðal annars tveggja hundraða landskuld með 5 innistæðukúgildum, mannslán og hestlán í Grindavík og dagsláttur. Einnig bað biskup um að ekkjan sem nú bjó á Vatnsleysu fengi að vera þar áfram, eða meðan Sigurði væri það "stórbagalaust". Dags. í Skálholti 1664.

34 (22r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Jón Þorleifsson seldi Brynjólfi biskup ellefu aura og tveggja álna hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi. Var þessi jarðarhlutur eign eiginkonu Jóns, Guðrúnar Einarsdóttur, og samdist þeim um að biskup myndi greiða þeim eitt hundrað og 80 álnir í lausafé. Einnig lofaði biskup að útvega þeim ábýli á dómkirkjujörð í Grímsnesi. Dags. í Skálholti 27. júní 1663.

35 (22v)
NB.
Titill í handriti

NB.

Athugasemd

Brynjólfur biskup fær Guðmundi í Útey þriggja fjórðunga ketil sem var greiðsla upp í andvirði þess jarðarparts í Gröf í Grímsnesi sem biskup keypti af honum. Narfi Einarsson tók við katlinum í Skálholti og lofaði að koma honum til Guðmundar. Dags. í Skálholti 27. júní 1663.

Efnisorð
36 (22v)
NB.
Titill í handriti

NB.

Athugasemd

Jón Þorleifsson sem seldi Brynjólfi biskup hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi óskaði eftir að fá í greiðslu 5 fjórðunga ketil. Dags. 27. júní 1663.

Þar á eftir er athugasemd Brynjólfs biskups þess efnis að 10. desember 1663 hafi hann afhent Jóni 5 fjórðunga ketil að virði eins hundraðs og fimm aura.

Efnisorð
37 (23r-24r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Ábyrgð

Viðtakandi : Þormóður Torfason

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Þormóðs Torfasonar fornfræðings í Kaupmannahöfn. Í bréfinu skrifar biskup Þormóði aðallega um handrit sem Þormóður hafði tekið með sér til Kaupmannahafnar, meðal annars gamalt handrit Sæmundar Eddu sem biskup taldi elsta og réttasta handrit Sæmundar Eddu sem til væri. Bað biskup Þormóð að fleygja því alls ekki þar sem þetta handrit væri ómetanlegt. Þormóður hafði óskað eftir aðstoð biskups við þýðingu á Sæmundar Eddu sem biskup taldi ógerlegt verk en lofaði þó að reyna sig við það. Í bréfinu nefnir biskup einnig vísurnar úr Ólafs sögu sem Þorleifur hafði beðið um að fá uppskrifaðar. Það verkefni hafði biskup falið sr. Hallgrími Péturssyni. Dags. í Skálholti 11. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 14. júlí 1663.

Bréfið er óheilt, fyrri hluta bréfsins vantar.

38 (24r)
NB.
Titill í handriti

NB.

Athugasemd

Í bréfinu eru tveir minnismiðar Brynjólfs biskups:

1. Brynjólfur biskup bað Þorvarð Magnússon að greiða Páli Anderssyni 12 fjórðunga smjörs fyrir Odd Eyjólfsson skólameistara í Skálholti vegna uppgjörs í Heyness umboði. Sama dag fékk Vigfús Magnússon lánaða 7 fjórðunga smjörs úr Heyness umboði. Dags. í Skálholti 20. júlí 1663.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

2. Brynjólfur biskup afhenti Vigfúsi Magnússyni, vegna Sigurðar Einarssonar, fjóra ríkisdali. Dags. í Skálholti 20. júlí 1663.

Efnisorð
39 (24v-26r)
Arfaskipti í Lokinhömrum vestur eftir séra Magnús sáluga Gissursson í millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar, séra Gissurs Sveinssonar og séra Torfa Jónssonar til jafns við þá báða 1663.
Titill í handriti

Arfaskipti í Lokinhömrum vestur eftir séra Magnús sáluga Gissursson í millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar, séra Gissurs Sveinssonar og séra Torfa Jónssonar til jafns við þá báða 1663.

Athugasemd

Brynjólfur biskup, sr. Gissur Sveinsson og sr. Torfi Jónsson skipta á milli sín eftirlátnum eigum Magnúsar Gissurssonar að Lokinhömrum. Sjá AM 274 fol., nr. 202. Dags. að Lokinhömrum 2. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 13. júlí 1663.

40 (26v-27r)
Skilagrein Bjarna Oddssonar á Burstafelli austur á þeim kóngs kúgildum sem fylgja áttu kóngs jörðum Brimnesi í Seyðarfirði, Krossi í Mjóafirði, Hestgerði og Uppsölum í Hornafirði hverjar jarðir Pétur Bjarnason eldri hans sonur hafði í léni næst fyrir Halldór Brynjólfsson er þær nú heldur.
Titill í handriti

Skilagrein Bjarna Oddssonar á Burstafelli austur á þeim kóngs kúgildum sem fylgja áttu kóngs jörðum Brimnesi í Seyðarfirði, Krossi í Mjóafirði, Hestgerði og Uppsölum í Hornafirði hverjar jarðir Pétur Bjarnason eldri hans sonur hafði í léni næst fyrir Halldór Brynjólfsson er þær nú heldur.

Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Oddsson

Athugasemd

Bréf sem Bjarni Oddsson skrifaði á Burstafelli og var afhent Brynjólfi biskup á Alþingi sumarið 1663. Þar segir Bjarni að þegar Pétur eldri, sonur hans, tók við léni konungsjarðanna Brimness, Hestgerðis, Uppsala og Kross á Austfjörðum hafi fjöldi kúgilda ekki verið nefndur í veitingabréfinu, hann hafi aðeins tekið á móti þeim kúgildum sem fylgdu jörðunum þá. Í bréfinu útskýrir hann einnig hvernig farið var með kúgildi jarðanna eftir að Pétur eldri tók við þeim. Sagðist hann hafa orðið að fækka þeim vegna niðurníðslu jarðanna en taldi sig hafa greitt umboðsmanninum á Bessastöðum að fullu fyrir þá kúgildafækkun. Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 28. mars 1663. Afrit dags. í Skálholti 13. júlí 1663.

41 (27v-28r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Magnús Einarsson seldi Brynjólfi biskup hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi fyrir lausafé. Eftir kaupin var Brynjólfur biskup eigandi að þriðjungshlut jarðarinnar eða 5 hundraða hlut. Dags. í Skálholti 13. júlí 1663.

42 (28r-28v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Magnús Einarsson seldi Brynjólfi biskup 1 hundraðs og áttatíu álna hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi fyrir 20 ríkisdali. Dags. í Skálholti 13. júlí 1663.

43 (29r-29v)
Kaupbréf millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Torfa Jónssonar um 14 hundruð í Selvogum eða 12 hundruð í Hrafnabjörgum fyrir 15 hundruð í Ingjaldsstöðum í Bárðardal og Einarsstaða kirkjusókn.
Titill í handriti

Kaupbréf millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Torfa Jónssonar um 14 hundruð í Selvogum eða 12 hundruð í Hrafnabjörgum fyrir 15 hundruð í Ingjaldsstöðum í Bárðardal og Einarsstaða kirkjusókn.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi sr. Torfa Jónssyni hlut í jörðinni Selvogum í Dýrafirði, 14 hundruð að dýrleika, eða hlut jarðarinnar Hrafnabjarga í Arnarfirði, 12 hundruð að dýrleika, en þessar jarðir reiknuðust hvor fyrir sig þriðjungshlutur jarðarinnar Lokinhamra í Arnarfirði. Einnig seldi Brynjólfur biskup sr. Torfa tveggja hundraða hlut í jörðinni Svínavatni á Ásum og óákveðinn jarðarpart sem yrði 4 hundruð að dýrleika. Í staðinn seldi sr. Torfi Brynjólfi biskup 16 hundraða hlut í jörðinni Ingjaldsstöðum í Bárðardal með samþykki eiginkonu sinnar, Sigríðar Halldórsdóttur, sem var eigandi þessa jarðarhluta. Samkvæmt jarðabréfinu varð Sigríður Halldórsdóttir þar með eigandi að þriðjungshlut jarðarinnar Lokinhamra í Arnarfirði. Dags. að Gaulverjabæ í Flóa 17. júlí 1663.

44 (30r-30v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Loptur Jósefsson seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Gröf í Lundarreykjadal, 12 hundruð að dýrleika. Fyrir jörðina greiddi biskup Lopti 36 hundruð í reiðigjaldi, ríkisdölum eða öðru lausafé en í ríkisdölum reiknaðist verðmæti jarðarinnar 144 ríkisdalir. Skyldi andvirði jarðarinnar verða Lopti til uppihalds við háskólanám í Kaupmannahöfn. Dags. í Skálholti 19. júlí 1663.

Næsta bréf vantar í bókina. Skv. registri bókarinnar var titill þess: Uppgjöf Vigfúsar Magnússonar og Kötlu Sigurðardóttur á 10 hundruðum í Lækjardal við biskupinn.

45 (31r)
Inntak úr prestastefnu áliti á Þingvöllum um orlogskipið 1663.
Titill í handriti

Inntak úr prestastefnu áliti á Þingvöllum um orlogskipið 1663.

Athugasemd

Álit presta sem saman voru komnir á prestastefnu á Þingvöllum sumarið 1663. Bréfið er ódags.

Fyrri hluta bréfsins vantar. Titill bréfsins er skrifaður eftir registri bókarinnar.

46 (31v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi sr. Einari Þorsteinssyni alla jörðina Ingjaldsstaði í Bárðardal, 20 hundruð að dýrleika. Á móti seldi sr. Einar Þorsteinsson Brynjólfi biskup alla jörðina Tungufell í Lundarreykjadal, 16 hundruð að dýrleika. Dags. að Ingjaldsstöðum í Bárðardal 6. ágúst 1663.

47 (32r-32v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Samningur gerður við Margréti Daðadóttur, ekkju á Melum í Melasveit, um náðarár hennar og fríheit sem standa skyldu fram að næstu fardögum, sumarið 1664. Samninginn undirrituðu Daði Jónsson, sýslumaður og sonur Margrétar, og sr. Sigurður Torfason sem skyldi taka við starfi sóknarprests á Melum af sr. Jóni Jónssyni eiginmanni Margrétar. Dags. að Melum í Melasveit 21. september 1663. Afrit dags. að Svignaskarði 27. september 1663.

Efnisorð
48 (32v)
Samþykki biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá þennan contract.
Titill í handriti

Samþykki biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá þennan contract.

Athugasemd

Brynjólfur biskup samþykkir samninginn sem gerður var við Margréti Daðadóttur ekkju á Melum í Melasveit. Einnig samþykkir biskup veitingu sr. Sigurðar Torfasonar fyrir Melastað frá og með næstu fardögum, með samþykki konungs. Sjá bréf nr. 47. Dags. í Skálholti 4. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 6. apríl 1664.

Efnisorð
49 (33r-34r)
Vitnisburðir um landamerki Tungufells í Lundarreykjadal.
Titill í handriti

Vitnisburðir um landamerki Tungufells í Lundarreykjadal.

Athugasemd

Í bréfinu er að finna þrjá vitnisburði um landamerki jarðarinnar Tungufells í Lundarreykjadal:

Grímur Sveinbjörnsson lýsir landamerkjum á milli jarðanna Tungufells og Brautartungu og á milli Tungufells og Brennu. Dags. að Lundi í Lundarreykjadal 20. mars 1664.

Páll Pálsson lýsir landamerkjum á milli jarðanna Tungufells og Brautartungu. Dags. að Lundi í Lundarreykjadal 20. mars 1664.

Páll Pálsson og Gísli Jónsson lýsa landamerkjum á milli jarðanna Tungufells og Brennu. Dags. að Lundi í Lundarreykjadal 20. og 25. mars 1664.

Blað 34v er autt.

50 (35r-35v)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 2 hundruðum og 15 aurum í jörðinni Staffelli í Fellum austur af Valgerði Bjarnadóttur fyrir lausafé og ábýlisjörð.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 2 hundruðum og 15 aurum í jörðinni Staffelli í Fellum austur af Valgerði Bjarnadóttur fyrir lausafé og ábýlisjörð.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Valgerður Bjarnadóttir seldi Brynjólfi biskup 2 hundraða og 15 aura hlut í jörðinni Staffelli í Fellum á Fljótsdalshéraði. Fyrir þennan jarðarhlut skyldi Brynjólfur biskup annað hvort greiða Valgerði í lausafé eða útvega henni jafnverðmætan jarðarhlut sem þeim um semdist síðar. Einnig lofaði Brynjólfur biskup að veita Valgerði ábýli á dómkirkjujörðinni Purkugerði í Vopnafirði. Var samningurinn gerður með þeim fyrirvara að frændur hennar samþykktu hann. Dags. að Hámundarstöðum í Vopnafirði 15. ágúst 1663.

51 (36r)
Útskrift af byggingarbréfi Þorvarðs Jónssonar fyrir Hróaldsstöðum í Selárdal í Vopnafirði af Jóni Jónssyni á Krossi í Mjóafirði hvor þá hafði ráð yfir Hróaldsstöðum.
Titill í handriti

Útskrift af byggingarbréfi Þorvarðs Jónssonar fyrir Hróaldsstöðum í Selárdal í Vopnafirði af Jóni Jónssyni á Krossi í Mjóafirði hvor þá hafði ráð yfir Hróaldsstöðum.

Athugasemd

Jón Jónsson veitir Þorvarði Jónssyni og konu hans ábýli á jörðinni Hróaldsstöðum í Selárdal í Vopnafirði en jörðin var eign eiginkonu Jóns, Sólrúnar Sigurðardóttur. Í landskuld bað hann Þorvarð að greiða sér átta álnir vaðmáls. Bréfið er ódags. Afrit dags. að Hofi í Vopnafirði 16. ágúst 1663.

52 (36v-37r)
Byggingarbréf Vilhjálms Jóhannssonar fyrir Hámundarstöðum í Vopnafirði.
Titill í handriti

Byggingarbréf Vilhjálms Jóhannssonar fyrir Hámundarstöðum í Vopnafirði.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Vilhjálmi Jóhannssyni ábýli á jörðinni Hámundarstöðum í Vopnafirði ásamt hjáleigunni Hvammsgerði. Skyldi Vilhjálmur greiða eitt hundrað í árlega landskuld og lúta þeim hefðbundnu kvöðum sem fylgdu ábúð á dómkirkjujörð. Einnig er í bréfinu lýsing á hvernig Vilhjálmur skuli annast og fara með hlunnindi jarðarinnar. Dags. að Hofi í Vopnafirði 17. ágúst 1663.

Á eftir bréfinu er kvittun Brynjólfs biskups þess efnis að Pétur Bjarnason eldri hafi greitt sér þriggja ára landskuld af jörðinni Teigi í Vopnafirði, alls átta ríkisdali. Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 18. ágúst 1663.

53 (37v-38r)
Kvittun Bjarna Oddssonar útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, uppá kaup og skipti þeirra í milli.
Titill í handriti

Kvittun Bjarna Oddssonar útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, uppá kaup og skipti þeirra í milli.

Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Oddsson

Athugasemd

Í bréfinu lýsir Bjarni Oddsson yfir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér að fullu andvirði allra þeirra fastaeigna sem biskup hafi keypt af honum, frá þeirri fyrstu til þeirrar síðustu, og allar fastaeignir hafi verið afhentar að fullu. Þar með séu engar skuldir ógreiddar þeirra á milli og þeir séu fullkomlega kvittir um öll viðskipti frá upphafi. Bjarni Oddsson þakkar Brynjólfi biskup "fyrir góðar og greiðugar útgreiðslur, gjafir og útlát sem hann mér til æru þar ofan á veitt hefur". Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 18. ágúst 1663.

54 (38r-38v)
Kvittun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefin Bjarna Oddssyni uppá kaup og skipti þeirra á milli.
Titill í handriti

Kvittun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefin Bjarna Oddssyni uppá kaup og skipti þeirra á milli.

Ábyrgð

Viðtakandi : Bjarni Oddsson

Athugasemd

Í bréfinu þakkar Brynjólfur biskup hjónunum Bjarna Oddssyni og Þórunni Björnsdóttur fyrir ævarandi velvild og ærlega framkomu í sinn garð. Bjarna þakkar hann sérstaklega fyrir góð viðskipti þeirra á milli og lýsir yfir að þeir séu nú kvittir um öll sín viðskipti frá upphafi. Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 18. ágúst 1663.

Á eftir bréfinu er kvittunarbréf þar sem Brynjólfur biskup lýsir yfir að hann hafi gefið Bjarna Oddssyni eftir 13 hundraða og 40 álna skuld við sig. Þar með sé skuldin afskrifuð. Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 18. ágúst 1663.

55 (39r-39v)
Eignaskiptabréf á Burstafelli í Vopnafirði, millum þeirra bræðra Sigurðar og Péturs yngra Bjarnasona.
Titill í handriti

Eignaskiptabréf á Burstafelli í Vopnafirði, millum þeirra bræðra Sigurðar og Péturs yngra Bjarnasona.

Athugasemd

Eignaskiptasamningur þar sem bræðurnir Pétur yngri og Sigurður Bjarnasynir skiptu á milli sín jörðinni Burstafelli í Vopnafirði. Jörðina fengu þeir bræður í arf frá foreldrum sínum, Bjarna Oddssyni og Þórunni Björnsdóttur, hvor sinn helming jarðarinnar. Einnig sömdu þeir um að Sigurður skyldi eignast jörðina Einarsstaði en Pétur yngri fengi jörðina Foss. Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 7. maí 1660. Afrit dags. á Burstafelli í Vopnafirði 18. ágúst 1663.

Blað 40r-40v er autt.

56 (41r-42v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Sigurður Bjarnason, með samþykki Margrétar Jónsdóttur konu sinnar, foreldra og systkina, seldi Brynjólfi biskup helmingshlut jarðarinnar Burstafells í Vopnafirði, 25 hundruð að dýrleika. Í staðinn fékk Sigurður Bjarnason alla jörðina Bakka á Ströndum, 12 hundruð að dýrleika, átta hundraða hlut í jörðinni Vakursstöðum í Vopnafirði sem var tveir þriðji hluti jarðarinnar og 10 hundruð í "gildum og gagnlegum peningum". Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 18. ágúst 1663.

57 (42v-43r)
Sami nálægra barna Bjarna Oddssonar uppá kóngs kúgildi og leignabrest sem vantaði frá Krossi og Brimnesi.
Titill í handriti

Sami nálægra barna Bjarna Oddssonar uppá kóngs kúgildi og leignabrest sem vantaði frá Krossi og Brimnesi.

Athugasemd

Samkomulag á milli Brynjólfs biskups og barna Bjarna Oddssonar á Burstafelli um þau kúgildi sem vantaði á fjórum umboðsjörðum Halldórs Brynjólfssonar á Austfjörðum en þessar jarðir voru áður í umboði Péturs eldri Bjarnasonar. Alls vantaði níu kúgildi með fjögurra ára leigum á þessar fjórar konungsjarðir. Í samkomulaginu fólst að synir Bjarna Oddssonar, Pétur eldri, Sigurður og Pétur yngri, skyldu hver borga Brynjólfi biskup 3 hundruð. Bjarni Eiríksson, fyrir hönd konu sinnar Sigríðar Bjarnadóttur, skyldi greiða eitt hundrað og fimm aura og systurnar Gróa og Ingibjörg Bjarnadætur skyldu greiða eitt hundrað og fimm aura hvor. Að auki fólst í samkomulaginu að Brynjólfur biskup myndi sjálfur greiða 3 hundruð upp í verð þessara kúgilda. Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 18. ágúst 1663.

Á eftir bréfinu er kvittunarbréf þar sem Brynjólfur biskup staðfestir að hann hafi nú greitt eitt kúgildi með jörðinni Hestgerði og hálft kúgildi með jörðinni Uppsölum. Stóð þá eftir af skuld biskups 10 aurar sem Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða biskups á Austfjörðum, myndi gera upp síðar. Dags. í Skálholti 12. janúar 1664.

58 (43v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Í bréfinu samþykkti Margrét Jónsdóttir að eiginmaður hennar, Sigurður Bjarnason, seldi Brynjólfi biskup helmingshlut í jörðinni Burstafelli í Vopnafirði fyrir Bakka á Ströndum og Vakursstaði í Vopnafirði. Óskaði Margrét eftir því að Brynjólfur biskup tæki einhvern sona þeirra til skólavistar í Skálholtsskóla sem biskup samþykkti. Dags. á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði 19. ágúst 1663.

Efnisorð
59 (44r-44v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi hjónunum sr. Guðmundi Ketilssyni og Önnu Skúladóttur alla jörðina Svínabakka í Vopnafirði, 12 hundruð að dýrleika. Á móti seldu þau hjón Brynjólfi biskup alla jörðina Ljósaland í Vopnafirði, 6 hundruð að dýrleika. Hjónin skyldu áfram hafa ábýlisrétt á jörðinni Ljósalandi og greiða biskup árlega landskuld. Dags. á Refstöðum í Vopnafirði 20. ágúst 1663.

60 (44v)
Biskupsins skikkun um merki millum Eyvindarstaða og Vindfells í Vopnafirði.
Titill í handriti

Biskupsins skikkun um merki millum Eyvindarstaða og Vindfells í Vopnafirði.

Athugasemd

Brynjólfur biskup leiðréttir í bréfinu landamerki á milli jarðanna Vindfells og Eyvindarstaða í Vopnafirði. Biskup hafði áður skjalfest vitnisburð um landamerki á milli jarðanna sem reyndist ekki alveg réttur. Dags. að Böðvarsdal í Vopnafirði 23. ágúst 1663.

61 (45r)
Umboð Björns Bjarnasonar í Böðvarsdal yfir Torfulandi og reka.
Titill í handriti

Umboð Björns Bjarnasonar í Böðvarsdal yfir Torfulandi og reka.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Birni Bjarnasyni í Böðvarsdal umboð yfir jörðinni Torfulandi í Fellum á Fljótsdalshéraði og reka jarðarinnar en Torfuland var eign Áskirkju í Fellum. Dags. að Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð 24. ágúst 1663.

62 (45v-46r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi Oddi Arngrímssyni hálfa jörðina Litla Steinsvað í Tungu á Fljótsdalshéraði, 6 hundruð að dýrleika. Í staðinn seldi Oddur Brynjólfi biskup alla jörðina Kleppjárnsstaði í Tungu á Fljótsdalshéraði, 6 hundruð að dýrleika. Í þóknun og kaupbæti fyrir jarðaskiptin greiddi Brynjólfur biskup Oddi 12 ríkisdali. Dags. að Meðalnesi í Fellum 26. ágúst 1663.

63 (46r-46v)
Vitnisburður Arnbjarnar Guðmundssonar um landamerki jarðarinnar Kross í Mjóafirði.
Titill í handriti

Vitnisburður Arnbjarnar Guðmundssonar um landamerki jarðarinnar Kross í Mjóafirði.

Athugasemd

Arnbjörn Guðmundsson gefur vitnisburð um landamerki jarðarinnar Kross í Mjóafirði. Dags. á Skorrastað í Norðfirði 10. ágúst 1663. Afrit dags. að Meðalnesi í Fellum 27. ágúst 1663.

64 (46v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Í bréfinu tilsegir Brynjólfur biskup Jóni Jónssyni, ábúanda á konungsjörðinni Krossi í Mjóafirði, að halda þau landamerki jarðarinnar sem Arnbjörn Guðmundsson lýsti í bréfinu hér á undan. Sér í lagi skuli hann halda öllu landi og reka í Rjúkandisá og láta ekki undan ofríki og gripdeildum annarra. Verði hann ofurliði borinn þá biður biskup hann að senda sér skriflega ákæru svo fara megi með málið fyrir konungsvaldið til úrskurðar. Dags. að Meðalnesi í Fellum 27. ágúst 1663.

65 (47r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup afhendir Jóni Jónssyni á Krossi í Mjóafirði 4 ríkisdali upp í andvirði jarðarinnar Eyrarteigs í Skriðdal sem biskup hafði áður keypt af Jóni. Þessum fjórum ríkisdölum hafði biskup átt að halda eftir þar til Ólafur, sonur Jóns, hefði lokið fjögurra ára námi við Skálholtsskóla. Þar sem Ólafur gat ekki lokið náminu þá greiddi biskup Jóni Jónssyni þá til baka. Dags. að Meðalnesi í Fellum 27. ágúst 1663.

Efnisorð
66 (47v)
Contract í millum Fjallsels og Staffells.
Titill í handriti

Contract í millum Fjallsels og Staffells.

Athugasemd

Í bréfinu gerðu Brynjólfur biskup, eigandi jarðarinnar Fjallsels í Fellum, og Bjarni Snjólfsson, einn eigenda Staffells í Fellum, samkomulag þess efnis að jörðin Fjallsel skyldi njóta allra landsgæða til þriðjungs móts við Staffell í sameiginlegu, óskiptu landi þessara tveggja jarða, fyrir utan töður og engjar. Dags. að Meðalnesi í Fellum 28. ágúst 1663.

67 (48r-49r)
Kaupmálabréf Hjalta Jónssonar og Önnu Ásmundsdóttur.
Titill í handriti

Kaupmálabréf Hjalta Jónssonar og Önnu Ásmundsdóttur.

Athugasemd

Kaupmáli og trúlofun hjónaefnanna Hjalta Jónssonar, umboðsmanns jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, og Önnu Ásmundsdóttur. Kaupmálinn var auglýstur og staðfestur af Brynjólfi biskup og foreldrum Önnu, Ásmundi Jónssyni lögréttumanni og Guðrúnu Jónsdóttur. Að því loknu voru þau trúlofuð af sr. Einari Jónssyni sóknarpresti í viðurvist fimm trúlofunarvotta. Dags. á Ormastöðum í Fellum 29. ágúst 1663.

68 (49v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup óskar eftir að Magnús Einarsson samþykki kaup sitt á hlut Valgerðar Bjarnadóttur í jörðinni Staffelli í Fellum. Valgerður hafði áður lofað að selja Magnúsi þennan jarðarhlut en kaus fremur að selja hann Brynjólfi biskup enda hafði biskup falast eftir að kaupa hlut hennar í jörðinni og jarðakaupabréf þeirra á milli var undirritað 15. ágúst 1663. Sjá bréf nr. 50. Dags. að Ási í Fellum 30. ágúst 1663.

Efnisorð
69 (49v-50r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jón Grímsson á Ási í Fellum færði Brynjólfi biskup reikning yfir kirkjutíundir og ljóstolla Áskirkju í Fellum sem faðir Jóns, Grímur heitinn Jónsson, hafði meðtekið og gjaldast áttu vorið 1663. Dags. að Ekkjufelli í Fellum 31. ágúst 1663.

Á eftir bréfinu er minnismiði biskups um að tvo aura skuli greiða í legkaup fyrir tenntan mann en einn eyri fyrir ótenntan samkvæmt Kristinrétti og bréf Kristjáns 3. Danakonungs staðfesti það. Dags. að Ekkjufelli í Fellum 31. ágúst 1663.

Efnisorð
70 (50v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Ólafur Sigfússon seldi Brynjólfi biskup nærri 1 hundraðs hlut í jörðinni Sunnudal í Vopnafirði en þessi hlutur var eign eiginkonu Ólafs, Guðrúnar Ólafsdóttur. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup þeim tvö hundruð sem yrðu afhent af Hjalta Jónssyni, umboðsmanni biskups. Dags. að Ekkjufelli í Fellum 31. ágúst 1663.

71 (51r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Í bréfinu samþykkir Brynjólfur biskup samning sem Hjalti Jónsson gerði við Guðbjörgu Árnadóttur um ábúð á konungsjörðinni Brimnesi í Seyðisfirði en jörðin var lénsjörð Halldórs Brynjólfssonar. Dags. á Egilsstöðum 2. september 1663.

72 (51r-51v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Sr. Sigurður Árnason greiðir Brynjólfi biskup landskuld af jörðinni Sandvík. Dags. á Egilsstöðum 2. september 1663.

Efnisorð
73 (51v-52r)
Gjörningur séra Halldórs Eiríkssonar í Eydölum við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson um 3 hundruð í Litla Steinsvaði.
Titill í handriti

Gjörningur séra Halldórs Eiríkssonar í Eydölum við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson um 3 hundruð í Litla Steinsvaði.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem sr. Halldór Eiríksson seldi Brynjólfi biskup fjórðungshlut í jörðinni Litla Steinsvaði á Fljótsdalshéraði, 3 hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup sr. Halldóri 9 hundruð í "gjaldi og góðum peningum". Dags. í Heydölum í Breiðdal 9. september 1663.

74 (52r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Í bréfinu gefur Brynjólfur biskup sr. Halldóri Eiríkssyni kost á að kaupa tvo hluti í jörðinni Berufirði. Þessa tvo hluti hafði biskup keypt af systkinunum Gissuri Pálssyni og Guðrúnu Pálsdóttur en var nú reiðubúinn að selja þá til sr. Halldórs Eiríkssonar. Dags. í Heydölum í Breiðdal 9. september 1663.

Efnisorð
75 (52v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Í bréfinu óskar Brynjólfur biskup eftir að Bjarni og sr. Jón Eiríkssynir samþykki að hann kaupi hlut bróður þeirra, sr. Halldórs Eiríkssonar, í jörðinni Litla Steinsvaði á Fljótsdalshéraði. Lýstu þeir sig báðir samþykka þessum jarðakaupum. Dags. að Berufirði 10. september 1663.

Efnisorð
76 (52v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup meðtók þriggja ára afgjöld af Skálholtseignum sem sr. Eiríkur Höskuldsson hafði umboð yfir. Dags. að Hálsi í Álftafirði 11. september 1663.

Efnisorð
77 (53r-53v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Sr. Jón Bjarnason í Bjarnanesi gerir Brynjólfi biskup reikningsskil á afgjöldum í Bjarnanesumboði Skálholtsstaðar og umboði sem hann hélt yfir konungsjörðunum Hestgerði og Uppsölum í Hornafirði. Dags. að Bjarnanesi í Hornafirði 15. september 1663.

Efnisorð
78 (54r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup kvittar fyrir að sr. Jón Bjarnason hafi gert full skil á afgjöldum í Bjarnanesumboði Skálholtsstaðar og afgjöldum í umboði því sem hann hélt yfir konungsjörðunum Hestgerði og Uppsölum í Hornafirði. Dags. að Bjarnanesi í Hornafirði 15. september 1663.

79 (54r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup seldi Einari Jónssyni á Núpstað blátt klæði sem sr. Jón Bjarnason hafði afhent honum úr Bjarnanesumboði. Lofaði Einar að greiða fyrir klæðið með hundraði í vaðmálum og skæðaskinni fyrir næstkomandi Alþingi 1664. Dags. á Núpstað 20. september 1663.

Fyrir neðan bréfið er skrifað: "Þetta er klárt."

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Efnisorð
80 (54v)
Seðill séra Magnúsar Péturssonar útgefinn séra Bjarna Sveinssyni uppá 10 ríkisdali hjá biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni sinna vegna að betala.
Titill í handriti

Seðill séra Magnúsar Péturssonar útgefinn séra Bjarna Sveinssyni uppá 10 ríkisdali hjá biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni sinna vegna að betala.

Ábyrgð

Bréfritari : Magnús Pétursson

Athugasemd

Í bréfinu óskar sr. Magnús Pétursson eftir því að Brynjólfur biskup borgi sér 10 ríkisdali upp í greiðslu skuldar þeirra á milli. Sr. Bjarni Sveinsson afhenti Brynjólfi biskup bréf sr. Magnúsar og hafði umboð hans til að meðtaka féð. Dags. 7. september 1663.

Þar fyrir neðan kemur fram að Brynjólfur biskup hafi afhent Einari Stefánssyni þessa 10 ríkisdali og Einar skuli koma þeim til sr. Bjarna. Dags. að Leiðvelli í Skaftártungu 24. september 1663. Afrit beggja bréfanna dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

Efnisorð
81 (55r)
Meðkenning séra Magnúsar Péturssonar uppá meðtekin 30 hundruð og nærri 4 ærgildi af biskupstíundum og öðrum biskupsins gjöldum í Skaftafellssýslu, og öðrum útgjöldum.
Titill í handriti

Meðkenning séra Magnúsar Péturssonar uppá meðtekin 30 hundruð og nærri 4 ærgildi af biskupstíundum og öðrum biskupsins gjöldum í Skaftafellssýslu, og öðrum útgjöldum.

Ábyrgð

Bréfritari : Magnús Pétursson

Athugasemd

Sr. Magnús Pétursson skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir meðteknar biskupstíundir í Skaftafellssýslu. Dags. að Hörgslandi 23. september 1663. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

Efnisorð
82 (55v-56r)
Reikningur ærlegs manns Ólafs Jónssonar á Stóra Steinsvaði fyrir biskupstíundir og annað sem milli hefur farið þeirra í milli síðan hann stóð reikning í Skálholti anno 1662 7. maí og tók kvittun sama ár 8. maí.
Titill í handriti

Reikningur ærlegs manns Ólafs Jónssonar á Stóra Steinsvaði fyrir biskupstíundir og annað sem milli hefur farið þeirra í milli síðan hann stóð reikning í Skálholti anno 1662 7. maí og tók kvittun sama ár 8. maí.

Athugasemd

Ólafur Jónsson á Stóra Steinsvaði skilar Brynjólfi biskup reikningi yfir meðteknar biskupstíundir sem gjaldast áttu í fardögum 1661. Dags. að Kirkjubæ í Tungu 25. ágúst 1663. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

Efnisorð
83 (56r-57r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Einar Magnússon á fastaeignar andvirði 3 hundruð á Snotrunesi hvort Einar átti að Hjalta Jónssyni eftir þar um gjörðu kaupbréfi þeirra í milli.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Einar Magnússon á fastaeignar andvirði 3 hundruð á Snotrunesi hvort Einar átti að Hjalta Jónssyni eftir þar um gjörðu kaupbréfi þeirra í milli.

Athugasemd

Í bréfinu gera Einar Magnússon og Brynjólfur biskup upp jarðakaup sín á milli. 15. júlí 1659 seldi Einar Magnússon Brynjólfi biskup 3 hundraða hlut í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri fyrir aðra jafndýra, óákveðna fastaeign. Nú fékk Brynjólfur biskup Einari til eignar fjórðungshlut í jörðinni Ketilstöðum á Útmannasveit, 3 hundruð að dýrleika, fyrir Snotrunespartinn. Að auki greiddi biskup Einari tólf ríkisdali í þóknun vegna rekavonar á Snotrunesi. Sjá AM 273 fol., nr. 33. Dags. að Kirkjubæ í Tungu 25. ágúst 1663. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

84 (57r-58r)
Kaupbréf Hjalta Jónssonar fyrir 3 hundruðum í Snotrunesi í Borgarfirði og Desjamýrar kirkjusókn af Einari Magnússyni fyrir óánefndan 3 hundraða jarðarpart. Item lofun Einars að selja Hjalta fyrstum manna þessa fastaeign fyrir lausafé.
Titill í handriti

Kaupbréf Hjalta Jónssonar fyrir 3 hundruðum í Snotrunesi í Borgarfirði og Desjamýrar kirkjusókn af Einari Magnússyni fyrir óánefndan 3 hundraða jarðarpart. Item lofun Einars að selja Hjalta fyrstum manna þessa fastaeign fyrir lausafé.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Einar Magnússon seldi Hjalta Jónssyni þriggja hundraða hlut í jörðinni Snotrunesi á Borgarfirði eystri. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Hjalti Jónsson Einari þriggja hundraða hlut í jörð sem þeim um semdist og gjaldast muni með tímanum. Á meðan sá hlutur standi ógreiddur muni Hjalti Jónsson gjalda Einari fimm aura afgift árlega. Einnig lofaði Einar að selja Hjalta fyrstum manna þann jarðarhlut fyrir lausafé. Í bréfinu samþykkti Einar að bræður hans tveir, Bárður og Marteinn, seldu Hjalta Jónssyni sína hluta í jörðinni Snotrunesi. Dags. að Hjaltastað á Útmannasveit 15. júlí 1659. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

Bréfið er að mestu samhljóða AM 273 fol., nr. 33 nema hér er ekki nefnt að Hjalti Jónsson kaupi jarðarhlutinn af Einari í umboði Brynjólfs biskups.

85 (58r-58v)
Byggingarbréf Bjarna Oddssonar á Torfulandi Ásskirkju eign Högna Þorleifssyni útgefið.
Titill í handriti

Byggingarbréf Bjarna Oddssonar á Torfulandi Ásskirkju eign Högna Þorleifssyni útgefið.

Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Oddsson

Athugasemd

Bjarni Oddsson veitir Högna Þorleifssyni ábýli á Áskirkjujörðinni Torfulandi í Fellum á Fljótsdalshéraði. Dags. í október 1648. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

86 (58v-59r)
Byggingarbréf Bjarna Eiríkssonar á Torfulandi Ásskirkju eign Högna Þorleifssyni útgefið.
Titill í handriti

Byggingarbréf Bjarna Eiríkssonar á Torfulandi Ásskirkju eign Högna Þorleifssyni útgefið.

Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Eiríksson

Athugasemd

Bjarni Eiríksson veitir Högna Þorleifssyni ábýli á Áskirkjujörðinni Torfulandi í Fellum á Fljótsdalshéraði árið 1653 til 1654. Dags. að Skriðu 2. júní 1653. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

87 (59v-60r)
Vitnisburðir um landamerki Torfu Ásskirkju eignar, útgefnir anno 1663.
Titill í handriti

Vitnisburðir um landamerki Torfu Ásskirkju eignar, útgefnir anno 1663.

Athugasemd

Högni Þorleifsson gefur vitnisburð um landamerki og rekamörk Áskirkjujarðarinnar Torfu í Fellum á Fljótsdalshéraði en Högni hafði verið ábúandi á Torfu í nær fjörutíu ár. Dags. að Kirkjubæ í Tungu 25. og 30. ágúst 1663. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

88 (60v-61r)
Gjafar og kaupbréf Hróaldstöðum í Vopnafirði af Sólrúnu Sigurðardóttur Ólafi Sigfússyni til eignar.
Titill í handriti

Gjafar og kaupbréf Hróaldstöðum í Vopnafirði af Sólrúnu Sigurðardóttur Ólafi Sigfússyni til eignar.

Athugasemd

Jarða- og gjafabréf þar sem Sólrún Sigurðardóttir seldi Ólafi Sigfússyni, bróðursyni sínum, 4 hundraða hlut í jörðinni Hróaldstöðum í Vopnafirði sem öll var 6 hundruð að dýrleika. Tveggja hundraða hlutinn sem eftir stóð af heildareign jarðarinnar var gjöf Sólrúnar til Ólafs með því skilyrði að hún hafi jörðina til umráða svo lengi sem hún lifir eða vill. Fyrir fjögur hundraða jarðarhlutinn greiddi Ólafur Sólrúnu hálft annað hundrað í lausafé fyrir hvort jarðarhundrað. Dags. að Krossi í Mjóafirði 4. júlí 1661. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

89 (61r-62r)
Gjörningsbréf um hálfa Ásbrandstaði í Vopnafirði 15 hundruð.
Titill í handriti

Gjörningsbréf um hálfa Ásbrandstaði í Vopnafirði 15 hundruð.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Cæcilía Magnúsdóttir seldi dóttur sinni, Sólrúnu Sigurðardóttur, 6 hundraða hlut í jörðinni Ásbrandstöðum í Vopnafirði fyrir jafnverðmætan hlut í jörðinni Felli í Hofskirkjusókn. Einnig seldi hún Sólrúnu 3 hundraða hlut í sömu jörð fyrir 6 hundruð í "fríðum og gagnlegum peningum". Við sama tækifæri gaf Cæcilía Sólrúnu önnur 6 hundruð í jörðinni til arfaskipta og átti Sólrún þar með alla jörðina Ásbrandstaði sem taldist 15 hundruð að dýrleika. Dags. á Ásbrandstöðum í Vopnafirði 1637. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

90 (62r-62v)
Handskrift Árna Jónssonar studiosi í Kaupenhafn uppá 10 ríkisdali meðtekna af kvinnu Madz Rasmussonar kaupmanns í Hólminum, fyrir kóngsbréf að leysa af Cancelíinu útgefin uppá biskupinn M. Brynjólf Sveinsson. Anno 1663 6. júní.
Titill í handriti

Handskrift Árna Jónssonar studiosi í Kaupenhafn uppá 10 ríkisdali meðtekna af kvinnu Madz Rasmussonar kaupmanns í Hólminum, fyrir kóngsbréf að leysa af Cancelíinu útgefin uppá biskupinn M. Brynjólf Sveinsson. Anno 1663 6. júní.

Athugasemd

Árni Jónsson stúdent í Kaupmannahöfn kvittar fyrir að hafa móttekið frá konu Mads Rasmussonar, kaupmanns í Hólminum, 10 ríkisdali. Þessa peninga átti Árni að færa með sér til Íslands og afhenda Brynjólfi biskup sem skyldi síðan afhenda þá Mads Rasmussyni. Dags. í Kaupmannahöfn 6. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

91 (62v)
Reikningur Vilhjálms Jóhannssonar á þeim trjám er hann tekið hefur af Nýpsandi í Vopnafirði.
Titill í handriti

Reikningur Vilhjálms Jóhannssonar á þeim trjám er hann tekið hefur af Nýpsandi í Vopnafirði.

Athugasemd

Vilhjálmur Jóhannsson gerir reikningsskil á rekatrjám þeim sem hann tók á Nípssandi við Vopnafjörð frá því hann kom til Hámundarstaða og til 4. maí 1663. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 2. nóvember 1663.

Efnisorð
92 (63r-63v)
Um giftumál Árna Þorsteinssonar við Rannveigu Halldórsdóttur þrímenning hans fyrri festarmeyjar Hólmfríðar Ísleifsdóttur.
Titill í handriti

Um giftumál Árna Þorsteinssonar við Rannveigu Halldórsdóttur þrímenning hans fyrri festarmeyjar Hólmfríðar Ísleifsdóttur.

Athugasemd

Árni Þorsteinsson kom að máli við Brynjólf biskup í Skálholti. Ástæðan var sú að hann vildi ganga í hjónaband með Rannveigu Halldórsdóttur en hún var þremenningur Hólmfríðar Ísleifsdóttur sem Árni var áður trúlofaður. Óskaði hann samþykkis biskups fyrir ráðahagnum. Brynjólfur biskup ályktaði að ef Árni samþykkti að vinna eið að því að hafa aldrei stofnað til líkamlegs sambands við sína fyrrverandi festarmey þá sé honum heimilt að ganga til hjónabands með Rannveigu Halldórsdóttur. Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum hafði komist að sömu niðurstöðu og biskup á Öxarárþingi sumarið 1663. Dags. í Skálholti 6. október 1663.

Efnisorð
93 (64r-64v)
Kaupbréf biskupsins fyrir hálfu Hafrafelli í Fellum austur níuhundruð af Bjarna Eiríkssyni fyrir Breið í Skaga tíuhundruð.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir hálfu Hafrafelli í Fellum austur níuhundruð af Bjarna Eiríkssyni fyrir Breið í Skaga tíuhundruð.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Bjarni Eiríksson seldi Brynjólfi biskup hálfa jörðina Hafrafell í Fellum, 9 hundruð að dýrleika. Fóru jarðakaupin fram með samþykki eiginkonu Bjarna, Sigríðar Bjarnadóttur, en jörðin var gjöf til þeirra hjóna frá föður Sigríðar, Bjarna Oddssyni á Burstafelli. Í staðinn seldi Brynjólfur biskup Bjarna Eiríkssyni 10 hundraða hlut í jörðinni Skaga á Akranesi en öll jörðin taldist 60 hundruð að dýrleika. Dags. í Skálholti 12. október 1663.

94 (65r-65v)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar séra Erasmusi Pálssyni í Hólum í Ytri hrepp tilskrifað með Gísla Sigurðssyni í Miðfelli uppá samþykki hans og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur á [átta hundraða] jarðarparts kaupi biskupsins við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum. Anno 1663, 20. oktobris. Salutem et officia.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar séra Erasmusi Pálssyni í Hólum í Ytri hrepp tilskrifað með Gísla Sigurðssyni í Miðfelli uppá samþykki hans og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur á [átta hundraða] jarðarparts kaupi biskupsins við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum. Anno 1663, 20. oktobris. Salutem et officia.

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til sr. Erasmusar Pálssonar prests í Hrepphólum. Í bréfinu óskar biskup eftir samþykki sr. Erasmusar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, fyrir kaupum hans á 8 hundraða hlut Erlendar Guðmundssonar í jörðinni Brúsholti í Flókadal. Biskup hafði nú þegar aflað samþykkis bræðra Erlendar, Ívars og Hannesar, sem og bróðursonar hans, Sigurðar Magnússonar. Næst þeim að erfðum var Guðrún Magnúsdóttir en hún var bróðurdóttir Erlendar. Jarðabréfið er í AM 275 fol., nr. 27. Dags. í Skálholti 20. október 1663. Afrit dags. í Skálholti 20. október 1663.

95 (66r-66v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Sigmundur Jónsson ráðsmaður yfir Herdísarvíkurbúi gerir Brynjólfi biskup reikningsskil á gjöldum af Herdísarvíkurbúi, meðal annars smjörgjöldum, landskuld og leigum frá 10. júlí 1662 þegar síðasti reikningur var gerður. Dags. 22. október 1663.

Efnisorð
96 (66v)
Meðkenningar seðill Guðmundar Gíslasonar í Hofi uppá meðtekinn slopp og tvær látúns kertapípur til Hofskirkju er Sigurður Magnússon á Ferju lagði til kirkjunnar í hennar reikning vegna föður síns Magnúsar Guðmundssonar er þar bjó.
Titill í handriti

Meðkenningar seðill Guðmundar Gíslasonar í Hofi uppá meðtekinn slopp og tvær látúns kertapípur til Hofskirkju er Sigurður Magnússon á Ferju lagði til kirkjunnar í hennar reikning vegna föður síns Magnúsar Guðmundssonar er þar bjó.

Athugasemd

Guðmundur Gíslason á Hofi í Holtum kvittar fyrir að Sigurður Magnússon á Ferju hafi afhent Hofskirkju nýjan léreftsslopp og tvær kertapípur úr messing, "þó nokkuð brostnar". Dags. á Hofi í Holtum 18. október 1663. Afrit dags. í Skálholti 18. nóvember 1663.

Efnisorð
97 (67r-67v)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar séra Magnúsi Pálssyni að Kálfholti í Holtum, tilskrifað með Guðmundi á Hofi, uppá samþykki hans og hans ektakvinnu á jarðarparts kaupi biskupsins við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum. Anno 1663 24. oktobris. Salutem et officia.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar séra Magnúsi Pálssyni að Kálfholti í Holtum, tilskrifað með Guðmundi á Hofi, uppá samþykki hans og hans ektakvinnu á jarðarparts kaupi biskupsins við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum. Anno 1663 24. oktobris. Salutem et officia.

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til sr. Magnúsar Pálssonar prests að Kálfholti i Holtum. Í bréfinu óskar biskup eftir samþykki sr. Magnúsar og konu hans, Guðrúnar eldri Magnúsdóttur, fyrir kaupum hans á 8 hundraða hlut Erlendar Guðmundssonar í jörðinni Brúsholti í Flókadal. Biskup hafði nú þegar aflað samþykkis bræðra Erlendar, Ívars og Hannesar, sem og bróðursonar Erlendar, Sigurðar Magnússonar. Einnig hafði hann óskað samþykkis systur Guðrúnar eldri, Guðrúnar Magnúsdóttur. Jarðabréfið er í AM 275 fol., nr. 27. Dags. í Skálholti 24. október 1663. Afrit dags. í Skálholti 25. október 1663.

98 (68r-68v)
Útskrift af sendibréfi séra Þorsteins Jónssonar í Holti undir Eyjafjöllum Elizabet Ísleifsdóttur tilskrifuðu um reikning hennar við hennar systur Sólveigu Ísleifsdóttur ektakvinnu séra Þorsteins á arfaskiptum þeirra í milli eftir föður þeirra Ísleif Eyjólfsson.
Titill í handriti

Útskrift af sendibréfi séra Þorsteins Jónssonar í Holti undir Eyjafjöllum Elizabet Ísleifsdóttur tilskrifuðu um reikning hennar við hennar systur Sólveigu Ísleifsdóttur ektakvinnu séra Þorsteins á arfaskiptum þeirra í milli eftir föður þeirra Ísleif Eyjólfsson.

Athugasemd

Sendibréf sr. Þorsteins Jónssonar í Holti til mágkonu sinnar, Elísabetar Ísleifsdóttur, varðandi rétt erfðaskipti á milli hennar og bræðra hennar. Dags. 18. október 1663. Afrit dags. í Skálholti 27. október 1663.

99 (69r-70r)
Underreting séra Þorsteins í Holti undir Eyjafjöllum um arfaskipti þeirra systkina hans ektakvinnu Sólveigu Ísleifsdóttur eftir þeirra foreldra.
Titill í handriti

Underreting séra Þorsteins í Holti undir Eyjafjöllum um arfaskipti þeirra systkina hans ektakvinnu Sólveigu Ísleifsdóttur eftir þeirra foreldra.

Athugasemd

Dags. í Holti 16. október 1663. Afrit dags. í Skálholti 27. október 1663.

100 (70r-70v)
Samþykki séra Erasmusar Pálssonar og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur uppá kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum, 1663, 30. oktobris.
Titill í handriti

Samþykki séra Erasmusar Pálssonar og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur uppá kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum, 1663, 30. oktobris.

Athugasemd

Dags. 30. október 1663. Afrit dags. í Skálholti 31. október 1663.

Efnisorð
101 (70v-71r)
Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá útgjöld hans við Guðmund Einarsson í Straumfirði fyrir 4 hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu er hann seldi biskupinum í fyrra 1663, 1. júlí að Þingvöllum, átti biskupinn honum hér uppá að greiða í góðum peningum 8 hundruð.
Titill í handriti

Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá útgjöld hans við Guðmund Einarsson í Straumfirði fyrir 4 hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu er hann seldi biskupinum í fyrra 1663, 1. júlí að Þingvöllum, átti biskupinn honum hér uppá að greiða í góðum peningum 8 hundruð.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 3. nóvember 1663.

102 (71r-71v)
Seðill Guðmundar Einarssonar í Straumfirði útgefinn Guðrúnu í Stafholti uppá 4 hundruð í dauðum peningum, hvor 4 hundruð hann biður biskupinn M. Brynjólf Sveinsson sinna vegna að greiða, uppá reikningsskap þeirra í milli.
Titill í handriti

Seðill Guðmundar Einarssonar í Straumfirði útgefinn Guðrúnu í Stafholti uppá 4 hundruð í dauðum peningum, hvor 4 hundruð hann biður biskupinn M. Brynjólf Sveinsson sinna vegna að greiða, uppá reikningsskap þeirra í milli.

Athugasemd

Dags. að Stafholti 1. september 1663. Afrit dags. í Skálholti 3. nóvember 1663.

Efnisorð
103 (71v)
Handskrift Gísla Sigurðssonar uppá meðtekin þessi ofanskrifuð 4 hundruð og 10 aura voð vaðmáls af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni vegna Guðmundar Einarssonar.
Titill í handriti

Handskrift Gísla Sigurðssonar uppá meðtekin þessi ofanskrifuð 4 hundruð og 10 aura voð vaðmáls af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni vegna Guðmundar Einarssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 19. október 1663. Afrit dags. í Skálholti 3. nóvember 1663.

104 (72r)
Seðill Guðmundar Einarssonar uppá sjö ríkisdali útgefinn Gísla Sigurðssyni, hverja hann biður biskupinn sinna vegna að betala.
Titill í handriti

Seðill Guðmundar Einarssonar uppá sjö ríkisdali útgefinn Gísla Sigurðssyni, hverja hann biður biskupinn sinna vegna að betala.

Athugasemd

Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 3. nóvember 1663.

Efnisorð
105 (72v-73r)
Löglagning Bjarna Oddssonar og Bjarna Eiríkssonar um jörðina hálft Hafrafell í Fellum austur í Fljótsdalshéraði 9 hundruð.
Titill í handriti

Löglagning Bjarna Oddssonar og Bjarna Eiríkssonar um jörðina hálft Hafrafell í Fellum austur í Fljótsdalshéraði 9 hundruð.

Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Oddsson

Bréfritari : Bjarni Eiríksson

Athugasemd

Dags. að Burstafelli í Vopnafirði 22. ágúst 1663. Afrit dags. í Skálholti 15. nóvember 1663.

Efnisorð
106 (73r-74v)
Dómur um úrfallið inventarium Ásskirkju í Fellum austur genginn anno 1663.
Titill í handriti

Dómur um úrfallið inventarium Ásskirkju í Fellum austur genginn anno 1663.

Athugasemd

Dags. að Ási í Fellum 3. september 1663. Afrit dags. á Skriðu í Fljótsdal 4. september 1663 og í Skálholti 15. nóvember 1663.

107 (75r-78r)
Dómur um hálft Hafrafell í Ássþingum austur í Fljótsdalshéraði, genginn undir Ási 1663.
Titill í handriti

Dómur um hálft Hafrafell í Ássþingum austur í Fljótsdalshéraði, genginn undir Ási 1663.

Athugasemd

Dags. að Ási í Fellum 3. september 1663. Afrit dags. á Skriðu í Fljótsdal 4. september 1663 og í Skálholti 15. nóvember 1663.

Efnisorð
108 (78r)
Uppgjöf Ásmundar Marteinssonar á þremur hundruðum í Hafrafelli austur í Héraði við Bjarna Eiríksson anno 1649.
Titill í handriti

Uppgjöf Ásmundar Marteinssonar á þremur hundruðum í Hafrafelli austur í Héraði við Bjarna Eiríksson anno 1649.

Athugasemd

Dags. 18. maí 1649. Afrit dags. í Skálholti 15. mars 1665.

Efnisorð
109 (78v-79r)
Gjörningur Bjarna Oddssonar við Bjarna Eiríksson um hálft Hafrafell, austur í Fellum í Ásskirkjusókn 9 hundruð er hann fær honum til eignar, gangi það með dómi undan Áss kirkju.
Titill í handriti

Gjörningur Bjarna Oddssonar við Bjarna Eiríksson um hálft Hafrafell, austur í Fellum í Ásskirkjusókn 9 hundruð er hann fær honum til eignar, gangi það með dómi undan Áss kirkju.

Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Oddsson

Athugasemd

Dags. á Burstafelli í Vopnafirði 22. ágúst 1663. Afrit dags. í Skálholti 15. nóvember 1663.

110 (79r-80r)
Kaupbréf Bjarna Oddssonar fyrir 6 hundruðum í Hafrafelli austur í Fellum og Ásskirkju sókn af Ásmundi Marteinssyni. Útskrifað við votta.
Titill í handriti

Kaupbréf Bjarna Oddssonar fyrir 6 hundruðum í Hafrafelli austur í Fellum og Ásskirkju sókn af Ásmundi Marteinssyni. Útskrifað við votta.

Athugasemd

Dags. að Ási í Fellum í vikunni eftir Hvítasunnu 1639. Afrit dags. í Skálholti 15. nóvember 1663.

111 (80r-81r)
Útskrift af gömlu kaupbréfi fyrir hálfu Hafrafelli í Fellum og Ásskirkju sókn, 9 hundruð á millum Magnúsar Árnasonar og Jörundar Vigfússonar.
Titill í handriti

Útskrift af gömlu kaupbréfi fyrir hálfu Hafrafelli í Fellum og Ásskirkju sókn, 9 hundruð á millum Magnúsar Árnasonar og Jörundar Vigfússonar.

Athugasemd

Dags. á Þorvaldsstöðum í Skriðdal föstudaginn fyrir Hvítasunnu 1485. Afrit dags. að Ási í Fellum 3. september 1663 og í Skálholti 15. nóvember 1663.

112 (81v-82v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Sigurður Magnússon seldi Brynjólfi biskup 8 hundraða hlut í jörðinni Brúsholti í Flókadal en þennan jarðarhlut hafði Erlendur Guðmundsson gefið Sigurði, bróðursyni sínum. Sjá næsta bréf. Dags. í Skálholti 17. nóvember 1663.

113 (83r-84r)
Proventugjörningur Erlends Guðmundssonar við Sigurð Magnússon á Sandhólaferju í Holtum sinn bróðurson.
Titill í handriti

Proventugjörningur Erlends Guðmundssonar við Sigurð Magnússon á Sandhólaferju í Holtum sinn bróðurson.

Athugasemd

Dags. á Sandhólaferju í Holtum 30. október 1663, á Brúnastöðum 1. nóvember 1663 og á Þjóðólfshagaþingi 5. nóvember 1663. Afrit dags. í Skálholti 17. nóvember 1663.

114 (84v-85r)
Biskupstíunda reikningur úr Rangárvallasýslu anno 1663 er það vor gjaldast áttu, hvorn Magnús Kortsson stóð biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni nú hér í Skálholti 1663, 30. nóvembris.
Titill í handriti

Biskupstíunda reikningur úr Rangárvallasýslu anno 1663 er það vor gjaldast áttu, hvorn Magnús Kortsson stóð biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni nú hér í Skálholti 1663, 30. nóvembris.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 30. nóvember 1663.

Efnisorð
115 (85v-86v)
Kvittun Magnúsar Kortssonar uppá umboðs meðferð hans á Skammbeinstaða umboði og biskupstíunda í Rangárþingi 1663 30. nóvembris útgefinn.
Titill í handriti

Kvittun Magnúsar Kortssonar uppá umboðs meðferð hans á Skammbeinstaða umboði og biskupstíunda í Rangárþingi 1663 30. nóvembris útgefinn.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 30. nóvember 1663.

116 (86v-87r)
Virðing og uppbót á sex leigukúgildum með Reynir á Akranesi. Anno 1663 í fardögum.
Titill í handriti

Virðing og uppbót á sex leigukúgildum með Reynir á Akranesi. Anno 1663 í fardögum.

Athugasemd

Dags. að Reyni á Akranesi 3. maí 1663. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1663.

Efnisorð
117 (87r)
Meðkenning Þorvarðs Sigurðssonar uppá 100 álna uppbót á 3 kúgildum með Reynir af Þorvarði Magnússyni.
Titill í handriti

Meðkenning Þorvarðs Sigurðssonar uppá 100 álna uppbót á 3 kúgildum með Reynir af Þorvarði Magnússyni.

Athugasemd

Dags. 31. maí 1663. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1663.

Efnisorð
118 (87v)
Meðkenning Eyjólfs Sigmundssonar uppá meðtekna hundraðs uppbót af Þorvarði Magnússyni ofan á 3 kúgildi með Reynir á Akranesi.
Titill í handriti

Meðkenning Eyjólfs Sigmundssonar uppá meðtekna hundraðs uppbót af Þorvarði Magnússyni ofan á 3 kúgildi með Reynir á Akranesi.

Athugasemd

Dags. á Skipaskaga 16. nóvember 1663. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1663.

Efnisorð
119 (87v-88r)
Meðkenning biskupsins uppá fimmtíu og þrjá ríkisdali og einn hálfan meðtekna af Þorvarði Magnússyni vegna lögmannsins herra Árna Oddssonar.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins uppá fimmtíu og þrjá ríkisdali og einn hálfan meðtekna af Þorvarði Magnússyni vegna lögmannsins herra Árna Oddssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 7. desember 1663.

120 (88r-88v)
Kvittun Þorvarðs Magnússonar fyrir Heyness og sjávarútvega umboðsmeðferð hans, útgefin honum af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
Titill í handriti

Kvittun Þorvarðs Magnússonar fyrir Heyness og sjávarútvega umboðsmeðferð hans, útgefin honum af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 8. desember 1663.

121 (89r)
Samþykki séra Magnúsar Pálssonar og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur uppá kaup biskupsins á hálfu Brúsholti í Flókadal 8 hundruð af Erlendi Guðmundssyni.
Titill í handriti

Samþykki séra Magnúsar Pálssonar og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur uppá kaup biskupsins á hálfu Brúsholti í Flókadal 8 hundruð af Erlendi Guðmundssyni.

Athugasemd

Dags. að Kálfholti í Holtum 14. nóvember 1663. Afrit dags. í Skálholti 11. desember 1663.

Efnisorð
122 (89v)
Biskupstíundareikningur Jóns Ásmundssonar af Árnessýslu sem guldust 1663 um vorið.
Titill í handriti

Biskupstíundareikningur Jóns Ásmundssonar af Árnessýslu sem guldust 1663 um vorið.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 10. desember 1663.

Efnisorð
123 (90r-90v)
Kvittun Jóns Ásmundssonar fyrir Hamraumboðs, sjávarútvegaumboðs út með sjónum og biskupstíundaumboðs meðferð í Árnessýslu frá fardögum 1662 til fardaga 1663.
Titill í handriti

Kvittun Jóns Ásmundssonar fyrir Hamraumboðs, sjávarútvegaumboðs út með sjónum og biskupstíundaumboðs meðferð í Árnessýslu frá fardögum 1662 til fardaga 1663.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 10. desember 1663.

Á eftir bréfinu er minnismiði biskups þess efnis að Ólafur Pálsson, vinnumaður Jóns Ásmundssonar, hafi í Skálholti afhent vaðmál. Dags. í Skálholti 16. desember 1663.

124 (91r-91v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem hjónin Bjarni Eiríksson og Sigríður Bjarnadóttir seldu Brynjólfi biskup 10 hundraða hlut í jörðinni Skipaskaga á Akranesi fyrir 20 hundruð í lausafé. Dags. í Skálholti 12. desember 1663.

125 (91v-92r)
Byggingarumboð Bjarna Eiríkssonar á Þorlákshöfn í Ölfusi af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefið.
Titill í handriti

Byggingarumboð Bjarna Eiríkssonar á Þorlákshöfn í Ölfusi af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefið.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 12. desember 1663.

126 (92r-92v)
Samþykki Ásmundar Marteinssonar uppá 3 hundruð í Hafrafelli í Ássþingum austur Bjarna Eiríkssyni til handa útgefið 1649 18. maí.
Titill í handriti

Samþykki Ásmundar Marteinssonar uppá 3 hundruð í Hafrafelli í Ássþingum austur Bjarna Eiríkssyni til handa útgefið 1649 18. maí.

Athugasemd

Dags. 18. maí 1649. Afrit dags. í Skálholti 12. desember 1663.

Efnisorð
127 (93r-95v)
Ásskirkju máldagi austur í Fellum, svo sem hann var saminn og samþykktur í síðustu visitatiu biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um Austfirðingafjórðung 1663 og hyggja menn þann réttasta vera.
Titill í handriti

Ásskirkju máldagi austur í Fellum, svo sem hann var saminn og samþykktur í síðustu visitatiu biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um Austfirðingafjórðung 1663 og hyggja menn þann réttasta vera.

Athugasemd

Dags. að Ási í Fellum á Fljótsdalshéraði 30. ágúst 1663. Afrit dags. í Skálholti 22. desember 1663.

Efnisorð
128 (95v-96r)
Sendibréf séra Sigurðar Oddssonar í Stafholti biskupinum tilskrifað uppá skipti þeirra í milli framfarin.
Titill í handriti

Sendibréf séra Sigurðar Oddssonar í Stafholti biskupinum tilskrifað uppá skipti þeirra í milli framfarin.

Athugasemd

Dags. í Stafholti 22. nóvember 1663. Afrit dags. í Skálholti 27. desember 1663.

129 (96r)
Meðkenning séra Gísla Þóroddssonar í Klausturhólum uppá meðtekna 10 fjórðunga smjörs af biskupsins hálfu, af Þuríði á Björk í Grímsnesi 1663.
Titill í handriti

Meðkenning séra Gísla Þóroddssonar í Klausturhólum uppá meðtekna 10 fjórðunga smjörs af biskupsins hálfu, af Þuríði á Björk í Grímsnesi 1663.

Athugasemd

Dags. á Klausturhólum í Grímsnesi 20. desember 1663. Afrit dags. í Skálholti 5. janúar 1664.

Efnisorð
130 (96v-97r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Árni Pálsson lögréttumaður seldi Brynjólfi biskup 5 hundraða hlut í jörðinni Gröf í Grímsnesi og 6 hundraða hlut í jörðinni Hvammi í Skorradal. Í staðinn seldi Brynjólfur biskup Árna 10 hundraða hlut í jörðinni Skipaskaga á Akranesi. Dags. í Skálholti 5. janúar 1664.

131 (97v-98r)
Vitnisburðir um landamerki millum Grafar í Grímsnesi og Úteyjar.
Titill í handriti

Vitnisburðir um landamerki millum Grafar í Grímsnesi og Úteyjar.

Athugasemd

Dags. á Torfastöðum í Biskupstungum laugardaginn næsta fyrir sunnudag í Aðventu 1568. Afrit dags. í Skálholti 28. mars 1643 og 10. janúar 1664.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

132 (98r-99r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Tveir vitnisburðir um landamerki á milli jarðanna Grafar í Grímsnesi og Úteyjar. Dags. á Mosfelli mánudaginn eftir miðföstu 1583 og í Miðdal í Laugardal 24. mars 1612. Afrit dags. í Skálholti 28. mars 1643 og 10. janúar 1664.

133 (99v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Í bréfinu lofar Magnús Einarsson að selja Brynjólfi biskup fyrstum manna hlut sinn í jörðinni Gröf í Grímsnesi. Einnig lofaði hann að útvega biskupi hlut systur sinnar, Guðrúnar Einarsdóttur, í jörðinni Gröf svo Brynjólfur yrði þar með eigandi allrar jarðarinnar. Dags. í Skálholti 10. janúar 1664.

Efnisorð
134 (100r-100v)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Péturs Bjarnasonar yngra um kóngskúgilda borgun með jörðum Halldórs Brynjólfssonar.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Péturs Bjarnasonar yngra um kóngskúgilda borgun með jörðum Halldórs Brynjólfssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 12. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 14. janúar 1664.

135 (100v-101r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Péturs Bjarnasonar eldri um borgun á úrföllnum kóngskúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Péturs Bjarnasonar eldri um borgun á úrföllnum kóngskúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 13. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 14. janúar 1664.

136 (101r-101v)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Sigurðar Bjarnasonar um borgun á úrföllnum kúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Sigurðar Bjarnasonar um borgun á úrföllnum kúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 12. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 14. janúar 1664.

137 (101v-102r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Ingibjargar Bjarnadóttur um borgun á úrföllnum 9 kóngskúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Ingibjargar Bjarnadóttur um borgun á úrföllnum 9 kóngskúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 13. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 14. janúar 1664.

138 (102v-103r)
Grein úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Einari Þorsteinssyni að Felli í Mýrdal tilskrifuðu, með sendimanni séra Magnúsar Péturssonar á Hörgslandi Birni Gíslasyni, hljóðandi um samþykki hans sinnar ektakvinnu vegna, á jarðarparts andvirðis sölu, fyrir hálft Brúsholt 8 hundruð fyrir samgildann fyrir lausafé af Erlendi Guðmundssyni á Brúnastöðum.
Titill í handriti

Grein úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Einari Þorsteinssyni að Felli í Mýrdal tilskrifuðu, með sendimanni séra Magnúsar Péturssonar á Hörgslandi Birni Gíslasyni, hljóðandi um samþykki hans sinnar ektakvinnu vegna, á jarðarparts andvirðis sölu, fyrir hálft Brúsholt 8 hundruð fyrir samgildann fyrir lausafé af Erlendi Guðmundssyni á Brúnastöðum.

Ábyrgð

Viðtakandi : Einar Þorsteinsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 14. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 14. janúar 1664.

139 (103r-104r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Guðmundar Ketilssonar á Refstað í Vopnafirði um rekaítak bænhússins á Torfastöðum í Ljósalands land í Vopnafirði, befalar honum því til laga og dóms undir Ljósaland að halda.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Guðmundar Ketilssonar á Refstað í Vopnafirði um rekaítak bænhússins á Torfastöðum í Ljósalands land í Vopnafirði, befalar honum því til laga og dóms undir Ljósaland að halda.

Ábyrgð

Viðtakandi : Guðmundur Ketilsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 14. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 14. janúar 1664.

140 (104r-105r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Vilhjálms Jóhannssonar um rekaítak Kirkjubæjarkirkju fyrir Hámundarstaðalandi, befalar honum til dóms og laga að halda.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Vilhjálms Jóhannssonar um rekaítak Kirkjubæjarkirkju fyrir Hámundarstaðalandi, befalar honum til dóms og laga að halda.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 14. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 15. janúar 1664.

141 (105v-106r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Eiríks Ólafssonar á Kirkjubæ, um ítök Kirkjubæjarkirkju sem Visitatiubók herra Gísla Jónssonar henni eignar sem er fjórðungur hvalreka fyrir Höfn á Ströndum og tveir hlutir hvalreka og viðreka fyrir Hámundarstöðum.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Eiríks Ólafssonar á Kirkjubæ, um ítök Kirkjubæjarkirkju sem Visitatiubók herra Gísla Jónssonar henni eignar sem er fjórðungur hvalreka fyrir Höfn á Ströndum og tveir hlutir hvalreka og viðreka fyrir Hámundarstöðum.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 15. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 18. janúar 1664.

142 (106v-107r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Hjalta Jónssonar í Meðalnesi austur í Héraði um rekaítök í biskupsins jarðir í Vopnafirði, vill undir lög og dóm halda.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Hjalta Jónssonar í Meðalnesi austur í Héraði um rekaítök í biskupsins jarðir í Vopnafirði, vill undir lög og dóm halda.

Ábyrgð

Viðtakandi : Hjalti Jónsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 26. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 26. janúar 1664.

143 (107r-108r)
Forsvar biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir þeim rekaítökum sem Visitatiubók herra Gísla Jónssonar eignar Kirkjubæjarkirkju í Tungu, fyrir biskupsins jörðum Höfn á Ströndum, Hámundarstöðum og Böðvarsdal í Vopnafirði hverju biskupinn vill til dóms og laga halda.
Titill í handriti

Forsvar biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir þeim rekaítökum sem Visitatiubók herra Gísla Jónssonar eignar Kirkjubæjarkirkju í Tungu, fyrir biskupsins jörðum Höfn á Ströndum, Hámundarstöðum og Böðvarsdal í Vopnafirði hverju biskupinn vill til dóms og laga halda.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 23. janúar 1664.

Efnisorð
144 (108v-109r)
Kröfubréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Eiríks Jónssonar austur á Breiðabólstað í Hornafirði á arfahlut Jóns Jónssonar biskupsins próventumanns eftir sinn samfeðra bróður, Þórarinn Jónsson á Starmýri. Hjörleifi Jónssyni að Hafnarnesi í Hornafirði sent og bífalað yfir Eiríki við votta að lesa.
Titill í handriti

Kröfubréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Eiríks Jónssonar austur á Breiðabólstað í Hornafirði á arfahlut Jóns Jónssonar biskupsins próventumanns eftir sinn samfeðra bróður, Þórarinn Jónsson á Starmýri. Hjörleifi Jónssyni að Hafnarnesi í Hornafirði sent og bífalað yfir Eiríki við votta að lesa.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 22. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 27. janúar 1664.

Efnisorð
145 (109r-110r)
Form á kaupi sem biskupinn vill gjört sé við Ásmund Jónsson af sínum umboðsmanni Hjalta Jónssyni fyrir hálfum Hjarðarhaga í Jökulsárhlíð fyrir skólavist Péturs Ásmundssonar.
Titill í handriti

Form á kaupi sem biskupinn vill gjört sé við Ásmund Jónsson af sínum umboðsmanni Hjalta Jónssyni fyrir hálfum Hjarðarhaga í Jökulsárhlíð fyrir skólavist Péturs Ásmundssonar.

Athugasemd

Dags. 1664.

146 (110v-111r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Staðarlandseta í Grindavík, óskar skilagreinar á hvalskiptum í sumar 1663.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Staðarlandseta í Grindavík, óskar skilagreinar á hvalskiptum í sumar 1663.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 27. janúar 1664.

Efnisorð
147 (111r)
Handskriftar seðill Sigurðar Einarssonar frá Helludal uppá 5 ríkisdali hverja hann biður biskupinn að betala Vigfúsi Magnússyni yfirbrita í Skálholti.
Titill í handriti

Handskriftar seðill Sigurðar Einarssonar frá Helludal uppá 5 ríkisdali hverja hann biður biskupinn að betala Vigfúsi Magnússyni yfirbrita í Skálholti.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 26. nóvember 1663. Afrit dags. í Skálholti 28. janúar 1664.

Efnisorð
148 (111r-111v)
Meðkenning Vigfúsa Magnússonar yfirbrita í Skálholti uppá meðtekna þessa fyrrskrifaða fimm ríkisdali af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
Titill í handriti

Meðkenning Vigfúsa Magnússonar yfirbrita í Skálholti uppá meðtekna þessa fyrrskrifaða fimm ríkisdali af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 28. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 28. janúar 1664.

Efnisorð
149 (111v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup afhenti Þorsteini Magnússyni vitnisburðarbréf um rekamörk Torfulands í Fellum á Fljótsdalshéraði. Bréfið átti Þorsteinn að færa Birni Bjarnasyni í Böðvarsdal. Dags. í Skálholti 28. janúar 1664.

Þar á eftir er staðfesting Björns um að hann hafi meðtekið bréfið. Dags. í Skálholti 13. nóvember 1664.

Efnisorð
150 (112r-112v)
Contract séra Þorláks Bjarnasonar og séra Gísla Einarssonar um Helgafellsstað.
Titill í handriti

Contract séra Þorláks Bjarnasonar og séra Gísla Einarssonar um Helgafellsstað.

Athugasemd

Dags. á Helgafelli 13. maí 1661. Afrit dags. í Skálholti 30. janúar 1664.

Efnisorð
151 (112v-113r)
Kvittun milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Þorláks Bjarnasonar um öll skipti og býti þeirra í milli framfarin.
Titill í handriti

Kvittun milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Þorláks Bjarnasonar um öll skipti og býti þeirra í milli framfarin.

Athugasemd

Dags. 30. janúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 30. janúar 1664.

Efnisorð
152 (113r-114r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þórðar í Hítardal um uppheldisbrest séra Jóns Guðmundssonar capellans á Helgafelli.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þórðar í Hítardal um uppheldisbrest séra Jóns Guðmundssonar capellans á Helgafelli.

Ábyrgð

Viðtakandi : Þórður Jónsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 1. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 3. febrúar 1664.

153 (114v-115r)
Taxerun prestanna í Skálholtsstifti til þeirrar contributionis er kóngsvaldinu var útlofuð á prestastefnu að Þingvöllum anno 1663, en afhendast að Öxarárþingi 1664.
Titill í handriti

Taxerun prestanna í Skálholtsstifti til þeirrar contributionis er kóngsvaldinu var útlofuð á prestastefnu að Þingvöllum anno 1663, en afhendast að Öxarárþingi 1664.

Athugasemd

Bréfið er ódags.

Efnisorð
154 (115v-119v)
Taxerun prestanna útláta til honorarium til yfirvaldsins að afgreiðast 1664 á Alþingi.
Titill í handriti

Taxerun prestanna útláta til honorarium til yfirvaldsins að afgreiðast 1664 á Alþingi.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 29. febrúar og 22. mars 1664.

Efnisorð
155 (120r)
Meðkenning Sæmundar Oddssonar uppá átján ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til afhendingar Guðmundi Árnasyni í Straumfirði fyrir tvö hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu.
Titill í handriti

Meðkenning Sæmundar Oddssonar uppá átján ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til afhendingar Guðmundi Árnasyni í Straumfirði fyrir tvö hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 12. febrúar 1664.

Efnisorð
156 (120v-121r)
Umboðsbréf Sæmundar Oddssonar honum útgefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til að gjöra kaupskap við Guðmund Árnason í Straumfirði, biskupsins vegna á sextán hundruðum í Háfafelli í Hvítársíðu fyrir Lækjardal efra norður í Húnavatnsþingi sextán hundruð með sanngjarnlegri millumgjöf vilji Guðmundur bærilegan kost á gjöra.
Titill í handriti

Umboðsbréf Sæmundar Oddssonar honum útgefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til að gjöra kaupskap við Guðmund Árnason í Straumfirði, biskupsins vegna á sextán hundruðum í Háfafelli í Hvítársíðu fyrir Lækjardal efra norður í Húnavatnsþingi sextán hundruð með sanngjarnlegri millumgjöf vilji Guðmundur bærilegan kost á gjöra.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 12. febrúar 1664.

157 (121r-121v)
Capellans köllunarbréf séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti hvar með hann biður um sinn son Gísla Jónsson sér til styrktar í prestlegri þjónustugjörð sökum síns aldurdóms og veikleika.
Titill í handriti

Capellans köllunarbréf séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti hvar með hann biður um sinn son Gísla Jónsson sér til styrktar í prestlegri þjónustugjörð sökum síns aldurdóms og veikleika.

Ábyrgð

Bréfritari : Jón Erlendsson

Athugasemd

Dags. í Villingaholti 16. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 19. og 20. febrúar 1664.

Efnisorð
158 (121v)
Sóknarmannanna samþykki uppá capellansköllun séra Jóns Erlendssonar.
Titill í handriti

Sóknarmannanna samþykki uppá capellansköllun séra Jóns Erlendssonar.

Athugasemd

Dags. 15. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 19. og 20. febrúar 1664.

Efnisorð
159 (122r-122v)
Prófastsins samþykki uppá áðurskrifaða capellansköllun og sóknarmanna samþykki.
Titill í handriti

Prófastsins samþykki uppá áðurskrifaða capellansköllun og sóknarmanna samþykki.

Ábyrgð

Bréfritari : Torfi Jónsson

Athugasemd

Dags. í Gaulverjabæ 16. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 19. og 20. febrúar 1664.

Efnisorð
160 (123r-123v)
Vígslubréf séra Gísla Jónssonar til capellansstéttar í Villingaholts og Hróarsholts sóknum.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Gísla Jónssonar til capellansstéttar í Villingaholts og Hróarsholts sóknum.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 21. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 22. febrúar 1664.

Efnisorð
161 (124r-124v)
Copium af sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti með séra Gísla Jónssyni.
Titill í handriti

Copium af sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti með séra Gísla Jónssyni.

Ábyrgð

Viðtakandi : Jón Erlendsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 21. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 22. febrúar 1664.

162 (124v-125r)
Útskrift af meðkenningu Orms Vigfússonar að Eyjum í Kjós uppá bygging og landskuldarhæð jarðanna Sleggjulækjar í Þverárhlíð, 24 hundruð, og hálfs Reynirs á Akranesi, 20 hundruð. Item 3 hundruð og 40 álna í Vatnshorni í Skorradal, hverjar jarðir ásamt Langholti í Ytra hrepp, 20 hundruð, og hálfri Engihlíð norður í Langadal, 25 hundruð. Item hálfum Bjarghól í Miðfirði, 8 hundruð. Erfingjar herra Gísla Oddssonar lögðu biskupinum M. Brynjólfi til eignar uppá reikning dómkirkjunnar í Skálholti, einkum uppá hennar niðurfall og það annað sem brast uppá inventarium þegar þeir afhentu staðinn í Skálholti anno 1639.
Titill í handriti

Útskrift af meðkenningu Orms Vigfússonar að Eyjum í Kjós uppá bygging og landskuldarhæð jarðanna Sleggjulækjar í Þverárhlíð, 24 hundruð, og hálfs Reynirs á Akranesi, 20 hundruð. Item 3 hundruð og 40 álna í Vatnshorni í Skorradal, hverjar jarðir ásamt Langholti í Ytra hrepp, 20 hundruð, og hálfri Engihlíð norður í Langadal, 25 hundruð. Item hálfum Bjarghól í Miðfirði, 8 hundruð. Erfingjar herra Gísla Oddssonar lögðu biskupinum M. Brynjólfi til eignar uppá reikning dómkirkjunnar í Skálholti, einkum uppá hennar niðurfall og það annað sem brast uppá inventarium þegar þeir afhentu staðinn í Skálholti anno 1639.

Ábyrgð

Bréfritari : Ormur Vigfússon

Athugasemd

Dags. í Skálholti 21. júní 1641. Afrit dags. í Skálholti í febrúar 1664.

Efnisorð
163 (125r)
Summa var sú fastaeign að upphæð sem erfingjar herra Gísla Oddssonar lögðu ofan á Skálholtsstaðar reikning fyrir fyrning og niðurfall kirkjunnar. Item fyrir hundrað vættir smjörs og aðra muni sem brast uppá reikninginn. Anno 1639 biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til eignar.
Titill í handriti

Summa var sú fastaeign að upphæð sem erfingjar herra Gísla Oddssonar lögðu ofan á Skálholtsstaðar reikning fyrir fyrning og niðurfall kirkjunnar. Item fyrir hundrað vættir smjörs og aðra muni sem brast uppá reikninginn. Anno 1639 biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til eignar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 27. febrúar 1664.

Efnisorð
164 (125v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup kvittar fyrir að hafa meðtekið 20 ríkisdali með einum krossdal og öðrum hollenskum frá Magnúsi Jónssyni að Miðhlíð á Barðaströnd. Peningarnir voru greiðsla fyrir skólavist Björns Jónssonar frá Langadal á Skógarströnd. Dags. í Skálholti 29. febrúar 1664.

165 (125v)
Kvittantia Guðmundar Einarssonar í Straumfirði biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefinn í sendibréfi Guðmundar, dateruðu anno 1664 27. februari, fyrir jarðarverð.
Titill í handriti

Kvittantia Guðmundar Einarssonar í Straumfirði biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefinn í sendibréfi Guðmundar, dateruðu anno 1664 27. februari, fyrir jarðarverð.

Athugasemd

Dags. 27. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 3. mars 1664.

166 (126r-127r)
Kaupbréf Sæmundar Oddssonar við Guðmund Árnason í Straumfirði vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar, fyrir 18 hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði og Síðumúlakirkjusókn, fyrir Efra Lækjardal í Húnavatnsþingi og Höskuldsstaðakirkjusókn 16 hundruð með 11 hundraða millumgjöf. Item Guðmundar Árnasonar kvittantia uppá 18 ríkisdali meðtekna hér upp í, sem og uppá sína sölu á 20 hundruðum í Háfafelli þessu biskupinum til eignar, meður þeim 2 hundruðum þar í hann seldi biskupinum í fyrra Alþingi 1663, fyrir skólavistarveru sonar hans um einn vetur og 8 ríkisdali eftir þar um gjörðu kaupbréfi í fyrra sumar. Item kvittun Guðmundar Einarssonar uppá 4 hundruð í þessu Háfafelli er hann seldi biskupinum í fyrra sumar 1663 á Alþingi. Og fyrir allt andvirði þar fyrir.
Titill í handriti

Kaupbréf Sæmundar Oddssonar við Guðmund Árnason í Straumfirði vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar, fyrir 18 hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði og Síðumúlakirkjusókn, fyrir Efra Lækjardal í Húnavatnsþingi og Höskuldsstaðakirkjusókn 16 hundruð með 11 hundraða millumgjöf. Item Guðmundar Árnasonar kvittantia uppá 18 ríkisdali meðtekna hér upp í, sem og uppá sína sölu á 20 hundruðum í Háfafelli þessu biskupinum til eignar, meður þeim 2 hundruðum þar í hann seldi biskupinum í fyrra Alþingi 1663, fyrir skólavistarveru sonar hans um einn vetur og 8 ríkisdali eftir þar um gjörðu kaupbréfi í fyrra sumar. Item kvittun Guðmundar Einarssonar uppá 4 hundruð í þessu Háfafelli er hann seldi biskupinum í fyrra sumar 1663 á Alþingi. Og fyrir allt andvirði þar fyrir.

Athugasemd

Dags. að Álftanesi á Mýrum 29. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 5. mars 1664.

167 (127v-128v)
Útskrift af gömlu kaupbréfi dómkirkjunnar í Skálholti á Kalmannstungu í Borgarfirði fyrir Sámstaði í Hvítársíðu, Skarðshamra og Kleppstíu í Norðurárdal með tiltekinni millumgjöf, in originali, hvar inni að greinir tiltekin landamerki Kalmannstungu og líka Sámstaða, svo þar af skiljast landamerki í millum Sámstaða og Hafrafells í Hvítársíðu sem þau hafa að fornu haldin verið í Teigsgili.
Titill í handriti

Útskrift af gömlu kaupbréfi dómkirkjunnar í Skálholti á Kalmannstungu í Borgarfirði fyrir Sámstaði í Hvítársíðu, Skarðshamra og Kleppstíu í Norðurárdal með tiltekinni millumgjöf, in originali, hvar inni að greinir tiltekin landamerki Kalmannstungu og líka Sámstaða, svo þar af skiljast landamerki í millum Sámstaða og Hafrafells í Hvítársíðu sem þau hafa að fornu haldin verið í Teigsgili.

Athugasemd

Dags. á Sámstöðum fimmta daginn næsta fyrir festum Johannis holensis 1398. Afrit dags. í Skálholti 5. mars 1664.

168 (129r-129v)
Útskrift af kaupbréfi Eggerts Björnssonar við Einar Torfason á 16 hundruðum í Tannanesi og sex hundruð í Tungu, báðum í Holtskirkjusókn í Önundarfirði. Item á 5 hundruðum og 26 álnum í Sveinseyri í Dýrafirði og Sandakirkjusókn fyrir Bergsholt í Staðarsveit og kirkjusókn og 6 hundruð í Gullberastöðum í Lundarreykjadal og kirkjusókn.
Titill í handriti

Útskrift af kaupbréfi Eggerts Björnssonar við Einar Torfason á 16 hundruðum í Tannanesi og sex hundruð í Tungu, báðum í Holtskirkjusókn í Önundarfirði. Item á 5 hundruðum og 26 álnum í Sveinseyri í Dýrafirði og Sandakirkjusókn fyrir Bergsholt í Staðarsveit og kirkjusókn og 6 hundruð í Gullberastöðum í Lundarreykjadal og kirkjusókn.

Athugasemd

Dags. við Öxará 2. júlí 1647. Afrit dags. í Skálholti 8. mars 1664.

169 (129v)
Copium af Alþingisáliti um Sveinseyrar partinn.
Titill í handriti

Copium af Alþingisáliti um Sveinseyrar partinn.

Athugasemd

Dags. á Alþingi 30. júní 1647. Afrit dags. í Skálholti 8. mars 1664.

Efnisorð
170 (130r-130v)
Ósk Gests Einarssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar vegna systur sinnar og hennar sonu við Eggert Björnsson að tala til rétta það sem bresta þykir á jöfnuð í kaupskap þeirra Eggerts og Einars Torfasonar að næstkomandi Alþingi anno 1664.
Titill í handriti

Ósk Gests Einarssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar vegna systur sinnar og hennar sonu við Eggert Björnsson að tala til rétta það sem bresta þykir á jöfnuð í kaupskap þeirra Eggerts og Einars Torfasonar að næstkomandi Alþingi anno 1664.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 9. mars 1664.

Efnisorð
171 (130v)
Vitnisburður Þorvarðs Magnússonar af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefinn.
Titill í handriti

Vitnisburður Þorvarðs Magnússonar af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefinn.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 9. mars 1664.

172 (131r-133r)
Afreikningur milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á eina síðu og ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar á aðra, frá fardögum 1662 og til þess nú er komið anno 1664 11. mars, er þeir gjörðu reikning sín á milli biskupinn og ráðsmaðurinn.
Titill í handriti

Afreikningur milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á eina síðu og ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar á aðra, frá fardögum 1662 og til þess nú er komið anno 1664 11. mars, er þeir gjörðu reikning sín á milli biskupinn og ráðsmaðurinn.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 11. mars 1664.

Efnisorð
173 (133v-135r)
Kúgilda umskipta reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við ráðsmanninn Bjarna Eiríksson framfarinn 1663 í fardögum.
Titill í handriti

Kúgilda umskipta reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við ráðsmanninn Bjarna Eiríksson framfarinn 1663 í fardögum.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 11. mars 1664.

Efnisorð
174 (135r-135v)
Kvittantia framfarin í milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Bjarna Eiríkssonar uppá áðurskrifaðan reikning.
Titill í handriti

Kvittantia framfarin í milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Bjarna Eiríkssonar uppá áðurskrifaðan reikning.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 12. mars 1664.

175 (136r)
Seðill séra Jósefs Loftssonar uppá 4 innistæðukúgildi með Gröf í Lundarreykjadal.
Titill í handriti

Seðill séra Jósefs Loftssonar uppá 4 innistæðukúgildi með Gröf í Lundarreykjadal.

Athugasemd

Dags. 12. mars 1664. Afrit dags. í Skálholti 14. mars 1664.

Efnisorð
176 (136v-138r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Björns Snæbjörnssonar um uppheldisleysi séra Jóns Guðmundssonar á Helgafelli. 2. Um Gvönd Einarsson í Straumfirði og hans helgibrot.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Björns Snæbjörnssonar um uppheldisleysi séra Jóns Guðmundssonar á Helgafelli. 2. Um Gvönd Einarsson í Straumfirði og hans helgibrot.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 15. mars 1664. Afrit dags. í Skálholti 15. mars 1664.

177 (138v-139r)
Útskrift af gömlu kaupbréfi Árna Brandssonar fyrir Hróaldsstöðum í Selárdal í Vopnafirði með tilgreindum landamerkjum, af Lofti Kolbeinssyni dat. 1542.
Titill í handriti

Útskrift af gömlu kaupbréfi Árna Brandssonar fyrir Hróaldsstöðum í Selárdal í Vopnafirði með tilgreindum landamerkjum, af Lofti Kolbeinssyni dat. 1542.

Athugasemd

Dags. á Skriðuklaustri 1542. Afrit dags. í Skálholti 30. mars 1664

178 (139r-141)
Vitnisburður séra Sigurðar Árnasonar á Skorrastað austur í Austfjörðum um landamerki millum kóngsjarðarinnar Kross í Mjóafirði og jarðarinnar Reykja útgefinn 1664.
Titill í handriti

Vitnisburður séra Sigurðar Árnasonar á Skorrastað austur í Austfjörðum um landamerki millum kóngsjarðarinnar Kross í Mjóafirði og jarðarinnar Reykja útgefinn 1664.

Athugasemd

Dags. á Skorrastað í Norðfirði 10. ágúst 1663 og 21. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 24. mars 1664.

179 (141r-142r)
Fjórði vitnisburður um Kross landamerki í Mjóafirði útgefinn 1664. Af Eyjólfi Halldórssyni.
Titill í handriti

Fjórði vitnisburður um Kross landamerki í Mjóafirði útgefinn 1664. Af Eyjólfi Halldórssyni.

Athugasemd

Dags. á Skorrastað í Norðfirði 2. janúar og 21. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 24. mars 1664.

180 (142r-143r)
Grein úr sendibréfi séra Stephans Ólafssonar í Vallanesi austur, um Snotruness rekaítak, frá sundi að utan inn að Greipsgjá, daterað Vallanesi 4. mars 1664.
Titill í handriti

Grein úr sendibréfi séra Stephans Ólafssonar í Vallanesi austur, um Snotruness rekaítak, frá sundi að utan inn að Greipsgjá, daterað Vallanesi 4. mars 1664.

Ábyrgð

Bréfritari : Stefán Ólafsson

Athugasemd

Dags. í Vallanesi 4. mars 1664. Afrit dags. í Skálholti 28. mars 1664.

181 (143r-144v)
Skorrastaðarkirkju í Austfjörðum capellans köllunarbréf Árna Sigurðssonar.
Titill í handriti

Skorrastaðarkirkju í Austfjörðum capellans köllunarbréf Árna Sigurðssonar.

Athugasemd

Dags. á Skorrastað í Norðfirði 29. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 28. mars 1664.

Efnisorð
182 (145r-146r)
Grein úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Þorleifs Sveinssonar.
Titill í handriti

Grein úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Þorleifs Sveinssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 29. mars 1664. Afrit dags. í Skálholti 29. mars 1664.

183 (146r-146v)
Samþykki séra Gissurs Sveinssonar á sölu biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 2 hundruðum í Svínavatni seldu séra Torfa Jónssyni í Gaulverjabæ 1663. Útskrifað af sendibréfi séra Gissurs Sveinssonar til biskupsins.
Titill í handriti

Samþykki séra Gissurs Sveinssonar á sölu biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 2 hundruðum í Svínavatni seldu séra Torfa Jónssyni í Gaulverjabæ 1663. Útskrifað af sendibréfi séra Gissurs Sveinssonar til biskupsins.

Ábyrgð

Bréfritari : Gissur Sveinsson

Athugasemd

Dags. að Álftamýri 1. september 1663. Afrit dags. í Skálholti 29. mars 1664.

184 (146v-147r)
Seðill biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefinn séra Gissuri Sveinssyni að meðtaka 2 hundruð af arfi þeim sem biskupinum féll eftir Magnús sáluga Gissursson.
Titill í handriti

Seðill biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefinn séra Gissuri Sveinssyni að meðtaka 2 hundruð af arfi þeim sem biskupinum féll eftir Magnús sáluga Gissursson.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 29. mars 1664.

Efnisorð
185 (147r)
Póstur úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Hjalta Jónssonar hvar inni biskupinn tilsegir Hjalta að lögfesta kóngsjörðina Kross í Mjóafirði eftir þeim vitnisburðum sem biskupinn honum sendir.
Titill í handriti

Póstur úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Hjalta Jónssonar hvar inni biskupinn tilsegir Hjalta að lögfesta kóngsjörðina Kross í Mjóafirði eftir þeim vitnisburðum sem biskupinn honum sendir.

Ábyrgð

Viðtakandi : Hjalti Jónsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 1. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 1. apríl 1664.

186 (147v-148r)
Útskrift af bréfi Steingríms Oddssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um Breiðavík, og sölu á hennar 9 hundruðum, liggjandi austur í Borgarfirði. En originalinn sendir biskupinn sínum umboðsmanni Hjalta Jónssyni til umþeinkingar, með Pétri Ásmundssyni skólapilti.
Titill í handriti

Útskrift af bréfi Steingríms Oddssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um Breiðavík, og sölu á hennar 9 hundruðum, liggjandi austur í Borgarfirði. En originalinn sendir biskupinn sínum umboðsmanni Hjalta Jónssyni til umþeinkingar, með Pétri Ásmundssyni skólapilti.

Athugasemd

Dags. á Staðarstað í Sandvík 26. febrúar 1664. Afrit dags. í Skálholti 2. apríl 1664.

187 (148r-148v)
Póstur úr sendibréfi Jóns Egilssonar yngra á Skarði norður í Langadal Magnúsi Kortssyni tilskrifuðu um bygging, afgjöld og innistæðukúgildi á 20 hundruðum í Öðulstöðum í Langadal og Lækjardal efra í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn norður í Húnavatnsþingi.
Titill í handriti

Póstur úr sendibréfi Jóns Egilssonar yngra á Skarði norður í Langadal Magnúsi Kortssyni tilskrifuðu um bygging, afgjöld og innistæðukúgildi á 20 hundruðum í Öðulstöðum í Langadal og Lækjardal efra í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn norður í Húnavatnsþingi.

Ábyrgð

Bréfritari : Jón Egilsson

Viðtakandi : Magnús Kortsson

Athugasemd

Dags. á Geitaskarði í Langadal 11. júní 1662. Afrit dags. í Skálholti 2. apríl 1664.

188 (149r-149v)
Inntak úr bréfi Matthíasar Guðmundssonar til séra Þórðar Jónssonar.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi Matthíasar Guðmundssonar til séra Þórðar Jónssonar.

Ábyrgð

Bréfritari : Matthías Guðmundsson

Viðtakandi : Þórður Jónsson

Athugasemd

Dags. að Hesti 2. mars 1664. Afrit dags. í Skálholti 4. apríl 1664.

Bréfið er á dönsku.

189 (149v-151r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þórðar Jónssonar í Hítardal um uppheldisbrest séra Jóns Guðmundssonar capellans á Helgafelli.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þórðar Jónssonar í Hítardal um uppheldisbrest séra Jóns Guðmundssonar capellans á Helgafelli.

Ábyrgð

Viðtakandi : Þórður Jónsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 4. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 4. apríl 1664.

190 (151v-153v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup og Oddur Eyjólfsson, skólameistari í Skálholti, rannsaka bókarkver sem fundist hafði í rúmi skólapiltanna Einars Guðmundssonar frá Straumfirði og Odds Árnasonar frá Þorlákshöfn. Reyndist kverið innihalda rúnastafi og er í bréfinu lýsing á innihaldi hvers blaðs í kverinu sem var alls 80 blöð með tveimur rithöndum. Dags. í Skálholti 6. apríl 1664.

191 (154r-154v)
Recess Christiani qvarti, í annarar bókar 28. cap. pag. 311. 312. Um galdrafólk og þess meðvitendur hljóðar svo útlagður af vonskunni sem næst mátti.
Titill í handriti

Recess Christiani qvarti, í annarar bókar 28. cap. pag. 311. 312. Um galdrafólk og þess meðvitendur hljóðar svo útlagður af vonskunni sem næst mátti.

Athugasemd

Dags. í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1643. Afrit dags. í Skálholti 6. apríl 1664.

Efnisorð
192 (154v-156r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Skólapilturinn Einar Guðmundsson var kallaður til yfirheyrslu hjá Brynjólfi biskup til að svara fyrir rúnastafakverið sem fundist hafði í rúmi hans. Einnig var skólapilturinn Bjarni Bjarnason frá Hesti í Önundarfirði kallaður til biskups, en hann reyndist eiga hluta af blöðunum í kverinu. Oddur Árnason var talinn saklaus í þessu máli þar sem hann sagði til Einars og kversins. Dags. í Skálholti 6. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 6. apríl 1664.

193 (156v-157r)
Bréf biskupsins til Torfa Erlendssonar um rúnastafablöð sem fundust í rúmi Einars Guðmundssonar skólapilts í Skálholti anno 1664.
Titill í handriti

Bréf biskupsins til Torfa Erlendssonar um rúnastafablöð sem fundust í rúmi Einars Guðmundssonar skólapilts í Skálholti anno 1664.

Ábyrgð

Viðtakandi : Torfi Erlendsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 6. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 6. apríl 1664.

194 (157v)
Grein úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar lögmanni herra Sigurði Jónssyni tilskrifuðu um áðurskrifuð rúnastafablöð og þeirra meðferð. Anno 1664 7. aprilis hvort bréf vestur til lögmannsins færa átti, hans sveinn Torfi Þorsteinsson og meðtók sama dag.
Titill í handriti

Grein úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar lögmanni herra Sigurði Jónssyni tilskrifuðu um áðurskrifuð rúnastafablöð og þeirra meðferð. Anno 1664 7. aprilis hvort bréf vestur til lögmannsins færa átti, hans sveinn Torfi Þorsteinsson og meðtók sama dag.

Ábyrgð

Viðtakandi : Sigurður Jónsson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 7. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 7. apríl 1664.

195 (158r)
Meðkenning Torfa Þorsteinssonar frá Einarsnesi uppá tuttugu og sex ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, Sæmundi Oddssyni að Borg til viðtöku og afhendingar, en Guðmundi Árnasyni í Straumfirði til eignar.
Titill í handriti

Meðkenning Torfa Þorsteinssonar frá Einarsnesi uppá tuttugu og sex ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, Sæmundi Oddssyni að Borg til viðtöku og afhendingar, en Guðmundi Árnasyni í Straumfirði til eignar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 7. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 7. apríl 1664.

Fyrir neðan bréfið er staðfesting á að þessir ríkisdalir hafi komist í réttar hendur. Dags. við Hornsá í Skorradal 12. maí 1664.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Efnisorð
196 (158v-159r)
Umboð Torfa Þorsteinssonar frá Einarsnesi til að lögfesta Háafell í Hvítársíðu 24 hundruð biskupsins vegna til ummerkja.
Titill í handriti

Umboð Torfa Þorsteinssonar frá Einarsnesi til að lögfesta Háafell í Hvítársíðu 24 hundruð biskupsins vegna til ummerkja.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 7. apríl 1664.

197 (159v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Ólafi Jónssyni heyrara við Skálholtsskóla 20 ríkisdali í árslaun. Dags. í Skálholti 7. apríl 1664.

Efnisorð
198 (159v-160r)
Andsvar Teits Torfasonar uppá Lauritzar Nielssonar anmodning Compagniens.
Titill í handriti

Andsvar Teits Torfasonar uppá Lauritzar Nielssonar anmodning Compagniens.

Ábyrgð

Bréfritari : Teitur Torfason

Athugasemd

Dags. í Skálholti 7. apríl 1664.

Efnisorð
199 (160v-161v)
Vígslubréf séra Árna Sigurðssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Árna Sigurðssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 8. apríl 1664.

Efnisorð
200 (161v-162v)
Kaupbréf fyrir Háafelli í Hvítársíðu 24 hundruð millum Guðmundar Árnasonar í Straumfirði og Pálma Henrikssonar framfarið anno 1657.
Titill í handriti

Kaupbréf fyrir Háafelli í Hvítársíðu 24 hundruð millum Guðmundar Árnasonar í Straumfirði og Pálma Henrikssonar framfarið anno 1657.

Athugasemd

Dags. í Straumfirði á Álftanesi 10. mars 1657. Afrit dags. á Álftanesi á Mýrum 27. mars 1664 og í Skálholti 15. apríl 1664.

201 (163r-164r)
Kúgildaskipti milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Guðmundar Árnasonar í Straumfirði á Mýrum. Item meðkenning Guðmundar Árnasonar að hann gefi biskupinum sök og sókn á Háfafells jarðar brúkun af öðrum, umfram hennar merki.
Titill í handriti

Kúgildaskipti milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Guðmundar Árnasonar í Straumfirði á Mýrum. Item meðkenning Guðmundar Árnasonar að hann gefi biskupinum sök og sókn á Háfafells jarðar brúkun af öðrum, umfram hennar merki.

Athugasemd

Dags. á Álftanesi á Mýrum 27. mars 1664. Afrit dags. í Skálholti 15. apríl 1664.

Efnisorð
202 (164r-164v)
Samþykki Einars Þorsteinssonar vegna sinnar ektakvinnu Íðbjargar Philippusdóttur uppá gjörning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Guðmundsson um fastaeignar andvirði hálfs Brúsholts.
Titill í handriti

Samþykki Einars Þorsteinssonar vegna sinnar ektakvinnu Íðbjargar Philippusdóttur uppá gjörning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Guðmundsson um fastaeignar andvirði hálfs Brúsholts.

Athugasemd

Dags. að Felli í Mýrdal 10. mars 1664. Afrit dags. í Skálholti 15. apríl 1664.

Efnisorð
203 (165r-165v)
Samþykki Gunnlaugs Philippussonar uppá sölu Brúsholts hálfs fastaeignar andvirðis fyrir gjald er Erlendur Guðmundsson lofað hafði biskupinum fyrir að selja.
Titill í handriti

Samþykki Gunnlaugs Philippussonar uppá sölu Brúsholts hálfs fastaeignar andvirðis fyrir gjald er Erlendur Guðmundsson lofað hafði biskupinum fyrir að selja.

Athugasemd

Dags. á Sandhólaferju í Holtum 3. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 15. apríl 1664.

Efnisorð
204 (165v-167v)
Vitnisburðir um landamerki Tungufells í Lundarreykjadal í Borgarfirði útgefnir anno 1664 af Grími Sveinbjörnssyni, Páli Pálssyni og Gísla Jónssyni.
Titill í handriti

Vitnisburðir um landamerki Tungufells í Lundarreykjadal í Borgarfirði útgefnir anno 1664 af Grími Sveinbjörnssyni, Páli Pálssyni og Gísla Jónssyni.

Athugasemd

Dags. að Lundi í Lundarreykjadal 20. og 25. mars 1664. Afrit dags. í Skálholti 15. apríl 1664.

205 (167v-169v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Árna Pálssyni Hamraumboð í Grímsnesi, Ölfusi og út með sjó. Dags. í Skálholti 14. apríl 1664.

206 (169v-171v)
Ráðsmanns umboðsbréf Gísla Sigurðssonar.
Titill í handriti

Ráðsmanns umboðsbréf Gísla Sigurðssonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 14. apríl 1664.

207 (172r)
Vitnisburður Árna Pálssonar í Þorlákshöfn um hans viðhöndlun þar.
Titill í handriti

Vitnisburður Árna Pálssonar í Þorlákshöfn um hans viðhöndlun þar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 15. apríl 1664.

208 (172r-173v)
Reikningur biskupsins við Árna Pálsson í Þorlákshöfn um þeirra skuldaskipti sem milli fallið hafa frá síðasta reikningi til þessa.
Titill í handriti

Reikningur biskupsins við Árna Pálsson í Þorlákshöfn um þeirra skuldaskipti sem milli fallið hafa frá síðasta reikningi til þessa.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 15. apríl 1664.

Efnisorð
209 (173v-174v)
Umboðsbréf uppá biskupstíundir í Árnessýslu Árna Pálssyni útgefið vegna Símonar Árnasonar.
Titill í handriti

Umboðsbréf uppá biskupstíundir í Árnessýslu Árna Pálssyni útgefið vegna Símonar Árnasonar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 15. apríl 1664.

210 (174v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Árni Pálsson í Þorlákshöfn sendi Brynjólfi biskup tóbaksstykki sem við vigtun í Skálholti reyndist vera sjö merkur. Dags. í Skálholti 16. apríl 1664.

Efnisorð
211 (175r-175v)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til ábúenda í Grindavík um hvalskipti sem þar skeðu 1663.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til ábúenda í Grindavík um hvalskipti sem þar skeðu 1663.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 20. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 20. apríl 1664.

212 (176r)
Reikningur séra Gísla Þóroddssonar í Klausturhólum frá fardögum 1663 til þessara 1664, uppá fyrirhöfn hans fyrir vanfærum ómaga Nikulási Þorkelssyni sem þangað í hospitalið hefur settur verið, til framfæris uppá jarðarinnar afgjöld og tillag sem þangað legst til reikningsskapar.
Titill í handriti

Reikningur séra Gísla Þóroddssonar í Klausturhólum frá fardögum 1663 til þessara 1664, uppá fyrirhöfn hans fyrir vanfærum ómaga Nikulási Þorkelssyni sem þangað í hospitalið hefur settur verið, til framfæris uppá jarðarinnar afgjöld og tillag sem þangað legst til reikningsskapar.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 7. maí 1664.

Blað 176v er autt.

Efnisorð
213 (177r-177v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Guðmundur Árnason seldi Pálma Hinrikssyni jörðina Krossholt, 20 hundruð að dýrleika. Í staðinn seldi Pálmi Guðmundi alla jörðina Háfafell í Hvítársíðu, 24 hundruð að dýrleika. Dags. í Straumfirði á Álftanesi 10. mars 1657. Afrit dags. á Álftanesi á Mýrum 27. mars 1664.

214 (178r-179v)
Kaupbréf Sæmundar Oddssonar fyrir 18 hundruðum í Háafelli í Hvítársíðu og Síðumúlakirkjusókn í Borgarfirði vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Guðmund Árnason í Straumfirði á Mýrum anno 1664.
Titill í handriti

Kaupbréf Sæmundar Oddssonar fyrir 18 hundruðum í Háafelli í Hvítársíðu og Síðumúlakirkjusókn í Borgarfirði vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Guðmund Árnason í Straumfirði á Mýrum anno 1664.

Athugasemd

Dags. á Álftanesi á Mýrum 29. febrúar 1664.

Blöð 178r-179v hafa verið brotin í tvennt og er utanáskrift (titill) bréfsins nú á hvolfi á neðri hluta blaðs 179v.

215 (180r-180v)
Kaupbréf Guðmundar Árnasonar fyrir Háafelli í Hvítársíðu af Pálma Henrikssyni 1657. Item kúgildaskipti Guðmundar Árnasonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson anno 1664.
Titill í handriti

Kaupbréf Guðmundar Árnasonar fyrir Háafelli í Hvítársíðu af Pálma Henrikssyni 1657. Item kúgildaskipti Guðmundar Árnasonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson anno 1664.

Athugasemd

Dags. á Álftanesi á Mýrum 27. mars 1664.

Blað 180r-180v hefur verið brotið í tvennt og utanáskrift (titill) bréfsins er nú á hvolfi á neðri hluta blaðs 180v.

216 (181r-182v)
Kvittun Guðmundar Árnasonar í Straumfirði fyrir Háfafells andvirði í Hvítársíðu, þeirrar jarðar sem innistæðukúgilda. Anno 1664 meðtekið með Halldóri Jónssyni.
Titill í handriti

Kvittun Guðmundar Árnasonar í Straumfirði fyrir Háfafells andvirði í Hvítársíðu, þeirrar jarðar sem innistæðukúgilda. Anno 1664 meðtekið með Halldóri Jónssyni.

Athugasemd

Dags. á Álftanesi á Mýrum 14. apríl 1664.

Blað 182r er autt.

Á blaði 182v er einungis utanáskrift (titill) bréfsins.

217 (183r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup gefur sr. Halldóri Jónssyni, prófasti í Borgarfirði, umboð til að selja Snorra Sigurðssyni jörðina Háfafell í Hvítársíðu fyrir jörðina Hæl í Flókadal. Dags. í Skálholti 21. apríl 1664.

218 (183r-184v)
Kvittun Guðmundar Árnasonar í Straumfirði fyrir Háfafells í Hvítársíðu andvirði og þeirrar jarðar sex innistæðukúgilda anno 1664.
Titill í handriti

Kvittun Guðmundar Árnasonar í Straumfirði fyrir Háfafells í Hvítársíðu andvirði og þeirrar jarðar sex innistæðukúgilda anno 1664.

Athugasemd

Dags. á Álftanesi á Mýrum 14. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 21. apríl 1664.

219 (184v-186r)
Sendibréf biskupsins til Páls Gíslasonar.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins til Páls Gíslasonar.

Ábyrgð

Viðtakandi : Páll Gíslason

Athugasemd

Dags. í Skálholti 21. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 22. apríl 1664.

220 (186r)
Seðill séra Þórðar Jónssonar í Hítardal útgefinn Finni Jónssyni eldra að meðtaka 4 kúgildi hjá biskupinum.
Titill í handriti

Seðill séra Þórðar Jónssonar í Hítardal útgefinn Finni Jónssyni eldra að meðtaka 4 kúgildi hjá biskupinum.

Ábyrgð

Bréfritari : Þórður Jónsson

Athugasemd

Dags. á Staðarhrauni 16. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 2. maí 1664.

Efnisorð
221 (186v-189r)
Arfaskiptabréf á fastaeign eftir herra Magnús sáluga Björnsson á millum hans erfingja.
Titill í handriti

Arfaskiptabréf á fastaeign eftir herra Magnús sáluga Björnsson á millum hans erfingja.

Athugasemd

Dags. að Munkaþverárklaustri 19. júní 1663. Afrit dags. í Skálholti 2. maí 1664.

222 (189v-190r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Erindrekar Brynjólfs biskups skoða og meta húsakost á jörðinni Gröf í Grímsnesi. Dags. að Gröf í Grímsnesi 5. maí 1664.

Efnisorð
223 (190v)
Landamerkjaskrá Hælsjarðar í Flókadal eftir gamalli skrá skrifaðri á messubók Reykholtskirkju.
Titill í handriti

Landamerkjaskrá Hælsjarðar í Flókadal eftir gamalli skrá skrifaðri á messubók Reykholtskirkju.

Athugasemd

Bréfið er ódags. Afrit dags. að Hæli í Flókadal 8. maí 1664.

224 (191r-191v)
Kúgildaskipti millum biskupsins og Snorra Sigurðssonar.
Titill í handriti

Kúgildaskipti millum biskupsins og Snorra Sigurðssonar.

Athugasemd

Dags. að Hæli í Flókadal 11. maí 1664.

Efnisorð
225 (191v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup afhenti Pétri Björnssyni 12 fjórðunga smjörs vegna 6 kúgilda með jörðinni Hæli í Flókadal sem gjaldast átti sumarið 1664. Dags. að Hæli í Flókadal 11. maí 1664.

Efnisorð
226 (192r-192v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Halldór Jónsson, í umboði Brynjólfs biskups, seldi Snorra Sigurðssyni alla jörðina Háfafell í Hvítársíðu, 24 hundruð að dýrleika, alla jörðina Gröf í Lundarreykjadal, 12 hundruð að dýrleika, og 16 hundraða hlut í jörðinni Hvammi í Skorradal. Í staðinn seldi Snorri Sigurðsson Brynjólfi biskup alla jörðina Hæl í Flókadal, 24 hundruð að dýrleika, alla jörðina Brennistaði í Flókadal, 16 hundruð að dýrleika, og hálfa jörðina Vatnshamra í Andakýl, 12 hundruð að dýrleika. Dags. í Reykholti 1. maí 1664.

227 (193r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Í bréfinu samþykkti Guðrún Eiríksdóttir að eiginmaður hennar, Snorri Sigurðsson, seldi Brynjólfi biskup jarðirnar Hæl og Brennistaði í Flókadal og hálfa Vatnshamra í Andakýl fyrir jarðirnar Háfafell, Gröf og Hvamm. Dags. í Reykholti 1. maí 1664.

Blað 193v er autt.

Efnisorð
228 (194r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup, Sigurður Jónsson lögmaður og Páll Gíslason lögréttumaður sammælast um að setja vitnisburð um landamerki á milli Horns og Mófellsstaða í dóm á næsta leiðarþingi að Sandatorfu. Dags. við Hornsá í Skorradal 12. maí 1664.

229 (194v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup gefur Torfa Þorsteinssyni umboð til að fara með mál sitt varðandi landamerki á milli Sámsstaða og Háfafells í Hvítársíðu á leiðarþingi sumarið 1664. Dags. við Hornsá í Skorradal 12. maí 1664.

230 (195r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Jóns Ólafssonar í Hvammi.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Jóns Ólafssonar í Hvammi.

Athugasemd

Dags. við Hornsá í Skorradal 12. maí 1664. Afrit dags. við Hornsá í Skorradal 12. maí 1664.

231 (195r)
Seðill biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefinn Þórarni Illugasyni uppá við á 6 hesta í Skálholtsvík.
Titill í handriti

Seðill biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefinn Þórarni Illugasyni uppá við á 6 hesta í Skálholtsvík.

Athugasemd

Dags. við Hornsá í Skorradal 12. maí 1664. Afrit dags. við Hornsá í Skorradal 12. maí 1664.

Efnisorð
232 (195v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Sveinn Árnason gefur vitnisburð um farveg Hornsár í Skorradal. Dags. að Grund í Skorradal 13. maí 1664.

Efnisorð
233 (196r-197v)
Framburður og lýsing Guðrúnar Jónsdóttur í Grímsnesi og sona hennar Narfa og Magnúsar Einarssona uppá landamerki Grafar í Grímsnesi allt um kring, eftir átölulausu hefðarhaldi.
Titill í handriti

Framburður og lýsing Guðrúnar Jónsdóttur í Grímsnesi og sona hennar Narfa og Magnúsar Einarssona uppá landamerki Grafar í Grímsnesi allt um kring, eftir átölulausu hefðarhaldi.

Athugasemd

Dags. að Gröf í Grímsnesi 17. maí 1664. Afrit dags. í Skálholti 19. maí 1664.

234 (197v-199r)
Skiptabréf á jörðinni Þorláksstöðum í Kjós.
Titill í handriti

Skiptabréf á jörðinni Þorláksstöðum í Kjós.

Athugasemd

Dags. á Þorláksstöðum í Kjós 9. maí 1664. Afrit dags. í Skálholti 19. maí 1664.

Efnisorð
235 (199r-199v)
Lögfesta Torfa Þorsteinssonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á jörðinni Háfafelli í Hvítársíðu.
Titill í handriti

Lögfesta Torfa Þorsteinssonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á jörðinni Háfafelli í Hvítársíðu.

Athugasemd

Dags. á manntalsþingi á Sámsstöðum 23. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 19. maí 1664.

Efnisorð
236 (200r)
Reikningsskaparbréf millum herra Gísla sáluga Oddssonar og Einars Jónssonar á útgreiðslu andvirðis 5 hundraða í Gröf í Grímsnesi.
Titill í handriti

Reikningsskaparbréf millum herra Gísla sáluga Oddssonar og Einars Jónssonar á útgreiðslu andvirðis 5 hundraða í Gröf í Grímsnesi.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 11. janúar 1635. Afrit dags. í Skálholti 18. maí 1664.

Efnisorð
237 (200v-201v)
Fimmtar stefnudómur um landamerkja ágreining millum Háfafells og Þorgautsstaða í Hvítársíðu.
Titill í handriti

Fimmtar stefnudómur um landamerkja ágreining millum Háfafells og Þorgautsstaða í Hvítársíðu.

Athugasemd

Dags. í Einarsnesi 31. ágúst 1626. Afrit dags. í Skálholti 21. maí 1664.

Efnisorð
238 (201v-202r)
Staðfesta uppá Hraungerðis ábúð Guðrúnar Sigurðardóttur gefinn af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
Titill í handriti

Staðfesta uppá Hraungerðis ábúð Guðrúnar Sigurðardóttur gefinn af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 13. maí 1664.

239 (202v-203r)
Uppgjöf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 4 hundruðum í Hólum í Hvammssveit í Sælingsdals Tungu kirkjusókn hvor biskupinn hafði keypt af Sigurði Jónssyni á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd fyrir óánefndan 4 hundraða jarðarpart með samþykki ektakonu Sigurðar, Guðnýjar Þórðardóttur, en síðan hún fráféll, féll erfð eftir hana frá Sigurði Jónssyni undir bræður hennar, Sigurð og Björn Þórðarsyni. Því gaf biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson þeim bræðrum hennar þetta kaup aftur í vald með þessari sinni bréfaðri meðkenningu.
Titill í handriti

Uppgjöf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 4 hundruðum í Hólum í Hvammssveit í Sælingsdals Tungu kirkjusókn hvor biskupinn hafði keypt af Sigurði Jónssyni á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd fyrir óánefndan 4 hundraða jarðarpart með samþykki ektakonu Sigurðar, Guðnýjar Þórðardóttur, en síðan hún fráféll, féll erfð eftir hana frá Sigurði Jónssyni undir bræður hennar, Sigurð og Björn Þórðarsyni. Því gaf biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson þeim bræðrum hennar þetta kaup aftur í vald með þessari sinni bréfaðri meðkenningu.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 25. maí 1664.

Efnisorð
240 (203v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Torfi Jónsson, dómkirkjuprestur í Skálholti, kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 20 ríkisdali í árslaun. Dags. í Skálholti 28. maí 1664.

241 (203v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Oddur Eyjólfsson, skólameistari í Skálholti, kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi greitt sér 60 ríkisdali í árslaun. Dags. í Skálholti 28. maí 1664.

242 (203v-204v)
Vígslubréf Egils Guðmundssonar og hans commendatia til hans föðurs séra Guðmundar Laurentiisonar á Stafafelli í Lóni.
Titill í handriti

Vígslubréf Egils Guðmundssonar og hans commendatia til hans föðurs séra Guðmundar Laurentiisonar á Stafafelli í Lóni.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 30. maí 1664.

Efnisorð
243 (205r-205v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Kúgildaskipti Bjarna Eiríkssonar ráðsmanns Skálholtsstaðar og Brynjólfs biskups í Hamarsrétt um fardaga 1664. Dags. í Skálholti 2. júní 1664.

Efnisorð
244 (205v)
NB.
Titill í handriti

NB.

Athugasemd

Jón Vilhjálmsson búráðsmaður fékk lánaða járnsleggju í Skálholti. Dags. í Skálholti 6. júní 1664.

Efnisorð
245 (206r-207r)
Meðkenning Jóns Jónssonar frá Egilsstöðum í Flóa um sín brot og málefni við Sigríði Illugadóttur og Herdísi Jónsdóttur sem gift var Ólafi Jónssyni og síðan við Herdísi Jónsdóttur við hverja hann var systkinabarn.
Titill í handriti

Meðkenning Jóns Jónssonar frá Egilsstöðum í Flóa um sín brot og málefni við Sigríði Illugadóttur og Herdísi Jónsdóttur sem gift var Ólafi Jónssyni og síðan við Herdísi Jónsdóttur við hverja hann var systkinabarn.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 5. júní 1664.

246 (207v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jón Ásmundsson afhendir Brynjólfi biskup reikninga Hamraumboðs Skálholtsstaðar til fardaga 1664. Dags. í Skálholti 6. júní 1664.

247 (208r)
Meðkenning Páls Christianssonar Herlof kaupmanns á Eyrarbakka uppá meðtekna tíutíu ríkisdali af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, hverja sér afhent hafi séra Joseph Loptsson syni hans Lopti Josephssyni til tæripeninga í Kaupenhafn, og eru þeir uppí andvirði Grafar í Lundarreykjadal er Loptur biskupinum seldi með ráði föður síns eftir þar um gjörðu kaupbréfi. Meðkenningin hljóðar sem eftir fylgir.
Titill í handriti

Meðkenning Páls Christianssonar Herlof kaupmanns á Eyrarbakka uppá meðtekna tíutíu ríkisdali af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, hverja sér afhent hafi séra Joseph Loptsson syni hans Lopti Josephssyni til tæripeninga í Kaupenhafn, og eru þeir uppí andvirði Grafar í Lundarreykjadal er Loptur biskupinum seldi með ráði föður síns eftir þar um gjörðu kaupbréfi. Meðkenningin hljóðar sem eftir fylgir.

Athugasemd

Dags. á Eyrarbakka 21. júlí 1663. Afrit dags. í Skálholti 7. júní 1664.

Efnisorð
248 (208v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir hjónin Ásmund Björnsson og Þóru Jasparsdóttur en þau höfðu dvalið í Skálholti í 4 ár við þjónustustörf. Dags. í Skálholti 12. júní 1664.

249 (208v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup lánaði Magnúsi Guðmundssyni fimm ríkisdali. Dags. í Skálholti 13. júní 1664.

Bréfið er yfirstrikað í handritinu.

Fyrir neðan bréfið er staðfesting með undirskrift biskups um að Magnús hafi greitt féð til baka 2. desember 1664.

Efnisorð
250 (209r)
Anno 1664 í fardögum reikningur á því sem biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson hefur lagt til Grafarbús í Grímsnesi.
Titill í handriti

Anno 1664 í fardögum reikningur á því sem biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson hefur lagt til Grafarbús í Grímsnesi.

Athugasemd

Bréfið er ódags.

Efnisorð
251 (209v-210r)
Kaupbréf Snorra Sigurðssonar fyrir Hæli í Flókadal 24 hundruð og Brennistöðum í Flókadal 16 hundruð af Gísla Eiríkssyni fyrir Signýjarstaði í Hálsasveit 40 hundruð.
Titill í handriti

Kaupbréf Snorra Sigurðssonar fyrir Hæli í Flókadal 24 hundruð og Brennistöðum í Flókadal 16 hundruð af Gísla Eiríkssyni fyrir Signýjarstaði í Hálsasveit 40 hundruð.

Athugasemd

Dags. að Fitjum í Skorradal 12. maí 1663. Afrit dags. í Skálholti 13. júní 1664.

252 (210v-211v)
Húsaskoðun á Brennistöðum í Flókadal.
Titill í handriti

Húsaskoðun á Brennistöðum í Flókadal.

Athugasemd

Dags. að Hæli í Flókadal 26. maí 1664. Afrit dags. í Skálholti 14. júní 1664.

Efnisorð
253 (211v-212v)
Byggingarbréf Sigurðar Einarssonar fyrir Vatnsleysu í Biskupstungum.
Titill í handriti

Byggingarbréf Sigurðar Einarssonar fyrir Vatnsleysu í Biskupstungum.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 17. júní 1664.

254 (212v-213r)
Kvittantiubréf Sigurðar Einarssonar uppá andvirði 2 hundraða í Kvískerjum austur í Öræfum.
Titill í handriti

Kvittantiubréf Sigurðar Einarssonar uppá andvirði 2 hundraða í Kvískerjum austur í Öræfum.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 17. júní 1664.

255 (213r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Fjórar járnstangir voru vegnar í Skálholti en járnið átti að nota í húsasaum. Skyldi járnið afhent Eyjólfi smið og Jóni Þórðarsyni. Dags. í Skálholti 18. júní 1664.

Efnisorð
256 (213r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Jón Þórðarson afhenti í Skálholti húsasaum sem hann hafði smíðað úr járnstöngum fyrir Skálholtsstað. Dags. í Skálholti 3. janúar 1665.

Efnisorð
257 (213v-214v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Bréf Brynjólfs biskups til Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum. Dags. í Skálholti 21. júní 1664.

258 (214v-215r)
Afhending biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á meðkenningu Bjarna Bjarnasonar frá Hesti í Önundarfirði og Einars Guðmundssonar frá Straumfirði. Item á þeim rúnastafablöðum sem hér í Skálholti fundust eftir þeim 1664 6. aprilis og sérhvor þeirra viðgekk, landsfógetanum Thomæ Nicolai til handa.
Titill í handriti

Afhending biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á meðkenningu Bjarna Bjarnasonar frá Hesti í Önundarfirði og Einars Guðmundssonar frá Straumfirði. Item á þeim rúnastafablöðum sem hér í Skálholti fundust eftir þeim 1664 6. aprilis og sérhvor þeirra viðgekk, landsfógetanum Thomæ Nicolai til handa.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 22. júní 1664.

Efnisorð
259 (215r-215v)
Landamerki Efra Lækjardals norðurherra Þorleifur Kortsson hefur saman taka látið biskupsins vegna og honum nú sendi með Sigurði Ingimundarsyni 1664 22 júní.
Titill í handriti

Landamerki Efra Lækjardals norðurherra Þorleifur Kortsson hefur saman taka látið biskupsins vegna og honum nú sendi með Sigurði Ingimundarsyni 1664 22 júní.

Athugasemd

Dags. 4. júní 1664. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1664.

260 (215v-216r)
Húsaskoðun á Efra Lækjardal norður í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn 1656.
Titill í handriti

Húsaskoðun á Efra Lækjardal norður í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn 1656.

Athugasemd

Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1664.

Efnisorð
261 (216r-216v)
Húsaskoðun á Efra Lækjardal í Refasveit norður.
Titill í handriti

Húsaskoðun á Efra Lækjardal í Refasveit norður.

Athugasemd

Dags. að Efri Lækjardal 10. júní 1664. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1664.

Efnisorð
262 (216v-217v)
Dómur um kú sem fallin var úr innistæðu í Efra Lækjardal norður í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn.
Titill í handriti

Dómur um kú sem fallin var úr innistæðu í Efra Lækjardal norður í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn.

Athugasemd

Dags. á manntalsþingi í Engihlíð 14. apríl 1664. Afrit dags. í Skálholti 23. júní 1664.

Efnisorð
263 (218r)
Kvittantia Þorkötlu Snæbjörnsdóttur henni útgefin af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hans erfðapart eftir sinn sáluga bróður Magnús Gissursson.
Titill í handriti

Kvittantia Þorkötlu Snæbjörnsdóttur henni útgefin af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hans erfðapart eftir sinn sáluga bróður Magnús Gissursson.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 24. júní 1664. Afrit dags. í Skálholti 24. júní 1664.

264 (218v-219r)
Sendibréf Thomæ Nicolai tilskrifað.
Titill í handriti

Sendibréf Thomæ Nicolai tilskrifað.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Dags. í Skálholti 25. júní 1664.

Blað 219v er autt.

265 (220r)
Sendibréf Eriks Muk til biskupsins. 1. Um kirknanna rentu peninga. 2. Um Grindavíkurhöfn.
Titill í handriti

Sendibréf Eriks Muk til biskupsins. 1. Um kirknanna rentu peninga. 2. Um Grindavíkurhöfn.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 20. júní 1664.

Fyrri hluta bréfsins vantar. Titill er skrifaður eftir registri bókarinnar.

266 (220v-221v)
Meðkenning Sigurðar Ingimundarsonar Englandsfara uppá meðtekna eitt tólfrætt hundrað ríkisdali. Item ellefu gullstykki fram með sér að færa til Englands Halldóri Brynjólfssyni til tæringar næst eftirkomandi ár.
Titill í handriti

Meðkenning Sigurðar Ingimundarsonar Englandsfara uppá meðtekna eitt tólfrætt hundrað ríkisdali. Item ellefu gullstykki fram með sér að færa til Englands Halldóri Brynjólfssyni til tæringar næst eftirkomandi ár.

Athugasemd

Dags. í Skálholti 26. júní 1664.

Efnisorð
267 (222r-231v)
Regestrum uppá þessa bréfabók.
Titill í handriti

Regestrum uppá þessa bréfabók.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Stórt skjaldarmerki, skipt niður í fjóra hluta, fjaðraskúfur fyrir ofan // Ekkert mótmerki ( 2-3 , 5 , 7 , 9 , 12 , 16 , 19-21 , 23 , 25 , 28-30 , 36 , 38 , 40 , 41-42 , 46 , 49 , 51-52 , 54-55 , 60 , 62-64 , 67 , 72-75 , 79-81 , 84-85 , 89-90 , 93-95 , 99-100 , 103-106 , 108 , 113-114 , 116 , 118-119 , 122 , 124 , 128 , 130-131 , 134 , 136-138 , 139-141 , 143 , 145 , 148-149 , 151 , 154 , 156-157 , 159 , 161-163 , 165 , 167 , 169 , 173-176 , 184 , 186 , 188 , 194 , 196-197 , 199 , 201 , 204 , 206-209 , 211 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 33 , 193 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki (blóm? jurtir?) // Ekkert mótmerki ( 177-178 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 4 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 181 ) // Mótmerki: Flagg MLI ( 182 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Fangamark CHVORK, fyrir ofan er Hermans orf flagg og ártal 1667 fyrir neðan // Ekkert mótmerki ( 217 , 218 , 225 , 228 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Skjaldarmerki með lilju, skipt niður í fjóra hluta // Ekkert mótmerki ( 221 , 223 , 229 , 231 ).

Blaðfjöldi
231 blað (340 mm x 205 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðsíðumerking (óregluleg).

Umbrot

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bókin er merkt Jóni Sigurðssyni í Einarsnesi á bl. 1 (titilblaði).

Band

Fylgigögn

Fastur seðill (139 mm x 102 mm) með hendi Árna Magnússonar: Jón Sigurðsson í Einarsnesi segir ég megi eiga bréfabækurnar sem hjá mér eru, það skuli ég alleina þegja þar með (vegna konu sinnar) og láta bíða um dal og hól.

Uppruni og ferill

Uppruni

Þetta bindi er skrifað 1663. Rannsóknir á vatnsmerkjum benda til þess að handritið, eða hluti þess (blöð 217–218, 225 og 228), sé ritað árið 1667 eða síðar

.
Ferill

Jón Sigurðsson í Einarsnesi var eigandi bókarinnar (sbr. bl. 1), en hann var eiginmaður Ragnheiðar dóttur sr. Torfa Jónssonar, sem var aðalerfingi Brynjólfs biskups. Jón gaf Árna Magnússon bókina, ásamt fleiri bindum, en bað hann að hafa lágt um það vegna konu sinnar (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. apríl 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 243-244 (nr. 430). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 4. júlí 2002. ÞÓS skráði 7. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í mars 1977.

Athugað í júní 1986.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Gripla, Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð
Umfang: 15
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Bókasafn Brynjólfs biskups, Árbók 1946 (Landsbókasafn Íslands)
Umfang: 3-4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Efni skjals
×
 1. Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XIV
  1. Efnisyfirlit
 2. Kaupbréf Hjalta Jónssonar vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir hálfum Sunnudal í Vopnafirði 8 hundruð af Magnúsi Ólafssyni fyrir Jökulsá í Borgarfirði austur og 5 hundruð í lausafé á milli. Kaupbréf fyrir hálfum Sunnudal þar á móti af Ólafi Jónssyni á Ásbrandsstöðum Vide Tomo XII. Doc. 309.
 3. Kvittun og meðkenning Jóns Jónssonar á Krossi í Mjóafirði austur uppá meðtekið allt andvirði Eyrarteigs, útgefinn anno 1663.
 4. Ásskirkju og staðarafhending í Fellum í Austfjörðum, meðfylgjandi jörðum, inventario kirkjunnar og kúgildum. Item kúgilda umfram sex kirkjunnar kúgildi og öðru því sem Ásmundur Jónsson hefur þar með afhent vegna Bjarna Eiríkssonar Hjalta Jónssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar honum til fjárhalds og eignar, með skoðun kirkjunnar undir Ási. Item landamerkjabréf Ásstaðar og Hafrafells etc.
 5. Ásstaðar og kirkjujarða húsa afhending og kúgilda.
 6. Vitnisburðir um Áss staðar landamerki.
 7. Annar vitnisburður um Áss landamerki.
 8. Vitnisburður um Hafrafells landamerki.
 9. Annar vitnisburður um Hafrafells landamerki.
 10. Vitnisburður Hjalta Jónssonar um Áss staðar landamerki.
 11. Contract og gjörningur milli séra Einars Jónssonar og Hjalta Jónssonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um árlegar prestskyldur séra Einars af Ásskirkju.
 12. Smjörareikningur Hjalta Jónssonar af Ásgjöldum þeirra sem í haust 1662 gjaldast áttu.
 13. Kirkjutíunda og ljóstollareikningur Gríms Jónssonar undir Ási.
 14. Ásbrandsstaða landamerki í Vopnafirði Ólafs Jónssonar. Vitnisburður.
 15. Vitnisburður Eiríks Kolbeinssonar um Ásbrandsstaða landamerki í Vopnafirði.
 16. Vitnisburður Högna Péturssonar um landamerki Ásbrandsstaða í Vopnafirði.
 17. Lögveð biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar í jörðinni Skálanesi í Seyðisfirði af Brandi Árnasyni.
 18. Meðkenning Hjalta Jónssonar.
 19. Útskrift af kvittantiu Halldórs Brynjólfssonar fyrir afgjald af hans fjórum lénsjörðum fyrir austan 1663.
 20. Útskrift af kvittun Hjalta Jónssonar fyrir afgjald af hans lénsjörðum 1663.
 21. Útskrift af kvittun Péturs Bjarnasonar fyrir afgjald af hans fjórum lénsjörðum fyrir austan fyrir það ár frá 1659 og til 1660.
 22. Bréf og framburður biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til fógetans, Thomas Nicolai um þau kúgildi sem úrfallin eru með þeim fjórum kóngsjörðum í Austfjörðum sem Halldór Brynjólfsson nú í forlening hefur en Pétur Bjarnason eldri næst fyrir Halldór hafði.
 23. Her paa resolveris.
 24. Meðkenning Einars Þorsteinssonar uppá meðtekinn hálfan fjórða ríkisdal vegna séra Þórðar í Hítardal sem er landskuld fyrirfarandi árs 1662 af Kálfafellsparti séra Þórðar.
 25. Seðill Guðmundar Árnasonar í Straumfirði til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar hvar inni hann biður biskupinn að greiða sinna vegna Þorbirni Þórðarsyni í Auðsholti sex ríkisdali.
 26. Handskrift Guðmundar Einarssonar í Straumfirði uppá 7 ríkisdali sem hann sé Gísla Sigurðssyni umskylldugur, hverja hann biður biskupinn sinna vegna Gísla að betala.
 27. Samþykki Hannesar Guðmundssonar uppá hálfs Brúsholts sölu í Borgarfirði og þess andvirðis af Erlendi Guðmundssyni bróður sínum, biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til handa.
 28. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á hálfu Brúsholti í Flókadal í Borgarfirði vestur 8 hundruð af Erlendi Guðmundssyni fyrir aðra fastaeign hér fyrir sunnan með jafnri landskuld. Etc.
 29. Lofun Erlends Guðmundssonar á Brúnastöðum, biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrstum allra manna að selja fastaeignar andvirði fyrir hálft Brúsholt sem hann átti inni hjá biskupinum, fyrir dauða aura, 2 hundruð fyrir hvort jarðar hundrað.
 30. Lýsing Bjarna Eiríkssonar á bygging hans á Ási austur í Fellum, meðfylgjandi Áss jörðum.
 31. Uppgjöf séra Halldórs Daðasonar á Runastað séra Árna Halldórssyni til handa með eftirfylgjandi conditionibus.
 32. Byggingarbréf Halldórs Einarssonar fyrir Þrándarholti í Eystri hrepp.
 33. Án titils.
 34. Byggingarbréf Sigurðar Einarssonar fyrir dómkirkjunnar jörðu Vatnsleysu í Ytri Tungu.
 35. Án titils.
 36. NB.
 37. NB.
 38. Án titils.
 39. NB.
 40. Arfaskipti í Lokinhömrum vestur eftir séra Magnús sáluga Gissursson í millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar, séra Gissurs Sveinssonar og séra Torfa Jónssonar til jafns við þá báða 1663.
 41. Skilagrein Bjarna Oddssonar á Burstafelli austur á þeim kóngs kúgildum sem fylgja áttu kóngs jörðum Brimnesi í Seyðarfirði, Krossi í Mjóafirði, Hestgerði og Uppsölum í Hornafirði hverjar jarðir Pétur Bjarnason eldri hans sonur hafði í léni næst fyrir Halldór Brynjólfsson er þær nú heldur.
 42. Án titils.
 43. Án titils.
 44. Kaupbréf millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Torfa Jónssonar um 14 hundruð í Selvogum eða 12 hundruð í Hrafnabjörgum fyrir 15 hundruð í Ingjaldsstöðum í Bárðardal og Einarsstaða kirkjusókn.
 45. Án titils.
 46. Inntak úr prestastefnu áliti á Þingvöllum um orlogskipið 1663.
 47. Án titils.
 48. Án titils.
 49. Samþykki biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá þennan contract.
 50. Vitnisburðir um landamerki Tungufells í Lundarreykjadal.
 51. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 2 hundruðum og 15 aurum í jörðinni Staffelli í Fellum austur af Valgerði Bjarnadóttur fyrir lausafé og ábýlisjörð.
 52. Útskrift af byggingarbréfi Þorvarðs Jónssonar fyrir Hróaldsstöðum í Selárdal í Vopnafirði af Jóni Jónssyni á Krossi í Mjóafirði hvor þá hafði ráð yfir Hróaldsstöðum.
 53. Byggingarbréf Vilhjálms Jóhannssonar fyrir Hámundarstöðum í Vopnafirði.
 54. Kvittun Bjarna Oddssonar útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, uppá kaup og skipti þeirra í milli.
 55. Kvittun biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefin Bjarna Oddssyni uppá kaup og skipti þeirra á milli.
 56. Eignaskiptabréf á Burstafelli í Vopnafirði, millum þeirra bræðra Sigurðar og Péturs yngra Bjarnasona.
 57. Án titils.
 58. Sami nálægra barna Bjarna Oddssonar uppá kóngs kúgildi og leignabrest sem vantaði frá Krossi og Brimnesi.
 59. Án titils.
 60. Án titils.
 61. Biskupsins skikkun um merki millum Eyvindarstaða og Vindfells í Vopnafirði.
 62. Umboð Björns Bjarnasonar í Böðvarsdal yfir Torfulandi og reka.
 63. Án titils.
 64. Vitnisburður Arnbjarnar Guðmundssonar um landamerki jarðarinnar Kross í Mjóafirði.
 65. Án titils.
 66. Án titils.
 67. Contract í millum Fjallsels og Staffells.
 68. Kaupmálabréf Hjalta Jónssonar og Önnu Ásmundsdóttur.
 69. Án titils.
 70. Án titils.
 71. Án titils.
 72. Án titils.
 73. Án titils.
 74. Gjörningur séra Halldórs Eiríkssonar í Eydölum við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson um 3 hundruð í Litla Steinsvaði.
 75. Án titils.
 76. Án titils.
 77. Án titils.
 78. Án titils.
 79. Án titils.
 80. Án titils.
 81. Seðill séra Magnúsar Péturssonar útgefinn séra Bjarna Sveinssyni uppá 10 ríkisdali hjá biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni sinna vegna að betala.
 82. Meðkenning séra Magnúsar Péturssonar uppá meðtekin 30 hundruð og nærri 4 ærgildi af biskupstíundum og öðrum biskupsins gjöldum í Skaftafellssýslu, og öðrum útgjöldum.
 83. Reikningur ærlegs manns Ólafs Jónssonar á Stóra Steinsvaði fyrir biskupstíundir og annað sem milli hefur farið þeirra í milli síðan hann stóð reikning í Skálholti anno 1662 7. maí og tók kvittun sama ár 8. maí.
 84. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Einar Magnússon á fastaeignar andvirði 3 hundruð á Snotrunesi hvort Einar átti að Hjalta Jónssyni eftir þar um gjörðu kaupbréfi þeirra í milli.
 85. Kaupbréf Hjalta Jónssonar fyrir 3 hundruðum í Snotrunesi í Borgarfirði og Desjamýrar kirkjusókn af Einari Magnússyni fyrir óánefndan 3 hundraða jarðarpart. Item lofun Einars að selja Hjalta fyrstum manna þessa fastaeign fyrir lausafé.
 86. Byggingarbréf Bjarna Oddssonar á Torfulandi Ásskirkju eign Högna Þorleifssyni útgefið.
 87. Byggingarbréf Bjarna Eiríkssonar á Torfulandi Ásskirkju eign Högna Þorleifssyni útgefið.
 88. Vitnisburðir um landamerki Torfu Ásskirkju eignar, útgefnir anno 1663.
 89. Gjafar og kaupbréf Hróaldstöðum í Vopnafirði af Sólrúnu Sigurðardóttur Ólafi Sigfússyni til eignar.
 90. Gjörningsbréf um hálfa Ásbrandstaði í Vopnafirði 15 hundruð.
 91. Handskrift Árna Jónssonar studiosi í Kaupenhafn uppá 10 ríkisdali meðtekna af kvinnu Madz Rasmussonar kaupmanns í Hólminum, fyrir kóngsbréf að leysa af Cancelíinu útgefin uppá biskupinn M. Brynjólf Sveinsson. Anno 1663 6. júní.
 92. Reikningur Vilhjálms Jóhannssonar á þeim trjám er hann tekið hefur af Nýpsandi í Vopnafirði.
 93. Um giftumál Árna Þorsteinssonar við Rannveigu Halldórsdóttur þrímenning hans fyrri festarmeyjar Hólmfríðar Ísleifsdóttur.
 94. Kaupbréf biskupsins fyrir hálfu Hafrafelli í Fellum austur níuhundruð af Bjarna Eiríkssyni fyrir Breið í Skaga tíuhundruð.
 95. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar séra Erasmusi Pálssyni í Hólum í Ytri hrepp tilskrifað með Gísla Sigurðssyni í Miðfelli uppá samþykki hans og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur á [átta hundraða] jarðarparts kaupi biskupsins við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum. Anno 1663, 20. oktobris. Salutem et officia.
 96. Án titils.
 97. Meðkenningar seðill Guðmundar Gíslasonar í Hofi uppá meðtekinn slopp og tvær látúns kertapípur til Hofskirkju er Sigurður Magnússon á Ferju lagði til kirkjunnar í hennar reikning vegna föður síns Magnúsar Guðmundssonar er þar bjó.
 98. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar séra Magnúsi Pálssyni að Kálfholti í Holtum, tilskrifað með Guðmundi á Hofi, uppá samþykki hans og hans ektakvinnu á jarðarparts kaupi biskupsins við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum. Anno 1663 24. oktobris. Salutem et officia.
 99. Útskrift af sendibréfi séra Þorsteins Jónssonar í Holti undir Eyjafjöllum Elizabet Ísleifsdóttur tilskrifuðu um reikning hennar við hennar systur Sólveigu Ísleifsdóttur ektakvinnu séra Þorsteins á arfaskiptum þeirra í milli eftir föður þeirra Ísleif Eyjólfsson.
 100. Underreting séra Þorsteins í Holti undir Eyjafjöllum um arfaskipti þeirra systkina hans ektakvinnu Sólveigu Ísleifsdóttur eftir þeirra foreldra.
 101. Samþykki séra Erasmusar Pálssonar og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur uppá kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Guðmundsson á Brúnastöðum, 1663, 30. oktobris.
 102. Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá útgjöld hans við Guðmund Einarsson í Straumfirði fyrir 4 hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu er hann seldi biskupinum í fyrra 1663, 1. júlí að Þingvöllum, átti biskupinn honum hér uppá að greiða í góðum peningum 8 hundruð.
 103. Seðill Guðmundar Einarssonar í Straumfirði útgefinn Guðrúnu í Stafholti uppá 4 hundruð í dauðum peningum, hvor 4 hundruð hann biður biskupinn M. Brynjólf Sveinsson sinna vegna að greiða, uppá reikningsskap þeirra í milli.
 104. Handskrift Gísla Sigurðssonar uppá meðtekin þessi ofanskrifuð 4 hundruð og 10 aura voð vaðmáls af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni vegna Guðmundar Einarssonar.
 105. Seðill Guðmundar Einarssonar uppá sjö ríkisdali útgefinn Gísla Sigurðssyni, hverja hann biður biskupinn sinna vegna að betala.
 106. Löglagning Bjarna Oddssonar og Bjarna Eiríkssonar um jörðina hálft Hafrafell í Fellum austur í Fljótsdalshéraði 9 hundruð.
 107. Dómur um úrfallið inventarium Ásskirkju í Fellum austur genginn anno 1663.
 108. Dómur um hálft Hafrafell í Ássþingum austur í Fljótsdalshéraði, genginn undir Ási 1663.
 109. Uppgjöf Ásmundar Marteinssonar á þremur hundruðum í Hafrafelli austur í Héraði við Bjarna Eiríksson anno 1649.
 110. Gjörningur Bjarna Oddssonar við Bjarna Eiríksson um hálft Hafrafell, austur í Fellum í Ásskirkjusókn 9 hundruð er hann fær honum til eignar, gangi það með dómi undan Áss kirkju.
 111. Kaupbréf Bjarna Oddssonar fyrir 6 hundruðum í Hafrafelli austur í Fellum og Ásskirkju sókn af Ásmundi Marteinssyni. Útskrifað við votta.
 112. Útskrift af gömlu kaupbréfi fyrir hálfu Hafrafelli í Fellum og Ásskirkju sókn, 9 hundruð á millum Magnúsar Árnasonar og Jörundar Vigfússonar.
 113. Án titils.
 114. Proventugjörningur Erlends Guðmundssonar við Sigurð Magnússon á Sandhólaferju í Holtum sinn bróðurson.
 115. Biskupstíunda reikningur úr Rangárvallasýslu anno 1663 er það vor gjaldast áttu, hvorn Magnús Kortsson stóð biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni nú hér í Skálholti 1663, 30. nóvembris.
 116. Kvittun Magnúsar Kortssonar uppá umboðs meðferð hans á Skammbeinstaða umboði og biskupstíunda í Rangárþingi 1663 30. nóvembris útgefinn.
 117. Virðing og uppbót á sex leigukúgildum með Reynir á Akranesi. Anno 1663 í fardögum.
 118. Meðkenning Þorvarðs Sigurðssonar uppá 100 álna uppbót á 3 kúgildum með Reynir af Þorvarði Magnússyni.
 119. Meðkenning Eyjólfs Sigmundssonar uppá meðtekna hundraðs uppbót af Þorvarði Magnússyni ofan á 3 kúgildi með Reynir á Akranesi.
 120. Meðkenning biskupsins uppá fimmtíu og þrjá ríkisdali og einn hálfan meðtekna af Þorvarði Magnússyni vegna lögmannsins herra Árna Oddssonar.
 121. Kvittun Þorvarðs Magnússonar fyrir Heyness og sjávarútvega umboðsmeðferð hans, útgefin honum af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
 122. Samþykki séra Magnúsar Pálssonar og hans ektakvinnu Guðrúnar Magnúsdóttur uppá kaup biskupsins á hálfu Brúsholti í Flókadal 8 hundruð af Erlendi Guðmundssyni.
 123. Biskupstíundareikningur Jóns Ásmundssonar af Árnessýslu sem guldust 1663 um vorið.
 124. Kvittun Jóns Ásmundssonar fyrir Hamraumboðs, sjávarútvegaumboðs út með sjónum og biskupstíundaumboðs meðferð í Árnessýslu frá fardögum 1662 til fardaga 1663.
 125. Án titils.
 126. Byggingarumboð Bjarna Eiríkssonar á Þorlákshöfn í Ölfusi af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefið.
 127. Samþykki Ásmundar Marteinssonar uppá 3 hundruð í Hafrafelli í Ássþingum austur Bjarna Eiríkssyni til handa útgefið 1649 18. maí.
 128. Ásskirkju máldagi austur í Fellum, svo sem hann var saminn og samþykktur í síðustu visitatiu biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um Austfirðingafjórðung 1663 og hyggja menn þann réttasta vera.
 129. Sendibréf séra Sigurðar Oddssonar í Stafholti biskupinum tilskrifað uppá skipti þeirra í milli framfarin.
 130. Meðkenning séra Gísla Þóroddssonar í Klausturhólum uppá meðtekna 10 fjórðunga smjörs af biskupsins hálfu, af Þuríði á Björk í Grímsnesi 1663.
 131. Án titils.
 132. Vitnisburðir um landamerki millum Grafar í Grímsnesi og Úteyjar.
 133. Án titils.
 134. Án titils.
 135. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Péturs Bjarnasonar yngra um kóngskúgilda borgun með jörðum Halldórs Brynjólfssonar.
 136. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Péturs Bjarnasonar eldri um borgun á úrföllnum kóngskúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.
 137. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Sigurðar Bjarnasonar um borgun á úrföllnum kúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.
 138. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Ingibjargar Bjarnadóttur um borgun á úrföllnum 9 kóngskúgildum með lénsjörðum Halldórs Brynjólfssonar.
 139. Grein úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar Einari Þorsteinssyni að Felli í Mýrdal tilskrifuðu, með sendimanni séra Magnúsar Péturssonar á Hörgslandi Birni Gíslasyni, hljóðandi um samþykki hans sinnar ektakvinnu vegna, á jarðarparts andvirðis sölu, fyrir hálft Brúsholt 8 hundruð fyrir samgildann fyrir lausafé af Erlendi Guðmundssyni á Brúnastöðum.
 140. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Guðmundar Ketilssonar á Refstað í Vopnafirði um rekaítak bænhússins á Torfastöðum í Ljósalands land í Vopnafirði, befalar honum því til laga og dóms undir Ljósaland að halda.
 141. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Vilhjálms Jóhannssonar um rekaítak Kirkjubæjarkirkju fyrir Hámundarstaðalandi, befalar honum til dóms og laga að halda.
 142. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Eiríks Ólafssonar á Kirkjubæ, um ítök Kirkjubæjarkirkju sem Visitatiubók herra Gísla Jónssonar henni eignar sem er fjórðungur hvalreka fyrir Höfn á Ströndum og tveir hlutir hvalreka og viðreka fyrir Hámundarstöðum.
 143. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Hjalta Jónssonar í Meðalnesi austur í Héraði um rekaítök í biskupsins jarðir í Vopnafirði, vill undir lög og dóm halda.
 144. Forsvar biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir þeim rekaítökum sem Visitatiubók herra Gísla Jónssonar eignar Kirkjubæjarkirkju í Tungu, fyrir biskupsins jörðum Höfn á Ströndum, Hámundarstöðum og Böðvarsdal í Vopnafirði hverju biskupinn vill til dóms og laga halda.
 145. Kröfubréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Eiríks Jónssonar austur á Breiðabólstað í Hornafirði á arfahlut Jóns Jónssonar biskupsins próventumanns eftir sinn samfeðra bróður, Þórarinn Jónsson á Starmýri. Hjörleifi Jónssyni að Hafnarnesi í Hornafirði sent og bífalað yfir Eiríki við votta að lesa.
 146. Form á kaupi sem biskupinn vill gjört sé við Ásmund Jónsson af sínum umboðsmanni Hjalta Jónssyni fyrir hálfum Hjarðarhaga í Jökulsárhlíð fyrir skólavist Péturs Ásmundssonar.
 147. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Staðarlandseta í Grindavík, óskar skilagreinar á hvalskiptum í sumar 1663.
 148. Handskriftar seðill Sigurðar Einarssonar frá Helludal uppá 5 ríkisdali hverja hann biður biskupinn að betala Vigfúsi Magnússyni yfirbrita í Skálholti.
 149. Meðkenning Vigfúsa Magnússonar yfirbrita í Skálholti uppá meðtekna þessa fyrrskrifaða fimm ríkisdali af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
 150. Án titils.
 151. Contract séra Þorláks Bjarnasonar og séra Gísla Einarssonar um Helgafellsstað.
 152. Kvittun milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og séra Þorláks Bjarnasonar um öll skipti og býti þeirra í milli framfarin.
 153. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þórðar í Hítardal um uppheldisbrest séra Jóns Guðmundssonar capellans á Helgafelli.
 154. Taxerun prestanna í Skálholtsstifti til þeirrar contributionis er kóngsvaldinu var útlofuð á prestastefnu að Þingvöllum anno 1663, en afhendast að Öxarárþingi 1664.
 155. Taxerun prestanna útláta til honorarium til yfirvaldsins að afgreiðast 1664 á Alþingi.
 156. Meðkenning Sæmundar Oddssonar uppá átján ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til afhendingar Guðmundi Árnasyni í Straumfirði fyrir tvö hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu.
 157. Umboðsbréf Sæmundar Oddssonar honum útgefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til að gjöra kaupskap við Guðmund Árnason í Straumfirði, biskupsins vegna á sextán hundruðum í Háfafelli í Hvítársíðu fyrir Lækjardal efra norður í Húnavatnsþingi sextán hundruð með sanngjarnlegri millumgjöf vilji Guðmundur bærilegan kost á gjöra.
 158. Capellans köllunarbréf séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti hvar með hann biður um sinn son Gísla Jónsson sér til styrktar í prestlegri þjónustugjörð sökum síns aldurdóms og veikleika.
 159. Sóknarmannanna samþykki uppá capellansköllun séra Jóns Erlendssonar.
 160. Prófastsins samþykki uppá áðurskrifaða capellansköllun og sóknarmanna samþykki.
 161. Vígslubréf séra Gísla Jónssonar til capellansstéttar í Villingaholts og Hróarsholts sóknum.
 162. Copium af sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti með séra Gísla Jónssyni.
 163. Útskrift af meðkenningu Orms Vigfússonar að Eyjum í Kjós uppá bygging og landskuldarhæð jarðanna Sleggjulækjar í Þverárhlíð, 24 hundruð, og hálfs Reynirs á Akranesi, 20 hundruð. Item 3 hundruð og 40 álna í Vatnshorni í Skorradal, hverjar jarðir ásamt Langholti í Ytra hrepp, 20 hundruð, og hálfri Engihlíð norður í Langadal, 25 hundruð. Item hálfum Bjarghól í Miðfirði, 8 hundruð. Erfingjar herra Gísla Oddssonar lögðu biskupinum M. Brynjólfi til eignar uppá reikning dómkirkjunnar í Skálholti, einkum uppá hennar niðurfall og það annað sem brast uppá inventarium þegar þeir afhentu staðinn í Skálholti anno 1639.
 164. Summa var sú fastaeign að upphæð sem erfingjar herra Gísla Oddssonar lögðu ofan á Skálholtsstaðar reikning fyrir fyrning og niðurfall kirkjunnar. Item fyrir hundrað vættir smjörs og aðra muni sem brast uppá reikninginn. Anno 1639 biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til eignar.
 165. Án titils.
 166. Kvittantia Guðmundar Einarssonar í Straumfirði biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefinn í sendibréfi Guðmundar, dateruðu anno 1664 27. februari, fyrir jarðarverð.
 167. Kaupbréf Sæmundar Oddssonar við Guðmund Árnason í Straumfirði vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar, fyrir 18 hundruð í Háfafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði og Síðumúlakirkjusókn, fyrir Efra Lækjardal í Húnavatnsþingi og Höskuldsstaðakirkjusókn 16 hundruð með 11 hundraða millumgjöf. Item Guðmundar Árnasonar kvittantia uppá 18 ríkisdali meðtekna hér upp í, sem og uppá sína sölu á 20 hundruðum í Háfafelli þessu biskupinum til eignar, meður þeim 2 hundruðum þar í hann seldi biskupinum í fyrra Alþingi 1663, fyrir skólavistarveru sonar hans um einn vetur og 8 ríkisdali eftir þar um gjörðu kaupbréfi í fyrra sumar. Item kvittun Guðmundar Einarssonar uppá 4 hundruð í þessu Háfafelli er hann seldi biskupinum í fyrra sumar 1663 á Alþingi. Og fyrir allt andvirði þar fyrir.
 168. Útskrift af gömlu kaupbréfi dómkirkjunnar í Skálholti á Kalmannstungu í Borgarfirði fyrir Sámstaði í Hvítársíðu, Skarðshamra og Kleppstíu í Norðurárdal með tiltekinni millumgjöf, in originali, hvar inni að greinir tiltekin landamerki Kalmannstungu og líka Sámstaða, svo þar af skiljast landamerki í millum Sámstaða og Hafrafells í Hvítársíðu sem þau hafa að fornu haldin verið í Teigsgili.
 169. Útskrift af kaupbréfi Eggerts Björnssonar við Einar Torfason á 16 hundruðum í Tannanesi og sex hundruð í Tungu, báðum í Holtskirkjusókn í Önundarfirði. Item á 5 hundruðum og 26 álnum í Sveinseyri í Dýrafirði og Sandakirkjusókn fyrir Bergsholt í Staðarsveit og kirkjusókn og 6 hundruð í Gullberastöðum í Lundarreykjadal og kirkjusókn.
 170. Copium af Alþingisáliti um Sveinseyrar partinn.
 171. Ósk Gests Einarssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar vegna systur sinnar og hennar sonu við Eggert Björnsson að tala til rétta það sem bresta þykir á jöfnuð í kaupskap þeirra Eggerts og Einars Torfasonar að næstkomandi Alþingi anno 1664.
 172. Vitnisburður Þorvarðs Magnússonar af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni útgefinn.
 173. Afreikningur milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á eina síðu og ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar á aðra, frá fardögum 1662 og til þess nú er komið anno 1664 11. mars, er þeir gjörðu reikning sín á milli biskupinn og ráðsmaðurinn.
 174. Kúgilda umskipta reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við ráðsmanninn Bjarna Eiríksson framfarinn 1663 í fardögum.
 175. Kvittantia framfarin í milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Bjarna Eiríkssonar uppá áðurskrifaðan reikning.
 176. Seðill séra Jósefs Loftssonar uppá 4 innistæðukúgildi með Gröf í Lundarreykjadal.
 177. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Björns Snæbjörnssonar um uppheldisleysi séra Jóns Guðmundssonar á Helgafelli. 2. Um Gvönd Einarsson í Straumfirði og hans helgibrot.
 178. Útskrift af gömlu kaupbréfi Árna Brandssonar fyrir Hróaldsstöðum í Selárdal í Vopnafirði með tilgreindum landamerkjum, af Lofti Kolbeinssyni dat. 1542.
 179. Vitnisburður séra Sigurðar Árnasonar á Skorrastað austur í Austfjörðum um landamerki millum kóngsjarðarinnar Kross í Mjóafirði og jarðarinnar Reykja útgefinn 1664.
 180. Fjórði vitnisburður um Kross landamerki í Mjóafirði útgefinn 1664. Af Eyjólfi Halldórssyni.
 181. Grein úr sendibréfi séra Stephans Ólafssonar í Vallanesi austur, um Snotruness rekaítak, frá sundi að utan inn að Greipsgjá, daterað Vallanesi 4. mars 1664.
 182. Skorrastaðarkirkju í Austfjörðum capellans köllunarbréf Árna Sigurðssonar.
 183. Grein úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Þorleifs Sveinssonar.
 184. Samþykki séra Gissurs Sveinssonar á sölu biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 2 hundruðum í Svínavatni seldu séra Torfa Jónssyni í Gaulverjabæ 1663. Útskrifað af sendibréfi séra Gissurs Sveinssonar til biskupsins.
 185. Seðill biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefinn séra Gissuri Sveinssyni að meðtaka 2 hundruð af arfi þeim sem biskupinum féll eftir Magnús sáluga Gissursson.
 186. Póstur úr sendibréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til Hjalta Jónssonar hvar inni biskupinn tilsegir Hjalta að lögfesta kóngsjörðina Kross í Mjóafirði eftir þeim vitnisburðum sem biskupinn honum sendir.
 187. Útskrift af bréfi Steingríms Oddssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar um Breiðavík, og sölu á hennar 9 hundruðum, liggjandi austur í Borgarfirði. En originalinn sendir biskupinn sínum umboðsmanni Hjalta Jónssyni til umþeinkingar, með Pétri Ásmundssyni skólapilti.
 188. Póstur úr sendibréfi Jóns Egilssonar yngra á Skarði norður í Langadal Magnúsi Kortssyni tilskrifuðu um bygging, afgjöld og innistæðukúgildi á 20 hundruðum í Öðulstöðum í Langadal og Lækjardal efra í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn norður í Húnavatnsþingi.
 189. Inntak úr bréfi Matthíasar Guðmundssonar til séra Þórðar Jónssonar.
 190. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þórðar Jónssonar í Hítardal um uppheldisbrest séra Jóns Guðmundssonar capellans á Helgafelli.
 191. Án titils.
 192. Recess Christiani qvarti, í annarar bókar 28. cap. pag. 311. 312. Um galdrafólk og þess meðvitendur hljóðar svo útlagður af vonskunni sem næst mátti.
 193. Án titils.
 194. Bréf biskupsins til Torfa Erlendssonar um rúnastafablöð sem fundust í rúmi Einars Guðmundssonar skólapilts í Skálholti anno 1664.
 195. Grein úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar lögmanni herra Sigurði Jónssyni tilskrifuðu um áðurskrifuð rúnastafablöð og þeirra meðferð. Anno 1664 7. aprilis hvort bréf vestur til lögmannsins færa átti, hans sveinn Torfi Þorsteinsson og meðtók sama dag.
 196. Meðkenning Torfa Þorsteinssonar frá Einarsnesi uppá tuttugu og sex ríkisdali meðtekna af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, Sæmundi Oddssyni að Borg til viðtöku og afhendingar, en Guðmundi Árnasyni í Straumfirði til eignar.
 197. Umboð Torfa Þorsteinssonar frá Einarsnesi til að lögfesta Háafell í Hvítársíðu 24 hundruð biskupsins vegna til ummerkja.
 198. Án titils.
 199. Andsvar Teits Torfasonar uppá Lauritzar Nielssonar anmodning Compagniens.
 200. Vígslubréf séra Árna Sigurðssonar.
 201. Kaupbréf fyrir Háafelli í Hvítársíðu 24 hundruð millum Guðmundar Árnasonar í Straumfirði og Pálma Henrikssonar framfarið anno 1657.
 202. Kúgildaskipti milli biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Guðmundar Árnasonar í Straumfirði á Mýrum. Item meðkenning Guðmundar Árnasonar að hann gefi biskupinum sök og sókn á Háfafells jarðar brúkun af öðrum, umfram hennar merki.
 203. Samþykki Einars Þorsteinssonar vegna sinnar ektakvinnu Íðbjargar Philippusdóttur uppá gjörning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Guðmundsson um fastaeignar andvirði hálfs Brúsholts.
 204. Samþykki Gunnlaugs Philippussonar uppá sölu Brúsholts hálfs fastaeignar andvirðis fyrir gjald er Erlendur Guðmundsson lofað hafði biskupinum fyrir að selja.
 205. Vitnisburðir um landamerki Tungufells í Lundarreykjadal í Borgarfirði útgefnir anno 1664 af Grími Sveinbjörnssyni, Páli Pálssyni og Gísla Jónssyni.
 206. Án titils.
 207. Ráðsmanns umboðsbréf Gísla Sigurðssonar.
 208. Vitnisburður Árna Pálssonar í Þorlákshöfn um hans viðhöndlun þar.
 209. Reikningur biskupsins við Árna Pálsson í Þorlákshöfn um þeirra skuldaskipti sem milli fallið hafa frá síðasta reikningi til þessa.
 210. Umboðsbréf uppá biskupstíundir í Árnessýslu Árna Pálssyni útgefið vegna Símonar Árnasonar.
 211. Án titils.
 212. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til ábúenda í Grindavík um hvalskipti sem þar skeðu 1663.
 213. Reikningur séra Gísla Þóroddssonar í Klausturhólum frá fardögum 1663 til þessara 1664, uppá fyrirhöfn hans fyrir vanfærum ómaga Nikulási Þorkelssyni sem þangað í hospitalið hefur settur verið, til framfæris uppá jarðarinnar afgjöld og tillag sem þangað legst til reikningsskapar.
 214. Án titils.
 215. Kaupbréf Sæmundar Oddssonar fyrir 18 hundruðum í Háafelli í Hvítársíðu og Síðumúlakirkjusókn í Borgarfirði vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Guðmund Árnason í Straumfirði á Mýrum anno 1664.
 216. Kaupbréf Guðmundar Árnasonar fyrir Háafelli í Hvítársíðu af Pálma Henrikssyni 1657. Item kúgildaskipti Guðmundar Árnasonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson anno 1664.
 217. Kvittun Guðmundar Árnasonar í Straumfirði fyrir Háfafells andvirði í Hvítársíðu, þeirrar jarðar sem innistæðukúgilda. Anno 1664 meðtekið með Halldóri Jónssyni.
 218. Án titils.
 219. Kvittun Guðmundar Árnasonar í Straumfirði fyrir Háfafells í Hvítársíðu andvirði og þeirrar jarðar sex innistæðukúgilda anno 1664.
 220. Sendibréf biskupsins til Páls Gíslasonar.
 221. Seðill séra Þórðar Jónssonar í Hítardal útgefinn Finni Jónssyni eldra að meðtaka 4 kúgildi hjá biskupinum.
 222. Arfaskiptabréf á fastaeign eftir herra Magnús sáluga Björnsson á millum hans erfingja.
 223. Án titils.
 224. Landamerkjaskrá Hælsjarðar í Flókadal eftir gamalli skrá skrifaðri á messubók Reykholtskirkju.
 225. Kúgildaskipti millum biskupsins og Snorra Sigurðssonar.
 226. Án titils.
 227. Án titils.
 228. Án titils.
 229. Án titils.
 230. Án titils.
 231. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Jóns Ólafssonar í Hvammi.
 232. Seðill biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar útgefinn Þórarni Illugasyni uppá við á 6 hesta í Skálholtsvík.
 233. Án titils.
 234. Framburður og lýsing Guðrúnar Jónsdóttur í Grímsnesi og sona hennar Narfa og Magnúsar Einarssona uppá landamerki Grafar í Grímsnesi allt um kring, eftir átölulausu hefðarhaldi.
 235. Skiptabréf á jörðinni Þorláksstöðum í Kjós.
 236. Lögfesta Torfa Þorsteinssonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á jörðinni Háfafelli í Hvítársíðu.
 237. Reikningsskaparbréf millum herra Gísla sáluga Oddssonar og Einars Jónssonar á útgreiðslu andvirðis 5 hundraða í Gröf í Grímsnesi.
 238. Fimmtar stefnudómur um landamerkja ágreining millum Háfafells og Þorgautsstaða í Hvítársíðu.
 239. Staðfesta uppá Hraungerðis ábúð Guðrúnar Sigurðardóttur gefinn af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
 240. Uppgjöf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 4 hundruðum í Hólum í Hvammssveit í Sælingsdals Tungu kirkjusókn hvor biskupinn hafði keypt af Sigurði Jónssyni á Miðsandi á Hvalfjarðarströnd fyrir óánefndan 4 hundraða jarðarpart með samþykki ektakonu Sigurðar, Guðnýjar Þórðardóttur, en síðan hún fráféll, féll erfð eftir hana frá Sigurði Jónssyni undir bræður hennar, Sigurð og Björn Þórðarsyni. Því gaf biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson þeim bræðrum hennar þetta kaup aftur í vald með þessari sinni bréfaðri meðkenningu.
 241. Án titils.
 242. Án titils.
 243. Vígslubréf Egils Guðmundssonar og hans commendatia til hans föðurs séra Guðmundar Laurentiisonar á Stafafelli í Lóni.
 244. Án titils.
 245. NB.
 246. Meðkenning Jóns Jónssonar frá Egilsstöðum í Flóa um sín brot og málefni við Sigríði Illugadóttur og Herdísi Jónsdóttur sem gift var Ólafi Jónssyni og síðan við Herdísi Jónsdóttur við hverja hann var systkinabarn.
 247. Án titils.
 248. Meðkenning Páls Christianssonar Herlof kaupmanns á Eyrarbakka uppá meðtekna tíutíu ríkisdali af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni, hverja sér afhent hafi séra Joseph Loptsson syni hans Lopti Josephssyni til tæripeninga í Kaupenhafn, og eru þeir uppí andvirði Grafar í Lundarreykjadal er Loptur biskupinum seldi með ráði föður síns eftir þar um gjörðu kaupbréfi. Meðkenningin hljóðar sem eftir fylgir.
 249. Án titils.
 250. Án titils.
 251. Anno 1664 í fardögum reikningur á því sem biskupinn M. Brynjólfur Sveinsson hefur lagt til Grafarbús í Grímsnesi.
 252. Kaupbréf Snorra Sigurðssonar fyrir Hæli í Flókadal 24 hundruð og Brennistöðum í Flókadal 16 hundruð af Gísla Eiríkssyni fyrir Signýjarstaði í Hálsasveit 40 hundruð.
 253. Húsaskoðun á Brennistöðum í Flókadal.
 254. Byggingarbréf Sigurðar Einarssonar fyrir Vatnsleysu í Biskupstungum.
 255. Kvittantiubréf Sigurðar Einarssonar uppá andvirði 2 hundraða í Kvískerjum austur í Öræfum.
 256. Án titils.
 257. Án titils.
 258. Án titils.
 259. Afhending biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á meðkenningu Bjarna Bjarnasonar frá Hesti í Önundarfirði og Einars Guðmundssonar frá Straumfirði. Item á þeim rúnastafablöðum sem hér í Skálholti fundust eftir þeim 1664 6. aprilis og sérhvor þeirra viðgekk, landsfógetanum Thomæ Nicolai til handa.
 260. Landamerki Efra Lækjardals norðurherra Þorleifur Kortsson hefur saman taka látið biskupsins vegna og honum nú sendi með Sigurði Ingimundarsyni 1664 22 júní.
 261. Húsaskoðun á Efra Lækjardal norður í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn 1656.
 262. Húsaskoðun á Efra Lækjardal í Refasveit norður.
 263. Dómur um kú sem fallin var úr innistæðu í Efra Lækjardal norður í Refasveit og Höskuldsstaða kirkjusókn.
 264. Kvittantia Þorkötlu Snæbjörnsdóttur henni útgefin af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hans erfðapart eftir sinn sáluga bróður Magnús Gissursson.
 265. Sendibréf Thomæ Nicolai tilskrifað.
 266. Sendibréf Eriks Muk til biskupsins. 1. Um kirknanna rentu peninga. 2. Um Grindavíkurhöfn.
 267. Meðkenning Sigurðar Ingimundarsonar Englandsfara uppá meðtekna eitt tólfrætt hundrað ríkisdali. Item ellefu gullstykki fram með sér að færa til Englands Halldóri Brynjólfssyni til tæringar næst eftirkomandi ár.
 268. Regestrum uppá þessa bréfabók.

Lýsigögn