Blaðsíðumerkt 1-90.
Óþekktur skrifari, textaskrift.
Band frá 1992 (202 mm x 141 mm x 38 mm). Skinnband, tréspjöld klædd ljósu kálfaskinni. Saurblöð tilheyra nýju bandi.
Dr. Hicholas Hadgraft batt inn.
Band frá 18. öld. Skinnband með gyllingu. Á kili er titillinn „EDDA | SÆMUNDI“ ásamt fangamarki Kristjáns konungs VII.
Nokkrir bókfellsstrimlar úr gamalli latneskri messusöngsbók hafa verið festir við saurblað fremst og er á þeim efnisyfirlit með hendi Ásgeirs Jónssonar.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1270 (þ.e. óbundna málið, sjá ONPRegistre, bls. 472) en til loka 13. aldar í Katalog KB, bls. 43.
Brynjólfur Sveinsson biskup merkti sér handritið árið 1643 (sbr. bl. 1r) en sendi það Friðriki III Danakonungi að gjöf 1662.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. apríl 1971.
Frá 11. nóvember 2024 til febrúar 2025 er handritið ekki aðgengilegt. Það er á sýningunni „Heimur í orðum“ í Eddu.