Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

GKS 2367 4to

Snorra-Edda, Jómsvíkingadrápa og Málsháttakvæði ; Ísland, 1300-1350

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-53r)
Snorra-Edda
Upphaf

… er vér köllum skjöld …

Niðurlag

… en stillis lof.

Athugasemd

Handritið inniheldur Gylfaginningu og Bragaræður með tilheyrandi viðbótum, Skáldskaparmál, þulur og Háttatal.

Vantar framan af.

Aftast (bl. 53r) er vísa sem á heima framar í ritinu (nr. 38 eða 39 eftir útgáfum): Snarar farar arar …

2 (53r-54r)
Jómsvíkinga drápa
Upphaf

Engan kveð eg að óði …

Niðurlag

… saman gjörðu þeir s[itja] …

Athugasemd

40 erindi.

Niðurlag drápunnar hefur vantað í forrit handritsins.

3 (54v-55v)
Málsháttakvæði
Upphaf

… ooooooo þegir dylja má þess …

Niðurlag

… saman svo vilda eg …

Notaskrá

Finnur Jónsson 1889.

Athugasemd

Upphaf og niðurlag máð og ólæsilegt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 55 + i blöð (189-196 mm x 127-130 mm). Blað 55v upprunalega autt utan þriggja lína efst.
Tölusetning blaða

 • Gömul blaðsíðumerking með bleki efst í hægra horni en hefur sums staðar máðst út eða morknað af blöðunum.
 • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti fyrir miðju á neðri spássíu, 1-55.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 175-180 mm x 105-115 mm.
 • Línufjöldi er 35-36.
 • Upphafsstafir eru víða dregnir út úr leturfleti.
 • Fimmta hver lína er númeruð á spássíu flestra blaða með síðari tíma hendi.

Ástand

 • Eitt blað vantar framan af handritinu.
 • Efri hluti blaðs 39 hefur verið skorinn af.
 • Göt og rifur víða, sumt hefur orðið við verkun skinnsins en annað eftir að handritið er skrifað.
 • Blað 55v er ólæsilegt vegna slits og bl. 54v-55r eru einnig dökk og illlæsileg. Reyndar er allt aftasta kverið nokkuð notkunarnúið, sem og þrjú fremstu blöð handritsins.
 • Ytra horn hefur sums staðar morknað af einkum á bl. 53-55.
 • Blað 25 hefur skemmst að ofan svo texti skerðist.
 • Blað 20 er óreglulegt í lögun og vantar góðan bút af neðri hluta þess við ytri spássíu.
 • Einhvern tíma hefur verið gert við handritið með því að sauma sum blöðin og kverin við viðgerðarskinn með hamptaumum.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, textaskrift. Sama hönd mun vera á AM 68 fol. (sbr. Kålund, s. 44). Önnur hönd er á bl. 25v

Skreytingar

Upphafsstafir fylltir með svörtu og sums staðar flúraðir (sjá til dæmis bl. 1v, 4v, 33r, 35r, 47v-48r, 51r).

Leifar af rauðrituðum fyrirsögnum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Tveir auðir skinnsneplar (yngri en handritið sjálft) eru bundnir aftast en voru áður á eftir bl. 3 og 39 (sbr. Kålund, s. 44).
 • Athugasemdir og viðbætur eru víða með hendi skrifara.
 • Á nokkrum stöðum kemur nafnið Edda fyrir í spássíugreinum: Eddu mega hér ítar sjá með allan heimsins blóma (bl. 10v með hendi frá ca 1500), [E]dda [m]ín (bl. 37v með 17. aldar hendi) og Skálda heiti eg og Edda (bl. 48r með hendi frá ca 1600).
 • Nöfn koma fyrir á nokkrum stöðum utanmáls og upplýsingar um feril (sjá feril).
 • Fyrirsögn með 17. aldar hendi á bl. 53r: Jómsvíkinga drápa.
 • Á bl. 55v hefur 16. aldar skrifari bætt við efni (skrifar þversum á blaðið með grófum pennadráttum) en það er illlæsilegt.
 • Neðst á bl. 29r hefur Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifað: Hér er hálfnuð bók þá þessi blaðsíða er búin.

Band

Band frá árunum 1970-1985 (209 mm x 152 mm x 38 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Safnmarksmiði á kili. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Eldra leðurband frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn fylgir í öskju ásamt bókbandsleifum. Kjölur er upphleyptur og gylltur. Á honum er fangamark Friðriks VI og titill: Edda Snorronis. Codex Regius.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til fyrri hluta 14. aldar í ONPRegistre, bls. 472 (sbr. Ólafur Halldórsson 1982) en til fyrsta fjórðungs aldarinnar í Katalog KB.

Ferill

Brynjólfur Sveinsson biskup keypti handritið 31. janúar 1640 af Magnúsi Gunnlaugssyni í Skálholti (sbr. með eigin hendi á bl. 28r) en sendi það Friðriki III Danakonungi að gjöf árið 1662.

Nöfn sem koma fyrir í handritinu: Gunnlaugur Magnússon (bl. 21r), Gunnlaugur (bl. 12v og 13r), Skarð í Eystrahrepp (bl. 21v), Guðni (bl. 27r, með hendi frá því um 1600), Jón Fúsason (bl. 31v), líklega Jón Vigfússon sýslumaður í Rangárvallasýslu (d. 1610). Fyrir ofan þetta nafn stendur líklega nafnið Árni Daðason en það er að miklu leyti útmáð.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. febrúar 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði 26. nóvember 2009.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar ca 1900 (sjá Katalog KB, bls. 44-45 (nr. 62)).

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Höfundur: Cipolla, Adele, Quinn, Judy
Titill: Introduction, Studies in the transmission and reception of old Norse literature ; the hyperborean muse in European culture
Ritstjóri / Útgefandi: Cipolla, Adele, Quinn, Judy
Umfang: s. 1-18
Titill: , Membrana Regia Deperdita
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 5
Höfundur: Jakobsen, Alfred
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Et par Edda-strofer revurdert
Umfang: 90
Höfundur: Faulkes, Anthony
Titill: Edda, Gripla
Umfang: II
Höfundur: Faulkes, Anthony, Resen, Peder Hansen
Titill: Two versions of Snorra Edda. Edda Islandorum. Völuspá. Hávamál. P. H. Resen's edition of 1665,
Umfang: 2. 14
Höfundur: Faulkes, Anthony
Titill: The prologue to Snorra Edda, Gripla
Umfang: 3
Höfundur: Kjeldsen, Alex Speed
Titill: Filologiske studier i kongesagahåndskriftet Morkinskinna,
Umfang: Supplementum 8
Titill: , Danakonunga sögur. Skjöldunga saga. Knýtlinga saga. Ágrip af sögu Danakonunga
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Guðnason
Umfang: 35
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Har Nordmenn skrevet opp Eddadiktningen?,
Umfang: 1-2
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Palæografi. B. Norge og Island, Nordisk kultur
Umfang: 28:B
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Om et norsk skriftlig grunnlag for Edda-diktningen eller deler av den,
Umfang: s. 81-207
Titill: The Poetic Edda
Ritstjóri / Útgefandi: Dronke, Ursula
Höfundur: See, Klaus
Titill: Kommentar zu den Liedern der Edda
Umfang: I-VII
Höfundur: Hansen, Finn
Titill: Forstærkende led i norrønt sprog, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 98
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: , Edda Snorra Sturlusonar, dens oprindelige Form og Sammensætning
Umfang: 1898
Höfundur: Gunnar Skarphéðinsson
Titill: Málsháttakvæði, Són
Umfang: 2
Höfundur: Gunnar Skarphéðinsson
Titill: Són, "Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni"
Umfang: 10
Höfundur: Magerøy, Hallvard
Titill: Af sinum bjarnarins. Ein knute på tråden i Snorra-Edda, Minjar og menntir
Umfang: s. 358-364
Höfundur: Haukur Þorgeirsson
Titill: Són. Tímarit um óðfræði, Hlíðarenda-Edda
Umfang: 8
Höfundur: Haukur Þorgeirsson, Teresa Dröfn Njarðvík
Titill: The Last Eddas on vellum, Scripta Islandica
Umfang: 68
Höfundur: Heimir Pálsson
Titill: Són. Tímarit um óðfræði, Fyrstu leirskáldin
Umfang: 8
Höfundur: Heimir Pálsson
Titill: Uppsalaedda, DG 11 4to : handrit og efnisskipan, Gripla
Umfang: 22
Höfundur: Heimir Pálsson
Titill: Tvær gerðir Skáldskaparmála, Gripla
Umfang: 29
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Jómsvíkinga saga & Jómsvíkingadrápa
Ritstjóri / Útgefandi: Petersens, Carl
Titill: Poetry from the Kings' sagas 2
Ritstjóri / Útgefandi: Gade, Kari Ellen
Höfundur: Kristján Árnason
Titill: Um háttatal Snorra Sturlusonar. Bragform og braglýsing, Gripla
Umfang: 17
Höfundur: Clunies Ross, Margaret
Titill: Verse and prose in Egils saga Skallagrímssonar, Creating the medieval saga
Umfang: s. 191-211
Höfundur: Macpherson, Michael John
Titill: Samdi Bjarni biskup Málsháttakvæði?, Són
Umfang: 16
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Boulhosa, Patricia Pires
Titill: Scribal practices and three lines in Völuspá in Codex Regius, Gripla
Umfang: 26
Höfundur: Foote, Peter
Titill: Kreddur, Skömm er óhófs ævi. On Glaucia, Hrafnkell and others
Umfang: s. 128-143
Höfundur: Boer, R. C.
Titill: , Studier over Snorra Edda
Umfang: 1924
Höfundur: Sigríður Sæunn Sigurðardóttir
Titill: Tilbrigði í máli í þremur miðaldahandritum Snorra-Eddu
Höfundur: Sigurjón Páll Ísaksson
Titill: Höfundur Morkinskinnu og Fagurskinnu, Gripla
Umfang: 23
Höfundur: Svavar Sigmundsson
Titill: , Eitt orð í Grottasöng
Umfang: s. 238-240
Höfundur: Sveinbjörn Egilsson
Titill: Skáldskaparmál, Bókmentasaga Íslendínga
Umfang: 3
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Codex Wormianus. Karl G. Johanssons doktordisputas 17.5. 1997, Gripla
Umfang: 11
Höfundur: Vésteinn Ólason
Titill: Gróttasöngur, Gripla
Umfang: 16
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Afmælisrit Jóns Helgasonar 30. júní 1969, Snjófríðar drápa
Umfang: s. 147-159
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Sagnaritun Snorra Sturlusonar, Snorri, átta alda minning
Titill: Danish kings and the Jomsvikings in the greatest saga of Óláfr Tryggvason
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Höfundur: Þórhallur Eyþórsson
Titill: Gripla, Aldrnari
Umfang: 29
Lýsigögn
×

Lýsigögn