„… er vér köllum skjöld …“
„… en stillis lof.“
Handritið inniheldur Gylfaginningu og Bragaræður með tilheyrandi viðbótum, Skáldskaparmál, þulur og Háttatal. Vantar framan af. Aftast (bl. 53r) er vísa sem á heima framar í ritinu (nr. 38 eða 39 eftir útgáfum): Snarar farar arar …
„Engan kveð eg að óði …“
„… saman gjörðu þeir s[itja] …“
40 erindi. Niðurlag drápunnar hefur vantað í forrit handritsins.
„… ooooooo þegir dylja má þess …“
„… saman svo vilda eg …“
Upphaf og niðurlag máð og ólæsilegt.
Óþekktur skrifari, textaskrift. Sama hönd mun vera á AM 68 fol. (sbr. Kålund, s. 44). Önnur hönd er á bl. 25v
Band frá árunum 1970-1985 (209 mm x 152 mm x 38 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Leður á kili og hornum. Safnmarksmiði á kili. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Eldra leðurband frá Konungsbókhlöðunni í Kaupmannahöfn fylgir í öskju ásamt bókbandsleifum. Kjölur er upphleyptur og gylltur. Á honum er fangamark Friðriks VI og titill: „Edda Snorronis. Codex Regius“.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til fyrri hluta 14. aldar í ONPRegistre, bls. 472 (sbr. Ólafur Halldórsson 1982) en til fyrsta fjórðungs aldarinnar í Katalog KB.
Brynjólfur Sveinsson biskup keypti handritið 31. janúar 1640 af Magnúsi Gunnlaugssyni í Skálholti (sbr. með eigin hendi á bl. 28r) en sendi það Friðriki III Danakonungi að gjöf árið 1662.
Nöfn sem koma fyrir í handritinu: Gunnlaugur Magnússon (bl. 21r), Gunnlaugur (bl. 12v og 13r), Skarð í Eystrahrepp (bl. 21v), Guðni (bl. 27r, með hendi frá því um 1600), Jón Fúsason (bl. 31v), líklega Jón Vigfússon sýslumaður í Rangárvallasýslu (d. 1610). Fyrir ofan þetta nafn stendur líklega nafnið Árni Daðason en það er að miklu leyti útmáð.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. febrúar 1985.