„Hér byrjast sagan af Njáli“
„Mörður hét maður er kallaður var gígja …“
„… í þeirri ætt“
og lýkur hér Njáls sögu.
24 kver.
Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift.
Handritið er uppskrift eftir Gráskinnu, GKS 2870 4to (sbr. seðil) en Gráskinna var skrifuð fyrir Brynjólf Sveinsson biskup. Hún var send Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn frá Íslandi árið 1662 eftir því sem fram kemur í skrá Þormóðs Torfasonar yfir þessi handrit og í Kaupmannahöfn er Gráskinna enn. Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ) en í Katalog I bls. 98 er það tímasett til um 1700.
Árni Magnússon fékk handritið frá ekkju Þormóðs Torfasonar 1720. Það var nr.10 í safni Þormóðs (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.