Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 135 fol.

Njáls saga ; Noregur, 1690-1697

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-188r)
Njáls saga
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Njáli

Upphaf

Mörður hét maður er kallaður var gígja …

Niðurlag

… í þeirri ætt

Baktitill

og lýkur hér Njáls sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 188 + i (317 mm x 201 mm). Blað 188v er autt.
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðsíðumerking með dökku bleki, 1-375.
  • Blaðmerking með rauðu bleki, 1-188.

Kveraskipan

24 kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
  • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
  • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
  • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
  • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
  • Kver IX: blöð 65-72, 4 tvinn.
  • Kver X: blöð 73-80, 4 tvinn.
  • Kver XI: blöð 81-88, 4 tvinn.
  • Kver XII: blöð 89-96, 4 tvinn.
  • Kver XIII: blöð 97-104, 4 tvinn.
  • Kver XIV: blöð 105-112, 4 tvinn.
  • Kver XV: blöð 113-120, 4 tvinn.
  • Kver XVI: blöð 121-128, 4 tvinn.
  • Kver XVII: blöð 129-136, 4 tvinn.
  • Kver XVIII: blöð 137-144, 4 tvinn.
  • Kver XIX: blöð 145-152, 4 tvinn.
  • Kver XX: blöð 153-160, 4 tvinn.
  • Kver XXI: blöð 161-168, 4 tvinn.
  • Kver XXII: blöð 169-176, 4 tvinn.
  • Kver XXIII: blöð 177-184, 4 tvinn.
  • Kver XXIV: blöð 185-188, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 245-250 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er ca 28-30.
  • Griporð eru á kveraskilum (sbr. t.d. 8v og 16v).
  • Vísuorð eru sér um línu (sjá t.d. blað 185r).
  • Afmörkun innri og ytri spássíu; hugsanlega með uppbroti blaða.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Þormóður Torfason hefur ritað nafn sitt og orðskvið á grísku á efri spássíu blaðs 1r.
  • Lesbrigði og ártöl eru víða á spássíum (sbr. t.d. 122v og 179r).
  • Sumstaðar er strikað undir þau orð sem lesbrigðin eiga við (sbr. t.d. 141v); annars staðar er undirstrikun og x eða e-t merki á spássíu látið nægja (sbr. t.d. 95v).

Band

  • Bókfellsband frá tíma Árna Magnússonar (320 null x 208 null x 45 null).

Fylgigögn

  • Fastur seðill (182 mm x 131 mm) (á milli fremra kápuspjalds og fremra saurblaðs) með hendi Árna Magnússonar: Membranam þá sem þessi bók er eftir skrifuð virðist mér magister Brynjólfur kalla Gráskinnu in margine þeirrar Njáls sögu in folio sem hann hefur skrifa látið og ég fékk af séra Ólafi Gíslasyni á Hofi. Membrana þessi (eða Membranæ, kannski bókin sé mixtim rituð eftir fleirum) er nú in Bibliotheca regia.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er uppskrift eftir Gráskinnu, GKS 2870 4to (sbr. seðil) en Gráskinna var skrifuð fyrir Brynjólf Sveinsson biskup. Hún var send Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn frá Íslandi árið 1662 eftir því sem fram kemur í skrá Þormóðs Torfasonar yfir þessi handrit og í Kaupmannahöfn er Gráskinna enn. Handritið var skrifað í Noregi (Stangarlandi) og er tímasett frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 í umfjöllun Más Jónssonar um skrifarann Ásgeir Jónsson (sbr. Már Jónsson 2009: 282-297 ) en í Katalog I bls. 98 er það tímasett til um 1700.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá ekkju Þormóðs Torfasonar 1720. Það var nr.10 í safni Þormóðs (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 24. nóvember 1885 Katalog I , bls. 98-99 (164), VH skráði handritið skv. TEIP5 reglum 4. mars 2009; lagfærði í nóvember 2010.

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Már Jónsson
Titill: Heimtur: Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum, Skrifarinn Ásgeir Jónsson frá Gullberaströnd í Lundarreykjadal
Ritstjóri / Útgefandi: Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson, Vésteinn Ólason
Umfang: s. 282-297
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Njáls saga

Lýsigögn