Snemma hefur glatast úr handritinu en eyðurnar verið fylltar á fyrri hluta 16. aldar. Við það hefur texti verið tvítekinn á tveimur stöðum (samsvarandi bls. 132:31-65 og 139:46-51 í útgáfunni í Njálu ).
„þenna ko&ſt vıl ek“
„ſpott a heıma“
Á bl. 1r sést rétt djarfa fyrir skrift.
„ ok mvn&ſvanr taka“
„lǫg maðr ſva mıkıll at engı [ar]“
„alınno at þv erðır eıgı “
„þa er elldgvnnar ınnı“
„yþr lg kæð“
Endar á niðurlagi sögunnar. Bl. 121 autt.
Blöð bókarinnar bera merki slits og raka og eru mörg hver máð og dökk. Þau virðast hafa orðið fyrir skemmdum eftir að þau voru sett í kápuna. Víða eru göt og rifur og einnig skemmdir á blaðhornum. Skinnbætur hafa verið saumaðar á horn bl. 83 (efst), 93-94, 97 og 98 (neðst) og áþekkar skinnbætur virðast hafa verið á bl. 64, 85-87 og 90-92.
Ein hönd að mestu, vönduð og lítillega flúruð bréfaskrift með nokkrum stílbrigðum. Aðrar hendur virðast leysa hana af hólmi á bl. 58v-59r og 74v-76r. (Viðbætur á bl. 88r-89v, 95r-96v, 99r-120v og skinnbótum með hendi frá fyrri hluta 16. aldar).
Rauðritaðar fyrirsagnir.
Litaðir upphafsstafir.
Fest inn í kápu úr selskinni sem að nokkru leyti hlífir blöðum handritsins og heldur þeim saman.
Tímasett til um 1300 (viðbætur til fyrri hluta 16. aldar) í Katalog KB , bls. 55-56 (sjá einnig ONPRegistre , bls. 472).
Handritið var fyrrum í eigu Brynjólfs Sveinssonar biskups og gaf hann því nafnið Gráskinna (sbr. athugagrein Árna Magnússonar?)). Í skrá Þormóðs Torfasonar um handrit send Konunglegu bókhlöðunni í Kaupmannahöfn frá Íslandi árið 1662, er getið annars vegar um Njali cujusdam historia mutila, quarto, er Brynjólfur biskup sendi, og hins vegar Njali historia mutila, quarto, sem komið er frá Þormóði sjálfum. Sennilegt virðist að fyrrnefnda handritið sé Gráskinna og hið síðarnefnda sé annaðhvort GKS 2868 4to eða GKS 2869 4to, en hugsanlegt er einnig að þessi tvö síðastnefndu handrit, sem eru um margt áþekk að gerð og broti og geyma ekki sama texta, hafi verið sett saman í eina bók.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. nóvember 1980.
Tekið eftir Katalog KB , bls. 55-56 (nr. 91) Kålund gekk frá handritinu til skráningar ?. Haraldur Bernharðsson skráði 9. apríl 2001.
Viðgert af Birgitte Dall í mars 1980.