Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 107 fol.

Landnámabók ; Ísland, 1640-1660

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-76r)
Landnámabók
Notaskrá

Hannes Finnsson 1774,Landnámabók;

Íslendinga sögur 1843 I,

Jakob Benediktsson 1958, Skarðsárbók, Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá Rit handritastofnunar Íslands 1 s. xxxvi.

Jakob Benediktsson 1974, Landnámabók, Íslenzk handrit. Series in folio III, s. ix-xiii, xv-xx, xxii-xxiii (eng.overs. xxv-xxix, xxxiii-xxxviii, xl);

Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason 1829Íslendinga sögur I.

Athugasemd

Sturlubókargerð.

Efnisorð
1.1 (1r-1r)
Formáli
Upphaf

[Í] aldarfarsbók þeirri er Beda prestur heilagur gerði er getið eylands þess er Tili (!) heitir …

Niðurlag

… að í þann tíma var farið milli landanna.

Efnisorð
1.2 (1r-11r)
Upphaf

[Þ]á er Ísland fannst og byggðist …

Niðurlag

… að í þann tíma var farið milli landanna.

Athugasemd

Engin fyrirsögn í handriti.

Efnisorð
1.3 (11r-37r)
[H]ér hefur upp landnám í Vestfirðingafjórðungi er margt stórmenni hefur byggðan.
Titill í handriti

[H]ér hefur upp landnám í Vestfirðingafjórðungi er margt stórmenni hefur byggðan.

Upphaf

Maður hét Kalmar, suðureyskur að ætt …

Niðurlag

… þá voru DCCCC bónda í þessum fjórðungi

Efnisorð
1.4 (37r-52r)
[N]ú hefur upp landnám í Norðlendingafjórðungi er fjölbyggðastur hefir verið af öllu Íslandi og stærstar sögur hafa gjörst bæði að fornu og nýju, sem enn mun ritað verða og raun ber á.
Titill í handriti

[N]ú hefur upp landnám í Norðlendingafjórðungi er fjölbyggðastur hefir verið af öllu Íslandi og stærstar sögur hafa gjörst bæði að fornu og nýju, sem enn mun ritað verða og raun ber á.

Upphaf

[E]ysteinn meinfretur, son Álfs …

Niðurlag

… en þar voru MCC bónda þá er talið var.

Efnisorð
1.5 (53v-63v)
[Þ]essir menn hafa land numið í Austfirðingafjórðungi er nú munu upp taldir og fer hvað af hendi norðan til fjórðungamóts frá Langanesi á Sólheimasand og er það sögn manna að þessi fjórðungur hafi fyrst albyggður orðið.
Titill í handriti

[Þ]essir menn hafa land numið í Austfirðingafjórðungi er nú munu upp taldir og fer hvað af hendi norðan til fjórðungamóts frá Langanesi á Sólheimasand og er það sögn manna að þessi fjórðungur hafi fyrst albyggður orðið.

Upphaf

[G]unnólfur kroppa hét maður son Þóris hauknefs …

Niðurlag

… eru frá komnir - Ketill hinn fíflski og Leiðólfur kappi.

Efnisorð
1.6 (64r-76r .)
Hér hefjast upp landnám í Sunnlendingafjórðungi er með mestum blóma er alls Íslands fyrir landskosta sakir og höfðingja þeirra er þar hafa byggt, bæði lærðir og ólærðir.
Titill í handriti

Hér hefjast upp landnám í Sunnlendingafjórðungi er með mestum blóma er alls Íslands fyrir landskosta sakir og höfðingja þeirra er þar hafa byggt, bæði lærðir og ólærðir.

Upphaf

Þrasi hét maður son Þórólfs hornabrjóts …

Niðurlag

… þó að synir þeirra sumir reistu hof og blótuðu, en landið var alheiðið nær hundraði vetra.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Blaðfjöldi
x + 80 + x blöð. Tvær stærðir blaða. Blöð 1-10: (310 mm x 203 mm)- Blöð 11-80: (323 mm x 207 mm). Blað 76v er autt; sömuleiðis blöð 77r-80v.
Tölusetning blaða

  • Blaðsíðumerking með brúnleitu bleki: 1-20; með blýanti: 30, 40, 50, … 150.
  • Blaðmerking með rauðu bleki: 1-76

Kveraskipan

12 kver:

  • I: spjaldblað - saurblað 4 (eitt blað + eitt tvinn: spjaldblað, saurblað 1+saurblað 2, saurblað 3+saurblað 4)
  • II: bl. fylgigögn 1-fylgigögn 6 (3 tvinn, fyrsta blaðið er brot: fylgigögn 1+fylgigögn 6, fylgigögn 2+fylgigögn 5, fylgigögn 3+fylgigögn 4)
  • III: bl. 1-10 (5 tvinn: 1+10, 2+9, 3+8, 4+7, 5+6)
  • IV: bl. 11-20 (5 tvinn: 11+20, 12+19, 13+18, 14+17, 15+16)
  • V: bl. 21-30 (5 tvinn: 21+30, 22+29, 23+28, 24+27, 25+26)
  • VI: bl. 31-40 (5 tvinn: 31+40, 22+29, 23+28, 24+27, 25+26)
  • VII: bl. 41-50 (5 tvinn: 41+50, 42+49, 43+48, 44+47, 45+46)
  • VIII: bl. 51-60 (5 tvinn: 51+60, 52+59, 53+58, 54+57, 55+56)
  • IX: bl. 61-70 (5 tvinn: 61+70, 62+69, 63+68, 64+67, 65+66)
  • X: bl. 71-80 (5 tvinn: 71+80, 72+79, 73+78, 74+77, 75+76)
  • XI: bl. 81-90 (3 tvinn: 81+90, 82+89, 83+88, 84+87, 85+86)
  • XII: aftara saurblað 1 - spjaldblað (2 tvinn + eitt blað: aftara saurblað 1+aftara saurblað 4, aftara saurblað 2+aftara saurblað 3, spjaldblað )

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 240 mm x 130-140 mm.
  • Eyður fyrir upphafsstafi kafla (sbr. t.d. 1r).

Skrifarar og skrift

  • Skrifað með hendi Jóns Erlendssonar; blendingsskrift.

Skreytingar

  • Fyrirsagnir eru víðast með stærra letri en meginmálið (sjá blöð 5r og 11r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Handritið er í nýlegu skinnbandi (335 mm x 230 mm x 26 mm).

  • Fjögur ystu saurblöðin (af 10), fremst og aftast tilheyra þessu bandi.

Eldra band frá 1700-1730.

  • Spjöld og kjölur eru klædd bókfelli. Innri saurblöð sex talsins, eru úr þessu bandi þar með talið rifrildi af blaði þar sem á eru tvær línur með hendi Árna Magnússonar, sem líklega eru fyrirmæli til bókbindara (sjá um fylgigögn).

Fylgigögn

Tveir fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar

  • 1) Seðill (164 mm x 106 mm á sjötta saurblaði rekto. Þessa Landnámabók léði mér 1704 séra Halldór Torfason í Bæ í Flóa. 1706 keypti ég bókina af Þuríði Sæmundsdóttur svo að hún nú er mín.
  • 2) Seðill á sjöunda saurblaði rekto. Þetta er þesslags Landnámabók sem Björn á Skarðsá, í sinni Collection af Landnámum, kallar Landnámu.

Seðlar og handrit eru ljósprentuð í Landnámabók. Ljósprentun handrita. Útgefandi Jakob Benediktsson. Íslenzk handrit III. Reykjavík 1974. Seðlar gefnir út og útskýrðið á bls. xi, auk gagnlegra athugasemda um bókband Árna. Við örk sem Árni hefur látið binda framan við ritið er rifrildi úr folioblaði með tveimur línum Árna með yngstu hendi þvert inn hálft blaðið; líklega fyrirmæli til bókbindara (ekki nefnt í Katalog eða ljósprentaðri útgáfu) ktes sterk paa ???? ??um for her legter(?) kere lige, efter skriften, oven til.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi fyrir Brynjólf Sveinsson biskup. Það er afrit glataðs skinnhandrits frá um 1400? sem kennt er við Sturlu Þórðarson. Björn Jónsson á Skarðsá notaði það handrit fram að 1636 en síðar átti það Brynjólfur Sveinsson biskup. Það lenti síðan í safni P. H. Resens og brann þar 1728. Jón Erlendsson skrifaði AM 107 fol. upp eftir þessu handriti fyrir Brynjólf, sennilega um miðja 17. öld. Hann skrifaði einnig AM 105 fol. eftir Hauksbók. Þar er Kristni saga aftan við, sem ekki er í þessu handriti. Á 17. öld var til annað handrit Sturlubókar sem nú er glatað. AM 107 fol. er tímasett á bilinu ca 1640-1660, en til 17. aldar í Katalog I , bls. 72.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið að láni hjá sr. Halldóri Torfasyni í Bæ í Flóa árið 1704. Halldór hefur fengið það eftir föður sinn Torfa Jónsson í Gaulverjabæ. Árni keypti svo handritið af Þuríði Sæmundsdóttur árið 1706 (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1973.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. október 1885 Katalog I; bls. 72 (nr. 126), DKÞ grunnskráði 15. nóvember 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 29. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði vatnsmerki 4. júní 2020. EM uppfærði vatnsmerkin og skráði kveraskipan 26. maí 2023.

Viðgerðarsaga

Bundið af Ragnari Einarssyni árið 1989?

Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730. Það band fylgir.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Ljósprent í Landnámabók. Íslenzk Handrit, Series in folio III (1974).

Notaskrá

Titill: Antiquités Russes
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Höfundur: Arngrímur Vídalín Stefánsson
Titill: Ný bókfestukenning? : Spjall um aðferðir, Saga
Umfang: 53:2
Titill: Arngrimi Jonae opera latine conscripta,
Ritstjóri / Útgefandi: Jakob Benediktsson
Umfang: IX-XII
Höfundur: Elín Bára Magnúsdóttir
Titill: Forfatterintrusjon i Grettissaga og paralleller i Sturlas verker, Scripta Islandica
Umfang: 68
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Helgi Skúli Kjartansson
Titill: Gripla, Af Resensbók, Kristnisögum og Landnámuviðaukum
Umfang: 22
Höfundur: Helgi Þorlákssonn
Titill: Sturlunga - tilurð og markmið, Gripla
Umfang: 23
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Eyrbyggja saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Einar Ól. Sveinsson, Matthías Þórðarson
Umfang: IV
Titill: Landnámabók, Íslenzk Handrit, Series in folio
Ritstjóri / Útgefandi: Jakob Benediktsson
Umfang: III
Titill: Íslendínga sögur: udgivne efter gamle Haandskrifter
Ritstjóri / Útgefandi: Det kongelige nordiske Oldskrift-Selskab
Umfang: I-IV
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Bjarni Einarsson
Titill: Litterære forudsætninger for Egils saga,
Umfang: VIII
Titill: Rit Handritastofnunar Íslands, Skarðsárbók: Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá
Ritstjóri / Útgefandi: Jakob Benediktsson
Umfang: I
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Fróðleiksgreinar frá tólftu öld, Afmælisrit Jóns Helgasonar 30. júní 1969
Umfang: s. 328-349
Höfundur: Sveinbjörn Rafnsson
Titill: Gripla, Um kristniboðsþættina
Umfang: II
Höfundur: Ármann Jakobsson
Titill: Gripla, Hvað á að gera við Landnámu?
Umfang: 26

Lýsigögn