Hannes Finnsson 1774,Landnámabók;
Jakob Benediktsson 1958, Skarðsárbók, Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá Rit handritastofnunar Íslands 1 s. xxxvi.
Jakob Benediktsson 1974, Landnámabók, Íslenzk handrit. Series in folio III, s. ix-xiii, xv-xx, xxii-xxiii (eng.overs. xxv-xxix, xxxiii-xxxviii, xl);
Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason 1829Íslendinga sögur I.
Sturlubókargerð.
„[N]ú hefur upp landnám í Norðlendingafjórðungi er fjölbyggðastur hefir verið af öllu Íslandi og stærstar sögur hafa gjörst bæði að fornu og nýju, sem enn mun ritað verða og raun ber á.“
„[E]ysteinn meinfretur, son Álfs …“
„ … en þar voru MCC bónda þá er talið var.“
„[Þ]essir menn hafa land numið í Austfirðingafjórðungi er nú munu upp taldir og fer hvað af hendi norðan til fjórðungamóts frá Langanesi á Sólheimasand og er það sögn manna að þessi fjórðungur hafi fyrst albyggður orðið.“
„[G]unnólfur kroppa hét maður son Þóris hauknefs …“
„ … eru frá komnir - Ketill hinn fíflski og Leiðólfur kappi.“
„Hér hefjast upp landnám í Sunnlendingafjórðungi er með mestum blóma er alls Íslands fyrir landskosta sakir og höfðingja þeirra er þar hafa byggt, bæði lærðir og ólærðir.“
„Þrasi hét maður son Þórólfs hornabrjóts …“
„ … þó að synir þeirra sumir reistu hof og blótuðu, en landið var alheiðið nær hundraði vetra. “
Pappír með vatnsmerkjum.
Aðalmerki 2 (par) (IS5000-02-0107_7, sjá líka IS5000-02-0107_43), bl. 6, 7, 10-11, 13, 15, 22, 24, 26, 32, 41, 43, 51-52, 54, 61-64, 72-73, 76. Stærð: 60 x 47 mm, fjarlægð á milli vatnslína á báðum megin vatnsmerkisins: 57 mm.
Mótmerki 2: Fangamark PH, bl. 1, 4, 5, 8, 9, 12, 14, 16, 18, 20-21, 23, 25, 27, 29, 31, 35, 37, 38-39, 44, 45, 48-50, 53, 55, 57, 59-60, 65, 67-70, 75, 77-80.
Notað frá 1646 til 1655.
12 kver:
Handritið er í nýlegu skinnbandi (335 mm x 230 mm x 26 mm).
Eldra band frá 1700-1730.
Tveir fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar
Handritið er skrifað á Íslandi fyrir Brynjólf Sveinsson biskup. Það er afrit glataðs skinnhandrits frá um 1400? sem kennt er við Sturlu Þórðarson. Björn Jónsson á Skarðsá notaði það handrit fram að 1636 en síðar átti það Brynjólfur Sveinsson biskup. Það lenti síðan í safni P. H. Resens og brann þar 1728. Jón Erlendsson skrifaði AM 107 fol. upp eftir þessu handriti fyrir Brynjólf, sennilega um miðja 17. öld. Hann skrifaði einnig AM 105 fol. eftir Hauksbók. Þar er Kristni saga aftan við, sem ekki er í þessu handriti. Á 17. öld var til annað handrit Sturlubókar sem nú er glatað. AM 107 fol. er tímasett á bilinu ca 1640-1660, en til 17. aldar í Katalog I , bls. 72.
Árni Magnússon fékk handritið að láni hjá sr. Halldóri Torfasyni í Bæ í Flóa árið 1704. Halldór hefur fengið það eftir föður sinn Torfa Jónsson í Gaulverjabæ. Árni keypti svo handritið af Þuríði Sæmundsdóttur árið 1706 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1973.
Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. október 1885 Katalog I; bls. 72 (nr. 126), DKÞ grunnskráði 15. nóvember 2001, VH skráði handritið samkvæmt TEIP5 reglum 29. janúar 2009; lagfærði í nóvember 2010. ÞÓS skráði vatnsmerki 4. júní 2020. EM uppfærði vatnsmerkin og skráði kveraskipan 26. maí 2023.
Bundið af Ragnari Einarssyni árið 1989?
Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730. Það band fylgir.