„Hér hefur Landnámabók Íslandsbyggðar og segir í hinum fyrsta kapitula hvort skemmst er frá Íslandi og hverjir herrar ríktu á Norðurlöndum í þann tíma.“
„Á þeim tíma er Ísland fannst og byggðist …“
„… vestur til Ballarár og bjó þar lengur og var kallaður Hrólfur að Ballará.“
„Nú hefur upp landnám í Norðlendingafjórðungi er fjölbyggðastur hefur verið af öllu Íslandi og stærstar sögur hafa gerst bæði að fornu og nýju, sem enn mun ritað verða og raun á bera.“
„Gunnsteinn meinfretur, son Álfs …“
„… en þar voru MCC bænda þá er talið var.“
„Þessir menn hafa land numið í Austfirðingafjórðungi er nú munu upp taldir og fer hvað af hendi norðan til fjórðungamóts frá Langanesi á Sólheimasand og er það sögn manna að þessi fjórðungur hafi fyrst albyggður orðið.“
„Gunnólfur kroppur hét maður son Þóris hauknefs …“
„… eru frá komnir - Ketill hinn fíflski og Leiðólfur kappi.“
„Hér hefur upp landnám í Sunnlendingafjórðungi er með mestum blóma er alls Íslands fyrir landskosta sakir og höfðingja þeirra er þar hafa byggt, bæði lærðir og ólærðir.“
„Austfirðir byggðust fyrst á Íslandi en á milli Hornafjarðar og Reykjaness …“
„… þó að synir þeirra sumir reistu hof og blótuðu, en landið var alheiðið nær C vetra.“
Hannes Finnsson 1774, Landnámabók;
Íslendinga sögur 1843 I s. xxx-xxxi;
Jakob Benediktsson 1958, Skarðsárbók, Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá, Rit handritastofnunar Íslands 1s. xviii-xix, xxv,-xxviii, xxxii, xxxviii;
Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason 1829, Íslendinga sögur I s. 9-10;
„Óaldarvetur mikill varð á Íslandi …“
„… og er einmælt hann hafi verið hinn mesti merkismaður.“
Viðauki, að hluta til úr Kristni sögu. Í lokin er vísað til Hauksbókar. Engin fyrirsögn er í handriti né annað sem bendir til að um viðauka sé að ræða. Gerð eru greinarskil með sama hætti og annars staðar í handriti og textanum síðan fram haldið.
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð með 7 litlum bjöllum á kraga, 3 litlir hringir // Ekkert mótmerki (bl. 1, 2, 3, 4).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð með 4 bjöllum á kraga (sjá líka vatnsmerki 3, 4 og 5) // Mótmerki: Fangamark GM (bl. 5, 7, 9, 13-14, 17, 19, 20, 26, 28-30, 32, 34, 36, 38; Sum fangamörkin eru í beinni línu á meðan önnur eru örlítið ójöfn).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð með 4 litlum bjöllum á kraga, 3 stórir hringir og stafur (bl. 6, 8, 10, 15, 18, 31; Dárahöfuðið á blaði 6 er skýrast á meðan hin eru örlítið daufari) // Mótmerki: Vatnsmerki 2.
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Dárahöfuð með 4 litlum bjöllum á kraga, 3 stórir hringir og stafur (bl. 16. Dárahöfuðið virðist vera samstæða vatnsmerkis 3 á blaði 6) // Mótmerki: Vatnsmerki 2.
Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Dárahöfuð með 4 litlum bjöllum á kraga, 3 stórir hringir og stafur (bl. 12, 21-25, 27, 33, 35, 37; Líklegt er að dárahöfuðið sé samstæða vatnsmerkis 3 á blaði 6 eða uppruni þeirra sé frá sömu pappírsverksmiðjunni. Hringirnir 3 á eftirfarandi dárahöfði eru ekki eins kringlóttir og hjá hinum) // Mótmerki: Vatnsmerki 2.
Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Fangamark PH? // Ekkert mótmerki (Bl. 39, 40; Erfitt er að sjá hvaða fangamark um er að ræða, virðist vera PH, en ekki er hægt að fullyrða um það).
Vatnsmerki 7. Aðalmerki: Fangamark H? // Ekkert mótmerki (bl. 41; Erfitt er að sjá hvaða fangamark um er að ræða, virðist vera H, en ekki er hægt að fullyrða um það).
Samtals 6 kver.
Margar spássíutilvísanir með hendi skrifara (sjá t.d. 9r-12r).
Band (311 mm x 227 mm x 35 mm) er frá 1974 og var gert af Birgitte Dall (sjá seðil).
Eldra band er varðveitt sér.
Brot af enn eldra bandi eru varðveitt.
Handritið er skrifað á Íslandi og það er tímasett til síðari hluta 17. aldar, en í Katalog I , bls. 72, til 17. aldar. Það var áður hluti af stærri bók (sbr. seðil). Í þeirri bók voru einnig AM 218 fol., AM 113 d fol. og AM 341 fol. (Ms94 hjá Beeke Stegmann). Jakob Benediktsson (1958, xviii-xix) hélt því fram að AM 108 fol. hafi verið í sömu bók og AM 129 fol., AM 163 k fol. og AM 164 c fol. en Beeke Stegmann telur líklegara að þau hafi verið í öðru handriti (Ms79) sem Árni Magnússon fékk frá Jónasi Daðasyni Gam.
Árni Magnússon fékk bókina sem handritið tilheyrði frá Jónasi Daðasyni Gam (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. apríl 1974.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1974.
Bundið í Kaupmannahöfn 1889-1919. Það band er varðveitt sér.
Bundið í Kaupmannahöfn 1700-1730.