Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 748 I b 4to

Snorra-Edda, Þriðja málfræðiritgerðin og Íslendingadrápa ; Ísland, 1300-1325

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1 (7r-28v)
Snorra-Edda
Athugasemd

Handrit í tveimur hlutum, AM 748 I a 4to (bl. 1-6) og AM 748 I b 4to (bl. 7-28). Fyrri hlutinn er á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn. Í blaðtölum hér er tekið tillit til fyrri hlutans.

Byrjar óheil.

1.1 (7r)
Ritgerð um skáldskaparfræði
Upphaf

… garð er það kallað …

Niðurlag

… byr ræfurs sköpuð ævi.

1.2 (7r-14v)
Þriðja málfræðiritgerðin
Upphaf

Allt er hljóð það er kvikindis eyru má skilja …

Niðurlag

… sem vitrir menn hafa forðum saman sett vi[sic] fundið var

1.3 (14v-28r)
Skáldskaparmál
Titill í handriti

Skáldskaparmál og kenningar

Upphaf

Skáldskapur er kallaður skip dverga og jötna …

Athugasemd

Næst á eftir kemur grein á latínu (tvær línur) um evphonia (sjá blað 28r og Katalog II , bls. 174 (nr. 1863)).

Efni blaða 1-6 (AM 748 I a 4to) er samkvæmt sömu heimild: Hábarðsljóð, Baldursdraumur, Skírnismál, Vafþrúðinsmáls, Grímnismál, Hymiskviða og Völundarkviða

1.4 (28r-28v)
Íslendingadrápa
Titill í handriti

Íslendingadrápa; Haukur Valdísarson orti.

Upphaf

Bera skal líð fyr lýða …

Niðurlag

… snar hólmgöngu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
28 blöð (203-205 mm x 146-150 mm). Blöð 1-6 tilheyra nýja bandinu og eru úr pappír. Þau eru auð.
Tölusetning blaða

  • Á blöðum 7r-14v sést upprunaleg blaðmerking ekki lengur eða er að mestu afmáð. Blöð 15-28 bera blaðsíðutal á rektósíðum.
  • Síðari tíma blaðmerking er í vinstra horni neðst (með bleki), 7-28 (pappírskverið fremst er ónúmerað en minnir á efni fyrri hlutans í AM 748 I a 4to).

Kveraskipan

Fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1-6; 3 tvinn (pappír).
  • Kver II: blöð 7-14; 4 tvinn (skinn).
  • Kver III: blöð 15-24; 4 tvinn + 2 stök blöð (skinn).
  • Kver IV: blöð 25-28; 2 tvinn (skinn).

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 155-165 null x 110-120 null.
  • Línufjöldi er ca 35.
  • Víða má sjá línumerkingar; örmjóar rifur hafa verið ristar á ytri spássíu.
  • Rauðar fyrirsagnir
  • v á spássíu er merki um vísu í textanum.

Ástand

  • Glatast hefur úr handritinu á eftir blöðum 8 og 12.
  • Fyrirsagnir með rauðum lit eru víða ill- eða ólæsilegar (sbr. t.d. blöð 14v og 22r).
  • Ytri spássía hefur verið skorin af blaði 8 en að því er virðist án þess að skerða textann.
  • Neðri spássía hefur verið skorin af blaði 23; texti virðist óskertur.
  • Blekblettir eru á blaði 16v.
  • Saggablettir eru víða á blöðum (sbr. t.d. blöð 7 og 25).

Skreytingar

  • Fyrirsagnir eru með rauðu bleki (sjá t.d. blað 26r). Fyrirsögn Íslendingadrápu Hauks Valdísarsonar er með svörtu bleki (sjá t.d. blað 28r).

  • Upphafsstafir eru með rauðu og grænu bleki (sjá t.d. blöð 18v-19r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Upphafsstafir og ýmiss konar tilvísunarmerki eru víða á spássíum (sbr. t.d. blað 13v-14r og 15v-16r).
  • Ýmiss konar spássíuskrif með síðari tíma höndum, þar á meðal hugsanlega e-k nafnalisti á neðri spássíu blaðs 15r; þar er einnig endurtekið e-k ákall til Guðs heillan í Guði… sem einnig er á blaði 8v. Talið er hugsanlegt að handritið hafi verið kennslubók þar sem á neðri spássíu blaðs 25r stendur: Guð gef mér aða læra þessa bók með öðru góðu en hún er vond. Guð faðir miskunni

Band

Band frá 1995 (215 null x 180 null x 20 null) frá 1995.

Spjöld er klædd fínofnum striga, grófari strigi er á honum og kili.

Blöð eru saumuð á móttök.

Saurblöð, eitt hvoru megin, tilheyra þessu bandi.

Fylgigögn

Þrír seðlar merktir ''a', 'b', 'c' eru á milli saurblaðs og blaðs 1r:

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og það er tímasett til ca 1300-1325 (sjá  ONPRegistre , bls. 464), en um 1300 í  Katalog II , bls. 174-175.

Ferill

Samkvæmt handritaskrá Árna Magnússonar (AM 435 a 4to, blöð 93v-95r; sjá hér að neðan) fékk hann handritið að gjöf árið 1691 frá séra Halldóri Torfasyni á (Gaulverjabæ) í Flóa. Þá var utan um það kápa er áður hafði verið notuð utan um verk eftir Lipsius og Árni telur óefað komna úr bókasafni Brynjólfs Sveinssonar biskups. Í handritinu sjálfu er ekki miklar upplýsingar að fá. Á blaði 15r er á spássíu röð mannanafna, að hluta með bæjarnöfnum (17. öld). Grein á blaði 25r bendir til að handritið hafi verið notað sem kennslubók (um 1600). Vísa hefur verið skrifuð á blað 8r (um 1600).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. nóvember 1996. Fyrri hluti þess (AM 748 I a 4to) er á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 9. júlí 2009; lagfærði í janúar 2011, Haraldur Bernharðsson skráði 30. apríl 2001, Kålund gekk frá handritinu til skráningar  20. nóvember 1888 (sjá Katalog II> , bls. 174-175 (nr. 1863)).

Viðgerðarsaga

Gert var við handritið og það bundið í júní 1977 til júlí 1978.

Aftur gert við og bundið í júní til desember 1995. Með handritinu frá Kaupmannahöfn fylgdi nákvæm lýsing á ljósmyndun og viðgerð.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Ljósprentað í Corpus Codicum Islandicorum Medii Ævi 17 (1945).

Notaskrá

Höfundur: Faulkes, Anthony
Titill: Gripla, Edda
Umfang: II
Höfundur: Faulkes, Anthony, Resen, Peder Hansen
Titill: , Two versions of Snorra Edda. Edda Islandorum. Völuspá. Hávamál. P. H. Resen's edition of 1665
Umfang: 2. 14
Titill: , Islands grammatiske litteratur i middelalderen
Ritstjóri / Útgefandi: Björn M. Ólsen, Dahlerup, Verner, Finnur Jónsson
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Palæografi. B. Norge og Island, Nordisk kultur
Umfang: 28:B
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: , Om et norsk skriftlig grunnlag for Edda-diktningen eller deler av den
Umfang: s. 81-207
Höfundur: Einar Ólafur Sveinsson
Titill: Gripla, Heiti í sölum Heljar (Samtíningur)
Umfang: II
Höfundur: Wessén, Elias
Titill: , Fragments of the elder and the younger Edda AM 748 I and II 4to
Umfang: 17
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: , Edda Snorra Sturlusonar, dens oprindelige Form og Sammensætning
Umfang: 1898
Höfundur: Finnur Jónsson
Titill: , Brage skjald
Umfang: s. 237-286
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: , Lygisögur sagðar Sverri Tómassyni fimmtugum 5. apríl 1991
Umfang: s. 27-29
Höfundur: Heimir Pálsson
Titill: Gripla, Vísur og dísir Víga-Glúms
Umfang: 21
Höfundur: Heimir Pálsson
Titill: Són. Tímarit um óðfræði, Fyrstu leirskáldin
Umfang: 8
Höfundur: Heimir Pálsson
Titill: Gripla, Uppsalaedda, DG 11 4to : handrit og efnisskipan
Umfang: 22
Höfundur: Helgi Guðmundsson
Titill: Fuglsheitið jaðrakan, Afmælisrit Jóns Helgasonar 30. júní 1969
Umfang: s. 364-386
Höfundur: Helgi Guðmundsson
Titill: Gripla, Rúnaristan frá Narssaq
Umfang: 1
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: , Et hidtil ukendt brev fra Sveinn Jónsson til Ole Worm
Umfang: s. 260-263
Höfundur: Jónas Kristjánsson
Titill: Gripla, Íslendingadrápa and oral tradition
Umfang: 1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Poetry from the Kings' sagas 2
Ritstjóri / Útgefandi: Gade, Kari Ellen
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Boer, R. C.
Titill: Studier over Snorra Edda,
Umfang: 1924
Höfundur: Sveinbjörn Egilsson
Titill: Bókmentasaga Íslendínga, Skáldskaparmál
Umfang: 3
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Gripla, Hryggjarstykki
Umfang: 3
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Gripla, Codex Wormianus. Karl G. Johanssons doktordisputas 17.5. 1997
Umfang: 11
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Gripla, Er nýja textafræðin ný? Þankar um gamla fræðigrein
Umfang: 13
Höfundur: Valgerður Erna Þorvaldsdóttir
Titill: Són, Kátlegar kenningar : um gamansemi dróttkvæðaskálda
Umfang: 2
Höfundur: Viðar Pálsson
Titill: Gripla, Pagan mythology in christian society
Umfang: 19
Höfundur: Vésteinn Ólason
Titill: Gripla, Gróttasöngur
Umfang: 16
Lýsigögn
×

Lýsigögn