„Sponsku vijsur: S. O. a Sóndum“
„Kveðju mína og kærleiks band ...“
„... og haatt loff hljöme. Amen.“
Tíu kver:
Ein hönd, óþekktur skrifari, sprettskrift.
Upphafsstafir dregnir örlítið stærra.
Fyrirsagnir dregnar hærri en meginmál.
Band frá tíma Jens Jacob Weber c1772-1780 (213 mm x 168 mm x 12 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.
Skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar (sjá Katalog II 1984, bls. 25).
Handritið var áður hluti af stærri bók:
Árið 1730 voru blöðin hluti af No. 615 in 4to, en blöðin sem nú eru í AM 615 m-f 4to voru bundin saman (sbr. AM 456 fol., 24v).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1983.
Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.