Skráningarfærsla handrits

AM 615 l 4to

Rímur af Reinald og Rósu ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-9v)
Rímur af Reinald og Rósu
Titill í handriti

Reinallds Rimur

Athugasemd

12 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Stórt dárahöfuð (bl. 2, 4, 5, 6, 7, 9).
Blaðfjöldi
9 blöð (204-207 mm x 160-163 mm).
Tölusetning blaða

Gömul blaðmerking fyrir miðri neðri spássíu, 125-133.

Blaðmerkt á flestum efri rektósíðum 1-9.

Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: bl. 1-9 (1, 2+9, 3+8, 4+7, 5+6), 1 stakt blað, 4 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 175 mm x 140 mm.
  • Línufjöldi er 43-46.

Ástand

  • Blettótt.
  • Dökkt og óhreint.
  • Blettur á bl. 1, samsvarar bletti á ytri spássíu á bl. 17 í AM 615 m 4to.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, sprettskrift.

Sama hönd og í AM 615 f-m 4to, nema síðasta blað í AM 615 k 4to.

Skreytingar

Blekdregnir upphafsstafir eru dregnir örlítið stærra.

Band

Band frá tíma Jens Jacob Weber c1772-1780 (210 mm x 167 mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Á spjaldblöðum prentað mál. Tveir límmiðar á kili.

Fylgigögn

Þykkur hvítur pappír liggur með handritinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi, og tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 27.

Handritið var áður hluti af stærri bók:

Ferill

Árið 1730 voru blöðin hluti af No. 615 in 4to, en blöðin sem nú eru í AM 615 m-f 4to voru bundin saman (sbr. AM 456 fol., 24v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. apríl 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 4. mars 2024.
  • ÞS skráði 6. nóvember 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 27 (nr. 1596). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn