Síðari tíma blaðmerking neðst á ytri spássíu með rauðu bleki 1-64.
Band gert við ca 1910-1920 (320 mm x 207 mm x 21 mm). Pappaspjöld klædd pappír með brúnu marmaramynstri. Eldra bókfell á kili.
Spjöld í bandinu voru áður klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti. Þau blöð voru fjarlægð á tíma Kristian Kålund og marmarapappír settur í staðinn. Blöðin úr bókfellinu eru nú í AM Access. 7 (Hs 122).
Seðill á saurblaði 1r (165 mm x 180 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Saga Þorgeirs og Þormóðar Kolbrúnarskálds. Fragment sögu Þorsteins Síðu-Hallssonar. Eftir membrana regia in 4to stóð framan á bókinni með hendi Ásgeirs Jónssonar. Úr númer 12 frá sál. assessor Thormod Torvesens enke 1720.“
Báðir hlutar handritsins voru skrifaðir í Noregi (Stangarlandi) og eru tímasettir frá ársbyrjun 1690 til vors 1697 (sbr. Már Jónsson 2009: 285). Handritið er tímasett til um 1700 í Katalog I, bls. 101, en virkt skriftartímabil Ásgeirs Jónssonar var ca 1686-1707.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 27. mars 1974.
„Saga frá Þorgeiri og Þormóði Kolbrúnarskáldi“
Textinn er skrifaður upp eftir skinnhandriti sem var í Konungsbókhlöðu (sbr. seðil) en er nú glatað.
„Á dögum hins helga Ólafs konungs …“
„… svo mundi skáldið vilja kveðið hafa.“
Fóstbræðra saga 1822.
ÍF VI.
Nú lýkur hér ævi Þormóðs með þessum atburðum sem nú voru sagðir.
Átta kver.
Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift.
Upphafsstafir dregnir aðeins hærri (1-2 línur).
Jaðar er litaður með rauðu bleki og gulbrúnum lit.
Sjá fyrir ofan.
Þessi hluti handritsins var áður hluti af stærri bók með hendi Ásgeirs Jónssonar sem innihélt einnig blöð sem nú eru í AM 207 a fol. og AM 224 fol. (sbr. AM 435 b 4to, bl. 5v).
Bókin sem þessi hluti handritsins tilheyrði var nr. XII fol. í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 5v).
„Fragment sögu Þorsteins Síðu-Hallssonar“
Textinn er skrifaður upp eftir skinnhandriti sem var í Konungsbókhlöðu (sbr. seðil) en er nú glatað.
„… hverfingunni og voru þau drepin bæði. Þetta sumar ætlaði Þorsteinn utan …“
„… Þórdísi dóttur Síðu-Halls átti Þórður Halldórsson úr Forsárskógum“
... og lýkur svo þessi sögu er frá Þorsteini er sögð.
Eitt kver.
Með hendi Ásgeirs Jónssonar, kansellískrift.
Upphafsstafir dregnir aðeins hærri (1-2 línur).
Ígildi bókahnúts við loka texta (bl. 64v).
Jaðar er litaður með rauðu bleki og gulbrúnum lit.
Sjá fyrir ofan.
Þessi hluti handritsins var áður hluti af stærri bók með hendi Ásgeirs Jónssonar sem innihélt einnig blöð sem nú eru í AM 207 a fol. og AM 224 fol. (sbr. AM 435 b 4to, bl. 5v).
Bókin sem þessi hluti handritsins tilheyrði var nr. XII fol. í safni Þormóðs Torfasonar. Árni Magnússon fékk hana frá ekkju Þormóðs árið 1720 og tók í sundur (sbr. seðil og AM 435 b 4to, bl. 5v).